Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 5
38. Mað TÍMINN, föstndaginn 25. maí 1945 5 Um þetta leyti fyrir 100 árum: Danði Hailgrí Jónasar iKiNNonar í fyrramálið eru 100 ár liðin ' síðan Jónas Hallgrímsson and- j aðist í Kaupmannahöfn, og' verður minning hans heiðruð af ; því tilefni á margvíslegan hátt.. En vart verður hans minning gjör sem vert væri, svo mikil sem skuld íslenzku þjóðarinnar er við hann og hans minningu. Á skammri ævi átti Jónas við ýmislegt mótdrægt að búa, fjár- skort, heilsuleysi, skilningsleysi og meira að segja beina andúð sljórra og steinrunninna manna. Slíkt er jafnan hlutskipti þeirra, sem brjóta nýjar brautir, og er ekki um að fárast. En vinir hans og samherjar vissu og skildu, að þar var afbragðsmaður, er hann var, þótt varla hafi nokk- ur þeirra gert sér fulla grein fyrir því, hvílíkur hann var. Þá hefir tæpast órað fyrir því, mitt í harmi sínum og söknuði, er hann var lagður til hvíldar í Assistentskirkjugarðinum í K.- höfn, að hróður hans myndi vaxa kynslóð af kynslóð og hon- um yrði innan skammrar tíðar skipað á bekk með örfáum beztu sonum þjóðarinnar og andi hans yrði þjóðinni og viðreisnarbar- áttu hennar síung endurnæring. Margt og mikið hefir um Jón- as verið ritað, líf hans og ljóð, málhreinsunarstarf og vakning- arbaráttu, fræðistörf og rann- sóknir. Á vel við að endurprenta hér, nú á dánarafmæli hans, kafla úr ritgerð Hannesar Haf- stein um hann, þeirri sem fylgdi útgáfu Bókmenntafélagsins 1883 á ljóðum Jónasar. Þegar Hannes hefir rakið ævi- feril Jónasar fram á síðasta ár- ið, sem hann lifði, lýst starfi hans og kröggum, komst hann svo að orði um síðustu mánuði lífs hans, slysið 21. maí, dauða hans og útför: „Leið nú veturinn, og var hann að fást við íslandslýsing- una, en gekk nokkuð seint. Hann byrjaði og byrjaði á köflum og hætti svo í miðju kafi og býrj- aði annars staðar, og er auðséð á öllu, að honum hefir verið far- ið að leiðast að þurfa að rita þannig og lesa margar bækur sama efnis eftir boði. Hugur hans hvarflaði til annars, og orkti hann fleira að tiltölu en nokkurn tíma áður. Dísin var orðin afbrýðisöm. Andi hans tók að snúast meira inn í sjálfan sig, gamlir harmar ýfðust upp, og þunglyndi lagðist á hann. Gaml- ar og gleymdar ástir frá skólatíð hans vöknuðu og komu fram í hinu indæla kvæði, „Ferðalok“, sem hann fyrst kallaði „Ástin mín“. og því næst „Gömul saga“. Honum fannst hann standa einn, og sálarástand hans á þessum þunglyndisstundum kemur vel fram í kvæðinu til G. Thorarensens: Harmaðu þreyttan þig á nótt og degi . 1 þögn og kyrrð, svo hryggðin sígra megi, og eins í vísunum: Enginn grætur íslending, einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfan náinn o. s. frv. Honum fannst hann ekki geta lifað, og þó vonaði hann, að brá mundi af sér eftir sólstöðurnar. Það var kvöld eitt, er hann kom heim til sín í St. Peder- stræde No. 140, að honum skruppu fætur í stiganum, og brotnaði fóturinn fyrir ofan ökla. Hann gerði ekki vart við sig, en komst sjálfur upp stig- ann upp á 3. sal og lá svo til morguns. Sagðist hann ekki hafa viljað ónáða menn, því að hann vissi, að hann gæti ekki lifað. Hann lá fjóra daga í Frið- riksspítala og bar sig vel, var hann að lesa í bók meðan bund- ið var um beinbrotið, sem var svo illt, að brotin stóðu út úr fætinum. Á fjórða degi kom drep í fótinn, og sá læknirinn það um kvöldið, en geymdi þó til morguns