Tíminn - 29.05.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1945, Blaðsíða 2
mh % \iV, |>rig|ndaglnn 29. mal 1945 39. blað Á víðavangi Þótt flestar breytingarnar á lögunum væri til hækkunar, áttu einstaka hálaun að lækka. Þegar fara átti að framkvæma þetta, var því mótmælt af hlut- aðeigandi starfsmönnum og nið- urstaðan hefir i flestum eða öll- um tilfellum orðið sú, að þessi fyrirmæli launalaganna eru höfð að engu og sömu laun eru greidd og áður. Hvað sem annars má um núv. fjármálaráðherra segja, verður það ekki af honum skaf- ið, að ekki hefir annar maður í sæti hans reynzt örlátari á rík- isfé, þegar launagreíðslur eru annars vegar. En þetta örlæti hverfur, þegar landbúnaðurinn og bændur eiga hlut að máli, eins og vangreiðslan á mjólkur- uppbótinni, niðurfelling fram- la,gsins til áburðarverksmiðju og stöðvun jarðræktarlagafrv. bera með sér. Forsetakjörið og „einingar“- hræsni Mbl. Sú hræsni Mbl., að það hafi áhuga fyrir heilbrigðri þjóðar- einingu, hefir sjaldan komið betur í ljós en í forustugrein þess um forsetakjörið síðastl. fimmtudag. Blaðið læzt þar fagna yfir einingu þeirri, sem skapazt hefir um kjör forset- ans, og vill þakka hana forkólf- um Sjálfstæðisflokksins. Það þarf vissulega mikla dirfsku til að hræsna þannig, því að áreiðanlega er það mönn- um minnisstætt, að við forseta- kjörið á Lögbergi fyrir tæpu ári síðan, skarst, hálfur þingflokk- ur Sjálfstæðismanna úr leik, á- samt öllum þingflokki kom- múnista, og skilaði ýmist auðu eða kaus annan mann en Svein Björnsson. Með þessu sundr- ungarstarfi á mestu hátíðastund þjóðarinnar átti að undirbúa fall Sveins Björnssonar í for- setakosningunum næsta sumar og hefja baráttu fyrir öðru for- setaefni. Var það bæði, að kom- múnistar Voru Sveini andvígir, vegna ma^nkosta hans og hæfi- leika, en formaður Sjálfstæðis- flokksins bar til hans mikið hat- ur vegna þess, að Sveinn háfði (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT Landvinningasteina Rússa í Austur-Asíu Því hefir löngum verið spáð, að Rússar myndu veita Banda- mönnum lið í styrjöldinni gegn Japönum eftir að Evrópustyrj- öldinni lyki. Spár þessar hafa | menn ekki byggt á þvi, að Rúss- ; um væri svo mikið í mun að hjálpa samherjum sínum í Ev- rópustyrjöldinni, heldur hinu, að þeir hyggðu á aukna land- vinninga í Austur-Asíu og teldu, að þeim yrði bezt komið fram með því að gerast aðili í styrj- öldinni gegn Japönum. Það hef- ir þó ekki verið talið líklegt, að Rússar myndu hefja þessi af- skipti strax eftir stríðslokin í Evrópu, því að þeir myndu bæði' vilja láta Bandamenn bera þunga og hita baráttunnar við Japani og hafa sem frjálsastar hendur í Evrópu meðan Banda- menn væru uppteknir af Asíu- :styrjöldinni. Sú hætta er þó fólgin í þessu fyrir Rússa, að Bandamenn muni taka illa lið- veizlu á seinustu stundu, er lít- ið létti þeim baráttuna, og myndu því verða þeim erfiðir í samningum um aukin landa- yfirráð í Austur-Asíu. Það mun vafalaust fara eftir því, hve mikils Rússar meta góða sam- búð við Bandamenn, hvort þeir fara fyrr eða seinna í styrjöld við Japani. Fyrirætlanir Rússa um land- vinninga í Austur-Asíu eru m. a. rökstuddar með því, að reynslan sýni, að draumur-Stalins sé að vinna aftur þau lönd, sem eitt sinn lutu rússneska keisara- dæminu, og jafnvel enn fleiri. Til þessa er það m. a. rakið, að landvinningakeisararnir Ivar grimmi og Pétur mikli hafa á síðari árum verið gerðir að eins konar þjóðardýrlingum í Rúss- landi við hliðina á Karl Marx og Lenin. í Evrópu