Tíminn - 16.03.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1945, Blaðsíða 5
21. blað BjN, föstndagiim 16. marz 1945 Um þetta leyti tyrir 43 árum: Möðruvallaskóli brennur Möðruvellir í Hörgárdal hafa löngum verið eitt af mestu höf- uðbólum landsins. Þar bjuggu til forna ríkir og nafnfrægir höfðingjar, þar var síðar auðugt klaustur, þar var amtmanns- setur, er fram liðu aldir, og þar var menntasetri Norðurlands valinn staður í upphafi síðasta fjórðungs 19. aldar. Þannig hafa Möðruvellir í Hörgárdal verið söguríkur staður í mörgum skilningi, bæði fyrr og síðar. Margvisleg ráð hafa þar verið ráðin, ill og góð. Oft hefir þar verið setið yfir rétti þeirra, er ekki megnuðu að ná sínum hlut. En þaðan hafa einnig legið víðs vegar um land máttugir straum- ar manndóms og umbótavilja, er kannske hafa meira orkað um framfarir þessarar aldar en við gerum okkur ljóst í fljótu bragði. Þannig hafa skipzt á skin og skuggar á Möðruvöllum — gæfa og ógæfa. En einn vágestur hef- ir í sex aldir gert þar meiri usla heldur en á flestum eðá öllum öðrum byggðum bólum íslands. Þar hafa herjað eigi færri en sex stórbrunar. Árið 1316 er sagt, að munkarnir á Möðruvöllum hafi brennt klaustrið þar í ölæði. Aðfaranótt 7. febrúar 1826 brann amtmannshúsið til kaldra kola og varð mannbjörg aðeins með naumindum. 5. marz 1865 brann MÖðruvallakirkja. 21. marz 1874 brann Friðriksgáfa svokölluð — hús, er Friðrik konungur VI. hafði reisa látið á staðnum eftir brunann 1826 og gefið til amtmannsseturs. 22. marz 1902 brann Möðruvallaskóli, er reist- ur hafði verið á rústum gamla amtmannssetursins árið 1880, til grunna. Og nú fyrir fáum árum brann þar allstórt íbúðarhús frá tímum skólans. Hér verður lítlllega sagt frá brunanum, sem lagði hinn merkilega skóla á Möðruvöllum í rústir á útmánuðum 1902. Kennslustundum var nýlokið laugardaginn 22. marz. Kenn- arar og nemendur höfðu dreifzt um húsið. Helgur dagur var í vændum, og senn átti upplestr- arfrí efri bekkjarins að hefjast. Engan grunaði neitt illt. Jón Hjaltalin skólameistari dvaldi í Reykjavík þennan vetur vegna veikinda konu sinnar, og Stefán Stefánsson, síðar skólameistari, gegndi skólastjórn í fjarveru hans. Aðrir kennarar skólans voru Halldór Briem og Ólafur Davíðsson. Klukkan nálægt hálftvö ætl- aði einn skólapilta, Friðrik Klemensson að nafni, að fara upp í svefnloft sitt einhverra erinda. Hann varð eldsins var fyrstur manna. Lagði reykjar- svælu á móti honum, og við nán- ari aðgæzlu kom 1 ljós, að eldur var tekinn að læsa sig um eitt horn hússins uppi á efstu hæð- inni. Hann hljóp þegar niður og gerði öðrum viðvart. Komst nú allt í uppnám. Stefán kennari, er setið hafði að snæðingi í hÁsi sínu, er var rétt norðan við skólahúsið, kom hlaupandi á vettvang, ásamt Ólafi Daviðs- syni kennara, er verið hafði staddur hjá honum. Réðust þeir þegar til uppgöngu, sem þó var ekki fýsilegt, því að allt var orð- ið fullt af reyk og ógerlegt að vita, hversu eldurinn myndi orð- inn magnaður. Þarna á efstu hæðinni var kvistherbergi, sem Jón Hjaltalín hafði notað sem skrifstofu, og til hliðar við það kompa, er í var geymt ýmis