Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMTTViy, föstodaglnn 22. juni 1945 46. blað Sjötín ojí fimm ára: Teitnr €ríslason á Hrafnabjörgom. Fulltrúar á þriðja þíngí S.U.F. að Laugarvatní 15.-16. júní Teitur Gíslason á Hrafna-! björgum á Hjalfjarðarströnd varð 75 ára í fyrradag, 20. júní. Hann er einú þeirra manna, sem lítið hafa borizt á í lífinu, en er þeim mun ríkari að dyggð og trúmennsku, í hversu smáu sem er. Mun leitun á manni, sem grandvarari sé en hann, hvort heldur er í orðum eða at- höfnum. Og slíkra manna er vert að minnast á tímamótum i lífi þeirra, engu síður en hinna, sem meiri stormur hefir staðið um. Teitur hefir allan aldur sinn átt heima með Hvalfjörðinn. Hann fæddist í Hvammsvík í Kjós 20. júní 1870, þar sem for- eldrar hans, Anna Teitsdóttir og Gísli Jónsson, bjuggu þá. Þaðan fór hann tólf ára gamall, er for- eldrar hans fluttust búferlum norður yfir fjörðinn að Hrafna- björgum, og á fardögum í vor, voru þau orðin 63 árin, sem hann hefir átt þar heima. Ekki hefir hann þó gefið sig við búskap, nema skamma stund, heldur unnið annarra þjónustu. En húsbóndaskiptin hafa eigi verið tíð, því að síðan faðir Teits lézt hafa uppeldisbróðir hans, Brynjólfur Einarsson, og kona hans, Ástríður Þorláksdóttir, verið einu húsbændurnir, og í skjóli þeirra, sona þeirra og tengdadætra, er hann nú á efri árum sínum. Eins og titt var um unga menn fyrir aldamótin síðustu tók Teitur snemma að stunda sjóróðra á vetrar- og vorvertíð, og mun hann hafa róið um hálf- an fimmta tug vetrarvertíða frá ýmsum verstöðvum við sunnan- verðan Faxaflóa, lengst þó á útvegi Guðmundar heitins Guð- mundssonar í Landakoti á V.atns leysuströnd. Féll honum sjó- mennskan vel og þótti hann fiskinn á handfæri og hlutgeng- ur vel við öll þau störf, er að sjóróðrum lutu. En nú er Teitur fyrir nokkru hættur að fara-á vertíð suðúr með sjó, enda hvort Teitur Gíslason tveggja, að allir verða að láta undan síga fyrir ellinni og svo hitt, að ný vinnubrögð hafa rutt sér til rúms við sjósóknina. Teitur hefir mikið yndi af bókum og blöðum, og tónlist ann hann mjög, enda hefir hann næmt söngeyra. Hann er heilsu- hraustur og enn hinn ernasti. Sveitungar hans að fornu og nýju og aðrir kunningjar hans flytja honum fölskvalausar kveðjur og árnaðaróskir við þessi tímamót i ævi hans. Hann getur með ánægju litið yfir farinn veg, sjötíu og fimm ára líf við fjörð- inn væna, og hann getur einnig rólegur horft mót ævikvöldi sínu. Það er eins og friðsælt ! sumarkvöld, er sólin stafar höll- um geislum yfir mela og börð, mýri og tún, unz hún sígur bak við fjöllin. X. SEXTUGUR: •Jóu Eiríksson á Svertingsstöðum. Aðalbjörg Pétursdóttir, Oddsstöðum, Norður-Þingeyjarsýslu. Andrés Kristjánsson, Reykjavík. Andrés Sverrisson, Hvammi, Mýrasýslu. * , Baldur Guðmundsson, Apavatni, Árnessýslu. Bjarni Halldórsson, Króki, Árnessýslu. Bjarni G. Magnússon, Reykjavík. Björn Sigurðsson, Hvammi, Vestur-Skaftafellssýslu. Björn Stefánsson, Ólaísfirði, Daníel Ágústínusson, Reykjavík. Einar Sverrisson, Hvammi, Mýrasýslu. Friðný Pétursdóttir, Oddsstöðum, Norður-Þingeyjarsýslu. Garðar Guðmundsson, Siglufirði. Guðmundur Axelsson, Valdarási, Vestur-Húnavatnssýslu. Guðmundur Helgason, Unaðsdal, Norður-ísafjarðarsýslu. Guðmundur Jónsson, Haganesvík, Skagafirði. Gunnlaugur Guðmundsson, Hafnarfirði. Guttormur Óskarsson, Reykjavík. Guðni Þórðarson, Reykjavík. Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, Önundarfirði. Haukur Jósepsson, Reykjavík. Helgi Egilsson, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hilmar Friðriksson, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Hjálmar Gislason, Þingeyri, Vestur-ísafjarðarsýslu. Hróar Björnsson, Brún, Suður-Þingeyjarsýslu. