Tíminn - 25.05.1945, Page 3

Tíminn - 25.05.1945, Page 3
38. Mað TlMIiVX. föstndaginn 25. maí 1945 3 Halldór Krístj ánsson: Hlutur bændastéttarinnar Ræktun er dyggð Vorið er komið og útivinna hafin af fullum krafti. Ég hefi fylgzt - með jarðyrkjustörfum næstu nágranna minna síðustu dagana. Hér vestra er gróður- lendið víða nokkuð slitrótt og grýtt undir bröttum hlíðum hárra fjalla. Það land, sem ræktanlegt er á Vestfjörðum.eru sundurslitnar tuðrur eins og Kiljan orðar það. Víða þarf að rífa upp og fjarlægja ógrynni af grjóti. Það er blágrýti og þungt í sér. Sumt er tekið með járnum og höndum, sumt með gálga, sumt þarf að sprengja. Raki er mikill í jörðu, svo að víða eru vatnsæðar og upp- sprettur miili steinanna. Fram- ræslan er því frekar erfið. Auk þess eru víða gamlar skriður í mýrarblettunum. Sums staðar eru það malarlög, sem brjóta verður með haka. Annars stað- ar eru það leirlög, sem ekki loða saman í hnausum, eigi að taka þá með kvísl. Verða bakkar því svo gljúpir og lausir, að gera verður grjótræsi þess vegna. Það er auðséð, . að jarðrækt við þessar aðstæður er dýr og það mun dýrari en viða er í öðr- um héruðum landsins. Virðist því liggja beint við að álykta, að ef ræktun á þessum tuðrum okkar sé réttmæt, þurfi ekki að efast um hana í betri landshlut- um. Nú má fara hér bæ frá bæ og sjá bændur vinna við nýrækt sína og túnsléttur, við ræsagerð, grjótnám og fleira þess háttar. Bændur trúa á ræktun landsins. Þeir halda í hjarta og verki boð- orð Hannesar Hafsteins að elska,' byggja og treysta á landið. Þrátt fyrir öll skrifin og alla ræðu- lopana um ölmusur og ómaga- styrki og dauðadæmdan at- vinnuveg vinna bændur kapp- samlega að þvi, að bæta jarðir sínar. Hvergi er jafnalmennt og ákveðið unnið að nýsköpun sem þar. Ég tel það mikið gleðiefni, hversu lítið mark bændaátéttin hefir tekið á hrópyrðum og úr- tölum þeirra, sem blindazt hafa af ljóma stríðsgróðans. Vegna þess, að bændur trúa enn á landið, standa þeir á verðinum og gegna sínu hlutverki.Ég vona, að þeir tímar séu í nánd, að aðrar stéttir þj óðfélagsins kunni að meta þetta fórnfúsa braut- ryðjendastarf. í nýlegri grein, sem kölluð er um búskap og prentuð í tímariti Máls og menningar, er verið að reyna að draga það upp, sem öfugmæli, að allt, sem þjóðfé- lagið þurfi með sé dyggð. Þetta verður þó aldrei öfugmæli, því að það eru frumsannindi allrar félagslegrar menningar. Það eru oft byggðar ýmsar stöðvar og stofnanir á afskekktum og öm- urlegum stöðum, fjarri allri mannabyggð. Þessar stofnanir geta verið þjóðfélaginu hin mesta nauðsyn. Þar má minna á vita, veðurathugunarstöðvar og rafstöðvar. Erlendis mætti líka telja eftirlitsstöðvar með járnbrautum og virki. Þessar stofnanir koma yfirleitt ekki að neinum notum nema með því móti að þar búi menn. Hamingja og velferð þúsunda er háð því að þarna sé búið. Því er það dyggð að búa þar. Það er dyggð, sem verður til almennrar bless- unar, en engum til hins verra. Ég hefi nefnt þessi einföldu og augljósu dæmi til þess að afhjúpa þá villukenningu, sem var á ferli. Það er ömurlegt til þess að hugsa, að reynt skuli vera