Tíminn - 13.07.1945, Qupperneq 3

Tíminn - 13.07.1945, Qupperneq 3
52. blað 'llMUVTV, föstodagiiui 13. júlí 1945 H a11 d 6 r Kri stjánssons Reykjavík og landið Ójafn leikor. Það þarf ekki langt að leita tíl þess, að sjá ýms dæmi þess, að mjög hafi hallað á hina fá- mennari og fátækari staði lands- ins hin siðari ár. Reykjavík hefir verið og er sterkari en eðlilegt og heppilegt getur tal- izt. Má um það nefna mörg dæmi. Reykjavík er - höfuðborg landsins og valdinu er þannig fyrir komið, að hvað sem gera þarf, er leitað til manna, sem þar dvelja. Yfirstjórn allra al- mennra mála er i höndum manna, sem dvelja í Reykjavík. Þeir eru margir hinir mætustu menn, en það á við þá eins og aðra, að hver er sjálfum sér næstur, og það er því að minnsta kosti tryggt með búsetu þeirra og heimilisfestu í Reykjavík, að sjónarmið höfuðborgarinnar gleymist ekki við framkvæmd hinna sameiginlegu málefna. Það er sjálfsögð og óumbreyt- anleg afleiðing af núverandi stjórnarháttum, að fram- kvæmdastjórn þjóðmálanna er í höndum Reykvíkinga. í þessu felst engin ádeila á þá starfsmenn þjóðarinnar, sem eiga hér hlut að máli. Þeim er ætlað að vinna störf sín i Reykjavík. Þar verða þeir að vera og þannig eru þeir gerðir Reykvíkingar hvort þeim líkar betur eða ver. Hitt ættu allir að sjá, að með þessu eru höfuð- borginni veitt mikil réttindi og þau verða að forréttindum, nema eitthvað sé gert til þess að jafna áhrifavald héraðanna og höfuðborgarlnnar. Annað atriði, sem líka er þýð- ingarmikið í þessu sambandi og það ef til vill engu síður en hin stjórnarfarslega hlið, er fjár- hagshliðin. Þar hefir Reykjavík sérstaklega sterka aðstöðu. Svo er nú komið, að 8/io hlutar alls innflutnings þjóðarinnar fara um Reykjavík. Það er því ber- sýnilegt, að meginhluti af allri verzlun landsmanan hefir þar aðsetur. Á þann hátt greiða önn- ur héruð landsins Reykjavík og Reykvíkingum stórfé í húsa- leigu, vinnulaun og margt fleira. Það sýnis't vera næsta hjáleitt, að þegar við Vestfirð ingar höfum naumlega bílakost til þess að sinna vegaviðhaldi og allra brýnustu flutningaþörf, skuli nauðsynjum okkar vera ekið á bílum frá Reykjavíkur- höfn og vestur undir Seltjarn- arnes og síðan til hafnarinnar aftur. Það hefir altaf verið svo, að verzlun á íslandi hefir dregið til sín mikið fé, og svo er enn. Verzlunin í Reykjavík dregur til sín svo stórkostlegt fjár- magn, að hlutfall milli hennar og héraðanna raskast algjörlega. Þess er skammt að minnast, að tveir alþingismenn fluttu til- lögu um það, að fram væri látin fara opinber rannsókn á því hvernig á því stæði, að smáþorp landsins hefðu ekki notfært sér lögin um verkamannabústaði. Þetta er náttúrlega mjög fróð legt og spennandi rannsóknar efni fyrir þá, sem ekki gera sér grein fyrir skýringu málsins. En það mætti alveg eins láta rann- saka hvers vegna þorpin hafa ekki greitt ellilaun og örorku- bætur í samræmi við Reykja- vík og stærstu kaupstaðina. Skýring þessa máls liggur í því, að staðirnir eru misjafnlega fésterkir. Það er rétt fyrir þá, sem búa 1 sveitum og þorpum að taka vel eftir fréttum frá niður- jöfnun í kaupstöðunum og bera saman við það, sem er hjá þeim. Ég hygg, að víða þyrfti að marg- falda útsvarsupphæðina til þess að fá sömu upphæð á hvern íbúa. í minni sveit þyrfti að þrefalda útsvörin til þess að ná sumum kaupstöðunum, og