Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 4
4 f TÍMIM, firigjndaginn 8. maí 1945 34. blað Fnrðulcg ummæli um tekjur Bílddælinga Svar til Gísla Jónssonar Gísli Jósson alþm. skrifar langloku mikla í Morgunbl., síðar birta í ísafold, sem nefn- ist: Furðuleg ummæli um at- vinnulíf Bílddælinga. Tilefnið á að vera viðtal við undirritaðan í Tímanum fyrir nokkru. Ég finn mig knúðán til að gera nokkrar athugasemdir og leiðréttingar við fyrrnefnda grein, þótt ég hins vegar verði að fara fljótt yfir sögu. Ég vil í upphafi taka það fram, að með þessu blaðavið- tali vakti ekki fyrir mér að hefja neinar árásir á Gísla Jónsson eða fyrirtæki hans hér á Bíldudal, enda furðulegt, að nokkur geti skilið það þannig. En svo hefir farið fyrir Gísla. Hánn byrjar á því að gagn- rýna ummæli mín um stórút- gerðina á Bíldudal og telur það rangt, að 6 til 8 menn hafi verið á togaranum Baldri árlega frá Bíldudal Þeir hafi verið miklu fleiri. Það er auðvelt að sanna, að 1944 voru ekki fleiri en' 4 Bílddælir á honum og þó ekki að staðaldri. Um togarann Hilmi er það að segja, að hann á hér ekki heima og að minnast hans er að tala um það, sem var en ekki er. Enda er það mjög fjarri lagi, að ég hafi haldið því fram, að hann og Baldur hafi ekki lagt hér upp fisk í salt 1941—42. Þá segir Gísli: „hefir Bíldudal og nágrenni á þennan hátt verið séð fyrir kolum alla tíð fyrir lægra verð en flestum öðr- um stöðum á landinu.“ Kola- verð mun nú hafa verið á Bíldu- dal um 11 mánaða skeið ákveð- ið kr. 233,00 pr. smálest. Heim- flutningur kr. 26,51 pr. smálest, eða komin heim til notanda kr. 259,51 pr. smálest. Á Patreks- firði eru kol flutt inn undir svipuðum skilyrðum, þ. e. með togurum, og kolaverð er þar kr. 202,00 pr. smálest heimflutt. Á næstu fjörðum fyrir norðan eru ekki til neinir togarar sem flytja inn kol, og mun þar ekki al- mennt um kolaskort að ræða og verðið eigi óhagstæðara nú sem stendur. Þá víkur Gísli að tekjum mín- um á Baldri, sem raunar hafa aldrei verið lrr. 30 þús. Satt að, segja hélt ég, að flestum væri það kunnúgt.að þeir,sem stund- uðu sjó á togurum, heðu allríf- legar tekjur, sem þeir væru vel komnir að. Þingmaðurinn er sennilega á öðru máli. Þá telur GLsli, að sterkar líkur séu fyrir því, að Suður- fjarðarhreppur bíði stórtjón vegna ummæla minna um heimilisfang útgerðarinnar. Satt að segja hélt ég, að Gísli hefði meira traust á dómstól- unum en þetta, enda mun fjöld- inn líta þannig á, að dómar þeirra eða úrskurðir séu á rök- um reistir, eins í þessu máli sem öðrum. Fari hins vegar svo, að dómur í þessu máli yrði Suður- fjarðarhreppi óhagstæður, myráli ég krefjast þess, að hann leggði fram sönnun fyrir þvi, að það hefði verið ummæl- um mínum að kenna. Annars skoðast þessi ummæli hans fleipur eitt. Um f iskim j ölsverksmiðj una telur hann ummæli mín mjög óviðeigandi. Ég sagði, að hún hefði ekki verið rekin 1944 og hráefnakaup hennar frá hrað- frystihúsinu verið hagstæð. Um rækjuverksmiðjuna sagði ég, að hún hefði unnið að niðursuðu kjöts o. fl. nokkurn hluta árs- ins 1944. FleStir munu líta þannig á, að fyrirtæki sem starfa við örðug rekstrarskil yrði og verða að fella niður rekstur sinn að meira eða minna leyti, séu ótrygg fyrir verkamanninn. Hitt er allt ann- að mál, af hvaða orsökum það er, og hefi ég enga tilraun gert til þess að áfellast eigendur þeirra fyrir þessa vinnustöðvun. Um hraðfrystihúsið get ég verið fáorður. Gísli telur, að um- mæli mín um það séu mjög fjarri réttu. Það er öllum ljóst, að undir rekstri þess á allur