Tíminn - 17.08.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1945, Blaðsíða 6
/ 6 TÍMBViy, föstnclagmn 17. ágúst 1945 61. balð SEXTUGUR: Þorsteinn M. Jónsson skolastjjóri á Akureyri * Einu ári eftir síðustu aldamót var Jón bóndi á Útnyrðings- stöðum á leið heim úr brúðkaupi frænda síns, en það var haldið á Reyðarfirði. í fylgd með hon- um var sonur hans á 17. ári. Bóndi var glaður og reifur, og léttur í máli við son sinn. Talið barst að framtíðarmöguleikum unga mannsiní. „Hvort viltu nú, Stgini minn, að ég geymi þér Úmyrðingsstaðina eða að ég selji þá, svo að ég geti kostað þig í skóla.“ Ungi maðurinn lét í ljós ósk sína um það, að læra og verða stúdent. Þá opnaði faðir hans hug sinn og lýsti hugsjói'.um bóndans, lotningu sinni fyrir verkefnum hans og metnaði sínum fyrir hönd stétt- ar sinnar. „Enginn er í.rauninni eins frjáls og óháður og bónd- inn, enginn jafnlítið undir aðra gefinn og hann.SÍ Þorsteinn varð aldrei prestur, eins og hugur hans mun helzt hafa staðið til. Hann gekk í Gagnfrgeðaskólann á Akureyri og tók síðan að starfa sem’ barnakennari. Kennaraprófi: lauk hann 1909. Sennilega hefði i Þorsteinn orðið prestur í ram- i þjóðlegum stíl, ef ég má svo að t orði komast, góður kennimáður, unglingafræðari, lærdómsmað- ur og rausnarbóndi. Prestskap- arhugsjón æskuáranna hefir mótað lífsferil Þorsteins meira en flest annað, þvi að starf hans hefir að miklu leyti farið í sama farveginn og sú hugsjón benti. En jafnframt því hefir hann erft virðingu föður síns fyrir starfi bóndans. Næstum þrjá áratugi hefir Þorsteinn stundað búskap, fyrst austur í Borgar- firði og síðar í Syðri-Skjaldar- vík í EJyjafirði og Svalbarði á Svalbarðsströnd. Auk landbún- aðarins hefir Þorsteinn haft á- huga á öðrum sviðujn athafna- lífsins, og í allmörg ár átti hann sæti í stjórn sildarverksmiðja ríkisins. Kennslustörf stundaði Þor- steinn fyrst við barnaskóla á Akureyri, feeyðisfirði og Borgar- firði eystra og á Akureyri í annað sinn. Síðan 1935 hefir hann ver- ið skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri. Kennslustarf og skólastjórn lætur Þorsteini vel. Hann skilur vel áhugamál og skaplyndi ungs fólks, og metur mikils fróðleiksfýsn og náms- áhuga. — Bókaútgáfu hefir Þorsteinn haft með höndum i állmörg ár og er fyrir löngu í fremstu röð bókaútgefenda. Þorsteinn mun líta á bókaútgáfu sem menning- arstarf, sem inna skuli af hendi skammlaust og án allrar for- dildar. Fátt mun honum hug- stæðara en íslenzk þjóðfræði Þjóðfræðasafnið „Grímu“ hefir hann gefið út síðan 1936 og er ritstjóri þess, ásamt Jónasi Rafnar yfirlækni. Bókasafnari er Þorsteinn mikill. Mun safn hans vera orðið með stærstu einkabókasöfnum á landinu og frágangur þess allur hinn prýði legasti. Eru það þó nær ein- göngu íslenzkar bækur. Sjálfur er Þorsteinn bókfróður og sögu- fróður mjög og hefir vakandi áhuga á bókmenntum. Hefir hann skrásett mikið af sögum og sögnum og safnað handrit- um. • Ungur að árum varð Þorsteipn alþingismaður Norðmýlinga, og átti sæti í nefnd þeirri, er samdi 25 ára starfsafmæli Sigurbjörg ísaksdóttir, ljós- móðir átti «25 ára starfsafmæli 25. júlí s. 1. Þann dag sóttu hana heim allar konur í Kelduhverfi, er þjónustu hennar hafa*notið, færðu henni gjafir og fluttu henni þakkir fyrir vel unnið starf og heillaríkt. Sigurbjörg hefir gengt ljósmóðurstörfum í Kelduhverfi síðastl. aldarfjórð- ung. Hún er .þegar orðin Ijós- móðir heillar kynslóðar. Sigur- björg verður fimmtug 29. okt. n. k. og er því enn sem á miðjum starfsaldri. Hún á væntanlega eftir að greiða annari kynslóð til fyrstu sporin. 