kon- ar skran, sem skólameistari átti. Þessar vistarverur voru nú brotnar upp, og kom þá í ljós, að eldurinn var tekin að læsa sig um þilin, og var þegar sýnt, að ekki myndi verða við neitt ráð- ið. Var þó bjargað ýmsu með- færilegu úr skrifstofunni, svo sem bókum, er þar voru. Jafn- framt tóku piltar að bjarga koffortum sínum og öðru laus- legu, er þeir áttu í svefnstofum sínum á miðhæð hússins. Rúm- fötum og öðru þess háttar var fleygt út um gluggana. Á miðhæð hússins var einnig herbergi, sem nefnt var „bóka- bekkur“ eða „safnið". Þar voru geymdar bækur, sem skólinn átti, kennsluáhöld og lítils rátt- ar af náttúrugripum. Lét Stef- án næst snúa sér að því að bjarga þessu. Báru karlmenn munina út í pokum, í en kven- fólk í svuntum sínum. En brátt tóli björgunarstarfið að gerast áhættusamt. Veggir hússins voru að mestu úr múrsteini, en trégrind til styrktar, og múrhúð á innveggjum. Byrjuðu múr- fyllurnar að hrynja niður, er eldurinn hafði étið sundur við- inn, auk þess, sem niður rigndi þakhellum og sprekum með gneistaflugi miklu og logasium. Skipaði Stefán þá öllum að fara út úr húsinu og- var því boði hlýtt. En þegar þakið var fallið nið- ur, fóru piltar aftur inn í húsið og björguðu borðum og bekkjum og ýmsu öðru af neðstu hæðinni út um gluggana meðan tiltæki- legt þótti. Klukkan sex var húsið ger- fallið. Var þá menntasetur Norðurlands orðið að rjúkandi rúst, er logarnir sleiktu, og stóð ekki annað upp úr en stúfur af öðrum reykháf hússins og dálít- ið horn af múrvegg. (Framhald á 7. síðu) þá menn, sem boða nýjungar hér á landi, og svo var það um Guðmund. Hann varð oft fyrir illgjörnum ' árásum þeirra manna, sem andvígir voru al- þýðufræðslu i lýðháskólaformi. Einna andvígastir honum voru t. d. Benedikt Grönd^l, Jón Ól- afsson og Gestur Pálsson og svo Jón Hjaltalín, sem ekki gat þol- að að neinn setti á stofn svip- aðan skóla og hann hafði. Guð- mundur skrifaði mikið í blöð. á þessum árum, t. d. Norðanfara og Austra, en ritstjóri hins síð- arnefnda, Skapti Jósepsson, var mikill vinur Guðmundar. — En hvenær var það svo sem þið hittuzt? — Ég var um vetrartima á Víkingavatni í Kelduhverfi, og það hittist svo á, að Guðmund- ur var þar þá líka, og það kost- aði þetta. Við giftum okkur um vorið 1897, og veturinn eftir var seinasti veturinn, sem Guð- mundur kenndi í Kelduhverfinu. Á fimmtugsafmæli Guðmundar færðu nemendur hans úr Keldu- hverfi honum vandað gullúr og skrautritað ávarp. Þá vorum við komin til Þórshafnar. Hólmfríður kemur nú með ávarpið og sýnir mér. Ég varð svo hrifinn af þessum þakklætisóð lærisveina Guð- mundar, að ég má til með að gefa lesendum Tímans kost á að lesa þetta ávarp þeirra. Ef til vill segir það bezt, hvernig mað- ur Guðmundur var. En ávarpið er svona: „Þú komst til að íræða og auka ljós sannleikans í átthögum vorum. ‘ Þú nærðir fegurstu blóm lífs- ins í óspilltum barnshjörtum vorum: trú, von og kærleika. Þú leitaðist við af heilum hug að gera nemendur þína að guð- hræddum, góðum og dyggðug- um mönnum. Þú kenndir þeim að elska ljós- ið. Starf þitt bar mikinn og góð- an ávöxt. Haf þvi hjartans þakkir fyrir iðju þína. Vér óskum þér af alhug far- sældar og gleði. Gu>S veri með þér og greiði götu þína og þinna.