Tíminn - 10.07.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1945, Blaðsíða 3
51. blaS l TlMEVN, þrigjndaginii 10. Jiilí 1945 3 BERNHARÐ STEFÁNTTON: „ÁUavilla“ Jóns Pálmasonar Það er áreiðanlega vel til fundið hjá Jóni Pálmasyni að kenna síðari svargrein sína til mln í Morgunblaðinu frá 13. þ. m. við áttavillu, því að svo er áttavilla hans sjálfs orðin mikil, að hann virðist ekki vita um hvað við höfum verið að ræða, eða að minnsta kosti ekki hvert var tilefnið. Ég verð þvi að rifja það upp að nokkru. Ég hóf þessar umræður með því að víta þann tón, sem und- anfarið hefir verið i sumum stjórnarblöðunum, þar sem þau viðhafa hin verstu fáryrði út af því, að stjórnarandstaða skuli vera til i landinu og að ríkis- stjórnin sætir nokkurri gagn- rýni. Leyfði ég mér að kalla þetta einræðistón og held því hiklaust fram, að það sé rétt- nefni, enda hefir Jón ekki hrakið það. í sambandi við þetta nefndi ég lítillega þá kenningu Jóns Pálmasonar, að hér ættu aðeins að vera tveir stjórnmála- flokkar: eignarréttarflokkur og sósíalistar, og sýndi fram á, að það hlyti óhjákvæmilega að leiða til einræðis, ef það kæmist í framkvæmd, en gerði hins vegar ráð fyrir, að það gerði Jón sér ekki ljóst, og það held ég enn. Öðru beindi ég ekki til Jóns Pálmasonar í fyrstu. * Úr því Jón fór að svara mér, hefði átt að mega vænta þess, að hann svaraði því, sem að honum var beint. í fyrra svari sínu gerir hann þó i raun og veru alls enga tilraun' til að hrekja þessi um- mæli mín og í því síðara mjög lítilfjörlega. í stað þess skrifar hann langt mál til að endurtaka marg tuggðar svívirðingar um Pramsóknarflokkinn og ósann- indi um hann. En jafnvel þó all- ur sá óhróður væri sannur, en ekki blekkingar* og ofstækis- áróður eins og hann er, þá af- sannaði það á engan hátt um- mæli mín um kenningu hans og kemur henni raunar ekkert við. í öðru lagi reynir Jón að færa nokkur rök að þvi, að ekki sé mikil hætta á að einræði kom- ist á hér á landi. Ég hefi heldur aldrei haldið því fram, að sú hætta væri mikil, þó ég, vegna einræðislegs tals málgagna sjálfra valdhafanna, hvetji til að þjóðin sé á verði í þvl efni. En það er bara allt annað mál, hvort kenning Jóns um aðeins tvo flokka mundi leiða til ein- ræðis, ef hún kæmist í fram- kvæmd, eða hvort miklar líkur séu til þess* að hún eða önnur einræðiskenning nái fram að ganga. Er ekki kommúnismi til í landinu, þó við búumst líklega báðir við, að hann verði ekki algerlega einráður fyrst um slnn? Er*t. d. katólsk trú ekki til hér á landi, þó alls engar líkur séu til að hún verði þjóð- trú íslendinga? Svona mætti lengi spyrja. Það breytir auð- vitað alls engu um eðli kenn- ingar eða stefnu, hvort meiri eða minni likur eru til þess að hún nái fram að ganga. „Rök- semdir“ Jóns um þetta koma því málinu ekki heldur beinlínis við, þó þær séu að vísu nær því en skammír hans um Framsóknar- flokkinn, enda mun ég síðar taka þær til nokkurrar athug- unar. * Kjarni þessa máls er sá, til hvers kenning Jóns Pálmasonar um aðeins 2 flokka muiji leiða, ef hún kæmist 1 framkvæmd, en um það hefir hann forðast að tala. í áttavillugrein hans er þó gerð ein tilraun til að hrekja þau ummæli mín, að hún mundi leiða til einræðis. Hann vísar í þv efni til reynslunnar: bæði hér á landi og annars staðar hafi áður verið aðeins 2 flokkar og það ekki leitt til einræðis, þess vegna