Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 2
2 ÍÍMIM, fostndaglim 22. júni 1945 46. blað Föstudagur 22. jjúní Landsfundurinn Morgunblaðið lætur mjög drýgindalega yfir landsfundi Sjálfstæðismanna, sem haldinn var í seinustu viku. Það lætur mjög af því, hve ánægðir fund- armenn hafi verið yfir samvinn- unni við kommúnista, er þeir síðarnefndu nota dyggilega til áð efla valdaaðstöðu sína, stjórnarsamningunum, sem enn hafa þó ekki borið aðra ávexti en hækkuð launaútgjöld og stór- aukna skatta, og þá ekki sízt yfir „nýsköpuninni", sem enn gildir þó um það sama og nýju fötin keisarans, að engin sér hana né verður hennar var, nema síður sé. Morgunblaðið leggur svo út af þessari „ánægju“ landsfundar- mannanna á ýmsa vegu. Það segir, að þetta sé augljós sönnun þess, hve Ólafur Thors sé mikill stjórnmálaforingi! Þetta sé einnig sönnun þess, hve Fram- sóknarflokkurinn sé óþjóðhollur og afvegaleiddur, þar sem hann hafi neitað að taka þátt í þessu- samstarfi! Þegar þess er gætt, að þrír elztu og reyndustu þingmenn Sjálfstæðisfl., Gísli Sveinsson, Jón Sigurðsson og Pétur Otte- sen, sátu ekki fundinn og ekki heldur neinir þeirra, sem mestu ráða hjá Vísi, og það virðast þannig hafa verið samtök þeirra Sjálfstæðismanna, sem eru van- trúaðir á stjórnina, að sækja ekki fundinn, þarf engan að undra, þótt fundurinn hafi bor- ið svip slíkrar „hallelúja“-sam- komu og Mbl. skýrir frá. Fund- armennirnir voru líka nær ein- göngu úr Reykjavík og stærstu kaupstöðunum, þar sem áróður kommúnista fyrir mikilvægi stjórnarinnar er bezt skipulagð- ur og magnaðastur. Væri sönnu næst að kalla þetta landsfund Kveldúlfsdeildarinnar eða „koll- steypudeildarinnar“ í Sjálfstæð- isflokknum, en ekki landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir alla „ánægjuna“ og múggleðina, sem Mbl. telur hafa ríkt á þessum fundi, virð- ist þó einum manni hafa tek- izt að halda höfðinu nokkurn- veginn ótrufluðu eða líkt og Pílatusi, þegar hann gætti þess að þvo hendur sínar og undan- þiggja sig sökinni, er múgur- inn í blindni sinni vildi heldur frelsa Barrabas en Krist. Pétur Magnússon fjármálaráðherra flutti allýtarlega ræðu á fund- inum, er fjallaði um fjármálin. Lengi vel fylgdi hann þar þeirri algengu reglu slyngra mála- færzlumanna, að „slá úr og í“, svo að hann lenti ekki í beinni mótsögn við „nýsköpunar"- glamriðí ræðulokin komst hann þó ekki hjá að gera þessa játn- ingu: „Um framtíðarskipan fjár- málanna vildi ég að öðru leyti segja þetta: Ég er sömu skoð- unar og ég áður hefi verið um það, að útgjöld ríkissjóðs séu orðin hærri en undir verði risið til lengdar. Það verður nú þegar að stefna að þvf, að draga saman seglin. Ella get- ur svo farið, að fjársóun og óhófleg skattaálagning hindri þá nýskipun atvinnulífsins, sem flestir játa að sé nauð- synleg“. Og enn sagði Pétur: „En þá má það heldur ekki gleymast, að því aðeins verða ný atvinnutæki þjóðinni til varanlegrar gæfu, að rekstri þeirra sé hagað þannig, að atvinnan beri sig“. Hér er þá lika komið að því, sem er höfuðkjarni málsins. Heilbrigt fjármálalif er nauð- synlegur grundvöllur að allri raunhæfri „nýsköpun“ og öll- um framförum. Núverandi fjár- málastefna gengur í þveröfuga átt og þess vegna þarf að verða stefnubreyting í fjármálunum, eins og fjármálaráðherrann tek- ur fram. Framsóknarmenn töldu sér það ekki fært að vinna það til þátttöku í ríkisstjófn að styðja alranga fjármálastefnu. Þeir kusu það heldur að vera utan stjórnarinnar til að berjast