er þó mitt útsvar nálega einum þriðja hærra en það hefði verið í Reykjavik. Ég nefni þetta af því, að ég veit, að það er dæmi, sem hefir almennt gildi í þessu sam- bandi. Svona er samanburður- inn milli litlu hreppanna og stóru bæjanna. Svo biðja þing- menn Norður-ísfirðinga og Snæfellinga um opinbera rann- sókn á því hvers vegna smá- staðirnir leysi ekki inn til sín uppboðseyrinn. V \ Úrræði. Hér hefir verið minnst á stað- reyndir, sem ekki má una við. (Hugsandi menn verða að leggja sig fram um að finna úrræði, sem hér mættu verða til bóta. Hér skal bent á nokkur úrræði til athugunar. Stjórnarfarslega má ná jafn- réttinu eftir tveimur leiðum, sem ég hygg að báðar verði að fara. Önnur er sú að auka vald héraðanna, svo að þau geti sjálf ráðið sérmálum sínum meira en nú er. Þannig færðist nokkuð af umboðsstjórninni og þýðingar- miklum embættismönnum út á land og væri það landsbyggðinni strax nokkur styrkur. En vel þarf að athuga, hvernig héraðs- stjórninni yrði bezt fyrir komið. Hin leiðín er sú, aið takmarka áhrif höfuðborgarinnar á skip- un löggjafarþingsins, eins og tíðkast mun í flestum löndum og hafa þó fá eða engin höfuðborg, sem svo mjög ber önnur héruð ofurliði, sem okkar. Með slíkri takmörkun myndi bezt mega tryggja annað jafn- vægi. Það er augljóst, eins og áður er nefnt, að það eitt að vera höfuðborg, eru ærin rétt- indi. Séu þau lögð ofan á það, sem jafnt er undir, verða þau forréttindi. Og hver vill berjast fyrir forréttindum hér á landi? Enn er það atriði, sem koma má til athugunar, að þega~r al- mannafé er gert að uppboðseyri og boðið út gegn ákveðnu fram lagi héraðanna, sé tekið tillit til þess, hver gjaldgeta héraðanna er. Mætti eflaust finna ein- hverja leið til að reikna gjald- getuna eftir og má í því sam- bandi minna á það, að jöfnun- arsjóðurinn reiknar hana ár- lega út fyrir hvert sveitarfélag að vissu leyti. Vísitala gjaldget- unnar kæmi svo til áhiúfa þann ,ig, að því minni sem hún væri, því minna þyrfti héraðið aö leggja fram gegn hverri krónu af fé almennlngs. Sameiginleg mál sveita og þorpa. Hér er raunverulega um að ræða stórmál sveita og þorpa gagnvart Reykjavík. Auk þessa er það margt fleira, sem að réttu lagi á að skipa starfandi fólki sanian án tillits til þess hvort það lifir af því að framleiða mjólk eða veiða fisk úr sjó eða vinna við hann á landi. Fátækt smástaðanna stafar ekki af þvf, að þar séu ekki lífs- skilyrði frá náttúrunnar hendi. Hún stafar af því, að þeir hafa verið vanræktir. Úr þeirri van- rækslu verður naumast bætt fyrri en fólkið, sem þar býr, beitir sér einhuga fyrir því og stendur saman um sín mál hvort sem það lifir í nánari tengslum við land eða sjó. Hér má nefna nokkur dæmi um hin stóru mál, sem eiga og hljóta að sameina fólkið á þess- um.stöðum. Þar er t. d. raforku- \ málið. Smáþorp, með fáein hundruð manns, hafa þar sömu vonir og möguleika og sveitirn- ar. Enda þótt að stærðfræðileg yfirborðsrök kunni að leiða það í ljós, að það geti orðið nokkrum krónum ódýrara fyrir þorpin að skilja sveitirnar eftir, er tVennt, sem hlýtur að opna augu íbúa þorpanna fyrir því, að það væri ekki rétt. Annað er það, að þorp- in og sveitirnar þurfa þjóðfé- lagslega aðstoð við að leysa sín rafmagnsmál, eins og stóru bæ- irnir hafa hlotið. Sú aðstoð á meðal annars að vera fólgin í því, að