hefir Stalin þegar tekizt að vinna aftur þau lönd, sem Rússar misstu eftir síðustu-styrjöld og sums staðar nokkru meira. Sá hluti Finn- lands, sem talinn er sjálfstæður, er að vísu undantekning frá þessu að nafninu til, en Rússar hafa þar nú bæði tögl óg hagld- ir, eins og kunnugt er. Hins veg- ar hafa Rússar enn ekki náð eins miklum ítökum í Austur- Asíu ’ og keisarastjórnin hafði þar um skeið. Á síðari hluta 19. aldar vann keisarastjórnin rússneska mjög að því að efla ítök Rússa í Aust- ur-Asíu. Árið 1897 lét hún her- nema hafnarborgirnar Port Arthur við Gulahafið og tveim- ur árum síðar lýsti hún Man- sjúríu rússneskt áhrifasvæði. Kínverjar höfðu þá beðið mik- inn hernaðarlegan ósigur við Japani og notuðu Rússar sér ó- farlr þeírra til að brjótast til valda í Mansjúríu. Nokkru síð- ar byrjuðu Rússar byggingu járnbraútar yfir þvera Mansjúr- íu til að stytta leiðina til Vladi- vostock. Ekki létu Rússar sér þetta nægja, því á næstu árum komu þeir sér víða upp hernað- arlegum bækistöðvum í Koreu, er þá var sjálfstæð að nafninu til. Með þessu töldu Japanir of nærri sér höggvið og hófu því samninga við Rússa um að þeir skiptu þannig með sér, að Korea yrði japanskt áhrifasvæði, en Mansjúría rússneskt. Rússar vildu ekki fallast á þetta,, enda vanmátu þeir styrk Japana. Endalokin urðu rússnesk-jap- anska styrjöldin 1904—05, er batt endalokin á útþenslustefnu Rússa í Austur-Asíu að sinni. Rússar urðu að yfirgefa Port Arthur og hálfa Sakaliney og viðurkenna Koreu sem japanskt áhrifasvæði. Hins vegar fengu þeir Mansjúríu viðurkennda sem hlutlaust svæði og fengu að halda járnbrautinni til Vladivo- stock. Samúð Japana og Rússa var illindalítíl, þar til keisarastjórn- in rússneska hrundi af stóli. Japan fór þá með her inn í Sí- beríu, en síðar fóru þeir þó það- an aftur, eftir að Rússar höfðu veitt þeim ýms sérfríðindi, m. a. til fiskveiða. Árið 1931 her- námu Japanir Mansjúríu og gerðu hana að japönsku leppríki undir nafninu Manshuhuo. Rússar treystu sér eigi til að rísa gegn þessu og seldu Japön- (Framhald á 7. síðu) 2 Þriðjudagur 29. maí Stjóroarsamviima á stríðsárunum Þegar fyrirsjáanlegt var, að til styrjaldar myndl draga í Norðurálfu, varð mörgum stjórn málamönnum ljóst, að hin póli-. tíska starfsemi þyrfti að taka verulegum breytingum frá því, sem verið hafði, meðan styrjöld- in stæði. Flokkarnir þyrftu á ‘þeim tíma að leggja sérmál sín til hliðar, en sameinast um að verja þjóðina áföllum styrjaldar innar. Hins vegar þótti ekki lík- legt, að slíkt samstarf héldist á- fram eftir að styrjöldinni lyki, því að menn vildu þá aftur fá að vinna að framgangi stefnumála slnna. Jafnvel þótt gömlu flokk- arnir héldu þá samvinnunni á- fram, myndi samstjórnin samt sundrast, þvl að nýir flokkar myndu þá rísa á legg. Framsóknarflokkurinn var fyrstur íslenzkra stjórnmála- flokka til að taka þessa stefnu upp. Fyrir atþeina hans var þjóðstjórnin mynduð vorið 1939. Það er tvímælalaust, að tilvera þeirrar stjórnar gerði mögulegt að leysa betur sambúðarmálin við Breta og Bandaríkjamenn en ofðið hefði mögulegt, ef hér hefðu verið harðar flokkadeil- ur, og hefir þjóðin notið þess og mun njóta á komandi árum Einnig tókst þá að leggja grund- völl að lausn sjálfstæðismáls- ins, sem vafasamt er að tekist hefði eins vel undir öðrum kringumstæðum. Loks tókst að hafa það mikinn hemil á kaup- gjaldi og verðlagi, að dýrtíðin væri nú vel viðráðanleg, ef þannig hefði nú verið haldið í horfinu. Það var vilji Framsóknar- flokksins, að slík samstjórn