Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 4
4 TfMITVTV. föstwdagiim 27. jiilí 1945 56. blað 1þróiiafvéiiir Tímans Meistaramót Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttlim var háð dag- ana 11., 12., 13. og 14. júlí og urðu úrslit þau, er hér segir: t % 100 m. hlaup: 1. Árni Kjartansson, Á., 11.9 sek. 2. Bragi Friðriksson, K.R., 11.9 sek. 3. Magnús Baldvinsson, í. R., 12.1 sek. 4. Jón M. Jfensson, K.R., 12.2 sek. Kúluvarp: 1. Jóel Sigurðsson, Í.R., 13.51 metra. 2. Vilhj. Vilmundarson, K.R., 12.66 m. 3. Friðrik Guðmundsson, K.R., 12.57 m. 4. Ástvaldur Jónsson, Á., 12.56 metra. Huseby gat ^kki keppt vegna meiðsla á fæti. Langstökk: 1. Skúli Guðmundsson, K.R., 6,58 metra. 2. Björn Vilmundarson, K.R., 6.15 m. 3. Magnús Baldvinsson, Í.R., 6.09" m. 4. Brynj. Jónsson, K.R., 5.96 metra. 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, K.R., 16.8 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, K.R., 18.7 sek. v 3. Einar Þ. Guðjohnsen, K,- R., 19.4 sek. 800 m. hlaup: 1*. Kjartan, Jóhannsson, Í.R., 2:00.9 mín. 2. Óskar Jónsson, Í.R., 2:01.6 mín. 3. Sigurgeir Ársælsson, Á., 2:02.5 mín. 4. Hörður Hafliðason, Á., 2:08.0. 200 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R., 23.9 sek. 2. Árni Kjartanssón, Á., 24.5 3. Páll Halldórsson, K.R., 24.8 sek. Kringlukast: 1. Bragi Friðriksson, K.R., 38.63 metra. 2. Friðrik Guðmundsson, K,- R., 37.34 m. 3. Vilhj. Vilmundarson, K.R., 32.93 m. Reykjavíkur 1500 metra hlaup: 1. Óskar Jónsson, Í.R., 4:14.2 mín. * 2. Hörður Hafliðason, ' Á., 4:25.2 mín. 3. Jóhannes Jónsson, Í.R., 4:25.6 min. 4. Sigurgeir Sigurðsson, Í.R., '4:30.2 mín. * _ Hástökk: 1. Skúli Guðmundsson, K.R., 1.90 metra. 2. Björn Vilmundarson, K.R., 1.60 m. 3. Friðrik Guðmundsson, K.R., 1.55 m. 4. Einar Guðjohnsen, K.R., 1.55. metra. 400 m. grindahlaup: 1. Jón M. Jónsson, K.R. 61.9 mín. 2. Einar Guðjohnsen, K.R., 66.0 mín. 3. Ásgeir Einarsson, K.R., 69.9 mín. v 400 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R., 51.3 sek. ^ 2: Brynjólfur Ingólfsson, K.R., 53.0 sek. 3. Páll Halldórsson, K.R., 53.8 sek. 4. Magnús Þórarinsson, Á., 56.1 sek. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, Í.R., 55,75 metra. 2. Jón Hjartar, K.R., 52.87 m. 3. Halldór Sigurgeirsson, Á., 46.14 m. 4. Einar Þ. Guðjohnsen, K.R., 40.62 m. 5000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, Í.R., 16:01.2 mín. 2. Stef§,n Gunnarsson, Á., 16:30.6 mín. ■ 3. Sigurgísli Sigurðsson, Í.R., 16:39.2 mín. 4X100 m. boðhlaup: 1. Í.R.-sveitin 46,3 sek. 2. Ármann 47,1 — 3. Drengjasveit K.R. 47,1 — 4. B-sveit K.R. 47,8 — Fimmtarþraut: 1. Jón Hjartar, K.R., 2493 stig. 2. Jóel Sigurðsson, Í.R., 2193 stig. 3. Einar Þ. Guðjohnsen, K.R., 1980 stig. Árangur Jóns Hjartar í hinum ýmsu greinum varð sem hér seg- ir: í langstökki 6.18 m., spjót- kasti 47.32, 200 m. hlaupi Í5.8 sek., kringlukasti 28.56 m. og 1500 m. hlaupi 4:51.6 mín. — Árangur hinna varð þessi(grein- ar í sömu röð): Jóel: 5.98, 51.98, 25.8, 33.50. í 1500 m. hætti hann eftir 2 hringi og fékk þar því ekkert stig. Ei$ar: 5.49, 39.67, 2T.7, 31.01 og 5:20.4. Mótinu dauk með því, að Í.R. fékk 8 meistara, K.R. 6 og Ár- mann 1. Héraðsmót Ungmenna- sambands N.