Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 4
4 TfMTIVTV, föstmlagmn 22, júni 1945 46. blað a n n a K n u d s e n: Nokkrar athugasemdir við árs- skýrslu barnaverndarnelndarmnar Dagblöðin hafa undanfarið birt útdrætti úr skýrslu barna- verndarnefndar Reykjavíkur um síðastliðið ár. Ég tel ýmsar upp- lýsingar skýrslunnar svo var- hugaverðar, að almenningur þurfi að veita þeim athygli. Barnaverndarnefndin hefir á öllum tímum á herðum sér mikla ábyrgð. Og þegar óvænta hættu ber að höndum, eins og hernám og margra ára dvöl er- lendra stórherja, þá er vandinn orðinn geysilegur. Þá er það skylda hennar að vera hvort- tveggja í senn, vörður æskunnar gegn spillingu frá setuliðinu og eitt aðalvirkið i baráttunni gegn því, að æskan verði erlendum á- hrifum að bráð og stofni þar með frjálsri framtíð landsins í voða. Nú hef'ir barnaverndarnefnd Reykjavíkur margfaldað hinar eðlilegu skyldur sinar með því að afsala sér allri aðstoð við að rækja þetta mikla starf-. Hún hefir beitt sér fyrir því, að rík- isvaldið fyrirskipaði lögreglu bæjarins að leggja niður ung- mennaeftirlit sitt, að því leyti, sem stúlkur snerti. Nefndin hef- ir þannig tekið á sig alla ábyrgð gagnvart einstaklingum, for- eldrum og þjóðfélagi á þeim stúlkubörnum í bænum, sem hjálpar eru þurfi vegna siðferð- isglapa. Henni er samkvæmt því skylt að hafa vitneskju um öll vandræði af þessu tagi, leysa úr þeim eftir föngum og hindra útbreiðslu þeirra meðal óspilltr- ar æsku. Reikningsskil hennar eru þess vegna mál, sem varðar hvern einasta borgara bæjarins stórlega. Ég leyfi mér að vekja eftir- tekt á nokkrum atriðum: Nefndin hefir sinnt 25 laus- ungartelpum á árinu og kom- ið 12 þeirra fyrir í sveit. Enginn Reykvíkingur, sem haft hefir augun opin hernáms- árin, trúir því, að hér séu ekki á glapstigum nema 25 stúlkur innan 18 ára aldurs, eða ekki sé þörf að forða nema 12 telp- / um frá götulífi. Þar sem nefnd- in hefir tekið að sér að annast alla umsjá þessara mála hjálp- arlaust, virðist því ekki vera nema um tvennt að ræða: ann- aðhvort viti nefndin ekki það, sem henni ber að vita, eða hún vilji ekki sinna þeim málum, ' sem henni er skylt að sinna. Vitneskja mín um þessi mál er miklu minni en hún hefði verið, ef ungmennaeftirlitið hefði fengið að starfa óáreitt. Þó veit ég meira um þau en barnaverndarnefndin eða nokk- ur aðili annar. Ég gizka á, að lausungartelpur hér . skipti hundruðum og miklu stærri hópur sé í hættu vegna spill- ingaráhrif frá þeim og að- haldsleysis af opinberri hálfu. Nefndin segir, að lausung telpna muni ekki hafa aukizt síðan árið áður. Ég hygg, að staðhæfingin um þetta mikilsverða atriði sé ekki á rökum reist. Nefndin hefir enga allsherjar rannsókn látið fram fara í þessum efnum. Hins vegar hefir hún í höndum margar skýrslur mínar frá síð- astliðnu ári með ítrekuðum að- vörunum um, að lausung sé að aukast. Nefndin segist loks hafa komið því í kring, að telpum innan 16 ára væri bannaður aðgangur að skemmtunum hermanna. Barnaverndarnefndin hefir ekki „komið þessu í kring“. Þessi regla hefir verið í gildi á yfir- borðinu alltaf siðan herliðin stigu hér á land. Wise höfuðsm. skýrði frá þessu, að því er Breta snerti, í öllum dagblöðuip Reykjavíkur hinn 4. október 1941, og nefndin hefir sjálf í höndum bréf frá ameríska sendiráðinu, dags. 16. október 1944, þar sem þessu er lýst yfir fyrir hönd ameríska setuliðs- ins. Það er furðulegt, ef þetta hefir farið framhjá