Tíminn - 10.07.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMINN. |>rtgjudagiim 10. Jálf 1945 51. blað MINNING Helgu A. Ingimarsdóttur á Þórshöfu Svipur, athöfn — allt nam skarta a) því sálin var svo hrein. Hún var alin upp norður á Þórshöfn, út við hið „yzta haf“, þar sem nóttin er björt sem dagur, lengur en viðasthvar annarS staðar á landinu. Foreldrar hennar, Oddný Árnadóttir og Ingimar Baldvins- son, hafa búið þar nær allan sinn búskap. Er heimili þeirra hjóna, foreldra Helgu, með slík- um myndarbrag að af ber, og rómað fyrir gestrisni, alúð og glaðværð, af öllum, sem til þekkja. Þar hafa jafnan ómað söngsins tónar, enda er hús- freyjan söngvin mjög. Hefir hún unnið að.eflingu sönglífs í þorp- inu og haft á hendi söngstjórn, síðast á umliðnum vetri. Þannig var æskuheimili frú Helgu. Hér óx hún upp, umvafin ást og umhyggju ágætra for- eldra. Hún varð yndisleg ung stúlka, sem stafaði frá birta og ylur hvar sem hún fór og var elskuð og virt af öllum í litla þorpinu hennar, hugljúfi allra, sem kynntust henni. Ung að aldri gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Björgvin Sigurjónsson, dreng góðan, atorku og efnismann. Hófst hann brátt handa um að eignast sitt eigið hús, og vann sjálfur mest að smíðinni, ásamt tengdaföður sínum. Hin ungu hjón voru samhent í öllu. Tókst þe|m brátt að skapa fagurt hmmili, og þann heimilisbrag, sem anc^iði gleði og hlýju mót hverjum, sem að garði Wár. Frú Helga var sönn húsmóðir, sem skildi hlutverk sitt til hlítar og leysti það af höndum með þeirri prýði að ljóma bar af. Sjálf var hún sól heimilisins. Það var hennar heimur, hennar gleði og hennar von. Þar ríkti fegurð, sem bar órækt vitni um smekk- vísi hennar og innra mann. Og heimilið var henni allt, þar var ástvinurinn og litlu elskulegu drengirnir hennar, nú níu og fjögra ára. Þeim helgaði hún líf sitt og krafta. Og nú er hún horfin oss sjón- um fyrir aldur fram, þessi fagra Helga A. Ingimarsdóttir kona, sem elskaði lífið og starf- ið, og átti svo göfuga sál, að allt varð bjart og hlýtt umhverfis hana. Vér skiljum ekki hin duldu rök lífsins, en slíkir atburðir verða ávallt harmsaga í vorum augum. Skarð er höggvið í ást- vinahópinn og stendur ófyllt. Litla þorpið hefir beðið mikið afhroð, en sárastur er harmur ástvinanna, makans, litlu drengjanna, foreldra og systk- ina. En huggun er það þeim, og öllum vinum hennar, að minn- ingarnar um hana eru acSeins hlýjar og fagrar, þar ber engan skugga á. Og vonirnar, sem deyja hér, rísa uþp í öðrum heimi. Kærleiksböndin, sem tengja ástvinina saman, vinnur sigð dauðans ekki á. Fyrir því æðrumst vér ei við lífsins skapa dóm, en segjum: Hjartans þökk fyrir allt. J. F. „Áttavilla“ Jóns Pálmasonar. (Framhald af 3. síðu) það. Málgögn hennar tala einræðislegar heldur en nokk- urn tíma hefir verið gert hér á landi og að því er virðist með hennar góða samþykki. Að kalla stjórnarandstöðu og gagnrýni á stjórn landráð er einungis gert þar sem einræði ríkir, eða vald- hafarnir eru einræðissinnaðir. Lítum til lýðræðisþjóðanna. í Bretlandi er nú háð hörð kosn- ingabarátta og stjórnarsamvinn- unni er þar slitið. Þó ætlar Churchill að hafa formann stjórnarandstæðinga með sér á hina þýðingarmestu og vanda- sömustu ráðstefnu. Roosevelt sendi keppinaut sinn við