Tíminn - 16.03.1945, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, föstndaginn 16. marz 1945
21. blað
r
>i
A viðavangi
ERLENT YFIRLIT;
Stjórnarskíptin í Belgíu
Haldlausar afsakanir.
Mbl. virðist vera farið að vera
órótt út af stjórnarsamvinn-
unni. Um seinustu helgi birti
það t. d. forustugreinar þrjá
daga í röð, þar sem reynt var
að færa afsakanir fyrir því, að
ráðizt hefði verið í samvinnu við.
kommúnista.
í fyrstu forustugreininni (á
laugardaginn) var því haldið
fram, að þjóðin hafi viljað frið
og ekki hefði verið hægt að
veita henni frið með öðrum
hæcti!
í annari forustugreininni (á
sunnudaginn) var því haldið
fram, að Bandaríkin og Bret-
land hefðu samvinnu við Rússa
og þess vegna væri eðlilegt að
hafa samvinnu við kommúnista
hér! -
í þriðju forustugreininni (á
þriðjudaginn) var þvi haldið
fram, að nauðsynlegt hefði
vfrið að mynda stjórnina til að
endurreisa veg þingsins!
Vafalaust munu þessar af-
sakanir lítið bæta fyrir stjórn-
inni. í fyrsta lagi er sitthvað að
vilja frið eða kaupa stundar-
frið með afarkostum. Banda-
menn vildu áreiðanlega frið,
þótt þeir vildu ekki kaupa hann
því verði, að yfirgangur naz-
ista héldi áfram. í öðru lagi af-
neita Churchill og Roose-
velt öllu samneyti við kommún-
ista í innanlandsmálum, þótt
þeir vinni með Rússum í al-
þjóðamálum, eins og sakir
standa. í þríðja lagi mun engum
þykja vegur Alþingis hafa auk-
izt við það ábyrgðarleysi í fjár-
málum og athafnaleysi í fram-
faramálum, er einkenndi sein-
asta þing.
Mbl. verður því að leita uppi
nýjar afsakanir, ef þær eiga að
koma stjórninni að einhveriu
haldi. En er annars nokkuð
ömurlegri vitnisburður fyrir.
ríkisstjórn en að aðalblað henn-
ar skuli eyða mestu af pólit-
ísku rúmi sínu til að afsaka
það, að hún skuli vera til?
Skipun flugmála.
Meðal þeirra umbótamála, er
stjórnarliðið svæfði á seinasta
þingi, var frv. Vilhjálms Þór um:
skipulag flugmála. í frv. þessu
var lagt til, að ríkið eignaðist
helming hlutafjárins í Flugfé-
lagi íslands, og því ýrði síðan
veitt einkaleyfi til flugferða
hér.
Með því að koma á slíku
skipulagi, væri það áreiðanlega
bezt tryggt, að hér risi upp
nægilega traust fyrirtæki til að
annast flugferðir og ríkið hefði
jafnframt aðstöðu til að sjá
um, að rekstur þess samrímdist
þjóðarhag. Ætti reynslan af
Eimskipafélagi íslands að sýna,
að hlutafélagsfyrirkomulagið,
án nægrar ríkisíhlutunar, er
ekki hagkvæmt í þessum efnum.
Eins og nú horfir, virðist ætla
að skapast samkeppni milli
ýmsra aðila í þessum efnum.
Flugfélögin eru orðin tvö, og
sagt er að Eimskipafélagið sé
einnig farið að hugsa sér til
hreyfings. Af samkeppni þess-
ari mun leiða, að flugferðirnar
verða dýrari en ella og enginn
keppandinn fær nægilegt bol-
magn til að annast þessi mál,
svo vel sé. Aukning íslenzkrar
flugstarfsemi mun verða miklu
minni, bæði inn á við og út á
við en verða myndi, ef hún væri
1 höndum eins aðila.
Það er þó þetta skipulag, sem
stjórnarliðið virðist hugsa sér
sem framtíðarlausn þessara
mála. Má segja, að það sé furðu-
lega fundvisst á að aðhyllast þá
lausnina, er ver gegnir, í um-
bóta- og framfaramálum.
