Tíminn - 28.08.1945, Qupperneq 2

Tíminn - 28.08.1945, Qupperneq 2
2 TtMITVTV. þriðjndaglim 28. ágúst 1945 64. blað Þriðjjudagur 28. áqúst Verkfall kjöt-. kaupmanna Nýlega er lokið hér í bænum mjög sögulegu verkfalli. Félag kjötkaupmanna í Reykjavík neitaði að selja nýja kjötið, nema smásöluálagningin yrði hækkuð frá því, sem kjötverð- lagsnefnd hafði ákveðið. All- flestum mun þó hafa virzt þessi álagning vel rífleg, þar sem hún var 13% á heildsöluverðið eða kr. 1.65 á kg. En kaupmennirnir voru á öðru máli og þeir sátu fastir við sinn keip. Talsvert þóf varð um þetta í nokkra daga, unz formaður kjötverðlags- nefndar lét undan og mælti með því, að kaupmennirnir fengju til viðbótar 2% af heildsölu- verðinu og mun þá láta nærri, að þeir fái kr. 1.90 fyrir hvert kjötkg. Deila þessi er merkileg sakir margra hluta. Hún sýnir vel í hvert öngþveiti dýrtíðarmálin eru komin, þar sem útsöluverðið á kjötkg. var í stryðsbyrjun (’39) kr. 1.45 eða 45 aurum lægra en smásöluálagningin á kg er nú. Hún sýnir líka vel, að það er ekkert smáræði, sem bændur þyrftu að fá fyri'r kjötið, ef þeir ættu að fá alla sína vinnu við framleiðsluna eins vel borgaða og smásalarnir, sem fá kr. 1.90 fyrir hvert kg., er þeir selja, en vinna þeirra er einungis sú að höggva kjötið í sundur, vefja það í umbúðir, rétta það yfir búðarborðið og skipta pening- unum. Hún sýnir svo það, að þegar í odda skerst í þessum málum, er oftast gengið á hlut framleiðendanna. í þessu tilfelli var látið undan með því að lækka heildsöluverðið, en heild- sölufyrirtækin, sem hér um ræðir, eru félög bænda. Skertur hlutur þeirra þýðir vitanlega það sama og skertur hlutur bændanna. Bændur geta vissulega margt af þessu máli læyt. Þeir geta lært af því, að það er mikils- verður réttur að geta stöðvað sölu á landbúnaðarafurðum og þann rétt geta fleiri haft en kjötkaupmennirnir. Og þeir geta einnig séð, að hefðu þeir haft eins traust samtök og kjötkaup- mennirnir, er engan veginn víst, að deila þessi hefði leyst á þann veg, að gengið hefði verið á hlut sölufélaga þeirra. Allt þetta mætti vera bænd- um aukin hvatning til þess að efla samtök sín og búa þau jafn- vel undir að nota sér þann rétt, sem kjötkaupmennirnir beittu í þessari deilu. Búnaðarþing gerði þá sanngirniskröfu fyrir hönd bænda, að þeir fengju sex-mannanefndar-verðið fyrir afurðirnar, þ. e., þeir fengju svipaðar tekjur fyrir vinnu sína og aðrar hliðstæðar stéttir. Þessari sanngirniskröfu var svarað með því í aðalmálgagni ríkisstjórnarinnar, að hún „stefndi fullhátt", og stjórnin áréttaði það síðan með því að leggja verðlagsvaldið alveg í hendur landbúnaðarráðherra, með því að gera hann einráðan um skipun búnaðarráðs. Af hálfu stjórnarinnar er það vafa- laust tilætlunin að tryggja þannig, að ekki verði „stefnt fullhátt". Gegn þessu gerræði og þeim afleiðingum, sem af því geta hlotizt, hafa bændur ekki annað betra ráð en eflingu sam- takanna. Þótt bændur óski þess áreiðanlega ekki, getur samt verið gott fyrir þá að vera undir það búnir að geta gripið til sama ráðs og kjötkaupmennirnir, þeg- ar þeir voru að koma kröfum sínum fram á dögunum. Blómatíð heildsalanna Það munu vera liðnir átta mánuðir síðan sakadómara bár- uát fyrstu kærurnar um hin stór feldu verðlagsbrot heildsalanna í sambandi við Ameríkuviðskipt- in. Enginn dómur er þó enn fallinn í þessum málum, og jafnvel talið líklegt, að það geti dregist enn í nokkra mánuði. r 6 íí aí any Bændur geta ekki treyst búnaðarráði. í bréfi frá bónda á Suður- landi segir: „Hér mælast hin nýju verðlagslög