að taka fótinn af. Jónas vissi, hvað verða átti, og brá sér hvergi, en bað, að ljós væri látið loga hjá sér og var að lesa alla nóttina skemmti- sögu eftir Marryat, sém heitir ,,-Jakob Ærlig“. Nokkru eftir miðjan morgun bað hann um tevatn og drakk það sem ekkert væri að. En rétt á eftir fékk hann sinadrátt og var þegar ör- endur. Það var 26. dag maímán- aðar, og var Jónas þá á 38. ári. 31. maí var hann jarðaður í As- sistentskirkjugarði Litr. S, No. 198. Glaðasóiskin var á meðan, og flestallir íslendingar, sem voru í Kaupmannahöfn, stóðu yfir moldum hans, og íslending- ar báru hann til grafar. Bók- menntafélagið kostaði útför- ina.“ Þannig lauk ævi snillingsins. Ungur féll hann í valinn. Mikið hafði 'hann afrekað. Enn fleira átti hann óunnið. En sá kyndill, sem hann tendraði, hefir logað skært í heila öld og mun lýsa komandi kynslóðum meðan ís- lenzkt blóð rennur í íslenzkum æðum. Slíkt er langlífi hans, sem dó svo ungur. Tómas Sæmundsson, Jónas Hall- grímsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson. Fjölnismenn urðu að vísu fleiri, þegar fram liðu stundir. En þessir fjórir hófu útgáfuna, héldu henni áfram og gerðu hana fræga að ágætum. Sú skoðun mun hafa verið nokkuð almenn, að Tómas Sæ- mundsson hafi átt frumkvæðið að stofnun Fjölnis, og er það sízt að furða, því að hann mót- aði mest stefnu ritsins og hélt því uppi með eldhuga sínum og afreksdug. En þetta er þó ekki rétt. Það voru hinir þrír, sem höfðu af- ráðið að hefja útgáfuna, samið og sent út boðsbréf, þegar Tóm- as kom úr hinni frægu suðurför sinni. Hafa þeir Sigurður pró- fesor Nordal og Matthías forn- menjavörður Þórðarson fært sönnur á þetta, Nordal í grein í Skírni á 100 ára afmæli Fjöln- is, 1935, og Matthías í hinni ýt- arlegu ævisögu Jónasar Hall- grímsson, er hann samdi um svipað leyti. Tómas lét hins vegar ekki bíða að ganga í félagið, þegar hann kom úr ferðalaginu. Og hann vann þar svo, að um mun- aði. Saga Fjölnis verður ekki rak- in hér, og eru þó fáir kaflar í viðreisnarsögu þjóðarinnar skemmtilegri eða glæsilegri en sú saga, sagan um afreksverk þessara févana fjórmenninga, Tómasar, sem skrifaði logandi hugvekjur, þegar banasóttin gekk svo nærri honum, að hann mátti ekki rísa upp og þoldi ekki að skrifa nema með hvíldum, Konráðs, sem aldrei þreyttist á að fága og snurfusa íslenzkt mál og stíl, Brynjólfs, sem „hverja réði rún, er vildi, en reikning hjartað aldrei skildi“, og Jón- asar, sem gat „stein og stál í stuðla látið falla“, og ekki að- eins stein og stál, heldur líka mál og sál þjóðarinnar (eins og Matthías Jochumsson komst að orði), — þessara manna, sem voru svo ólíkir, og þó svo líkir í ást sinni á landinu og áhuga á öllu, sem þjóðinni gæti að gagni orðið. Þess eins skal hér getið, að Tómas fór heim til íslands áður en 1. árgangur Fjölnis kom út (1835), og virðist það mest hafa kom^ á Jónas að sjá um útgáfu ritsins, bæði þá og síðar. Með- an hann var heima á íslandi við náttúrurannsóknir sínar, féll útgáfa Fjölnis niður (Tómas samdi og kostaði einn útgáfu 5. árgang 1839). En jafnskjótt og Jónas kom aftur til Hafnar, var útgáfu Fjölnis haldið áfram, og kom 6. árgangur hans út 1843 og síðan 7. og 8. tvö næstu ár, en 9. og síðasti árgangur kom út 1846, árið eftir andlát Jónas- ar, en efni þess árgangs var nær eingöngu eftir Jónas, kvæði og sögur. Jónas skrifaði alltaf töluvert í Fjölni, þýtt og frumsamið, ým- ist einn