Tíminn - 13.07.1945, Síða 2

Tíminn - 13.07.1945, Síða 2
2 TÍMŒNN. föstndaglnn 13. Júlí 1945 52. blaö Föstudagur 13. júlí Eiling bændasam- takanna Fyrir skömmu síðan var sýnt fram á það hér í blaðinu, að mikil breyting hefði orðið á eðli stéttarsamtaka í landinu hin síðari ár. Áður fyrr voru stétt- arfélögin ekki jafn einskorðuð við þrengstu stéttarhagsmuni og nú. Þá hafði engin stétt full- komnari samtök en bændur, þar sem voru kaupfélögin og búnaðarfélögin. En síðan áður- nefnd breyting varð á eðli stéttasamtakanna, hafa bænd- ur dregizt aftur úr á þann hátt, að þeir hafa ekki stéttarfélags- skap á borð við Alþýðusamband- ið og Bandalag opinberra starfs- manna. Búnaðarfélagsskapur- inn hefir enn ekki sinnt því hlutverki, nema að takmörkuðu leyti. Á þessu þarf að verða sú breyting, að bændur efili samtök, er jafngildi samtökum annarra stétta í þessum efnum. Það er nauðsynlegt fyrir bændur, svo að þeir geti gætt hagsmuna sinna til jafns við aðrar stéttir, og það er nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið, svo að jafnvægi geti skapast milli stéttasamtakanna i landinu. Fram að þessu hefir nokkurs ágreinings gætt um það, hvert form þessara bændasamtaka ætti að vera, og hafa heyrzt raddir um, að setja ætti búnað- arfélagsskapinn alveg til hliðar í þessum efnum og stofna nýtt landssamband, alveg óháð bún-. aðarfélögunum. Frá þessum fyr- irætlunum virðist nú alveg horfið og jafnt Búnaðar- þing og Búnaðarsamband Suð- urlands, sem hafa haft mest afskipti af þessum málum, gera ráð fyrir því í tillögum sínum, að búnaðarfélagsskapurinn (búnaðarfélögin) myndi grund- völl hinna auknu samtaka. Það formsatriði er enn eíkki endan- lega ráðið, hvernig verður hátt- að þeirri tvískiptingu búnaðar- félagsskaparins að sinna bæði búnaðarlegum og stéttarlegum málum bænda, En slíkt ætti að mega leysa, án þess að deilur sköpuðust í því sambandi. Þótt undarlegt sé, hafa grein- ar Tímans um aukin samtök bænda farið mjög í taugarnar á rithöfundum Mbl. M. a. er kom- izt svo að orði í seinasta Reykja- víkurbréfi blaðsins, að með þessu sé stefnt að því að leggja ný samtök undir Framsóknar- .flokkinn! Slíkur ótti blaðsins virðist vissulega benda til þess, að það telji ólíklegt, að aðrir flokkar veiti stuðning þeim mál- um bænda, sem þessi samtök munu koma til með að berjast fyrir, því að öðrum kosti ætti ekki að vera neitt nánari tengsli milli þeirra og Framsóknar- flokksins en annarra flokka. Mætti þessi ótti Reykjavíkur- deildar Sjálfstæðisflokksins vissulega verða bændum aukin hvatning til að hraða eflingu umræddra samtaka. Margar sögusagnir, sem nú ganga um fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar í dýrtíðarmálun- um á komandi hausti, mætti líka verða bændum aukin hvatning til að hraða þessum viðbúnaði. Innan stjórnarflokkanna eru áreiðanlega sterk öfl, sem vilja Játa ganga á hlut bænda. Aukin samheldni og samtök bænda myndi áreiðanlega gera marga stjórnarliða deigari í því að styðja slíkar fyrirætlanir. Það er því áreiðanlega vel ráð- ið af stjórn Búnaðarfélags ís- lands að kveðja Búnaðarþing saman 7. ágúst næstkomandi. Þar verður bæði hægt að gera stjórnarvöldunum ljósa afstöðu bænda til verðlags- og dýrtíðar- málánna. Þar verður einnig hægt að ganga betur frá því formi, sem efldum samtökum bænda verða valin. Á Búnaðar- þingi hefir á síðari árum skap- azt