Tíminn - 16.03.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSIN GASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. 29. árg. Reykjavík, föstuelagiim 16. marz 1945 21. blað pBQar „Dl!lliIflSS,, SÖkk B«naðarþing lýsir eindrcgnu íylgí víð Frásögn Jónasar Böðvarssonar, skipstjóra. j arðræktar- og áburðarverksmið jufrv. Blaðinu hefir nú tekizt að fá allnákvæmar fréttir af því þeg- ____ ar Dettifossi var sökkt. En eins og kunnugt er, var áður aðeins skýrt frá því, að Dettifoss hefði sokkið, hveijir farizt með skip- KOIVUNGSH JÓIV í HEIMSÓKN Búnadarþingf mótmælir harðlega inu og hverjum hefði verið bjargað. Tíminn hefir snúið sér til skipstjórans, Jónasar Böðvarssonar, og hefir hann sagt blaðinu hvernig slysið bar að höndum. Hótel Gulllíoss á Ak- ureyri brennur Skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt, eða um kl. 11,30, kviknaði í Hótel Gullfoss á Akureyri. Varð húsið alelda á skömmum tíma, en fólk bjarg- aðist þó með naumindum. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, var orðinn svo mikill eldur og reykur, að ekki voru tiltök að fara inn í hið brenn- andi hús. í gærmorgun, þegar slökkvi- liðinu hafði tekizt að ráða nið- urlögum eldsins, var húsið að mestu brunnið, en eftir stóð þó grindin og nokkuð af báru- járnsklæðningu. Aðeins litlu varð bjargað af innanstokks- munum, aðallega úr veitinga- salnum, sem var á neðstu hæð- inni og nokkru af innbúi hó- telseigandans, Gunnars Stein- grímssonar, tókst einnig að bjarga. Alls bjuggu 30—40 manns á hótelinu, þar af im 20 skóla- nemendur. Missti þetta fólk nær því allt sitt í eldsvoðanum. Ennþá er óvíst um orsakir að upptökum eldsins, en hans varð fyrst vart í austurálmu bygg- ingarinnar. Slökkviliðið vann ötullega að því að slökkva eld- inn og verja næstu hús, aðallega hótel Akureyri, sem var I mestri hættu. En um tíma var óttazt um, að eldurinn næði því. — Skemmdir urðu því engar telj- andi á öðrum húsum. Ung söngkona Reykvíkingar eiga von á góðri skemmtun á þriðjudaginn kemur, því að þá efnir hin vin- sæla, unga söngkona, ungfrú Guðrún Á. Símonar, til söng- skemmtunar í Gamla Bíó, með aðstoð Þórarins Guðmundsson- ar, Fritz Weisshappel og Þór- halls Árnasonar. Á söngskránni, sem skiptist í 4 liði, eru 11 lög eftir innlenda (Framhald á 8. slðu) Skipið var á siglingu heim- leiðis i allgóðu veðri. Það var snemma morguns, klukkan 8y2, þegar sprenging varð framar- lega í skipinu. Hvort tundur- skeyti eða tundurdufl hefir valdið sprengingunni, verður ekki vitað. Farþegar voru flestir neðanþilja í rúmum sínum, en skipverjar voru um það bil að skipta um vakt. Sex hásetar voru fram í. Var einn þeirra í rúmi sinu (hann komst af), en hinir voru í borðsal. Einnig voru nokkrir kyndaranna fram í, en þar voru vistarverur þeirra og háseta ofanþilja. Þeir, sem voru fram í borðsal, munu ekki hafa komizt út, því sprengingin mun hafa rifið skipið að fram- an undir sjávarmáli. Þegar sprengingin varð, þustu allir út á þilfar, nema þeir, sem ekki hafa komizt úr klefum sín- um fram í. Á skipinu vorn tveir björgunarbátar á bátaþilfari miðskips og einn á palli aftast á skipinu. Einnig voru björgunár- flekar á skipinu. Eini báturinn, sem hægt var að koma út, vegna þess hve skipið hallaðist, var sá, sem var bakborðsmeginn mið- skipa. Við sprenginguna losnaði einn fleki frá skipinu og öðrum varð komið á flot skömmu seinna. Þótt það tæki ekki mik- ið meira en' 3 mín. að koma björgunartækjum þessum á flot frá skipinu, mátti ekki tæpara standa, að tími ynnist til þess. Alls mun ekki hafa liðið lengri tími en 5 mín. frá því að spreng- ingin varð og þar til skipið var sokkið. Framhluti skipsins fór á und- an og stóð fánastöngin með ís- lenzka fánanum seinast ein upp úr sjónum. Flestir þeirra, sem af komust, fleygðu sér í sjóinn og tókst síð- ar að koma sér í bátinn eða á flekana. í bátinn komust fyrst 11, en síðar voru teknir upp í hann 2, sem bjargazt höfðu á annan flekann, en á hinn flek- ann komust 17. Eftir um klukkutíma hrakn- inga á bát og fleka, var fólkinu