Tíminn - 28.08.1945, Qupperneq 1
RIT3TJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN88ON.
ÚTOEPPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Slmar 2363 0« 4373.
PRENTSMHWAN EDDA hX.
RITSTJÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9A.
Símar 2353 0« 4373.
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Síml 2323.
29. árg.
Kevkjavík, þriðjudag'inn 28. ágúst 1945
Eiga togarafálögin ekki að nota
skatthlunnindaféð til skipakaupa?
Ríkisstjórnin ákveður að taka 60 millj. króna
ríkislán til þess að kaupa togara. •
64. blað
Landbúnaðarráðh. hefir notað rangfeng-
ið vald sitt til að skipa búnaðarráðið
Síðastl. fimmtudag gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög, sem
heimila henni að taka allt að því 60 milj. kr. lán, sem verði varið
til þess að smiða erlendis 30 togara. Lög þessi rökstuddi stjórnin
með því, að hún hefði útvegað sér tilboð frá fimm brezkum skipa-
smíðastöðvum um smiði 30 togara og áliti hún nauðsynlegt að
ganga strax frá samningum við þær. Stjórnin upplýsti þó jafn-
framt, að samningarnir tryggðu ekki, að öll þessi skip fengjust,
þar sem enn hefði ekki fengizt byggingarleyfi brezkra stjórnar-
valda, nema fyrir 6 togurum. Fáist þetta leyfi fyrir öllum skip-
unum, eiga þau að vera tilbúin fyrir mitt ár 1947. Stærð þeirra
verður frá 140—170 fet og verð þeirra stærstu frá 1.8—1.9 milj. kr.
Um það mun ekki verða deilt,
að nauðsynlegt er að endurnýja
togaraflotann. Hins vegar er það
meira en vafasamt að ætla að
gera það nær eingöngu á tveim-
ur fyrstu árunum eftir striðið
meðan skipaverðið er hæst og
framfarir þær, er munu verða á
því sviði, eru ekki komnar í
framkvæmd, nema að litlu leyti.
Fer ekki hjá því, að endurnýjun
togaraflotans undir þeim kring-
umstæðum hlýtur að fylgja
mjög veruleg áhætta, sem ríkið
eitt er látið taka á sig með
þeirri tilhögun, sem hér er höfð.
Það kann að vera rétt, þótt ekki
sé það trúlegt, að þess hafi verið
krafizt, að rikið væri samnings-
aðilinn af hálfu fslendinga, en
þótt svo hafi verið, þurfti ríkið
engan veginn að taka eitt á sig
áhættuna, sem þessu var sam-
fara. Áður er ríkið gekk frá
samningunum átti það að vera
búið að gera ítrustu ráðstafanir
til að tryggja sér kaupendur að
skipunum hér innanlands. Slíkt
var ekki síður nauðsynlegt en að
leita tilboða erlendis. En þetta
virðist alveg hafa verið vanrækt
og ríkisstjómin lætur ríkið taka
á sig ábyrgðina við skipakaupin,
án nokkurrar tryggingar fyrir
því að geta selt þau aftur.
Þessi vanræksla ríkisstjórnar-
innar verður enn óafsakanlegri
þegar þess er gætt, að á undan-
förnum árum hafa togarafélög-
in notið stórfelldra skatthlunn-
inda til að safna nýbyggingar-
•og varasjóðum. Það var lág-
markskrafa, að ríkisstjórnin
tryggði, að félögin notuðu þetta
fé til umræddra skipakaupa og
upphæð lánsins, sem ríkinu er
ætlað að taka, yrði lækkuð að
sama skapi.
Með því fyrirkomulagi, sem
hér er haft, virðast stórgróða-
félögin alveg losuð undan þeirri
skyldu að nota sjóði sína strax
til skipakaupa, heldur geta þau
látið þá ónotaða eins lengi og
þau lystir. Tækist illa með fyrstu
skipakaupin, sleppa þau við alla
áhættu og ábyrgð, en tjónið
lendir á ríkinu einu.
Þessi óheilbrigða tilhögun
skipakaupanna þarf þó ekki að
undra neinn, þegar litið er á
samsetningu ríkisstjórnarinnar.
Þar ráða kommúnistar og Kveld-
(Framhald á 8. tiOu)
___________________________________________~í---------
Sýnishorn VIII.
Barátta Úlafs Thors
gegn dýrtíðinni
Hver treystlr slíknm mannl?