sú samheldni milli bænda úr ólíkum flokkum, sem er lík- leg til að verða hinum efldu samtökum bænda gott veganesti. En jafnhliða því, sem hin ó- pólitísku samtök bænda verða ERLENT YFIRLIT Konnngsdeilan í Belgíu Bæjarstjórn Reykjavíkur og endurnýjun togaraflotans. Morgunblaðið eyddi mestallri forsíðunni á miðvikudaginn var undir þá fregn, að bæjarstjórn Reýkjavíkur hefði samþykkt að gera þá kröfu til ríkisstjórnar- innar, að Reykjavík fái % hluta af smíðaleyfum þeim fyrir 13— 16 togara, sem nú er talið, að fáist byggðir í Englandi og Sví- þjóð. Jafnframt samþykkti bæjarstjórnin, að bærinn skyldi gerast kaupandi að þessum tog- urum, ef einstaklingar eða fé- lög í bænum vildu ekki kaupa þá. Það geta varla talizt mikil stórtíðindi út af fyrir sig, þótt bæjarstjórn Reykjavíkur vilji fá 8—10 nýja togara til bæjarins, þar sem hér hafa oft verið marg- falt fleiri togarar, og flestir eða allir þeirra, sem eftir eru, þurfa endurnýjunar við. Séð frá því sjónarmiði, getur þessi sam- þykkt bæjarstjórnarinnar ekki talist lýsa neinum sérstökum „nýsköpunar“-vilja. Hins veg- ar er það ýmislegt annað í sambandi við þessar ályktanir bæjarstjórnarinnar, sem hlýtur að vekja verulega athygli, þegar málið er athugað betur. Vantrú á „nýsköpunina“. Það. sem vekur vafalaust fyrst athygli margra í sambandi við þessa ályktun bæjarstjórnarinn- ar, er sú vantrú, sem þar virðist koma fram á því, að einstök útgerðarfélög vilji kaupa togara. Hér í bænum eru mörg stórrík togarafélög, sem hafa notið mikilla skatthlunninda til að geta lagt fé í nýbyggingarsjóði. Sum þessara félaga hafa misst skip sín eða selt þau á stríðs- árunum, og ættu þau að hafa sérstakan áhuga fyrir því að eignast ný skip. Þanaig hefir h.f. Kveldúlfur selt fjóra togara seinustu missirin og ætti félag- ið vissulega að hafa sterka löng- un til þess að fá hið allra fyrsta a. m. k. jafnmörg skip í staðinn. Ef veruleg trú ríkti á fjárhags- aðstæðunum í landinu, ætti vissulega að vera hörð sam- keppni milli útgerðarfélaganna um að fá þá togara, sem fást til bæjarins og það jafnvel, þótt þeir væru miklu fleiri en 8. En bæjarstjórn Reykjavíkur finnur það réttilega, að slík trú er yfirleitt ekki fyrir hendi meðal einstaklinga. Atvinnu- rekendur trúa ekki á „nýsköp- unina“ undir þeirri fjármála- stjórn, sem nú er ríkjandi. Þess vegna slær bærinn þann var- nagla, aff vilji einstaklingarnir ekki kaupa umrædda togara, skuli bærinn gera þaff! Ef það ríkti bjartsýni og trú á fjármálastjórn þjóðarinn- ar, hefði bæjarstjórnin vissulega ekki þurft að gefa þessa yfir- lýsingu. Þá hefðu fengist nógir kaupendur. Þannig hefir stjórn- arliðið orðið að viðurl^enna ótrú einstaklinganna á „ný- sköpunina“, sem ekki stafar af því að þeir vilji ekki fá ný fram- leiðslutæki, hejdur hinu að þeir óttast sívaxandi dýrtíð og fjár- málaöngþveiti, sem fylgifisk st j órnarstefnunnar. Með þessu er það vitanlega ekki sagt, að eigi muni fást kaupendur að þessum nýju togurum. Mörg útgerðarfyrir- tæki munu réttilega telja sér skylt að skerast ekki úr leik, vegna skatthlunnindanna. Þótt stjórnarstefnan hafi mjög lam- að framfarahug margra fyrir- tækja á sviði framleiðslunnar, þó eru enn til menn og félög það framsækin og áræðin, að þau ráöast í nýjar framkvæmd- ir, en ekki fyrir affgerffir stjórn- arinnar, heldur þrátt fyrir fjár- málastefnu hennar. Sjálfstæffisflokkurinn