héldist öll stríðsárin. En til þess að það tækist, þurfti að leggja helztu ágreiningsmálin til hlið- ar á meðan. Sá grundvöllur var rofinn, þegar. Sjálfstæðisflokk- urinn gerðist aðili að frumv. Alþýðuflokksins um kjördæma- breytinguna. Samstjórn aðal- flokkanna hlaut að rofna og rofnaði líka, þegar teknar voru upp deilur um mesta ágrein- ingsmál þeirra, er var með öllu ótímabært á þessum' tíma. Af- leiðingarnar eru öllum kunnar: Margföldun dýrtíðarinnar, óár- an í stjórnmálum og loks glæfra legt samstarf stórgróðavaldsins og byltingarflokks, sem er undir útlendri yfirstjórn. Reynsla Breta og Svía sannar vel, að okkur myndi hafa betur farnazt/ef stefnu Framsóknar- flokksins hefði verið fylgt, sam- stjórninni haldið áfram allan stríðstímann og ótímabær á- greiningsmál látin bíða á með- an. Þetta hafa Bretar og Svíar gert. Vitanlega hefði samstarf flokkanna þar rofnað, alveg eins og hér, ef einhver þeirra hefði tekið upp viðkvæmt ágreinings- mál til að reyna að efla sig og lagt minni áherzlu á að sinna vandamálum styrjaldartímans. Gæfa Breta og Svía var, að þeir áttu ekki svo eigingjarna og skammsýna stjórnmálaforingja. Þess vegna standa þeir nú vel að vigi, dýrtíðinni hefir verið hald- ið í skefjumogframleiðsla þeirra á blómatíð fyrir höndum. Sam- stjórninni er nú að ljúka í báð- um þessum löndum, því að frið- artíminn skapar annað viðhorf og önnur verkefni, sem erfiðar er að sameinast um, og róttæk- ari flokkarnir telja ytri aðstæð- ur ekki krefjast þess lengur, að þeir láti samstj órn ‘ við íhalds- flokkinn hefta sig í baráttunni fyrir breyttum þjóðfélagshátt- um. . Þegar athugað er, að Fram- sóknarflokkurinn barðist fyrir sams konar stjórnarsamstarfi hér á stríðsárunum og verið hefir í Bretlandi og Svíþjóð, mætti öllum vera Ijóst, hversu fráleitur og ósvífinn er sá áróð- ur Mbl. og fleirri stjórnarblaða, að Framsóknarflokkurinn sé suhdrungarafl í þjóðfélaginu og fjandsamlegur samstjórn og einingu, þegar hftnnar er þörf og hægt er að skapa hana á heilbrigðum grundvelli. Reynsl- Var það tilvinnandi? Síðastl. þriðjudag byrjuðu nefndirnar í stjórnarskrármál- inu að halda fundi til að ræða um undirbúning og samningu nýrrar stjórnarskrár, er sam- kvæmt samningi stjórnarflokk- anna á að leggjast fyrir Alþingi ekki síðar en veturinn 1946. Þar sem allir viðurkenna nú að setning nýrrar stjórnarskrár sé nauðsynleg, mætti það vera enn augljósara nú en áður, hve óhyggilegt það var að rjúfa stjómarsamvinnuna um stöðv- un dýrtíðarinnar vorið 1942, til að koma fram kákbreytingu á kjördæmaskipuninni, sem allir eru nú sammála um að telja ó- hæfa til frambúðar. Hefði kjördæmaskipuninni ekki veríð breytt 1942, myndi flokkaskipunin á Alþingi nú vera þannig, miðað við úrslit haustkosninganna 1942: Sjálf- stæðismenn 20. Framsóknar- menn 19, Kommúnistar 7, Al- þýðuflokksmenn 6. Afleiðing breytingarinnar, sem var gerð 1942, hefir orðið þess valdandi, að þingmenn Framsóknar- flokksins eru 4 færri en annars hefði orðið, en þingmenn kom- múnista 3 fleiri og þingmenn álþýðuflokksins 1 fleiri. Á þing- mannatölu Sjálfstæðisflokksins hefir kjördæmabreytingin 1942 engin áhrif haft. Sjálfstæðismenn mættu sér- staklega spyrja þeirrar spurn- ingar, hvort það hafi verið til- vinnandi af forkólfum þeirra að rjúfa samstarfið við Framsókn- arflokkinn og sleppa dýrtíðinni lausri til þess eins að geta tryggt kommúnistum 3 og Alþýðufl. 