fyrir því, sem þeir álitu rétt. ERLENT YFIRLIT »Réttarhöldín í Moskvu« Aðvörun Bjarna og orðbragð Ólafs. í þjóðhátíðarræðunni, sem Bjarni Benediktsson flutti 17. þ. m. lagði hann réttilega á- herzlu á, að lýðræðinu stafaði mikil hætta af stjórnmála- mönnum, er temdu sér ljótt orð- bragð og færu með órökstudd og ósæmileg brigzl um andstæð- inga sína. í landsfundarræðu sinni sagð- ist Ólafi Thors um Framsókn- arflokkinn á þessa leið (sbr. Mbl. 15. júní/): „Hefir hann (þ. e. Fram- sóknarflokkurinn) hegðað sér sem óábyrgur ribbaldaflokkur og aldrei hirt um annað en reyna að efla fylgi sitt eða svala ólund sinni, hversu sem fór um almenningshag“. Þá fórust Ólafi ennfremur svo orð um gagnrýni stjórnar- andstæðinga (sbr. Mbl. 17. júní): „Hirði ég því ekki að rekja gagnrýnina sérstaklega, enda um að ræða ýmist ómerkilegt illkvitnisnöldur smásálna eða fúkyrði stjórnlauss ofstækis og heiptar“. Þótt ekki séu tekin jiema þessi tvö sýnishorn um mál- flutning Ólafs á landsfundinum, nægir það til að sýna, að ekki hafa Sjálfstæðismenn munað vel eftir áðurnefndum kenn- ingum Bjarna, þegar þeir gerðu Ólaf að forsætisráðherra. Þá hefðu þeir heldur sent hann á einhverja góða uppeldisstofn- un. Hins vegar skýrir þetta enn betur en áður, hvers vegna kom- múnistar veita Ólaftl stuðning sinn. Lífseig skröksaga. í . „landsfundarræðu“ sinni mælti Ólafur Thors á þessa leið, samkvæmt frásögn Mbl. 15. þ. m., er hann sagði frá stjórnar- myndunartilraunum sínum sið- astl. haust: „Framsóknarflokkurinn neitaSi að ganga í stjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Hann neitaði einnig uppástungum Sjálfstæðis- flokksins um hlutlausan forsætis- ráðherra og yfirleitt öllu samstarfi öðru en þvi, að endurreisa stjórn Björns I>órðarsonar“. Þessi saga Ólafs er alger upp- spuni, eins og oft hefir verið rakið hér í blaðinu. Framsókn- armönnum bárust aldrei tilboð frá Sjálfstæðisflokknum um „að ganga í stjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins“ né um „hlutlausan forsætisráðherra“, og hafa því hvorugu neitað. Hins vegar gerðu þeir Sjálfstæð- isflokknum skriflegt tilboð um stjórnarsamvinnu, þar sem bent var á forsætisráðherraefni, án þess að það væri bindandi á nokkurn hátt. Þessu tilboði Framsóknarmanna var aldrei formlega svarað. Svo ákaft sótti Ólafur stjórnarmyndunina ,með kommúnistum, enda taldi hann sig ekki geta orðið forsætisráð- herra með öðrum hætti. Sagan um tilboðin, sem Fram- sóknarmenn eiga að hafa neit- að, varð fyrst til, þe)ar forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins fundu, að samvinnan við kommúnista mæltist illa fyrir. Þá brugðu þeir fyrir sig þeirri skreyt>ii til að afsaka hana, að Framsókn- Reynslan af fyrsta þingf núv. stjórnar sannar óhrekjanlega þá skoðun" Framsóknarmanna, að frá henni er ekki viðreisnar að vænta, þótt vafalaust skorti fjármálaráðherrann ekki vilj- ann, því að samstarfið við kom- ^núnista verður þar alltaf fjöt- ur um fót. Það, sem þjóðin þarf, eru öflug samtök allra þjóðlegra og frjálshuga manna um að koma atvinnuvegunum og fjár- málum ríkisins á heilbrigðan grundvöll. Þetta þurfa Sjálf- stæðismenn ekki sízt að gera sér ljóst og þess vegna mega þeir ekki láta „hallelúja“-samþykkt- ir, sem gerðar eru að tilhlutun Kveldúlfsdeildar Sjálfstæðis- flokksins um nauðsyn samvinn- unnar við kommúnista, villa sér sjónar á því, að samtök viðreisn- armanna í borgaraflokkunum þremur er eina, leiðin til að skapa heilbrigt fjármálalíf og stjórnarfar- armenn