Tíminn - 10.07.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.07.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzUa tímarltlð um Þefr, sem «II|a Uynna sér Jtjjóðfélagsmál, fnn- Iend og útlcnd, þurfa að lesa ÐagsUrá. Esjufarþegar segja frá (Framhald af 1. síðu) Ólafur Eiríksson segir frá. Eftir þvi, sem fregnir herma, hefir aðeins einn íslendingur verið hnepptur í fangelsi af Þjððverjum í Ðanmörku á her- námsárunum. Það er Ólafur Eiríksson frá Reykjavík, og var hann einri meðal þeirra, er komu heifn með Esju. Tíðindamaður blaðsins hefir hitt hann að máli og spurt um dvölina í þýzku fangabúðunum. Sagðist honum svo frá: — Ég fór héðan til Danmerk- ur 1939 um sumarið. í apríl 1944 var ég handtekinn af Ge- stapo og dönskum kvislingum. Ég .vann hjá bókaforlagi, er fékkst við dreifingu bóka, er Þjóðverjar höfðu bannað. Yar ég sakaður um andnazistaáróð- ur og einnig allt annað starfs- fólk fyrirtækisins, en það var ekki margt. Við vorum óviðbúin, er okkur barst tilkynning frá dönsku leynisamtökunum um að við mættum búast við árás. Það var ekki búið að koma öllum hinum óleyfilegu bókum undan, er tveir Gestapobílar komu með vopnað lið og fór það tafarlaust með okkur í fangelsi. Öllu starfsfólkinu var sleppt fljót- lega, nema mér og framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Síðan voru stanzlausar yfirheyrzlur, en þó var ég engum pyndingum beitt- ur, en ég sá aðra fanga vera beitta hræðilegum pyndingum til 'að pína þá til sagna. Þýzka leynilögreglan, Ge- stapo, var ægileg. Hún beitt öllum hugsanlegum aðferðum til að fá menn til sagna. Meðlimir dönsku leyniþjónustunnar, sem Gestapo náði í, voru þrautpíridir í því skyni að láta þá segja ’til félaga sinna, svo að Gestapo gæti náð í þá og tekið þá fasta. Flestir fanganna, er þannig var farið með, létu heldur pína sig til dauða en að segja heimilis- föng félaga sinna, og er talið, að af 10 þús. föngum, er Þjóðverjar tóku í Danmörku, hafi um eitt þúsund dáið. Þjóðverjar gerðu yfirleitt lítið að því að kveða upp dauðadóma, þeir kvöldu heldur fangana. Ég var hafður einn í klefa í þrjá mánuði og fékk hvorki að lesa, skrifa eða reykja. Þegar allsherjarverkfallið stóð yfir í Danmörku, fengu fangarnir að- eins tvær brauðsneiðar og 2V2 bolla af vatni á dag. Kl. 4 að morgni, 14. hvers dags, var öll- um föngunum raðað upp og les- in upp nöfn þeirra úr hópnum, sem áttu að fara í fangabúðir suður í Þýzkalandi, en þaðan komu fæstir lifandi aftur. Það var ónotaleg tilfinning meðan verið vp,r að lesa upp þá, sem áttu að fara í hvert skipti, því að menn7 vissu alclrei fyrirfram hverjir yrðu fyrir valinu í það og það skiptið. Framkoma Þjóðverjanna við fangana var nokkuð misjöfn. Það voru margir fangaverðir, sem vildu ýmislegt fyrir okkur gera og leiddist meðferð fang- anna, en þeir voru' einskis megnugir og gátu engu um þok- að. Ég siapp svo úr fangelsinu seint í marz, og er nú glaður yf- ir því að vera kominn aftur heim til ættlandsins. Rögnvaldur I»«rláks- son segir frá. Rögnvaldur Þorláksson bygg- ingaverkfræðingur var meðal þeirra ísjenzku námsmanna, er komu heim með Esju. Hann hefir stundað nám í Noregi og dvaldi lengst af í Þrándheimi. Tíðindamaður blaðsins hefir hitt hann að máli og spurt hann lauslega um ástandið í Noregi á