Tíminn - 15.06.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.06.1945, Blaðsíða 5
44. blað TtMEMV, föstndagimi 15. júni 1945 5 Bækur Einars Jónssonar (Framhald af 4. síðu) nöfnum manna. Hins vegar gleymir hann ekki þeim, sem hafa reynzt honum vel. Honum tekst oft að gefa lesandanum hugstæða og skýra mynd af fólki í stuttu máli. Má þar nefna t. d. Ólöfu Briem á Stóranúpi og Lárus Pálsson homópata. Það er skemmtilega merkilegt hvað höfundur gerir mikið úr því, sem hann bjó við fyrstu ár- in, fyrir listaþroska sinn og lífs- starf. Hann metur þgr mikils áhrif frá alþýðufólkinu, lands laginu og störfum sínum við brjóst náttúrunnar. Allt bjó þetta yfir einhverju, sem beindi sál barnsins og unglingsins inn á þær brautir, sem urðu fram- tíðarferill hans. E. t. v. hefði maður, með svo ákveðnum hneigðum og hæfileikum alls staðar fundið sér eitthvað, sem styddi að þeim vexti, sem hon- um var eiginlegur. * Um það er ekki gott að segja, en gaman er að þessu fyrir alla þá, sem unna íslepzku alþýðufólki og náttúru landsins. Ég hefi sérstaka ánægju af því, sem Einar segir um kvist- ina í súð og þiljum gamla bæj- arins á Galtafelli. Þeir urðu í- myndunarafli hans, hugsun og myndlistargáfu, viðfangsefni. Þar sá hann sýnir og þar mótuð- ust í sál hans ýmiskonar myndir. Fyrir honum voru þessar kvist- óttu þiljur miklu auðugri en ef þær hefðu verið málaðar. ■ Það má vel vera, að skoðanir Einars Jónssonar séu ekki að öllu leyti aðgengilegar alþýðu manna. Viða kennir þar skyld- leika við dulspeki, ogf ætla ég mér ekki að dæma um þau at- riði. Á hitt vil ég benda, og tel það vel gert, að víða ræðir lista- maðurinn um hversdagsleg við- horf, sem allir kannast við. Kemur það oft fram, þar sem annars staðar, að maðurinn er frábærlega gáfaður. Hann segir stundum meiningu sína svo snjallt og ákveðið á sinn hóg- væra hátt, að það eitt, að njóta íþróttar frásagpar hans, er unun. Ég vil nefna hér til dæmis sumt af því, sem höfundur segir um listina og kröfur til þeirra, sem hana iðka. Hann minnist á hið gamla slagorð: Listin fyrir listina, og gerir þvi skil með því að bregða upp til samanburðar öðru, sem hljóðar eins en er þó annað: Lystin fyrir lystina. List- ina vill hani| láta þjóna leit mannsins að þroska og ham- ingju, lýsa fram á veginn, leiða og benda. Sá skilningur mun vera eiginlegur alþýðu manna. Slíkar kröfur gera menn al- mennt. Einar Jónsson minnist á ýms- ar listatízkur seinni ára og skyldleika þeirra við blökku- mannalist. Sumt af þvi vill hann nefna vankunnáttulist, vegna þess, að listamaðurinn verði þar að látast vera frum- stæðari, barnalegri og „ómögu- legri“ en honum er eðliiegt. Og þó er ekki kröfum þessarar tízku fullnægt með því að listamaö- urinn sé fúskari, þó að það só nauðsyn. Hann verður að vera lærður fúskari. Ég hygg, að ýmislegt af því, sem kemur fram i skoðunum Einars, þyki orka tvímælis. Svo er oft um hin mestu sannindi. Hitt fullyrði ég, að þar eru mörg falleg sjónarmið studd rökum. Ég hygg t. d., að það sé nokk- uð til í því, að vegur efnishyggj- unnar byrji oft með bróðurmorði og endi með sjálfsmorði. Og vel mættum við hugleiða hvoro ekki sé víða á ferðum og það í góðu gengi „vísindalitaður þvætting- ur‘. Rit Einars Jónssonar eru ekki barátturit. Ekkert mun vera fjær skapi höfundar en það, að halda sínum skoðunum með frekju og ofurkappi að nokkr- um manni. En hver sá, sem hefir myndað sér ákveðnar skoðanir og lætur þær uppi, kemst ekki hjá árekstrum, hversu hógvær sem hann er. Þannig getur lát- lausasta frásögn orðið áróður og ádeila, því að hún er fram- lag í viðkvæmt uppgjör milli öndveröra skoðana og hreyf- inga. Síðari tímar munu telja hinn mesta feng í bókum Einars. Oft hefir verið lögð mikil vinna í það að skilja og skýra listamenn eftir