ríkisstjórnar- innar illa fyrir. Okkur bændum er það ljóst, að lög þessi ætla okkur annan og minni rétt en öðrum stéttum. Samtök þeirra eru viðurkennd sem sjálfsagður aðili, þegar ákveðið er um kaup þeirra og kjör, en samtökum bændastéttarinnar er ekki ætl- aður neinn slíkur réttur í þess- um nýj u verðlagslögum. Hann er alveg tekinn af bændastéttinni og lagður óskoraður í hendur landbúnaðarráðherra, sem ræð- ur því einsamall, hvernig bún- aðarráðið er skipað. í búnaðar- ráðið geta náttúrlega valizt sæmilegir menn með þessum hætti, en það geta líka alveg eins valizt í það óhæfir menn, sem eru andvígir bændastétt- inni, þótt þeir tilheyri henni að nafninu til. Það, að landbúnað- arráðherra skuli skipa bændur í ráðið, er aðeins lævísleg blekking til að leyna því, að valdið hefir verið tekið af okk- ur. Þetta er blekking, sem hefir verið notuð í einræðislöndun- um, og ætti því ekki að þurfa að villa neinum sýn. Ég held t. d. að norskir verkamenn, prest- ar og kennarar hafi ekki treyst samtökum sínum né talið sig ráða yfir þeim eftir að Kvisling var búinn að skipa í stjórn þeirra, þótt hann skipaði í þær menn innan vébanda stéttar- innar. Af svipaðri ástæðu geta bændur ekki treyst búnaðarráði, sem l'ítið vinveittur ráðherra skipar. Bændur verða því að hefja harða baráttu gegn þess- ari tilhögun, því að annars verða þeir með tíð og.tíma fullkomn- ar undiríægjur ríkisvaldsins". Hvers vegna var vísitölunni ekki fylgt áfram? í bréfinu segir áfram: „Þessi lög eru enn tortryggilegri frá mínu sjónarmiði vegna þess, að' þau virðast alveg óþörf. Það var 1 réttlátast og brotaminnst fyrir ; ríkisstjórnina að halda sig á- fram við vísitölu sex-manna- nefndarálitsins. Þá var verðið á- kveðið með tilliti til þess, að bændur bæru svipað úr býtum og aðrar hliSstæðar stéttir, og virðist það rétt og sanngjarnt.Sá tónn í Morgunblaðinu, að það sé „fullhátt stefnt“ að gera kröfu um slíkt jafnræði, bendir vissulega í þá átt, að ekki sé ætlazt til með hinum nýju lög- um, að bændur fái umrætt verð. Þess vegna finnst mér það mikil nauðsyn, að bændur skipi sér nú fast saman og séu við öllu búnir. Sú eining, sem ríkti um stéttar- samtökin á Búnaðarþingi, þarf .að ná til bændastéttarinnar allrar. Þegar svo er komið, fá stjórnarherrarnir í Reykjavík kannske að sjá, að ekki ér eins auðvelt að undiroka bændur og þeir hafa látið sig dreyma um“. s, Hvar á niðurfærslan aff byrja? v Að lokum segir í .bréfinu: „Sé svo, að stjórninni þyki nú loks- ins, að verðlagið í landinu sé orðið of hátt og þess vegna verði að fara að þoká því niður, þá finnst ipér vissulega, að hún eigi að byrja annars staðar en hjá okkur bærfdum. Ég hefi aldrei ti! fulls skilið þá kröfu, að byrj- unaraðgerðir í dýrtíðarmálinu eigi að vera þær að -færa niður hjá bændum og verkamönnum. Mér hefir alltaf fundizt að byrja eigi niðurfærsluna þar, sem hennar er mest þörf, en það er hjá milliliðunum, hjá öllum þessum mörgu kaupahéðnum, Þessi mikli seinagangur í mál- inu er eðlileg afleiðing af því, að stjórnin fyrirskipaði ekki sérstakan rannsóknardómara til að fást við málin, heldur lét þau ganga til sakadómara, sem hafði ærið að starfa fyrir. Það var alltaf vitað, að sakadómari gæti ekki annað þessum málum, nema á löngum tíma, en ætti rannsóknin hins vegar að koma að nokkru gagni, þurfti hún að framkvæmast fljótt, bæði inn- anlands og utan. Það var aðeins hægt með því að fyrirskipa op- inbera rannsókn, sem væri falin sérstökum manni, er mætti ráða sér næga starfskrafta. En stjórnin hefir auðsjáanlega vilj- að veita heildsölunum sem lengstan frest til að koma „pappírunum í lag.