Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 5
V 56. blað TÍMIM, föstodaglim 27. júli 1945 Uitt þettu Ieyti fyrir 283 árutn: Kópavogsfundurmn Eftir siðaskiptin á sextándu öld færðist kúgun Dana mjög í aukana hér á landi. Hrifsuðu erlendir valdsmenn óspart til sín eignir landjSmanna, er áður höfðu tilheyrt kirkjunni, en meginhlutinn féll í eigu kon- ungs. Öll mótspyrna var barin niður með harðri hendi. Kúgunin náði hámarki sínu hér á landi með Kópavogsfund- inum 1662, þar sem danskur sendimaður ógnaði landsmönn- umí til að skrifa undir kúgunar- skjal, með vopnavaldi. ' Um aldaraðir hafði þjóðar- samkoma íslendinga, Alþingi, staðið gegn tilraunum er- lendra konunga til að ganga á rétt landsmanna, og þó að þjóð- in hafi oft beðið ósigur í þeirri baráttu, hefir Alþingi líka oft komið í veg fyrir, að kúgunar- tilraunir hinna erl. konunga næðu fram að ganga. Nægir þar að nefna mál svo sem bréf konungs um tíund af lands- drottnum, sem Alþingi hratt 1619, og tilraun konungs 1624 til að fá íslendinga og Færey- inga til að kosta herdeild í þjón- ustu Dana. En þrátt fyrir það voru það þó fleiri skiptin, sem íslendingar gátu ekki reisf rönd við yfirganginum, og svo fór að lokum, að Danakonungur varð einvaldur yfir íslandi með Kópa- vogssamþykktinni, er fyrr grein- ir. Áður en sagt verður nánar frá- sjúlfum fundinum, skal laus- lega rakin forsaga þessa atburð- ar, sem varð svo afdrifaríkur í sögu íslands. v Friðrik III. (Danakonungur 1648—70) varð einvaldur í Dan- mörk og Noregi 1661 og vildi hann brátt öðlast sömu aðstöðu hér á landi., Hann sendi því, 24. marz 1662, '„Opið bréf“ til ís- lendinga. Þar er óskað eftir því, að erfðahylling fari fram á Öx arárþingi 30. júní sama ár, en konungur minnist ekki einu orði á það í bréfi sínu, að hann óski eftir, að einræði verði komiðjá og má því segja, að með því hafi verið farið aftan að landsmönn um, því að vitanlega var það þá þegar ákveðið, að þar átti þá að fara fram einveldishylling, eins og síðar kom á daginn. Viðstaddir þessa athöfn á Öx- arárþingi var ákveðið að yrðu, auk hirðstjórans, Henriks J3jel- kes, báðir biskuparnir, lögmenn- irnir, 12 prestar og prófastar úr Skálholtsbiskupsdæmi og 6 úr Hólabiskupsdæmi, með umboði stéttarbræðra sinna. Einnig áttu þar að mæta allir sí'slu menn, tveir lögréttumenn og tveir bændur úr hverri sýslu Landsmönnum þótti kynlegt, að nú skyldi aftur eiga að vinna erfðahyllingaeið, sama konungi sem þeir höfðu unnið samskonar eið árið eftir að hann kom til valda, 1648. Strax í marz bauð konungur Hénrik Bjelke að fara til íslands og taka eiða af landsmönnum samkvæmt bréfi sínu. En hann komst ekki til íslands fyrr en 12. júlí og voru þá hinir boðuðu menn flestir, eða allir, farnir aftur heim til sín. Hann lét þá boð út ^anga og bauð þeim að mæta á'Bessastöðum 26. j*ölí og gerðu það allir, sem gátu, en þó mun allmarga hafa* vaataí, einkum af Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Er fulltrúar þjóðarinnar sáu að hér var annað og meira en venjuleg erfðahylling á ferð- inni, urðu margir tregir til að skrifa undir skjalið, sem þó var nokkuð loðið að orðalagi. Eið- stafurinn sjálfur var í því aðeins nefndur erfðahylling, en ein veldi er þó nefnt þar, svo að ekki varð um villzt, enda áttu landsmenn hér fyrst og fremst að játast undir einv.eldisskuld bindingu. Þófið mun hafa stað ið nokkuð lengi og Danir farið að verða allþreyttir á seina ganginum, því það var ekki fyrr en 28. júlí, að skjalið var undir skrifað og