Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka timaritið um þjóðfélagsmál. REYKJAVÍK Þeir, sem vilja kgnna sér þjóðfélagsmál, tnn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 22. JÍKÍ 1945 46. blað r a^imáll tSISST 18. júní, mánudagur: „Réttarhöld“ í Moikvn Rússland: í Moskvu hóíust réttarhöld gegn meðlimum pólsku nefndarinnar, 16 að tölu, er Rússar létu handtaka í vet- ur, eins og áður hefir verið sagt frá. Voru þeir ákærðir fyrir samvinnu við Þjóðverja og mót- spyrnu gegn Rauða hernum. Sagt er, að allir, nema einn, hafi „játað“, að ákæruatriðin væru rétt. / Noregur: Paal Berg gafst upp við stjórnarmyndun. Konungur fól Einar Gerhardsen, formanni Alþýðuflokksins, stjórnarmynd- unina. 1». júní, þrlðjudagur: Deilt uni Teschen. Pólland: Pólska stjórnin til- kynnti, að hún hefði látið her fara inn í iðnaðarborgina Tes- chen, sem Pólverjar tóku af Tékkum eftir Miinchensamn- inginn 1938. Tékkar hafa gert tilkall tll borgarinnar. Rússar hafa boðið báðum aðiium að senda nefndir til Moskvu til við- ræðna um málið. Frakkland: Franska bráða- birgðaþingið skoraði á stjórnina að vinna að því, að gerður yrði vináttusamningur milli Breta og Frakka. 20. júní, miðvikudagur: Málaferlln í Moskvn. Rússland: Hinn opinberi á- kærandi tilkjmnti, að ekki yrðl krafizt líflátsrefsingar i máli Pólverjanna 16. Þykir það sanna, að sakir séu litlar eða engar. Ítalía: Porri, formaður At- hafnaflokksins svonefnda, hefir myndað nýja stjórn. Er hún skipuð fulltrúum allra vinstri flokkanna og miðflokkanna. Oibeldi og lögleysur kommúnista á Sigluiirdi Kanpfélag Stykkishólms. (Framhald af 1. síöu) 2. Arnarstapa, 3. Búðum, 4. Hoftúnum, 5. Vegamótum, 6. Hjallanesi. Er þetta auðvitað til ómetan- legs hagræðis fyrir félagsmenn- ina á hinu stóra og dreifða fé- lagssvæði. Á þeim árum, sem sjávarútvegurinn átti sem örð- ugast uppdráttar, reisti félagið fyrsta hraðfrystihúsið - við Breiðafjörð og varð það beinlin- is til að bjarga fjölmörgum fiskimönnum út úr fátækt og vandræðum. Einnig rekur félag- ið myndarlega saumastofu og dúnhreinsuríarstöð. Kaupfélagið hefir mjög látið samgöngumál tll sin taka. Það hefir bíla í áætlunarferðum til Reykjavíkur og um félagssvæðið svo langt sem vegir ná. Enn- fremur hefir það tekið þátt í flóabátsferðum um Breiðafjörð. í ræktunar og byggingarmál- um hefir félagið ætíð verið hvetjandi og jafnframt veitt fé- lagsmönnum aðstoð sína eftir því sem unnt hefir verið á hverjum tíma. Er sannarlega eftirtektarvert og ánægjulegt að sjá, hversu ræktun er orðin mikil og byggingar vandaðar á mörgum sveitabýlum á Snæ- fellsnesi. Hér hefir fátt eitt verið nefnt, er varðar sögu og starfsemi Tvö dauðaslys Síðastl. mánudag ^vildi það sorglega slys til, að bifreið ók á tveggja ára gamlan dreng á Barónstíg móts við húsið nr. 59. Drengurinn var strax fluttur á Landsspítalann og lézt hann þar um kvöldið. Drengurinn hét Gunnar Sig urðsson, sonur hjónanna Mar grétar Stefánsdóttur og Sigurð- ar Oddssonar, bragga 61A á Skólavörðuholti. Á þriðjudagskvöld varð það hörmulega slys á gatnamótum Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar, að 16 ára piltur, Svavar Guð mundsson, Einholti 7, varð fyrir bifreið og beið þegar bana. Þegar lögreglan kom á stað- inn kom í ljós, að tvær bifreiðar höfðu rekizt þarna á og Svavar