25. júlí 1945. B. H. Sumbund ísl. sumvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Sigurbjörg fsaksdóttir. Þorsteinn M. Jónsson við' Dani 1918 um fullveldi ís- lands. Á seinni árum hefir Þor- steinn mirihi þátt tekið i stjórn- málum, en á sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Mörg trúnaðarstörf hefir Þorsteinn innt af hendi fyrir hreppa, sýslu eða bæ, þar sem hann hefir átt heima. Hann er t. d. sáttasemjari í yinnudeil- um. — Ungmennafélögin og góðtemplarareglan hafa notið starfskrafta hans í ríkum mæli. Hann var einn af stofnendum fyrsta ungmennafélags landsins og stofnandi fyrsta ungmenna- félags á Austurlandi. Kona Þorsteins er Sigu&jóna Jakobsdóttir, leikkona, Hafa þau eignazt mörg börn, sem nú eru öll uppkomin. Heimili þeirra hjóna er í þjóðbraut. Þajj hjón eru gestrisin og alúðleg heim að sækja. Vonandi á Þorsteinn M. Jóns- son eftir að inna mikið starf af. höndum. Ameríkumaðurinn segir, að ævin byrji um fimm- tugt. En eitt frægt skáld sagði mér einu sinni, að eftir sextugt væri bezti starfstími mannsæv- innar. Þorsteinn M. Jónsson hef- ir ekki farið varhluta af van- heilsu, en kjarkur, þrek og lífs- fjör er óbilandi, og því þykir mér líklegt, að ummæli skálds- ins eigi eftir að rætast á honum. Margir vinir og frændur munu senda honum og heimili hans heillakveðjur á sextugsafmæl- inu, hinn 20. þT m. Jakob Jónsson. DAXARMIXXEVG: Guðrún Hannesdóttir frá Undirfelli í Vatnsdal Hann varð hér þungur í skauti hinn 20. júlí s. 1. Þá fór dauðinn snúðugt hér um með ljá sinn, sá hinn mikli sviptir mannlegs lífs, sem engum tjóar við að deila. Og hann sló nú fulla brýn- una fannst okkur. En fyrir honum varð að þessu sinni fjórtán ára gömul mær, Guðrún Hannesdóttir og Hólm- fríðar á Undirfelli. Banameinið var lífhimnubólga eftir botn- langaskurð. Það var næsta erfitt að átta sig á þessu, að unga stúlkan, sem var gædd svo miklu af líf- inu sjálfu, orku þess og leikandi fjöri, væri nú allt í einu lífvana. Guðrún sál. var um margt ó- venjulegt ungmenni: þroska- mikil og fríð sýnum, prýðilega greind og jafnvíg á allt nám. Hrifnæm var hún og ljóðelsk, kunni óvenjumargt kvæða og næm á kosti þeirra. Hún las svo að segja allt, sem til náðist. Margar íslendingasögurnar hafði hún lesið, sumar oftar en einu sinni. Hún lifði, ef svo mætti segja, og fann til með persónum sögunnar, vóg þær og mældi eftir skapgerð sinni. Og væru bær henni að skapi, var sá ekki með Öllu umkomulaus eða „ber að baki“, sem átti hana að málsvara. Guðrún sál. var hreinskilin og djarfmælt, og hver sem kynnt- ist henni, hlaut að verða var mannkostanna. Nú er hún horfin af sjónar- sviðinu. Öll söknum við henn- ar og ástvinir hennar — foreldr- ar og systkini, eiga hér eftir mik- ið að mæla. En er það ekki huggun „harmi gegn“, að fórn- in til hans, sem gefur og tekur, sé stór? Kr. Sig. Sannteikurinin mun gera ybur frjálsa (Framhald af 3. síðu) j nái að magnast svo, að hún bæli niður sjálfstæða hugsun fjölda manna. Einlægt eykst það fé, sem lagt er til skóla í landi voru, og ein- lægt fjölgar þeim ungu mönn- um og konum, er ganga í skól- ana. En er sl^ólunum nægilega ljóst aðalhlutverk sitt? Og verða þeir til þess að auka hið andlega frelsi einstklinganna eða til þess gagnstæða? Ef.skólarnir skilja ekki aðalhlutverk sitt og ef þeir stuðla ekki að því, að nemendur þeirra magni það í sér, sem er aðalsmerki mann- anna fram yfir dýrin, þá er því fé á glæ kastað, sem varið er til þeirra. En vonandi skilja skól- arnir hlutverk sitt. Ég get ímyndað mér, að sumir álíti, að skólarnir muni magna múghugsunina, þar sem þeir kenna öllum hinar sömu náms- greinar. En viðfangsefni skól- anna og námsgreinar þeirra eiga að vera til þess að gefa öll- um mönnum sömu möguleika til þroskunar og gera þá hæfa til þess að verða sjálfstætt hugs- andi menn. Eins og leikfimi og sund styrkir líkama þeirra, er það iðka, en gerir þá samt ekki líkari hvern öðrum, þá eru hin- ar bóklegu námsgreinar nokk- urs konar andleg leikfimi, er þjálfar hugsun manna, og eiga að vera til þess