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hvammi, Mýrasýslu. Ingólfur Pálsson, Hjallanesi, Rangárvallasýslu. Jóhann Helgason, Leirhöfn, Norður-Þingeyjarsýslu. Jóhannes Elíasson, Akureyri. Jón Bjarnason, Hrafntóftum, Rangárvallasýslu. Jón Emil Guðjónsson, Reykjavík. Jón Helgason, Reykjavík. Jón Pétursson, Oddsstöðum, Norður-Þingeyjarsýslu. Jón Sigurðsson, Gvendareyjum, Snæfellsnessýslu. Lúðvík Jónsson frá Djúpavogi, Suður-Múlasýslu. Lúðvík Jónasson, Húsavík. Óskar Jónsson, Vatnagarði, Rangárvallasýslu. Rebekka Eiríksdóttir, Kirkjubóli, Vestur-ísafjarðarsýslu. Sigurður Benediktsson, |teykjavík. Sigurður Eiríksson, Miðskeri, Austur-Skaftafellssýslu. Snær Jóhannesson, Haga, Suður-Þingeyjarsýslu. Stefán Halldórsson, Króki, Árnessýslu. Torfi Toríason, Reykjavík. Valgeir Vilhjálmsson, Helgustöðum, Suður-Múlasýslu. Valur Guðmundsson, Apavatni, Árnessýslu. Vigdís Sverrisdóttir, Hvammi, Mýrasýslu. Vilhjálmur Jónsson, Siglufirði. Þórarinn Ólafsson, Laxárdal, Norður-Þingeyjarsýslu. Þórarinn Þórarinsson, Reykjavík. Þorgerður Þorvarðardóttir, Reykjavík. Þorgeir Guðmundsson, Syðra-Lóni, Norður-Þingeyjarsýslu. Samband ísl. samvinnufélaqtu SAMVINNUMENN ATHUGJB! Stofnsjóður yðar er góð líftrygglng. Varasjóðurinn tryggir hag og rekstur kaup- félagsins. Ullarverksmiðjan Gefijun framleiðir fyrsta flokks vörnr. Spyrjið |»ví Jafnan f y r s t eftir Geíjunarvörum þegar yðwr vantar ullarvörur. Þórhallur Hinriksson, Hafnarnesi, Austur-Skaftafellssýslu. Þórir Stefánsson, Hvalskeri, Barðastrandarsýslu. Þórir Þorgeirsson, Hlemmiskeiði, Árnessýslu. Þormóður Jónsson, Skagaströnd, Austur-Húnavatnssýslu. Þorsteinn Bjarnason, Hrafntóftum, Rangárvallasýslu. Þráinn Valdimarsson, Meiri-Tungu, Rangárvallasýslu. Bréí til gamailafnem- enda Flensborgarskóla Jón Eiríksson bóndi á Svert- ingsstöðum í Miðfirði er 60 ára i dag, 22. júní. Hann er fæddur á Efri-Þverá í Vesturhópí, son- ur hjónanna Ingunnar Gunn- laugsdóttur og Eiríks Jónssonar, er þá bjuggu þar, en síðar um mörg ár á Sveðjustöðum í Mið- fírði. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, í hópi margra systkina. Rúmlega tvítugur að aldri fór hann til náms í bændaskólann á Hvanneyri.en hvarf heim aftur að því loknu og tók þar við bús- forráðum skömmu síðar, er Eiríkur faðir hans andaðist. Jón kvæntist árið 1916 Hólm- fríði Bjarnadóttur frá Túni í Árnessýslu, dugnaðar- og mynd- ^arkonu. Þau bjuggu í nokkur ár á Sveðjustöðum, en árið 1925 keyptu þau jörðina Neðri-Svert- ingsstaði og hafa búið þar síð- an. Þau eiga ellefu efnileg börn, sex syni og fimm dætur. Eru níu af þeim nú komin yfir ferming- araldur en tvö yngri. Efni þeirra hjóna voru eigi mikil, er þau byrjuðu búskap, en þó hefir þeim vel farnazt. Með frábærum dugnaði hafa þau komizt áfram af eigin rammleik með sinn stóra barnahóp. Þau hafa unnið mikið og aldrei hlíft sér, en líka séð góðan árangur af störfunum. Heimlli þeirra hefir ætíð borið vott um þrifn- að, snyrtimennsku og reglusemi. Jörð sína hafa þau bætt veru- lega að ræktun og eru um þessar mundir að ljúka við byggingu á vönduðu íbúðarhúsi. Lífsbarátta þeirra hjóna er nú orðin léttari en áður, þvi að jafnan eru nokk- ur af börnum þeirra heima við bústörfin, þó að önnur hafi leit- að burtu til atvinnu og náms um stundarsakir. Jón Eiriksson er drengur góð- ur, enda vinsæll og vel metinn í sveit sinni. Hanníer áhugasam- ur um framíaramál og fús að veita lið hverju því, er hann tel- uar horfa til heilla. Framkoma hans hefir ávallt verið þannig, að allir, sem hafa haft nokkur veruleg kynni af honum, munu bera til hans hlýjan hug. Sveit- ungar hans og aðrir kunningjar munu þvi senda honum góðar kveðjur og þakkir á þessum tímamótum og árna honum, konu hans og börnum, allra heilla á