-Þiiig. * \ Héraðsmót Ungmennasamb. Norður-Þingeyinga var haldið í Ásbyrgi þann 8. júlí s. 1. Veður var hið ákjósanlegasta og fór mótið hið bezta fram, margt fólk var þar samankomið og létt yfir öllum. Mótið hófst með guðsþjónustu, sr. Friðrik A. Friðriksson pró- fastur á Húsavík flutti prédik- un.Júlíus Havsteen sýslumaður, Helgi Valtýsson kennari og Ein- ar'Kristjánsson Hermundarfelli fluttu ræður. Lúðrasveit Akur- eyrar lék og Karlakór Núpsveit- inga söng. íþróttakeppni fór fram og tóku 5 félög þátt í keppninni. Ungmennafélag Öxfirðinga vann mótið, og er það í þriðja skiptið í röð, sem það vinnur mótið. Stighæsti maður mótsins var Friðrik Jónsson frá Umf. Öx- firðinga. Úrslit íþróttana urðu sem h'ér segir: • 100 m. hlaup: 1. Friðrik Jónsson, Umf. Öx- firðinga, 12.1 sek. 2. Grímur Jónsson, Umf. Öx- firðinga, 12.2 sek. 3. Egill Stefánsson, U. M. F. L., 12.2 sek. 800 m. hlaup: 1. Egill Stefánsson, U. M. F. L., 2.20 mín. 2. Sigurður Jónsson, U. M. F. L., 2.21 mín. 3. Sigurður A.. Jónsson, U. M. F. Ö., 2.25 mín. i ■- Langstökk: 1. Friðrik Jónsson- U. M. F. Ö., 5.68 metra. 2. Grímur Jónsson, U. M. F. Ö., 5.67 metra. 3. Ste^án Bogason, U. M. F. L., 5.39 metra. Fimlclkaför K. R. um Vestfirði. Nýlega fór 15 manna fim- leikaflokkur úr Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur í sýningar- Þrístökk: 1. Björn Guðmundsson, U. M. F. Neista, 12.20 m. 2. Árni Sigufðsson, U. M. F. N., 11.49 m. 3. Óli Gunnarsson, U. M. F. N., 11.43 m. Hástökk: 1. Stefán Bogason, U. M. F. L., 1.60 metra. 2. Björn Guðmundsson, U. M. F. L., 1.60 metra. * 1 2 3 3. Björn Jónsson, U. M. F. Ö., 1.55 metra. Stjórnandi íþróttanna var Stefán Ólafur Jónsson, Sand- fellshaga. Dómarar Lúðvík Jón- asson og Gunnar Sigurðsson, Husavík. Aðstaða til íþróttaiðkana er mjög slæm, má því telja þetta sæmilegan árangur, en nú er stór og vandaður íþróttavöllur -í byggingu, sem verður mjög mik- ið mannvirki . og sannkallað Grettistak fyrir svo fámennt samband, sem U. N. Þ. er, en. félögin eru áhugasöm um íþrótt- ir og vænta styrks úr íþróttásj., enda mun Ásbyrgi.’ér þar verður kominn góður íþróttavöllur og skilyrði til íþróttasýninga góð, einhver glæsilegasti samkomu- staður landsins. Úrvalsflokkur karla úr K.-R. för til Vestfjarða undir stjórn kennara sín^, Vignis Andrés- sonar. Alls voru 19 manns með í förinni, og var Ásgeir Þórarins- son fararstjóri. Lagt var af stað frá Reykjavík að kvöldi föstudagsins 6. júlí, með varðskipinu Óðni. Var skip- ið á leið til Siglufjarðar og fyrir .framúrskarandi lipurð Pálma Loftssonar, framkvæmdastjóra, fékk flokkurinn að vera með alla leið til Flateyrar. Fyrsta sýningin var á Eatreks- firði. Var allur bærinn fánum skreyttur og fjöldi fólks á bryggjunni til að fagna komu fimleikamannanna. Tókst sýn- ingin ágætlega og vakti mikla þrifningu áhorfenda. Allar mót- tök'ur voru framúrskarandi glæsilegar og vinarhugur fólks- ins áberandi. Þegár farlð var frá Patreks- firði, kvaddi mannfjöldinn fim- leikamennina ’ með söng og húrrahrópum, þakkaði þeim komuna og árnaði þeim góðrar heimferðar. Fimleikamennirnir