þá ekki á Bessastöð um, heldur í Köpavogi. Þeir sem höfðu 'orð fyrir andófs mönnunum, voru einkum Arni Oddsson lögmaður á Leirá og Brynjólfur biskup Sveinsson Það má segja, að þeir, senj rituðu loks undir skuldbinding una, haíi gert það með allþýð ingarmiklum skilyrðum, . er Bjelke hefir játað fyrir hönd konungs. Leikmenn og kenni- menn cituðu bréf til konungs, sem Bjelke tók að sér að færa honum, þar sem settar voru fram nokkrar þýðingarmiklar óskir þjóðarinnar. Leikmenn taka það fram, að þeir hafi unn- ið erfðahyllingareiðinn (ein- valdshyllingareiður ef ekki nefndur), í trausti þess, að konungur vilji halda við lands- menn „vor gömlu venjulejra og vel fengin landslög, „frið og frelsi“, með þeim rétti, sem lof- legir undanfarnir Danmerkur og Noregskonungar hafa oss náðugast gefið og veitt og vér og vorir forfeður undir svarizt.“ Þetta táknar með öðrum orð- um, að fyrirvarinn er hvorki meiri né minni en sá, að landið megi halda öllum sínum fornu réttindum, samkvæmt Gamla sáttmála. Hitt er svo annað mál, að sum þessara réttinda voru aá þegar ekki lengur í gildi, í raun og veru, heldur voru þau aðeins dauður bókstafur. Þegar loks kom að því, að ís- lendingar skyldu undirrita sátt- málann, eftir langt þóf, þá neitaði Árni lögmaður Oddsson að gera það og Brynjólfur Sveinsson biskup gat þess þá, að íslendingum væri óljúft að láta nokkuð af sínum fornu þjóð- réttindum í hendur útlends valds. Umboðsmanni konungsins leiddist þófið og brást hinn versti við. Hann benti íslend- ingum á vopnaðan varðhring danskra hermanna og spurði fulltrúa þjóðarinnar „hvort þeir sæju þessa“. Var þar með gefið í skyn, að ef íslendingar myndu sýna einhvern mótþróa, þá myndi vopnavaldi verða beitt, en líklega hefir hinn erlendi valdsmaður, er var ókunnugur skapferli íslenzku þjóðarinnar ekki gert sér fulla grein fyrir 3Ví, hvaða áhrif slík árás sem hann mun hafa haft í huga, myndi hafa á framkomu þjóð arinnar í garð Dana hér á landi Samt sem áður er eins og hann hafi verið smeykur við að beita vaidi, þegar Árni Oddsson neit- aði enn lengi dags að vinna eið- inn. Sólin var mjög sigin til vest- urs, þegar gamli maðurinn lét loks undan hótunum hins danska valdsmanns, er stöðugt benti honum á hermennina, sem til alls virtust reiðubúnir. Hann vann eiðinn með tárin í augun- um, öldungurinn, og hefir ef laust gert sér fulla grein fyrir því, að þá var íslenzka þjóðin búin að glata dýrmætum rétt- indum. Hann hafði áður reynt að berjast gegn auknum ítökum danska konungsins og hinu er- lenda valdi, en nú sá hann, að baráttan hafði um sinn alger lega snúizt upp í ósigur fyrir ís- lendinga. Það var því engin furða, þótt hann tæki það sárt þegar þjóðin var með erlendu vopnavaldi kúguð'til að afsala sér fornum réttindum sínum. Þegar hér var komið, höfðu ritað undir skjalið báðir biskuparnir, 42 prestar og 45 lögréttumenn og bændur. Þrátt fyrir það, að vilji ís lendinga var þannig brotinn á bak aftur, þá varð um nokkurt skeið lítil eða engin breyting á stjórnarfari landsins. Alþingi hélt áfram að koma saman um nokkurt árabil og vann flest sín fyrri störf. En smátt og smátt óx kúgunin, þjóðin var svipt fleiri og fleiri réttindum sínum, unz svo fór um síðir, eins og Árna lögmíu^n hafði grunað, að konungurinn notaði sér til fulls réttindi þau, er knúin höfðu verið fram á Kópavogs fundinum honum til handa. Sjómannablaðið Víkingur, 6.