Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, föstiidagiim 25. maí 1945 38. blað ÚR DAGLEGA LÍFINUi Mörg er búmanns raunin EStir Þorbjörn Björnsson, bónda í Geítaskarði margar segja (og þó dapurlegri miklu) frá íslenzkum byggðum, baráttu, sem birtist í ýmsum myndum. Ég segi ekki frá þessu af neinum barlómshug eða brjóstkenndasnapi. Ég drep á þetta til þess að gefa innsýn í þann baráttuheim, sem þeir þekkja allt of lítið. Þetta var bara átján stunda barátta við eina skammdegishríð. Þær eru sumar lengri, norðlenzku stór- hríðarnar. Það er stundum skammt á milli um sigur og ósigur í baráttunni við dauðann og eignatjónið, þótt fast land sé undir fótum. Þannig hefir þetta alltaf verið og hlýtur alltaf a,ð verða, að barátta íslenzkra bænda, er háð þeim erfiðleikum og þeirri áhættu, sem íslenzkt veðurfar skapar. Og það er ein- mitt þessi barátta, þessi áhætta, sem skapar íslenzkri bændastétt til lands og sjávar kjarkinn, þrekið, þrautseigjuna og mann- dóminn, sem eru kjörviðir hins andlega og efnislega þjóðar- máttar, sem aldrei hefir bilað né mun bila. Og Það er leitt til þess að vita og kann illt af að hljót- ast í meira lagi, að til skuli vera menn, sem hafa áhrif á stóran hluta þessarar litlu þjóðarheild- ar, er magna seið skilningsvana andúðar og fordóma í garð ís- lenzkra sveitabúa. Þeir aukvis- ar, sá lastmálgi og sljóvi hor- mosalýður, sem þar er að verki, skirrist ekki lengur við að stíga forugum fótum inn fyrir helg vé íslenzkra sveitaheimila og semja lognar langlokusagnir af starfi, háttum og lífsvenjum sveita- fólks. Það getur ekki dulizt, að mál- pípur þessarar friðslitastefnu vilja íslenzkan landbúnað feig- an. Þeir telja okkur bændur vinnutrega, menningarsnauða andlega silakeppi og örbjargar- menn. Þessir menn, sem skipað hafa sér til andstöðu við bænda- stétt þessa lands, stinga höfðum sínum í sandinn og vilja í engu rétt sjá. Þetta fólk vill ekki ó- maka sig inn á þau svið þjóðlífs okkar, þar sem rétta gefur yfir- sýn til þeirra hátta og vinnu- bragða, sem þeir fjandskapast við. Þeir reyna ekki að skilja, hve gerólík er lífsaðstaða þeirra manna, sem eiga líf sitt og af- komu alla undir harðýðgi og dutlungum hins íslenzka veður- fars — manna, sem ekki eiga einasta allt undir sól og regni, heldur geta líka átt líf og hags- muni undir því, hvernig veður ræðst eina skammdegisnótt, — og hinná, sem ekki þurfa að stikla á tæpum vöðum lífshættu og eignatjóns til uppfyllinga lífsþörfum sínum og sinna og geta ugglausir og ókvíðnir rétt fram hendur til móttöku dags- eða mánaðarlauna, sumir hverjir fyrir létt störf og ábyrgðar- lítil. Verra mannskæð- ii iii gtyrjoldnm Eftir Pétur Sigurðsson, eriudreka A 30 mánuðum, milli 7. des- ember 1941 og 3. júní 1944, misstu Bandaríkin 251.158 menn í stríðinu. Af þessum voru 55.206 fallnir, 99.991 særðir, 55.033 týndir og 40.928 fangar. Þetta er samkvæmt skýrslu stjórnar- innar. Manndráp styrjaldanna eru hræðileg, en þó eyðileggur nú áfengið fleiri menn fyrir Banda- ríkjaþjóðinni en styrjöld sú, sem nú er að nokkru til lykta leidd. Sérfróðir menn, er fjalla um sjúkdómsmein manna, segja að nú sé ein miljón áfengissýktra manna (krónískir alkóhólistar) í Bandaríkjunum, á hverju ári deyi 50.000, sem áfengisneyzlan eigi mesta sök á. Hið sama megi segja um 19.000, er árlega deyi úr kynsjúkdómum og 18.000 sjálfsmorða. Að mestu leyti komi þetta allt á reikning áfengis- viðskiptanna. í meðvitund flestra