eða með Konráði Gísla- syni. Mörg af beztu kvæðum hans birtust þar.einkum í seinni árgöngunum. í 5 fyrstu árgöng- unum eru ekki önnur en þessi: fsland farsælda Frón (fremst (Framhald á 6. síðu) VUhelm Mxtberg: Eiginkona FRAMHALD Og Hákon röltir heim, altekinn af logandi kvöl. Hann sver þess dýran eið að stíga aldrei framar fæti sínum inn fyrir þröskuld- inn hjá Páli, hann sver þess dýran eið, að nú skuli endir bundinn á alla þá eymd og svívirðu, sem hann hefir atað sig upp úr — skjótur endir. M a r fi r é t m á e n q a n tíma m i s s a . • Slátturinn hófst, ljáirnir sungu í grasinu. Karlmennirnir stóðu álútir við hverfisteinana. Hvininum í ljáunum linnti ekki frá því klukkan átta á morgnana til sólarlags. Og kvenfólkið kom með hrífurnar, og hrífutindarnir skófu grasrótina og sópuðu múgunum saman. I þorpinu var hitamolla og angan af heyi á daginn, svali og angan af heyi um nætur. En Hákon Ingjaldsson lét kúna sína ganga lausa á enginu og kindurnar í gerðinu. Hann hirti ekki um heyskap þetta árið. Þegar vinnukonan fór að fetta fingur út í þetta háttalag, sagði hann henni hreinskilnislega, hvernig; í öllu lá: Hann gat ekki borgað tilskilda vexti og tíundir, og þess vegna gilti einu, hvernig þau eyddu sumrinu á þessum bæ. Áður en þau gætu nokkurs notið af uppskerunni, kæmi kannske sýslumaðurinn og tæki nýtt veð. Hann ætti áreiðanlega engan grip í fjósi, þegar veturinn kæmi •— hvers vegna ætti hann þá að heyja? Það fór bezt á því, að hvort tveggja væri autt, fjósbásarnir og heygarðurinn, og hvað jörðina snerti, þá tækju þeir hana líka af honum. Hvaða máli skipti þá, hvort hún væri vel eða illa setin? Svo að Hákon bar ekki ljá í gras, heldur flæktist út um alla haga og egndi snörur fyrir fugla og veiddi héra í gildrur. í skóg- inum kunni hann vel við sigs?og stöku sinnum fékk hann ljúf- fengan kjötbita í pottinn. En Elín horfði á það með sárri gremju, að kýrin úðaði í sig grasið á enginu, sem hefði átt að slá. Fyrst Hákon vildi ekki nytja jörðina sína, þurfti hann ekki heldur neina vinnukonu. Hún yrði sjálfsagt óþörf á þessu heimili innan tíðar. Henni myndi ekki veitast erfitt að komast í aðra vist, ef hún reyndi það, en hún kærði sig ekki um neina vist aðra en einmitt þessa, sem hún var í. Hún vildi vera kyrr hjá Hákoni, hversu vondur sem hann var við hana annað veifið. Hún hefði viljað hjálpa honum. Og hún grét, þegar hún hugs- aði um það, að hún skyldi ekki geta bjargað jörðinni fyrir hann. En til þeirrar konu, sem átti sök á öllu þessu óláni, fylltist hún hamslausri heift. í augum Elínar var það kona Páls, sem átti sök á þessu öllu. Hún hafði flekað Hákon og leitt hann út á villigötur, svo að hann hirti ekki lengur um neitt annað en hana. Já, í huga Elínar var sá grunur farinn að festa rætur, að Margrét væri galdrakind. Hún hafði heyrt, að í Dynjandasókn væri heimkynni argvítugra galdranorna, og það var ekki ólíklegt, að Margrét væri af þeim ættum. Elín hafði líka heyrt aðrar konur tala um það, hvort hugsazt gæti, að í þorpinu væri einhver, sem kynni fyrir sér. Það hafði margt undarlegt gerzt hjá oddvitanum. Karna, kona Andrés- ar, hafði sjálf sagt frá því. Það hafði einhver stolið frá henni smjörsældinni: það strokkaðist ekki orðið hjá henni, hvernig sem hún skók bulluna. Þetta stóð hún við strokkinn klukkustundum saman, en ekkert smjör kom. Það varð allt að froðu og glundri, sama hvað nýr og góður rjóminn