orðið fyrir annarri þeirra, en félagi hans, er hafði ýerið á gangi með honum, sloppið naumlega. Bifreiðarnar munu hafa verið á mikilli ferð, er áreksturinn var. Málið er í rann- sókn. (Framhald af 1. slðu) hávaðl, að erfitt reyndist að greina mál manria. Bað þá Jó- hann fulltrúana að ílytja sig í annað herbergi í fundarhúsinu og var það gert. Eftir sátu stjórnarnefndarmenn kommún- ista í kaupfélagsstjóminni og 16 fulltrúar af rúmlega sextíu. Var fundinum haldið áfram um stund, unz sendiboðar komu frá kommúnistunum, er eftir sátu og báru þeir fram þau tilmæli, að hvor fundurinn um sig kysi fimm manna nefnd, er ræddust við um sættir í félaginu. Var orðið við þessum tilmælum, en afnframt ákveðið, að fram- haldsaðalfundur skyldi haldinn 21. þ. m. Brottrekstrarnir. Nefndir þessar komu nokkru sinnum saman, en árangur náð- ist enginn, enda var kommún- istum annað en samkomulag í huga, eins og bráðlega kom fram. Notuðu þeir tímann til að senda erindreka á fund mið- stjórnar flokksins í Reykjavík til að fá ráð, sem að haldi mættu Á vföavangi. (Framhald af 2. síðu) stöðugt vi® fir herbfiðum nfiver- andi stjórnarandstæðinga, að helzt var & að skllja, að islendingnm væri þv£ betur borgið, sem verð- fallið riði fyr yfir. Vitanlega fer Ólafur Thors kaupfélagsins í Stykkishólmi. I meg fullkomin ósannindi, þegar stuttri blaðagrein er enginn kostur að rekja svo neinu nemi fjölþætt viðfangsefni og þróun þessa umfangsmikla samvinnu- félags, enda mun það gert all- ýtarlega í næsta hefti Sam- vinnunnar, sem út kemur innan skamms. Ég hafði aldrei á Snæfellsnes komið eða aðrar sveitir á félags- svæði Kaupfélags Stykkishólms, fyrr en ég fór þangað sem gest- ur á afmælishátíð félagsins og hafði því allt fram að þessu enga aðstöðu haft til að mynda mér neina skoðun á byggðar- laginu og fólkinu, byggða á eigin athugun. Og það er rétt og skylt að segja það, að þótt ég byggist ekki við neinu nema góðu einu i þeim efnum, þá hafa Snæfell- ingar og nágrannar þeirra í Döl- um vaxið í augum mínum, eftir að ég hefi ferðast nokkuð um byggðir þeirra, séð hverju þeir hafa áorkað um byggingar og aðrar verklegar framkvæmdir — og síðan dvalið um stund í hópi þeirra margra, þar sem þeir höfðu mannfagnað í tilefni af stofnun hinna öflugu félagssam- taka sinna. Það hlaut t. d. að vekja sérstaka athygli ókunn- ugra manna hve margir ágætlega máli farnir og grein- hann segir, að stjómarandstæð ingar hafi látið þá skoðun uppi, „að íslendingum væri því bet- ur borgið, sem verðfallið riði fyrr yfir“. Hins vegar hafa margir þeirra hvatt til, að þjóð- in byggi sig undir að mæta verð- falli, er koma myndi upp úr stríðslokum. Ættl Ólafur sizt allra manna að átelja slíkar að- varanir, því að enginn heflr gengið lengra en hann í þeim efnum áður en hann gerðist forsætisráðherra kommúnista, Hann lét m. a. svo ummælt í árslok 1943, að fiskverðið myndi falla svo 1 stríðslokin, að það myndi ekki verða nema y5, jafn- vel ekki nema Vio af því, sem það var þá. Eða sagði Ólafur þetta ekki í aðvörunarskyni heldur til að spilla fyrir stjórn, sem Björn Ólaísson átti sæti í? sin heyra á afmælishátíðinni og hversu allt fór fram á þægileg- an, frjálsmannlegan, en jafn- framt Virðulegan hátt'. En það, sem mestu máli skipt- ir, er þó hinn gagnkvæmi hlý- hugur og skilningur, áhugi