Tíminn - 15.06.1945, Blaðsíða 2
2
TÍMITVTV. föstndaglnn 15. jum 1945
44. blað
Á víðavangi
Nýr spámaður.
Nýr spámaður er risinn upp
meðal Sjálfstæðismanna. Það er
Gisli vélstjóri. Hann boðar trúna
á verðbólguna. Ólafur Thors
telst vist falsspámaður nú orð-
ið. Hann kenndi fyrir síðustu
kosningar, að þeir væru „böðlar
alþjóðar" sem ekki vildu lækka
verðbólguna. Rétt á eftir batt
hann sig þó á hala kommúnista
og jók dýrtíðina um meira en
helming á nokkrum mánuðum.
Svo kom hlé. Síðan batt Ólafur
sig á kommúnistahalann öðru
sinni og nú er verðbólgudansinn
stiginn af fjöri.
Spámaðurinn nýi segir, og
Valtýr tekur undir: Hafa ekki
bændur grætt á verðbólgunni?
Hvað finnst bændum,' sem verða
að sætta sig við að taka á móti
útflutningsuppbótum, en hefðu
getað framleitt með góðum
hagnaði fyrir erlendan markað,
ef Ólafur Thors hefði ekki
bundið sig á halann? Hvað
finnst launa- og verkamönnun-
um? Ætli þeir séu mikið sælli
fyrir það að vísitalan er nú
komin upp í 275 stig? Hvað
finst útvegs- og fiskimönnum
um verðbólguna? Þeir þurfa nú
mokafla til þess að útvegurinn
beri sig og hlutamenn séu vel
matvinnungar, og ein smál. í
mótorbát kostar 9—10 þús. kr.
Engir hafa orðið jafn hart úti
vegna svika Sjálfstæðisflokks-
ins í dýrtíðarmálunum og þeir,
sem stunda sjávarútveg.
Ofan á allt það, sem gert
hefir verið, er nú bætt þeirri
smán að senda Gísla Jónsson ög
Valtý út af örkinni til þess að
kasta því framan í menn, sem
lifa af framleiðslustarfsemi út
um sveitir og sjávarþorp lands-
ins, að þeir græði á verðbólg-
unni!
Það er braskarinn i Gísla vél-
stjóra, sem talar ’þannig um
verðbólguna.
Hvers vegna?
En meðal annarra orða:
Hvers vegna eru Sjálfstæðis-
menn að innheimta á milli 10—
20 miljónir króna í sköttum af
landsmönnum og nota það, til
þess að borga niður dýrtiðina og
lækka verðbólguna, ef dýrtíðin
og verðbólgan er til blessunar
fyrir alla?
Hvað sögðu þeir um afurða-
verðið í fyrra?
Gísli vélstjóri og Mbl. segja, að
það sé fánýtt að tala um niður-
færslu kaupgjalds, þegar at-
vinnuvegirnir geti borið kaup-
gjaldið. Hvað eru þessir menil
að rugla? Það var ekki fánýtt
að tala um lækkun afurðaverðs
á síðasta hausti. Þá héldu þess-
ir menn því fram, að atvinnu-
vegirnir væru svo aðþrengdir, að
þeir mundu stöðvast, ef verð-
hækkun afurðanna og . þar af
leiðandi kauphækkun ætti sér
stað. Hvers vegna er þá einnig
verið að borga stórfé úr ríkis-
sjóði til þess að lækka kaup-
gjald í landinu (vísitöluna), ef
það et ekki vegna þess, að at-
vinnuvegirnir geta ekki borið
kaupgjaldið. Þáð er líkast því að
þvæl Gísla Jónssonar og Mbl. sé
ekki ætlað mönnum með fullu
viti.
Það, sem er verið að fela.
Sjálfstæðismenn notuðu eftir-
gjöf bændanna á síðastl. hausti
til þess að kaupa kommúnista
til fylgis við Ólaf Thors, í stað
þess áð hún átti að verða fyrsta
skrefið í lækkun dýrtíðarinnar.