að villa hrekklausar sálir á þennan hátt og rugla félags- skyn fólksins nú á tímum, með þvi að koma inn hjá því van- mati á þörfum þjóðfélagsins og þjónustu við þær. En því nefni ég þetta, að líkt er farið um bændastéttina, sem leggur nú hart að sér við það að halda sveitum landsins í byggð og auka ræktaða landið. Framtíð- in spyr ekki fyrst og fremst um það, hvað nýræktin okkar hafi kostað margar vinnustundir og mikið fé samkvæmt almennu markaðsverði vinnuaflsins. Það er ekki heldur yfirleitt samin nein skýx'sla um það. En hitt vitum við, að hver ha. lands, sem ræktaður er, gefur af sér talsvert á annað kýr- fóður árlega í tíð næstu kyn- slóða. Það er okkar nýsköpun. Þannig munu kaupstaðarbúar fá meiri mjólk og betra og holl- ara viðurværi um fyi'irsj áanlega framtíð végna hvers skika, sem við í'æktum. Það er þetta, sem framtíðin spyr um, og hana varðar. Þess vegna erum við stoltir af störfum okkar og göngum uppréttir með djörfu yfirbragði, hvar sem er. Við vit- um það, að grænu og sléttu tún- blettirnir okkar eru þjóðarauð- ur, sem mun bera komandi kyn- slóðum blessunarríka ávexti og veita vaxandi æsku og vinnandi lýð holla fæðu og treysta sjálf- stæði þjóðarinnar, löngu eftir sað, að hundaþúfuritmennska Sjálfstæðismanna og sósíalista er gleymd að fullu. Hver sléttu- blettur gerir landið betra og auðugra, byggilegra og dýrmæt- ara. Þess vegna er dyggð að rækta landið. Ég er ekki í neinum efa um xað, að landið, sem við- gerum slétt, þuri't og grjótlaust á yfir- boi'ði og komum í sæmilega rækt, verður notað í framtíð- inni. Hafnirnar hér á Vestfjörð- um verða notaðar til útgerðar og það fólk, sem þar lifir og vinnur, fær landbúnaðarvörur, sem framleiddar vei'ða á vél- tæku og fulli'æktuðu landi í fjörðunum okkar. Það er ekki hægt að banna postulum landeyðustefnunnar að trúa því, að þeir sigri og ís- lendingar hætti að nytjá þetta land hér vestra og flytji þaðan. Rökréttar stjórnaraðgerðir í framhaldi af skoðunum þeirra væru þær, að þrengja svo kosti fólksins á þessum slóðum, að það héldist þar ekki við. En hitt er alveg víst, að hér er um þau náttúruauðæfi að ræða, sem heimurinn lætur ekki ónotuð til lengdar. Mannkynið þarf þeirra með. Og þeir íslendingar, sem kenna sig við sjálfstæði, ættu að sjá sóma sinn i því, að leggja því lið, að íslenzkar hendur búi að þeirri blessun. Hvar er afturhaldið? Bændum hefir verið brigzlað um afturhald og úrelt vinnu- brögð. Víst er það satt, að ýms þau áhöld og aðferðir, sem bændur neyðast til að nota, eru langt á eftir kröfum þessara tíma. Hitt er þó furðulegt, að bændum einum skuli brigzlað í þessu sambandi. Ég hygg, að þeir séu engir eftirbátar ann- arra manna að færa sér verk- legar nýjungar í nyt. Og við dálítinn samanburð á þessu sviði og ofurlitla umhugsun kemur sitthvað í ljós. Örfá at- riði má nefna. Fyrir nokkrum árum fluttu nokkrir fulltrúar bænda á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um að láta athuga að hverju leyti mætti nota stórvirkari vél- ar við vegagerð hér á landi. Hið lærða og sérfróða forustulið rík- isins í þessum efnum var kvatt til ráða. Það svaraði því til, að allt, sem til mála kæmi, hefði verið athugað og reynt. Hér væri því engu við að bæta. Litlu síð- ar vöktu þó ný tæki, sem land- búnaðurinn útvegaði sér, svo mikla athygli og aðdáun, að síð- an hefir vegagerð ríkisins mjög reynt að ná forgangsrétti, þegar slík tæki hafa verið flutt inn. Þegar reyndar hafa vei’ið og notaðar á íslandi fullkomnustu heyverkunaraðferðir í heimi, svo sem A. I. V.