var. Hvað varð um smjörið? Hér hlaut galdrakind að vera að verki, og nú var það hún, sem naut góðs af smjörinu hennar. Þetta hafði Karna sagt sjálf, svo að það hlaut að vera dagsatt. Elín, vissi, hver það var, sem hafði rænt konu oddvitans smjörsældinni. Hún hafði séð, hvílíkar stærðar smjörskökur Mar- grét fékk af strokknum. Þriggja og fjögra punda skökur sáust oft á heimili'Páls. En í næsta húsi varð rjóminn að froðu og glundri í strokknum. Það lá í augum uppi, að smjörinu var stolið. Og kven- manni, sem gat snúið huga karlmanns að vild — þeim kvenmanni var það leikur einn að seiða smjörsældina frá einu heimili á annað. Elín hefði viljað gera Körnu viðvart, en það var erfitt að færa sönnur á svona þjófnað. En það höfðu verið framdir aðrir og stærri glæpir, sem hægt var að sanna. Þetta strunsaði kona Páls fram og aftur, full af hroka, ók dynt- inum og yrti varla á vinnukonuna, sem kom með mjólkurskálina í erindum húsbóndans. Þegar Margrét hellti mjólkinni í skálina hjá Elínu, var helzt að sjá, að hún væri að gefa henni bæði mjólk- ina og skálina og meira en það. Aldrei sagði hún orð að óþörfu. Ef til vill var hún afbrýðisöm vegna þess, að þau Hákon bjuggu í sama húsi. Hún ætti bara að vita allt, þessi hóra. Þá lækkaði kannske í henni rostinn. Þá yrði hún kannske fegin að koma skríðandi á hnjánum til vinnukonunnar. Gegn eldi og stáli voru þessar galdranornir og hórkerlingar varnarlausar. Þess vegna hafði það komið fyrir, að menn höfðu brennt þær á báli eða hálshöggvið þær. í fangelsum gátu þær c-kki heldur beitt sér. Þegar þær voru komnar inn úr fangelsis- dyrunum, misstu galdrar þeirra allan áhrifamátt. Og Elín þurfti ekki annað en segja frá því, sem hún vissi um Margréti. Þá yrði kannske annað upp á teningnum hjá þessari drambsömu konu. Ef maðurinn hennar sæi ekki aumur á henni, yrði hún að standa reikningsskap gerða sinna. Hún yrði sennilega dregin á hárinu, svo að ópin heyrðust langar leiðir, og henni yrði kastað í dýpsta fangelsiskjallarann, sem til væri, fyrir hórdóm sinn. Já, hún ætti bara að vita, hvernig komið var! Að hugsa sér, að hún skyldi ganga manna á meðal með reigt höfuð og eiga heimili og býli og njóta álits annarra — hún, sem lifði með tveimur mönnum. Það var himinhrópandi ranglæti. Hvernig gat Guð leyft annað eins? En hvers vegna neytti Elín ekki vitneskju sinnar? Hvers vegna þagði hún? Það var ekki af meðaumkun með konunni. Ekki heldur af því, að hún teldi það rétt gagnvart Páli. Það lá við, að hún vorkenndi Páli. Því að hún þurfti ekki annað en stinga hendinni í sinn eigin barm: Hann hafði verið svikinn alveg eins og hún — bæði höfðu orðið fyrir sama óláninu. Og úr því að þau höfðu bæði sætt sömu örlögum, fannst henni, að þau ættu að snúa bökum saman. Hún vildi ganga í lið með Páli, því að þau áttu sameigin- legum óvini að verjast. Norsk gamansaga eftir Frederik Kittelsen. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Nei, þetta er sjálfsagt stigamaður, heldurðu það ekki?“ „Ju-ú.