Út af þessu vita þeir ekki sitt
rjúkandi ráð fyrir hræðslu og af
því stafar öll þessi óskiljanlega
þvæla um verðbólguna, at-
vinnuvegina og kaupgjaldið.
„Stjórnvizka“ Ólafs og
tildrög „einingarinnar“.
Það hrökk upp úr Gísla Jóns-
syni vestur á Snæfellsnesi, að
Sjálfstæðismenn hefðu orðið að
mynda stjórn með kommúnist-
um, því að þeir réðu Alþýðusam-
bandinu og hefðu hótað 6—12
mánaða verkföllum, ef ekki
yrði dansað eftir þeirra pípu.
Eftir þessu er „stjórnvizka“
Ólafs Thors þannig í fram-
kvæmd, að fyrst gerir hann allt,
sem hann getur til þess að
kommúnistum verði afhent Al-
! þýðusambandið, þar næst reka
kommúnistar hnefann að nös-
um hans og þeirra kumpána, og
hóta fullkominni upplausn, ef
þeir fái ekki að ráða og síðan
verður það hlutskipti Ólafs ’að
beygja sig, af því að kommún-
istár séu brðnir svo sterkir og
ráði Alþýðusambandinu! Þetta
kallast svo lýðræði og þjóðleg
eining. Hefir nokkur heyrt
naprara háð?
Bændum má átftur á móti
troða á. Þeir eru sanngjarnir og
löghlýðnir og hafa ekki í hótun-
um um að gera þjóðfélajrið ó-
starfhæft. Það er gott að menn
hafa fengið að heyra og reyna,
hvað Sjálfstæðisflokkurinn met-
ur mest. Af þessum atburðum
þyrfti að draga réttar ályktanir.
Sjávarútvegsménn hafa einnig
ástæðu til þess að hugsa sitt af
hverju út af því, hvað þeim
hefir verið boðið upp á og er
boðið upp á af þeirra hálfu, sem
hafa haldið verndarhendi yfir
verðbólgunni og gera nú gælur
við hana.
Fjármálavit fermingardreng»ja.
Á einum fundi sagði „sigur-
farinn“ af Snæfellsnesi, — Gísli
Jónsson, að þeir hefðu ekki fjár-
málavit á við fermingardreng,
ERLENT YFIRLIT
Framtíðarstjórn í Þýzkalandi
Um fátt er nú meira rætt en
sem legðu nú meira lánsfé í friðarkosti þá, sem Þjóðverjum
framkvæmdir en öruggt væri að verða settir af hálfu Banda-
svaraði til eðlilegs verðlags eftir manna og Rússa. Enn verður
stríðið, og skildist fundarmönn-
um, að þá ætti að miða vtð fyr-
þó ekki með neinni vissu um
þá sagt, enda virðast sigurveg'
irstríðsverð mannvirkja og at- ararnir sjálfir ekki hafa ákveð-
vinnutækja. Jafnhliða talaði ið þá til hlítar. Þeir stjórnar-
þessi útsendari heil ósköp um hættir, sem hafa ríkt i Þýzka-
nýsköpun stjórnarinnar og
blessun verðbólgunnar.
Hvað vantar í Gísla Jónsson?
Sýnist mönnum ekki vera dá-
gott samræmi í því að boða
þessa kenningu um fjármálavit
landi síðan styrjöldinni lauk,
gefa litla vísbendingu um það,
hvernig framtíðar-stjórninni
verður háttað. Fyrstu mánuðina
eftir stríðslokin hlýtur að ríkja
algert bráðabirgðarástand og
á við fermingardrengi og ganga ! óhjákvæmilegt verður fyrir
svo að því með oddi og egg að hernaðaryfirvöldin að fylgja þá
auglýsa „nýsköpun“, sem á að! ströngustu öryggisreglum, svo
gerast nú þegar og byggjast að eigi skapizt glundroði og öng-
fyrst og fremst á lánsfé? Þann-
ig mun t. d. ráðgert, að % hltu-
ar af andvirði vélbáta séu tekn-
ir að láni.