nefndinni ásamt þeirri staðreynd, að þess- ar reglur hafa alis ekki verið haidnar. Og þó er önnur hlið máls- ins ennþá furðulegri: Eftirlits- skylda barnaverndarnefnda með ungmennum er til 18 ára ald- urs. Samt ná „tilmælin“ til her- stjórnanna aðeins til telpna innan 16 ára. Á þá að eftirláta hernum tvo árganga af skjólstæðingum nefndarinnar? Nefndin segist hafa komizt að raun um, að ameríski Rauði krossinn hafi brotið reglurnar um aðgangsbann telpna á barnaverndaraldri að dansleikjum. Þess vegna hafi hún „farið þess á leit“ við stjórn hans, að manni frá barnaverndarnefnd eða ís- lenzku lögreglunni gæfist kostur á að vera við eftirlit vegabréfa íslenzkra kvenna, sem þessar samkomur sæktu. En ameríski Rauði krossinn varð ekki við þessari lágmarks- kröfu. Hann færðist að vísu ekki undan „eftirliti“. En hann valdi sér sjálfur konur til að hafa það með höndum. Þessari ósvífni tók barna- verndarnefndin^með auðmýkt. Eftir skýrslunni að dæma veit hún ekkert um þessar útvöldu konur annað en það, að þær eru 1 þjónustu þess aðila, sem af sér hefir brotið, og þiggja laun sín hjá honum. Hún hefir engrar í tryggingar aflað sér um það, að þær séu íslenzkum málstað holl- ari en hinar amerísku starfs- konur Rauða krossins, sem unn- ið hafa að því af kappi undan- farin ár að lokka íslenzkar stúlk- ur til kynna við hermenn. í stað þess að kæra amerísku deildina hér fyrir yfirstjórn alheims Rauða krossins, vegna ósæmilegrar framkomu í garð íslendinga, að því er snertir kvennamál hermanna, þá sætt- ir nefndin sig mótmælalaust við yfirganginn og sýnist, eftir orða- lagi skýrslunnar að dæma, jafn- vel vilja reyna að drága fjöður yfir hann. j Nefndin hefir það athuga- semdalaust eftir sendiráði Bandaríkjanna á íslandi, að á samkomur hermanna í Reykjavík sé stúlkum bannað- ur aðgangur til 18 ára aldurs, en í Keflavík aðeins til 16 ára aldurs. Ég trúi ekki öðru en að mörg- um lesendum hafi orðið star- sýnt á þessa frásögn skýrsl- unnar. í Keflavík gilda sömu barnaverndarlög og hér. Hvernig stendur á þessum mismun? Nefndin veit það mæta vel, þó hún telji ekki ástæðu til að minnast á ' það. Útskýringin stendur skýrum stöfum í bréfi sendiráðsins til utanríkipráðu- neytisins, sem nefndin hefir fengið í hendur. Bréfið er dag- sett 26. október 1944 og hljóðar svo í þýðingu: „Sendiráð Bandaríkja Ame- ríku sendir utanríkisráðuneyti íslands kveðju sína og hefir þann heiður að skírskota til bréfs ráðuneytisins, dags. 5. október 1944, varðandi bann við því að ungar stúlkur, innan 16 ára aldurs, sæki samkomur her- i manna. Yfirhershöfðinginn hefir tjáð sendiráðinu, að herreglur mæli svo fyrir, að íslenzkar stúlkur, sem samkomur sæki á Reykja- víkursvæðinú, séu aff minnsta kosti 18 ára að aldri, og að þær, sem sæki samkomur á Kefla- víkursvæðinu, séu minnst 16 ára. Hið hærra aldurstakmark á Reykjavíkursvæðinu stafar af því, aff íslenzkar stúlkur á þessu svæffi eru fleiri. Herreglur mæla ennfremur svo fyrir, að allar íslenzkar stúlkur, sem sækja samkomur, sýni vegabréf sín, og að stúlkur, sem ekki ná lágmarks aldursá- kvæði, fái ekki aðgang. Til við- bótar við hið ofangreinda, mun herinn skrásetja nöfn og heim- ilisfang allra stúlkna, sem sækja hverskonar samkomur. Yfirhershöfðinglnn álítur, að ofangreindar ráðstafanir muni koma í veg fyrir að stúlkur, sem ekki eru á réttum aldri1), sæki samkomur hermanna“.2). Þetta er eymdarsaga: Barnaverndarnefnd höfuð- staðarihs biður dómsmálaráðu- neytið