for- setakosningarnar sem trúnaðar- mann sinn til margra landa, rétt eftir kosningabaráttuna, en hér á íslandi hótar Jón Pálmason og aðrir samherjar hans, að Framsóknarmenn skulu engu fá að ráða. Þetta er munurinn á lýðræði og einræðisanda. „Aðalatriði" Jóns Pálmasonar nægir því ekki til að afsanna það að til einræðis éeti komið á íslandi. Hitt er svo annað mál, að ég er sjálfur sannfærður um, að hér tekst aldrei að koma á ein- ræði, ef þjóðin er sjálfráð. ís- lendingar hafa verið unnandi frelsi og ég trúi því að þeir séu það enn. Þess vegna mun offors stjórnarblaðanna út af hverrri gagnrýni hafa öfug áhrif við það, sem til er ætlast og aðeins verða til þess að efla Framsókn- arflokkinn, en hann er helsta tryggingin fyrir lýðræðinu, bæði sökum stefnu sinnar, svo og þess, að á meðan upp undir 30% þjóðarinnar fylgir honum að málum, hefir enginn flokkur bolmagn til að koma á einræði. Þrátt fyrir þá einkennilegu af- stöðu í stjórnmálum landsins, sem skapazt hefir við það, að hægri flokkurinn og kommún- istar fóru að vinna saman, held- ur' Framsóknarflokkurinn þó milliflokksafstööu sinni, þvl hversu mikið hatur, sem hinir flokkarnir leggja á hann, og þó það sameini þá í bili, þá er það þó_hann, sem kemur i veg fyrir að í enn meiri odda skerist í þjóðfélaginu. Ég hefi þá svarað öllu því, sem Jón Pálmason hefir sjálfur til þessara mála að leggja og við- kemur því efni, sem ég hóf um- ræður um. Eftir er aðeins sví- virðingar hans ym Framsóknar- flokkinn og nokkrar tilraunir til að afsaka sinn eigin flokk, ‘svo og hártoganir á orðum mín- um. Ég gæti því vel skilið hér við hann og kvatt, því þó ég vilji gjarnan eiga orðastað við Jón Pálmason um ákveðið málefni, þá finn ég hvorki hjá mér hvöt né skyldu til að standa í sorp- austri við hann. Ég mun þó hér á eftir taka nokkur atriði í svari hans til athugunar, en hann verður að afsaka þó ég fari þar fljótt yfir sögu. (Framhald). Nýr vararæðismað- ur Brefa hér Sú tilkynning hefir verið gefin út frá brezka sendiráðinu hér, að dr. John McKenzie, hafi verið skipaður vararæðismaður hér í Reykjavík og hefir honum verið veitt bráðabirgðaviður- kenhing sem vararæðismanni í Reykjavík. í Dr. Cyril Jackson, brezki sendikennarinn, sem starfað hefir hér á landi um mörg und- anfarin ár, er á förum af landi brott. Samþykktir uppeldismála- þings S. I. B. Á 4. upppeldismálaþingi Sam- bands íslenzkra barnakennara 1945, sem haldið var hér í bæn- um í september mánuði og áður hefir verið sagt frá hér i blaðinu, voru gerðar þessar ályktanir: Almennt kennaraþing, haldið í Reykjavík dagana 18.—20. júní, lítur svo á, að skilyrðislaust háskólanám sé ákjósanlegasta lausn kennaramenntunarinnar, eins og tekið er fram í greinar- gerð með frumvarpi milliþinga- nefndar í skólamálum. Hins veg- ar getur þingið að svo stöddu fallist á frumvarp milliþinga- nefndarinnar sem viðunandi lausn, unz bætur verða ráðnar á þeirri kennarafæð, sem fram- kvæmd nýrra fræðslulaga vænt- anlega hefir í för með sér, og aðrar ástæður leyfa, að háskóla- Próf í uppeldisfræðum verði gert að skilyrði fyrir kennara- réttindum. Að öðru leyti vísar þingið til ályktana .síðasta full- trúaþings um þetta mál. Þá lýsir þingið ánægju sinni yfir þeím ákvæðum frumvarps- ins að almennt kennarapróf verði gert að skilyrði fyrir kennsluréttindum handíða- og íþróttakennara. Sömu ákvæði séu og látin gilda um húsmæðra- kennara, 2. Uppeldismálaþingið 1945 þein- ir þeirri áskorun til fræðslu- málastjórnarinnar, að hún hlut- ist til um, að haldin verði á sumri hverju námskeið fyrir barnakennara, er standi yfir a. m. k. einn mánuð og væri æski- legt, að hver starfandi kennari sækti slík námskeið heima eða erlendis eigi sjaldnar en fimmta hvert ár. 3. 