-7. blað, 7. árg., er nýkomiið út. Af efni þess má nefna: Sjómannadag- urinn 1945, Vélstjóraréttindi og Vél fræðinám, eftir Þorkel Sigurðusson Gullið, sem flaut á sjónum, Menntun fiskiskipstjóra eftir Guðbjart Ólafsson, Selveiðar frá Nýfundnalandi, Þrír báti eftir Guðmund Pétursson, Vita mál, Hraðfrystihúsin, Á frívaktinni, Kvæði og magrt fleira. Útbreiðið Timann! Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD PáU finnur, að hann neyðist til þess að láta sitja við það, sem orðið er — um sinns sakir. Hann er seinn að hugsa, en forsjáll. Og hann horfir á konu sína — horfir á bera handleggi hennar, bogið bakið, fæturna, sem hún hefir dregið undir sig. En andlitið snýr frá honum — að arninum. Hún situr í hnipri, iðrandi og sundurkramin, og annig mátti hún líka vera. Og nokkur andartök dvelur hugur hans við minninguna um hinn lifandi yl, sem hann fann hjá henni, þegar hann kom heim kvöldin. Og minninguna um það, hvernig hann virti hana fyrir sér, þar sem hún gekk um, hljóðlát og mjúk í hreyfmgum. En hvað bjó bak við þennan þokka? Fals og svik! Hann hefir ekki notið annars en fláttskapar. Og hann skammast sín fyrir að hafa látið leika á sig. Páll skilur ekki,‘ hvernig hún hefir getað drýgt þetta afbrot gegn honum, án þess að hann hefði pata af því. Hvernig hefir hún getað búið yfir þessu, bæði nótt og dag? Hvernig hefir hún getað dulið þetta? Hún hefir sagt þetta við hann — en hitt við annan mann. Hún hefir verið lögleg eiginkona hans — en jafnframt lauslætisdrós.. Hún hefir sem sagt verið tvær konur: kona hans og kona Hákonar. Hvernig hefir hún eiginlega getað drýgt þessa djöfullegu fúlmennsku? Hvers konar mannvera er það, sem þarna situr? Er þetta Margrét, konan hans, sem hann bað sér til handa fyrravor? Hún, sem var feimin og blygðunarsöm jómfrú í fyrra- vor? Og mitt í reiðinni nær undarlegt hvik tökum á honum. í nótt hefir allt'ofii torráðin gáta verið lögð fyrir hann. Það er eins og hann sé nýbúinh að finna á heimili sínu konu, sem hann hefir aldrei séð þar fyrr — sem stigið hefir þangað fæti sínum í fyrsta skipti. Já, hann finnur það óljóst, að hann þekkir ekki Margréti, að hún mun alltaf verða honum ókunn kona. Hann órar fyrir dví, að hún muni ávallt leyna hann innstu hugrenningum sín- umr Og af þessu stafar sá vanmáttur, sem hann verður var við andspænis konu sinni. Skyldi hann alls ekki geta knésett hana? Er hún svo full af djöfullegri slægð? Er honum ógerlegt að hafa hemil á þessari konu? Það getur ekki verið. Páll reynir aS þagga niður rödd efans: Hann skal buga hana. Hann er karlmaður, og hanft er sterkári en hún. Já, honum dettur í hug, að hann hafi ef (ál vill ekki tekið hana þessum réttu tökum hingað til. Hún hefir ekki tileinkað sér hina réttu virðingu fyrir honum, af því að hann hefir verið cf mildur. Hún heldur, að hann sé auðsveipur og meinlaus ná- ungi, sem hægt sé að svíkja, án þess að óttast eftirköstin. Og legar freistingin varð á vegi hennar, aftraði henni enginn beyg- ur við manninn. Þannig er þetta. En hún skal komast að raun um annað. Hún skal öguð með vægðarlausri harðýðgi, þangað til hún fer að bera virðingu fyrir honum og líta upp til hans og finnur, að hún er minni máttar. Já, hann skal innræta henni, hver hann er — að hann er ekki neinn heigull eða heimskingi. Þannig vinnur Páll bug á efanum, og gerir ráð sitt statt: — Þú skalt komast að raun um annað! Hún skal strax fá að vita það. Ég skal lúberja þig, svo að þú verðir fegin að skríða úr þessum gamla djöflaham þínum, þess- um lygabjór þínum, og semja þig að háttum kristinna manna. Þú skalt fá að vinna helmingi meira