rafmagnsstöðvar fjöl- mennustu staðanna létti undir með rafmagnsnotkun dreifbýl- isins og á ég þar við smáþorpin einnig. Hitt er svo það, að ó- dýr raforka í sveitum veldur ó- dýrari framleiðslu og gefur þannig þorpunum ódýrari neyzluvörur. Þá má líka nefna samgöngu- málin. Greiðar og öruggar sam- göngur við héruðin eru nauð- synjamál fólksins, sem þar býr, alveg jafnt, hvort það er í þorpi eða sveit. Enn eru iðnaðarmálin. Fólkið hefir sömu þörf fyrir það að iðn- greinir séu stundaðar meðal þess, svo sem húsagerð, járn- smíði og trésmíði ýmiskonar, hvort sem það býr við sjó eða í sveit. Svona má halda áfram að telja upp. Skólamálin, heilbrigð- ismálin o. s. frv. En fyrst og síðast komum við að undirstöð- unni, sem er blómlegt atvinnulíf. Það mun sýna sig í þeim efnum, að eins líf er annars líf. En þessi mál munu seint leysast meðan íbúar sveita og þorpa láta skammsýna öfgamenn og óvini hvorratveggja sundra sér í andstæða hópa og sjá ekki, að þeim ber að standa saman um lausn mála sinna. Er þctta fjandskapur við Reykjavík? Ástæða gæti verið til að ein- hverjir spyrðu sem svo. Ég hygg þó að flestir muni viðurkenna, að hér sé um það eitt að ræða, sem æskilegt er og öllum fyrir beztu. Állir sanngjarnir menn í Reykjavík munu því hjálpa hér- uðunum til þess að ná rétti sín- um. Það er þjóðarnauðsyn og það er réttlætismál. Og það er Reykjavík fyrir beztu. Eins og nú standa sakir, eru meiri lífsþægindi í boði í Reykjavík en á nokkrum stað öðrum hér á landi. Þar þykir því gott að vera. Þægindin draga fólkið til sín. En hvað getur Reykjavík gert við þúsundir manna umfram það, sem at- vinnulífið hefir þörf fyrir? Það fer ekki vel, ef fólkið not- ar rétt sinn til þess að velja sér dvalarstað og njóta opinberrar framfærslu ef annað bregzt, þannig, að það hópast þangað, sem lífsskilyrði vantar. Þá hættu mega Reykvíkingar í - huga. Hún er e. t. v. fjarlæg ennþá, en hún er til. Það verð- ur erfitt að afstýra þenni með valdboði og þvingun. Ráðið er að gera aðra staði landsins að- laðandi og vistlega og leyfa þeim eðlilega þróun. Það er að sumu leyti dýrara að búa í stórum bæjum en litlum. Ég hygg, að það muni vera all- margar fjölskyldur í Reykjavík, sem með núgildandi verðlagi greiða strætisvögnum bæjarins á annað þús. kr. á ári í fargjöld og geta ekki án þess verið'. Það er auðséð, að hér er um ærinn skatt að ræða og hann hlýtur að gera Reykjavík óhægara fyr- ir. Það er því rétt að stuðla að því, að nokkuð af störfunum verði unnið, þar sem menn geta gengið heim og heiman, og á það jafnt við störf í skrifstofum, verksmiðjum og annan iðnað. Það er ódýrast fyrir þjóðina í heild. Það borgar sig bezt fyrir alla. Það er áreiðanlega tryggast að margar stoðir renni undir af- komu hverrar þjóðar. Það er qitt, sem mælir með því, að ekki sé öllu safnað á einn stað. Hér er með örfáum orðum vikið að miklum málum. Ég hygg, að þeir, sem búa í van- ræktum héruðum og vita af lífs- skilyrðunum þar, sjái vel þann ójafna leik, sem hér hefir verið háður um sinn og alltaf verður ójafnari og ójafnári. Og því (Framháld á 7. slðu) BúSræðinguriiin Búfræðingurinn er ársrit, sem j er gefið út af félögunum Hvann- j eyringi á Hvanneyri og Hóla-1 mannafélagi á Hólum og sjá fé- lögin um útgáfu ritsins á víxl. Ellefti árgangur ritsins er kom- j inn út fyrir nokkru og hefir. Hvanneyringur