hefðu verið ófáanlegir til stjórnarsamvinnu! Sú líf- seigla þessara'r skröksögu, að Ólafur Thors skuli enn flagga með henni, sýnir ótvírætt, að enn ásækja hann þungir draum- ar út af samstarfinu við kom- múnista og hann telur því bet- ur farið en ekki neitt að bregða henni fyrir sig, ef vera mætti að einhverjir tryðu henni og teldu hana honum til afsökunar. „Eitt rekur sig á annars horn‘. Margir hafa veitt athygli ein- kennilegum tvískinnungi í lands fundarræðu Ólafs Thors. Annað veifið telur hann, að núverandi ríkisstjórn hafi verið mynduð af réttum aðilum og eigi hafi verið með öðru móti hægt að afstýra vinnuófriði Hitt veif- ið lýsir hann því fjálglega, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi, þeg- ar vonin um þjóðstjórn brást, lagt frumáherzlu á að mynda stjórn með Framsóknarflokkn- um einum og' áfellir Framsókn- arflokkinn fyrir að slík stjórn- arsamvinna hafi mistekizt. Ef fyrri frásögn Ólafs á að fá staðizt, verður ekki annað séð af síðari frásögninni en Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ætlað að gera rangt og efna til langvar- andi vinnuófriðar. Það, sem kom honum Svo inn á rétta braut.hafi hvorki verið stjórnmálakænska Ólafs né forsjá, eins og sumir Sjálfstæðismenn vilja vera láta, heldur sú þverúð Framsóknar- flokksins að vilja ekki hafa hann fyrir forsætisráðherra! Slíkar mótsagnir í málflutn- ingi gefa bezt til kynna, að mál- staðurinn er ekki góður. Ólafur skrökvar upp „skriflegum gögnum“. Ólafur Thors segir í lands- fundarræðu sinni: „Það er löngu orðið öllum kunn- ugt af skriflegum gögnum málsins, að meðan Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í ríkisstjórn, ef eigi tækist að viðhalda hinni ó- þingræðislegu stjórn, krafðist hann engra kauplækkana, hcldur bauð hann fram kauphækkanir“. Vitanlega lagði Ólafur þessi „skriflegu gögn“ ekki fram. Þau eru ekki til. Framsóknarflokkur- inn lýsti sig jafnan mótfallinn öllum kauphækkunum, er hefðu áhrif á vísitöluna, en það þýddi sama og að stöðva allar kaup- hækkanir, því að sú kauphækk- un er ekki til, sem ekki hefir áhrif á vísitöluna, þótt þær komi ekki alveg strax fram. Þær koma i öllu falli inn í landbúnaðar- vísitöluna og hækka hana. Þeg- ar hún hækkar, hækkar líka dýrtíðarvísitalan. Ólafur Thors gerir sig því ber- an að hreinum ósannindum með framangreindum söguburði og sýnir það mæta vel ósvífni hans, að hann þykist byggja þau á „skriflegum gögnum.“ Hvar í heiminum skyldi maður þolast sem forsætisráðherra, er hagaði sér á þennan hátt?, Ólafur og launalögin. í „landsfundarræðu" sinni fórust Ólafi Thors svo orð: „Sett hafa verið launalög, svo sem heitið var. Hafa þau að sönnu eigi hlotið einróma lof, en þó mega menn gæta þess, að vegna mis- réttis og óreiðu, er skapazt hafði undir forystu Framsóknarflokksins, varð alls eigi lengur unað við það ástand“. Ólafur er hér bersýnilega að reyna að telja mönnum trú um, að fjármálastjórnin hafi verið í höndum Framsóknarmanna fram til seinasta þings, enda bótt fjármálaráðherra hafi ver- ið úr hópi Sj álfstæðismanna sið- an vorið 1939 og einmitt á þeim tíma hefir skapazt mest sukk og óreiða í þessum efnum. Það fer líka fjarri því, að launalögin bæti úr sukkinu og óreiðunni, heldur magna þau hana í mörg- um tilfellum. Þau voru ekkd heldur sett til þess að koma á slíkum úrbótum, heldur til að styrkja fylgi Alþýðuflokksins og kommúnista meðal launastétta landsins. Þess vegna auka þau árleg útgjöld ríkisins um einar litlar 8 milljónir