Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 7
56. blall TÍMIM, föstndagmn 37. jálí 1945 t 7 Á vfðavangi (Framhald af 2. slOu) upp um stóreignir, sem einstak- ir menn hafa falið til þess að komast undan skatt- og útsvars- greiðslum. Er það sú tuttugasta? Nýlega hefir vitnast um enn eina nefndarskipun ríkisstjórn- arinnar. Að þessu sinni hefir Brynjólfur Bjarnason sett þrjá menn til að rannsaka og gera tillögur um rekstur ríkisprent- smiðjunnar Gutenberg. Eiga sæti í henni Pétur Lárusson, og er hann formaður, Stefán Ög- mundsson og Grímur Engilberts. Nú þykir það að vísu engin nýlunda, þótt dýrtíðarstjórnin okkar skipi nýja nefnd, þvi að það er sumar vikurnar nær dag- legur viðburður, en hitt vekur meiri furðu, að þessa síðasta af- reks hefir hvergi sézt getið í stjórnarblöðum. Er kannske þannig til þessarar nefndar stofnað, að þeim finnist skyn- samlegast að reyna að leyna til- veru hennar eða er stjórnarlið- um sjálfum ef til vill farið að blöskra allt nefndafarganið? Einhverjum hafði líka virzt, að prentsmiðjustjórinn, Steingrím- ur Guðmundsson, myndi einfær um að gera tillögur um rekst- urinn, og hefði ekki launuð nefnd þurft þar um að fjalla, sízt, ef á það er litið, að Guten- berg hefir undir stjórn Steingr. verið ein sú prentsmiðja bæjar- ins, er beztum arði hefir skilað. Er þess vegna heldur ólíklegt, að þessi leyninefnd Brynjólfs bætti um. En ef til vill hefir hún að gegna einhverju leynilegu hlut- verki, sem ekki er nema á fárra vitorði, og þá verður allt skilj- anlegra — leyndin líka. Erlent yftrlit (Framhald af 2. síOu) muni ekki vera minna virði en 36.000.000.000 dollara. Vitað er þó, að mikið af dýrmætum lista- verkum hefir farið forgörðum í loftárásum, eða er grafið i jörð einhvers staðar þar sem fáir eða engir vita-nú um. Þá er lika sennilegt að mikið sé enn ófund- ið. í sambandi við fundi þessara fjársjóða vekur það athygli manna, að lítið sem ekkert heyr- ist um slíka fundi á hernáms- svæðum Rússa. Það er að vísu vitað, að þar er hvorki rit- eða málfrelsi, en þó ætti fregnum af þessu tagi að vera leyft að fara fram hjá ritskoðuninni. En þrátt fyrir leynd þá, er hvílir yfir hernámssvæði Rússa og löndum þeim, er þeir hafa „frelsað“, er það talið víst, að slíkir fundir hafa verið fáir og litlir þar. Hins vegar er það einnig vitað, að Þjóðverjar höfðu mikið af verð- mætum munum burt með sér frá þessum löndum, þegar þeir yfirgáfu þau, en það virðist svo sem þeir hafi heldur valið þann kostinn að eyðileggja verðmæt- in, heldur en að láta þau falla í hendur Rússa. Miklu af lista- verkum frá Póllandi og Balkan- löndum hafa þeir þó komið til vesturhéraða Þýzkalands, þegar séð var, að Bandamenn myndu hernema þann hluta landsins. Forseti hæstaréttar Nýlega hefir Gissur Berg- steinsson verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. sept. að telja. Gildir kjör hans íeitt ár, tii 1. september 1946. INNFLUTNINGSSAMBAND Úrsmiðalélags íslamds Umboð fyrir Marvin, Omega, Cortébert, Aster, I. W. C., og fleiri þekktar svissneskar verksmiðjur. Höfum nýlega feugið sendingar af Marvin úrum. GULL- PLETT- STÁL- VATNSÞÉTT- VASA- Meðlimir okkar í Reykjavík eru: Árni B. Björnsson, Lækjartorgi. Guðlaugur Gíslason, Laugaveg 63. Haraldur Hagan, Austurstræti 3. Halldór Sigurðsson, Laugásveg 47. Jóh. Ármann Jónasson, Bankastræti 14. Jón Hermannsson, Laugaveg 30. Jóhann Búason, Baldursgötu 8. Magnús Sigurjónsson, Laugaveg 18. Magnús Ásmundsson & Co., Hverfisgötu 64A. Sigurður Tómasson, Þingholtsstræti 4. Sigurjón Jónsson, Laugaveg 43. Sigurþór Jónsson, Hafnarstræti 4. Þorkell Sigurðsson, Laugaveg 18. f Hafnarfirði: Einar Þórðarson, Strandgötu 37. A fsafirði: Skúli Eiríksson. Þórður Jóhannsson. Á Sauðárkróki: J. F. Michelsen. Á Akureyri: Kristján Halldórsson. Stefán Thorarensen. Kaupið úrin hjá fagmanninum. i v ; ninmtntffiumnmmttmnnttttntmmmnmfflmnTmmmntttitinnnmnnnm; Orðsending til bóksala Ennbá eru til nokkur eintök af bók Winston Chureliill’s: FRÁ VELDISDÖGUM NAZISTA Hitlersceskan rífur og eyðileggur með mikilli hrifningu myndir og blöð, sem þeir telja andstœð þriðja ríkinu. Þannig voru mörg listaverk eyði- lögð. 10. maí gerðu Þjóðverjar innrás í Niðurlöndin, Holland og Belgíu, og brutu þau á bak aftur á fáum dögum. Hér sjást rústir Rotterdamborgar. Frakkinn á myndinni grœtur. er hann sér þýzkar hersveitir ganga fylktu liði inn í höfuðborg œttlands síns, 14 júní 1940. Brezkir skriðdrekar sœkja fram við El Alamein, 1. júlí 1942, sn seinna það'Z sama ár voru Þjóðverjar hraktir úr Afríku. g Þýzkir stríðsfangar teknir á austurvígstöðvunum í janúar 1943. Það voru rúmenskar og rússneskar hersveitir, sem tóku þessa fanga. Sigurganga hermanna Bandamanna undir sigurbogann i París i ágúst 1944. Hitler vírðir fyrir sér eyðilegginguna, er orðið hefir i Berlín viO sprengju- árásir Bandamanna. Þessir voldugu sprengjurásir áttu mikinn þátt i hruni þriðja ríkisins í janúar 1933 var Hitler gerður að kanslara í Þýzkalandi. Hér sést hátíð- leg athöfn, þegar Hindenburg gamli óskar hinum nýja kanslara til hampngju. Raítækjavínnustoían Selfossi Bernskubrek og æskuþrek og verða þau send til bóksala eftir pöntunum, eftir því sem til hrekkur, nú á næstunni. Gerið þvi pantanir yðar sem allra fyrst. framkvœmir allskonar rafvirkjastörf. SNÆLANDSÉTGÁFA, h/f., Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.