smábátaútvegurinn við Arnar- fjörð afkomu sína. Gísli er á annarri skoðun. Hann um það. En ég hygg að erfitt hefði orðið að sigrast á þeim örðugleikum, sem skapazt hefðu, ef rekstur þess stöðvaðizt. Þingmaðurinh dvelur lengi við samanburð á launagreiðslum til Bílddælinga frá fyrirtækjum sínum og hraðfrystihúsinu, í þeim tilgangi að gera sem minnst úr hraðfrystihúsinu. Alls eru greiðslur fyrirtækja hans taldar 1944, kr. 417.649,14, og eru þá meðtaldar atvinnu- tekjur sjómanna á m.b. Ægi, sem mun vera um kr. 44.203,47. Tekjur fastra starfsmanna, for- stjóra, verzlunarfólks og verk- stjóra, sem er um kr. 125.480,00. Til verkafólks og sjómanna á vélbátnum Ægi ætti þá að hafa farið alls kr. 292.169,14. Hrað- frystihúsið hefir greitt kr. 347.- 925,97. Laun forstjóra, skrif- stofumanna og verkstjóra munu vera um kr. 42.734,44. Ég fæ ekki séð, að þessi samánburður sé mjög haldkvæmur. Þá er mikilsvert atriði í þessu, að h.f. Maron annast skipaafgreiðslur o. fl., sem auka launagreiðslur til verkamanna allverulega, án þess að nokkur rekstur komi þar til. Þá gerir Gísli ýtarlegan sam- anburð á útsvarsgreiðslum um 7 ára skeið, án þess að sanna nokkuð, að útsvör á fyrirtækj- um hans hefðu verið lægri, þótt þau hefðu átt heima annars staðar. Síðan kemst hann að þeirri niðurstöðu, að tekjur Bílddælinga t. d. árið 1943 muni ekki of hátt áætlaðar að meðal- tali kr. 18 þús. eða rúmlega það. Vegna þess, að ég hefi haft framtal þessara sömu 'manna með höndum, „skattlagt þá fyrir ríkissjóð“, eins og þingmaður- inn orðar það, kemur mér þetta ókunnuglega fyrir. Enda lítur út fyrir að Gísli sé að stimpla Bílddælinga sem skattsvikara. Hæstu tekjur verkamanns ár- ið 1943 voru samkvæmt skatta- framtalinu kr. 17.815,00, þar af eru kr. 4000,00 frá sjávarútvegi. Áriðj 1943 eru 160 skattþegnar í Bíldudal. Tekjur þeirra skiptast þannig: 96 hafa frá 1.500,00 til 10.000,00 37 — — 10.000,00 — 20.000,00 12 — — 15.000,00 — 20.000,00 10 — — 20.000,00 — 30.000,00 5 — — 30.000,00 — 40.000,00 Hér eru auðvitað meðtaldar hinar duldu tekjur, t. d. íbúðar- tekjur, sem ekki koma beint til tekna sem peningagreiðslur. Ég hygg, að þessar tölur sanni bet- ur en fleipur Gísla, að meðal- talið er langt fyrir neðan kr. 18 þús., enda munu þær tekjur óvíða koma niður til jafnaðar í smáþorpum. Má þó óhætt full- yrða, að 1943 var eitt tekjuhæsta ár, sem hér hefir komið. Það er engum greiði ger með því að birta í blöðum tekjur, sem menn aldrei hafa haft, enda eru menn hér undrandi yfir þessum þvætt- ingi þingmannsins. Þá hyggst Gísli hnekkja um- mælum mínum um mannfjölda á Bíldudal og býr til ýmsar töl- ur í „prósentvís", sem eiga að sýna kraftaverk hans hér á Bíldudal. En grunnfærnin er svo mikil, að hann aðgætir ekki að 1940 verður sú breyting á mann- talinu, að fólk í hreppnum, sem ekki býr á kaupstaðarlóðinni, er talið með íbúum Bíldudals. En það hafði áður verið taíið til innsveitarinnar. Þar með falla allir útreikningar út frá hagtíð- indunum um sjálft sig. Enda mun flestum ljóst, jafnvel ó- kunnugum, að fyrir 1940 var hér ekki um stórfellda fólksaukn- ingu að ræða. Þingmaðurinn álítur orð mín um það, að bezta lausn framtíð- armála almennings sé samtarf og samvinna, beri þess glöggt vitni, að ég telji allt atvinnulíf á Bíldudal í öngþveiti. Enda þótt ég álíti, að æskilegt sé, að meira og tryggara atvinnulíf væri á Bíldudal t. d. með aukningu vél- báta, er pað óhagganleg sann- færing mín, að vandamál fjöld- ans verði bezt leyst með sam- vinnu sem flestra. Og þeir dagar munu áreiðanlega koma. Með þeim hætti verður frambúðar- viðreisn þorpsins bezt tryggð. Jón G. Jónsson. Fæðíogum fjölgar í nýkomnum Hagtíðindum er skýrt frá fæðingum og mann- dauða hér á landi árið 1943. Alls fæddust á árinu 3290 lif- andi börn eða 26.3 á hvert þús- und landsmanna. Er þetta hærra hlutfall en mörg undanfarin ár eða síðan 1926. 