“ Stjórnin hefir þó ekki aðeins sýnt heildsölunum miskunn sína og góðvild með því, að forða þeim undan skjótri rannsókn í þessum málum. Svo virðist, sem henni þyki sumir hinna brot- legu heildsala hafi orðið hér fyrir ómaklegum líppljóstrun- um og ríkisvaldið verði því að bæta þeim það upp með ein- um eða öðrum hætti. Meðeig- andi eins hinna brotlegu fyrir- tækja, Jóhann Þ. J^ósefsson, hef- ir þannig verið gerður að for- manni Nýbyggingarráðs, er ræð- ur yfir miklu af innflutningn- -um til landsins. Annar meðeig- andi brotlegs heildsalafyrir- tækis, Gunnar Guðjónsson, hef- ir verið gerður að sendimanni Nýbyggingarráðs erlendis. Þriðji heildsalinn, Arent Claessen, var skipaður í nefnd, sem fór til Sví- þjóðar til að ganga frá verzl- unarsamningi milli' landanna. Fleiri slík dæmi mætti nefna. Svo virðist líka, sem heild- salarnir hafi kunnað vel að meta þessa góðvild ríkisstjórn- arinnar. Jóhann Þ. Jósefsson og Gunnar Guðjónsson munu hafa verið eigendur fyrsta skipsins, er hingað kom fyrir atbeina Ný- byggingarráðs. Gunnar mun og eiga fleiri skip í vændum, er fertgist hafa fyrir miilligöngu ráðsins. Nokkru eftir að Arent Claessen kom heim úr sendiför- inni, reis hér upp nýtt fyrirtæki, sem kennt er við son hans, H. Claessen & Co., og mun það hafa náð ýmsum góðum samböndum í Svíþjóð, er helzt verða rakin til sendiferðar Arents þangað. Þessi aðbúnaður, sem stjórnin veitir heildsölunum, er vissulega í litlu samræmi við þá herskáu yfirlýsingu Áka Jakobssonar nokkru eftir stjórnarmyndun- ina, að nú skyldu heildsalarnir „skornir niður við trogy, því að sósíalistar væru komnir til valda. Þvert á móti virðast heildsalarnir aldrei hafa lifað meiri blómatíð en síðan núver- andi stjórn kom til sögunnar. Þetta undrar líka engan, sem veit að núv. stjórnarsam- vinna byggist á því, að forkólf- ar Kommúnistaflokksins veiti stórgróðastéttinni margvísleg fríðindi gegn því, að þeim sé svo hjálpað til þess að verðbólgan sé gerð óviðráðanleg og þannig skapaður jarðvegur fyrir hrun og byltingu. Hreystiyrði Áka Jakobssonar um að „skera heild- salana niður við trog“, er aðeins blekking, sem hefir átt að leyna verkamenn þessum sannindum. En það mætti vissulega mikið vera, ef hinir umbótasinnaðri verkamenn færu ekki að sjá í gegnum þann blekkingavef. Það mætti mikið vera, ef þeim yrði ekki ljóst, að eitthvað sé bogið við það stjórnarfar, sem dæmir verkamann til stórfelldr- ' ar fangelsisvistar, ef honum jverður það á að brjótast inn til heildsala og stela þar nokkrum krónum, en hlífir hins vegar heildsölunum, sem féfletta verkamenn með óleyfilegum hætti um margfalda þá upphæð, við skjótri og öruggri rannsókn og jafnvel verðlaunar þá með opinberum trúnaðarstörfum og vegsaukum. Það mætti líka mik- ið vera, ef verkamenn kæmust ekki að raun um, að hagsmunir þeirra verða ekki tryggðir með stjórnarsamvinnu, sem byggist á því að heildsalarnir fái ó- hindrað að raka saman stór- gróða á kostnað alþýðunnar og það á sama tíma, sem kjör henn- ar eru þrengd með fölsun vísitöl- unnar og fleiri slíkum ráðstöf- unum. Verkamönnum mætti vissulega vera ljóst, að slíkt samstarf forkólfa þeirra við stórgróðaöflin, verður ekki rétt- lætt með því, að hún sé heppi- leg fyrir verkalýðinn, heldur liggja þar önnur og annarlegri sjónarmiö til grundvallar. sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur á haug seinustu árin og allir virðast hafa safnað of- fjár. Með því að draga úr gróða þessara manna, yrði hægt að lækka dýrtíðina verulega. Þá má nú