bjargað af brezku eftirlitsskipi. Allan þann tíma voru skipbrots- mennirnir fullvissir um, að hjálp myndi berast, því altaf sást til skipaferða. Veðrið var sæmilegt í fyrstu, en síðar hvessti nokkuð. Flestir þeir, sem af komust, voru fáklæddir. Eng- um varð samt verulega meint af vosbúðinni nema frú Euguine Bergin, en hún var meðvitund- arlaus, þegar henni var bjarg- að af björgunarbátnum. Hún fór í sjúkrahús þegar í land kom og hresstist eftir nokkurra daga veru þar. Allir hinir, s&m af komúst, voru hressir og ómeidd- ir. — Hinir brezku sjómenn tóku skipbrotsfólkinu tveim höndum, og veittu þá hjálp, sem þeir gátu veitt. Þegar komið var á land, var fulltrúi frá Eimskipa- fél. og Rauðakrossinum mættir til að taka á móti fólkinu. Eftir nokkurra daga bið fengu skip- brotsmennirnir ferð heim og gekk sú ferð að óskum. Mynd þessi var tekin Jyrir nokkru síðan, þegar brezku konungshjónin komu í heimsókn í aðalbœkistöðvar Harris flugmarskálks, sem stjórnar loftsókn Breta gegn Þýzkalandi. Harris er til vinstri liandar á myndinni. Hneyksll í flugmálunum: Kunnur Rússadindill skipaður ilugmálasljóri Þegar núverandi stjórn var mynduð, höfðu ýmsir liðsmenn Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins það á orði, að kommúnist- ar leggðu alveg ótrúlegt kapp á, að flugmálin tilheyrðu ekki samgöngumálaráðuneytinu, sem Emil Jónsson átti að fá, heldur yrðu þau klofin frá því og falin ráðherrum kommúnista. Mörg- um þótti þetta ekki undarlegt, þar sem flugmálin og flugsam- göngurnar um ísland hljóta að verða einn meginþáttur utan- ríkismálanna á komandi árum. Niðurstaða þessara átaka stj órnarflokkanna í haust lykt- aði með því, að kommúnistar urðu hlutskarpari og fengu yfir- stjórn flugmálanna í sínar hendur. Var fyrsti árangur þess sá, að Sigurður Thoroddsen var sendur á flugmálaráðstefnuna í Chicago síðastl. haust, án þess að sjáanlegt væri, að íslend- ingar hefðu minnstu þörf fyrir nærveru hans þar. Annar árang- urinn er sá, að Erling Ellingsen hefir nú verið skipaðuríembætti flugmálastjóra, er ákveðið var að stofna á seinasta Alþingi. Mun hvorki Agnari Kofoed- Hansen er verið hefir flugmála- ráðunautur ríkisins, né Erni Johnson, er sýnt hefir mikinn dugnað í þessum málum, hafa verið boðið þetta starf, en þeir hefðu virzt manna sjálfkjörn- astir til þess. Kommúnistum mun heldur ekki hafa verið það neitt. áhugamál að fá hæfan mann í starfið ,enda er eigi kunungt um, að Erling þessi hafi neitt það til brunns að bera, er réttlæti þessa embættisveit- ingu. Hins vegar er hann al- þekkturRússadindill og það mun sá verðleiki, er kommúnistar munu telja nauðsynlegastan í þessu sambandi. Þetta mun því vafalaust ekki vera seinasta hneyksli kommún- ista í flugmálunum, ef þeir ann- azt eiga stjórn þeirra. Vísitalan Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir marz- mánuð og reyndist hún vera 274, eða hin sama og tvo síðastliðna mánuði. Nýtt sjúkrahús á Akureyri Bæjarstjórn Akureyrarkaup- staðar samþykkti á fundi sín- um 6. þ. m. að hefja byggingu hins fyrirhugaða sjúkrahúss strax í vor og veður leyfa. Einn- ig var ákveðið á fundinum ,að húsið skyldi standa í brekku sunnan við gamla sjúkrahúsið. í spítalanum eiga að vera rúm fyrir 88 sjúklinga, auk her- bergja fyrir nauðsynlegan út- búnað lækna og hjúkrunar- kvenna. Maður drukknar Það slys vildi til s. 1. laugar- dag, að Guðmundur Guðmunds- son, bóndi í Grænanesi, drukkn- aði í Grjótá I Steingrímsfirði. Var Guðmundur að fara yfir ána ríðandi, en féll af hestinum. t DAG birtist á 3. og 6. síðu grein eftir Hermann Jónasson, formann Framsóknar- flokksins. Nefnist hún „Kollsteypustefnan er for- dæmd“. Neðanmáls á 3. og 4. síðu eru minningar um Guð- mund Iljaltason, viðtal við ekkju hans, Hólmfríði Björnsdóttur, skráð af Guðna Þórðarsyni blaða- manni. ~—------------ kúgunarákvæði Búnaðarmála- sjódsjaganna Búnaðarþing hefir nú lokið afgreiðslu þriggja stórmála, sem fyrir því hafa legið, jarðræktarlagamálsins, áburðarverksmiðju- málsins og búnaðarmálasjóðsmálsins. Hefir Búnaðarþing