„Stjórnmálaþroski“.
Það er nú komið á daginn,
að Bandamenn hafa annað mat
á stjórnmálaþroska en Þjóð-
viljinn.
Þegar Sýrlendingar fengu
þær fregnir af Krímarfundin-
um, að ýmsum smáríkjum
myndi boðið á San Francisco-
ráðstefnuna, ef þau færu í
styrjöldina, ruku þeir upp til
handa og fóta og sögðu Þjóð-
verjum og Japunum stríð á
hendur. Hvergi var þessu nein
athygli veitt nema hjá hinum
stríðsþyrstu kommúnistum á
íslandi, er birtu langa ritstjórn-
argrein í Þjóðviljanum um
þetta frægðarverk Sýrlendinga
og lýstu þar yfir þeirri skoðun
sinni, að Sýrlendingar „hefðu
öðlazt þann stjórnmálaþroska,
sem veitir þeim hvarvetna hlut-
gengi í sambúð og viðskiptum
sameinuðu þjóðanna“.
Bandamenn voru hins vegar
ekki á sama máli og Þjóðvilj-
inn. Þeir hafa tilkynnt, að Sýr-
lendingum hafi ekki verið boðið
á ráðstefnuna. Og Sýrlending-
um mun orðið vel ljóst, að þeir
hafa ekki bætt fyrir sér með
umræddum „stjórnmálaþroska":
Lærdómsríkur dómur
Á árunum 1934—38 kom tæp-
ast svo út blað af Mbl., að ekki
væri þar grein um hið gegnd-
arlausa fjárbruðl ríkisins og
hve mikið mætti fella niður af
óhófsútgjöldum, ef forsjálum
flokki eins og Sjálfstæðisflokkn-
um yrði falin fjármálastjórnin.
Þessi áróður Sjálfstæðis-
manna héfir nú hlotið dóm
reynslunnar. Fjármálastjórn
Sjálfstæðismanna á fimm ára
afmæli í næsta mánuði. Sjálf-
stæðismepn hafa því fengið
nægan tíma til að fella niður
fjárbruðlið og sukkið og' sýna
forsjálni sína og sparsemi í
verki.
Hver er svo dómur reynsl-
unnar um þetta efni?
Hann birtist næsta gre;/iilega
1 sameiginlegu áliti frá fjárveit-
inganefnd, er lagt var fram í
þinglokin. Þar segir, að bein
rekstrargjöld ríkisins (þ. e. laun
fastra starfsmanna . og annar
kostnaður við starfsmanna-
hald) hafi verið áætluð 8.2
milj. kr. í fjárlögum 1939, en
orðið 9.9 milj. kr. í reynd. Sams-
konar útgjöld eru áætluð 73.4
milj. kr. í fjárlögum þessa árs,
en verða vafalaust talsvert
hærri í reynd.
Þessi útgjöld hafa þannig
margfaldazt. Og ástæðurnar eru
ekki aðeins hinar miklu launa-
hækkanir og dýrtíðargreiðslur,
heldur einnig mikil starfs-
mannafjölgun.
Afleiðingarnar fá skattþegn-
arnir líka að finna í verki. Þrátt
fyrir hina miklu fjárhagslegu
velgengni undanfarinna ára,
eru allir skattar nú miklu hærri
en á kreppuárunum 1934—38, og
bætt hefir verið við nýjum
skatti, veltuskattinum, sem er
svo fráleit tekjuöflunaraðferð,
að hann mun hvergi þekkjast,
nema þar sem hefir legið við
ríkisgj aldþroti.
Þannig er i stuttu máli dóm-
ur reynslunnar um fjármála-
stjórn ríkisins undir forustu
Sjálfstæðisflokksins. Og þessi
dómur verður enn þyngri, þegar
þess er gætt, að flokkurinn
hefir aldrei á þessu tímabili beitt
sér fyrir neinum sparnaðar-
ráðstöfunum né stefnubreytingu
í fjármálunum og virðist því
hafa unað því vel, er fram fór.