Sjálfstæðisflokkurinn taldi verndun krónunnar vinsælt
mál fyrir síðustu kosningar. Morgunbl. sagði 6. okt. 1942:
„Dýrtíðin innanlands setur íslenzku krónuna í hættu. Eitt
megin áhugamál og stærsta verkefni er því nú að slá skjald-
borg um íslenzku krónuna og stöðva þau öfl, sem setja hana
í hættu. Við verðum að koma í veg fyrir það, AÐ KOMMÚN-
ISTAR FELLI ÍSLENZKU KRÓNUNA MEÐ ÁBYRGÐAR-
LAUSUM ÁRÓÐRI.“
Nú hjálpast Sjálfstæðismenn og kommúnistar til að verð-
fella krónuna í góðri samvinnu. Forustan fyrir verðfelling-
unni er hjá Ólafi Thors, sem sagði 19. des. 1942:
„Sjálfstæðisflokkurinn heíir frá öndverðu skilið böl vaxandi
dýrtíðar. Hann hefir séð og sagt fyrir hvert stefndi, ef ekki
yrði aðhafzt".
Og þessi var „stefnan“ 26. marz 1943 að dómi Morgunbl,:
„Þungamiðja dýrtíðarinnar er þetta tvennt: Annars vegar
kaupgjaldið, hins vegar verðíag innlendra afurða. Hér þarf að
koma á samræming, finna rétt hlutfall milli kaupgjalds og
afurðaverðs. Þetta er fyrsta skrefið. Svo er að þoka dýrtíðinni
niður með sameiginlegu átakl“.
Hér var ekki um að villast hvað gera bæri. Og „hlutfallið“
fannst. En þá var „kollsteypan“ tekin fram yfir skynsam-
samlega leið. Ólafur hnekkir þessu öllu í ræðu 6. des. 1044,
þar sem hann segir:
„Það er engin sanngirni að ráðast á þá lægst launuðu og
heimta, að þeir lækki kaup og kjör sfn, meðan aðalframleiðsia
þjóðarinnar ber sig sæmilega, og áður en hin nýja tækni hefir
tekið til starfa og reynslan hefir fellt um það sinn dóm, hvort
með henni verði ekki auðið að halda uppi óbreyttu kaupi,
ENDA ÞÓTT VERÐLAG FRAMLEIÐSLUNNAR FALLI. Krafan
um kauplækkun er fyrir það bæði ósanngjörn og óskynsam-
leg“.
Hér er Ólafur orðinn fullkomin málpipa kommúnista.
ATTLEE FORSÆTISRÁÐHERRA
Mynd þessi er af Clemcnt Attlee, hinum nýja forsætisráðherra Breta. Attlce
er kominn af efnuðu fólki. Hann fylgdi íhaldsflokknum að málum á skóla-
árum sínum, en síðar komst hann í kynni við ýmsa sósíalista og gekk í Verka-
mannaflokkinn. Hann settist þá að í einu af fátækrahverfum Lundúna og
vann þar mikið starf í þágu verkamanna þar. Hann gerðist sjálfboðaliði,
þgar fyrri heimsstyrjöldin hófst, 'og þótti hugrakkur hermaður. Hafði hann
hlotið majórstign, er stríðinu lauk. Nokkru síðar var hann kosinn á þing'
fvrir Verkamannaflokkinn og gegndi ráðherrastörfum í ráðuneyti Mac Donalds
1924 og 1929—31. Hann snerist gegn Mac Donald, þegar hann myndaði þjóð-
stjórnina 1931 og 1935 var hann kjörinn formaður þingflokks Verkamanna-
flokksins. Var þá talið, að hann ætti þá tign að þakka ágreinipgi þeirra
Morrisons og Greenwoods, er börðust um hana og þóttu þó báðir betur til for-
ustu fallnir. En Attlee hefir stöðugt unnið sér aukið fylgi og þeim röddum
hefir stöðugt fækkað innan Verkamannaflokksins, sem hafa krafizt að skipta
um forustu. Attlee er sérstaklega viðurkenndur fyrir hreinskilni sína, sam-
vizkusemi og lægni í samningum. Meðal andstæðinga sinna nýtur hann líka
mikils trausts og munu íhaldsmenn sennilega ekki treysta Öðrum foringja
Verkamannaflokksins fremur en honum til þess að rasa ekki um ráð fram.
Attlee er nú 62 ára gamali.