1 þingsæti — í eitt kjörtimabil. - ttk Móri nazismans •armar i Valtý. Fyrir nokkru síðan birti Jón- as Guðmundsson grein 1 Ingólfi, bar sem hann vék að því, að ýmsir þeirra, sem nú skömmuðu nazismann einna mest, hefðu áður ýmist dýrkað hann eða bjónað honum, og væri þar skemmst að minna á ýmsa for- kólfa Sjálfstæðisflokksins og kommúnista. Alþýðublaðið birti bennan kafla úr greininni í bætti sínum: Hvað segja hin blöðin? í tilefni af þessu, hefir ritstjórn Mbl. orðið viti fjær af reiði. í forustugrein Mbl. síðastl. föstudag eru þessi skrif Jónasar ekki aðeins lýst ómenguð lygi, heldur hrein- landráð og síðan varpað fram spurningunni: „Hve lengi ætla íslenzk stjórn- arvöld að þola slík landráða- skrif, án þess að draga sakborn- inga til ábyrgðar?“ Hver maður, sem nokkuð hef- ir fylgzt með málum, veit að an sýnir einmitt, að Framsókn- arflokkurinn kom á slíku sam- starfi, er þörfin krafðist þess, ?n sú samvinna var rofin af núverandi stjórnarflokkum, er 'óku upp ótímabært deilumál, ag síðan hefir ekki reynzt unnt að mynda samstjórn um heil- Drigða stj órnarstef nu, því að kommúnistar hafa jafnan sett kröfu um aukna dýrtíð á odd- 'nn og Sjálfstæðisflokkurinn lát ið undan henni. Meginábyrgðin á samstarfsrofinu hvílir þó á forkólfum Sjálfstæöisflokksins, er möttu meira að koma fram kákbreytingu á kjördæmaskip- uninni, er þeir töldu sér í hag, en að vinna áfram með Fram- sóknarflokknum að lausn stríðs- vandamálanna. Með því sýndu forkólfar Sjálfstæðisfl. bezt, að þeir meta eininguna einskis, — ekki einu sinni, þegar hennar er brýnust þörf, — ef þeir telja annað henta flokki sínum bet- ur. Það ætti því ekki að villa neinum sýn, þótt þessir menn áti nú móðan mása um sam- stjórn og þjóðareiningu, þegar börfin er stórum minni en áð- ur og aðrar þjóðir, sem hafa haft samstjórn og ekki búa við bráðabirgðastjórnarfar, eins og til dæmis Danir, hverfa frá þvi fyrirkomulagi. Hverjum hugsandi manni, sem athugar fyrri afstöðu Sjálfstæðis- flokksins, mætti vera fullljóst, að þessi áróður forkólfa hans Jónas Guðmundsson fer hér með rétt mál. Mótmæli Mbl. stafa því ekki af þeirri ástæðu, að það viti sig haft fyrir rangrl sök, heldur hinu, að Valtýr, sem fyrst skreið fyrir Dönum, síðan fyrir Þjóðverjum, og nú seinast fyrir Bandaríkjamönnum, heldur að sá skriðdýrsháttur gagni sér síður, ef uppvíst verður um fyrri afstöðu hans. Annars getur Valtýr ekki af- hjúpað nazistaeðli sitt betur en með þeirri kröfu, að menn séu ákærðir sem landráðamenn fyr- ir að segja satt, af því að sá sannleikur kemur honum og flokki hans illa. Ef slíkt stjórn- arfar væri upp tekið, væri hér vissulega komið á sama stjórn- arfar og í Þýzkalandi í tíð naz- ista, þegar sérhver sá, er rétti- lega gagnrýndi valdhafana, var handtekinn og skotinn sem landráðamaður. Má vissulega segja, að grein Jónasar hafi komið móra nazismans til að iarma í Valtý, svo að eigi verði um villzt. Undirlægjuháttur íhaldsins við kommúnista. Krafa Valtýs um landráða- ákæruna hlýtur að vekja at- hygli af fleiri ástæðum en því nazjstahugarfari, sem hún er óræk sönnum um. Valtýr bygg- ir kröfu sína m. a. á því, að það spilli fyrir þjóðinni út á við, ef sagt sé, að hér séu nazistar. Um nokkurra vikna skeið hefir hjóðviljinn haldið því fram, að íslendingar hafi ekki komizt á ráðstefnuna í San Francisco vegna þess, að Framsóknarfas- istarnir hafi gert allt til að hindra það, því að þeir vilji ekki hafa samvinnu við sameinuðu þjóðirnar, og Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn hafi bognað fyrir áróðri þeirra. Með þessum sífelldu nazistabrigzl- um, sem beinast raunverulega gegn allrí