Ekki virðist það flögra að
þessum nýju fjármála-„stjörn-
um“ í Sjálfstæðisflokknum,. að
það geti verið erfitt að sameina
það tvennt, að viðhalda verð-
bólgunni og framkvæma „ný-
sköpun“, sem byggð er á heil-
brigðum grundvelli fjárhagslega.
„Blessun dýrtíðarinnar“.
í seinustu Hagtíðindum er
skýrt frá þeim útreikningi
teiknistofu landbúnaðarins, að á
tímabilinu 1. maí 1944 til 1. mai
1945 hafi það kostað rúmar 40
þús. kr. að koma upp íbúðar-
húsi í sveit, er ekki hefði kost-
að nema 10 þús.ykr. á tímabil-
inu 1. mai 1938 til 1. maí 1939.
Það er víst m. a. þetta, sem
Gísli Jónsson og Mbl. kalla að
bændur hafi „grætt á dýrtíð-
inni“.
Tvaer nýjar nefndir enn.
Enn hefir ríkisstjórnin unga2»
út tveimur nýjum nefndum.
Önnur nefndin, sem er skipuð
þremur mönnum, á að undirbúa
byggingu nýs Kennaraskóla en
hin nefndin, sem er skipuð fimm
mönnum, að að gera tillögur um
breytt skipulag á atvinnudeild
háskólans. Nefndirnar, sem
stjórnin hefir ungað út, eru
þveiti og hægt sé að byrja að
leggja grundvöll að endurreisn-
arstarfinu. Þá fyrst, þegar fært
verður að draga úr þessum
ströngu hernámsreglum, verður
unnt að sjá, hvernig framtíðar-
stjórnin í Þýzkalandi verður.
í löndum Bandamanna eru nú
eins og eftir 1918 skiptar skoð-
anir um það, hvort sigurvegar-
arnir skuli stjórna með hörðu
eða vægð í Þýzkalandi. Allir
virðast sammála um, að her-
námið eigi að vara alllengi og
svipta verði Þjóðverja mögu-
leika til vígbúnaðar. Þegar því
sleppir, verða skoðanirnar skipt-
ar. Sumir halda því fram, að
stjórna beri með harðri hendi
og Þjóðverjar eigi helzt engu að
fá að ráða sj álfir um lengri
tíma. Þannig læri þeir bezt, að
styrjaldir borgi sig ekki. Aðrir
telja að koma eigi mannúðlega
fram og veita Þjóðverjum sjálf-
stjórn og þátttöku í samstarfi
þjóðanna, eins fljótt og unnt er.
Þannig verði bezt eytt beiskju
og hefndarhug, er gæti leitt til
nýrrar heimsstyrjaldar.
Hér er raunverulega sama
deilan á ferðinni og stóð um
Versalasamninginn á sínum
tíma. Ýmsir töldu þá ekki nógu
harða. Aðrir töldu þá ganga of
nærri þjóðarmetnaði og fjár-
hagsgetu Þjóðverja. Reynslan
virðist nær því að sanna skoð-
un þeirra síðarnefndu. Van-
vafalaust farnar að skipta tug- kantar Versalasamninganna og
um. | fjárhagserfiðleikar og atvinnu-
leysi í Þýzkalandi veittu nazism-
anum bezt brautargengi.
Ýmislegt virðist benda til þess,
að þeir, sem vilja hafa friðar-
kostina harða, megi sín meira
meðal Bandamanna, eins og
sakir standa. Slíkt er raunar
ekki'óeðlilegt í stríðslokin með-
an sárin eftir kúgun og grimmd
nazista eru ekki tekin að gróa.
Hitt er annað mál, hve hyggilegt
það er fyrir framtíðina. Það
eykur þó vonirnar um sannsýna
og mannúðlega lausn, að
Bandamenn virðast ætla sér að
draga friðarfundinn sjálfan á
langinn; og fresta þannig endan-
legum ákvörðunum um landa-
mæri og önnur viðkvæmustu
deilumálin meðan hefndarhug-
urinn er mestur.