Merkilegur fornleifafund
ur á Hrunamannaafrétti
Grafuar upp rústlr, sem eru eugu ómerkari
en rústirnar að Stöiijí í Þjórsárdal
í jarffabók Árna Magnússonar og Páis Vídalíns er getiff margra
eyffibýla á Hrunamannafrétti, og munnmæli eru til um mikla
hyggff á þessum slóffum, er til forna hafi náð allt inn undir Keri-
ingarfjöll. Enn eru kunnar með nöfnum sumar rústir þessara
fornu bæja. Fram aff þessu hafa þó engar rannsóknir fariff fram
á þessum rústum. En nú síðastliffna viku vann flokkur manna
undir forustu Kristjáns Eldjárns magisters aff uppgreftri rústa
aff Þórarinsstöffum þarna á afréttinni. Voru samstarfsmenn hans
dr. Jón Jóhannesson dósent, Magnús G. Jónsson menntaskóla-
kennari og Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. , auk þess sem dr.
Sigurffur Þórarinsson jarfffræffingur brá sér einnig þangaff upp
eftir.
Blaðið hefir haft tal af dr.
Jóni Jóhannessyni, og sagðist
honum svo frá starfi þeirra fé-
laga og árangrinum af því:
— Við unnum heila viku að
upþgreftri að Þórarinsstöðum,
en þangað er fimm klukku-
stunda lestagangur frá Tungu-
felli, sem nú er efsti bær í
Hrunamannahreppi. Hefir bær-
inn staðið í wug á. Stangará,
beint suður af Bláielli, og er
þaðan fögur útsýn og fjallahring
urinn svipmikill. Árangurinn af
starfi okkar varð næsta merki-
legur, því að þarna grófum við
upp rústir, litlu eða engu ómerk-
ari en þær, sem grafnar voru
upp að Stöng i Þjórsárdal sum-
árið^l939. Húsarústir þær, sem
við fundum, voru rústir að skála,
stofu, búri, fjósi, hlöðu, hesthúsi
og fjárhúsum. Hafa þetta á sín-
um tíma verið hin vönduðustu
mannvirki. Voru í skála svefn-
bálkar meðfram báðum lang-
veggjum og eldstæði á miðju
gólfi, eins og títt var til forna.
í búri höfðu verið niðurgrafnir
tveir sáir, líkt og var í Stöng,
annar mjög stór. Fjósið var tví-
sett og tók tólf nautgripi. Var
flórinn hellulagður út úr dyrum
og hellur reistar upp á rönd milli
básanna. Út frá fjósinu hefir
annars vegar verið heyhlaða, að
okkur virtist, fremur en hey-
garður. Er hér um merkilegt
(Framhald á 8. siOu)
Bændur verða að veita
búnaðarráði sem öfiugast
aðhald með því að efla
stéttarsamtökin
Landbúnaðarráðherra hefir nú birt nöfn þeirra manna, sem
hann hefir skipaff í búnaðarráff. í greinargerð ráffherrans fyrir
bráffabirgffalögunum, er áherzla lögff á þá blekkingú, aff völdin séu
lögff í hendur bænda, þótt raunverulega séu þau öll af þeim tek-
in og lögff f hendur ráffherrans. Svipaffri blekklngu er beitt viff
skipun rácfcins, því aff innan um eru þar nokkrir menn, sem
hægt er aff bera traust tii, en meirihlutinn er bersýnilega valinn
þannig, aff stjórnin geti treyst honum sem verkfæri. Enn er þó
ekki fullreynt, hvort stjórninni tekst þaff, því aff öflug samtök
bændanna ætti aff geta skapaff þýffingarmikiff aðhald.
„Kóngsfulltrúarnir“
aftnrgengnir.
Áður en rætt verður um skip-
un sjálfs ráðsins, þykir rétt að
vekja athygli á því, er hér skipt-
ir meginmáli, sem er það, að
bændastéttinni er sýnt ofbeldi
og hún forsmáð með þessum
aðgerðum. Þetta er hliðstætt
þvi, þegar konungsvaldið setti
menn til að sitja á Alþingi, sem
það ákvað að skyldu vera full-
trúar þjóðarinnar. Búnaðarfé-
lagið og Búnaðarþingið er helzti
og virðulegasti -félagsskapur
elztu og þrozkuðustu stéttar
þessa þjóðfélags. Það er full-
trúasamkoma bænda, hliðstætt
Alþingi sem fulltrúasamkomu
þjóðarinnar. Ofbeldið gagnvart
bændastéttinni er á vissan hátt
hinir konungkjörnu menn aft-
urgengnir og hliðstæða þess, að
ríkisstjórnin tæki upp á þvi að
velja 52 þingmenn, sem skyldu
vera fulltrúar þjóðarinnar og
ráða málefnum hennar í stað
Alþingis. Með því hefði hún
skipað * fulltrúasamkomu fyrir
allar stéttir, sem hún hefir nú
gert í mesta hagsmunamáli
bændastéttarinnar einnar.