sé ekki meiri hætta á því nú. Ég hafði nú einmitt bent á það í fyrstu grein minni, að tveggja flokka kerfi þyrfti ekki að leiða til einræðis og hefði meira að segja gefizt vel, þar sem þessa 2 flokka greinir ekki meira á en það, að þjóð- félagið getur gengið sinn gang hvor þeirra, sem er við völd. En Jón gengur bara alveg fram hjá því höfuðatriði, að tímarnir og þjóðmálastefnurnar um leið eru gjörbreyttar frá því á 19. öld, þegar 2 flokkar áttu vel við. Það urðu engar þjóðlífsbyltingar I gamla daga hvort heldur Heimastjórnarmenn eða Valtý- ingar (sá flokkur skipti oft um nöfn) voru við völd- Sama er að segja um Demókrata og Repu- blikana í Bandaríkjunum, íhaldsmenn og frjálslýnda í Bretlandi, hægri og vinstri á Norðurlöndum o. s. frv. Allir þessir flokkar fylgdu eða fylgja n. 1. því, sem Jón mundi kalla eignarréttarstefnu, þó þeir „út- færi hana á nokkuð mismunandi vegu.“ * En það er ekki svona flokka- skipting, sem Jón hugsar sér, enda tilgangslaust að tala um slíkt. Nei, hann hugsar sér að annars vegar séu sósíalistar og hins vegar andstæðingar þeirra (eignarréttarstefnumenn) og hvað segir svo reynslan um slíka tvískiptingu þjóðanna? Hvernig fór í Rússlandi og Þýzkalandi? Það hefir margt heimskulegt verið sagt um Rússland í ís- lenzkum blöðum, en líklega rennum við Jón báðir grun í það, að það hafi hvorki verið af eintómum óþokkaskap né persónulegrj valdagræðgi Lenins og síðar Stalins, að Kommún- istaflokkurinn tók sér þar al- ræðisvald, heldur hafi honum verið það nauðsyn til að geta framkvæmt stefnu sína. Jón svarar kannske, að í Þýzkalandi hafi verið margir flokkar á fyrstu árum lýðveldisins, þvi þeir voru víst yfir 20 og ég hefi aldrei haldið því fram að slíkt vderi heppilegt, þó ég hins vegar haldi því fram, að í frjálsu þjóð- félagi hljóti flokkarnir að vera fleiri en 2, af þeirri einföldu ástæðu, að þjóðmálastefnurnar eru fleiri en 2. En á síðustu ár- unum fyrir valdatöku Hitlers var hið pólitíska ástand í Þýzka- landi einmitt að verða mjög svipað því, sem Jón telur hið eina rétta. Með látlausum áróðri, mjög líkan þéim, sem Jón rek- ur, var búið að lama miðflokka Þýzkalands, svo þeirra gætti ekki. Þjóðin var svo að segja korffin í 2 andstæðar fylkingar, eins og Jón Pálmason vill að hér verði, borgararnir — eignarrétt- arstefnumennirnir — urðu flest- ir nazistar, gegn þeim stóðu sósalistar. Endirinn þekkja svo allir. • ( * ^Einmitt eins og í Þýzkalandi, eða þá eins og í Rússlandi, hlýt- ur að fara þar sem þær stefnur, sem Jón Pálmason segir að eigi einar rétt á sér, fá að eigast ein- ar við. Gerum ráð fyrir að draumur Jóns rætist og hér verði aðeins 2 flokkar: eignarréttar- stefnumenn og sósíalistar og gerum ennfremur ráð fyrir (sem þó eru engar líkur til), að þeir vildu báðir í fyrstu*stjórna eftir lýðræðisleiðum. Þeir gætu það bara ekki. Annað kjörtímabilið yrði þá byggt upp sósíalistiskt þjóðfélag, víðtæk þjóðnýting at- vinnurekstrar o. s. frv. Hitt tímabilið yrði þetta allt rifið niður og þannig koll af kolli. Heldur Jón Pllmason virkilega að slíkt þjóðfélag fengi staðizt? Nei, það heldur hann ekki þegar hann hugsar málið, heldur bygg- ist þessi stefna hans á von um að flokkur hans, „eignarréttar- stefnan“, fengi varanleg völd, þ. e. flokkseinræði, en sú von kynni nú að bregðast. En hvor flokkurinn, sem það yrði, sem völdunum næði í fyrstu, væri