1939 nam tala fæddra barna 2.363, árið 1940 2480, árið 1941 2.638 og 1942 3.048. Af börnum þeim, sem fæddust 1943, voru 816 óskilget- in og er það hlutfallslega sízt meira en næstu árin á undan. Alls dóu hér á árinu 1263 landsmenn og hefir dánartala aldrei verið hér hlutfallslega lægri, nema 1939 og 1940. Innan 1 árs dóu 84 börn og er það minnsti barnadauði, sem hér hefir þekkzt. Mismunur fæddra og dána var 2057, en fjölgun íbúa lands- ins samkvæmt manntali var þó ekki nema 1936. Virðist þannig 91 maður hafa flutt úr landi á árinu. Hjónavígslur á árinu urðu 990 og voru talsvert færri en undanfarin ár. Útbreiðið Txmaim! FIMMTUGUR; Árni G. Eylands framkvæmdasftjóri í dag er einn af kunnustu bú- fræðingum þessa lands, Árni G. Eylands, framkvæmdastjóri Búnaðardeildar S. í. S„ fimmtíu ára. Árni er fæddur að Þúfum í Óslandshlíð í Skagafirði 8. maí 1895. Foreldrar hans voru hjón- in Þóra Friðbjarnardóttir og Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur var alkunnur hesta- maður, og gerði mikið að því að temja hesta og þótti sérlega laginn að gera góðan hest úr göldum fola. Árni stundaði búfræðinám að Hólum veturna 1911—13. Að því loknu sigldi hann og stundaði verklegt búfræðinám á ýmsum stöðum, bæði í Þýzkalandi og á Norðurlöndum, en þó mest við landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi, en þar þótti þá verklegt nám hvað fullkomnast. Þegar starfsemi Búnaðarfé- lags íslands færðist í aukana, eftir að Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri kom að fé- laginu, var starfsmönnum við félagið fjölgað og starfsskipting milli ráðunauta þess gerð meiri en hún hafði verið áður. Einn af þeim nýju mönnum, sem þá gerðist starfsmaður félagsins, var Árni G. Eylands. Hann fékk fyrst og fremst það starf að leiðbeina bændum um val verk- færa, hann varð verkfæraráðu- nautur félagsins. En jafnframt fékk hann líka annað starf hjá því. Búnaðarfélagið hafði flutt inn hina stórvirku þúfnabana og lét vinna með þeim að ný- rækt hjá þeim bændum^sem þess óskuðu. Það varð hlutverk Áxma að fara með þessar vélar. Faðir hans hafði tamið hesta til reiðar, nú átti Árni að temja vélar, sem áður höfðu ekki í ís- lenzka mold komið og íslend- ingar kunnu engir að fara með. Og Árna heppnaðist þetta ekki síður en föður hans hafði heppnazt að temja skagfirzku folana. Með starfi sínu við þúfnabanana varð Árni sérstak- lega fær í meðferð stærri jarð- yrkjuvéla og í öllu sem laut að jarðvinnsiu og nýrækt. Eftir því, sem verkfærakaup bænda jukust, færðust þau að eðlilegum hætti yfir til S. í. S. og varð þá starf Árna meir og meir í því fólgið að aðstoða S. í. S. við val verkfæra, er það pantaði.Var hann um skeið bæði starfsmaður S.. í. S. og ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands. Síðar var honum ein- göngu launað af S. í. S. og tald- ist þá starfsmaður þess ein- göngu, en þrátt fyrir það hefir Búnaðarfélag íslands æ'tíð getað notið. starfskrafta hans, þegar það hefir þurft og óskað. Árni G. EylancLs Árni hefir verið formaður verkfæranefndar, og sem slíkur haft með tilraunir og ný verk- fæi-i að gera. Á vegum verk- færanefndar hafa skurðgröf- urnar komið til landsins og ver- ið reyndar, og