minna á farmgjöldin, er gef- ið hafa Eimskipafélaginu yfir 30 milj. kr. á tveimur árum. Þegar búið er að færa niður hjá þess- um aðilum, þá fyrst á röðin að koma að bændum og verkafólki, og þá mun ekki standa á bænd- um að bera sinn skerf af niður- færslunni. En eins og nú er stefnt, virðist mér að skerða eigi hlut bænda einna, en millilið- irnir eigi að halda öllu sínu. Það eitt finnst mér ærið tilefni fyrir bændur til að láta ekki sinn hlut“. „Til vinstri viff verkalýðinn“. Þjóðviljinn hneykslast nú á því dag eftir dag, að Framsókn- armenn séu orðnir „til vinstri við verkalýðinn". Tilefnið er það, að Tíminn hefir krafizt aukins skattaeftirlits, skelegg- ari framkomu í rannsókn heild- salamálsins, afnám skattfrelsis- ins hjá Eimskip og skömmtunar á byggingarefni, svo það færi ekki mestallt í sumarbústaði og luxushús, meðan þúsundir manna búa við ónothæft hús- nsíði. Einhverntíma myndi Þjóð- viljinn ekki hafa talið slíkar kröfur „til vinstri við verkalýð- inn“, og þær eru það vissulega ekki heldur, þótt þær séu til vinstri við þá forsprakka verka- lýðsins, sem hafa gerzt sam- starfsmenn stórgróðakónganna og tekið „fjármálaspillingu þeirra undir verndarvæng sinn“, eins og nýlega var komizt svo réttilega að orði í Skutli. Sekt kommúnista í bygginga- málunum. Greinin um ófremdarástandið í byggingarmálunum, sem birt- ist í næstseinasta blaði Tímans, hefir farið meira en lítið í taug- ar kommúnista. Þeir hafa skrifað um hana langt mál í blað (Framhald á 7. síðu) E RLE NT Y F I RLIT Atomsprengjan Seinustu fréttir, sem hafa borizt frá Hiroshima, gefa ótví- rætt til kynna, að'eyðileggingin af völdum atomsprengjunnar, er varpað var á borgina, hafi orðið enn meiri en búist var við. Svæði, sem nær.. 5—7 km. út frá þeim stað, þar sem sprengj- an sprakk, líkist nú mest bruna- hrauni, þar sem lítil eða engin merki er hægt að sjá þeirra mörgu og stóru mannvirkja, sem voru þar áður. A. m. k. 60 þús. manns hafa farizt við sprenginguna, en nokkur þús- und hafa látizt síðan. Láta Jap- anir svo ummælt, að einhvers- konar dauðageislar virðast vera í loftinu yfir því svæði, þar sem sprengingin gerði mestan usla, er drepa fljótlega allt kvikt, sem inn á það kemur. Virðist þetta sanna spádóma þeirra ámerískra vísindamanna, sem héldu því fram, að ólíft myndi vera á stöð- um, þar sem atomsprengja springi, fyrstu árin á eftir. Enn hafa ekki borizt eins nánar fregnir frá eyðilegging- unni í Nagasaki, en atom- sprengju var einnig varpað á hana. Eyðileggingin þar virðist þó ekki hafa orðið minni, en manntjón hefir ekki orðið þar eins mikið, því að borgin var fá- mennari en Hiroshima. Þótt fregnirnar af áhrifum at- orrisprengjunnar vektu í fyrstu nokkra ánægju í tilefni af því, að þau bundu enda á Asíu- styrjöldina, virðist nú svo kom- ið, að hún hafi þokað fyrir þeim áhyggjum, að þetta nýja vopn geti orðið mannkyninu meira til' böls en blessunar. Umræður heimsblaðanna hafa mjög snú- izt um það að undanförnu, hvernig það verði bezt tryggt, að atomorkan verði ekki notuð til eyðileggingar í framtíðinni, og hafa ýmsar tillögur komið fram í því sambandi. Enska stórblað- ið „The Times“ hefir lagt til, að alþjóðlegum samtökum verði falið að hafa þetta mál með höndum. Tillaga, sem gengur í þá átt, hefir einnig verið lögð fram í brezka þinginu af níu þingmönnum í verkamanna- flokknum. í ýmsum blöðunum, m. a. „The Manchester Guar- dian“, hefir því verið hreyft að leyfa ætti öllum þjóðum að framleiða atomsprengjur, því að það myndi helzt halda stórveld- unum í skefjum, ef þau vissu, að