hann ekki líklegur til að skila þeim aftur með góðu, þegar um sjálft þjóðskipulagið væri að tefla. Hefi ég áður fært rök að því og Jón ekki reynt að hrekja nema með * vífilengj um. Auk hinna almennu raka, sem fyrir þessu eru, bætist svo sá tónn, sem nú ríkir í tveim stjórnarflokkunum, „Sjálfstæð- isflokknum“ og kommúnista- flokknum, en þeir yrðu auðvitað að áliti Jóns aðalkjarninn í hin- um fyrirhuguðu flokkum. Úr því þeir telja^ það ýmist bein landráð nú, eða að minnsta kosti nálgast það mjög, að vera í andstöðu við núverandi stjórn, þá má nærri geta hvernig t. d. kommúnistar litu á andstöðu við sig, þegar. þeir væru einir í stjórn. Ég er hræddur um að þá yrði jafnvel Jón á Akri talinn landráðamaður, nema hann söðlaði þá alveg um og gerðist kommúnisti. Ef til vill er sú lausn fyrir hann og fleiri „Sjálf- stæðismenn“ ekki eins fráleit og virðast kann í fljótu bragði. Leiðin frá einum öfgum til ann- arra gagnstæðra er oft léttari fyrir þá, sem ofstækismenn eru, heldur en leiðin til hófsemi. Það sýnir reynslan. * Því, sem Jón Pálmason segir um það, að ekki muni mikil hætta á einræði hér á landi, þarf ég ekki miklu að svara, því að ég er honum ekki mjög ósam- mála um niðurstöðuna, þó ég byggi hana á allt öðru en hann. Hann nefnir 3 ástæður þessu til stuðnings. Tveim þeirra svaraði ég sérstaklega síðast og virðist hann , ekki hafa neitt við svar mitt að athuga að því leyti. Þriðju ástæðuna tók ég að vísu ekki til sérstakrar meðferðar, því að mér fannst henni full- svarað með ýmsu, sem ég sagði um þetta efni að öðru leyti, en Jón segir að hún sé í bili aðal- atriðið. Þetta aðalatriði hans er svohljóðandi: „Núverandi stjórn byggist á samvinnu þriggja and- stæðra flokka og er svo ólíkleg sem nokkur stjórn getur orðið til að stofna til einræðis og of- beldis." Rétt er það, að nokkur trygg- ing felst í því að Alþýðuflokkur- inn tekur þátt í stjórnarsam- vinnunni, því að hann hefir aldrei sýnt neinar einræðistil- hneigingar og blöð hans tala heldur ekki í þeim' einræðistón, sem málgögn .hinna stjórnar- flokkanna gera, þvert á móti víta þau hann. En hvernig er svo tónn „samstarfsmannanna" til Alþýðuflokksins? Ég sé ekki annað en að sum stjórnarblöð- in beri hann einnig landráða- brigslum, næstum eins og Fram- sóknarflokkinn. Það er og vitað að draumur, bæði Jóns Pálma- sonar og margra annarra „Sjálf- stæðismanna“, og allra komm- únista er sá, að ekki einasta Framsóknarflokkurinn hverfi úr sögunni, heldur líka Alþýðu- flokkurinn — og að því er reynt vinna af hinum flokkunum eft- ir mætti. Ef þessi framtíðar- draumur rættist, væri tveggja flokka kerfi komið á með þeim afleiðingum, sem ég hefi lýst. Þó segja megi að núverandi stjórn, óbreytt að mönnum og stuðningsflokkum, sé ekki líkleg til að innleiða beinlínis einræði, þá er hún þó öllum stjórnum, sem hér l^afa verið, líklegri til að undirbúa jarðveginn fyrir (Framhald á 6. slðu) Douglas Recd: Myrkvun yiír Evrópu Það er talið, að enginn maður hafi átt meiri þátt í því en Douglas Reed að opna augu brezku þjóðarinnar fyrir þeim háska, sem stafaði af nazismanum. Hann var frétta- ritari „The Times“ í Þýzkalandi, þegar nazistar voru að brjótast til valda og á fyrstu valdaárum þeirra, unz þeir viku honum úr landi, vegna bersögli hans. Hann skrifaði eftir heimkomuna margar greinar og ritgerðir um nazista og stjórn þeirra, m. a. hina