Alþýðublaðið - 09.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.06.1927, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 Maf miHi i Olsem (( Hænsnafóður. Blandað Iiænsnafóður. Hveitihrat. Heill Mais. Eisaar MJaSiested sðngmaðnr kom nýleg'a hingað til bæjarins, og nú á föstudagskvöldið ætlar hann að syngja í Nýja Bíó. Þegar Einar Hjaltested kom fyrst til Kaupmannahafnar ungur og ólærður, Undruðust allir, hvi- líka feiknarödd hann hafði pá þegar, og luku allir upp sama munni um það, að pvíiíkan limb- ulkraft hefðu 'þeir ekki heyrt í jafnungum manni. í Kaupmannahöfn stundaði Eir>- ar söngnám um nokkurt skeið, en fyrir níu árum fór hann til New York og hefir þar stundað söng- nám hjá ágætum kennurum. Upp á síðkastið hefir hann ýmist kent söng eða sungið í ýmsum leik- húsum. Einar hafði í fyrstu umsvifa- mikla barytonrödd, en síðan hefir hún slípast og þroskast að mikl- um mun, svo að hann hefir nú hetjutenórraust geysiháa án þess þó að hafa að neinu leyti tapað þeim volduga barytonhreim, sem gefur röddinni þann óvenjulega kyngikraft og karlmensku, sem hlýtur að hrífa flesta sönghneigða menn. Að þessu sinni hiefi ég að eins Eeyrt Einar syngja lítið eitt, og skal ég því ekki dæma um með- ferð hans á söng að svo komnu. Engri þjóð hefi ég vitað jafn- tamt að tala um kraftamenn eins og Isléndingum, enda hafa þeir þurft á því að halda að vera ó- loppnir í sinni fádæma-baráttu við alls konar hamfarir láðs og lagar. Reykvíkingum gefst nú tækifæri til að hlusta á sannkallaðan söng- jötun, þar sem Einar Hjaltested er, og það með svo miklum af- brigðum, að menn mun minni til relta, og er gott til þess að vita, að kyngikraftúr sá, sem hetju- sagnir vorar og þjóðsögur segja frá, er enn þann dag í dag að koma fram í ýmsum myndum meðal íslendinga. Meðal þess, sem Einar Hjalte- sted ætlar að syngja að þessu sinni, má nefna: „Gígjan“ eftir Sigfús EinaTsson, „Sverrir kon- ungur“ Svb. Sveinbjörnssons, söng Canios úr „Bajadser" Leoncavai- los, „Ðer 'Erlkönig“ Schuberts. Enn fremur syngur Einar lag, er hann sjálfur héfir samið við kvæðið „Sidste smerte“ eftir Björnstjerne Björnson, og virðist það vera mjög tilþrifamikið og vel við eigandi, Síðasta lagið á söngskránni er „Good Bye“ eftir Tosti, og hefir Einar sungið það hér áðux mjög eftirminnilega. Ríkardur Jónsson. „Maður! Líttu þér nær.“ „Morgunblaðið“ hefir nýlega flutt grein og mynd um neyðina í Rússlandi. Ég get ekki neitað sannleiksgildi hennar, en ég ætla að segja hér frá atviki einu, sem gerðist hér í Reykjavík. Þá var hér veitingahús nokkurt, sem fcunningi minn stýrði. Einn morg- un bar þar mann að, og er hann kom inn, hneig hann niður og leið í ómegin. Veitingamaðurinn brá við og lífgaði hann við, og kom þá í ljós, að maðurinn var svona aðfram' kominn af sulti. Svo stóð á, að í fjóra daga hafði hann ráfað iðjulaus um hafnar- garðinn, en enga vinnu fengið. Konan og barnið eðá börnin voru heima, og lifðu á þvi litla brauði, sem maðurinn neitaði sér um að borða vegna þeirra, og voru þau aðfram komin vegna sultar. Svona er nú ástandið í Reykja- vík. Þegar farið er að fletta sauð- argærunni ofan af íhaldsstjóm- inni, kemur í ljós, að áður en fylgifiskar hennar og málgögn leita til annara landa, ættu þau að líta í sjálfs sín barm. Dulur. Um dagisiM ©n wegisiis. Næturlæknir er í nótt Ární Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. lnnbrot. Á hvítasunnunótt var brotin rúða í trésmíðaverksmiðjuhúsi „Völundar" og farið inn í húsið um glugga, og mun sá, er það gerði, hafa ætlað að nú höndum á peningum, en ferðin varð hon- um ekki til fjár, og varð hann að hverfa aftur við svo búið, en gerði ekki aðrar teljandi skemdix en rúðubrotið. Þenna dag árið 1843 fæddist friðarboðinn Berta von Suttner, höfundur sög- unnar „NiÖur með vopnin!" Berta von Suttner var austurrisk að ætt. Hún reyndi mjög að efla frið meðal þjóðanna með skrifum sin- um. Sjálfri auðnaðist henni að deyja nægilega snemma til þess að komast hjá að sjá áður stríð- ið mikla brjótast út. Hún dó seint í júní árið 1914. — Þenna