hernámsárunum. Fer frásögn hans/hér á eftir. — Hernámið kom yfir fólk eins og þruma úr heiðskíru lofti og vissu menn ekki fyrr til en flugvélar voru yfir bænum og þýzkir hermenn á götunum. Ástandið í Noregi var mjög slæmt á hernámsárunum og hefði orðið hungursneyð í land- inu, ef Danir og Svíar hefðu ekki hlaupið undir bagga og gef- ið mat. Annars var ástandið að sumu leyti svipað og í Dan- mörku. Fólk sýndi Þjóðverjum kulda og andúð og það talaði yfirleitt enginn Norðmaður við Þjóðverja, nema hjá því væri ekki komizt. Menn héldu sig sem allra mest inni við, enda var ekki hættulaust að vera á ferli. Framkoma Þjóðverja var ó- mannúðleg, einkum þó Gestapo- mannanna, og virðist svo sem að harðgerðustu glæpamennirnir hafi einkum valizt þangað. Það kom oft fyrir, að Þjóðverjar ráku fólk út, úr húsum þess, ef þeim bauð svo við að horfa og settust þar sjálfir að. Verst var þó framkoma þeirra í nyrztu sýslunum, þar sem þeir hörf- uðu fyrir Rússum. Þar brenndu þeir og eyddu öllu, þar sem þeir fóru yfir. í þessum héruðum stendur varla steinn yfir steini og er það eina sem hjálpar, að íbúarnir þarna norð- ur frá eru harðfengir og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Á þessum slóðum hefst fólkið við í hellisskútum og öðrum álíka bústöðum. Sumir staðir annars staðar hafa einnig orðið illa úti vegna loftárása. Þrándheimur hefir sloppið vel við skemmdir vegna loft- árása. Þjóðverjar höfðu byggt öflugt kafbátalagi þar og var það lengi í smíðum. í sambapdi við það voru viðgerðastöðvar fyrir kafbátana. Þegar flugvél- ar Bandamanna gerðu loftárás á þessar stöðvar, voru þær að mestu eyðilagðar á þremur mín- útum. Loftið upp yfir kafbáta- skýlinu var þó svo sterkt, að sprengjurnar unnu ekki á því. Handtökur og pintingar voru algengar eins og í Danmörku. Ég veit um einn íslending, sem handtekinn var af Þjóðverjum þar. Honum var þó sleppt íljót- lega og komst hann skömmu síðar yfir til Svíþjóðar. Hann er nú kominn heim með Esju. Stjórnmálaástandið telur Rögn valdur ekki hafa breytzt mikið í Noregi, nema þá á þann veg, að fólk hefir fengið aukna fyrir- litningu á einræðisflokkunum, og kann nú betur að meta hvers virði frelsið er. Nfív prófessorar Þann 4. þ. m. skipaði forseti íslands fjóra prófessora við Háskóla íslands, þrjá við verkfræðideildina og einn við læknadeildina. Voru sett lög á seinasta þingi um stofnun þessara embætta og höfðu ekki borizt umsóknir um þau, nema frá þeim, sem hlutu þau. Hafa þejr líka gegnt svipuðum störfum að undan- förnu. Hinir nýju prófessorar við verkfræðideildina eru þeir Finn- bogi Rútur Þorvaldsson, dr. Leifur Ásgeirsson og dr. Trausti Ólafsson. * Hinn nýi prófessor við lækna- deildina er dr. Júlíus Sigurjóns- son. Finnbogi R. Þorvaldsson er fæddur í Haga á Barðaströnd 22. janúar 1891. Hann varð stúdént 1912, cand. polyt. í Kaupmannahöfn 1923. Hann hefir mikið unnið að verkfræði- / störfum, aðallega í sambandi við hafáarmannvirki. Kehnslu hefir i hann haft á hendi við verk- fræðideild háskólans frá 1940. Dr. Leifur Ásgeirsson er fædd- ur áð Reykjum í Lundarreykja- dal 25. maí 1903. Hann varð stúdent 1927 og varð doktor í ^stærðfræði við háskólann í Göttingen 1933. Hann hefir verið skólastjóri á Laugum, en hefir um nokkurt skeið haft á hendi kennslu við