-votheysverkunin og aðrar skyldar, og súgþurrkun, þá kemur varla út eitt tölublað af málgagni Fiskifélags íslands, án þess að þar sé lýst einhverju tæki eða aðferð, sem erlendis er notað við fiskverkun, en al- drei hefir verið borin við hér á landi. Má þar t. d. nefna það, að meðan íslendingar raða kvenfólki sínu að síldinni til að jkvei'ka hana með skærum, eru utanlands notaðar mikilvirkar , vélar til þess að kverka og maga- jdraga. Svipaða sögu er að segja úr hraðfrystihúsunum. Þar er fiskurinn fluttur frá manni til manns með handafli meðan á verkuninni stendur, en í Amer- íku eru mjög notuð sjálfvirk flutningabönd. Flökunina sjálfa framkvæma menn hér með kut- um sínum, meðan Ameríkumenn hafa til þess flökunarvélar, sem spara meira hluta verkafólksins og nýta auk þess V4 meira af fiskinum. Svona má lengi telja. Ég hefi fræðslu þessa úr mál- gagni Fiskifélagsins, þar sem á- hugasamir lærdómsmenn lýsa því, sem þeir hafa kynnzt er- lendis. Mér dettur ekki í hug að brigzla sjómönnum og útvegs- mönnum um afturhald vegna þessa, því að það væri ómaklegt. En hins vegar ættu þeir að stinga hendinni i eigin barm, þegar ófyrirlitnir æsingamenn vilja koma inn hjá þeim fyrir- litningu á bændum, af því að þeir hafi ekki allt eins full- komið og fullkomnast er til úti í löndum. Meðan mikill hluti af sjávar- afla íslendinga er látinn á land með handafli, sæmir ekki þeim, sem þar ráða vinnubrögðum, að líta niður á bændur, þó að þeir noti ýmsir handaflið við það að bjarga heyjum sinum í hlöður. Bændur vita það vel, að þeir þurfa mörgu að breyta og þeir vinna að því með miklum dugn- aði eins og bent hefir verið á. Sumir hafa reynt hvað það er, að ráðast í að færa margt í lag á skömmum tíma með lánsfé og standa svo undir skuldunum. Hefir þá stundum farið svo, að umbótaviljinn og stórhugurinn hefir leitt þá til að binda sér þyngri byrðar en þjóðfélagið leyfði þeim að rísa undir. Það er ekki fyrst og fremst bænd- anna sök, að lánsfé hefir verið dýrt á íslandi, og kem ég að því síðar. En mörgum bændum hefir reynslan þannig kennt að fara varlega í lántökum, lifa spart og leggja allt sitt afgangsfé í framfarir og endurbætur. Og þá sæmir það ekki eyðslustéttum og iðjulitlum mönnum að brigzla okkur bændum um afturhald, svo mikið er víst.' En það eru til afturhaldsmenn í landbúnaðarmálum. Hér má nefna þau átök, sem orðið hafa um áburðarverksmiðjumálið. í áætlunum sinum reiknaði aft- urhaldið yfirleitt með sömu á- burðai'notkun og verið hefir undanfarin ár. Þetta á sér stað á þeim tíma, þegar bændur eru að leggja margar milljónir kr. í nýrækt og von er á stórvirkum vélum til að þurrka land og brjóta. Þá þarf mikla þröngsýni og biksvart afturhald til