“ Þegar ég hefi skoðað þetta skrautritaða ávarp, heldur Hólmfríður áfram frásögu sinni. Haustið 1899 var ákveðið að koma upp skóla í Þórshöfn. Guð- mundur lét byggja skólahús fyrir um 20 nemendur, en þegar til átti að taka, brást honum allur stuðningur, sem honum hafði verið heitinn. Það var oft þröngt í búi hjá okkur um þær mundir, og við lögðum hart að okkur. Guðmundur lá á gólfinu hjá drengjunum, og ég hafði tvær stúlkur í rúminu hjá mér. Mér hefir stundum dottið í hug, hvort skólastjórar og konur þeirra vildu leggja svona að sér nú. En Guðmundur vildi allt til vinna til þess að geta frætt og kennt fólki. Hann sagði, að það yrði alltaf til gagns. Þennan skóla héldum við I (Framhald á 6. síðu) Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD annarra. Svo þegar öllu er á bothinn hvolft, hefir hann lika sannarlega sinn djöful að draga. Já, hahn ber sína byrði, en hann finnur ekki lengur til þess. Líf hans hefir hlotið þá fyllingu, að hann hugsar ekki framar um skuldir og vexti. Því að Margrét — konan hans — hans kona og hans eins — hún er eins og hafsjór, sætur og yljandi. Hún hefir veitt honum svimandi sælu. Hún gefur sig honum þannig á vald, að hann missir alla stjórn á sér. Það er eins og eldur hennar læsi sig gegnum hann. Hún logar undir vörum hans eins og glóð, sem blásið er á, og ekkert er honum meirl unun heldiír en sjá andlit hennar funa við atlot hans. En Margrét óttast hegningu Guðs fyrir þá synd, sem hún drýgir. Hann hefir sagt henni, að líkama sinn eigi hún þó sjálf, og það sé hennar einkamál að hlífa honum við því sem er vont, og gera það, sem er honum gott. Presturinn getur ekki gefið líkama hennar hverjum sem er með einhverjum orðum, sem hann les af bók. Hún gefur hann sjálf þeim, sem hún vill helzt. En hún er hrædd .... Og hefir hann ekki veitt því athygli, að það er sér í lagi óttinn, sem gerir mennina góða og guðhrædda? Þeir verða það ekki af því, að þeir þrái himnaríki, heldur af því að þeir vilja ekki lenda í helvíti. En það er sjálfsagt hægt að vera án þess háttar guðsótta og vera samt álíka góður og aðrir, því að hann gerir engan mann betri. En Hákon kvelst líka af samvizkubiti, þvi að hann hefir brot- izt inn eins og þjófur á nóttu og stolið Margréti frá eiginmanni hennar. Hann hefði átt að segja eitthvað á þessa leið: — Nú kem ég og tek konuna þína. Nú veiztu það. Þá hefði hann ekki náð henni með svona auðveldu móti, en þá hefði hann komið heiðarlega og drengilega fram. Og hann hefði ekki drýgt neitt ranglæti. Páll hefði orðið að láta Mar- gréti fara, úr því að hann var henni einskis vlrði. Ranglætið, sem hann drýgði, var fólgið í þessum blekkingum. — Nú tek ég hana. Nú á ég hana einn. Það hefði hann átt að segja. Þá hefði sök hans við Pál ekki hvílt svona þungt á honum. Nú er honum kvöl að því að mæta granna sínum. Blóðið hleypur fram í kinnarnar á honum undir eins og hann sér Pál. Og hann á bágt með að tala við hann, hann verður að kreista orðin út úr sér. Hann víkur úr vegi fyrir granna sínum til þess að losna