og trú á möguleikum samvinnu- hreyfingarinnar, sem fyrst og fremst einkenndi ræður stjórn- armannanna, framkvæmdar stjórans, starfsmannanna og annarra félagsmanna, sem til máls tóku þetta kvöld, Samvinnumenn á Snæfells- nesi, Dölum og Breiðafjarðar- eyjum hafa látið mikið eftir sig argóðir menn og konur létu til iiggja undaníarinn aldarfjórð' ung, en þeir eiga þó áreiðanlega eftir að neytá úrræða samvinn unnar við stærri og fjölþættari viðfangsefni í framtíðinni. Guðm. Tryggvason. Liggur það vitanlega hverjmn manni í augum uppi, að það er fullkomnasta misnotkun á valdi stjórnarinnar til að víkja mönn- um úr félaginu, að beita því, þegar hún er orðin í minnihluta í félaginu og á aðalfundinum, til að reka menn í svo stórum stil úr félaginu, að yfirráð hennar verði tryggð áfram og réttur meirihlutans ógiltur. Ofbeldis- verkið er svo kórónað með því að reka kaupfélagsstjórann úr starfi sínu, án minnstu saka, vegna þess eins, að harin er ekki kommúnisti! Allt glamur kommúnista um, að meirihlutinn hafi ekki farið að lögum á aðalfundinum og þess vegna séu brottrekstramir réttlætanlegir, eru fullkomnustu ósannindi. Allt, sem meirihlut- inn hefir gert eða lagt til, hefir verið 1 fyllsta samræmi við lög og fundarsköp félagsins. Þá er það ekki síður fullkomin tylli- ástæða að reka menn vegna lít- illa viðskipta, þar sem eftir eru skildir margir kommúnistar, sem munu öllum öðrum lakari í þeim efnum. Það eindæma ofbeldi, sem kommúnistar hafa hér beitt, A M L A B í Ó f koma. Gerðist það næst tíðinda, | mætti bæði vera öðrum félögum að annar af ráðherrum flokks- ; og þjóðfélaginu í heild hin al ins, Áki Jakobsson, kom til j varlegasta ámíninng um, hvers Siglufjarðar skömmu fyrir sein- , konar óaldarflokkur er hér að ustu helgi. Næsta dag tilkynnti meirihluti kaupfélagsstjórnar- innar, þ. e. kommúnistamir jar, að 29 fulltrúar, sem kjörnir höfðu verið á aðalfundinn, væru reknir úr félaginu, vegna tilrauna til óspekta og lögleysis í félaginu! Þetta þótti þó ekki nægilegt, því að næsta dag til- kynnti stjórnin, að hún hefði rekið 41 félagsmann til viðbót- ar, vegna lítilla viðskipta þeirra við félagið! Ekki þótti þetta heldur nægilegt, því að seint að kvöldi þriðja dagsins kallaði stjórnin Sigurð Tómasson kaup- félagsstjóra á fund sinn. Var hún í fyrstu hógværðin sjálf og innti hann eftir hvorfc* hann vildi ekki fá frí. Þegar hann ját- aði því ekki, bar hún fram þau tilmæli, að hann segði af sér. Hann kvaðst ekki sjá ástæðu tll þess. Stjórnin tilkynnti hon- um þá, að hún viki honum fyr- irvaralaust frá störfum, án þess að tilgreina nokkrar sérstakar sakir. Jafnframt heimtaði hún, að hann afhenti henni alla lykla, sem hann og gerði. Hef- ir einn af fyrirliðum kommún- ista, Guðbrandur Magnússon, verið útnefndur kaupfélagsstjóri til bráðabirgða. Jafnframt þessu lét stjórnin boða til deildarfunda til að kjósa aðalfundarfulltrúa i stað þeirra, sem burt voru reknir. Hélt stjórnin þessa fundi, þrátt fyrir mótmæli deildarstjórn- anna. Aðeins hörðustu fylgis- menn kommúnista hafa sótt fundina, því að margir fyrri stuðnlngsmenn þeirra hafa fyllstu andúð á þessum lögleys- um og ofbeldi. þannig komu t. d. ekki nema 22 menn á einn fundinn, þar sem kommúnistar höfðu fengið 36 fulltrúa í full- trúakosningunni rétt áður. Hættan, sem