manna, eru stríðin að verða blóðugur glæpur gagnvart öllu mannkyni, en hin lævísu manndráp áfeng- isviðskiptanna eru vernduð af löggjafarvaldi þjóðanna sjálfra og ákvæðum ríkisstjórnanna. Hvernig er hægt að útskýra slíka ræktun eymdar, siðspillingar, glæpa og manndrápa? Er ekki einasta útskýringin þessi, að stjórnir og leiðtogar þjóðanna, og þjóðirnar sjálfar, séu blind- aðir dýrkendur gullguðsins — ágirndarinnar, og að öllum mannlegum verðmætum: ham- ingju heimila, siðgæðisþreki þjóða, atgervi æskumanna og sálargöfgi og líkamsþreki karla og kvenna, og velferð saklausra barna, sé öllu fórnað á hið blóð- uga og sauruga altari ágirnd- arinnar? Afsanni þetta hver sem getur. Hvers vegna, t. d. er áfengi selt á íslandi? Aðallega af einni ástæðu, en allir vita, hvað sá gróði ríkissjóðs kostar þjóðina sjálfa. í Bandaríkjunum er nú selt löglegt áfengi fyrir 7 millíarða dollara. í skjóli löglegu sölunnar þrífst mikil leynisala, og er hún talin vera minnst 15% af hinni löglegu. Á einu ári hefir áfeng- ' issalan hækkað um 18%. Hin | löglega sala er 54 dollarar á hvert mannsbarn í landinu. Áður en áfengisbannið var lögleitt í Bandaríkjunum voru þar 216.000 áfengissölur. Nú eru slíkir staðir 409.000, næstum helmingi fleiri. Þetta er þá blessun afnámsins, sem and- banningar smjöttuðu mest á. í Bandaríkjunum er nú áfengi selt að heita má alls staðar: í áfengisútsölunum, gistihúsum, veitingahúsum, hótelum, vöru- búðum, hressingaskálum, gilda- skálum, sælgætisbúðum og í veitingaskálum járnbrautanna. Umferðaslys hafa margfaldast síðan bannið var afnumið. Lög- regla og dómstólar telja öryggi landsmanna stafa meiri hættu af mönnum, er aka bílum ölv- aðir, en nokkru öðru þar 1 landi. Matvæli eyðilögð. Menn deyja úr hungri. Matvælaeftirlit Bandaríkja- stjórnar leyfði að notaðar væru 5.500.000 skeppa (bushels) korns til áfengisframleiðslu. Bændur hafa verið hvattir til að fram- leiða sem mest, en svo eiga synir þeirra, ef til vill, eftir að verða áfenginu að bráð — áfenginu, sem framleitt er úr kornvörun- um, sem þeir hafa ræktað í sveita síns andlits. Á sama tíma sem miljónir manna þjást af hungri og deyja úr hungri víðsvegar um heim, er matvörunni snúið í eiturdrykk, sem leikur þjóðirnar ver en allar styrjaldir og drepsóttir. Svo hafa forustumenn heimsins voldug- ustu þjóða fullyrt. Og nú er hægt að gera samanburð, t. d. að nokkru leyti á styrjaldarmann- tapi Bandaríkjanna og skemmd- arverkum áfengisviðskiptanna bar í landi. Við vitum, hvað viðheldur þessu geigvænlega böli. í innsta vígi situr áfengisauðmagnið. Það selur þeim mun meira, sem það auglýsir betur og getur því stöð- ugt aukið áféngisauglýsingar sínar í stórblöðunpm og haft blöðin þannig á sínu valdi. Eng- in furða þótt þar heyrist raddir andbanninga. Áfengisauðmagn- ið getur einnig skapað tízku samkvæmislífsins, og haft, ef til vill stundum, hönd í bagga með vinnubrögðum rithöfunda og skálda, svo ekki séu nefndar kvikmyndirnar. Þetta harðsnúna vald getur safnað um sig fjölmennum andbanningaher, mönnum, sem græða á áfengis- sölu, áfengisframleiðslu, áfeng- isauglýsingum, og svo öllum nautnaseggjunum og gálausum lýð, sem oft greinir ekki satt frá lognu, lætur blekkjast og telur falsrök vera sannleika. (Framliald á 7. síðuj Vorið 1944 kom snemma, var; stillt og áfellalaust, — að vísu héldur þurrt, en hamlaði þó ekki grassprettu til muna. Hey- þrot henti fáa .bændur hér í Húnavatnssýslu, þótt djarft væri sett