smáríkin gætu borgað fyrir sig á þennan hátt. Aðrir hafa bent á, að engin alþjóðasamtök kæmu að notum, færi svo, að auðvelt reyndist að framleiða atom- sprengjur með ódýrum og ein- földum hætti, því að þá gætu jafnvei fámennir ofbeldisflokk- ar, t. d. meðal Japana og Þjóð- verja, notfært sér þær. Yfir- leitt hafa allar þessar umræður verið mjög á reiki, en allmikillar svartsýni oftast gætt. Meðan ekki verður fundin lausn á þessu máli með alþjóð- legu samkomulagi, má telja víst, að stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna, sem enn ráða yfir leyndardóminum við fram- leiðslu atomsprengjunnar, opin- beri hann ekki neinu einstöku ríki. Virðast þær gæta mjög mikillar varúðar í því efni. Það vakti t. d. athygli síðastl. vor, að brezka stjórnin bannaði tveim- ur vísindamönnum að fara úr landi, en þeir höfðu verið boðn- ir til Rússlands á hátíðahöld vís- indamanna þar. Nú er það upp- lýst, að þessir menn unnu að því að finna upp atomsprengjuna. Þrátt fyrir slíka aðgæzlu, þykir ekki líklegt að leyndardómi atomsprengjunnar verði leynt til langframa og margir telja, að Rússar séu vel á veg komnir við að uppgötva hann. í umræðunum um atom- sprengjuna hefir það einnig komið fram, að atomorkan geti ekki síður orðið til gagns en bölvunar, ef hún verður beizl- uð til friðsamlegra starfa. Hún geti þá jafnvel komið í stað allrar þeirrar orku, sem áður hefir verið notuð. En sá galli er enp á þessu, að ekki hefir enn fundizt upp aðferð til að beizla atomorkuna á þennan hátt, heldur eingöngu til eyðilegging- ar. Vísindamennirnir munu nú (Framhald á 7. sídu) XADD/R HA6RANNANNA í Skutli 15. þ. m. er allmikið rœtt um úrslit kosninganna í Bretlandi, sem af ýmsum er nefnd bylting vorra tíma. Skutull segir: „Og hvernig lítur þetta svo út hérna á íslandi? Á bylting vorra tíma að fara fram hjá þessum hólma? Hér eru starfandi tveir allstórir vérkalýðsflokkar, sem samanlagt hafa hlutfallslega hærri þing- mannatölu en brezki Verkamanna- flokkurinn hafði, þegar hann lagði til úrslitaorustu við íhaldið í Bret- landi og hafnaði öllum tillögum um samvinnu fyrir kosningar. Báð- ir þessir flokkar hafa mjög róttæka og sósíalistiska stefnuskrá, já, meira að segja nærri því sömu stefnuskrána. Hér er við völd stjórn með 4 sósalistiskra ráðherra af 6. Er þá ekki allt í fínasta 'lagi? Jú, jú, segir aðalmálgagn stjórn- arinnar, Morgunblaðið, sem um langan tíma hefir verið gapandi af aðdáun yfir steírmskrá brezka í- haldsins- og kosningaræðúm Churehills. Því var meira að segja fleygt, a'ð Ólafur Thors hefði verið búinn að ákveöa kosningar í haust, ef Churchill sigraði. Nú segir Morgunblaðið, að aðal- skyssa Churchills hafi verið sú að hann hafi ekkí tekið Ólaf Thors og íslenzka Sjálþítæðisflokkinn sér til fyrirmyndar! Og Þjóðviljinn segir að Morgunblaðið túlki kosningaúr- slitin í Bretlandi hárrétt. Hér sitji verkalýðurinn að völdum með frjálslyndum og framsýnum at- vinnurekendum, sem skilið hafi kröfur tímans. Já, margt er nú skrafað, en er nú íslenzk alþýða svo einföld að trúa því, að“ hér sé af heilindum mælt? ^ Veit hún ekki, að hér á íslandi hefir safnazt meiri stríðsgróði hlut- fallslega en í nokkru öðru landi i heiminum og aðallega á fárra manna hendur? Veit hún ekki, að miklum hluta af þessum stríðsgróða er skotið undan skatti, og að stjórn- arvöldin aðhafast ekkert til þess að hafa upp á honum? Að í fjármála- ráðherraembættinu situr maður, sem rétt' fyrir stjórnarmyndunina lýsti því yfir, að skattsvikarar gætu rólegir lagt peninga sina í bank- ana, þeir gæfu engar