svöruðu á móti með söng og árnaðaróskum. Þá blésu eimpíp- ur togara á höfninni og frysti- húss staðarins, en varðskipið Óðinn svaraði og var þannig skipzt á kveðjum á meðan varð- skipið sigldi úl^ flóann. í sama anda voru móttökurn- ar á öðrum stöðum þar sem sýnt var. Sýnt var á Sveinseyri, Reykjarfirði. Þingeyri, Fláteyri, Suðureyri, Bolungarvík og tvisv- ar á ísafirði. , / Að afloknum sýningum á hverjum stað var haldið hóf fyrir fimleikamennina, þeim þakkað fyrir komuna, glæsilega sýningu og.góða skemmtun. Fararstjóri afhenti formönn- um þeirra íþrótta- og ung- mennafélaga, sém fyrir móttök- urrum stóðu, fánastöng með handmáluðum K.-R.-fána, til minningar um komuna. Síðan skemmtu menn sér um stund við söng og ræðuhöld og sums stað- ar dans. í síSasta hófinu, spm flokkn- um var haldið á ísafirði, í skíða- skála Skíðafélags ísfirðinga, þakkaði Halldór Erlendsson, I- þróttakennari, fimleikamönn- unum fyrir komuna, ágætar sýn- ingar og framúrskarandi prúð- mannlega og alúðlega framkomu og reglusemi, sem gæti orðið ís- firðingum og öðrum til fyrir- myndar. Fimleikamennirnir róma mjög gestrisni og alúð allra Vestfirð- inga og biðja blaðið að flytja þeim hjartkærar þakkir fyrir móttökurnar og vona, að för þeirra megi verða til að glæða íþróttaáhuga á Vestfjörðum. Sömuleiðis flytja þeir þakkir Pálma Loftssyni, forstjóra, skipshöfninni á Óðni og Flugfé- lagi íslands fyrir framúrskar- andi lipurð og góða fyrir- greiðslu. Fimleikamennirnir komu til Reykjavíkur frá ísa- firði laugardagskvöldið 13. þ. m. með Catalina-flugbát Flugfé- lags íslands. irigar mundum ekki gæta fjör- eggs hins fengna frelsis, það muni brotna fyrir handvömm í okkar eigin höndum, við værum ekki færir um að gera okkur nægilega skýra.grein fyrir gildi þess, af því að við hefðum end- urheimt það, án þess að færa fórnir. Satt er það, að við höfum ekki sótt réttindi okkar í hendur annarra með blóðfórnum á víg- völlum. Barátta okkar hefir ekki verið háð undir stríðsfána, þar sem ofbeldi og hnefaréttur hefir viljað ráða úrslitum. Ein- mitt þess vegna er sigur okkar sannur og hreinn, hann er dæmi þess, hvernig menningarþjóðir eiga að leysa vandamál. Ein- mitt þess vegna mun hann reyn- ast okkur dýrmætur og kær. Sjálfstæðisbarátta okkar var háð i ræðu og riti og í verkum, sem sýndu, að við eigum það skilið að vera frjáls. Þessi bar- átta var oft hörð, þar var við ramman reip að draga, þar reyndi á kapp og þrek og ein- hug, en vegna einbeittni og festu tókst að koma fram réttmætum óskum. Qg þegar öll rök eru rakin, þá er það líka svo, að þessi örsmáa þjóð hefir afsann- að rækilega þá skoðun, að hún hafi engar fórnir fært, sem geri hana verða þeirrá ávaxta, er hún hefir hlotið, og við njótum í dag. Þjóðin skildi það, að henni var brýn nauðsyn að eiga skip. Það sýndi' hin almenna fjársöfnun um land allt, er Eimskipafélag- ið var stofnað á öðrum tug ald- arinnar. Þegar mest 'reyndi á, brugðust okkar „hetjur hafsins“ aldrei vonum okkar, sem í landi sátum. Farmenn okkar hafa haldið uppi siglingum, flutt, björg í bú þjóðarinnar, haldið leiðum opnum við umheiminn þrátt fyrir ógnir þær, sem