frægu bók, Hrunadans heims- veldanna, er vakti meiri athygli en nokkur bók önnur á sínum tíma. Reed hefir jafnan síðan haldið áfram að vera hinn djarfi merkisberi frelsisins og sannleikans. — Eftirfarandi grein hans birtist í ensku sunnudagsblaði 20. maí síðastl. Leturbreytingar eru allar gerðaraf höfundi. Dragðu blýantsstrik frá strönd Þýzkalands, norður af Berlín, til Trieste, og því næst niður að strönd Albaníu og þá yfir Búlg- aríu, að Svartahafi. Þú munt sjá, að þú hefir skipt Evrópu í tvo hluta. Því næst skaltu sverta hægri handar helminginn og þá hefir þú kort af meginlandi Evrópu eftir „frelsunina", eða með öðr- um orðum eftir styrjöldina. Þú munt verða var við dálítið nýstárlegt, þegar „fréttirnar" byrja aftur. Hinn myrkvaði hluti Evrópu, sá, sem við svert- um, hefir horfið sjónum okkar, sokkið í kaf, eins og þjóðsögurn- ar segja að Atlantsmegtalandið hafi gert. Þöglar miljónir. Við höfum oft talað um myrk- viði Afríku. Austurhelmingur- inn af heimsálfu okkar er orð- inn myrkviði Evrópu. Frá þessum víðáttumiklu löndum, þar sem búa meira en hundrað miljónir Evrópumanna, heyrum við ekkert orð, sem ekki hefir verið yfirlesið og metið af mjög strangri ritskoðun. Hulin þessari myrkvun eru „frelsuðu" löndin Eistland, Lett- land og Litháen, Pólland, Ung- verjaland, Rúmenía, Búlgaría, Júgóslavía, Albanía, stór hluti af Tékkóslóvakía, hálft Þýzka- land og hálft Austurríki. Þegar Hitler gerði innrás sína í þessi lönd fyrir styrjöldina, Leikfélag|Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur hélt aðalfund fyrra laugardag 1 sal- arkynnum félagsins í Þjóðleik- húsinu. Formaður félagsins, Brynjólf- ur Jóhannesson gáf skýrslu um starfið á liðnu leikári, sem var mjög umfangsmikið, svo og fjár- hagsafkomu þess. Hann minnt- ist með nokkrum orðum skálds- ins Guðmundar Kambans, aðal- lega sem leikritahöfundar, og bað fundarmenn að minnast hans méð því að rísa úr sætum sínum. — Starfsemi Leikfélagsins hófst á síðastliðnu hausti þann 24. september, og er það heldur fyr en venja er til, þvj leikárið byrjar ekki að ráði fyr en í októbermánuði. Á þessu starfs- ári vöru sýnd sex leikrit á veg- um9 félagsins. Fyrst var Pétur Gautur sýndur, en hann hafði verið sýndur um vorið og var nú aftur tekinn til sýninga með Tönlistarfélaginu. Að þessu sinni var hann sýndur 11 sinn- um og hafa því verið alls 31 sýning á honum. Leikstjóri var frú Gerd Grieg. Þá var tekið til sýninga leikritið „Hann“, og var það sýnt 13 sinnum. Leikstjóri var Indriði Waage. Þar næst kom svo jólaleikritið, en það var að þessu sinni söng- og ævin- týraleikurinn „Álfhóll", en hann var sýndur 27 sinnum. Leikstjóri var Haraldur Björnsson. Meðan verið var að sýna Álfhól, fóru einnig fram sýningar á Brúðu- heimilinu. Leikfélag Reykjavík- ur bauð Leikfélagi Akureyrar að senda hingað suður leikflokk þann, er hafði sýnt þetta leik rit á Akureyri með frú Öldu Möller í hlutverki frú Nóru. Fyrsta sýning fór fram hér í lok janúarmánaðar og var Brúðu- heimilið sýnt hér í Reykjavík 6 sinnum, en fleiri sýningar hefði mátt hafa, ef tími hefði unnizt til þess, en leikritið var að lokum flutt í Ríkisútvarpinu. Leikstjóri var frú Gerd Grieg. — í marzmánuði var frumsýning á „Kaupmaðurinn í Feneyjum", eftir Shakespeare í þýðingu Sigurðar Grímssonar. Þetta leikrit var sýnt 20 sinnum og Brynjólfur Jóhannesson hefði verið