orffinn fylgjandi bæjarútgerff. Þar kom að því, að Sjálfstæð- isflokkurinn vildi hefja bæjar- útgerð, sagði einn af þekktari borgurum bæjarins, þegar hann las Mbl. í fyrrad. Og Sjálfstæðis- þannig efld og aukin, má ekki gleyma því, að samheldni bænda á hinum pólitíska vettvangi er þó kannske nauðsynlegast af öllu. Þar Verða höfuðmálin jafn- an endanlega útkljáð. Þess vegna er það bændastéttinni höfuðnauðsyn að fylkja sér um Framsóknarflokkinn, sem er þar aðalmálsvari hennar, og þá menn aðra, er vilja hafa sam- vinnu við hann um málefni landbúnaðarins. Dollaraeyðslan Af þeim mörgu loforðum, sem gefin voru í stjórnarsáttmálan- um, mun fátt hafa vakið meiri ánægju en það fyrirheit, að lagðar skyldu fyrir 300 miljónir kr. af erléndum inneignum landsmanna og skyldi þeim ekki ráðstafað til annars en kaupa á framleiðslutækjum. Þótt þessi upphæð væri helzt til lág, þegar miðað er við hin miklu verk- efni framundan, var hér eigi að síður stigið spor í rétta átt. Þessi ráðstöfun átti að veita nokkra trýggingu fyrir því, að megininu af gjaldeyrinum yrði ekki ráðstafað til kaupa á meira og minna óþörfum varningi og framleiðslutækin yrðu því að mæta afganginum. En það hefir orðið um þetta loforð stjórnarinnar, eins og svo mörg önnur, að efndirnar hafa verið á aðra leið. Það eru nú liðnir einir átta mánuðir síðan stjórnin fékk nær óskiptan stuðning Alþingis til að gera þetta, en samt er það ógert enn. Hér er þó vissulega um fram- kvæmd að ræða, sem ekki átti að vera neinum erfiðleikum bundin, þar sem gjaldeyrisinn- eignin erlendis nam nær tvö- faldri umræddri upphæð, þegar lögin um þetta voru sett. Þetta er heldur ekki öll sagan um framgöngu stjórnarinnar í þessu máli. Á þeim fáu mánuð- um, sem stjórnin hefir setið að völdum, hafa inneignir þjóðar- innar í dollurum minnkað úr 286 milj. kr. í 230 milj. kr. Það er 56 milj. dollara rýrnun á einum níu mánuðum. Með slíku áframhaldi verður dollarainneignin brátt gengin til þurrðar, þar sem möguleik- arnir til að afla dollara eru mjög takmarkaðir og verða það senni- lega fyrst um sinn. Innflutningsmálunum er hins vegar þannig háttað, að tiltölulega lítið mun fást af skipum, landbúnaðarvélum, raf- orkuvélum og öðrum fram- leiðslutækjum, nema hægt verði að greiða þau með dollurum. Vörur fást nú yfirleitt ekki fyr- ir sterlingspund, nema frá Bret- landi, en þaðan verður ekki hægt að fá nema lítið af fram- leiðslutækjum næstu missirin. Þess vegna verður verulegur hluti þess fjár, sem lagt verður á sérstakan innkaupareikning fyrir framleiðslutæki, að vera í dollurum, ef þessi ráðstöfun á að koma að gagni. Þess vegna verður hún líka að gerast strax, svo að dollararnir verði ekki foknir út í veður og vind, þegar fara þarf að nota þá til kaupa á f r amleiðslutækj um. En stjórnin virðist ekki hafa neitt slikt í hyggju. Henni virð- ist nóg að hafa getað glapið al- menningi sýn með þessu loforði á síðastl. hausti. Hún metur það bersýnilega meira, að þóknast kaupmönnum, sem ekki vilja láta vera neinar hömlur á doll- urunum, en að efna gefin loforð. Þess vegna hefst hún ekkert að og horfir á það með jafnaðar- geði, að dollarainneignin fer sí- minnkandi. Þjóðin má ekki þola stjórninni slíkt ábyrgðarleysi og vanefndir. Hún ýerður að krefjast þess, að stjórnin efni tafarlaust þetta loforð sitt, svo að nauðsynlegar framkvæmdir þurfi