að þeir eru horfnir af sjón- arsviðinu. Hér hefir einn þeirra látið í té einlæga frásögn af æviferli sínum. Þar sést bæði ytri aðbúð og kringumstæður og það sem samferðamennirnir lögðu til málanna og eins hin innri þróun hugsunarinnar. Svo geta menn lesið þetta saman hvort við annað og við list mannsins. En jafnvel þeim, sem ekki eiga þess kost að leggja sig eftir list Einars Jónssonar og kynnast henni, eru bækur hans hollur lestur. Frá þeim andar friði og mildi í hug lesandans, án þess þó að þær sætti hann við það, sem veldur böli og óhamingju í sam- félagi hans. Og er það ekki ein- mitt einkenni hins þroskaða manns, að geta tekið ákveðna afstöðu gegn meinsemdum mannfélagsins, án þess að láta hatur og meinfýsi flekka hjarta sitt? Ég held, að Einar Jónsson hjálpi mönnum á þá leið, — líka með ritum sínum. Beverly Gray í 2. bekk er komin í bókaverzlanir í þessari sögu segir frá Bever- ly Gray og stallsystrum hennar í II. bekk. Þær eru sömu hug- prúðu og glaðværu stúlkurnar, sem lesandinn kynntist í fyrra bindinu, Beverly Gray nýliði. Allar komast þær á nýjan leik í mörg undursamleg ævintýri, sem hrífur lesandann á þann veg, að honum mun reynast erf- itt að yfirgefa bókina fyrr en lestri er lokið. Skattskrá Reykjavíkur t ásamt skrá um stríðsgróðaskatt, - » tekjuskattsviðauka, námsbókagjöld, elli- og örorku-tryggingarskrá liggja frammi á bæjarþingstofunni í hefningarhús- inu frá þriðjudegi 12. júní til mánúdags 25. júni, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—20 daglega. Kæru- frestur er til þess dags, er skrárnar liggja siðast frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 mánudaginn 25. júni n. k. í Skattstjórinn í Reykjavík, Halldór Sigfússon. Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD Þegar fundum þeirra bar saman, gat hún ekki annað. Það var henni svo hræðileg kvöl að dylja Hákon nokkurs. Hún gat ekki sagað yfir þvi, þegar hann kom. Hún varð svo hamingjusöm, er hún fékk að hvíla í faðmi hans. Þá goppaðist það allt upp úr henni. Og á eftir færðist sæll friður yfir hana. Allt það, sem hún hafði leynt Pál, hafði ekki íþyngt henni jafn mikið og þetta eina, sem hún hafði leynt Hákon. Því að honum ann hún. Og fyrst ?au verða að ljúga að öllum öðrum, verða þau þó að vera fals- laus hvort við annað. Svo sagði hún Hákoni, hvers vegna hún hafði þjáðzt og legið rúmföst. Og hann þreif svo harkalega til hennar, að það var eins og hann væri að bjarga henni úr háskanum: Ef hún hefði dáið! Ef hún hefði glatað heilsunni! Að hugsa sér, ef hann hefði misst hana! Hvílíka hættu hafði hún ekki stofnað sér í. Hún vissi þó vel, að hann gat ekki verið án hennar. Hann getur tekið þátt i öllum hennar áhyggjum, henni þarf hann að segja fleira held- ur en öllum öðrum manneskjum á jörðinni. Það er hún, sem lokkar orðin út úr honum. Hvernig gat hún gert þetta? — Mér stóð alveg á sama. Ég var ekki með réttu ráði. Og svo biður hún Hákon fyrirgefningar: Ef til vill var þetta hans barn, sem hún losáði sig við. Það varð ekki úr því skorið héðan af, og hann kann því ef til vill illa að fá aldrei að vita hið sanna? Jú, hún hefir verið vond kona. En Hákon hugsar aðeins um eitt: Hún hefir stofnað sér í lifs- hættu, og í lífshættu skal hún ekki oftar stofna sér hans vegna. Nú er þeim orðið ljóst, hve illa þau hafa farið að ráði sínu gagnvart sjálfum sér. — Við erum bleyður, segir hann. Við erum huglausir ræflar — Það er ég, sem er huglaus, snöktir hún við brjóst hans. — En nú ert þú búin að fá áminningu. — Já, ég hefi séð alla mina eymd. — Komdu þá til mín! Fylgdu mér! Já, hann vill það — hann vill, að hún yfirgefi Pál. Hann hefir heimtað það fyrr, og hann mun halda áfram að heimta það, meðan hún stendur uppi. Það er langt síðan hann hefir tekið þá ákvörðun að