Undan þessu má þó skilja að
nokkru leyti einn fjármálaráð-
herra hans, Björn Ólafsson, er
vildi breyta um stefnu í dýr-
tíðarmálinu, en þá snerist
flokkurinn líka á móti honum.
Þessi dómur reynslunnar um
fjármálastjórn Sjálfstæðis-
flokksins ætti vissulega að vera
mönnum lærdómsríkur um það,
hve mikið má treysía loforð-
um forkólfa hans og hve færir
þeir séu til þess að hafa fjár-
málastjórnina á hendi. Hann
ætti jafnframt að vera öruggur
vitnisburður um, hve ástæðu-
láusar hafa verið ádeilur þeirra
gegn fjármálastjórn Framsókn-
arflokksins og hve illa hefði far-
ið á þeim örðugu krepputímum,
ef eigi hefði þá verið sýnd meiri
festa, forsjálni og ábyrgðartil-
finning en gætt hefir í fjár-
málastjórninni hjá Sjálfstæðis-
flokknum.
Stærsta pólítíska
verkefnið
Það fer 'vart hjá því, að hin
ömurlega reynzla af fyrsta þing-
haldi ríkisstjórnarinnar veki
menn almennt til hugsunar um,
hvað geti valdið jafn ógæfusam-
legri stjórnarstefnu og hvers
vegna henni er enn haldið
áfram, þótt augljóst sé, að hún
hindrar alla verulega nýsköpun
og muni fyrr en síðar leiða til
algerrar fjárhagslegrar glöt-
unar.
Ástæðurnar fyrir þessu, skýr-
ast bezt fyrir mönnum, ef þeir
athuga hverjar eru höfuðstoðir
stjórnarsamvinnunnar. Þær eru
Kveldúlfsdeild Sjálfstæðis-
flokksins og Moskvudeild Kom-
múnistaflokksins. Báðir þessir
aðilar eiga sammerkt um það,
að þeir trúa á fjárhagshrunið
og atvinnuleysið sem ákjósan-
legar aðstæður til að koma
meginstefnu sinni fram. —
Moskvudeildin hugsar á þá léið,
að neyðin geri verkamenn fúsa
til byltingar, Kveldúlfsdeildin
hugsar þannig, að atvinnuleysið
mun neyða verkamenn til al-
gerrar uppgjafar og auðvelt
verði að kaupa sér fylgi, þegar
brengist í búi hjá almenningi.
Samstarf þessara aðila nú bygg-
ist á því, að báðum finnst það
hagkvæmt meðan þeir eru að
búa sig undir lokaátökin. Það er
sams konar eðlis og friðarsátt-
máli Rússa og Þjóðverja 1939.
Höfuðeinkennl þess eru líka, að
’stríðsgróðamenn fá tryggð ýms
hlunnindi (skattfrelsi Eimskips,
tekjuskattsyiðaukinn nær ekki
til tekna, yfir 200 þús. kr.), en
kommúnistar fá að ráða fjár-
málastefnunni að öðru leyti. Af-
leiðingin verður óhjákvæmilega
hrun og atvinnuleysi, en reynt
er að leyna menn því með há-
væru glamri um kjarabætur og
nýsköpun.
Þegar svo hrunið og atvinnu-
leysið er komið til sögunnar,
mun þetta núverandi svika-
samstarf kommúnista og stór-
gróðavaldsins’rofna og þá mun
hefjast hér sannkölluð ógnar-
öld, þar sem þessir aðilar munu
berjast hinni grimmilegustu bar-
áttu og endalokin verða fulln-
aðarsigur annars hvors, er mun
láta kné fylgja kviði. í viðskipt-
unum við þann, sem undir er.
Eina leiðin til að afstýra því,
að þannig komi til fjárhagslegs
hruns, atvinnuleysis og borgara-
styrjaldar stórgróðavaldsins og
kommúnista, er að efla svo sam-
tök umbótamanna, að þeim verði
kleift að breyta um stjórnar-
stefnu og tryggja stórstígar
framfarir á lýðræðisgrundvelli,
annað hvort með eigin styrk eða
með þvi að beygja þá öfgahreyf-
inguna, er hófsamari reynist, til
liðs við sig.