um að beina „tilmælum" til herstjórnarinnar um að hlífa stúlkubörnum innan 16 ára. Hún virðist gleyma því, eins og áður er sagt, að barnaverndaraldur nær til 18 ára aldurs samkv. ís- lenzkum lögum. Dómsmálaráðu- neytið leiðréttir þetta ekki, en lætur bænina ganga til utanrík- isráðuneytisins. Frá þvi fer hún athugasemdalaus til útlenda sendiráðsins. Þá kemur í ljós, að útlendi hershöfðinginn virð- ist vita meira um lög okkar en hinir ábyrgustu íslenzku aðilar. Hann tilkynnir, að þær reglur, sem farið hafi verið fram á að settar yrðu, séu þegar í gildi og nái til 18 ára aldurs. En sendiráð Bandaríkjanna virðist hins vegar ekki hliðra sér hjá að segja utanríkisráðu- neytinu þann blákalda sann- leik, að herinn taki aðeins til- lit til íslenzkra laga, þegar hon- um bjóði svo við að horfa. í Reykjavík hafa hermenn nóg af kvenfólki. Þar má hafa pappírs- reglurnar í samræmi við lögin. En í Keflavíkurherbúðunum er kvennaskortur. Þá verða lögin að víkja. Ekki verður það séð af bréfa- skiptunum um þetta mál, að ut- anríkisráðuneytið hafi mótmælt. Og dómsmálaráðuneytið ekki heldur. Það /sendir bréfið at- hugasemdalaust til barnavernd- arnefndarinnar, og hún telur þetta smáræði ekki þess vert að nefna það í ársskýrslu sinni. Að líkindum hefir fagnaðar- boðskapnum um það einnig verið tekið með þökkum, að eftir þenna tíma verði allar stúlkur skrásettar hjá hernum, sem leið- ast til að sækja samkomur í herbúðir. Ætli stúlkunum þyki þetta heiður? Og skyldu það ekki verða þægindi fyrir vesal- ings hermennina ef þeir fengju að líta í svona skýrslu, þegar þeir koma alókunnugir til þessa kalda lands? v Barnaverndarnefnd segist vilja láta koma upp hæli handa tejpum á glapstigum. Þetta eru góð tíðindi og sýna, að nefndin hefir þrátt fyrir allt nokkuð lært af reynslunni. En hörmulegt er, að hún skuli ekki fyrr hafa áttað sig á þessu. (Framháld á 7. síðu) J) Hvaða stúlkur eru að áliti ís- lenzkra' yfirvalda á „réttum aldri“ til að ganga í herbúðir erlendra her- manna? ‘2) Undirstrikanir mínar. Kynnisför vestfirzkra bænda um Norður- og Austurland Fréttaritari Tímans í kynn- isför vestfirzkra bænðá um Norffur- og Vesturland hefir sent blaðinu eftirfarandi frá- sögn um fyrri hluta farar- innar: Kynnisför vestfirzkra bænda um Norður og Austurland hófst frá Reykjum í Hrútafirði að morgni föstudagsins 15. júní. Þangað höfðu Vestfirðingarnir komið kvöldið áður. Sumir komu á bát frá Hólmavík og öðrum stöðum í Strandasýslu, fáeinir landleiðina frá Reykjavík, en aðrir frá Kinnarstöðum. Þeir, sem eru úr ísafjarðarsýslum, höfðu flestir. komið ríðandi yfir Þorskafjarðarheiði á miðviku- daginn, en bílvegurinn yfir hana er skammt á veg kominn og auk þess liggur enn snjór á nokkrum hluta heiðarinnar. Önfirðingar og Dýrfirðingar áttu þriggja daga ferð að baki, þegar flokk- arnir fundust að Reykjum. Þar gistu menn um nóttina. Stein- grímur Steinþórsson, búnaðar- málastjóri, er fararstjóri, og kynnti hann mönnum ferða- áætlunina um kvöldið. Þátttakendur í ferðinni eru 71, auk fararstjórans og bílstjór- anna, og eru víðsvegar af Vest- fjörðum. Elztu mennirnir i hópnum eru Þórður Sigurðsson frá Breiðadal í Önundarfirði og Kristinn Guðlaugsson á Núpi, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða. Þeir eru báðir 76 ára gamlir. í hópnum eru 20 konur. Kl. 8i/2 á föstudagsmorgun var ekið frá Reykjum. Þegar kom á takmörk Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu var flokkur Austur-Húnvetninga þar fyrir og bauð Vestfirðinga velkomna. Formaður Búnaðarsambands Austur-Húhvetninga, Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum, flutti ávarp. Síðan óku allir fram í Vatnsdal, gengu á Hnjúkshnjúk og virtu fyrir sér fegurð um- hverfisins. Veður var gott og birti í lofti, eftir því sem á dag- inn leið. Úr Vatnsdal var haldið að Þingeyrum. Þar skoðuðu menn kirkjuna og nutu 'útsýnis yfir héraðið. Að Blönduósi var komið kl. 1 og var þá sezt að hádegisverði 1 boði Búnaðarsambands Austur- Húnvetninga. Þar voru fluttar ræður og ávörp. Af hálfu hér- aðsmanna töluðu: Hafsteinn Pétursson, Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri á Skagaströnd og Þorbjörn Bjömsson í Geita- skarði, en af Vestfirðingum: Kristinn Guðlaugsson, Jóhann- es Davíðsson í Hjarðardal, ritari Búnaðarsambands Vestfjarða og Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, og ennfremur talaði Steingrímur Steinþórsson. Að lokinni máltíð fylgdu Hún- vetningar gestunum áleiðis til Skagafjarðar. Á Vatnskarðsbrún við Svartárdal var stigið úr bíl- unum, og þá flutti sr. Gunnar Árnason á Æsustöðum ávarp til ferðafólksins. Ekki skildu Hún- vetningar þó við Vestfirðinga fyrr en við Arnarstaþa, en þar var fyrir flokkur Skagfirðinga. Formaður Búnaðarsambands þeirra, Jón Konráðsson í Bæ, bauð gesti velkomna, en Jón Sigurðsson, alþingismaður á Reynistað kynnti mönnum hér- aðið og sagði til örnefna og sögustaða. Var sú skýring glögg og útsýnið hrífandi fagurt. Frá Arnarstapa var ekið í Varmahlíð og sezt að kaffiborð- um í boði Skagfirðinga. Sigurður Sigurðsson, sýslumaður flutti þar ræðu fyrir minni Vestfjarða og Vestfirðinga, en Kristinn Guðlaugsson og Jóhannes Da- víðsson þökkuðu. Stefán Vagns- son flutti síðan ræðu og Stein- grímur Steinþórsson kveðjuorð. Síðan fylgdu Skagfirðingar gest- um sínum til Hóla í Hjaltadal og sýndu þeim héraðið eftir því, sem tök voru á. En þegar kom að Hólum, ávarpaði Kristján Karlsson, skólastjóri, flokkinn, og bauð hann velkominn. Síðan snæddu menn kvöld- verð,en að því loknu sýndi skóla- stjórinn mönnum dómkirkjuna og kjörgripi hennar. Gist var á Hólum, en ferða- fólkið notaði kvöldið og morg- uninn til þess að skoða staðinn og umhverfi hans. Á laugardag var farið frá Hól- um kl. 10. Kristinn Guðlaugsson flutti ræðu og minntist veru sinnar á Hólum fyrir rúmum 50 árum. Siðan var ekið til Sauð- árkróks og setið kaffiboð hjá vestfirzkum konum í kauptún- inú. Frú Sigríður Auðuns bauð gesti velkomna, en yfir borðum voru flutt mörg ávörp. Þar töl- uðu þessir: Jón Konráðsson, Steingrímur Steinþórsson, Björn Guðmundsson á Núpi í Dýra- firði, Ólafur Sigurðsson á Hellu- landi, Matthías Helgason í Kaldrananesi, Guðmundur Ingi og Jónas Tómasson, bóksali á ísafirði, en hann er söngstjóri fararinnar og stýrði söng manna bæði. á Sauðárkrók og öðrum viðkomustöðum. Frá Sauðárkrók var ekið til Akureyrar, en á ýmsum stöðum var stigið úr bílunum til að skoða landið. Veður var hið feg- ursta og unaðslegt að ferðast um fögur héruð. Um kvöldið hafði Búnaðar- samband Eyjafjarðar boð inni (Framháld á 7. síðu) 9 niður við að rannsaka og fræð- ast um eðli þeirra og lífsstarf. Annars eiga vísindin ennþá eftir að rannsaka til hlítar eðli og starfshætti þesa undarlega dýrs., Eftir að skóginum var eytt í héfuðum landsins, hvarf gróðurmoldin á víðáttumiklum svæðum, og um leið hurfu lífs- skilyrðin fyrir ánamaðkinn. Það, sem eftir var af