Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.05.1945, Blaðsíða 7
34. blað TÍ5IIM, briðjadagmn 8. maí 1945. Athyglisverd tílraun með vélþurrkun á heyi Ágúst Jónsson raffræðing- ur gerði á síðastl. sumri til- raun með vélþurrkun á heyi eftir amerískri fyrirmynd. Á- gúst bauð blaðamönnum ný- lega að Vífilsstöðum, til þess að kynnast þessari nýjung í heyþurrkun, en þar var til- raunin gerð. Hér fer á eftir útdráttur úr frásögu Ágústs: — Heyþurrkan er smíðuð úr timbri, og lítur út eins og með- fylgjandi teikning sýnir. Ein aðalrenna liggur eftir endilöngu gólfinu, en út frá henni ganga svo minni rennur, sem eru ná- kvæmlega útreiknaðar eftir flatarmáli hverrar einstakrar að alls verður 13 feta laga af heyi í hlöðunnf. Seint á árinu 1943 smíðaði Á- gúst líkan af þurrkunaráhöld- unum, til þess að athuga, hvern- ig þau virkuðu. Hófst hann síð- an handa um smíði heyþurrk- unarvélar þeirrar, sem reynd var að Vífilsstöðum í fyrra- sumar. Björn Konráðsson bústjóri að Vífilsstöðum sýndi þessu máli strax fullan skilning og bauðst hann til að fresta slætti ákveð- ins hluta túnsins á meðan verið var að gera umrætt húsnæði nothæft, steypa gólf og setja niður vélarnar. Loks 4. sept. var svo túnið slegið og grasið flutt í hlöðuna. Fyrst voru settar 5 KVEÐJUATHÖFN Baldurs Guðimmdssoiiar, frá Seyðisfirði fer fram frá Dómkirkjunni, 9. maí kl. 1,30 e. h. Athöfninni verður útvarpað. JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR. Crummijakkar (síðir og stuttir) og BUXUR fyrirliggjandi. — Sent gegn póst- kröfu um land allt. GÍIMMtFATAGERÐIN „VOPXI“ Aðalstræti 16. 99 Reykjavík. Efri myndin sýnir heyþurrkuna, séð ofanfrá. Neðst á myndinni sést blás- arinn og mótorinn, sem knýr loftið inn í stokkana. — Neðri myndin er þver- skurður af heyþurrkunni. hlöðu fyrir sig. Lofti er dælt inn í aðalrennuna með þar til gerðri loftdælu (blásara), sem knúin er áfram með aflvél olíu eða raf- mótor. Loftið dreifist- svo út í minni rennurnar og upp í gegn- um heyið. Þessi þurrkunarað- ferð byggist mjög mikið á hinni öru uppgufun sem verður fyrstu 4 klst. eftir að grasið er slegið á sólskinsdegi, en í nýslegnu grasi er talið 75% vatn og til þess að framleiða 1 smál. af þessu heyi, verður að gufa upp úr því 4400 lbs. af vatni, þangað til heyið inniheldur 20% raka, en þá er það talið geymsluhæft. Heyið er slegið á morgnana strax og tekið er af og látið liggja í ljánni í 2 tíma, síðan er það rakað í múga og látið liggja þar í 2—3 tíma. Slík engja- þurrkun í 4—5 kl.tíma á björt- um sólardegi lækkar rakastigið úr 75% í 45%, síðan er heyið flutt í hlöðuna og látið ofan á rennurnar og látið liggja þar þangað til rakinn er kominn niður í 20%. Með því að setja heyið í hlöðuna sama daginn og það er slegið, þá eru skemmdir, sem orsakast af áfalli, regni og skorpnun, úr sögunni. Þegar heyið er verkað á þennan hátt, tapast ekkert af smágresinu. Þegar heyið er sett á þurrkuna verður að gæta þess, að því sé dreift jafnt yfir hana. Þetta er mjög nauðsynlegt, til að fá jafna dreifingu loftsins í gegnum heyið. Fyrsta daginn verður að setja 4 feta djúpt lag af heyi yfir allt hlöðugólfið jafnt, síðan má láta eins og verkast vill, mikið eða lítið, þar til hæðin hefir náð 8 fetum, þá er þetta þurrkað í 7—14 daga, en þá er að lokum 7 fetum bætt við, svo smál. af heyi, tveimur dögum síðar 6 smál., síðan daginn eft- ir 1 smál. eða samtals 12 smál. (um 120 hb.), en blástursvélin var sett strax áf stað fyrsta daginn. Samkvæmt skýrslu frá Veðurstofunni var meðalhiti umrætt tímabil 7 stig, en rign- ing mældist 16 daga af þessum 19, sem þurrkunin stóð yfir. Rakamælinguna framkvæmdi Björn Konráðsson og reyndist rakinn 65% að jafnaði. Hinn 11. sept. kom í ljós, að á hlöðugólf- inu var rakinn kominn niður í 24,3% í miðjunni 44,3% og efst 41,9%. 