ganga frá jörð sinni og búi og taka hana með sér. Það væri kannske um garð gengið, ef hún hefði ekki leitt þenn ari sjúkleika yfir sig. Því að það var aðeins hún, sem hélt hon- um kyrrum í Hegralækjarþorpi. Ef hún vildi fylgja honum, myndi hann hiklaust fara sína leið, hvaða dag sem var. Hann er fyrir löngu orðinn fullsaddur á lygi og undirferli og dulsmálum. Ef þau flýja, eru þau frjáls um aldur og ævi. Og meðan þau eru kyrr, eiga þau það sífellt á frættu, að upp um þau komizt. Nú verður hún að fara með honum .... Hákon talar eins og hann eigi marga vagna, sem- bíði þeirra með hestum fyrir: Komdu! Stígðu upp í — ég er ferðbúinn. Hann talar eins og hann eigi ráð á höfuðbóli, þar sem beðið sé komu þeirra. Og svo á hann ekki einu sinni kofa í skóginum. Hann talar eins og þau geti lagt af stað með vasa fulla fjár. En hvað eiga þau? Sjálf á hún aðeins einn hlut, sem er peninga virði: gamla brúðarbeltið — það er úr silfri. Þetta belti var áreiðanlega mikils virði. En það var ættargripur, sem hún hafði þegið í arf. Allar formæður hennar höfðu borið það á brúðar degi þeirra, og sjálf hafði hún einnig borið það. Og það var eins og hún ætti það ekki ein, heldur allar hinar einnig. Það var eins og hún setti blett á þær allar, ef hún fargaði silfur beltinu: Hún, síðasta brúðurin, hljóp frá manni sínum — lifði í hórdómi með öðrum. Hákon er 'br og ákafur, því' að honum sýnist allt svo auðvelt En hún veit, að þau muni lifa við sult og seyru og hvergi eiga höfði sínu að að halla. Hver ætli fæði þau og ljái þeim húsa- skjól, þegar þau eru farin burt úr þessu þorpi? Og hvar eiga þau að fá föt, þegar gömlu fötin eru úr sér gengin? Það er til fólk, sem lifir frjálst í skóginum, en það býr í jarðhýsum, og hún yill ekki búa í jarðhýsi, þar sem sól nær aldrei að skína Og auk þess er það ekki nema þjófahyski, sem afber þetta líf, því að þjófahyski verður nauðugt viljugt að sætta sig við það Já, það getur verið gaman að dansa berfættur, því að aldrei er dansinn léttari, en fæturnir blóðgast. Og þótt Hákon gangi á hana með bænir og boð, þá hikar hún enn. Margrét er enn húsfreyja í þorpinu. Hún sker korn sitt á akrinum og gætir vel að hverju axi. Hákon reynir að telja henni trú um, að þau geti lifað á veiðifeng úr vatni og skógi, en í hennar vitund er hin ræktaða jörð öruggari. Hún er sannfærð um, að ekki séu til aðrir viðhlítandi lifnaðarhætitr en þeir, sem hún hefir van izt frá blautu barnsbeini — þeir lifnaðarhættir, sem hún hefir alltaf búið við. Við þessa vesölu manngarma i skóginum vill hún engin mök hafa. Hún vill hafa fasta búsetu og örugga lífs- afkomu. Svo að Margrét, kona Páls Gertssonar, er eins og aðrir á akr- inum, þegar kornið er skorið. Á ökrunum i kring eru aðrar kon ur. Og það ber við, að augu grannanna skima yfir á rein Páls þegar einhver réttir úr sér og bregður strái utan um bundini Jæja, svo hún er úti á akri, konan hans Páls. Og þegar tvö höfuð koma svo nálægt hvort öðru, að hægt sé að hvislast á, er ef til vill sagt: Hún — komin út! Þarna er hún! Hún er komin á fætur aftur, húsfreyjan! Svona er loks þá komið: Fólk gýtur augunum til konu Páls og hvíslast á. * Húsin í Hegralækjarþorpi standa svo þétt, að konurnar sjá hvern mann, sem kemur og fer. Sé hæna, hálshöggvin, vita ná grannarnir það. Sé brauðhleifur bakaður, þá finnst anganin í næstu hús. Fari fólk út á kvöldin að tína flóna úr skyrtunni sinni, þá má það eiga það víst, að einhver sér það. Því að það er augu í hverjum kima og við hvert húshorn. Það er vakað yfir hverju fótmáli. Þorpið er svo afskekkt, að fólk verður að einskorða sig við það, sem þar gerist, hversu smávægilegt sem það er. Og stór viðburðir geta ekki gerzt á hverjum degi í litlu þorpi. Barns fæðing, brúðkaup og erfisdrykkja — það er aðeins á margra ára fresti að slíkir atburðir gerast. Þess á milli verða menn að sætta sig við smærri viðburði og gera sér það úr þeim, sem hægt er. Og það er sjaldnast svo lítið. Menn verða að láta sér lynda smáhnupl eða áflog, sem hvorki hafa valdið meiðslum né líf- tjóni. En þetta sumarið gerðist það, sem allir þorpsbúar un'dan- CrUllleltÍ IB Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. ykkur, þar sem ykkur lízt bezt.