Fyrir þjóðiná ^hefir það því
áreiðanlega aldrei skipt meira
máli en nú, að umbótasinnaður
miðflokkur, eins og Framsókn-
arflokkurinn, sé efldur og auk-
inn, svo að honum verði mögu-
legt að afstýra hruninu og þeim
heiptarátökum öfgahreyfing-
anna, sem munu fylgja þvi.
Jafnhliða þarf svo að treysta
samvinnu milli hans og um-
bótamánna í öðrum flokkum, er
geta átt samleið með honum um'
lausn vandamálanna. Gamlar
erjur og gömul deilumál mega
ekki vera til hindrunar sliku
samstarfi.
Sú umbóta- og framfara-
stefna, er mörkuð var af sein-
asta flokksþingi Framsóknar-
manna, er í fullu samræmi við
þær skoðanir um lausn þjóðfé-
lagsmálanna, sem nú eru ráð-
andi í nágrannalöndum okkar, þ.
e. 1 Bretlandi og á Norðurlönd-
um. Þar mun hvorki kommún-
ismi eða stórgróðavald ráða
stjórnarstefnu komandi ára.
Þar mun ráða stjórnarstefna, er
þræðir meðalveg milli þessara
öfga. íslendingum mun reynast
farsælast að vera í samfylgd
með nágrannaþjóðunum á þessu
sviði. Það er alt, sem hnígur að
einni og sömu niðurstöðu: Efl-
ing umbótasinnaðrar miðfylk-
ingar, sem getur leyst núv. ó-
stjórn kommúnista og Kveld-
úlfs af hólmi, er stærsta pólit-
íska verkefnið á íslandi um
þessar mundir.
Kaupfélögin og útgerðar-
mál sjóþorpanna.
í seinasta hefti Samvinnunn-
ar birtist ýtarleg grein um
Kaupfélag Dýrfirðinga. Er
kaupfélag þetta um margt í
fremstu röð, enda hefir það
notið mjög duglegs forstöðu-
manns, Eiríks Þorsteinssonar.
Meðal þess, sem kaupfélagið
hefir beitt sér fyrir, er efling
útgerðarinnar á Þinfl^yri. Fyrir
rúmum fimm árum síðan gekkst
það fyrir stofnun útgerðarfé-
lags á samvinnugrundvelli.
Þetta félag á nú tvo báta, 80 og
50 smál., og hefir rekstur þess
gengið ágætlega. Eiríkur kaup-
félagsstjóri hefir annazt for-
stöðu þess.
Reynsla Dýrfirðinga sýnir
glöggt, að með því að efla kaup-
félagsskapinn, tryggja menn sér
ekki aðeins bætta verzlun,
heldur leggja þeir einnig grund-
völl að margvíslegri annarri
starfsemi, ef vel er á haldið. Það
er líka takmark kaupfélaganna,
þegar þeim hefir vaxið fiskur
um hrygg, að fást við fleiri
verkefni en verzlunina eina.
Öflug kaupfélög 1 sjávarþorpun-
um eiga og geta verið' mikil
lyftistöng fyrir atvinnulífið þar,
ekki sízt útgerðina. Fordæmi
það um eflingu útgerðarinnar,
sem skapað hefir verið á Þing-
eyri, ætti að 'geta orðið til fyrir-
myndar víða annars staðar.
En til þess að þetta geti þó
orðið í verulega stórum stíl, þarf
að efla kaupfélögin enn meira.
Það þurfa íbúar þorpanna að
skilja á hverjum stað. Því öfl-
ugra, sem kaupfélagið er, því
betri forustu getur það veitt í
þessum málum.
Níðingsskapur.
Flestir munu hafa talið, að
Morgunblaðið mundi láta sér
nægja það met í sorpblaða-
mennsku, að brigsla Framsókn-
armönnum um, að þeir hefðu
fagnað yfir Dettifossslysinu
vegna þess, hve illa þeim væri
við Eimskipafélagið.