Það hlýtur alltaf að hafa
mikil áhrif á endanlega lausn
þessa máls, að það varðar hags-
muni langtum fleiri en Þjóð-
verja einna, hvernig að Þýzka-
landi veriður búið. Þýzkaland
var áður einn helsti markaður-
inn fyrir margar vörur og Þjóð-
verjar sáu mörgum þjóðum fyrir
margvíslegum iðnvarningi. Ef
þýzki iðnaðurinn verður að
miklu leyti lagður niður, eins
(og ýmsir áhrifamenn beita sér
fyrir, myndi það mjög draga úr
útflutningi og kaupgetu Þjóð-
verja. Margar þjóðir myndu
þannig missa markaði, sem ekki
yrðu fljótlega bættir, og aðrar
þjóðir yrðu án nauðsynj avara,
er Þjóðverjar sáu þeim fyrir og
ekki verða fengnar annars
staðar fyrst um sinn. Þetta
hvort tveggja myndi verða til að
seinka viðreisninni annars staðar
og skapa þar ýmsa örðugleika.
í framtíðinni gæti það svo skap-
að háskalegt vandamál, ef Þjóð-
jverjar finndu stöðugt að þeir
ihyggju við lélegri lífskjör og
fábreyttari atvinnuhætti en
aðrar þjóðir.
í Af mörgum er það samt tal-
ið höfuð vandamálið í sambandi
við hernám Þýzkalands, hvernig
samvinnu Rússa og Banda-
manna verði háttað. Þegar virð-
ist farið að bera á því, að Rússar
ætli að reyna að afla sér vin-
sælda í Þýzkalandi á kostnað
(Framhald á 7. sí'ðu)
MDDIR NAiRANNAMNA.
Föstudagur 15. jjúní
Raforkmnálin
Þeir fundir eru nú tæpast
haldnir, þar sem almenn mál
ber á góma, að raforkumálið
skipi þar ekki allra fremstu röð.
Mönnum er ljóst, að aukning
raforkunnar er eitt undirstöðu-
atriði fyrir blómlegu atvinnulífi
og auknum lífsþægindum. ís-
land hefir líka flestum löndum
betri skilyrði til rafvirkjunar,
þar sem hér er bæði mikið
vatnsafl og mikill jarðhiti, sem
auðvelt er að virkja.
Á flestum þeim fundum, þar
sem þessi mál hafa verið rædd
undanfarið, hefir það yfirleitt
verið sameiginlegt álit, að
frumvarpið til raforkulaga, er
samið hefir verið af milliþinga-
nefndinni í raforkumálum,
marki öruggustu og hagkvæm-
ustu lausn þeirra.
Hingað til hefir ekki gætt
neins skipþiags né heildarsjón-
armiða við raforkuframkvæmd-
ir þær, sem gerðar hafa verið.
Einstakir kaupstaðir og kaup-
tún hafa verið að basla með
rafvirkjanir út af fyrir sig.
Margar þeirra hafa verið gerð-
ar af vanefnum og við óheppi-
leg skilyrði. Með slíku hátta-
lagi næst,aldrei sæmilegur ár-
angur. Virkjanir verða miklu
dýrari og ófullkomnari en ella
og fjölmörg kauptún og sveitir
verða alveg útundan.
Frumvarp milliþinganefndar-
innar, sem áður er vitnað til,
leggur þess vegna til, að ríkið
taki að sér að koma upp öllum
stórvirkjunum og annist dreif-
ingu og sölu raforkunnar að
mestu eða öllu leyti. Með því
móti verður það áreiðanlega
bezt tryggt, að ráðizt verði í
stórvirkjanir, þar sem skilyrði
eru bezt, og að sem allra flest-
um verði veitt aðstaða til að
njóta raforkunnar.
Þótt þessu fyrirkomulagi væri
komið á, væri ábyrgð og áhætta
ríkisins sízt aukin frá því, sem
nú er. Ríkið ber nú yfirleitt á-
byrgð á öllum virkjunum, sem
gerðar eru. Hins vegar kemur sá
ávinningur, að litlu dýru virkj-
ununum yrði hætt, en stórar og
tiltölulega ódýrar virkjanir
kæmu i staðinn. Einnig hlytist
mikill hagnaður af því að dreif-
ing og sala yrði að mestu leyti
á einni hendi. Með þessum móti
mætti koma raforkunni miklu
víðar en nú er mögulegt/ án
þess að hún þyrfti að hækka í
verði annarsstaðar.