við þessa kvöl. í marga daga hefir hann forðazt að stíga fæti sínum inn fyrir þröskuld hans. En svo talar Margrét um það við hann, að þau séu tilneydd að haga sér kænlega — svo kænlega, að þau komi ekki upp um sig. Þau mega ekki láta það vitnast, hvað inni fyrir býr, hvorki með orðum né augnaráði. En það er líka hættrulegt að vera of varfærinn. Og það liggur við, að hann sé það. Páli getur þótt það grunsamlegt, ef hann fer allt í einu að forðast hann. Hann verður að muna það, að hann er kunningi Páls og haga sér samkvæmt því. Hann á að koma á heimili þeirra eins og ekkert hafi í skorizt, og hann má ekki forðast félagsskap Páls. Og Hákon hlýðir ráðleggingum hennar. Hann kemur til Páls, þó að honum sé það aðeins raun. Því að alltaf klingir hið sama fyrir eyrum hans: Hjónadjöfull! Huglaus hjónadjöfull! Það er ekki gaman að hlusta á þetta fyrir mann, sem hingað til hefir verið heiðarlegur. Og oft fannst Hákoni, að Páll væri farinn að fá illan bifur á honum: Hann er áreiðanlega ekki eins vin- gjarnlegur og áður, hann veit áreiðanlega eitthvað. Og hann getur sér til um, hvað Páll eigi við með orðum sínum. Hefir hann ekki tileinkað sér slóttugt orðfæri, elns og hann sé að reyna að fá hann til þess að koma upp um sig og Margréti? Hann talar tvíræðum orðum. í skelfingu sinni spyr Hákon konu Páls, hvort eitthvað hafi komið fyrir. Margrét hlær að honum: Pál grunar ekki neitt fremur en barn í reifum. Svo ber svo til, að hann hittir Pál og Margréti úti í hlaðvarp- anum eitt kvöldið, og þegar þau skilja, verður hún Páli sam- ferða inn, svo að hann verður einn eftir úti. Þá er eins og hnífur sé rekinn í hann, og hann er að því kominn að hrópa: Þetta er ekki rétt; þetta er vitlaust. Hún á ekki að fara inn með þér! Hún á að fara með mér....! Ég á hana....! Það er ekki nema klukkutími síðan hún var niðri í skógi. Og svo ambrar hann heim með þá nagandi tilfinningu, að enn eigi hann nokkuð ógert: Hann hefir rænt konu Páls, en hann hefir skilið hana eftir í rekkju hans. Já, hann hefir ekki gert nema hálft verkið. Það má ekki ganga þannig til. Páll veit ekki, að Margrét er ekki kona hans, og honum hlýtur að ganga erfiðlega að skilja, hvers vegna hann má ekki snerta við henni. Nei, það getur ekki svo til gengið. Og Hákon hugsar svo ákaft um þetta, meðan herfið bryður moldina, að það koma djúpar hrukkur á ennið, * Það heyrist hófadynur uppi á hæðinni. Hákon skyggnir hönd fyrir auga. Maður kemur ríðandi. Eins og hann er lifandi maður, það eru gestir að koma til hans. Þetta eru óboðnir gestir. Hann hefir átt þeirra von, en þeir koma óboðnir. Þetta er hreppstjórinn, sem kemur. Hákon Ingjaldsson veit, hvaða erlndi sá maður á. En hann heldur áfram að herfa, eins og hann hafi ekki tekið eftir neinu. Hann er ekki skyldugur að hlaupa á móti slíkum gestum og opna dyrnar. Hreppstjórinn getur hamazt á hurðinni; það mun enginn ljúka upp fyrir honum, því að Elín er úti í haga að rífa hrís. Svo mundi hann sjálfsagt leita í fjósinu, og þegar hann fyndi ekki heldur neinn þar, kæmi hann áreiðanlega út á akurinn. Hreppstjórinn verður líka að hafa eitthvað fyrir hlutunum. Og