sýnt oftar, ef ekki hefði komið fyrir það óhapp, að einn leikarinn veiktist. Senni- lega verður þessi ágæti leikur tekinn aftur til sýninga í haust. Leikstjóri var Lárus Pálsson. — Síðasta viðfangsefnið 'á starfs- árinu var skopleikurinn „Gift eða ógift“, sem var sýnt 15 sinn- um. Leikstjóri var Lárus Páls- son. — Alls hafa því verið 92 sýningar á vegum félagsins síð- astliðið leikár. — Það er því ekki lítið starf, sem hvílt hefir á stjórn félagsins, leikstjórum, leikurum og yfirleitt öllum þeim, sem að þessu hafa unnið á liðnu starfsári. Fjárhagsafkoma félagsins eft- ir þennan vetur er ágæt, hagn- aður á rekstrinum, enda hafði Alþingi og bæjarstjórn Reykja- vkur sýnt félaginu mjög mikinn velvilja með styrkveitingum. Reikningar lágu ekki frammi endurskoðaðir til samþykktar, enda ekki hægt þar eð síðasta sýning fór fram daginn fyrir aðalfund, er halda skal í júní, samkv. félagslögunum, og verða (Framhald á 6. slðu) fengum við samt nógar fréttir frá þeim. Eftir að stríðið byrj- aði, fluttu blöð okkar enn mikið af fréttum frá leynistarfsem- inni I þessum löndum. Með „frelsun" landanna kom þessi dauðaþögn. Þegar lifnar yfir allri fréttastarfsemi í öðr- um löndum,i fellur þessi nýja tegpnd af myrkvun yfir 'þenna hluta Evrópu. „Fréttastjórn". Berlín hefir nú bætzt í hóp þeirra höfuðborga, þar sem öll fréttastarfsemi hefir verið hneppt í elns konar fangabúðir. Þegar það vitmðist, að Banda- menn hefðu hernumið Berlín, heyrðum við að Bretar og Am- eríkumenn ætluðu að gefa fréttamönnum kost á að kynn- ast hinni herteknu borg, en nú hefir fregnazt að það hafi alls ekki orðið! Hvað á þetta allt saman að þýða? Hvað er það, sem þarf að fela? ' Málfrelsi er nauðsynlegt frjáls- um manni og við erum orðin langþreytt á fréttaeftirliti stríðsáranna. Ritskoðun óg fréttaeftirlit.sem er notað í þágu ákveðins áróðurs eða stefnu, er fullkomnasta plága, eins og öll þvingunarvinna er. Það er eitt af þeim óvinum, sem okkur var sagt að berjast gegn og sem átti að hverfa strax og brýn nauð- syn krefði ekki lengur- Eftirlit með fréttum má líkja við vél, sem mun eyðileggja þanp, er notar hana. Færustu ráðherrarnir í Bretlandi, eins og t. d. Brendan Bracken, getur ekki rannsakað vandlega upp- runa og innihald allra þeirra þúsunda fréttatilkynninga, sem hinn stóri starfsmannahópur hans kemur á framfæri. Hann hefir þótt vilji sé fyrir hendi, ekki getu til að grandskoða hvaða áhrif þær geta haft, né hver er tilgangur þeirra. Tilkynning hans um það, að opinberum fréttatilkynningum sé nú brátt lokið, — og að fólk skuli hafa gát á þeim, sem vilji láta upplýsingamálaráðuneytið starfa áfram — lýsir miklum stjórnmálaþroska og sama gildir um afnám reglijgerðarinnar 18B (Hún fjallar um handtökur manna, sem eru taldir hættuleg- ir vegna pólitiskra skoðana). Ef við snúum aftur til sann- leikans og sýnum samvizkusemi í frjálsum, opinberum umræð- um, þá komumst við aftur á rétta leið. Of mikil yfirhilming. Hinu raunverulega ástandi í Evrópu var leynt fyrir okkur með fréttatakmörkunum. Við gátum því lítið um það vitað. Ef að þjóðin hefði séð hvað var í vændum, hefði þessu ef til vill verið afstýrt, en hún sá aðeins hylla undir hin fögru loforð: Lýðræði, fjögur grundvallarat- riði frelsisins (The Four Free- doms) o. s. frv., sem nú eru að hverfa í myrkvuninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.