Næsta skrefið eftir að slík raf-
orkulög væri samþykkt, væri að
setja áætlun um raforkufram-
kvæmdir næstu ára. Kostnaðar-
áætlanir, sem gerðar hafa
verið, sýna að auðveldlega ætti
að vera hægt að koma upp nauð-
synlegustu stórvirkunum innan
10 ára. Að því þarf hiklaust ^.ð
stefna og því marki yrði á-
reiðánlega náð, ef með atorku
og festu væri að því unnið.
Þótt undarlegt sé, gýndi núv,
ríkisstjórn raforkulagafrv. milli-
þinganefndarinnar algert tóm-
læti á Alþingi í vetur. Þótt
stjórnin gali allra stjórna hæst
um „nýsköpun“, virðist hún
ekki vilja vinna að „nýsköpun“
á sviði raforkumálanna fremur
en víðast annars staðar. Kák-
og handahófsstefna mun því
drottna í raforkumálunum á-
fram, ef stjórnin fær að ráða.
Þess vegna þurfa allir þeir, sem
vilja koma raforkulagafrv.
fram, að herða enn baráttuna.
Ennþá fleiri fundir þurfa að
lá,ta frá sér heyra um þetta mál.
Áhugi almennings fyrir þessum
málum þarf að verða svo aug-
ljós, að afturhaldsöflin gefist
upp við að veita mótstöðu og
raforkulagafrv. komist því fram
á næsta þingi.
*
Eíga Islendingar að
dragast aftur úr?
Frá öðrum löndum berast nú
fregnir um undirbúning stór-
felldra verklegra framkvæmda
og skipulagsbreytinga, er hindra
eiga fjármálaleg óhöpp og at-
vinnuleysi, sem hafa verið fylgi-
fiskar hinnar frjálsu samkeppni.
Bendir flest til þess, að næstu
ár muni verða einhvert mesta
framfaratímabil sögunnar.
ísland er eitt þeirra fáu landa,
þar sem litlar horfur eru á, að
slíkar framkvæmdir geti orðið,
nema breytt verði fullkomlega
um stjórnarsfefnu. Hér situr að
vísu stjórn að völdum, sem öll-
um öðrum hefir hrópað hærra
um „nýsköpunina“, en fylgir
hins vegar þeirri fjármálastefnu,
sem mun útiloka allar stórfelldar
framkvæmdir.
í verki eru líka framkvæmdir
stjórnarinnar þannig, að hún
stöðvar framgang hvers umbóta-
málsins á fætur öðru. Hú,n hef-
ir stöðvað áburðarverksmiðju-
málið, fellt að greiða lögboðin
framlög til nýrra byggðahverfa,
fellt að auka j arðræktarstyrk-
inn, fellt að láta byggja nýtt
strandferðaskip, stungið raf-
orkufrumvarpinu undir stól og
ekki að neinu leyti aukið fram-
lög til sjávarútvegsins, þótt hún
þykist sérstaklega bera hann
fyrir brjósti. Þannig mætti
halda áfram að telja umbóta-
málin, er stjórnin hefir ýmist
stöðvað eða sýnt algert tómlæti.
En þótt umbótamálin, séu
þannig stöðvuð, hefir þjóðin
aldrei búið við hagstæðari við-
skipti út á við og aldrei heldur
greitt hærri skatta til ríkisins.
Allt þetta mikla skattfé fer til
að mæta sívaxandi launaeyðslu,
vegna dýrtíðarstefnu stjórnar-
innar. Það, sem eftir verður,
hrekkur ekki til að halda uppi
tiltölulega eins miklum verkleg-
um framkvæmdum og á verstu
krepputímum.
Stjórn, sem þannig hevdur á
málunum, er sannarlega aftur-
haldsstjórn og óstjórn af verstu
tegund, Stefna hennar mun ó-
hjákvæmilega leiða til þess, að
íslendingar dragast stórlega aft-
ur úr í framfarakapphlaupi
næstu ára, ef henni verður fylgt
áfram.