“ Þeir stóðu um stund hikandi og brutu heilann um það, hvað þeir ættu að gera. Það var ekki laust við að þeir skylfu dálítið og lítið var nú eftir af hinu geysi- lega hugrekki þeirra. Skyndilega sneri maðurinh sér við. Þeim sýndist hann ota stafnum ógnandi, og nú kom hann á móti þeim. Þá hugsuðu drengirnir sig ekki um tvisvar. Þeir tóku til fótanna og hlupu heim á leið, sem rnest þeir máttu. Einn, tveir, einn, tveir, yfir stokka og steina, mýrar og haga, og loks yfir túngarðinn. Þeir linntu ekki á hlaupunum fyrr en þeir komu að eldiviðar- skýlinu heima- Þar litu þeir loksins við. En þá var eng- inn maður sýnilegur. Það var ekki laust við, að þeir væru sneyptir. Þá grun- aði, að lítil ástæða hefði verið til þess að hlaupa svona, en það vildu þeir auðvitað ekki viðurkenna. „Mikið var maðurinn fullur,“ sagði Árni. „Ég er viss um, að það hafa verið fleiri með honum.“ „Já, þeir gátu verið í felum í skóginum.“ „Það var heppni, að við sluppum frá þeim, verð ég að segja, — en eigum við að halda áfram eða fara inn?“ „Við getum alltaf haldið áfram í fyrramáliö." „Það getum við hæglega. En hvernig eigum við nú að komast inn aftur?“ Nú var úr vöndu að ráða. Ekki gátu þeir barið að dyr- um, því að þá kæmist frændi að öllu og sæi sjálfsagt um það, að þeir fengju ekki að halda áfram förinni. ' Það varð þess vegna úr, eftir langar umræður, að þeir náttuðu sig í eldiviðarskýlinu. Svo ætluðu þeir að laumast inn í bæinn, þegar Maren færi út að mjólka morguninn eftir. Þeir ætluðu að segja Dísu og Signýju, að heill ræningjaflokkur hefði veitt þeim eftirför, en þeir hefðu slegið nokkra þeirra í rot með lurkunum. Bezt var samt að minnast ekki á það síðasta, til þess að vekja ekki grunsemdir. Árni hafði litla löngun til þess að gista í eldiviðarskýl- inu- Þar var dimmt og draugalegt. En þeir áttu einskis annars úrkosta og brátt lágu þeir báðir undir viðar- hlaðanum og höfðu breitt undir sig nokkra gamla gólf- klúta. Þeir lokuðu hurðinni, og það var þeim líka hollast- Að öðrum kosti hefðu þeir skömmu síðar séð mannveru, mjög svipaða Diðrik frænda, læðast yfir hlaðið, skjóta hespunni fyrir dyrnar að utanverðu og laumast svo aftur inn í bæinn. Þeir voru lengi að sofna, því að þeir þóttust í sífellu heyra annarlega hljóð í kringum sig. Þegar Birgir vaknaði morguninn eftir, var sólin komin hátt á loft. Árni steinsvaf enn. Hann reis á fætur og ætl- aði að opna hurðina með mestu varkárni, en þá upp- götvaði hann sér til mikillar skelfingar, að hún var lokuð utan frá. Hann vakti Árna í snatri og skýrði hon- frá málavöxtum og brutu þeir nú báðir heilann um, hvernig á þessu stæði. Allar tilraunir þeirra til þess að opna hurðina reyndust árangurslausar. Að síðustu tóku þeir að hrópa á Maren, því að þeir þóttust heyra til henn- ar úti á hlaðinu. „Maren! Maren!“ Engin kom. Þeir lömdu á hurðina með krepptum hnef- unum. „Maren!“ Var hún nú alveg orðin heyrnarlaus, kerlingarskrukkan! „Maren! Maren!“ Birgir tók stóran brennikubb og barði á hurðina með honum. Hún opnaðist. En fyrir dyrum úti stóðu þau öll í hóp, Diðrik frændi, Dísa, Signý og Rögnvaldur- „Hvernig í ósköpunum hafið þið komizt hingað?“ „Eruð þið ekki farnir enn?“ sagði Signý, og var nú eitt spurningarmerki. „Eruð þið með kindurnar?“ spurði Rögnvaldur. „Hvað eruð þið búnir að vera hérna lengi, blessaðir?“ spurði frændinn. Drengirnir voru alveg utan við sig af undrun. „Við — við erum nýkomnir“, stamaði Birgir. „Og hvar hafið þið verið í nótt?“ „Við vorum í skóginum, langt uppi í fjöllum og — en svo kom ræningjahópur; þeir skutu og svo —“ Hann þagnaði, því að hann tók eftir því, að Diðrik frændi horfði svo kynlega á hann. „Ætlið þið ekki að halda áfram til Ameríku?“ Þeir kipptust við. „Jæja, það réðust þá bara ræningjar á ykkur?“ „Ja-á.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.