Mbl. hefir þó ekki þótt þetta
nóg, heldur hefir það reynt að
bæta metið. í síðasta þriðju-
dagsblaði þess ræðir fréttarit-
stjórinn um hin dularfullu
mannhvörf undanfarið og segir
m. a., að ástæðulaust sé að vera
með neinn óhug út af þeim, því
að „hver og einn einasti maður,
(Framhald á 7. síðu)
í síðastliðnum mánuði urðu
stjórnarskipti í Belgíu. Pierliot
foringi íhaldsflokksins, lét þá af
völdum, en Achille van Acker,
einn af leiðtogum jafnaðar-
manna, tók við stjórnarforust-
inni. Hafa stjórnarskipti þessi
vakið nokkra athygli vegna þess,
að kommúnista.r eiga nú aftur
sæti í stjórninni, en urðu hins
vegar að ganga áð allhörðum
skilyrðum eða „borga aðgangs-
eyrinn,“ eins og það hefir verið
kallað. Hingað til hefir stjórn-
arþátttaka kommúnista yfir-
leitt verið með þeim hætti, að
þeir hafa látið borga sér fyrir
þátttökuna.
Pierljot var forsætisráðherra
belgisku stjórnarinnar öll út-
legðarár hennar. Kommúnistar
áttu þá ekki sæti í stjórninni.
Þegar stjórnin kom heim til
Belgíu aftur, var gerð breyting
á henni og kommúnistar fengu
tvö sæti í henni. Stjórnarsamn-
ingurinn, sem þá var gerður, var
hinn áferðarfallegasti, en ekki
ákveðinn og ljós að sama skapi.
Kommúnistar notuðu sér þetta
fljótlega og töldu samninginn
rangtúlkaðann í framkvæmd-
inni og áfelldust flestar aðgerð-
ir stjórnarinnar. Þegar stjórnin
beitti sér svo fyrir því, að af-
vopna skæruliðana, notuðu
kommúnistar tækifæriö til að
skerast alveg úr leik. Eftir það
stóðu aðeins þrír aðalflokkarnir
að stjórninni, íhaldsflokkurinn,
jafnaðarmannaflokkurinn og
frjálslyndi flokkurinn.
Margt fleira en þessi aðstaða
kommúnista gerði stjórninni
erfitt fyrir eftir heimkomuna.
Þjóðverjar höfðu haft matvæli
burtu með sér í stórum stíl. Þeir
höfðu unnið mikil spjöll á sam-
göngukerfi landsins og hernað-
araðgerðir Bandamanna í land-
inu orsökuðu verulegar trufl-
anir. Við þetta bættist svo ó-
vernjulegur harður og snjó-
þungur vetur. Allt þetta hjálp-
aði til að skapa mjög tilfinnan-
lega matvæla- og eldisneytis-
skort í landinu. Bandamenn
gátu litla hjálp veitt, þar sem
þeir áttu nóg með herinn, og
stjórninni misheppnuðust ýms-
ar ráðstafanir, sem hún reyndi
að gera. Talsverð óánægja skap-
ast því meðal almennings og
fór svo að lokum, að jafnaðar-
menn kröfðust stjórnarskipta.
Þegar rætt var um myndun
nýrrar stjórnar komu fram
þrjár meginstefnur. íhalds-
flokkurinn taldi það óráðlegt,
að kommúnistar yrðu með í
stjórninni. Kommúnistar vildu
hins vegar, að stjórnin yrði
mynduð án þátttöku íhalds-
flokksins. Acker, sem hafði tek-
ið að sér stjóirnarmyndunina,
vildi hins vegar fá alla í ábyrgð-
ina, og sú var líka stefna jafn-
aðarmannaflokksins og frjáls-
lynda flokksins.
Bæði jafnaðarmannaflokkur-
inn og frjálslyndi flokkulrinn
voru þó sammála um, að komm-
únistum yrðu sett ströhg skil-
yrði fyrir stjórnarsamvinnu.