Með því að athuga þessar
staðreyndir, mætti hverjum
meðalgreindum manni verða
ijóst, að það er skylda hans að
rísa gegn þessari sameiginlegu
afturhaldsstjórn og óstjórn
kommúnista og Kveldúlfsvalds-
ins, sem báðum þessum aðilum
er Ijóst, að getur ekki endað
nema með hruni og að því stefna
þeir líka, því að það telja þeir
skapa sér hagkvæmasta aðstöð'u
fyrir lokabaráttu um völdin.
Sérhver sá maður, sem ekki vill
látaþjóðina dragast langt aftur
ur öðrum og lenda í eymd og
öngþveiti, þarf að leggja sinn
skerf til þess að hér skapist ný
öflug samtök umbótamanna úr
öllum flokkum, er leysi óstjórn
Kveldúlfs og Moskvukommún-
ista af hólmi með viturlegu o^g
ötulu viðreisnarstarfi.
í stjórnmálabréfi frá Reykjavík, sem
birt er í Skutli 2. þ. m., er rætt um
skattamálin. Þar segir svo:
„Það hefir dregist fyrir mér að
minnast á skattamálin á síðasta
Alþlngi, og riú eru menn sennilega
hættir að hugsa um þau og farnir
að hugsa um nýju skattalögin, sem
koma eiga í haust og Reykvíking-
ar bíða enn með öndina í hálsin-
um eftir útsvarsskránni, sem alltaf
(kemur seinna og seinna með hverju
ári, eftir því sem útsvörin hækka.
í samningi stjómarflokkanna
stóð þetta um skattamálin:
„Með þvi að fjárlagafrumvarp
það, er nú liggur fyrir Alþingi, er
raunverulega með stórkostlegum
tekjuhalla, og er auk þess þannlg
úr garði gert, að ekki verður með
nokkru móti hjá því komlst að
hækka útgjöld til verklegra fram-
kvæmda frá því sem þar er áætl-
að, mun stjómin tilneydd að leggja
á allháa nýja skatta, þar eð hún
telur sér skylt að gera það sem
unnt er til að afgreiða hallalus
fjárlög. Verður leitast við að leggja
skattana á þá, er helzt fá undir
þeim risið og fyrst og fremst á
stríðsgróðann. Skattar á lágtekju-
menn verði ekki hœkkaðir. Eftirlit
með Jramtölum verður skerpt."
Hverjar hafa svo efndirnar orðið
á fyrsta þinginu og á framkvæmd
skattaeftirlitsins fram til þessa?
Jú, víst kom heilmikið af skatta-
frumvörpum frá stjórninni, en í
engu tilfelli var um beina skatt-
lagningu strðsgróðans að ræða,
nema helzt útflutningsgjaldið á ís-
fiski. En flestir áttu skattarnir
sameiginlegt í því, að' vera „brúttó"
skattar, en því fylgir að þeir koma
niður af hreinni hendingu og engu
síður á fátæka eða tekjulága og ríka
eða tekjuháa.
Sumt voru beinir neyzluskattar
eins og hækkunin á innlendum
tollvörutegundum, sem auðvitað
lendir að litlu Ieyti á stríðsgróðan-
um. Sama máli gegnir um hækkun
símgjaldanna, sem var ein af tekju-
öflunarráðstöfunum stjórnarinnar.
Tekjuskatturinn á miðlungstekjum
var og hækkaður verulega en skatt-
urinn á hæstu tekjunum Cyfir 200
þús. kr.) ekki neitt. Yfirleitt virðlst
stefnan sú, að skrapa saman pen-
inga úr sem flestum áttum án til-
lits til þess, hvernig skattarnir
kæmu niður, að öðru leyti en því,
að sneytt var hjá allri beinnri
skattlagningu stríðsgróöans ,sem þó
hafði verið lofað að skattleggja
fyrst og fremst."
