Tíminn - 13.07.1945, Page 7

Tíminn - 13.07.1945, Page 7
52. blaS 7 TtmNN, föstndaginn 13. iúli 1945 — " — '■ ......—' Flugvollurínn í Kefiavík MYNDAFRÉTTIR r Upplýsingar, sem nú hafa ver- ið birtar um Keflavíkurflugvöll- inn, eru á þá leið, að hann muni vera í röð stærstu fugvalla í heimi. Talið er að byggingar- kostnaður þessa mikla mann- virkis muni hafa verið 17 V2—19 miljónir dollara. Fáar fregnir máttu hingað til berast af starfsemi Bandaríkja- hersins á íslandi og einna mest var hulan um Meeks flugvöllinn við Keflavík. Nú er óhætt að segja frá þessu, þar sem stríðinu í Evrópu er lokið og byrjað er farþegaflug frá þeim flugvelli eins og kunnugt er. Hnattstaða íslands gerði það að verkum, að landið varð brátt mikilvæg flugstöð fyrir flug- ferðir. En snemma í þessfari styrjöld varð mönnum fyrst ljóst, hve geisilega þýðingu landið hlaut að hafa. , Þó hafði ýmsum orðið ljóst, löngu á(ður, mikilvægi lands- ins. Árið 1932 haf$i ameríska flugfélagið Pan-American öðlazt sérstök réttindi á íslandi, hjá íslenzkum stjórnarvöldum, en þeirra var ekki neytt og árið 1939 reyndu Þjóðverjar að öðl- ast slík réttindi á íslandi, en hins vegar var Þjóðverjum ekki ljóst, að hér áttu þeir skipti við þjóð, sem reyndist útsjónarsöm og hagsýn. Réttindi þau, sem Þjóðverjar fóru fram á voru aldrei veítt. Það má fara nærri um, hví,- líka þýðingu það hefði getað haft, ekki aðeins fyrir ísland. heldur einnig fyrir hinar sam einuðu þjóðir, ef Þjóðverjar hefðu haft hér bækistöðvar í byrjun stríðs og má ætla, að það hefði getað mjög þrengt kost íslendinga og auk þess auk- ið mjög áhættu hersveita þeirra sem hingað komu, svo og sigl- ingar um Atlantshafið og getað orðið til þess að lengja styrj- öldina. Hernámsliðin fuxrdu því brátt að gera varð flugvöll hér. Bret- ar unnu strax að því að finna hér heppilegt flugvallarstæði og höfðu fyrst augastað á Sand skeiði, en það var að ýmsu leyti óheppilegt, einkum i vorleysing- um. En þegar Bandaríkj amenn komu hingað, var hafizt handa um byggingu flugvallar á Reykjanesskaga. Fyrst í stað unnu mörg einkafyrirtæki að þvi, að leysa þetta mikía verk- efni af hendi, en það var ekki fyrr en verkfræðingasveitir Bandaríkjahers og flota tóku til starfa, að árangur náðist. Það voru byggðir flugvellir, sem kenndir eru við Meeks og Patt erson á hinum eyðilegu bruna- hraunum Reykjaness. Verkefnið var óskaplega erf- itt. ÚJytja þurfti á brott ógrynni af mold og grjóti, en alls þurfti um 250.000 smálestir af asfalti til þess að gera rennibrautir. Nú er svo komið, að flugvöll- urinn í Keflavík er á borð við einn hinn stærsta í Bandaríkj- unum, La Guarat-völlinn í New York, og oft er þar eins mikil umferð og þar, en fjórar rennibrautanna eru um 1600 metrar á lengd. Talið er, að bygging slíkt flugvallar, ef einkafyrirtæki stæði fyrir henni mundi kosta 17 y2—19 milljónir dollara. Allmargir aðrir flugvellir hafa verið gerðir, sumpart sem bæki- stöðvar og sumpart sem nauð lendingarvellir. Bretar hafa gert flugvelli í Reykjavík, Höfn í Hornafirði, í Kaldaðarnesi, s Skaga og Útskálum, en Banda ríkjamenn hafa endurbætt Mel- gerðisflugvöll við Akureyri, er þeir nefna Kassos-Field. Flug- vellir Bandaríkjamanna eru nefnilega skírðir eftir ungum flugrnönnum, sem létu lífið i starfi sínu hér, eins og til dæmis eftir foringjunum Meeks, Patt- erson og Kassos. Á víHavangi. (Framhald af 2. siðu) áfellzt Sjálfstæðisflokkinn fyr ir að semja við kommúnista, þar sem þeir hafi sjálfir reynt að gera það. Týri veit þó, að þetta stagl er alveg út í hött, því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ásakaður af neinum fyrir að •reyna að semja við kommúnista og hann hefði heldur ekki verið ásakaður neitt, ef náðst hefðu skaplegir samningar, eins og í Tilboð óskast -í að steypa 3 járnbentar, steinsteypu- kápur utan um stálgeyma á Öskjuhlíð. Útboðslýs- ingar og teikningar má vitja í skrifstofu vora, Aust- urstræti 10, 4. hæð. Vains- ofi Hitaveita Reyhjjavíhur. Laxfo§§ fer fyrstu ferð sína til Borgarness í dag kl. 9 ár- degis. 