ekki að stöðvast fyrr en varir, vegna gjaldeyrisskorts. Hún verður jafnframt að gera sér þess grein, að stjórn, sem sýnir slíkt á- byrgðarleysi og bregzt þannig loforðum sínum, er ekki til neinna góðra hluta trúandi, og þess vegna þarf nýja athafna- sama og samvizkusama stjórn, ef málum landsins á að verða borgið á hinum viðsjárverðu tímum, sem eru framundan. flokkurinn sýnir meira en hann vilji hefja bæjarútgerð, bætti hann við, því að hann virðist orðið treysta henni betur en einkaútgerðinni. Annars myndi hann ekki vilja láta bæinn ráð- ast í skipakaup og útgerð, þegar þannig er ástatt, að einstakling- arnir vilja ekki sinna slíku. Við þessi ummæli þessa merka borgara mætti bæta því, að fyrst Sjálfstæðisflokkurinn tók þessa „kollsteypu" að verða fylgjandi bæjarútgerð, hefði betur farið', að hann hefði gert það fyrr. Þá gæti fjárhagur bæjarins verið orðinn eins góður og hjá Hafn- arfjarðarbæ. Það er í samræmi við aðra fjármálavizku^ íhalds- meitfihlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur að streitast gegn bæjarútgerð meðan hún var arðvænlegust, en taka hana svo upp, þegar hallar undan fæti. En hvað um það! Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafa nú fundið þá lausn, að bezt sé að koma á bæjarútgerð, þegar fjármálaástandið er orðið þann- ig, að einstaklingarnir hafa misst trú á útgerðina. Svona máttugt hefir sambýlið við Brynjólf verið. Á dögum Jóns Þorlákssonar hefði hins vegar rétta lausnin verið talin sú, að fjárhagsmálunum yrði aftur kom í það horf, að einstaklingar fengju trú á atvinnureksturinn. En slíkar kenningar teljast nú orðið kerlingabækur eftir „koll- steypuna.“ Týri staglar. Týri hefir venjulega lítið nýtt til málanna að leggja, þegar hann er að skrifa Reykjavíkur- bréf sín í Mbl. Kærasta iðja hans virðist sú, að staglast allt- af á sömu ósannindunum og út- úrsnúningunum. Þannig mun hann hafa stagl- azt á því í næstum hverju Reykjavikurbréfi, undanfarna níu mánuði, að Framsókn- armenn hafi ekki iviljað annað á slðastliðnu hausti, en að utan- þíngsstjórnin héldi áfram. Þó hefir Mbl. birt bréf, sem Fram- sóknarílokkurinn skrifaði Sjálf- stæðisflokknum, þar sem hann bauð að styðja með honum stjórn, sem hefði því orðið full- gild þingræðisstjórn. Þá munu þau vera fá Reykjavíkurbréfin, þar sem Týri hefir ekki staglazt á því, að Franisóknarmenn geti ekki (Framhald ú 7. siðu) í Belgíu eru nú miklar deilur um það, hvort Leopold konung- ur skuli aftur taka við konung- dómi. Hafa jafnaðarmenn og kommúnistar lýst sig þvi mót- fallna, en hægri menn eru því hins vegar fylgjandi. Málið er enn óleyst og geta endalok þess orðið hin örlagaríkustu fyrir belgisku þjóðina. Leopold konungur tók við konungdómi í Belgíu veturinn 1934, þá 33 ára gamall. Faðir hans, Albert - konungur, hafði farizt með voveiflegum hætti. Albert konungur hafði notið ó- venjulegra vinsælda, vegna framkomu sinnar á heimsstyrj- aldarárunum fyrri, og gengu þær í arf til sonarins. Leopold hefir líka sjálfur marga eigin- leika til að afla sér fylgis, þar sem hann er manna glæsileg- astur og mjög viðfeldinn í framkomu. Munu ekki aðrir konungar hafa verið vinsælli en hann á fyrstu stjórnarárum hans,. og kom það glöggt fram er drottning hans, Astrid Sfía- prinsessa, fórst í bílslysi. Vakti það slys þjóðarsorg í Belgíu. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu í maímánuði 1940, tók L9eopold konungur yfirher- stjórnina í sínar hendur og hvatti þjóðina til vasklegrar mótspyrnu. En ekkert mátti sín gegn ofureflinu, og þegar vörn- in reyntiist vonlaus, tók Leopold þá örlagaríku ákvörðun að láta herinn gefast upp, til að hindra frekari blóðfórnir, en bar þá á- kvörðun hvorki undir stjórn sína né Bandamenn. Vakti sú framkoma konungs mikla gremju meðal Bandamanna og belgíska stjórnin neitaði að fara að dæmi hans. Hún fór því til Frakklands og síðan til Bret- lands og hélt þaðan áfram bar- áttunnj gegn Þjóðverjum. Leo- pold konungur lýsti því hins vegar yfir, að hann teldi sig herfanga og myndi engin skipti hafa af stjórn landsins meðan það væri hernumið af Þjóðverj- .um. Þjóðverjar reyndu mjög að fá hann til samvinnu, en hann neitaði því jafnan og höfðu þeir hann þvi i strangíi gæzlu. Nokkru áður en þeir yfirgáfu Belgíu í fyrra, fluttu þeir hann til Þýzkalands. Þegar belgiska stjórnin kom heim úr útlegð í fyrra, munu ýmsir hafa viljað lýsa yfir lýð- veldi, en niðurstaðan varð sú, að Charles prins, bróðir Leopolds, var settur ríkisstjóri. Lá þetta mál svo niðri, unz nokkru eftir að Bandamenn leystu Leopold úr haldi Þjóðverja í vor. Leo- pold lýsti þá yfir, að hann vildi hverfa heimleiðis og taka við konungdómi. Jafnaðarmanna- Leopold Belgíukonungur. flokkurinn lýsti sig þvi strax mótfallinn ogr Acker forsætis- ráðherra, sem er jafnaðarmaður, baðst lausnar fyrir stjórn sína í mótmælaskyni. Kommúnistar lýstu sig einnig andvíga Leopold. Jafnframt ákváðu verkalýðsfé- lögin að lýsa yfir mótmælaverk- falli, er skyldi hefjast strax og Leopold tæki við völdum. Fyrir skömmu síðan náðist þó samkomulag um það, að Leo- pold konungur og Acker forsæt- isráðherra skyldu ræðast við og var fundur þeirra nú í vikunni. Ófrétt er enn um endalok þess- ara viðræðna. Hins vegar er því spáð, að úrslit þessa máls geti orðið mjög afdrifarík fyrir Belgíu, hvernig sem það leysist, því að deilurnar um þetta hafa orðið mjög harðar og margir þeirra, sem vinna gegn konung- inum, hafa í huga að koma á lýðveldi. Konungur á einnig harðsnúið fylgilið, einkum með- al franskættaðra manna, er byggja nokkurn hluta landsins. ZADD/R HAiRAHNAHNA í forustugrein Alþýðublaðsins 7. þ. m. er rætt um allsherjarverkfallið, sem kommúnistar gerðu í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Segir þar m. a: „Allsherjarverkfall það eða sam- úðarverkfall, sem Guðmundur Vig- fússon, erindreki hinnar kommún- istisku Alþýðusambandsstjórnar beitti sér fyrir í Vestmannaeyjum um miðja þessa viku, fékk skjótan og ófrægilegan endi. Þegar sýnt var á fimmtudag, á öðrum degi allsherjarverkfallsins, að vinna hélt áfram á miklum meirihluta allra vinnustöðva í Eyjum, og að árang- urinn af því mundi verða lítill annar en sá, að eyðileggja miljóna- verðmæti af fiski í tveimur hrað- frystihúsum, sem verkfall varð í, lyppuðust hinar kommúnistisku hetjur í stjórn Alþýðusambandsins og erindreki þeirra í Eyjum með öllu niður og féllust á, að verk- falhnu yrði aflýst þegar í stað, eða frestað, eins og það er kallað, til 19. júlí, en hinu upphaflega deilu- máli um það, hvort Verzlunar- mannafélag Vestmannaeyinga sé, samkvæmt lögunum um stéttar- félög og vinnudeilur. réttur samn- ingsaðili um kaup og kjör verzlun- arfólks, skyldi skotið undir úrskurð félagsdóms. En það var raunar sú leið til þess að leysa þá deilu, sem kaupsýslumenn í Eyjum höfðu frá upphafi boðið til samkomulags, að farin yrði! Öllu meiri fýluför, en þessa, gátu kommúnistarnir í stjórn Alþýðu- sambandsins, og erindreki þeirra í Eyjum, Guðmundur Vigfússon. því varla farið.