“ Þeir Níels skriðu nú upp eftir sprungunni og byrjuðu pegar í stað að fást við grjótið. Hamarslögin glumdu 1 næturkyrrðinni, og „útverðirnir“ báðu þá aftur og aftur að hafa hljótt um sig. Steinamir losnuðu einn af öðrum Þeir voru gljúpir, og var því ekki erfitt verk að losa þá, en ekki náðu þeir stórum molum. Allt grjótið var látið í poka, sem þeir höfðu haft með sér. „Uss! Verið þið kyrrir!“ var kallað til þeirra. „Er einhver að koma?“ „Hlustið! Það er einhver í skóg- mum-“ * Allir hlustuðu. Skelfdur fugl flaug upp og hvarf milli trjátoppanna. Það var hann, sem hafði valdið hávað- anum. Jörgen varð að viðurkenna, að hann hefði verið dá- ítið smeykur. „Það er svo dimmt, og skógurinn er svo eyðilegur,“ sagði hann. Níels og Jens komu nú niður. Axel og Eiríkur klifruðu upp 1 staðinn og tóku við. Þeir komust klakklaust heim og upp í herbergi sín. Brátt sváfu þeir vært og þá dreymdi gull og græna skóga. Jörgen var milljónamæringur. Hann sá borgar- stjórann og amtmanninn standa fyrir framan sig með bukti og beygingum, en hann stráði gullpeningunum fyrir fætur þeirra! Nóttina eftir lögðu þeir af stað á nýjan leik. Þeir urðu að ná sér í einn poka af „gulli“ í viðbót, því að þeir ætl- uðu að taka það með sér til bæjarins, og nóg var af því í fjallinu. Þeir komust klakklaust út og að námunni. Vinnunni var skipt eins og nóttina áður. Taskan fyllt- ist brátt en æðin var jafn gul og glampandi og áður. „Ja, þetta er ofvaxið mínum skilningi,“ sagði Níels. „Ef til vill nær æðin í gegnum fjallið. Þetta er kannske heilt gullfjall,“ sagði Axel. „Við gætum víst fyllt hér marga poka,“ sagði Jens. „Á morgun förum við til bæjarins og þá getum við feng- ið að vita vissu okkar.“ Þeir tóku saman verkfærin og lögðu af stað heim- leiðis í halarófu. Þeir voru komnir hálfa leið, þegar Jens, sem gekk fremstur, gaf hinum merki. „Inn í skóginn með ykkur! Það er einhver að koma.“ Þeir þutu inn í kjarrið og lögðust niður á bak við stóran stein. Tveir menn komu slangrandi eftir stígnum. Dreng- irnir sáu strax, að þeir voru drukknir. Þeir þekktu ann- an þegar í stað. Það var sútari nokkur, ófrýnilegur mjög, sem drengimir höfðu mikinn beyg af. Hinn var úrsmið- ur, sem flakkaði þar um héraðið. Báðir sungu fullum hálsi- Drengjunum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Tvímenningarnir staðnæmdust, tóku upp pyttlu og fengu sér vænan teyg. Anglýsing um Serðir Slóabáta I. M.b. Ester fer frá Akureyri til Siglúfjarðar alla þriðjudaga og föstu- daga. Frá Siglufirði til Akureyrar alla miðvikudaga og laugardaga. Viðkomustaðir í þriðjudagsferðum: Hrísey, Dalvík og Ólafsfjörður og á bakaleið: Ólafsfjörður, Hrísey og Grenivík. Viðkomustaðir í föstudagsferðum: Grenivík, v * Hrísey og Ólafsfjörður og á bakaleið: Ólafsfjörður, Dalvík og Hrísey. Farið verður til Grímseyjar og austur um til Þórshafnar þegar nægur flutningur fæst. ( II. M.b. Hekla verður í ferðum milli Kolmúla og Reyðarfj arðar frá því á- ætlunarferðir bifreiða hefjast um miðjan júní og þar til þær hætta í haust. Báturinn fer frá Reyðarfirði alla mið- vikudaga og föstudaga og til baka aftur samdægurs. Þess á milli er hægt að fá bátinn leigðan til aukaferða og ber að snúa sér um það til afgreiðslunnar á Reyðarfirði eða til eiganda bátsins. SKIPAÚTGERÐ RtKISIIVS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.