verkfæranefndin flutti inn fyrstu jarðýtuna. Þegar S. í. S. var falið að hafa á hendi Áburðarverzlun ríkis- ins fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar, fól það Árna forstöðu henn- ar. Gerði hann mikið að því að reyna að útbreiða þekkingu á réttri notkun áburðarins meðal bænda, sem áður voru henni ókunnugir. í því skyni fékk hann gefna út smáritlinga um málið og útbýtti þeim ókeypis. Þegar ríkið 1936 stofnaði græn- metisverzlunina og fól S. í. S. að fara með hana, var Árna líka falin forstjórn hennar, og fór Árni með forstjórn bæði Áburð- ar- og grænmetissölunnar með- an S. í. S. var falin framkvæmd þeirra af rikisstj órninni, og fórst það prýðilega að allra dómi. En starf hans við verkfærin óx, og mun það hafa ráðið mestu um, að S. í. S. var ekki látin sjá um áburðar- og grænmetisverzlun- ina áfram, heldur settur til þess sérstakur maður, sem stendur beint undir ríkisstjórninni. Sem forstjóri Áburðar- og grænmetisverzlunarinnar, og sem forstjóri fyrir Búnaðardeild (Framháld á 5. síðu) vinanna sökktu öllu saman á leiðinni. Og það var að halda þeim utan skotmáls. Alla fyrstu mánuði ársins 1944 höfðu tundurspillar og ' létti- snekkjur Bandamanna gert lát- lausar árásir á stöðvar fjand- mannanna við mynni Signu og Leiru og á eyjum í Ermarsundi. Ekki sízt höfðu þar verið að verki kanadiskir tundurspillar. Án algerra yfirráða á sjónum og dugandi flugverndar hefði þessj fyrirætlun verið vonlaus. Hún byggðist á mætti flotans. Óvinirnir höföu hvorki bol- magn né úrræðasemi til þess að gera verulega hríð að skipalest- inni, sem fluttu tilbúnu höfnina yfir til Frakklandsstrandar. Fyrstú liðsveitirnar ruddust á land við Arromanches í Nor- mandí, Sjóliðsforingjar leið- beindu skipunum, sem á eftir komu, með flöggum og Ijós- merkjum úr flæðarmálinu. Þegar landgöngusveitirnar höfðu náð öruggri fótfestu á dá- lítilli landspildu við sjóinn, byrj- uðu verkfræðingarnir og vinnu- sveitir þeirra að setja höfnina saman. Valdar sveitir úr sjóliðinu sökktu steinnökkvum til þess að mynda bráðabirgðaskjólgarð handa skipunum, þar til búið væri að koma fyrir blokkunum miklu, er mynda áttu ytri hafn- argarð. Þegar hafnargarðarnir tóku að lehgjast, komu nýjar skipa- lestir með stálbryggjur yfir sundið og renndu þeim á grunn, hverri af annarri, í skjóli hinna nýju garða. Þessar bryggjur voru ekkí siður hugvitssmíð en ann- Frá höfninni í Arromanches. Skipin liggja í röðum við bryggjurnar. að, sem að þessari furðulegu höfn laut. Það voru meira að segja þær, sem fullkomnuðu þessa stórfenglegu hugmynd. Þessar bryggjur standa á fjór- um gríðarmiklum stállöppum, en sjálft bryggjugólfið er þann- ig úr garði gert, að það hækkar og * lækk^r sjálfkrafa eftir sjávarföllum, því að það er ekki grópað fast í undirgrindina, heldur leikur laust á fjórum gildum boltum, sem ganga í gegnum það. Og svo er um allt búið, að bryggjan helzt alltaf lárétt, enda þótt lappirnar standi á misháum botni. Sé þessum bryggjum lagt hverri út af annarri, er hægt að mynda gríðarstórar hafnarkví,- ar, þar sem fjöldi skipa getur legið og athafnað sig í senn. Hvernig uppskipunartækjum er fyrir komið, hefir eigi verið gert uppskátt. Af þessum bryggjum og til lands var lögð eins konar brú, fljótandi akbraut. Þessar flot- brautir voru fjórar á höfninni í Arromanches, sú lengsta hér um bil ein míla. Þær voru myndað- ar úr nokkurs konar bátum, er dregnir höfðu verið yfír sundið í 480 feta löngum- lesturn. Þegar þær voru komnar á á- fangastað, var þeim lagt við eins konar akkeri, sem