leynd- ust á slóðum Ránar á tímabili tveggja ægilegra heimsstyrjalda. Án eigin siglinga vorum við einangraðir, öðrum háðir með alla lífsafkomu, algerlega dsémdir úr leik með að teljast hlutgengir aðilar til sjálfs- stjórnar. Án íslenzkra farmanna — sem sigla undir íslenzkum fána — hefði íslenzki lýðveldis- draumurinn aldrjei rætzt árið 1944. Þeir hafa verið útverðir okkar. Það var; virðuleg þjónusta, sem þeir inntu af höndum. En hún hefir líka kostað marga þeirra lífið. Þegar talað er um blóð, svita og tár stórþjóðanna, þá megum við minnast þess, að jafnvel við höfum eftir mann- fjölda fært svo stórar fórnir af völdum ófriðarins, að fyllilega munu sambærilegar við mann- tjón ýmsra stórveldanna, sem stigið hafa hrunadansinn. Við minnumst hinna horfnu samþegna okkar með virðingu og munum reyna að meta störf þeirra að verðleikum með því að hlúa að þeim málstað, sem þeir settu líf sitt að veði fyrir. Ein- kunnarorð þeirra voru „íslandi allt“. Og í störfum þeirra urðu þau orð þrungin sama kyngi- magni og þau höfðu í vitund frelsishetjunnar, sem mælti þau fyrst. Það er alger öfugmæli að segja, að íslenzka þjóðin hafi komizt inn á brautir viðreisnar og 'sjálfstjórnar án eigin verð- leika, og án þess að leggja nokk- uð í sölurnar. En barátta henn- ar hefir verið hljóð, ekki borið svip æpandi múgsefjunar. Þjóð- in hefir treyst á guð í geimi al- heimsins ,— og í sjálfri sér. Ef til vill hefir hættan oft leynst nær henni en hún hugði. Við hér í Hornafirði höfum t. d. séð skip skotið í bál örskammt frá ströndinni. Og rétt hór við kauptúnið höfum við séð sprengjur falla og tæta sundur mjúkan svörð, svo að moldin hefir myndað háa áúlu upp í þimininn. íslenzka þjóðin má þakka for- sjóninni þá giftu, að hún skyldi sleppa við þær ógnir, sem því hefði fylgt, ef landið hefði orðið orustuvöllur. Hlutur okkar hefir orðið góður um margt. Efnalegt sjálfstæði okkar hefir eflzt. Við höfum selt framleiðslu okkar með samningsbundnu verði, sem var viðunandi. Það hefir komið sér vei, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Rógtungur og öfundarmenn hafa séð ofsjónir vegna þess, hver hlutur okkar varð í fisk- sölumálunum. i Þeim hefir þá venjulega sézt yfir það, að raunverulegur gróði varð oft ekki eins stór og í\fljótu bragði gat virzt, því að allur framleiðslukostnaður óx gífur- lega á styrj aldarárunum. Mikið af því fé, sem þjóðin á nú, hefir ekki komið til hennar í gegn um framleiðsluna. Dvöl fjölmenns setuliðs, og verkleg störf í þjón- ustu þess, hafa skilið eftir tugi miljóna af erlendu fjármagni í landinu. Hinar voldugu lýðræðisþjóðir, sem hér hafa haft setulið, hafa í viðskiptum við okkur gefið okkur trúna á það, að þær únni íslenzka lýðveldinu hins bezta hlutskiptis. Frá þeim munum við mega vænta trausts og í skjóli þeirra njóta réttarfars- legs öryggis. ' íslenzka. lýðveldið verður að halda á málum sínum með ein- urð og festu. Á þann hátt vekur það samúð og virðingu út á við. Við erum víst sammála um, að það sé bjarnargreiði að náða landráðamann, sem er fundinn sekur um að rista íslenzkum sjómönnum óverðskuldað níð á erlendum vettvangi. Okkur get- ur