jarðvegi úti á víðavangi, varð að mestu leyti ó- hæft fyrir ánamaðkabústað. Þurrlendur skógarjarðvegur breyttist sumstaðar í mýrlendi, eða harðbala þyrkings jörð þar, sem áður var mjúk og skógar- sæl gróðurmold. Varð því lítið um rotnaðar jurtaleifar handa ánamaðkinum, til viðurværis, enda hvarf hann þegar í brott. Undravert er, hvað ánamaðk- inum hefir tekizt að brejðast út um jörðina og rækta hána. Er hann þó bæði blindur, höfuð- laus og fótalaus, og líkami hans gerður úr eintómum linum vöðva. Ytri líkamsbyggingu hans virðist því, að okkar dómi, vera harla ábótavant. Innri líffærin eru samt margbreytt og merkileg. Ánamaðkurinn sogar moldina og hinar rotnuðu jurta- leifar inn um annan endann og hleypir ómeltanlega úrgangin- um út um hinn. Sumar ána- maðkategundir skilja úrganginn eftir niðri í jarðveginum, við grasræturnar, en aðrar ýta aft- urendanum upp á yfirborðið og skilja hann þar við sig. Ef ána- maðkjur er skorinn sundur í miðju, verða báðir partarnir að sérstökum ormi. Ánamaðkurinn er ljósfælinn og lætur ekki sjá sig ofanjarðar néma því aðeins að hann þurfi að flýja undan vatni í jarðveg- inum. Um nætur og þar sem skugga ber á jörð um daga, læt- ur honum bezt að starffa. Ef jarðvegur í upphituðum gróður- húsum, jurtaskálum eða annars staðar, er heitari en 24° á C. er hann mjög hættulegur lífi ána- maðkanna. Ánamaffkafóffur. Birklskógar hér á landi og ánamaðkar studdu hvorir aðra í baráttunni fyrir tilverunni. Trjálaufið, sem féll til jarðar á hverju hausti, fúnaði yfir vetur- inn, ásamt sinustráunum og var orðið að ágætu fóðri handa ánamaðkinum, þegar hann kom upp undir yfirborðið hungrað- ur, úr vetrardvalanum. Á hinn bóginn lagði ánamaðkurinn birkitrjánum til ágætan áburð og flýtti þannig fyrir vexti þeirra og þroska. Þannig hagar náttúran störfum sínum. Hún lætur jurtir og dýr styðja hvert annað í baráttunnl fyrir tilver- unni — dýrin þiggja lífsuppeldi sitt hjá jurtunum, og þær aftur, margar hverjar, þroska sinn og vöxt hjá dýrunum. Varla er hægt að ímynda sér lélegri fæðutegund en þá, sem ánamaðkurinn lifir á og sem engri annarri skepnu er æt. Má t. d. nefna fúinn heyrudda und- an torfi, frá gólfi eða veggjum í tóft, vel rotnaðan sambreysk- ing og húsdýraáburð. Ef vill má krydda þetta með állskonar matarúrgangi svo sem feiti, soði, súrmjólk, sápuskólpi og sæt- meti. Þegar ánamaðkurinn dreg- ur jurtablöð ofan í moldina, gerir hann þau slímug, við það linast þau og á hann þá hægara með að gleypa af þeim smábita. Hann er nijög tilfinninganæmur og velur fæðuna og hafnar henni eftir smekknum. Þess auðugri sem jarðvegurinn er af rotppð- um jurtum, þess betri lífsskil- yrði eru þar fyrir ánamaðka. Við íslendingar þurfum ekki að sækja ánamaðka til útlanda í því skyni að nota þá til að rækta landið. Þeir eru til á hverju byggðu bóli innanlands og allsstaðar þar, sem jurtir þrífast. En vlð verðum að sækja tií erlendra þjóða þekkingu á því, hvernig á að ala þá og rækta, til þess að hafa þeirra sem mest not. Og vel gæti farið svo, að framtíðarræktun lands- ins grundvallaðist á þessari þekkingu. Gildi hennar ætti hver einstaklingur, sem eitthvað fæst við ræktun, að geta prófað sjálfur. Látið 10 til 100 ana- maðka 1 mold kringum ung tré, runna og blómjurtir í görðum ykkar. En gætið þess að hafa þar nægilegt ánamaðkafóður og að jarðvegur sé svo djúpur, að maðkarnir komist niður fyrir frost til vetrardvalar. Og þið munuð komast að raun um glæsilegan