komandi árum. Sk. G. Kveðja til JÓNS EIRÍKSSOXAR á Svertingsstöðum. Kvöð frá skyldu helg og hlý huga fylgdi djörfum. * Manndómsgildi áttu í unnum vildarstörfum. Umsögn manna á ýmsan hátt að því vann þig kynna, virðing sanna og vinhug átt vildargranna þinna. Degi hallar, haustið ber hélufallið svala samhyggð alla sýni þér, synir fjalla og dala. Elli hróðug framhjá fer, fölna gróður hólar, ætíð bróðir ylji þér aringlóð og sólar. B. F. 2o-25 ha. lands Landið liggi sem næst aðal- akvegasambandi Suðurlands. <* ^ Tilboð merkt „Aðalbraut", sendist blaðinu fyrir 20. júli. Vinnið ötullega fyrir Timann. Eftirfarandi bréf hefir blað- inu borizt til birtingar: Við, sem ritum nöfn okkar undir bréf þetta, og öll höfum stundað nám í Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði, höfum orðið sammála um, að ánægjulegt væri, að skólinn eignaðist brjóst- líkan af Jóni Þórarinssyni, og væri það gjöf frá nemendum skólans. Engum mundi ljúfara að leggja sinn skerf til þessa en þeim, er sjálfir voru nemendur Jóris, því að allir munu þeir hafa borið einn og sama hug til hans og öllum mun þeim minning hans kær. En einnig hinum, sem verið hafa í skólanum eftir að Jón Þórarinsson fór þaðan, mundi að. líkindum kært að minnast stofnunarinnar á þenna hátt, svo órjúfanlega sem nafn Jóns er við skólann tengt, og víst var það hann, sem fyrstur gerði þar garðinn frægan. Við erum í engum vafa um það» að úr flokki þeirra Flensborgara, sem í skólanum hafa verið eftir að Jón Þórarinsson lét þar af stjórn, mundu þjóðkunnir ágæt- ismenn með sérstakri ánægju hafa ritað nöfn sín undir ávarp þetta, ef þess hefði verið farið á leit við þá. En hitt varð að ráði, að leita ekki á þann hátt til þeirra, er eigi höfðu sjálfir verið nemendur hans. Nú er við höfum rætt þetta mál við ýmsa Flensborgara, og hvarvetna við beztu undirtektir, hefir það ráðizt, að við skrifuð- um þetta bréf, sem við nú leyf- um okkur að senda yður og ýms- um öðrum. En marga, sem vlð hefðum óskað að ná til, vitum við ekki hvar nú er að finna. Væri okkur kært ef þér vilduð hreyfa málinu Við þá af kunn- ingjum yðar, ''sem þér teljið sennilegt að kynnu að vilja leggja því lið. Framlög frá ein- um yrðu að sjálfsögðu eftir hans eigin högum og óskum, <Jg vilj- um við biðja um að þau verði send til Egils Hallgrímssonar kennara á Bárugötu 3 í Reykja- vík. Brjóstlíkanið hefir Ríkarður Jónsson listamaður lofað að gera þegar þar að kemur. Vonum við að nægilegt fá fáist til þess að á sínum tíma verði unnt að steypa það í eir. Með beztu kveðjum og fyrir- fram þökk fyrir liðsinni í mál- inu, Aðalbjörg Sigurðardóttir frú, kennari, Ásgeir G. Stefánsson framkvæmdastjóri, Ásmundur Gestsson kennari, Bjöm H. Jónsson skólastjóri, Egill Hall- grímsson kennari, Einar Arnórs- son dr. jur., fyr ráðherra og hæstaréttardómari, Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslu- stjóri, Halldór Hansen dr. med., Knud Zimsen fyr borgarstjóri, Lárus Bjarnason fyr skólastjóri, Ólafur Böðvarsson sparisjóðs- stjóri, Ólafur Propppé konsúll, framkvæmdastjóri, Sigurgeir Gíslason fyr sparisjóðsgjaldkeri, Snæbjörn Jónsson bóksali, Þór- arinn Egilsson framkvæmda- stjóri. Farmall A Gætið þess að nota réttar smurningsolíur á vélarnar. Á mótorinn á að nota þykkt S. A. E. 30. Það samsvarar t. d. GARGOYLE MOBILOIL A, eða DOUBLE SHELL. í gírkassann á að nota þykkt S. A. E. 90. Það samsvarar t. d. GARGOYLE MOBILOIL C W, eða SHELL G. P. 90. Samband ísl. samvinnufélaga Bnnaðardeild. Orðsendiug til innheimtumanna Tímans Skilagreinir fyrir síðasta ár eru ennþá ókomnar frá nokkrnm innlieimtumönii- nm Tímans. Eru þeir vinsamlega beðnir að senda þær hið allra fyrsta. ÍMHEÍMTA TÍMANS. TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.