heldur en þú hefir hingað til gert, og ég skal láta þig vinna öll óþrifalegustu verkin. Því að þú hefir ekki skilið, hve góða ævi þú áttir. í augum annarra verður þú að sýnast jafningi minn, eins og konu minni sæmir en þú skalt vera eins og hver önnur vínnukona. Þú skalt verða að skríða fyrir mér og hlýða mér. Þessa yfirbót skalt þú gera í eitt ár að minnsta kosti. Fyrst þú gazt e£ki metið góða ævi að verðleikum, skalt þú læra að óttast illa ævi. Smávægilegasta ó- hlýðni — og ég húðstrýki þig. Nú veiztu það — nú hefirðu heyrt það með báðum eyrum. Það ætti líklega að duga. Og nú hefir Páll ógnað konunni svo mikið með refsingunni, að honum finnst helzt, að hann hafi þegar framkvæmt sumt af hót ununum. Hann ætlar að treyna sér hefndina, þá verður hún áhrifameiri. Margrét hvílir í hnipri fyrir framan arininn og hlustar á. En henni finnst það ekki vera maðurinn, sem hún hlustar á. Ef til vil heyrir hún eitthvað annað en heiftarorð hans. Já, ennþá heyrir hún óp, sem kvað hér við í nótt. Það var undarlegt óp, hún hefir aldrei heyrt slíkt óp. Var það hún, sem rak upp þetta cp? Og það gerðist, tægar þeir lyftu upp byssunum? Hákon .... Margrét hefði aldrei trúað því, að hún gæti rekið upp svona óp Það kom upp úr djúpum sálar hennar — sál Margrétar bifast enn. Þess vegna hlustar konan varla á manninn, sem ákveður refs ingu hennar. Mjög furðulegt — en hún hræðist hann ekki leng ur. Hún er ekki agnarvitund skelkuð. Því að hún hefir komizt að raun um, að hann er sjálfur hræddari og úrræðalausari en hún. Páll er líka háður ætt sinni og viðkvæmri umhyggju fyrir skoðunum annarra. Á þessari stundu ætlar hann að berja hana, unz blóðið lagar úr henni, berja hana, þar til hún er nær dauða en lífi. En hann þorir það ekki, hann óttast um svo margt. Hún æpti — hann varð skelkaður, hann skimaði allt ‘ í kringum sig hann lækkaði róminn. Hann þorir ekki að gefa sig reiði sinni á vald — hann lætur sér nægja að ógna og endurtaka ógnanirnar. Og það mun áreiðanlega líða langur tími, unz hann verður orð inn nógu hugrakkur. Ef þau væru tvö alein í stórum skógi, þá gæti ef til vill .... ' Hann hefir sagt: Hann ætlar að þyrma henni og hafa hana sér fyrir koný áfram. En hann gerir það ekki af því, að hann beri til hennar hlýjar tilfinningar, heldur aðeins vegna þess, að hann þorir ekki annað. Hann þyrmir henni af illri nauðsyn, og þessi vægð, sem ekki er af frjálsum vilja, gremst honum stór lega. Og þess vegna segir hann, að hún skuli verða henni dýr keypt. Hann ætlar að láta hana greiða daggjöld að minnsta kosti eitt ár fram í tímann. Ef til vill verður honum aldrei fullgoldið að hann þyrmdi henni. Hann krefst síns gjalds fyrir það, hvað hann neyðist til að vera mildur. Og Páll mun á hverjum degi koma fram nokkru af hefnd sinni, hann mun hefja skuldina smátt og smátt. Hún fær að borga af henni með því að vera fyrirlitin vinnukona hjá honum Og hefnd hans er sannarlega ægileg, hún er þyngri en nokkur ANNA ERSLEV: Fangi konungfsins (Saga írá dögum Loðvíks XI. Frakkakonimgs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. \ hrópa ekki aðeins einu sinni heldur þrisvar það nafn, sem hann hefir bannað mönnum að nefna.“ „Perronne!“ glopraði gullsmiðurinn út úr sér. „Þarna! Nú er auðséð að þér vitið fullvel, hvað ég á við. Fuglinn hefir tekið út sína hegningu- Nú er röðin komin að eiganda hans, sem hefir hðið honum þessa osvífni. Meistaiá Húbertus á að fylgja okkur til fangels- isins.