séð um útgáfuna að þessu sinni. Ritstjórnina hef- ir Guðmundur Jónsson kennari annazt. Lepgsta og ýtarlegasta rit- gerðin í Búfræðingi að þessu sinni er eftir Klemenz Þ. Krist- jánsson á Sámsstöðum og nefn- ist: Fóðurjurtir og korn. Hún er réttar 100 blaðsíður og skipt- ist í þrjá aðalkafla: Um fóður- jurtir, Akuryrkja og Grasfræ- rækt. Ritgerð þessi veitir ýtar- legar upplýsingar um ræktun á korni og grasfræi og ætti að vera kærkomin öllum þeim, sem hafa áhuga fyrir þessum málum. Önnur lengsta greinin er eft- ir Ásgeir Þ. Einarsson dýra- lækni og fjallar um helztu sjúk- dóma í íslenzkum búpeningi. Mun þetta eiga að verða upp- haf að lengri ritgerð og fjallar þessi þátturlnn um sjúkdóma í nautgripum. Er þar sagt frá júgurbólgu, spenakvillum, kúa- bólum, doða, kroniskum dauða og ófrjósemi. Ritstjóri ritsins að þessu sinni, Guðmundur I Jónsson kennarij leggur mikið og fjölbreytt efni af mörkum. Birtast þarna eftir hann 13 greinar, sem nefnast: Um dieselrafstöðvar, Fjárhús úr járni, Látið fingur sláttuvéla bíta, Vírstrengiáhald, Hvers vegna búa bændur mis vel?, Moldarspírun kartaflna, Ný kerrujárn, Heysleðar Kjartans úr Bæjum, Illgresi, Þrír hestar fyrir sláttuvél, Heyskúffan, Nokkur orð um Flóaáveituna og loks Skýrsla um Hvanneyrar- skólann. Allar eru þessar grein- ar Guðmundar hinar athyglis- verðustu og ætti margt, sem þar er sagt, að geta orðið bændum að gagni. Runólfur Sveinsson skóla- stjóri skrifar tvær greinar, sem nefnast: Kynbætur búfjár og Enskt fé á íslandi. Runólfur er þess mjög hvetjandi, að unnið sé að kynbótum á íslenzku sauð- fé með innflutningi á erlendu fé og ræðir m. a. um það í þess- um greinum. GuðmuncLur Jónsson. Þá skrifar Ólafur Jónsson um eyðingu arfans, Sigurður Sig- urðsson skrifar um doða í sauð- fé, Jón Þorgeirsson skrifar um vindmyllu til að dæla með vatni, Sigm. Sigurðsson skrifar um bygg, sem skjólsvæði, Björn L. Jónsson skrifar um nýtt græn- meti allt árið og frú Valgerður Halldórsdóttir skrifar um stein- steypuna í þágu heimilisins, en þar ræðir hún einkum um steypt þvottaker og ker undir kjöt og slátur. Þá eru Raddir, en svo nefnir ritstjórinn kafla úr bréfum um ýms búskaparmál. Koma þarna ekki færri en 16 höfundar fram á sjónarsviðið og hafa allir frá. athyglisver^um hlutum að segja. Eins og þessi upptalning ber með sér, er þetta hefti Búfræð- ings mjög fjölbreytt að efni og fróðlegt fyrir þá, sem landbún- að stunda. Þetta sama má og segja um flesta fyrri árganga ritsins, enda hafa vinsældir þess farið stöðugt vaxandi. Þá mætti útbreiðsla þess aukast verulega enn, því að rit, eins og þetta, ætti helzt að vera lesið af sem allra flestum þeirra, er leggja stund á landbúnað. Cr gömlmii hlöðum: Sígurður Breiðijðrð Árið 1878 kom út ævisaga Sigurðar Breiðfjörðs, sem Jón Borgfirðingur hafði tekið saman. Matthías Jochumsson var þá ritstjóri Þjóðólfs og mun hann ekki hafa verið alls kostar ánægður með ævisöguna. Birtist því nokkru síðar ritdómur í Þjóðólfi um ævisöguna, og hefir Matthías vafa- laust verið höfundur hans, en ritdómurinn birtist án höf- undareinkenna. Fer hér á eftir kafli úr ritdómnum, þar sem vikið er að persónu og skáldskap Sigurðar. Vér ætlum oss ekki að dæma hart þá ævisögu, sem hér ræðir um, en nefna verður til varúðar hennar aðalgalla. Höfundurinn rekur alltof nákvæmlega hin ytri ævispor