kr. og gera það að verkum, að 3. fl. ritarar og vélritunarstúlkur hafa nú í mörgurn tilfellum meira kaup en sjómenn og bændur! Þetta var ein meðgjöfin, sem Ólafur þurfti að borga með sér, tll þess að verða forsætisráðherra af náð kommúnista. Þá reynir Ólafur að telja Framsóknarmenn meðábyrga á afgreiðslu launalaganna, vegna pess, að einn flutningsmaðurinn var úr þeirra hópi! Allir munu þó sjá, að það er sitthvað að vilja koma fram réttlátum end- urbótum eða slíku óreiðubákni og launalögin endalega urðu. Framsóknarmenn gerðu líka margar tilraunir til að fá launa- lagafrv. breytt, en þær mis- heppnuðust allar og þá snerust þeir gegn því í heild. Ólafi tjáir því ekki að bera saman afstöðu þeirra og hans i þessum málum. Það verður aðeins til að gera hlut hans enn verri. Grundvöllur „nýsköpunarinnar“. í landsfundarræðu sinni kemst Ólafur m. a. svo að orði: „Þá er það og augljóst, að eigi að framfylgja kröfu Tímans um að festa ekki kaup á framleiðslutækj- um fyrr en sýnt sé, að þau munu bera sig, getur orðið óþægilegur dráttur á framkvæmdunum". Það er vitanlega helber upp- spuni hjá Ólafi, að Tíminn hafi gert framangreinda kröfu. Hitt hefir hann sagt, að hin mikla og sívaxandi verðbólga myndi draga úr áhuga manna fyrir kaupum á framleiðslutækjum, og þess vegna mun óbreytt fjár- málastefna stjórnarinnar verða „nýsköpuninni" fjötur um fót. Fjármálaráðherrann var líka þeirrar skoðunar á landsfund- inum. Þess vegna er það nú undirstöðuatriði „nýsköpunar- innar“ að breytt verði um stjórn arforustu og stjórnarstefnu. Ólafur og fiskverffiff. í „landsfundarræðu“ sinni lagði Ólafur Thors sérstaka á- herzlu á að telja fundarmönn- um trú um, að margt hefði spillt fyrir hagstæðum samningum við Breta og þá „ekki sízt, þegar þær raddir kváðu (Framhald á 8. síSu) Mjög hefir það vakið athygli, að rússneska stjórnin skyldi hefja réttarhöldin í málum pólsku sendinefndarinnar, sem hún lét handtaka, einmitt á sama tíma og hafinn var viðræðufundur í Moskvu um myndun Póllands- stjórnar, er öll stórveldin gætu viðurkennt. Margir nefndar- mennirnir eru forvígismenn ýmsra helztu stjórnmálaflokk- anna í Póllandi og getur því vart hjá því farið, að „réttarhöldin“ spilli fyrir samningaumleitun- unum. Hafa líka mörg erlend blöð látið í ljós undrun sína yfir þessum aðförum Rússa. Þeirra á meðal er Daily Herald, aðalblað verkamannaflbkksins brezka. Það vekur heldur ekki litla at- hygli, að nefndarmennirnir hafa yfirleitt játað fyrir réttinum flestar þær sakir, sem Rússar hafa borið á þá, en þær eru eínkum samvinna við Þjóðverja og andstaða gegn Rússum. Kem- ur þetta ekki sízt á óvart þeim, sem málavöxtum eru kunnug- astir, þar sem þessir menn stjórnuðu leynibaráttunni gegn Þjóðverjum og stóðu m. a. að Varsjáruppreisninni í fyrra, sem varð Þjóðverjum mjög til baga. Er ekki attnað kunnugt en að þeir hafi haldið þessari baráttu áfram allt til þess, að þeir voru handteknir af Rússum. Jafn- framt er^ kunnugt um mörg dæmi þess, að þeir hvöttu liðs- menn sina til samvinrui við Rússa, en hins vegar vildu þeir ekki hlýðnast fyrirmælum Lub- linstjórnarinnar, sem Rússar höfðu viðurkennt. Gagnrýndu þeir að vonum þá ákvörðun Rússa, að viðurkenna stjórn, er studdist við lítinn minnihluta, en lýstu sig þó jafn fúsa til sam- starfs við þá eftir sem áður. Yfirleitt er þessum óvæntu „játningum" Pólverjanna tekið með miklum efasemdum utan Rússlands. Mönnum finnast „réttarhöld“ þessi minna uftjög á ýms fyrri „réttarhöld" í einræð- isríkjunum, þegar