grúfir yfir freisi þjóðar- innar. Við þá sögu, sem hér hefir verið rakin, þarf ekki miklu að bæta. Ofbeldi og lögleysur kom- múnista í þessu máli dyljast ekki neinum. Fyrst er reynt að láta fundarstjóra koma í veg fyrir það með fullkomnasta of- beldi, að yfirgnæfandi meiri- hluti löglega kosinna aðalfimd- aríulltrúa fái notið réttar síns. Þegar það gagnar ekki og kom- múnistar sjá, að meirihlutinn er staðráðinn í að láta þá ekki misnota félagið lengur, er grip- ið til þess ofbeldis að reka 29 löglega aðalfundarfulltrúa og 40 félagsmenn aðra úr félaginu til að tryggja hinum kommúnist- iska minnihlúta völdin áfram. verki og hversu nauðsynlegt er þvi að vera vel á verði gegn honum. Hann svífst einskis. Honum finnst jafn eðlilegt að beita ofbeldi og lögleysi í valda- baráttu sinni og lýðræðislegum aðferðum. Þjóðln stendur hér frammi fyrir fyrirbrigði, sem hún hefir ekki þekkt áður, og þess vegna er mörgum enn ekki nægilega ljóst, hvílíkur háski er hér á ferðum. Ofsatrú og ein- ræðishyggja kommúnismans hefir skapað hér nýja mannteg- und, alveg eins og þýzki naz- isminn á sinni tíð. Á starfshátt- um kommúnista og nazista er enginn eðlismunur, eins og of- beldisverk kommúnista í Kaup- félagi Siglfirðinga sanna bezt. Allir frelsisunnandi og lýð ræðissinnaðir menn verða að rísa gegn þessari rauðu einræð' isstefnu, sem ógnar með því, að leggja allt félaga- og samtaka- frelsi í rúst, því að vissulega eru aðfarirnar í Kaupfélagi Siglfirð inga aðeins byrjunin. Enginn, sem ekki vill láta félagssamtök sín og jafnvel þjóðfélágið sjálft lenda í sama ófamaði og Kaup félag Siglfirðinga, má skerast úr leik I þeirri baráttu, heldur verður hann að taka þátt I henni, hvarvetna, sem þess er þörf og því verður við komið. Bændnr herða sóknina. (Framhald af 1. síOu) sinni yfir því, að fram kom á Alþingi frumvarp til raforkulaga og skorar á Alþíngi og ríkis- stjóm að samþykkja það þegar á þessu ári og hefja fram- kvæmdir sem allra fyrst. 2. Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja frumvarpið um áburðarverksmiðju og hefja framkvæmdir á næsta ári. 3. Fundurinn mótmælir harð- lega veltuskatti þeim, er sam þykktur var á síðasta Alþingi og skorar á næsta Alþingi að nema hann úr gildi“. Tvær fyrri tillögurnar voru samþykktar með öllúm greidd um atkvæðum en sú þriðja fékk 3 mótatkvæði. Á aðalfundi Búnaðarfélags Mjóafjarðar 27. f. m. var svo hljóðandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Búnaðarfélags Mjóafjarðar, haldinn 27. maí 1945, mótmælir eindregið með- ferð síðasta Alþingis á ýmsum hinna stærstu mála dreifbýlis ins og landbúnaðarins, svo sem jarðræktarfrumvarpinu og frumvörpum um áburðarverk smiðju og raforkumál“. ÆVDÍTÝRA- KOM (Slightly Dangarou) Lana Turntr, Bobert Young. Aukamynd: NÝ FRÉTTAMTND. Sýnd kl. 7 og 9. UNNUSTINN HENNAR MAISIE UVIaisie Gets Her Man). Bed Skelton, Ann Southern. Sýnd kl. 5. f N Ý J A t Ó 1 Þeir gerðu garðinn frægan OG Dáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. MAKT MYRKRAMA. („Son of Dracula") Lon Chaney, Louím AUbritton, Robert Paige. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri.en 16 ára. LITLA PRINSESSAN Hin fagra litmynd með Shirley Temple. Sýnd kl. 6. TJARNARBlÓf f STORMEVUM. RÖDD (Volce In The Wind) Einkennileg og dularfull amer- ísk mynd. Francis Lederer, Sigrid Gurie. í myndinni eru lög eftir Cho- pin og Smetana, leikin af pí- anósnillingnum Shura Cherkassy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. M.> LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Gifit eða ógifit Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Priestley. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2. Aðeins örfáar sýningar eftir. Óskar Gíslason ljósmyndari sýnir íslenzka firéttakvikmynd í Gamla Bíó í kvöld klukkan 11,30 EFNI : Hátíðahöldin 17. jání síðastl. í Reykjavík og Hafnarfirði, minningarhátíð Jónasar Hallgríms sonar, hátíðahöld sjómannadagsins og sýning Slysavarnafélags íslands á aðferðum við björgun úr sjávarháska, úrslit í firma- keppni í golfi, fyrstu stúdentar verzlunarskólans o. fl. Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og Lárusar Blöndals. Ú R B Æ N U M Knattspyrnuflokkur frá Akureyri. kom til Reykjavíkur síðastl. mið- vikudagskvöld. Er það II. fl. og er hér á vegum Vals. Leika þeir þrjá leiki. Fyrsti leikurinn fór fram í gær kl. 6,30 við K. R. og í kvöld keppa þeir við Fram kL 8,45. Síðasti leikur þeirra er á sunnudagskvöld við Val. Þeir hafa skamma viðdvöl, fara aftur norður á mánudagsmorgun. Fararstjóri flokks- ins er Árni Sigurðsson. Leiðrétting. Þegar blrt var skrá yfir útskrifaða stúdenta frá Menntaskólanum í Rvik í seinasta blaði, féll niður nafn eins stúdentsins, Stefáns Hilmarssonar, en hann tók stúdentspróf með 1. einkunn. Stefán er sonur Hilmars Stefánssonar bankastjóra. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman i hjónaband ungfrú Emma Benedikts- dóttir frá Neðri-Brunná í Saurbæ og Ásgeir Bjarnason, bóndi í Ásgarði, Dalasýslu. \ Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband ný- lega af séra Garðari Svavarssyni ung- frú Anna Gísladóttir og Karl Einars- son starfsmaður hjá verðlagseftirlitinu. Heimili brúðhjónanna er á Vífilsg. 24. Húsmæðraskóla Reykjavíkur var slitið fyrra miðvikudag. Náms- meyjar 1 heimavistardeild voru 33, en 6 þeirra urðu að gista utan skólans. í heimangöngudeild var 51, en 80—90 á kvöldnámskelðum. Á síðastl. hausti lágu íyrir mn 300 umsóknir um skóla- vist. en þá var tilkynnt að endurnýja þyrfti allar umsóknlr, nema þelrra, er þá komust að. Nú eru umsóknir fyrir heimavistardeild 100 íyrir næsta vet- ur, 90 fyrir veturinn 1946—47, 100 fyrir veturlnn 1947—48, 30 fyrir veturinn 1948—49, 20 fyrir veturinn 1949—50 og nokkrar umsóknir fyrir næstu tvö ár, 1950—52. Maður hrapar Það hörmulega slys varð s.l. mánudag í Grundarfirði, að ungur maður hrapaði í Kirkju- felli og beið bana af. — Maður þessi var Ragnar Steinþórsson, Bjamaeyjum, Breiðafirði, 20 ára gamall. Hann hafði gengið með félaga sínum sér til skemmtunar upp á Kirkjufell og mun hafa farið svo tæpt, að hann hrapaði. Danmerkurför Esju Esja fór af stað frá Reykjavík áleiðis til Danmerkur laust eftir hádegi síðastl þriðjudag. Far- þegar með skipinu eru 90—100, aðallega Danir og íslenzkir kaupsýslumenn. Með skipinu var sent mikið af vórum frá landssöfnuninni, aðallega lýsi og fatnaður, og einnig fóru með skipinu um 3000 bögglar, sem sendir eru til einstaklinga í Danmörku og Noregi og eru þeir á vegum Rauða krossins. Skipið er vænt- anlegt aftur í byrjun næsta mánaðar. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.