á haustið 1943, sakir hins erfiða undangengna sum- ars. Fjárhöld voru almennt á- gæt, enda sauðburðartíð einstök að sólfari og gróðurmildi. Slátt- ur byrjaði með fyrra móti og var heyskapartíð með þeim ágæt- um, að fáir muna hana hag- stæðari. Saman fór góð gras- spretta, sólauðgi ■ og veðurró. Mörg búandhjón munu hafa byrjað heyskapinn ekki kvíða- laus um afkomuna, ef óhagstæð reyndist veðráttan, því að víða var veiku liði og fámennu fram að teflá til atlögu við erfiða heyskaparbaráttu. En hér reyndist sem oftar, að líkn lagð- ist með þraut, því að heita mátti, að ekkert handtak væri til ónýtis unnið. Þannig var sumar 1944, enda heyfengur hér í sýslu langt fram yfir meðal- lag að vöxtum og gæðum. Haustið var milt og stillt sem sumarið og úrfellalítið. Fénaður náðist óhrakinn af afréttum, og reyndist til frálags töluvert þungameiri en haustið 1943. Kartöflur náðust úr moldu í fullum friði og ófrosnar, og var uppskerumagn mun meira en haustið áður. Gulrófnauppsker- an var auvirðileg, bæði að vöxt- um og gæðum, hjá öllum þeim, er notuðu fræ það, sem búnað- arfélögin úthlutuðu, og er leitt til þess að vita, að þeir, sem fræ- kaupin annast fyrir bændur, skuli kasta svo til höndum sem hér varð raun á. Sú vanræksla hefir í þetta skipti valdið tjóni, sem skiptir tugum þúsunda króna fyrir bændur í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum. Til sláturtíðarloka, og lengur -þó, var hausttíðin með ágætum. En nokkru eftir veturnætur, eða aðfaranótt 27. október.brast yfir Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslur, og þó raunar mun stærra svæði, sú skaðræðisstórhríð, að slíka man ég ekki aðra svo snemma vetrar í Langadal. En það, sem bjargaði frá stórfelld- um fjársköðum, var, hve skammæ hríðin var, því fénað- ur var víðast óhýstur og fennti mjög, en bjargaðist á næstu fræðikaflarnir í dagbókum hans þess ljósan yott“. Og það er haft eftir hinum fræga, danska nátt- ; úrufræðingi Steenstrup.en hann var nákunnugur Jónasi og rann- sóknum hans, að enginn maður hafi þekkt íslenzka náttúru svipað því eins vel og Jónas, nema Eggert Ólafsson einn. Jónas hafi verið fljótur að átta sig á hverju viðfangsefni* get- gátur hans skarpar og skoðanir hans djúpsæjar. Eins og vænta mátti, voru skoðanir Jónasar á jarðmyndun og öðrum náttúrufræðum í að- aldráttum þær, sem tíðkuðust á hans dögum. Þó hrakti hann al- gerlega kenningar, sem Þjóð- verji nokkur hafði þá fyrir skömmu sett fram um jarð- myndanir á Austfjörðum. Og um myndun grágrýtis hafði hann aðrar og réttari skoðanir en samtímamenn hans. Er það efalaust, að vænta hefði mátt merkilegra hluta af Jónasi í náttúrurannsóknum, einkum í jarðfræði, ef honum hefði leng- ur enzt aldur og hann getað ein- beitt sér að þeim efnum vegna ytri ástæðna, fjárskorts og van- heilsu. Það er furðu mikið, sem eftir Jónas liggur í náttúrufræðileg- um efnum, þegar þess er gætt, hve mörg störf önnur hann leysti af höndum og við hvílíka vanheilsu hann átti að búa síð- ustu sex ár ævinnar. Og allt, sem hann gerði, ber sama vott um vandvirkni og smekkvlsi og ljóð hans. Ást hans á landinu og náttúru þess skín út úr hverri línu í dagbókum hans. dögum. Þó urðu fjárskaðar nokkrir hér í sýslu og víðar norður hér. II. Eins og ég hefi áður drepið á, var þessi fyrsta hríð vetrarins einhver sú viðskiptisversta, sem ég hefi komið út í hér í Húna- vatnssýslu. Þessa hríðarnótt háði ég, ásamt piltum mínum, hina hörðustu baráttu, og