Aðalskilyrðin, sem þeim voru
sett, voru þau, að þeir yrðu að
hætta öllum verkfallsundirróðri
og þeir mættu ekki láta blöð
sín gagnrýna ráðstafanir stjórn-
arinnar, né halda uppi sérstöðu
varðandi þær, meðan þeir ættu
saeti í henni. Hvort tveggja
höfðu kommúnistar gert í rík-
um mæli meðan þeir sátu í
Pierlotstjórninni og einnig ann-
ars staðar, þar sem þeir höfðu
tekið þátt í ríkisstjórnum. Þótti
því óráðlegt að leita samvinnu
við þá, nema þessi skilyrði
fengjust tryggð.
Kommúnistar þverskölluðust
talsvert við, að ganga að þessum
skilyrðum, en þótti þó að lok-
um hyggilegra að ganga að
þeim en einangrast vegna þess,
að þeir hefðu hafnað þeim. Eftir
að þeir höfðu gengið að skil-
yrðunum, féllst ihaldsflokkur-
inn einnig á að vera með í
stjórninni.
Enn verður lítið um það sagt,
hvernig þessari nýju stjórn mun
reiða af. Hinn nýi forsætisráð-
herra er sagður dugandi maður.
Hann er 46 ára gamall, var um
skeið hafnarverkamaður og hef-
ir aldrei á skólabekk komið, en
er sagður vel sjálfmenntaður.
Þingmaður hefir hann verið
síðan 1927. Hann var lengstum
í Belgíu á hernámstímanum og
stjórnaði leynistarfi jafnaðar-
manna þar. Síðastl. ár átti hann
sæti í stjórn Pierliots sem verka
málaráðherra og undirbjó þá
tryggingarlöggjöf eftir fyrir-
mynd Beveridge-tillagnanna
Löggjöf þessi hafði verið sam-
þykkt áður §n Pierliot fór frá
völdum og eru framkvæmdir
hennar þeglar hafnar. Ma,rgir
landar Ackers virðast vænta sér
mikils af stjórnarforustu hans,
en hitt er eftir að sjá, hversu
vel samstarfsmennirnir reynast
(Framhald á 7. síðu)
I Degi 8. þ. m. birtist ritstjórnar-
grein um skattfrelsi Eimskipafélags
íslands. Segir þar m. a. á þessa leið:
„Eins og kunnugt er, hefir Eim-
skipafélagið notið skattfrelsis-
lilunninda um mörg undanfarin
ár, og var lengi enginn ágrein-
ingur um þetta. En árið 1943 brá
svo við að félagið græddi tugi
miljóna. í reikningum félagsins
var gróðinn talinn 18 miljónir kr.,
en er raunverulega drjúgum meiri.
Varð þá öllum ljóst, að félagið
var orðið stórgróðafélag. Út af
fyrir sig var það gleðiefni að fé-
laginu vegnaði vel og eignaðist
digra sjóði, en gallinn var bara
sá, að óviðfelldið var að þessi
mikli gróði þess var myndaður á
kostnað allrar þjóðarinnar. Hann
var allur tilkominn vegna óhæfi-
lega hárra farmgjalda, sem að
sjálfsögðu hækkuðu vöruna mjög
i verði og juku þannig dýrtíð-
ina að miklum mun. Er það í
aðra röndina broslegt, að á sama
tíma og ríkið ver gríðarhárrl upp-
hæð til þess að hindra vöxt dýr-
tíðarinnar, er það látið viðgang-'
ast að „óskabarn þjóðarinnar"
auki dýrtíðina í svipuðu hlutfalli
til þess að geta hlotið óhemju
mikinn gróða."
Já, vissulega er það broslegt, og ,
raunar sorglegt í senn, að sömu
mennirnir, sem eru að rembast við
að reita saman fé 1 dýrtíðarbætur,
skuli kalla það „þjóðargæfu", að Eim-
skipafélagið hefir aukið dýrtíðina um
enn stærri upphæð!