sakborning- ar, sem allir vissu saklausa, hafa „játað“ á sig margvísleg óbóta- verk. Eins og kunnugt er, voru Pól- verjar þeir, sem hér um ræðir, kjörnir í nefnd, sem skyldi vera fulltrúi leynisamtakanna í Pól- landi í umræðum þeim um myndun nýrrar pólskrar stjórn- ar, er færu fram samkvæmt á- ákvæðum Krímarsáttmálans. Flestir þessara manna höfðu dvalið í Póllandi meðan Þjóð- verjar voru þar og tekið miklnn þátt í leynistarfseminni. Njóta þeir allir mikils álits í Póllandi og myndi það vitanlega á ýms- an hátt styrkja Lublinstjórnina, ef öllum þessum áhrifamestu keppinautum hennar yrði rutt úr vegi. Lengi vel héldu Rússar fang- elsun þessara manna leyndri og var það seinast kunnugt um þá, að þeir hefðu verið kvaddir á fund rússnesks hershöfðmgja. Bæði enska stjórnin og banda- ríkska stjórnin spurðu Rússa margoft um þá, en fengu engin svör. Það var fyrst á ráðstefn- unni í San Ifrancisco, er Molo- toff upplýsti, að Rússar hefðu fangelsað þá vegna mótþróa gegn rauða hernum. Var þá lið- ið á annan mánuð frá handtök- unni. -Þessi yfirlýsing Molotoffs varð til þess, að Bandamenn hættu viðræðum við Rússa um Pól- landsmálin í bili til að mótmæla þessu atferli. Fyrir atbeina Harry Hopkins, er fór sem er- indreki Trumans • forseta til Moskvu, náðist þó samkomulag um nýján viðræðufund, sem hófst í Moskvu á sunnudaginn. Þeir, sem eru hlynntir Rússum, reyna að skýra „réttarhöldin“ þannig, að Rússar haldi þau til að reyna að sanna að þeir hafi meint annað með handtök- unum en gæta brýnna hags- muna, en hins vegar ekki verið að skipta sér af innbyrðisdeil- um Pólverja. Aðrir telja, að Rússar hafi valið „réttarhöldum" þessum og viðræðufundinum um Póllands- málin sama tíma, til að sýna Bandamönnum, að þeir gætu ráðið því, sem þeir vildu í þeim málum, þótt þeir hafi fallizt á það í málamyndar- skyni, að halda nýjan við- ræðufund um þau. „Réttarhöld- in“ hafa mjög veikt þá trú, að þótt eitthvert samkomulag fá- ist á viðræðufundinum, þá verði þar um viðunanlega og varanlega lausn að ræöa. í Stjórnmálabréfi frá Reykjavík, sem birtist í Skutli 8. þ. m„ nefndist einn kaflinn: Samtök skattsvikara? Hann er svohljóðandi: „Stjórnin hefir enn ekkert til- kynnt 'um það, hvað gert heflr ver- ið til þess að framkvæma það at- riði úr stjórnarsamningnum, að herða eftirlit með skattaframtölum til þess að koma í veg fyrir skatt- svik. En allir sem til þekkja vita að aldrei hafa gifurlegri skattsvik átt sér stað heldur en undanfarin ár. Tugum ef ekki hundruðum miljóna er stolið undan skatti. Hér er því um afar mikilsvert atriði að ræða og væri því æskilegt að þiau blöð, sem næst ríkisstjórninni standa, skýrðu frá framkvæmdum ^stjórnarinnar í þessu máli, eða a. *m. k. hversvegna ekkert er um það talað. Nýlega fréttist það að ráðgert væri að stofna stærsta útgerðarfé- lag, sem starfað hefði til þessa hér á landi. Eitt dagblaðanna talaði um 50 milj. kr. hlutafé. Sú saga gekk um bæinn og mun ekki hafa verið með öllu gripin úr lausu lofti að forgöngumenn þessa félagsskapar hafi talið það nauð- synlegt skilyrði til þess að féð fengist, að ekki væri rannsakað hvaðan hlutaféð kæmi. Er jafnvel sagt, að leitað hafí verlð hófanna hjá nokkrum stjórnmálamönnum um það, hvort þeir væru fáanlegir til að veita slíkri félagsstofnun blessun sína. Það verður fróðlegt að heyra hvað næst kemur." Þessi saga, sem Skutull hér tilgreln- ir, er vissulega ekk'i úr lausu lofti grip- in. Það væri líka í samræmi við annað hjá ríkisstjórninni að hafa lofað bættu skattaeftirliti, en efna það með því að veita skattsviknu fé sérstaka und- anþágu. 