svip- aða baráttu háðu hundruð bænda hér um norðursýslur þessa skammdegisnótt. Ef nú svo tiltækist, að ein- hver þeirra, sem ofar standa eða neðar öllum réttum skilningi á lífsbaráttu okkar bænda, skyldu lesa þessar línur, gef ég þeim kost á að fylgja mér út í hríðina aðfaranótt hins 27. október 1944. Þeir ættu, að líkum, að koma óskemmdir, en ögn fróðari, úr þeirri för. Veðurblíðan daginn fyrir hríð- arnóttina var með afbrigðum. Loftvogin stóð hreint ekki illa, og ekki örlaði á báru við fjöru- stein. Samt smalaði ég fénu að vanda, síðdegis, og rak það sam- an, sunnan túns, hvar ég vissi, að það í óbreyttu veðrí mundi liggja til næsta dags. Veðurblíðan hélzt. Allir hátt- uðu grunlausir og ókvíðnir, en klukkan 11 brestur stórhríðin á, svo snöggt sem hendi væri veif- að. Ég spratt á fætur, safnaði saman þeirri orku, sem ég átti til, vakti pilta mína, og við steyptum okkur út í grenjandi veðurofsann, fannfergið og nátt- sortann. Ég gerði mér vonir um að ná fénu, þótt beint væri í veður að sækja með það til húsa. Við þrír röðuðum okkur á jaðar svæðisins, þar sem ég skildi við féð fyrir skammri stund, og gengum í hring með stuttu milli- bili, samt heyrðum við aldrei né sáum hvor til annars. í fyrstu umferð urðum við einskis varir, og eftir fyrsta klukkutímann vorum við orðnir holdvotir, því að bleytuhríð var á. En frostið smáherti. Aftur lögðum við út í hríðarsortann og vorum nú mun lengur en fyrr, því að alltaf jókst fönn fyrir fæti, veðrið hækkaði og föt okkar fóru að frjósa. í annan sinn bar okkur saman, utan úr náttsortanum og hríðinni, og enn höfðum við einskis orðið vísari um féð, og enn hófum við nýja göngu. Veðr- ið herti, fannburður og frost Eins og áður er vikið að, var Jónasi mikið í mun að fræða iþjóð sína um náttúrufræðileg ! efni og auka skilning hennar á þeim. í Fjölni eru margar grein- ar um þá hluti, þýddar eða end- ursagðar af honum. Einnig þýddi hann Stjörnufræði Ursins. Sú bók kom út 1842, lítil bók, en merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún fjallar um efni, sem var landsmönnum lítt kunnugt, en girnilegt til fróðleiks. Hún er rituð á svo góðu máli, að til fyr- irmyndar má vera. Hún er óræk sönnun þess, að unnt er að skrifa á góðri íslenzku um hvaða efni, sem vera skal, ef sá gerir, sem kann. Nýyrðin ein í þessari bók eru merkilegt efni. Bjarni mag- ister Vilhjálmsson hefir skrifað um þau eftirtektarverða grein í síðasta árgang Skírnis. Meðal nýyrða Jónasar eru orð eins og aðdráttarafl, fjaðurmagnaður, ljósvaki, sjálfbjartur, sólbraut og sporbaugur. Það sýnir enn áhuga Jónasar um að verða þjóð sinni að gagni, að vorið 1840 leggur hann til við Reykjavíkurdeild Bókmenntafé- lagsins, að hún gangist fyrir, að dagbækur yfir veðurfar verði haldnar víðs vegar um landið og jafnóðum látnar koma í vörzlu félagsins. . Tillögum þessum fylgdi glögg greinargerð um þýð- ingu veðurfarsathugana og framkvæmd og tilhögun starfs- ins. Tók deildin vel undir þetta og fékk veðurbækur haldnar á ýmsum stöðum. Miklu merkilegri voru þó til- lögur þær, sem Jónas lagði fyrir Hafnardeild Bókmenntafélags- jókst. Ég stanzaði við, lét fallast undan veðrum ofan í mjúka fannbreiðuna og hugsaði ráá' mitt. Stórhríðin hamaðist um fjall- geiminn'. Það hvein og hrein í giljum og gnýpum. Þáð var ein- hver glefsandi, hlakkandi dauðadynur í veðrinu. Mér leizt ekkert á þetta. Það var að fær- ast einhver lamandi doði yfir sóknarþrek mitt. Þreýtan síaðist