Þá víkur höfundur stjórmálabréfs-
ins /að veltuskattinum og segir um
hann á þessa leið:
„Aðalskatturinn var hinn svo-
nefndi veltuskattur, sem með réttu
hefir verið nefndur vitlausasti
skattur, sem lagður hefir verið á
hér á landi. Fjármáiaráðherrann
kepptist líka við að lýsa yfir því
að slíkur skattur skyldi aldrei á
lagður oftar og má að vísu kalia
það virðingarvert.
Aðalgalli þessa skatts er sá, að
hann tekur ekkert tillit til þess,
hvort fyrirtækin, sem hann greiða,
hafa lagt mikið eða lítið á vöruna
og kemur hann því ekki þyngra
niður á strðsgróðafyrirtækjunum,
heldur en öðrum, nema síður sé.
í fyrstu höfðu ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins talað um að veltu-
skattinn skyldi leggja á veltu árs-
ins 1944. Var það að því leyti skap-
legra að með því móti hefði ver-
ið nokkurn veginn tryggt að hann
hefði aðeins að litlu leytl veltst yfir
á | neytendurna. Þó hefði svo orðið
í ýmsum tilfellum, sérstaklega hvað
þá snertir, sem verzla við kaupfé-
lögin, auk þess sem skatturinn
hefði komið mjög ranglátlega nið-
ur á fyrirtækin.
En með því að íeggja skattinn á
veltu yfirstandandi árs er nokkúrn-
veginn víst, að langmestur hluti
1 skattsins veltist yfir á neytend-
urna, og þá auðvítað jafnt á lág-
tekjumenn sem aðra, þvert ofan i
gefin loforð."
í næsta blaði Skutuls, sem kom út
8. þ ,m„ er enn rætt í stjórnmálabréf-
inu um þessi mál og farið þessum orð-
um um afstöðu Alþýðuflokksins:
„Þar sem Alþýðuflokkurinn hafði
gert það eitt af skilyrðunum fyrir
stjórnarsamvinnunni að skattar á
lágtekjumönnum yrðu ekki hækk-
aðir, bar honum vitanlega að vera
mjög á verði í þessu máll. Hann
hefði og tryggt sér loforð fyrir því,
að veltuskatturinn yrði lagður á
árið 1944, sem var stórum betra.
En þetta var svikið á síðustu stundu
. og flokkurinn iét sér þá nægja að
mótmæla og sitja hjá.
Ýmsir munu segja, að ekki sé
hægt að rjúfa stjórnarsamvinnu á
svona máli. En þessi hugsunarhátt-
ur varð Alþýðuflokknum dýrkeypt-
ur á þjóðstjórnartimabilinu 1939—
1942. Aldrei voru svik íhaldsins
• nógu stór;til þess að fært þætti að
rjúfa stjórnarsamvinnuna. Auðvit-
að færðu samstarfsflokkar Alþýðu-
flokksins sig smám saman upp á
skaftið. Gagnrýni Alþýðuflokksins
á stjórnarstefnunni hjálpaði hon-
um ekkert, þar sem ráðherrann
samt sem áður sat í stjórninni og
var gerður ábyrgur fyrir henni.
Kommúnistar uppskáru svo ávöxt-
inn.
Alþýðuflokkurinn má vara sig að
endurtaka ekki sömu villuna.
Frammistaðan í skattamálunum á
síðasta þingi gefur ekkl góð fyrlr-
heit.Hverjum dettur í alvöru íhug.að
stjórnarsamvinnan hefði rofnað, þó
Alþýðuflokkurinn hefði krafist þess
að viðlagðri brottför úr stjórninni,
að staðið yrði við loforðin í skatta-
málunum? En það er hættulegt að
láta andstæðlngana halda að menn
vilji allt til vinna að hanga í ráð-
herraáætunum. ,Það getur orðið tll
þess að menn hrökklist úr þeim
• þegar þeir kæra sig ekkert um það
og þegar verst gegnir fyrir flokk-
inn.“
Þetta mætti vera Alþýðublaðinu um-
hugsunarefni, þegar það er að belgj-
ast út af vandlætingu yfir hækkun
útsvara i Reykjavík, sem vitanlega er
fyrst og fremst afleiðing af fjár-
málastefnu stjórnarinnar.