verkfræði- deild háskólans. Dr. Trausti Einarsson er fæddur í Reykjavík 14. nóv. 1907. Ljósm. Fr. Klausen. Myndin er tekin af byrggjunni og sjást farþegar og þeir, sem fengið höfðu leyfi til að fara niður á bryggjuna, til að taka á móti þeim. Þúsundir manna fögnuðu.. (Framhald af 1. síðu) komu skipsins og var fyrst út- varp frá skipsfjöl, en síðan af hafnarbakkanum. voru kórar bæjarins þar samankomnir og sungu nokkur lög meðan skipiij var að leggjast upp að hafnar- garðinum. Þegar skipið hafði lagst upp að, flutti Emil Jónsson samgöngumáiaráðherra ræðu og bauð hann Esjufarþegana vel- komna og minntis þess, að lands- menn hefðu oft hugsað til þeirra, sem erlendis vofu, og einkum þegar hernaðaraðgerðir voru framkvæmdar í nágrenni við bú- staði íslendinga erlendis. Þá tók Ásgeir Sigurðsson skipstjóri til máls, en af hálfu farþega talaði Guðm. Arnlaugsson. Að lokinni ræðu hans sungu farþegar „Ó guð vors lands,“ en mannfjöld- inn á bakkanum tók undir. Að þessari athöfn lokinni byrj _ uðu farþegarnir að fara í land og mátti þar sjá marga innilega endurfundi. Troðningar voru þó sérstaklega litlir, eins og þó er títt, þegar skip eru að koma eða fara, þótt minni fólks- fjöldi sé viðstaddur en í þétta skipti. Alls komu með Esju 304 far- þegar, þar á meðal mörg hjón með um 70 börn innan 12 ára aldurs. Flestir farþeganna voru náfnsmenn frá Danmörku og Noregi, en auk þess voru meðai þeirra nokkrir menn, sem verið hafa í Þýzkalandi og ýmsum löndum Mið-Evrópu. Héðan fóru með Esju um 100 farþegar, svo að alls hefir hún flutt um 400 farþega í þessari ferð. Esja var alls í 20 daga í ferða- laginu og gekk það vel í alla staði. Þrengsli voru að vísu mikil, en veður var jafnan gott, svo að það kom ekki eins að sök. Farþegar láta mjög af hjálpfýsi skipverja. Dökki hlctturiim á ferðalaginu. Um a. m. k. suma þessa menn er kunnugt, að þeir hafa verið ákveðnir andstæðingar nazista alla tlð og enginn þeirra þykir líklegur til að hafa unnið sér neit til saka í þessum efnum. Hér hlýtur því að vera um al- geran misskilning að ræða, sem krefjast verður að þeir, sem að verkinu stóðu, bæti fyrir að fullu og játi mistök sín. Það var Esjufarþegum líka til leiðinda og óþæginda, að Banda- menn settu hervörð í skipið rétt eftir að þeir höfðu látið fram- kvæma handtökurnar, og sýndi foringi hans ógreiðvikni og stirfni. Þannig lét hann hafa Jón Leifs tónskáld í stofu- fangelsi. Virðist það í fyllsta máta hafa verið óþörf og undar- leg ráðstöfun að hafa þennan hervörð í Esju og ber lúkisstjóm- inni að krefjast skýringa á því og koma í veg fyrir að slíkt end- urtaki sig. Seint í gærkvöldi barst blað- inu svohljóðandi tilkynning frá ríkisstjórninni: Samkvæmt viðtali utanríkis- ráðuneytisins við sendiráð ís- lands í Kaupmannahöfn í dag er upplýst, að það eru brezk hernaðaryfirvöld, en engir danskir aðilar, sem tóku hönd- um þá fimm íslendinga, er eftir urðu af Esju. Mönnunum líður vel. Þeir eru nú i yfirheyrslu og hafa brezk hernaðaryfirvöld lof- að að hraða henni eftir fremstu föngum. Telja má víst, að dönsk stjórnaryfirvöld muni gera það sem í þeirra valdi er til að greiða fyrir málinu. íslenzka ríkis- stjórnin óskaði eftir, að þau boð væru flutt frá henni, að þetta mál væri ekki aðeins einkamál þeirra manna, sem handteknir hafa