inn í mig gegnum frosinn klæðnaðinn — eða kom hún innan frá? Ef til vill. Það er ekkert spaug að vera orðinn lúinn og gamall nokkuð, og verða að heyja fangbrögð við þessa hríðaróhemju um svarta skammdegisnótt. En hvað um það. Piltar mínir voru ungir og hlutu að hafa sig til húsa, þótt ekkert fyndist af fénu. Ég reif mig upp úr þessum hugleiðing- um, eða öllu heldur voru það gnauðandi hríðin og nagandi frostið, sem ýttu mér á stað. Það var, ^annst mér, blátt áfram skömm að því að verða úti hér í snjónum svona skammt frá bæ, þótt gamall væri. Ég hleypti í mig vonzkufullri hörku, ég hafði alltaf ætlað mér að fara þrjár umferðir, og það varð að gerast áður en ég uppgæfist fyr- ir þessari bölvaðri hríðar- vargynju, — hún skildi aldrei varna mér þess. Hægfara hóf ég leit' að nýju, og eftir stutta göngu datt ég ofan á fjárhóp- inn, og í sama mund bar piit- ana að. En ekki var nú sopið kálið, þótt í ausuna væri’komið. Nú var eftir að koma fénu til húsa, beint í veðurofsann og fannrokið. Eftir miklar stymp- ingar tókst það samt. Þó náði hriðarofstopinn nokkrum kind- um út úr hópnum. Þær urðu hríðinni og dauðanum að bráð. Nú var liðið mjög á nótt, og enn vantaði töluvert af fénu, auk þess, sem út úr slitnaði á heimleiðinni. Ég var þrotinn að þreki, — þurfti ekki að reyna að heyja framhaldsbaráttu við hina hvítklæddu norn. Ég gat með naumindum dregizt til bæj - ar, en piltar mínir héldu áfram leit, það sem eftir lifði nætur — og til dagseturs næsta kvöld — og björguðu slatta af fé og hrossum úr greipum dauðans. HI. Slíkar baráttusögur mætti ins sumarið 1838. Þar stakk hann upp á að „kjósa nefnd manna og fela henni á hendur að safna öllum fáanlegum skýrslum, forn- um og nýjum, er lýsi íslandi eð- ur einstökum héruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsingu á íslandi". Deildin féllst á þessa tillögu og hóf þegar undirbúning að verk- inu. Var Jónas lífið og sálin í því starfi. Ákveðið var að snúa sér til presta og sýslumanna með ákveðnar spurningar og biðja þá að svara þeim sem greinilegast. Jónas samdi þessar spurningar, — þær voru 12 til sýslumanna, en 70 til prestanna, og sumar í mörgum liðum. Hann samdi einnig bréf, er spurningunum fylgdi. Jafnframt var biskupi og próföstum skrifað og þeir beðn- ir að örva prestana til að svara spurningunum eins fljótt og ýt- arlega og unnt væri. . Töluvert hafðist upp úr þess- um fyrirspurnum, og eru sumar af sóknarlýsingum prestanna hinar merkilegustu heimildir. Snemma vors 1842 stakk Finn- ur Magnússon, er þá var forseti Bókmenntafélagsins, upp á því á félagsfundi í Kaupmannahöfn, að, félagið byði cand. philos. Jónasi Hallgrímssyni að koma hingað í haust, og með þeim skil- mála, að félagið stæði honum inni fyrir 200 dala styrk í ár, en hann legði grundvöll til íslands lýsingar. Var það samþykkt af félagsmönnum.“ Jónas tók þessu boði fegins hendi og fór til Hafnar um haustið, er hann hafði lokið ferðalagi sínu um Austfirði. Vann hann síðan að íslandslýs- ingunni meðan hann lifði, en það var hvort tveggja, að verkið var mikið og seinlegt, og í annan stað fór vinnuþrek Jónasar þverrandi vegna vaxándi van- heilsu, og enn var það, að hann hafði mörgu öðru að sinna: bæði orti hann allmikið á þessum ár- um og lagði mikla vinnu í út- gáfu Fjölnis, auk þess annars, sem á honum hvíldi. Á þessum árum lauk hann meðal annars við'rit sitt um eldgosin og sá um útgáfu íslandsuppdráttar Björns Gunnlaugssonar fyrir