að gera menn hæfari til þess að hugsa sjálf- stætt, hæfari til þess að ganga sannleikanum á hönd, hæfari til þess að verða andlega frjáls- ir, hæfari til þes að forðast múg- hugsunina og múgæsingarnar. Að hvað miklu leyti skólunum tekst þetta læt *ég ósagt, en þeim tekst það sjálfsagt mis- jafnlega, en þetta þarf að verða og á að vera höfuðhlutverk þeirra, eða að minnsta kosti er það svo frá minuní sjónarhóli séð. Kæru gagnf ræðingar! Vegir ykkar og okkar kennara ykkar skiljast nú. Við kennararnir sitjum eftir við sömu störf og áður, en þið leitið inn á nýjar leiðir og farið að fást við ný við- fangsefni og setjið ykkur ný takmörk til þess að stefna að. Við, kennarar ykkar, væntum hins- bezta af ykkur. Væntum þess, að þið verðið dugandi menn og konur, og við þykjumst hafa nokkra ástæðu til þess að vænta að svo verði. Og um leið og ég kveð ykkur og óska ykkur alls velfarnaðar í framtíð, þá bið ég þess fyrst og fremst, að þið verðið frjáls alla ykkar ævi. Ég bið ykkur til handa ekki ein- göngu, að þið lifið í frjáísu þjóð- félagi, er búi til frjálslynd lög, heldur að þið verðið fyrst og fremst andlega frjáls og þið jafnan reynið að leita hins rétta og sanna; að þið verðið sann- leikans þjónar. En til þess að þetta vérði, þá verðið þið að treysta ykkur ájálfum, magna dómgreind ykkar og hugsa sjálf- stætt. „Að heilsast og kyeðjast, það er lífsins saga“, sagði skáldið og vitmaðurinn Páll Árdal. Þetta er hin gamla og nýja saga. Þetta er eitt af lögmálum lífsins, er við verðum að hlýta. Ég kveð ykkur, ungu gagn- fræðingar, með þeirri ósk, að sannleikurinn megi gera ykkur frjálsa. Kveðja til SVEINS HANISJESSONAR / i frá Elivogum. „Motto“:. „ Váhúm felur vininn minn, . vann það Hel — í togum. Parðu vel, í síðsta 'sinn, Sveinri frá Elivogum. ■ « Mæti drengur, fallinn frjáls, — fást þar engar bætur. Klökk, við strengi stuðlamáls, stakan lengi grætur. s Eldmóðskyngi í orðum barst, — ófst þig kringum Ijómi. Á skáldaþingum skærstur varst Skagfirðinga sómi. Fyr og síðar móðurmál, meitlaðir víða, lengi. Áttir blíðu innst' í 'sál, — engilþýða stre^igi. Vinur söngs! Af hatursher hafðir ströngust kynni. Kjörin þröngu í heimi hér háðu göngu þinni. * Óður þrunginn að þér reið oft, — frá þungu sinni. Andsvarsstungan eitursveið' undan turigu þinni. 0 Brags við sálma baðst þér hljóös i—■ blikskær málmur sannar—. Bitrar skálmar brýndir Ijóðs, Bólu-Hjálmar annar. Ortir hárt og eftir vild. Óðs á bjartri línu lengi sk^rtar leiknhog snilld, — lýsir hjarta þínu. Eftir él um æviskáið óðs við dvelur loga. Ber þig Hel, á hinztu leið, heim — til Elivoga. ' Myrkri þakinn minni sýn, — moldu rakað yfir. Mætust vákir minning þín meðan ’ stakan lifir. S. Stefánsson (Skagfirðingur). Skíéíxa.verksBffiídjan Eðunn framleiðir SÚTUÐ SKIAj\ OG LEÐUR eimfremur íDína iamlskoEiimi, . \ '. naaarskó Kaupmen Kaupfélög Getum útvegað flestar erlendar vörur. Söluumboð fyrri verksmiðjuna Magna h.f., sem v framleiðir flestar sportvörur. Leitið upplýsinga' hjá oss áður en þér festið kaup annars staðar. Uinboðs* og’ lieildverzlun, Þinglioltsstræti 23 Sími 1707. Reykjavik. Jóh. Karlsson & Co. Bófusetninga-, sprautur w-) sem stilla má, ' sérstaklega vandaðar kr. 15,00 hólnálar, ryðfríar — 1,00 varagler — 2,50 Sendum um land allt. Seyðisfjjsrðar Apótek. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Rafliði Raldvinssoii Sími 1456. — Hverfisg. 123. Vlnnið ötullega tgrir Tímann. Mjólkursamsalan tilkynnir Skrifstofur vorar eru fluttar í Mjólkurstöðv- arbygginguna, nr. 162 við Laugaveg. Stúlku vantar í borðstofu starfsfólks á Kleppi. — Upp- lýsingar hjá ráðskonunni. Sími 3099 eða í skrifstofu riliisspitalanna, sími 1765. ORÐSEADIIVG TII, KAUPENDA TÍMAAS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. \ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.