verið, og aðstandenda þeirra, heldur mál allrar þjóðar- innar, og að íslenzka ríkisstjóm- in legði því hina allra mestu áherzlu á skjótan og góðan endi málsins. Einn dökkur blettur var samt á þessu ferðalagi. Hann var handtaka fimm íslendinga, sem voru teknir úr skipinu rétt éftir, að það fór frá Kaupmannahöfn. Kom þessi handtaka mönnum mjög á óvart, því að dönsk yfir-t völd voru búin að athuga skilríki farþeganna. Þessi handtaka var heldur ekki framkvæmd af dönskum yfirvöldum, en að henni munu hafa staðið danskir skæruliðar og brezkir hermenn. íslendingarnir, sem voru handteknir heita Leifur Jóhann- esson, Hinrik Guðmundsson^Ól- afur Pétursson, Sigurður Kristj- ánsson og Magnús Kjartansson. Hann varð stúdent 1927 og dr. phil. í stjarnfræði við háskól- ann í Göttingen 1934. Hann hefir starfað sem kennari Við Mentaskólann á Akureyri og nú undanfarið við verkfræðideild- ina. / Dr. Júlíus Sigurjónsson er fæddur í Grenivík' 26. des. 1907. Hann varð stúdent 1926 og cand. med. 1931. — Framhaldsnám stundaði hann erleiidis og hlaut doktorsgráðu 1940. Hann hefir verið aukakennari í heilbrigðis- fræði við Háskóla íslands. Innílufníngur á tíl- bántim áburði í tiiefni greinar, sem Þjóð- viljinn birti 6. þessa mán. um áburðarskort o. fi., óska ég að skýra frá, að innflutningur til- búins áburðar hefir á' þessu ári verið (talinn í smálestum): 1. Brennisteinssúrt ammoníak 20,6% köfnunarefni .. 2713 2. Ammoniaksaltpétur, 32,5% köfnunaréfni ... 907 3. Ammophos ............ 1847 4. Kalí ..................250 5. Tröllamjöl .......... 250 Þær 907 smál. af Ammoniak- saltpétri, sem inn voru fluttar jafngilda ca. 1431 smál. af Brennisteinssúru ammoníaki 20,6%, og samsvkrar því inn- flutningur beggja þessara á- burðartegunda ca. 4144 smál. af því. Áætlun um áburðarþörfina á þessu ári, sem gerð var á miðju sumri 1944, var 4500 smál. af Brennisteinssúru Ammoníaki 20,6%, en enginn Ammoniak- * GAMLA B í Ó MOLLY í SUMAR- LEYFI , (A Lady Takes a Chance) Amerísk gamanmynd með Jean Arthur og John Wayne. Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Ý J A B í Ó KÉWERSKA stClkan Spennandi mynd með Gene Tierney, Lynn Bari, og George Montgomery. — Bönnuð fyrir börn. — Sýnd kl. 7 og 9. „Kentncky<( Fjörug og skemmtileg litmynd með Loretta Young og Bichard Greene. Sýnd kl. 5. Þeir gerðu garðiim frægan OG Dáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. TJARNARBÍÓ «> AST í SKÖMMTIX (You Can’t Ration Love). Amerísk söngva- og i gamanmynd. Betty Rhodes, Johnnie Johnston. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Byggingameistarar Tekið verður á móti fyllingu á öskuhaugana við Grandaveg. Menn verða á staðnum að taka á móti henni. Fyrir fyllingu, er þeir telja hæfa, verður greitt 5 krónur fyrir hvern bíl, miðað við 15 tunnu hlass. Tippmenn fylgjast með því, hvað hver bíll kemur með og tilkynna skrifstofu minni. Greiðsla fer fram vikulega. AÆJ/UtVERKFItÆBIJVGUR. Ú R B Æ N U M Birgir Halldórsson vestur-íslenzki söngvarinn, sem kom hingað fyrir nokkru hélt fyrstu söng- Nkólum og sundfélögum. Er það svipuð skemmtun sína í fyrrakvöld fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Söngvaranum var tekið með mikilli hrifningu og varð hann að syngja mörg aukalög. Húsið var fullskipað og barst fjöldi blóma. Birgir syngur aft- ur í kvöld. Aðsókn að Sundhöllinni. Á síðastl. 