Sigurðar, en alltof laus- lega hin dýpri. Hann segir að vísu satt og rétt frá því, sem hann veit um manninn, eins gott sem misjafnt, en hvernig svip fær Sigurður í augum les- andans, þegar bókin er búin? Mun hann virðast mörgum, sem annars ekki þekkja hann, svo siðfefðilega búinn, að menn hiki sér eigi við að leiða hann til sætis með merkismönnum og þjóðskáldum? Eða munu margir án meðaumkunar — að vér ekki segjum: án sorgar og viðbjóðs — geta svo horft á tötra þá, sem hann er uppmálaður í og þrætt hans óreglublandna armæðu- feril gegnum bækling þennan, að persóna hans missi eigi meira og minna virðingu og hluttekn- ingu? „ En svona var hann“, kunna menri að svara, og máske bæta brosandi við: „en honum fyrirgefst mikið, karltetrinu, af því að hann kvað svo vel“. Flest eða allt, sem höf. segir um Sig- urð, ætlum vér satt vera, en samt er fjarri oss að segja: Svona var hann. Hann sýndist „svona“, hann varð „svona“ í augum fjöldans, en var ekki svona. Sigurður Breiðfjörð var eins og aðrir barn þeirrar aldar, sém ól hann og uppfræddi, og fá börn mun hún hafa fóstrað örari í lund og námsgjarnari en hann. Og þó fór hann einförum og lifði á hrakningi alla sína daga. Og það kom af því, að hann var ekki barn aldarinnar eingöngu í almennum skilningi, hann var lika maður fyrir sig, hann var skáld. Hann var eihn hinna kynlegu manna, sem sam- tíðin ekki áttar sig á, fyrir þá sök, að hún þekkir ekki þær mótsagnir, sem fylgja fari þeirra, enda ferst og þeim eins á hinn bóginn, að þeir kjósa heldur fátækt með frelsi, en að fram falla fyrir aldarinnar goð- um. Hið ytra háttalag Sigurðar er að vísu bágborið og lítilfjör- legt, en öldinni sýnist það sæma, því hefði hann verið lítið eitt settari í ráði sínu, lítið eitt var- kárari í brösum sínum, og lítið eitt eigingjarnari og glöggvari að sjá fyrir ráði sínu hefði víst hegðun hans þótt sómasamleg í alla staði. Öldin krafðist ekki meira. Þó ! virðist almenningi jafnan að hafa fundist meira um kveðskap hans en persónu og er það eðlilegt, þvi af per- sónunni sá hún lítið annað en ranghverfuna. Rétthverfuna sáu fáir né skildu, en hún var djúpt, fagurt og fjörugt sálarlíf, sem svo var máttugt, að þáð hélt við og varðveitti hans betra mann gegnum einhvern lægsta og lé- legasta lífsins soll, gegnum blekkingar og basl kaldrar og hverflyndrar auðnu, og gegnum föll og freistingarstríð bráðrar og breiskrar lundar. Sigurður Breiðfjörð var bæði náttúruskáld og alþýðuskáld, eins gott og einkennilegt og nokkur þjóð hefir framleitt af þeim skáldum, sem ekki eru sbngmenn eða sönghagir um léið, því það var Sigurður ekki. Sem náttúruskáld er hann aldrei „lærður“ né þungskilinn í ljóðum sínum, en hopar þó aldrei fyrir neinu yrkisefni, ræðst eins á hin fyrstu spurs- mál lífsins sem hina léttvægustu hluti (sbr. einkum fyrra hefti Smámuna hans og margt fleira, einkum af þeim kveðlingum, sem hann samdi árin, sem hann dvaldi á Grænlandi; þá var hann á bezta skeiði, í nokkurs konar útlegð og fjarri fornum freistingarstöðvum). Allar vísur Sigurðar, sem lýsa lífs og nátt- úruskoðun, bera vott um andans mann, skarpan og frjálsan í hugsun og með heilbrigðu, en þó viðkvæmu hjarta. Hans eðlisfar var hvorki alvörumikið né djúpt, heldur fremur léttúðugt, og stuðlaði það mjög að þvi að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.