þjóðinni á yfirstand- andi tíma, þegir Mbl. alveg. Þegar tveir Alþýðuflokksmenn segja svo frá því, að hér hafi borið á nazisma fyrir styrjöld- ina, sem er jafnsatt og áróð- ur kommúnistanna er lygi, þá ris Mbl. upp og segir: Þetta eru landráð, stjórnin verður að draga þessa menn fyrir lög og dóm. Með því að bera saman þetta tvennt, geta menn bezt séð þann fullkomna undirlægjuhátt, er forkólfar Mbl. sýna nú kom- múnistum. Það var verðið, sem Ólafur Thors varð að greiða kommúnistum fyrir ráðherra- titilinn. Framkvæmd launalaganna. Launalögin nýju komu til framkvæmda 1. apríl síðastl. er hin fullkomnasta hræsni, sem hefir það eina takmark að vera skálkaskjól fyrir samstarf kommúnista og Kveldúlfs- manna. Starfshættir forkólfa Sjálf- stæðisflokksins og kommúnista eyðilögðu samstjórnina, sem þjóðin þurfi að hafa á stríðs- árunum, og til þess má rekja, hve miklu verr er ástatt í dýr- tíðarmálunum hér en í Bret- landi og Svíþjóð. Starfshættir þessarar sömu forkólfa er enn með þeim hætti, að allsherjar samstjórn er ekki hugsanleg og ætti enginn að láta þá eftirlík- ingu af þýzk-rússneska griða- sáttmálanum, sem stjórnarsam- vinna Kveldúlfs og kommúnista er, blekkja sig í þeim efnum. En vandamálin, sem hljótast af samstjórnarleysi og stjórn- málaöngþveiti síðari stríðsár- anna, krefjast hins wegar eins víðtæks samstarfs umbóta- manna og frekast er hægt að skapa. Það er hlutverk Fram- sóknarmanna og umbótamanna í hinum stjórnarflokkunum, sem sjá hvert samvinna Kveldúlfs og komúnista stefnir, að hefja myndun slíkra viðreisnarsam- taka og það fyrr en seinna. Með þeim ‘eina hætti er hægt að tryggja hér frjálslynda og fram- sækna stjórnmálastefnu og af- stýra óáran og hruni, er gæti endað með rauðum fasisma eða harðstjórn auðkónganna. Forustugrein íslendings á Akureyri 18. þ. m. fjallar m. a. um framkvæmd ríkisstjórnarinnar á stjórnarsamn- ingnum. í upphafi greinarinnar segir: „Sú saga er geymd um mætan " skólastjóra, er uppi var fyrir skömmu hér nyrðra, að hann hóf mál sitt við skólauppsögn með þessum orðum: „Það er vor í lofti, vinir mínir.“ Um leið og hann sleppti orðinu, skaú hurð skólastofunnar upp, kaldur gustur fór um salinn og hríðarmökkur þeysti inn á gólf, því að úti var hörkubylur. Þá hróp- aði skólastjóri: „Aftur með hurðina," og hélt síð- an áfram vorhugleiðingum eins og ekki hefði skorizt." í niðurlagi greinarinnar segir á þessa leið: „Á íslandi er nú þannig ástatt, að ríkisstjórn sú, sem við völd situr, hefir gefið þjóðinni fyrirheit um I það, að í framtíðinni sé ýmislegs að vænta, sem verði almenningi til hags og heilla. Englnn vafi er á því, að ríkisstjórnin hefir hug á að standa við gefin loforð. En bæði er það, að ríkisstjórnin hefir ekki starfað lengi, og það að við mikla örðugleika er að etja.enda hefir enn sem komið er farið heldur lítið fyrir framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefir sjálfsagt gert sér það Ijóst, að þjóðin lifir ekki á loforðum ein- um, og hún hefur vafalaust áttað sig á því að efndirnar verða að fylgja. Þetta hefir þó ekki komið eins greinilega fram út á við, og æskilegt hefði verið. A. m. k. hefir afstaða sumra málgagna stjórnar- ' innar verið með þeim hætti, að þau hafa lýst vori í lífi þjóðarinnar, til þess eins að hrópa hástöfum, þegar gustur staðreyndanna virðist ætla að grípa fram í: Aftur með hurð- ina, og neitað með öllu að taka tillit til þess, sem raunverulega er að gerast." Það gildir bersýnilega það sama með ritstjóra íslendings og marga fleiri, að