Skipun ráðsins.
Landbúnaðarráðherra hefir
skipað búnaðarráð þannig, að
þar eiga sæti 19 sjálfstæðismenn,
þrír kommúnistar og þrír Fram-
sóknarmenn. Enginn Framsókn-
armannanna er bóndi og sýnir
það bezt, hversu óhlutdrægur
og heiðarlegur ráðherrann er,
eða hitt þó heldur, að hann
skuli engan tilnefna úr þeim
flokki, sem er lang .fjölmenn-
astur meðal bændastéttarinnar.
Yfirgnæfandi meirihluti bænda-
stéttarinnar er þannig hundsað-
ur bersýnilega vegna þess, að
hann fylgir ekki ráðherranum í
stjórnmálum. Ráðherrann er
hér bæði að fylgja fordæmi frá
einræðisríkjunum út í ystu æsar
og eins mun þetta eiga að vera
herbragð til að torvelda einingu
bændastéttarinnar um stéttar-
málin með því að skipta henni
þar í pólitíska flokka. En bænd-
ur munu áreiðanlega sjá við því,
og láta þetta herbragð fullkom-
lega misheppnast.
Um nokkra af þeim Sjálfstæð-
ismönnum, sem valdir hafa verið
í ráðið, er ekki nema gott að
segja. Því má vafalaust treysta,
að þeir munu gera sitt bezta
til að gæta hagsmuna bænda
þar. Meirihluti þeirra hefir hins
vegar reynst veikur fyrir hingað
til, þegar flokksforusta Sjálf-
stæðisflokksins hefir verið ann-
ars vegar og er bersýnilegt, að
landbúnaðarráðherrann treystir
þvi, að svo muni enn reynast.
En það er þó enn ekki fullreynt
í þessu máli, enda mun það geta
farið talsvert eftir því aðhaldi,
sem bændastéttin veitir þeim.
Það, sem mesta furðu vekur
þó í sambandi við skipun ráðsins,
er tilnefning kommúnistanna
þriggja, en erfitt mun að finna
öllu fleiri kommúnista í bænda-
stéttinni. — Sú skipun hlýtur
til dæmis að vekja athygli að
skipa Skúla á Ljótunnarstöðum
fulltrúa fyrir Strandasýslu og
Gunnar í Grænumýrartungu
sem varamann hans! Skipun
kommúnistanna í búnaðarráðið
er ein bezta sönnun þess, hvort
ráðherrann hefir tilnefnt menn
í það til að tryggja bændahags-
munum þar meirihluta, og
hversu mikið tillit hann tekur
til vilja bændastéttarinnar.
Ráðherrann virðist líka hafa
ýms önnur sérkennileg sjónar
mið, þegar hann skipaði búnað-
arráðið. T. t. um það bil helm-
ingur af hinum ,,konungkjörnu“
vilja ekki verzla við kaupfélögin
og eru þeim óvinveittir ,og virð-
ist það vera sérstakur kostur í
augum landbúnaðai’ráðherra.
Eru þetta þó fremur vandfundn-
ir menn. því að yfir 80 a'f 100 ís-
(Framhald á 8. síðu)
| Mótraæli Vestur-1
j ísfirðinga |
Á fulltrúafundi búnaðar- !
félaganna í Vestur-fsa- f
fjarðarsýslú, sem haldinn f
var til aff kjósa fulltrúa á i
stofnfund stéttarsambands j
bænda, var samþykkt svo- |
hljóðandi tillaga einum i
rómi:
„Fuiltrúafundur Búnað-
arfélaganna í Vestur-ísa-
fjarðarsýslu, haldinn í
Neðri Hjarffardai 26. ágúst
1945, mótmælir eindregiff
bráffabirgffalögum um verff
lagningu landbúnaffaraf-
urffa frá 20. ágúst síffast- j
liffnum og skipun búnaff- j
arráðs 25. sama mánaffar. j
Telur fundurinn lög þessi
og skipun ráffsins óverð- !
skuldaff gerræffi, sérstak- !
lega meff tiiliti til sam- f
þykktar nýafstaðins Bún- |
affarþings og fyrirhugaffs j
stofnfundar stéttarsam- j
bands hænda 7. September í
næstkomandi.“
Bændur í hinu gamla j
kjördæmi Jóns Sigurffs- j
sonar hafa þannig orffiff |
fyrstir til aff ríða á vaffiff 1
og mótmæla ofbeldinu f
gegn bændastéttinni. Vissu j
lega munu þeir ekki verða f
einir um þau mótmæli.