1 Áætlun skipsins fæst eftirleiðis í afgreiðslu þess í Tryggvagötu 10, sími 6420. H. f. Skallagrímur Myndin er tekin 8. maí i vor, þegar brezkur her kom til Kaupmannaha/nar. Kaupmannaha/narbúar hafa safnazt saman til að hylla brezka herinn. Myndin er tekin, þegar Lundúnabúar voru að hlusta á útvarpsrœðu Chur chills á friðardaginn. — bygging heilbrigðismálaráðuneytisins. en af svölunum talaði forsœtisráðherr ann til fólksins á eftir. Til vinstri er Myndin er tekin í Londin á friðardaginn, þegar þingmenn gengu skrúðgöngu úr þinghúsinu til þdkkarguðsþjónf ustu, er haldin var i St. Margret kirkjunni. Embœttismenn þingsins ganga i fararbroddi. Noregi og Danmörku. Þannig töldu allir rétt að semja við kommúnista um lausn sjálf- stæðismálsins, því að þar var um skaplega samninga að ræða. Það, sem Sjálfstæðisflokkurinn er ásakaður fyrir, er að gera samning við kommúnista, sem miðar beinlínis að því að grafa grundvöllinn undan atvinnu- vegunum með sívaxandi dýr- tíð og verðbólgu. Þann samning getur Týri ekki afsakað og þess vegna stagla^t hann á áður- nefndum útúrsnúningi sínum sí og æ til þess að þurfa ekki að ræða um sjálf aðalatriðin. Reykjavík oj* landið. (Framhald af 3. síðu) áfellzt Sjálfstæðisflokkinn fyr- ir að semja við kommúnista, þar myndu þeir þá ekki skilja að ráðið til að ná rétti sínum, er að taka höndum saman og vekja stjórnarvöld landsins til um- tiyggju fyrir hinum vanræktu stöðum eða þoka þeim til hliðar ef ekki tekst að vekja þau? Hér má ekki lengur ganga í svefni Ráðið er að þeir standi saman, sem sömu hagsmuna hafa að gæta. Símaskráin mun koma út seint í ágúst. * S Forstöðukona óskast að barnaheimili því, sem Reykjavíkurbær hef ur í hyggju að reka að Kumbravogi. Umsóknir sendist til Jóns Pálssonar, Laufásveg 59, Reykjavík, fyrir 1. ágúst n. k. Barnaverndarnefnd Reykjavikurbæfar Meistararéttindí \ Þuð tilkymiist hérmeð, að Árni Jón- asson, llringbraut 211, Reykjavlk, hefir öðlazl ineistararéttindi I Itúsa- smíði. Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinct var Jurðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókurh. er eins og menn skorti orð lil þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. í ,JLncyciqpœdia Britanmca" (1911) er sagl, að sagan ncfni engan mann, sem si hans jafningt rí s\<ifli visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði enzt til að afkasta hundtaflnsto parti af öllu þvi, sqm hann fékkst við Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur mrílari. En hann var tika uppfinningnmaflur á við Edison, cðlisfraðingur, stœrðfrœðingur, stjömufraðingur og hervélafraðingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, liffrrrafrítði og stjórnfraði, andlitsjall manna og fellingar i klaðum athugaði hann vandlega. Söngmaður var Leonardo* góður og iék sjálfur á hljóðfan. Enn fremur ritað^hann kynstrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Pessi bók\ uro Leonardo <ta Vinci er saga um manntnn, er fjölhafastur og afkasta■ mistur er talinn allra manno, er sögur fara af, og einn af mestu listamönnum veraldar. , * I hókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. -2U,. Um þetta leyti . . . (Framhald af 5. síðu) Gjafmildi prinsins var lengi við brugðið og höfðu fáir gjaf- mildari menn komið til landsins í þá tíð, enda voru menn þá þvi vanir, af þeim útlendingum, er þeir höfðu haft mest saman við að sælda, að þeir lögðu það frek- ar í vana sinn að plokka sem mest af landsmönnum og jafn- vel stela af þeim, heldur en gefa þeim. Napoleon gaf bókasafninu í Reykjavík margar franskar bækur. Hann lét lúðrasveit sína leika á Austurvelli á hverju kvöldi og höfðu bæjarbúar mikla skemmtun af því. Hinn 18. júlí lagði prinsinn svo aftur af stað frá Reykjavík og hélt til Grænlands. Á heimleið- inni kom hann við í Reykjavík 11. ágúst, en stóð þá stutt við. Napoleon prins var ungur maður, þá er hann fór þessa ferð. Hann var fæddur árið 1825 og Var sonur fjórða og yngsta bróður Napoleons Bonaparte. Ættin lenti í mikilli niðurlæg- ingu eftir ósigur Napoleons 1815, en rétti aftur við með valdatöku Lúðvíks keisara 3., 1849. Þessi prins var í miklu uppáhaldi hjá keisaranum og réttborinn til ríkiserfða, áður en honum sjálfum fæddist erfingi. Napoleon prins er lýst þannig, að hann hafi verið mjög líkur hinum fræga frænda sínum að útliti og myndarlegur mjög að vallarsýn. Hann var hár og þrekinn, karlmannlegur og ljós 1 andliti, dökkhærður, dökkeygur og snareygur, enni mikið og hátt. % Það var' engin furða, þó ís- lendingar minntust þessa franska aðalsmanns með hlýj- um hug, svo mjög sem hann stakk í stúf við fulltrúa þeirrar þjóðar, er þeir á umliðnum öld- um höfðu haft mest og nánust kynni af. G. Þ. f i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.