halda þeim stöðugum. Þessar land- göngubrýr eru einnig merkileg- ur atburður í sögu tækninnar í sjóhernaði. Flotbrýrnar svigna og marra, þegar farartækin bruna eftir þeim milli skips og lands. En Þær þola umferðina vel og eru hin mestu furðutæki. Sjálfir hermennirnir í land- göngusveitunum voru alveg for- viða á þeirri undrasmíð sem hún var, þessi höfn, er þeir höfðu flutt.með sér til meginlandsins. Á tólfta degi innrásarinnar gerði norðaustan storm. Öldurn- ar komu æðandi suður sundið og skullu á hafnargörðunum. Eng- inn, sem var í innrásarliði Bandamanna, gleymir þessum hræðilegu dægrum. Hvað efitr annað héldu hermennirunir, að öll þessi furðuleg nýsmíð væri að sundrast. Önriur höfn af þessu tagi hafði verið sett nokkru vestar.og höfðu Bandaríkjamenn hana til umráða. Bretar höfðu komið sinni höfn fyrir á þéttum og traustum botni. Bandaríkja- menn voru óheppnari: Það var sandbotn, þar sem þeir höfðu sett sína höfn. Höfn þeirra lét undan þunga sjávarrótsins. Með braki og brestum, sem voru ægilegri en skothríð óvinanna, sundraðist mikill hluti þessa mannvirkis. Helmingurinn af öllu því, sem þeir höfðu komið yfir sundið til hafnargerðarinnar, ónýttist í þessu veðri. En uppskipunin hélt áfram í báðum höfnunum, þrátt fyrir þetta áfall. Var það mest að þakka því ágæta flutn- ingatæki, sem kallað hefir verið „öndin“ og eiginlega er þátur á hjólum og getur farið með tuttugu mílna hraða á klukku- stund á þurru landi og fjóra hnúta á sjó. Þrátt fyrir rokið var alltaf haldið áfram að flytja birgðir á land á þessum nýstárlegu farartækjum, sem voru jafn nýt á sjó og landi. Og þegar veðrinu linnti, var aftur tekið til, þar sem frá varð að hverfa um hafnargerðina. Þrem vikum eftir innrásina var höfnin aftur komin í eins gott lag og á varð kosið. Svo hafði verið áætlað, að þessar tilbúnu hafnir þyldu vind og veður og notkun í níutíu daga. En þær hafa gefið miklu betri raun. Éinu sinni barst orrustan svo til alveg niður á bryggjusporð- ana, en áhlaupum óvinanna var hrundið. Og á þessum örlaga- ríku dögum var tíu þúsund smá- lestum af hergögnum og birgð- um skipað á land í höfh Breta á hverjum sólarhring, enda þótt flugvélar óvinanna dembdu nið- ur sprengjum á hverri nóttu. Mennirnir, sem sköpuðu þetta frábæra mannvirki, hafa nú séð, hvernig það stóðst hina mestu raun. Hafa þeir í huga að smíða fleiri slíkar hafnir til samgöngubóta á friðartímum? Þeir svara sjálfir þessari spurningu á þá leið, að þeir hafi ekki ennþá haft tíma til þess að hugsa um það. En eigi að síður er trúlegt, að þetta þrekvirki geti orðið mörgum til nytja í framtíðinni. Mönnum detta til dæmis í hug hinar lágu, löngu, hafn- lausu strendur Afríku. Fáar míl- ur frá sjónum eru kannske hin auðugustu frjólönd ■— pálma- skógar og aldinlendur —, sem ekki verða nýtt vegna sam- gönguleysis, nema með þeim aldagamla hætti að bera afurð- irnar ói’aleiðir um torfæra vegu að næstu bifreiðabraut og aka þeim siðan þaðan um langa vegu til hafnar. Hér væri hugsanlegt að nota hinar nýju bryggjur og flotbrautir með góðum árangri. Um þann tíma árs, sem storma- samastur er, væri ef til vill nauðsynlegt að draga mann- virkin inn í skjólsama flóa og leggja þeim þar, en nota þau um þann árstíma, er veður eru vægari. f mörgum öðrum álfum og löndum eru strandlengjur mikl- ar, þar sem hvergi er höfn né bryggjustúfur. Kannske mætti bæta úr þessu með svipuðum hætti, að minnsta kosti til bráðabirgða? En spurningin er: Yrði þetta ekki óbærilega dýrt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.