6 mánuðum hafa 56.139 saltpétur talinn með. Af öðrum áburðartegundum var áætlað eins og innflutningurinn varð. Á árinu 1944 var áburðarinn- flutningur þessi(talin%í smál.): 1. Brennisteinssúrt ammoníak 20,6% köfnunarefni .. 2994 2. Ammophos ............. 1471 3. Kalí .................. 200 4. Tröllamjöl ............ 102 Áætlun fyrir árið 1944, sem gerð var snemma sumars 1943 af þáv. framkv.stj. Áburðarsölu ríkisins, hr. Árna G. Eylands, var: 3300 smál. af Brennisteins- súru Ammoníaki, 1250 smál. Ammophos, en aðrar tegundir eins og innflutningurinn varð, auk 40 smál. af Brennisteins- súru Kalí. Auk innflutningsins þetta ár kom einnig til sölu á árinu um 176 smál. af Ammop- hos og rúml. 60 smál. af kalí og tröllamjöli, sem óselt var í árs- lokin 1943 af innflutningi þess árs. Munurinn á innflutningnum þessi tvö ár, sem hann er meiri nú en 1944, verðúr þannig: 1150 smál. (eða jafngildi þess) Brennisteinssúrt Ammoníak. 376 smál. Ammophos, 50 smál. Kalí og 148 smál. Tröllamjöl. Reynt var á síðasta vetri að fá aukinn áður ákveðinn áburð- arskammt, bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi, en bar ekki tilætlaðan árangur. Reykjavík, 8. júlí 1945. Jón ívarsson. karlar sótt Sundhöllina, 13.111 konur, 46.925 börn og unglingar og 13.159 úr aðsókn og verið hefir undanfarin ár. Eining, bindindismálablað bindindissamtak- anna í landinu, 6. tölublað þessa árs er nýkomið út. Það hefst á grein eftir Friðrik Brekkan, er nefnist Jónsmessu- nótt. í blaðinu er einnig grein um söngkonuna Guðrúnu Á. Símanar, með mynd, Fögnuður og skrílslæti eftir Pét- ur Sigurðsson, Vanskapaður hugsunar- háttur, mjög athyglisverð grein ojriir sama. Auk þess eru í ritinu fjöldi smá- greina og kvæði eftir Pétur Sigurðsson, er nefnist Vormorgunn. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags íslands, 5. blað þessa árg. er nýkomið út. í rit- inu er m. a. grein eftir ritstjórann, Lúðvík Kristjánsson, um ófriðarlokin í Evrópu, Björgúnarfélag Vestmanna- eyja 25 ára, eftir Vigfús Ólafsson, og ýtarlega grein um vetrarvertíðina í Sunnlendingafjórðungi, með myndiun af aflakóngunum í hverri veiðistöð. Þar er yfirlit yfir útgerð og aflabrögð í mái og margt fleira. Nýtingur h.f. heitir nýtt hlutafélag sem stofnað var í Reykjavík fyrir nokkru síðan. Tilgangur þess er að hagnýta úrgangs- efni, svo sem úr pappír og hampi, ull- arefnum, baðmullar- og trjáefnum o. fl. til vinnslu innanlands. Stofnendur eru 7. Stjórn skipa: Formaður: Magn- ús J. Brynjólfsson, kaupmaður; með- stjórnendur: Gunnar Einarsson prent- smiðjustjóri og Þorleifur Gunnarsson bókbandsmeistari. Orðsending frá kirkju- görðunum. Til 20. sept. verður skrifstofutími í báðum görðum aðeins kl. 11—12 árd. á iaugardögum. Aðra virka daga á venjulegum tímum. Allir þeir er ætla sér að vinna í görðunum verða að til- kynna það umsjónarmönnunum og fá samþykki til þess sem vinna á, (annars en ræktunar og hreinsunar reita). Allir þeir sem eiga eða hafa umsjón með reitum, sem ekki hefír verið gengið frá, og eru eldri en frá þ. á. áminnast um að draga það ekki lengur. Ella geta þeir búizt við að slíkir reitir verði hlaðnir upp á þeirra kostnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.