4. uppeldismálaþing Sam- bands íslenzkra barnakennara telur það tímabært, að fræðslu- málastjórnin gefi kennurum kost á því og geri þeim það kleyft fjárhagslega að kynna sér skólastarfsemi hér á landi — meðan kennsla stendur yfir — í þeim skólum,sem fræðslumála- stjóri telur heppilegasta til þess. Einnig til þess, að kynna sér eitt og annað, er að skólamálum lýt- ur og nema í þeim námsgreinum, sem þeir helzt kysu og skólum þeirra gæti orðið að sem mesu gagni. 4. Þingið lætur í ijós ánægju sína yfir öllum meginatriðum í frum- varpi, milliþinganefndar í skóla- málum, um fræðslu barna. 5. Kennaraþingið lýsir ánægju sinni yfir frumvarpi milliþinga- nefndar í skólamálum um skóla- kerfi og fræðsluskyldu og heitir á kennarasambandið að fylgja fast eftir, að það mál nái fram að ganga. 6. Kennaraþingið 1945 beinir þeim tilmælum tii fræðslumála- stjóra, að barnaskólum verði ár- lega sent prófverkefni fyrir öll prófskyld börn í lestri, stafsetn- ingu, málfræði og reikningi. 7. Kennaraþingið 1945 leggur sérstaka áherzlu á, að milli- þinganefnd í skólamálum taki upp í frumvarp um fræðslu barna ákvæði, seip tryggja að sérhvert skólahverfi í landinu hafi fullnægjandi skólahús inn- an ákveðins tíma, þannig, að á hverju ári þess tímabils verði byggð skólahús fyrir ákveðinn hluta af þeim skólahverfum, sem nú vantar húsnæði. 8. Kennaraþingið skorar á fræðslumálastjórnina að sjá um að árlega séu á boðstólum kennslutæki fyrir barnaskólana, og fræðslu- eða hreppsnefndum gert að skyldu að kaupa þau. Er hér einkum átt við ýmsar myndasamstæður (series), mið- aðar við íslenzka staðhætti. 9. Almennt kennaraþing, háð í Reykjavík 18.—20. júní, telur brýna nauðsyn á að komið sé upp hið bráðasta upptökuheim- ilum og athugunarstöð fyrir vanþroska börn og vandræða- unglinga, svo og uppeldisheimil- um ^yrir þá. — Skorar þingið fastlega á ríkisstjórn að hefjast handa að koma upp stofnunum þessum. 10. Almennt kennaraþing Samb. Isl. barnakennara, haldið i Reykjavík dagana 18.—20. júní 1945, beinir þeirri eindregnu áskorun til hins háa Alþingis, að það samþýkjki þau frum- vörp milliþinganefndar í skóla- málum sem þingið hefir fjallað um, en þau eru: 1) Frumvarp til laga um skólakerfi og fræðslu- skyldu, 2) Frumv. til laga um fræðslu barna, 3) Frv. til la^a um gagnfræðanám, 4) Frv. til laga um menntun kennara og 5) Frv. til laga um tilrauna- og æfingaskóla. Þinginu lauk með samsæti kennara í Tjarnarcafé. Voru þar ræður fluttar, söngur og upplestur. Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Þingið sóttu- um 180 kennarar viða af landinu. Bókmeimtir og listir. (Framhald af 3. síðu) þeir því ekki samþykktir fyr en á framhaldsaðalfundi síðar í sumar. í stjórn Leikfélagsins fyrir næsta starfstímabil voru kosin: Brynjólfur Jóhannesson for- maður, endurkosinn, frú Þóra Borg Einarsson gjaldkeri, endur- kosin, Valur Gíslason ritari, í stað Ævars R. Kvaran, er baðst undan endurkosningu, þar sem hann er á förum til útlanda. í varastjórn voru kosin: Gest- ur Pálsson, varaformaður, Hall- grímur Bachmann, varagjald- keri og frk. Emilía Borg, vara- ritari. — í nefnd til að vera í ráðum með félagsstjórninni um leikritaval, voru kosin þau frk. Arndís Björnsdóttir og Þor- steinn Ö. Stephensen. Um viðfangsefni næsta vetur getur stjórnin ekki sagt að svo stöddu, en vonar, að þau verði ekki síðri en á síðastliðnu leik- ári. Útbreiðið Tímann! Ársþing I. S. L Þing íþróttasambands íslands, sem háð var á Akureyri lauk síðastl. laugardag. Þingið sam- þykkti ýmsar ályktanir um íþróttamál. í stjórn voru kosnir: Benedikt Waage forseti, Þorgeir Sveinbj arnarson varaforseti, í stað Jóns Kaldals, sem baðst undan endurkosningu, og Er- lingur Pálsson, er var endur- kosinn í stjórnina. Fyrir voru í stjórninni: Kristján L. Gestsson og Frímann Helgason. Stjórnar- meðlimir fyrir fjórðungana voru þessir kosnir: Þorgils Guð- mundsson, Reykholti, fyrir Vest- firðingafjórðung, Hermann Stefánsson, Akureyri, fyrir Norðlendingafjórðung, Jóhann- es Stefánsson, Norðfirði, fyrir Austfirðingafjórðung og Sigurð- ur Greipsson, Haujcadal, fyrir Sunnlendingaf j órðung. Happdrætti Nor- rænaiélagsins Það hefir nú yerið ákveðið að fresta happdrætti Norrænafé- lagsins til 1. des. n. k., en ann- Hlutdeildarskuldabréí Vér viljum vekja athygli á því, að vér höfum til sölu á næstunni fyrir Byggingarsamvinnufélag Ólafsvíkur hlutdeildarskuldabréf að upphæð samtals kr. 130,000,00. Skuldabréf þessi greiðast með jöfnum afborgunum á næstu 20 árum, en heimilt er að greiða þau eftir 5 ár. Tryggingar eru: 1) 2. veðréttur og uppfærsluréttur í 5 íbúðarhúsum (10 íbúðum) samvinnufélagsins. 2) Sameiginleg sjálfskuldarábyrgð 10 íbúðaeigenda. 3) Ábyrgð Ólafsvíkurhrepps. Þeir, sem óska, geta fengið allar frekari upplýsingar. FASTEIGNA- & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrm.) Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294. Logtök Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur og að undan- gengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyrir eftirfarandi ógreiddum gjöldum til bæjarsjóðs: L Fasteignagjöldum ársins 1945 með gjalddaga 2. janúar s. 1., 2. Lóffaleigugjöldum ársins 1945, með gjalddaga 2. janúar s. 1., svo og fyrir dráttarvöxtum og kostnaði, aff átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. 5. júlí 1945. Borgarfófíetinn í Reyhjavík. Svíþjóðavíðskípti Magnús Kjaran og Sænsk-íslenzka Verzlunarfélagið hafa opnað skrifstofu í Stockholmi til að annast við- skipti milli íslands og Sviþjóðar. Skrifstofan hefir umboð fyrir mörg stærstu og þekktustu fyrirtæki Svíþjóðar og útvegar þaðan allar fáanlegar vörur. Fyrirspurnir og pantanir sendist annað hvort beint til skrifstofunnar: utanáskrift Magnús Kjaran, Grev- gatan 32, Stockholm, eða til undirritaðra. I HEILBVERZLUH MAGWLSAR KJARAIA SÆWSK.ÍSLEIAZKA YERZLLDiARFÉLAGIB, Reykjavík. ORÐSEADIAG TIL KAUPENDA TÍMMS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. ars átti drátturinn að réttu lagi að fara fram þ. 30. júní s. 1. Er happdrættinu frestað af þeim sökum, að sölumenn úti á landi hafa ekki enn skilað af sér óseldum miðum. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.