árangur, er frá líður — hraðari vöxt og heilbrigðari gróður en þið áður hafið átt að venjast. II. í tilefni af því, að ef einhverir vildu gera tilraun með ána- maðkauppeldi, skal skýrt hér frá, í örstuttu ágripi, einni að- ferð, sem er notuð af þeim, sem fást við þetta starf. Þó er um fleiri aðferðir að ræða og eru þær nokkuð mismunandi, en í flestum aðal atriðum hinar sömu. En þó að farið sé eftir einhverri sérstakri aðferð verð- ur samt að haga sér eftir því, sem reynslan kennir og sjáan- legt er, að bezt á við. á hverjum stað. Verði einhver mistök, sem oft kann að verða, skyldi komast fyrir af hverju þau stafa. Að öðrum kosti er gagnslítið að halda starfinu áfram. Ána- maðkaeldið krefst þolinmæði og þrautseigju, ef það á að bera árangur, eins og hvað annað, sem menn taka sér fyrir hend- ur, ekki sízt þar, sem um er að ræða alveg nýtt dýraeldi, sem með öllu er óþekkt hér á landi. Ánamaffkaeldi í jurtapottum. Nokkrir jurtapottar, um 15,7 cm. að dýpt, eru fylltir af góðri gróðurmold blandaðri með dá- litlu af vel rotnuðum húsdýra- áburði, t. d. hrossataði, sauða- taði eða_ kúamykju og rökum mósalla. Á hverjum potti skyldi hafa 2,6 cm. borð. Ofan á mold- ina má strá svo sem hálfri mat- skeið af hveitikorni og nokkrum grömmum af bygggrjónum, ef þau eru við hendina. Að því búnu skstl láta 5 ánamaðka- hnoður í hvern pott. í hverri hnoðu eru 3—15 frjóvguð egg. Pottarnir eru látnir standa í undirskál með vatni. Að öðru leyti er moldin ekki 'vökvuð. Hnoðurnar eru lagðar um 5 cm. ofan í moldina. Eftir 21—30 daga koma örlitlir ánamaðkar úr hnoðunum, ef allt er með felldu. Og eftir 60—100 daga eru þeir orðnir æxlunar- færir. Þegar pottormar þessir eru búnir að verpa eggjunum, eru fengnir nýir pottar með sams konar mold og er i hinum. Eldri pottunum er síðan raðað ofan á þá og gatið á botninum haft opið. Skríða þá ánamaðk- arnir gegnum það og ofan í neðri pottana. En eggin verða eftir í þeim efri. Byrjar þá ný umferð. Má þannig halda áfram koll af kolli. Bæði egghnoður og maðka má taka úr eldispottun um og láta- í blómsturpotta kringum jurtir, eða annars stað- ar þar, sem menn vilja auka gróðurvöxtinn. Með þessari að- ferð er hægt að koma upp dá- litlum ánamaðkastofni. Maðkarnir tímgvast furðu ört, ef skilyrðin eru góð. Verður að hafa gát á að pottarnir offyllist ekki. Ættu helzt ekki að vera fleiri en um 100 maðkar í einu í hverjum potti. Takist þessi tilraun vel má færa út kvíamar og ala upp ánamaðka. í blikkílátum. Nokkur blikk- ílát eru útveguð, svo sem bensín- dunkar, eða því um líkt, er taka 4—5 lítra. Á hverja hlið, um 12 mm. frá botni, eru drepin 3 göt fyrir vatn að seitla út, sem ann- ars mundi fúlna í moldinni. En nauðsynlegt er að vökva mold- ina stöku sinnum, en þó ekki meira en svo, að hún haldist að- eins rök. Blikkílátin eru fyllt af sams konar mold og höfð er í jurtapottunum. í hvert ílát eru látnir 100 ánamaðkar, eða um 300 egghnoður. Er það uppeldis- stofninn. Ætti þó helzt ekki að hafa fleiri en 5—600 ánamaðka í hverju íláti. Eftir nokkra mán- uði getur farið svo, að þeim fjölgi það ört að nauðsynlegt sé að losa úr ílátunum í önnur stærri. Vel má hafa 10 ílát, eða fleiri, í senn og raða þeim á hyllu eða bekk, í dimmum kjall- ara þar, sem ekki frýs. Éf ekki verður komizt hjá, að hafa ílát- in í birtu, skyldi breiða yfir þau strigapoka, eða annað því líkt. (Framh. í næsta föstud.bl.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.