þess að sjá ekki að áburðarþörfin og áburðarnotkunin hlýtur að stór- aukast. Annar ritstjóri bændablaðs Sjálfstæðisflokksins, eða þess hluta hans, sem fylgir ríkis- stjórninni, birti langa grein í blaði sínu um áburðarverk- smiðjumálið, þar sem raðað er saman öllum úrtölum aftur- haldsins. Litlu síðar birtir Valtýr Stefánsson í Lesbók Morgunbl. viðtal við Ásgeir Þorsteinsson, formann rannsóknarráðs. Þar er frá því sagt, að áburðarverk- smiðjan geti orðið grundvöllur að víðtækari efnaframleiðslu, fætt af sér margar nýjar fram- leiðslugreinar og valdið straum- hvörfum í efnaiðnaði landsins. Svo er því lýst, hvernig sjávar- útvegur, iðnaður, húsagerð o. s. frv. geti haft margháttuð not af því. Þetta er líka táknrænt, (Framhald, á 6. síðu') „Crlft cða «glft“ - - Enski rithöfundurinn J. B. Priestley er nokkuð pekktur hér á landi, ekki sízt af leikritinu „Ég hef komið hér áður,“ er Leikfélag Reykjavíkur sýndi við góðan orðstír í fyrravetur og síðan var leikið í útvarpið. Var það góð kynning, því að þar var eitt af nafntoguðustu leikritum hans. gúðhræðslu, en afneita hennar krafti. Þó er hver persóna í sitt mót felld. Þau eru saman komin til þess að minnast tutt- ugu og fimm ára hjúskaparaf- mælis síns, en samkomulagið er í meira lagi bágborið. Er móður- sýkin og skaplestirnir allvel i stilinn fært. Til hátíðabrigða kalla þessir fyrirmenn organista Hópmynd í 3. þœtti. — Á miðju gólfi Emelía Borg í gervi vinnukonunnar. Til vinstri Gestur Pálsson, Ævar Kvaran og Haraldur Björnsson (sitjandí) i gervi eiginmannanna. Til hœgri (taliö frá vinstri): Anna Guömundsdóttir,Regína Þórö- ardóttir og Soffía Guölaugsdóttir, í geryi eiginkvennanna. J. B. Priestley er einn af þeirri skáldakynslóð, sem nú er mið- aldra, fæddur laust fyrir alda- mótin síðustu, á unglingsárum, er heimsstyrjöldin fyrri skall á. Sennilega hefir vegur hans orð- ið mestur í leikritagerð, en hann er einnig merkur skáldsagna- höfundur, auk þess sem hann hefir mikið fengizt við bók- menntagagnrýni og verið { þjón- ustu enskra stórblaða. Leikur sá, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi nú fyrir hvítasunnuna, „Gift eða ógift?“ er eftir þennan höfund — gam- anleikur, sem um flest er ger- ólíkur hinum dulmagnaða leik, „Ég hef kornið hér áður.“ Aðalpersónur leiksins eru þrenn hjón úr enskri yfirstétt, spillt og mergsogin, dramblát og úrræðalaus, hafa á sér yfirskin kirkju sinnar á sinn fund til þess að ávíta hann og ógna með brottrekstri, og er honum gefið að sök, að hann hafi sézt á al- mannafæri með stúlku, en þess háttar getur organisti svo göf- ugrar kirkju ekki leyft sér að ósekju. En svo kemur upp úr kafinu, að presturinn, sem gaf þessi virðulegu hjón saman fyrir 25 árum, hafi fyrir van- rækslu ekki haft öll embætt- isskilríki í lagi, svo að um skeið virðist sem hjónaband þeirra sé aðeins markleysa frá lagalegu sjónarmiði og annað verra frá siðferðilegu sjónarmiði þessa siðspillta yfirstéttarfólks. Út af þessu spinnast margir spaugi- legir atburðir, unz allt fellur í ljúfa löð að leiklausnum. Eiginmennina þrjá leika þeir (Framhald á 6. siðu) Ólafwr