“ * „Það er ómögulegt að konungurinn —“, mótmælti vesalings gullsmiðurinn, en fyrirliðinn tók fram í fyrir honum: „Konungurinn refsar ekki aðeins fyrir þetta. Þér hafið lengi verið grunaður um leynimakk við fjand- menn konungsins. Þér hafið selt hertoganum af Búrgund gullkeðju og þér eigið bróður, sem býr í höfuðborg her- togans, Dijon.“- „Gullkeðjuna seldi ég, rétt er nú það,“ svaraði meist- ari Hubertus. „En shkt getur ekki verið neinn stjórn- málalegur glæpur. Hvað bróður minn áhrærir, þá hitti ég hann nú sjaldan og-----“ „Nú er nóg komið. Hér gagna engar afsakanir. Kveðjið pér fjölskyldu yðar og komið með okkur th hallarinnar. >að á að láta yður í eitt af járnbúrum konungsins Loðvík konungur lét sér ekki nægja að svala illsku sinni með því að loka fanga sína' inni í venjulegum tangelsum — hann lét setja þá í stór járnbúr, þar sem peir gátu hvorki staðið uppréttir eða hreyft sig hið allra minnsta. Það var því enginn furða, þótt yfirlýsing her- mannsins vekti ótta í hinni friðsömu fjölskyldu. Börn- in föðmuðu föður sinn grátandi. En Georg, sem hafði eitt andartak orðið sem steini lostinn af skelfingu, hróp- aði til fyrirliðans: „Á að refsa meistara Húbertusi fyrir yfirsjónir annarra? Það var ég, sem fann páfagaukinn og kom með hann hingað, það var ég, sem taldi hús- bóndann á það, að selja hertoganum keðjuna, ég færði hana bróður hans í Dijon. Öh þessi ógæfa er mér að kenna og því ætti ég og enginn annar að hljóta refsingu. Herra fyrirliði, látið húsbóndann lausan og takið mig í staðinn. Ég mun afplána hegninguna með jafnaðargeði, því að ég hefi unnið til hennar.“ Gullsmiðurinn hlustaði fullur undrunar á sjálfsásök- un unga mannsins, og hrópaði höstuglega: „Nei, nei, fyrirliði! Trúið honum ekki. Þetta er allt lygi, sem hann s,egir, að því undanteknu, að það var hann, sem fann fughnn, hálfdauðan. Ætti ég að láta kasta honum í fangelsi í minn stað fyrir það góðverk! Aldrei!“ ,Enginn mun sakna mín,“ greip Georg fram í. ,‘Þér hafið aftur á móti fyrir börnum að sjá. Nei, það er ég, sem á að fara í fangelsið! Sökin er mín, því að það var ég, sem kom með fuglinn hingað, vesalinginn þann arna.“ „Ekkert þvaður!“ öskraði fyrirliðinn. „Það kemur ekk- ert málinu við, hvor ykkar er sekur. Ég hefi fyrirskipun um að taka gullsmiðinn fastan og láta hann í eitt járn- búrið. Það hefir enginn minnst á strákhvolpinn. Þér skuluð ekki fáera slíka fórn að óþörfu!“ En Georg kastaði sér kné fyrir framan fyrirliðann og hrópaði: „Strangi herra! Ég grátbæni yður ennþá einu sinni um að taka mig í hans stað! Ég er ungur og þoli betur fangelsisvistina og pyntingarnar. Meistari Hú- bertus er velgérðarmaður minn, faðir minn! Látið hann lausan og takið mig í stað hans!“ „Nú er nóg komið af þessu væli,“ hrópaði hinn snúð- ugt og ýtti unga manninum til hliðar. „Gerið skyldu ykkar, hermenn!“ í einu vetfangi var gullsmiðurinn umkringdur og færður burt, en um leið og hann fór út um dyrnar, hróp- aði hann: „Georg, ég treysti þér til að vaka yfir börn- unum mínum!“ II. 4 LÖGÐ Á RÁÐIN. Átta dagar liðu, þrungnir angist og kvíða. Allir vinir •meistara Húbertusar, — og þeir voru ekki fáir talsins, því að allir höfðu mætur á guhsmiðnum góða, sem hon- um kynntust — höfðu sent ■ bænaskjal til konungsins, en hinn miskunnarlausi landsdrottinn hafði kastað því í eldinn án þess að lesa það. ísabella og Adolf önnuðust hin daglegu heimilisstörf, þögul og sorgmædd, og döpur í bragði safnaðist fjöl- skyldan saman á kvöldin að vinnu lokinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.