sýnzt, að réttarfarslegt ör- yggi þqgna hins íslenzka lýð- veldis sé bezt tryggt með því að geyma slíka níðhögga bák við loku og lás. Við þurfum ekki að bera fram neinar afsakanir við neina þjóð, viðvíkjandi þeim skrefum, sem við höfum stigið í sjálfstæðis- málinu. Við höfum ekki gert annað en það, sem við höfðum lagaleg réttindi tií. Og hverjum þegn hins íslenzka lýðveldis er hollast að gera sér ljósa grein fyrir því, að eina leiðin til vegs- auka og trúnaðarstarfa í þágu þjóðarinnar verður sú, að þeir haldi með fullri einurð á málum hennar, bæði heima og erlendis. Þjóð, sem greiðir atkvæði á þann veg, sem íslpndingar í maímánuði í fyrravor, er ekki ✓ lítfleg til þess að.hampa hand- bendum erlendrar ágengni og flugUmönnum. Nýlega er lokið fjársöfnun til styrktar nauðstöddu fólki meðal þeirra frændþjóða okkar, sem verst hafa orðið úti í gjörninga- hríð styrjaldaráranna. Það, sem safnaðist, verður að teljast ríf- legt á mælikvarða örsmárrar kotþjóðar. Þetta fé er ekki af höndum látið til þess að útvega okkur syndakvitturi, hvorki í okkar eigin vitund eöa í augum Unnarra. Landssöfnunin er að- eins tjáning á viðhorfi til bág- staddra vina, og jafnframt sönn- un þess, að við viljum telja okk- ur til 'hinna norrænu þjóða. Þó að við verðum litli bróðirinn í hópnum, er það von okkar, að við getum lagt eitthvað að mörkum í hinni norrænu sam- vinnu. ( En þeir aðilar, sem reyna að gera okkur tortryggilega vegna þeirrar velmegunar, sem hér hefir þróazt síðustu ár, mættu gjarnan skoða þessi framlög okkar sem minningargjöf — géfná til minningar um þá áa okkar og formæður, sem á þján- ingargöngu íslenzku þjóðarinn- ar lögðu sér skóbætur og bein til munns og urðu úti í bjargar- leysi, meðan eimyrja og aska úr eldfjöllum okkar barst alla leið til næstu’landa. — — Evrópustyrjöldinni er lokið. Nú bíður sigurvegaranna sá vandi að vinna friðinn. Það eru blikur í lofti. Hejmurinn er í smíðum. Framtímn er óráðin gáta. Skáldið og stjórnmálamaður- inn, Hannes Hafstein, orkti svo: „Land mitt! Þú ert sem órættur draumur, óráðin gáta, fyrirheit. Hvernig hann ræöst, þinn hvirfingastraumur hverfulla bylja — enginn veit. Hvað verður úr þínum ‘hrynjandi fossum? Hvað verður úr þínum flöktandi blossum? Drottinn, lát strauma af * lífssólar 1 j ós_i læsast í farveg um hjartnanna þel. Varna þú byljum frá ólánsins ósi. Unn oss að vitkast og þroskast. Gef heill,sem er sterkari en Hel“. Og nú, þegar ár er liðið frá stofnun íslenzka lýðveldisins, á það að vera sameiginleg ósk okkar, að íslenzku þjóðinni auðnist á komandi árum og öld- um að rita sögu sína með gullnu letri sannrar sæmdar. Þá mun hún njóta þeirrar hamingju, sem er sterkari en Hel. Ægir, N mánaðarrit Fiskifélags íslands, 6.-7. blað, 38. árg., er nýkomið út. Efni þess er: ísland samanburði við aðrar fiskveiðaþjóðir, eftir ritstjórann, Lúð- vík Kristjánsson. Reyking á síld, Ræða flutt á sjómannadaginn, Sjómanna- saga V. Þ. G., frá aðalfundi frysti- húsaeigenda, Hvað líður Svíþjóðarbát- unum? Hverjir kaupa Svíþjóðarbáta? Skólar sjómanna, Sjóminiasafnið, Hafið ræktað og margt fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.