í tveim- ur fyrst nefndu málunum tekið eindregna afstöðu með frv. þeim, sem stjórnarliðið kom fyrir kattarnef á seinasta þingi, og í síðastnefnda málinu hefir það mótmælt því gerræði, að réttur bænda til að ráðstafa búnaðarmálasjóði skuli takmarkaður. Vafalaust mun það verða kölluð þröngsýni og klíkuskapur f mál- gögnum kommúnista og Kveldúlfsmanna, að Búnaðarþing fylgir þannig fast fram umbótamálum landbúnaðarins, en hitt mun og jafnvist, að bændastéttin mun standa óskipt að baki Búnað arþingi í málum þessum. Búnaðarmálasjóður. Á fundi Búnaðarþings í gær var afgreidd fjárhagsáætlun fyrir búnaðarmálasjóð. Tekjur hans voru áætlaðar 300 þús. kr. á þessu ári og 350 þús. kr. á næsta ári. Ákveðið var að verja meginhluta þessa fjár til hús- bygginga fyrir félagið, eða kr. 395 þús. Til útgáfu Freys verð- ur varið 65 þús. kr., til greiðslu kostnaðar af Búnaðarþingi, að því leyti, sem það sinnir sér- hagsmunamálum bændastéttar- innar, eru áætlaðar 60 þús. kr., til ferðasjóðs bænda 20 þús. kr. og til styrktar nýjungum hjá búnaðarsamböndunum 100 þús. kr. Ýms gjöld voru áætluð 10 þús. kr. Eins og sjá má af þessari á- ætlun, er það fyrirætlun Bún- aðarþings að reisa hús fyrir starfsemi Búnaðarfélagsins, á- samt gistiheimili fyrlr bændur, sem er ætlað að rúma um 100 gesti og hafi tilheyrandi veit- ingasali. Til þess að fá tekj- ur til byggingarinnar, var stjórn félagsins heimilað að selja húseign þá, sem það á núv Þegar búið er að koma húsi þessu upp, er það ætlun Bún- aðarþings, að tekjur búnaðar- málasjóðs renni aðallega til búnaðarsambandanna. í tilefni af því gerræði sein- asta Alþingis, að ráðstöfunin á tekjum búnaðarmálasjóðs skuli háð samþykki ráðherra, var samþykkt svohljóðandi tillaga méð atkvæðum allra Búnaðar- þingsmanna, nema Sveins á Egilsstöðum, er greiddi atkvæði á móti: „Búnaðarþing telur sig ekki hafa misnotað það fé, er það- hefir fengið til ráðstöfunar á undanförnum áratugum og á- lítur því ómaklega þá tortryggni er fram kom á Alþingi í garð þess, með breytingu þeirri, er Alþingi gerði á frumvarpi til laga um búnaðarmálasjóð, þar sem áskilið er, að landbúnaðar- ráðherra samþykki áætlun fyr- ir sjóðinn, og þar sem hér er eingöngu um að ræða fjárfram- lag frá landbúnaðinum, leggur Búnaðarþing áherzlu á að þetta ákvæði verði numið úr lögun- um“. Bændur hafa með þessari sam- þykkt hafið einhuga baráttu fyrir því, að fá þessu kúgunar- ákvæði aflétt og munu áreiðan- lega ekki, nema aumustu und- anvillingarnir í stéttasamtök- unum, skerast úr leik í þeirri baráttu. Jarðræktarlagafrv. í jarðræktarlagamálinu mót- mælti Búnaðarþing eindregið breytingu þeirri, sem gerð var á frv. í neðri deild að tilhlutun kommúnista og Jóns Pálma- sonar og síðar varð þess vald- andi, að málinu var vísað frá í efri deild. Jafnframt mælti það með samþykkt frv., eins og það var upphaflega lagt fram. Tillagan, sem Búnaðarþing samþykkti um frv., var sam- þykkj með atkvæðum allra búnaðarþingsmanna gegn atkv. Sveins á Egilsstöðum, Ólafs í Brautarholti og Páls á Ásólfs- stöðum. Tillagan er svohljóð- andi: „Búnaðarþing lítur svo á, að þegar um það er að ræða að breyta jarðræktarlögunum í þeim tilgangi að efla ræktun landsins, svo það takmark ná- ist sem fyrst, að allur heyfeng- ur verði tekinn af véltæku landi, þá beri að gera það á grundvelll gildandi jarðræktar- laga þannig, að allir bændur, sem hlut eiga að máli, getl þeg- (Framhald á 8. síðu) r \ Sendiherrar Islands er- lendis kallaðir heím Tíminn hefir það eftir áreiðanlegum heimildum, að allir sendiherrar íslands erlendis hafi verið kallaðir heim. Tíminn hefir snúið sér til fulltrúa Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd og hefir hann skýrt blaðinu svo frá, að þetta hafi alls ekki verið rætt i nefndinni og honum sé því málið algerlega ókunnugt. Þessi starfsemi virðist vera áframhald af því leynipukri, sem' utanríkismálaþjónustan er að verða, og þó einkum síðan stríðsyfirlýsingarmálið, svokallaða, kom til sögunn ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.