* * *
Dagur segir enn fremur í áður-
nefndri grein sinni:
storgroðafélag landsins, og að sá
gróði var allur fenginn úr vösum
almennings, þótti mörgum að á-
stæðan fyrir skattfrelsi félagsins
væri ekki lengur fyrir hendi og
það ekki sízt af þeim sökum, að
fjöldi annarra fyrirtækja og ein-
staklinga, sem minni máttar voru
en Eimskipafélagið, urðu fyrir æ
þyngri skattaálögum. Einkum
voru þó foringjar verkalýðsflokk-
anna harðorðir út af stórgróða
Eimskipafélagsins, enda hafa þeir
jafnan talið sig andvíga auðsöfn-
un á hendur fárra manna og
jafnvel látið svo, sem það væri
í þessum efnum.
En nú er komiö nokkuð annað
hljóð í strokkinn hjá þessum herr-
um. Nú tekur stjórnarlíðið á Al-
þingi höndum saman um að Eim-
skipafélagið haldi áfram að vera
skattfrjálst næstu tvö árin, til
þess að gróði þess getl haldið á-
fram að vaxa. Það er reyndar á
orðí, að ráðherrar verkalýðsflokk-
anna hafi verið nokkuð tregir til
þessa samkomulags og þótt við-
urhlutamikið að gera svo aug-
ljósa „kollsteypu“ í málinu fyrir
auðvaldið, en létu þó tilleiðast,
sennilega gegn hæfilegum fríð-
indum á móti. Það er látið heita
svo, að skattfrelsið sé veitt með
• því skilyrði, að tekjuafganginum
verði varið til skipakaupa eða
annarra samgöngumála, en svo
lauslega er þetta orðað í frum-
varpinu, að ekki veitti af að gera
þar á bragarbót.“
Það væri ekki að undra, þótt ýmsir
liðsmenn verkalýðsflokkanna ættu dá-
lítið erfitt með að skilja stefnubreyt-
þeir séu orðnir vanir svo mörgum
stefnubreytingum upp á síðkastið, að
þeim sé alveg hætt að blöskra!
* * *
í niðurlagi fyrrnefndrar Dagsgrein-
ar segir svo á þessa leið:
„Það verður að leggja megin-
áherzlu á, að Eimskipafélag ís-
lands er til vegna þjóðarinnar, en
ekki vegna þess. Þetta þurfa allir
að skilja, ekki sízt forráðamenn
félagsins,' en því miður virðist
þeim ekki vera þetta fullljóst. Þess
vegna færist félagið meira og
meira í það horf, að starfa sem
einkafyrirtæki tiltölulega fárra
manna, en síður með hagsmuni
þjóðarheildarinnar fyrir augum.
Kemur þetta m. a. fram í því að
skeyta minna um að tryggja
landsmönnum ódýra vöruflutn-
ínga en að raka saman stórgróða.
Það er látið í veðri vaka, að fé-
lagið þurfi að njóta skattfrelsis til
þess að geta tryggt sem bezt af-
komu sína eftir stríð. En hið sama
má segja um fjölmörg önnur fyrir-
tæki og flestan einstaklingsrekst-
ur, og ef veita ætti þeim öllum
skattfrelsi til þess að endurbyggja
sig og tryggja afkomu sína, er
hætt við að stjórninni þætti þynn-
ast nokkuö óþægilega um skatt-
greiðslur i ríkiskassann.
Það virðist í meira lagi örðugt
verkefni að færa rök fyrir þvi, að
rétt sé að taka eitt auðugasta
fyrirtæki út úr og veita því sér-
réttindi um skattfrelsi, jafnframt
því að öllum öðrum atvinnufyrir-
tækjum er ofþyngt með skatta-
áþján.“
Já, slík rökserðdafærsla virðist
næsta erfið, enda hafa stjórnarblöð-
in kappkostað að minnast ekki einu
orði á þetta atriði.
„Þegar komið var í ljós að Eim- ingu forkólfa sinna í þessu máli. Það
skipafélag íslands var orðið mesta eitt gæti kannske hjálpað þeim, að