Þ. Kristjáiissoní Jónas HallgTÍmsson Hinn 26. maí 1845 dó Jónas Hallgrímsson í Friffriks- sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn af afleiffingum fótbrots. Á morgun eru því hundraff ár Iiðin frá þeim degi, og verff- ur dánarafmælis „listaskáldsins góffa“ minnzt á margvís- legan hátt, meffal annars með listamannaþingi og skraut- útgáfu ljóffa hans. Ólafur Þ. Kristjánsson, kennari I Ilafnarfirði, hefir að ósk Tímans skrifaff eftirfarandi grein um Jónas og hin margþættu störf og vifffangsefni hans. I. Margt orð hefir verið sagt í ræðu og riti á siðastliðnu ári um sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar á 19* öld. Ýmissa manna hefir verið getið í því sambandi, þótt eitt nafn hafi að makleg- leikum verið miklu tíðnefndast: nafn Jóns Sigurðssonar forseta. Hann er sá maður, sem öllum öðrum fremur var forystumaður í endurheimt sjálfstæðisins. Það er svo að segja hægt að þreifa á verkum hans og árangri þeirra, hvert sem maður snýr sér. En það er einn maður annar, sem ég ætla að sjaldnar hafi verið nefndur í þessum ræðum en vert hefði verið. Sá maður er Jónas Hallgrímsson. Þetta er kannske afsakanlegt og eðlilegt. Starf hans liggur á allt öðru sviði en starf foi’set- ans. Hann er í vitund þjóðar- innar „listaskáldið góða“, „hann, sem kveða kunni kvæðin, ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveitablíðú'. Svo mikils hefir þjóðin metið skáldskap hans, að flestum mönnum hefir gleymzt, að einn- ig á öðrum sviðum hefir hann unnið slík afrek, að þau ein myndu hafa nægt til þess að halda á lofti minningu hvers manns annars, er þau hefði unnið. En þegar um Jónas Hall- grímsson er að ræða, hverfa þau í skuggann og þeirra verður að litlu getið. Skáldfrægð hans ber önnur verk hans ofurliði. Og þó fer því fjarri, að menn geri sér almennt grein fyrir því, hve vítt og djúpt áhrifanna af skáldskap Jónasar hefir gætt í allri viðreisnarbaráttu þjóðar- innar í fulla öld. II. Þegar Jónas kom til Kaup- mannahafnar sumarið 1832, tók hann að lesa lög við háskólann þar. Hann hafði lokið prófi úr Bessastaðaskóla með ágætum vitnisburði vorið 1829 og síðan verið skrifari hjá Ulstrup land- fógeta. En ekki varð mikið úr laganáminu, því að hann tók jafnframt að lesa náttúrufræði, en af þeim efnum hafði hann snemma haft hið mesta yndi og gert náttúrufræðilegar athuga- semdir í dagbók sína á leiðinni til Danmerkur. Nú tók náttúru- fræðin smátt og smátt hug hans allan, svo að hann hætti alger- lega lagalestrinum, og sneri sér eingöngu að náttúrufræðinni, einkum steinafræði og jarð- fræði. Tók hann próf í þeim greinum vorið 1838, en engar nafnbætur fylgdu því prófi, því að meistarapróf í náttúruvísind- indum komst ekki á við Hafnar- háskóla fyrr en 10 árum síðar. Jónasi lék mikill hugur á að láta þekking sína í náttúrufræði verða þjóð sinni að gagni. Hann langaði til að rannsaka náttúru landsins og dýralíf og þó eink- um fiskiveiðarnar, annan aðal- atvinnuveg landsmanna, og hann vildi fræða menn sem bezt um þessi efni. Árið 1836 bauð hann Bókmenntafélaginu að semja fyrir það íslenzka fugla- fræði og bað það að segja sér, hve