“ AÍþýðublaðið segir enn fremur um Vestmannaeyjaverkfallið: , „Hér skal enginn dómur lagður á málstað deiluaðila í verzlunar- mannadeilunni í Vestmannaeyjum; úr því, hvað þar er rétt, mun félagsdómur skera. Hér skal heldur ekki farið út í það, hve ríkar ástæð- ur og réttmætar voru til þess, að hefja allsherjarverkfall Verzlun armannafélagi Vestmannaeyinga til stuðnings. Aðeins eitt skal í þessu sambandi gert að umtalsefr.i, — og það er hið dæmalausa ábyrgðar- leysi, sem kommúnistarnir í stjórn Alþýðusambandsins og erindreki þeirra í Eyjum hafa sýnt í verk- fallsbrölti sínu þar. Ef beita á vopni verkfallsins, þá verður að gera það af fullri fyrirhyggju. Samtök hins vinnandi fólks eru of þýðingarmikil til þess að vera höfð að leiksoppi í höndum ábyrgðarlausra ævintýramanna. En þegar allsherjarverkfall er af slíkri léttúð undirbúið, að upphafsmenn þess verða að lyppast niður þegar á öðrum degi eins og hin kommún- istiska stjórn Alþýðusambandsins og útsendari hennar í Vestmanna- eyjum í þessari viku, þá verður að segja, að betur hefði verið heima setið, en af stað farið. Verkfallsrétturinn er dýrmætur réttur fyrir samtök verkalýðsíns, og verkfallsvopnið beitt vopn í bar- áttu hans fyrir bættum kjörum, ef það er á réttan hátt og á réttum tíma notað. En það er hægðarleik- ur að eyðileggja það vopn og að stórskaða, ef ekki eyðileggja sjálf samtök verkalýðsins, ef það er fengið óvitum og ábyrgðarleysingj- um í hendur." Þetta er mál, sem verkamenn þyrftu vissulega að hugsa vandlega áður en þeir láta kommúnista teyma sig út í næsta verkfall. * * * í forustugrein Alþýðublaðsins 10. þ. m. er rætt um handtöku íslending- anna fimm, sem brezka herstjórnin í Danmörku lét sækja um borð í Esju .eftir að hún var farin frá Khöfn. Blaðið segir m. a: * „Við skiljum ekki, með hvaða rétti íslendingar, sem búnir eru að fá löglegt vegabréf og komnir um borð í íslenzkt skip, eru fluttir það- an aftur með ofbeldi af annarar þjóðar mönnum og bönnuð heim- ferð. Hér skal að vísu ekkert um það fullyrt hvort einn eða fleiri af þessum fimm löndum okkar hafa brotið eitthvað af sér við Bandamenn eða það land, sem þeir hafa dvalizt í. En okkur virð- ist, að þá hefðí mátt hafa aðra og nærgætnari aðferð til þess að stöðva heimferð þeirra, en þá, sem við var höfð. | ' Og hvernig, sem þessu máli er varið, mun íslenzka þjóðin ætlast til þess af ríkisstjórn sinni, að hún láti það röggsamlega til sín taka og sjái svo til að löndum okkar verði ekki að ósekju haldið í fang- elsum og meinuð heimferð eftir margra ára nauöuga útlegð. í þessu máli reynir á ríkisstjórn- ina sem fulltrúa lýðveldis okkar. Við getum ekki þolað það, að ís- lendingar, sem erlendis eru, verði ofurseldir réttleysi. Það er ríkis- stjórnarinnar að vaka yfir því, að þeir geti farið sinna ferða, ef þeir hafa ekkert aí sér brotið. Þess vegna veröur hún að skerast fljótt og sköruglega í þetta mál, ef hún vill ekki verða fyrir alvarlegum álitshnekki meðal þjóðarinnar." Þessi krafa mun áreiðaníéga eiga vísan stuðning þjóðarinnar allrar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.