loks mun hann finna þann, sem hann leitar að, því að það yar ekki ætlun Hákonar að hlaupa burt og fela sig fyrir honum. Eftir stutta stund verður hreppstjórinn bóndans var; hann kemur stikandi yfir þurran akurinn, sem rýkur undan stigvél- uðum fótum hans. Þetta er feitur maður, hann másar og dæsir. — Er þessi maður Hákon Ingjaldsson? Eigandi tólftungsjarðar í Hegralækjarbyggð. — Eigandi og eigandi ekki. Það er ég, sem vinn hér á þessu býli. , — Þér hafið þó keypt jörðina. — Jú-jú, — en ekki borgað. Svo það er ekki ég, sem á hana. — Þér eruð með öðrum orðum eigandinn, sagði hreppstjóri önuglega. JÚLLl OG DÚFA Ettir JÓN SVEINSSOH. Við leituðum í annað og þriðja sinn og skoðuðum hverja kind. En það fór á sömu leið. Dúfu vantaði — aumingja litlu dúfuna okkar. Við fórum aftur að gráta og löbbuðum af stað. Þetta var tvöfaldur harmur. Þau voru ófundin bæði, þessi tvö, sem okkur þótti vænst um. Veslings góði drengurinn, hann Júlli, og aumingja litla Dúfa áttu þá bæði að vera að minnsta kosti aðra nóttina til úti í kuldanum og snjónum. Þegar við komum heim, voru tveir menn að leggja af stað með ljósker í höndum. Þeir ætluðu að fara að leita að Júlla og vera að því um nóttina. En við börnin báðum innilega til guðs eins og kvöld- ið áður, að hann léti Júlla og Dúfu ekki deyja. Snemma næsta morgun komu mennirnir heim, og •aðrir tóku við. Var svo haldið áfram leitinni allan daginn. í fjóra daga og fjórar nætur samfleytt var leitað. Grafið var og borað í skaflana á ótal mörgum stöðum. En hvergi varð vart við Júlla. Loks gáfust menn upp við leitina, því að nú var ekki um að villast, að Júlli hlaut að vera dáinn. Kindumar, sem vantaði, fundust allar á öðrum degi nema fjórar. 6. FUNDIN AFTUR Allir á bænum söknuðu aumingja Júlla sárlega. Oft grétum við börnin yfir honum, þegar við minnt- umst á hann eða báðum fyrir honum á kvöldin. Jafnvel leikir okkar voru nú allir aðrir en áður, og fjörið og kátínan var minni en fyrr. Tíminn leið hægt og seint. Eftir heilan mánuð kom loks nokkuð fyrir, sem vakti okkur af leiðindamókinu. Eins og áður, þegar féð var rekið á beit í fjallið, kom nú skyndilega áköf sunnanátt.Snjóinn leysti svo óð- fluga, að leysingavatnið flóði yfir allt. Brátt var orðið autt og snjólaust í kringum bæinn og útihúsin, og uppi í fjallinu gægðust grænir geirar undan snjónum. Þá var kominn tími til að leita að Júlla og kindun- um fjórum, sem ekki höfðu fundizt. Nú hlaut allt að finnast. En það fór eins og áður, að þíðan varð ekki löng. Hann gerði frost og þurrviðri, og lagði þá svell um allt á leysingarvatnið. Nú var orðið áliðið vetrar, komið fram á einmánuð. Og þá er venjulega öllum stórhríðum iokið. Við börnin báðum nú húsmóðurina að lofa okkur að fara upp í fjall með einum vinnumanninum. Sjainár tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun i munnlnum og varðveltir með þvl tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- 3=j glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. JVOTIB SJAFiVAIt TMIVKREJU KVÖLDí OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjöfn Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.