mikið það vildi greiða fyrir handritið, ef því líkaði ritið, þegar til kæmi. Hafnardeildin tók þessu tilboði fegins hendi og ákvað að greiða honum 10 dali fyrir örkina. En deildinni í Reykjavík þótti það nokkuð við- urhlutamikið, að ákveða rit- laun fyrirfram, og féll þá málið miður. Árið áður hafði Jónas lesið „Yfirlit yfir fuglana á íslandi" upp á fundi íslendinga í Kaup- mannahöfn. Sú ritgerð gefur hugmynd um, hve mikils bók- menntir okkar og náttúruþekk- ing landsmanna hefir misst við það, að tilboð Jónasar um samn- ingu fuglafræðinnar var að engu gert. Framsetningin er öll ákaflega greinileg. Og fyrir Jón- asi er þetta ekki þurr fræði- grein, heldur þáttur af lífinu sjálfu. Skáldið og vísindamað- urinn tvinnast saman í þessari ritgerð, eins og annars staðar í ritum hans. Og ekki bregzt hon- um hér frekar en í ljóðum sín- um að ná til tilfinninganna. Það er hægt að hugsa sér, hvernig þeim hefir orðið innanbrjósts, íslendingunum í Kaupmanna- höfn, sveitabörnunum í stór- borginni, þegar þeir heyrðu Jón- as segja: „Fuglarnir eru svo fallegir og fjörugir og skemmtilegir og bjóða svo góðan þokka af sér, að menn, sem ekki alast upp í borg- un, eins og hérna i Kaupmanna- höfn, heldur, eins og við, upp til sveita eða á góðum bæ við sjó- inn, hafa undir eins í ungdæmi sínu orðið að taka eftir þeim og haft af þeim marga gleðistund. Er það nokkur ykkar, sem ekki hefir lifnað við, þegar þið heyrð- uð til lóunnar og hrossagauks- ins fyrst á vorin? Og mér er, held ég, óhætt að spyrja: Er það nokkur ykkar, sem ekki hef- ir átt sér hreiður og þótt vænt um það og glaðzt af hjarta, þeg- ar hann í fyrsta sinn fann ung- ana, sem skriðnir voru úr egg- inu, og sá, hve mikið hjónin unnust og hvernig þau hjálp- uðust að að fæða börnin sín og færa þeim orma og flugur og- annað sælgæti í nefinu?“ Jónas ferðaðist hér víða um land til náttúrurannsókna sum- arið 1837 og aftur sumurin 1839 —1842, og þá með styrk frá stjórninni. Hann skoðaði og rannsakaði hér marga hluti, dýr og steina, eldfjöll og hveri, brennistein og surtarbrand. Hann safnaði ýmsum merkum náttúrugripum fyrir söfn í Dan- mörku. Hann safnaði einnig steinum handa skólanum á Bessastöðum. Um það safn seg- ir Hannes Árnason, er lengi kenndi náttúrufræði við skólann eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur (1846), að það sé „ágæta-gott og vel valið, með glöggum kennimerkjum, þó eigi sé stórt“. Til er allmikið af dagbókum Jónasar, þar sem hann segir frá ferðum sínum og rannsóknum. Hann hefir einnig ritað ýmislegt annað um þessi efni, m. a. rit- gerð um brennisteinsnámur á íslandi og aðra um eldgos á ís- landi. Um þá ritgerð segir Þor- valdur Thoroddsen, að hún sé „mjög fróðleg og miklu betri en eldri rit um sama efni“. Það er bersýnilegt af dagbók- um Jónasar og öðru, sem hann hefir skrifað um náttúrfræðileg efni, að hann hefir verið athug- ull og hugkvæmur vísindamað- ur. Þanixig segir Þorvaldur Thoroddsen, sem annars gerir ekki mikið úr verkum Jónasar, að hann hafi haft „mjög skarpa athugunargreind og bera jarð-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.