23. s. m. var hætt að blása og var þá rakinn kominn niður í 20%, sem er talið hæfi- legt til geymslu, og var þá heyið prýðilega verkað að sögn þeirra manna, sem skoðuðu það. Herra Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri, gerði sér ferð til Vífilsstaða, til að skoða heyið og leizt honum vel á það. Hann hefir sýnt fullan skilning á þessu máli og greitt fyrir því á hinn drengilegasta hátt. Heyið reyndist líka gott til gjafar. Kostnaður á þessa heyþurrk- un fer mest eftir stærð hlöð- unnar, og þar sem rafstöð er fyrir hendi, sem getur framleitt nauðsynlega orku, þá er kostn- aðurinn um kr. 160.00 á fermetr- ann. Þar sem engin rafstöð er, verður hentugast að kaupa dieselvél og hafa hana þá það stóra, að hún fullnægi raforku- þörf búsins. Kostnaðurinn verð- ur þá rúmar kr. 300.00 á fer- metra, enda kemur þá aðeins 25% kostnaðarins á þurrkuna, þar sem mótorinn myndi fram- leiða nægilegt rafmagn bæði til ljósa og hitunar. Einnig er heppilefet fyrir menn, sem eiga trillubáta, að nota vélar þeirra í þessu augnamiði á meðan sláttur stendur yfir. Víða í Bandaríkjunum hefir þessi aðferð verið reynd og þótt gefast ' vel. Niðurstaðan af reynzlu bænda þar virðist í að- alatriðum þessi: 1. Þessi aðferð útilokar tap á heyi vegna óhagstæðs veðurfars. 2^ Vinpa við heyið er ekki meiri, en' í mörgum tilfellum minni en ef um engjaverkun er að ræða 3. Heyhlöðurúmið sparast um allt að 50%. Auk þess gefa skepnurnar betri arð, því að vélþurrkaða heyið er yfirleitt betra. Þessi aðferð er hagnýt, til þess að verka allar tegundir af heyi á hvaða jörð sem er. Einnig má nota heitt loft við þessa aðferð ,og er þá sama hvaða hitagjafi er notaður, tímahlutfallið er þá 30—40 kl,- tímar á móti 7—14 dögum, enda er allur sá útbúnaður mikið margbrotnari og dýrari. Aðferð sú, sem hér er um að ræða, mun sú sama og Jóhannes Bjarnason vélaverkfræðingur skrifaði um í Tímann í fyrra. Var samþykkt á Alþingi í fyrra að gera tilraunir með slíka hey- verkun hér og var hafizt handa um undirbúning, en vélar f^ig- ust ekki frá Ameríku í tæka tíð. Munu þær tilraunir því ‘verða gerðar í sumar. Þarf þetta vit- | anlega að rannsakast vel, áður | en almennar íiUimkvæmdir eru . hafnar. Tiltaunir Ágústs virðast ' gefa góða raun, en þess ber að gæta, að heyið'var síðslegið og tilraunin gerð í litlum stíl. Þér skuluð lesa þessa bók. Erleiit yflrlit (Framhald af 2. síðu) Ofsóknum er fyrst og fremst beitt gegn heimahernum pólska og leynilegu frelsishreyfingunni, sem komið hefir verið á af pólsku stjórninni á hernáms- tímum Þjóðverja. Þeir, sem ekki vilja vinna Lublin-nefndinni trúnaðareið, eru sakaðir um að vera fasistar eða „stríðsglæpa- menn“ og settir í fangabúðir. Reyndin verður sú, að þessi ákvæði ná til allra starfandi þjóðræknra íbúa, sem taka virk- an þátt í starfi frelsishreyfing- arinnar, en henni er stjórnað af pólsku stjórninrii í London. Tala hins handtekna fólks nem- ur tugum þúsunda. í Lublin- héraðinu einu rúmlega tutt- ugu og eitt þúsund. Til þess að koma öllum hinum handteknu í fangabúðir, hefir ekki nægt að nota hinar þýzku fangabúöir, t. d. hinar illræmdu