upplýsingar. Að í forsætisráðherraembættinu situr einn af miljóna-stríðsgróða- mönnum landsins? Veit hún ekki, að ýmsir af þeim mönnum, sem verkalýðsflokkarnir hafa gert bandalag við og stjórna því, sem þeir kalla nýsköpun, eru ekki aðeins siðspilltir stríðsgróða- menn, heldur einnig fyrrverandi nazistar og vikapiltar Þjóðverja? Veit hún ekki um hina taum- lausu spillingu og fjársvik heild- salastéttarinnar, sem þrátt fyrir alla leyndina og samábyrgðar- pukrið hefir ekki tekizt að dylja með öllu, og þykir henni ekki einkennilegt, að þrátt fyrir þetta megi ekki minnast á landsverzlun við foringja verkalýð^flokkanna, enda þótt það sé gamalt stefnu- mál þessara flokka? Jú, hún veit þetta og margt fleira, sem kannske verður drepið á hér síðar við tækifæri. Hana hlýtur að fara að renna grun í, að það sé eitthvað bogið við þá pólitísku stefnu verkalýðs- flokkanna, sem hefir skipað al- þýðu þessa lands inn í pólitískt bandalag við spilltustu stríðsgróða- klíkur landsins og leyfir þeim að hreiðra um sig í næði og undir- búa nýtt stórfellt arðrán almenn- ings- á íslandi. Það er fyllilega kominn tími til að þögnin sé rofin í þeim mál- gögnum, sem vilja raunverulega nýja tíma á íslandi — sem vilja ekki þegja um spillinguna í fjár- málalífi þjóðarinnar og niðurlæg- ingu þeirra stjórnmálaflokka, sem taka hana undir verndarvæng sinn.“ Skyldi ekki fleiri Alþýðuflokksmönn- um en ritstjóra Skutuls verða hugsað um „niðurlægingu þeirra stjórnmála- flokka," er með stjórnarþátttöklmni hafa tekið fjármálaspillinguna „undir verndarvæng sinn?“ í forustugrein Vísis 23. þ. m. segir t t t svo um þá fyrirætlun ríkisstjórnarinn- ar að ætla að halda dýrtíðinni í skefjum með fölsun vísitölunnar: „Heyrzt hefir, að ríkisstjórnin hugsi sér að greiða niðúr aðeins það vörumagn, sem tilgreint er í vísitöl- unni, og miða svo verðlagið við það. Ef menn nota eitthvað þar fram yfir, verða þeir að greiða hærra verð fyrir það. Það skal játað, að ekki er með öllu fráleitt að halda því fram, að neytendur eigi ekki heimting á meira vörumagni en visitalan sýnir, til þess að miða við framfærsluvísitöluna í landinu. Hins vegar er það hreinasta neyð- arbrauð og varla bjóðandi almenn- ingi, eftir að stríðinu er lokið, að hafa tvenns konar verð á aðalnauð- synjavörum þjóðarinnar. Þetta sýn- ir og meiri vanmátt til að leysa erfiðleikana en búast hefði mátt við af ríkisstjórn, sem hefir á bak við sig sterkan meirihluta í þinginu. Þetta væri að vísu tilraun til að lækka útgjöld ríkisins vegna verð- lækkunar á landbúnaðarafurðum. En samt sem áður væri ekki um að ræða annað en status quo. Dýrtíðin væri hin sama og tilkostnaöurinn við framleiðsluna mundi ekkert lækka. Allt stæði í stað, þrátt fyrir það, þótt „friðhelgi" vísitölunnar yrði rofin á þann hátt, er að fram- an greinir. Nú duga ekki lengur nein vettl- ingatök, ef þess er óskað, að hér verði einhvér bót á ráðin. Margir hefðu haldið, að ríkisstjórnin með þeim þingstyrk, sem hún hefir, myndi nú taka djarit spor og á- hrifaríkt til þess að höggva á sinar dýrtíðarinnar og vernda framleiðsl- una gegn stöðvun og ófriði. En ekki er útlit fyrir að svo verði. Komm- únistar vilja enga raunverulega lækningu. Þess vegna samþykkja þeir aðeins kákið, og þegar allt er komið í öngþveiti, eru þeir líklegir til að fórna krónunni með gengis- lækkun og þar með öllu sparifé ai- mennings." Óglæsileg er þessi lýsing á fyrirhug- uðum dýrtíðarráð§töfunum stjórnar- innar, en samt fer því fjarri, að of- sterkt sé til oröa tekið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.