Bókmenntafélagið, en það var ærið tafsamt verk. Hann tók og drjúgan þátt í félagsmálum fs- lendinga í Höfn, en í þeim var þá mikill þróttur og fjör. íslend- ingar í Kaupmannahöfn voru þá forystumenn þjóðarinnar í stjórnfrelsisbaráttunni, en ein- mitt á þessum árum var Alþingi endurreist (1843), svo að nóg var til að gera. En þetta allt varð til þess að seinka fyrir ís- landslýsingunni, svo að hann hafði ekki gengið frá nema fá- um köflum, þegar hann lézt, en þeir nægja til þess að sjá megi, að hann hefir ætlazt til, að ísr landslýsingin yrði bæði glögg og ýtarleg. Þessu merkilega verki var ekki haldið áfram eftir lát Jónasar, hvorki hinni eiginlegu landslýs- ingu, sem hann hafði tekið að sér að semja, né heldur síðari hlutanum, sem átti að vera um þjóðina sjálfa og ráðgert var, að Jón Sigurðsson sæi um. Vísindalegt mat á náttúru- fræðistörfum Jónasar Hall- grímssonar er ekki á annarra færi en sérfróðra manna. Væri vel, að einhver þeirra vildi taka það efni eða nokkurn hluta þess til rannsóknar. Mundi það þá koma betur í ljós en orðið er, hvílíkur afburðamaður Jónas hefir verið einnig á því sviði. III. Árið 1934 kom út í Kaup- mannahöfn lítill bæklingur: leiðbeiningar í sundnámi. Höf- undur hans var Nachtegall prófessor, mesti forystumaður Dana í fimleikamálum á fyrra hluta 19. aldar. Þótti ritlingur þessi vera skýr og skipulegur og koma að góðum notum. Sundbæklingur þessi kom Jón- asi Hallgrímssyni í hendur eins og fleirum. Þóttist hann þegar sjá, að hér væri rtt, sem orðið gæti löndum hans heima að góðu gagni, ef það væri á þeirra máli. Hann var sjálfur góður ,?und- maður og kunni að meta gildi sundíþróttar. Hann tók sig nú til og þýddi bæklinginn og tók hann og lag- aði eftir íslands þörfum, eins og stendur á titilblaði þýðingar- innar. Þeir Fjölnismenn gáfu hana síðan út, en Rentukamm- erið styrkti útgáfuna nokkuð, enda kváðu útgefendurnir svo á, að andvirði bókarinnar gengi til Fjallvegafélagsins. Kverið kom út árið 1836 og nefndist Sund- reglur prófessors Nachtegalls. Svolátandi tileinkunn er framan á bókinni: „Öllum vöskum og efnilegum unglingum á íslandi, sem unna góðri menntun og íþróttum feðra sinna, eignum við þessi blöð vinsamlega.“ í formála segir Jónas, að það sé „varla ofhermt, að fyrir 14 eða 15 árum hafi ekki fleiri en svo sem 6 menn á öllu landinu, sem væru sjálfbjarga, ef þeir lentu í polli, sem þeir næðu ekki niðri í“. Síðan minntist hann á sundkennslu Jóns Þorlákssonar Kjærnesteds (d. 1836), er hann segir að hafi orðið fyrstur til að „ráða nokkra bót á þessari van- kunnáttu og sýna okkur aftur sundtökin, sem allir voru búnir að gleyma“. Vildu þeir Fjölnis- menn nú halda áfram þessu starfi, að efla sundkunnáttu. Þess þarf ekki að geta, úr þvl að Jónas vann verkið, að Sund- reglurnar eru vandaðar að máli og einfaldar til skilnings. Mun það efalaust, að þær hafa komið að töluverðum notum hér á landi. Þetta atvik, þótt það blikni hjá því, sem meira er, sýnir glögglega, hve áhugi Jónasar og þeirra Fjölnismanna á endur- reisn þjóðarinnar kom víða við. Þeir voru víðsýnni en svo, að þeir tækju einn þátt mennlng- arinnar út úr og hirtu ekki um aðra. Þeir vildu alhliða fram- farir. íþróttamenn landsins — og reyndar fleiri — mættu vel muna þessi afskipti Jónasar Hallgrímssonar af sundmálun- um. í IV.< Hvenær, sem Fjölnir eða Fjölnismenn eru nefndir, koma fram í hugskotið fjögur nöfn:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.