fangabúðir í Majdanek, heldur hefir orðið að koma upp nýjum, | og hafa nokkrar þeirra verið i teknar í notkun nú fyrir skömmu. Ómenningin í fanga- búðum þessum sést bezt á þeirri staðreynd, að í Krzeslin-fanga- búðunum, sem eru austur af Warsjá, hafa fangarnir orðið að hafast við niðri í skurðum, sex feta djúpum. Þar hefir þeim verið haldið í myrkri og hnéT djúpu vatni. Nýlega hafa nokk- ur þúsund manna, úr þessum fangabúðum aðallega liðsfor- ingjar úr heimahernum og emb- ættismenn leynilegu frelsis- hreyfingarinnar, verið sendir í útlegð til Kazan og Riazan í Rússlandi. ■ Allar þessar hörmungar geta þó ekki brotið á bak aftur vilja fólksins til þess að láta í ljós skoðanir sínar. Þegar Mikolaj- czyk var í heimsókn í Moskvu síðastliðið haust Voru hengd upp spjöld í Lublin, þar sem þess var krafizt, að yfirstjórn hinna pólsku landsvæða ýrði fengin í hendur pólsku stjórn- inni í London. Svarið við þess- um kröfum var það, að Lublin var lýst í umsátursástandi og fjöldahandtökur færðust í auk- ana. Þannig er ástandið nú í hinu frelsaða Póllandi. Allir hljóta að sjá þann reginmun, sem er á yfirstjórninni þar og í Belgíu og Frakklandi. — Hér lýkur frásögninni í „Church Times“. Þegar hún var birt höfðu Rússar enn ekki haf- ið vetrarsóknina, er leiddi til töku Varsjár og Vestur-Póllands. Síðan hefir ógnarstjórn þeirra og Lublinstjórnarinnar færzt í aukana, enda var frelsishreyf- ingin sterkust í þessum héruð- um landsins. #nöt®a nmrfsrosRólinn ’Vorsýning 1945. Myndlistadeildin: Blýants-, kol- og ki-ítarteikningar. — Vatnslitamyndir, Höggmyndir. Kennara- og smíðadeildin: Húsgögn og búshlutir. Renni- smíði, tréskurður o. fl. Síðdegis- og kvöldnámskeið: Teikningar barna. Tré- og málmsmíði drengja. Smíði sviffluglíkana. . Leður- vinna. Bókband. Tréskurður. Rennismíði. Skrautmál- un (,,rósamálun“) húsgagna og búshluta. Tækniteikn- ing. Fjarvíddarteikning o. fl. Sýningin er í HÓTEL HEKLU. OPIN daglega kl. 1—7 og 8—10 síðdegis. — Helming af tekjum sýningarinnar verð- ur varið til þess að styrkja efnilegustu nemendur mynd- listadeildarinnar og kennaradeildarinnar til framhalds- náms erlendis. Ilöfum opnað t§ölu í húsinu við Háteigsveg 2 hér í bænum (áður Kjöt- búð Norðurmýrar). j K J öthöllln Klömbrum við Rauðarárstíg. Auglýiing Á tímabilinu maí—september verður vinnu hætt og af- greiðslunni lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum. Gildir þetta frá og með deginum í dag. Reykjavík, 5. maí 1945. Frystihúsiö Heröubreiö, Fríkirkjuveg 7. Tilkynning til útgeröarmauna r - frá Síldarverksmiðjjum ríkisins. Þeir útgerðarmenn, sem óska að selja Síldarverk- smiðjum ríkisins afla sldveiðiskipa sinna í sumar eða leggja aflann inn til vinnslu, tilkynni verksmiðjunum þátttöku fyrir 15. maí n. k. Er mönnum fastlega ráð- lagt að senda umsóknir innan tilskilins frests, þar sem búast má við, að ekki verði hægt að taka við síld af þeim, sem ekki hafa sótt fyrir 15. maí, og samnings- bundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um við- skipti. Samningar hafa verið gyrðir um sölu allra afurða verksmiðjanna á sumri komandi fyrir sama verð og síðastliðið ár. Þegar kunnugt er um þátttöku, verður hráefnis- verðið ákveðið og tekin ákvörðun um rekstur verk- smiðjanna. Síldarverksmiðjur ríkísins Vamban: Veiðiþjófar veiddir á öngul! Hæ! Frú V.: Hvað! — V.: Veiddir á flugu, kelli mín. Trúirðu ekki? Leifi (steíkir lax): Ho, ho, ho!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.