dag árið 1781 fæddist Englendingur- inn George Stephenson. Fyrsti nothæfi gufuvagninn var smíð- aöur^eftir hans fyrirsögn á Eng- landi árið 1829. Framboð. í Vestur-ísafjarðarsýslu verður i kjöri Asgeir Ásgeirsson af hálfu »Framsóknar‘-flokksins og séra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri fyrir íhaldsflokkinn. í Strandasýslu þeir séra Tryggvi Þórhallsson og Björn Magnússon símastöðvarstjöri á ísafirði (íhaldsframbjóðandi). Þá verður og Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli utan flokka þriðji maður í kjöri í Austur-Skaftafells- sýslu „Réttur" er kominn, I. hefti þessa árs, með mörgum góðum greinum að vanda. Alþýðuflokksfundurinn í Hafnarfirði í gærkveldi var mjög vel sóttur, og var hugur fundarmanna mjög samstiltur um að berjast fyrir sigri- Alþýðu- flokksins við kosningarnar. Veðrið. Hiti 10—2 stig. Norðlæg átt Stinningskaldi við Austur- og Suðaustur-land. Annars staðar Iygnara. Þurt veður. Loftvægis- hæð fyrir norðvestan land. tJtlit: Norðlæg átt, allhvöss víða á Aust- urlandi og sums staðar skúrir. Þurt annars staðar og hægviðri á Norður- og Vestur-landi. „Æfintýrabókin, þýðingar í óbundnu máli eftix Stgr. Thorsteinsson“, er komin út. Hún fæst að eins í Kirkjustræti 4, hjá Axel Thorsteinsson, kl. 3—6 virka daga. Jónas Guðmundsson, ritstjóri ,,Jafnaðarmannsins“, kom hingað í morgun með „Esju“. Knattspyrnumót II. flokks í gærkveldi fór svo, að „Valur" vann „Fram“ með 1 :0 og „K. R.“ „Viking“ með 7:1. „K. R.“ og „Valur“ hafa nú jafn- marga vinninga og verða því að keppa til úrslita aftur. Verklýðsmálaráðstefnan var sett í gær. Hana sitja auk sambandsstjórnarinnar þ ssir full- trúar: Ágúst Jósefsson, Reykjavík, Halldór Friðjónsson, Akureyri, Jénas Gúðmundsson, Norðfirði, Steinþór Guðmuudsson, ATcureyri, Einar Olgeirsson, Akureyri, Helgi Hannesson, Hnifsdal, Hendrik J. Ottógson fyrir Vestmannaeyinga, Ingibjörg Steinsdóttir, Isafiftí, Jó- hanna Egilsdóttir, Rvik, Kjartan ÓLafsson steinsmiður, Rvik, og Sigrún Baldvinsdóttir, Hafnarfirði. Fulitrúar frá fleiri stöðum hafa ekki getað komið enn. Réttur fæst i Bókabúðinni, Laugavegi 46. Skipafréttir. „Esja“ kom i morgun austan um land úr hringferð og „Bru“ í dag austan frá söndunum við Skaftafellssýslu. Saltskip kom í gærkveldi til Hallgríms Bene- diktssonar. Mislingasjúklingur er á leið hingað með „Goðar fossi“. Er það stúlka, sem. kem- ur frá Ameríku og hefir tekið veikina á leið til Englands, en er nú á batavegi. Hún er einangr- iuð í skipinu. Læknar eystra telja mjög ólíkiégt, að veikin hafi bor- ist þar á land á höfnum þeim, er skipið kom þar við á, en nú er það fyrir Norðurlandi, var vænt- anlegt til Sauðárkróks í gær- kveldi. Landlæknir telur ólíklegt, að veikin breiðist út. Togararnir. „Egill Skallagrímsson" kom af veiðum í dag. Kaupsamningaumleitanir viö síldveiðarnar. Samningaumleitanir milli sjó- manna og útgerðarmanna um kaup við síldveiðarnar eru nú byrjaðar. Fundur var hald- inn í gær méð fulltrúum sjó- manna og fulltrúum útgerðar- manna smærri síldveiðaskipa sunnan lands og norðan. Fulltrúar sjónianna við þá samninga eru: Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Rós- inkranz Ivarsson, ritari félagsins, Björn Jóhannsson, formaður Sjó- •mannafélags Hafnarfjarðar, og Einar Olgeirsson, sem er fulltrúi verkalýðsins norðanlands. Á morgun byrja samningaumleitanir á milli sjómannnafélaganna hér sunnanlands og Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda. Mæta þar af hálfu sjómanna Sigurjón, Rósin- kranz og Björn Jóh., en fyrir út- gerðarmenn Kjartan Thors, Páll Ólafsson og ólaíur Gíslason fram- kvæmdastjórar. Sjömenn og allur verkalýður ættu að fylgjast vel með því, sem gerist í þessum málum, því að á miklu veltur, hver úxslit nást um kaupið við síldveiðarnax og síldarvinnuna. Kjósendur Alpýðuflokksins, sem ætla í buxtu, eru ámintir um að koma til viðtals í kosn- ingaskrifstofuna í Alþýðuhúsinu, sem opin er allan dagirni. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætf 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.