4 * * * í áðurnefndu Stjórnmálabréfi Skut- uls, rtefndist annar kafli: Loftarðu þessu Pétur? Þar segir: „Annars virðist fullkomin óvissa ríkjandi í afstöðu stj'órnarinnar og stjórnmálaflokkanna til fjármál- anna og peningamálanna yfirleitt. Fjármálaráðherrann og flokkur hans virðist aðeins staðráðinn i elnu: Að vernda stríðsgróðann með hnúum og hnefum undir einhverju yfirskyni. Kom það t. d. grelnilega í ljós í afstöðunni til Eimskipafé- lagsins, sefh hafði leyft sér að raka saman á þriðja tug miljóna á einu ári og farið mjög freklega á bak við verðlagsyfirvöldln til þess að ná þessu marki. Ekkert fyrirtæki getur leyft sér slíka framkomu og engu fyrirtæki má haldast hún uppi, hversu mikil þjóðnytjastarf- semi, sem um er að ræða. Sérhags munir og þjóðarheill samrýmast ekki. Skattapólitikin á síðasta þingi var vandræðafálm og fjármálaráð- herrann játaði í þinglokin algert úrræðaleysi sitt í fjármálunum. En í haust má búast við að ekki verði lengur komizt hjá því að gera sér grein fyrir vandamálunum á fjár- málasviðinu og leggja fram ákveðna stefnu til að ráða fram úr þeim. Með tilfiti til þeirrar reynslu, sem komin er, er því ekki að furða, þótt menn spyrji eins og í þingvísunni frægu: Loftarðu þessu, Pétur?“ Skutull er áreiðanlega ekki einn um þessa spurningu: Loftarðu þessu Pétur? * * * í Stjórnmálabréfí frá Reykjavík, sem birt er í Skutli 2. þ. m„ segir svo undir kaflafyrirsögninni: Þjóðnýting?: „Mörgum hefir þótt það einkenni- legt að ríkisstjórnin skyldi hafa forgöngu um söfnun þessa, þannig að hún var beinlínis kennd við sjálfa ríkisstjórnina. Viðkunnan- legra hefði verið að frjáls og al- hliða samtök hefðu staðið að söfn- uninni, enda þótt frumkvæðið hefði komið frá stjórninni. Að þessu sinni kom það að engri sök, þar sem málstaðurinn var svo hjart- fólginn öllum þorra þjóðarinnar, sem raun er á. Ennþá undarlegra er þó, er ríkis- stjórnin gefur opinberum aðilum fyrirmæli um að sjá um skemmt-- anir fólksins 17. júní. Þykir sum- um dálítið Rússa- eða nazista-bragð að þessari nýbreytni. Það er áreiðanlega frekar þörf á þjóðnýtingu á einhverju öðru sviði - en þessu. Er hér verið að reyna að venja fólkið á að líta á ríkis- stjórnina sem einhverja landsföður- lega forsjón, sem þjóðin eigi að hlýða í einu og öllu? Það er rétt að fylgjast með fleiri tiltektum stjórnarinnar af þessu tagi, ef fram- hald skyldi verða á þessari um- hyggjusemi fyrir fólkinu." Svo langt gengur orðið einræðis- brölt stjórnarinnar, að blað, eins og Skutull, sem játar henni fylgi sitt, en er hins vegar óháð stjórnmálaflokk- unum, telur sig nauðbeygt tll að vara við því. * * * í sama Stjórnmálabréfi í Skutli er það átalið, að Finnar skyldu ekki fá hluta af landssöfnuninni, þar sem þörf þeirra er sízt minni en Dana og Norðmanna. Að endingu segir: „Kommúnistamir í ríkisstjórninni hafa án efa ekki mátt heyra á það minnst að íslendingar réttu bág- stöddum Finnum hjálparhönd. Þeir hafa ekki viljað missa þetta tæki- færi til að sýna Stalin undirgefni sína. En íslenzka þjóðin kann þeim engar þakkir fyrir þetta og heldur ekki hinum ráðherrunum, sem létu sér það lynda, að Finnar gleymd- ust.“ Þetta er enn eitt dæmi þess, hve kommúnistar eru mikilsráðandi í rík- isstjórninni og beygja þar ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins til undirgefni við sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.