hann hefur ekki enn getað séð skýja- borgirnar, sem Ólafur Thors sagði í sumarmálakveðju sinni, að stjórnin væri búin að koma nlður á jörðina! * * * í forustugrein Alþýðublaðsins 24. þ. m. er rætt um forsetakjörið og seg- ir þar m. a: „En svo mikill sómi, sem það er fyrir okkur út á við, að Sveinn Björnsson skyldi verða sjálfkjörinn forseti íslands fyrsta kjörtímabilið, sem þjóðin sjálf átti að velja hann, — svo mikil háðung er það fyrir þá fáu pólitísku spekúlanta hér innan lands, sem fyrir tæpu ári síðan, þegar lýðveldið var endurreist, not- uðu sér bráðabirgða ákvæði stjórn- arskrárinnar um þingkjör forsetans í fyrsta sinn til þess að reyna að falsa þjóðarviljann og skiluðu ann- að hvort auðum seðlum við forseta- kjörið á alþingi eða köstuðu at- kvæðum sínum á annan en þann, sem allir vissu, að þjóðin vildi hafa. Nú var ekki hægt, að leika slíkan loddaraleik, þegar þjóðin átti sjálf að skera úr, — og þá sýndi það sig, hve mikið fylgi þeir vissu á bak við sig í brölti snu í fyrra. Vissulega eru menn auðu seðlanna enn á meðal okkar, og vlssulega höfðu þeir ekki manndóm í sér til þess, að gera yfirbót og hvetja til endur- kjörs Sveins Björnssonar. En til hins höfðu þeir heldur ?kki kjark — að hafa mann í kjöri á móti honum; þeir vissu vel, hvaða útreið slíkt forsetaefni' myndi fá og þelr — menn auðu seðlanna frá því í fyrrá — með því.“ Hér er |>ví vissulega rétt lýst, að það var vissan um hið trausta fylgi Sveins Björnssonar, sem knúði forkólfa kommúnista . og Sjálfstæðisflokksins til að breyta nú á annan veg en á Lög- bergi í fyrra, en ekki áhuginn fyrir þjóðareiningunni, eins og Mbl. vill vera láta. • , * * * Forustugrein Alþýðublaðsins 26 þ. m. fjallar um þá kröfu Mbl., að höfðað sé landráðajnál gegn ritstjórn Alþbl. og Jónasi Guðmundssyni vegna þess, að þeir hafa nýlega bent á vinfengi ýmsra forkólfa Sjálfstæðisflokksins við naz- ismann áður fyrr. Alþýðublaðið segir: „Alþýðublaðið skilur það vel, að Morgunblaðinu þyki það dálítið ó- þægilegt, svo að ekki sé nú minnzt á Þjóðviljann, þegar rifjuð er upp fortíð þess í baráttunni og striðinu gegn þýzka nazismanum. En treyst- ir Morgunblaðið sér til þess, að bera á móti því, að í hinum endur- prentuðu ummælum Jónasar Guð- mundssonar sé sagt í höfuðatrið- um það, sem sannleikanum er sam- kvæmt? Ef það ætlar að bera á móti því, — þá vildi Alþýðublaðið þó leyfa sér að leggja þá spurningu fyrir það, hvort það muni nokkuð eftir kröfum sínum fyrir fjórum árum, þess efnis, að skrif Alþýðublaðsins á móti þýzka nazismanum yrðu bæld niður með_ valdboði, eða þá- verandi ráðherra Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, sem fór með utanríkismál, látinn fara frá að öðrum kosti? Heldur Morgun- blaðið í dag, að það hafi með slík- um kröfum verið að þjóna hags- munum landsins og þjóðarinnar? Og telur það sig með slíka afstöðu í stríðinu að baki sér, þess virkl- lega um komið, að saka Alþýðu- blaðið um landráð fyrir það eitt, að það hefir með því að birta hispurs- lausan sannleikaon um fortíð Mbl. sýnt því sína fyrrverandi spegil- mynd? — Það næglr ekki, til þess að þvo Morgunblaðið hreint af margra ára daðri þess við þýzka nazismann, að vitna í ræðu for- sætisráðherrans á friðardaginn." Til skýringar þessum niðurlagsorð- um Alþbl. skal þess getið, að aðal rök- in, sem þeir færa fram til að sverja af sér og Sjálfstæðisflokknum vinfengið við nazismann, var að birta kafla úr ræðu Ólafs Thors á þriðjudaglnn! \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.