Tíminn - 28.08.1945, Qupperneq 3

Tíminn - 28.08.1945, Qupperneq 3
64. blað 1'ÍMIM, þrlgjndaginn 28. ágúst 1945 3 Hrun eða viðreisn? í sumar hafa" sífellt verið að berast fregnir um margvíslegar ráðstafanir, sem þjóðir heims- ins hafa verið að gera til þess að tryggja fjárhagslegt öryggi sitt og viðreisn og eflingu at- vinnulífsins. Eitt af því allra fyrsta, sem hinar hernumdu þjóðir og forustumenn þeirra töldu skylt og nauðsynlegt að gera, þegar þær losnuðu undan okinu, var að leggja á ráðin um það, hvernig forðað yrði fjár- hagslegu hruni og upplausn og öngþveiti á atvinnu- og við- skiptasviðinu. Þar hefir ekki verið horft í, þótt gera yrði rót- tækar ráðstafanir, því að hugs- andi mönnum i þessum löndum hefir verið fullljóst, hvað af því hlytist, ef ekki var nógu rögg- samlega á þessum málum tekið þegar í stað. Það var eins nauð- synlegt og koma í veg fyrir drep sóttir og krafðist að sínu leyti álíka öruggra og skjótra að- gerða. Það er sama, hvaða land í Vestur-Evrópu er tekið til dæm- is. Bretar héldu verðlaginu í skefjum í sínu landi öll styrj- aldarárin og létu verðbólguna aldrei ná að grafa um sig. Svíar fylgdu svipaðri stefnu af mikilli festu. Til þess að sýna, hvaða tökum þeir hafa tekið þessi mál, má benda á vísitöluna í þessum tveim löndum, eins og hún hefir verið á undanförnum árum, samkvæmt upplýsingum hag- stofunnar hér, og er þá Banda- ríkjunum bætt við, enda hafa þau á stríðsárunum verið eitt höfuð-viðskiptaland okkar. Með- altal síðustu þriggja ára er sem hér segir: Svíþjóð Bretl. Bandaríkin 1944 . 143 131 127 1943 . . 142 129 125 1942 . . 140' 130 118 í desembermánuði síðastliðn- um var vísitalan í Svíþjóð 143 stig, í janúarmánuði síðastiiðn- um 131 stig í Bretlandi og í febrúarmánuði 128 stíg í Banda- ríkjunum. Til samanburðar má geta þess, að vísitala hér var 275 stig og á einum sjö mánuð- um í valdatíð Ólafs Thors 1942 hækkaði hún um 89 stig — úr 183 stigum upp í 272 stig. En þessar þjóðir hafa sýnilega ekki haft neinum stjórnvitringi á borð við Ólaf Thors á að skipa til þess að þenja verðbólguna. Þegar Danir losnuðu undan þrældómsoki nazistanna þýzku, töldu þeir nauðsynlegast af öllu að ná innbyrðis samkomulagi um að .koma í veg fyrir verð- hækkun og kauphækkun og forð ast þannlig böl dýrtíðarinnar. Allir flokkar voru á einu máli um, hve það væri brýn nauðsyn, nema fáliðaðir, kommúnistiskir upphlaupsmenn, enda náðist brátt samkomulag um það, að kaupgjald skyldi að mestu leyti standa óbreytt frá þvi, sem verið hafði 1939, að viðbættri dýrtið- aruppbót. Skyldi vinnufriður tryggður á þessum grundvelli fyrst um sinn. Jafnframt voru gerðar þær ráðstafanir aðrar, sem nauðsynlegar þóttu til þess að stjórnarvöldin hefðu full tök á þessum málum öllum, og eng- inn gæti komið því við að noot- færa sér það, sem hann kynni að hafa komizt yfir á ranglátan hátt meðan á stríðinu stóð. Norðmenn losnuðu einnig úr þeim helgreipum, sem Þjóðverjar höfðu haldið þeim í. Einnig þeir gerðu tafarlaust nákvæmlega sömu ráðstafanir, atvinnu- og fjármálalífinu til bjargar. Meðal þessara frændþjóða okkar tveggja var það einmitt verklýðshreyfingin, sem var í broddi fylkingar um þessar að- gerðir. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi. Verkamannasam- böndin þar höfðu einmitt beitt sér eindregið fyrir því, að verð- bólgunni yrði ekki gefinn laus taumurinn, og hin nýja jafnað- armannastjórn þar ætlar að taka þessi mál jafnvel enn fast- ari tökum en hin gamla stjórn Churchills. Sama gildir um jafn-, aðarmannastjórnirnar í Svíþjóð, Nýja-Sjálandi og víðar. í þess- um löndum er það talið hags- munamál verkamannastéttanna að dýrtíðin nái ekki að læsa klóm sínum um atvinnulífið. Og svo er alls staðar þar, sem fjár- málin eru á siðmenningarstigi. Þar er talið eitt allra mikilvæg- asta hagsmunamál alþjóðar, að tryggja öryggi framleiðslunnar og blómgun atvinnulífsins. , Þessi grundvöllur, sem þykir sjálfsagður í atvinnu- og fjár- málum allra siðaðra þjóða, er einmitt sá grundvöllur, sem Framsóknarflokkurinn byggði sína stefnu á 1941 og heflr ætíð haldið fast við síðan. Það var sá grundvöllur, sem hann hefir verið boðinn og búinn til þess að starfa með öðrum flokkum á, að róttækum umbótum, sem þessi fjármálastefna myndi ein- mitt gera framkvæmanlegar. Sú fjármálastefna, sem sigr- að hefir í bili hér á íslandi, er þannig til orðin, að kommúnist- ar hafa gefið tóninn, en lagið síðan verið kyrjað fullum hálsi af Sjálfstæðisflokknum, fyrst og fremst þó formanni hans, Ólafi Thors. Sjálfstæðisflokkurinn hefir um meira en fimm ára skeið farið með fjármálin, og hann ber því á þeim alla ábyrgð síðan fyrir styrjöld. En sú ó- heillastefna, sem nú er fylgt, hófst árið 1941, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn, ásamt jafnaðar- mönnum, reis upp gegn þeirri fjármálastefnu, er Framsóknar- flokkurinn markaði í samræmi við það, er allar vestrænar þjóð- ir hafa talið hyggilegast á þess- um umbrotatímum. Þegar svo Ólafur Thors sveik gefin loforð í kjördæmamálinu 1942 og tók að dansa feigðar- dansinn við kommúnista og nær tvöfald^iði dýrtíðina á örskömm- um tíma, voru stigin þau örlaga- ríkustu spor, sem stigin hafa verið í íslenzkum fjármálum og öll þjóðin á eftir að blæða fyrir. Það en enginn efi, að kom- múnistar viða um lönd, bæði á Norðurlöndum og annars staðar, hafa óskað eftir því, að þeir gætu fengið í stjórnarsess mann, er þeir gætu notað á sama hátt og íslenzku kommúnist- arnir Ólaf Thors. En slíkir menn hafa óvíða fundizt, nema þá kannske i Bandaríkjunum. Kommúnistar vita mætavel, að hinn svokallaði „friður“, sem rikir milli verkamanna og at- vinnuekenda á íslandi, er ekkert annað en aðdragandi þeirra langalvarlegustu hagsmuna- árekstra, sem hafa átt sér stað á þessu landi. Þennan „frið“ nota þeir af ráðnum hug til þess að veikja þjóðfélagið og hreiðra um sig, eins og launskyttur í rjóðri, svo að þeir hafi sem bezta aðstöðu, þegar til átak- anna kemur. Þegar dýrtíðar- dansinn er stiginn til enda, kem- ur stöðvun og hrun, og þá hugsa kommúnistar sér að vera orðnir nægjanlega sterkir til þess að taka fyrir kverkar þjóðfélagsins, er þá verði varnarlítið. Það er kenning kommúnista sjálfra, að auðvaldsskipulagið þurfi að komast í öngþveiti, það þurfi að skapa hrun og magna atvinnuleysi og vonleysi með- al fólksins. Það sé eina leiðin til þess að espa verkalýðinn til byltingar og herða hann til harðra átaka og ofbeldisverka. Það eru þessi átök, sem kom- múnistar eru að leiða þjóðfélag- ið út í með núverandi fjármála- stefnu. Það er* því ekki nein til- viljun, þótt sething eins og þessi hafi hrokkið upp úr hróðugum kommúnista: „Ólafur — já, hann er maður- inn, sem okkur vantaði". En þó að meiri hluti Sjálf- stæðisflokksins íslenzka hafi þannig látið villa um sig og gengið beint í þá gildru, sem kommúnistar egndu fyrir hann, hafa ábyrgir stjórnmálamenn í nágrannalöndum okkar séð, hvað bjó bak við þau tylliboð, er kommúnistar þar hafa gert. Verkamannaflokkurinn brezki hefir gersamlega hafnað þeim vinnubrögðum, sem kommúnist- ar vilja viðhafa, og nú nýlega hefir Englandsstjórn, ásamt Bandaríkjastjórn, gert harða hríð að einræði því og óstjórn, er dafnað hefir undir handar- jaðri Rússa í Balkanríkjunum. Danskir og sænskir jafnaðar- menn hafa hvergi viljað nærri koma, þar sem kommúnistar eru annars vegar, og nú þessa dag- ana eru helzt líkur til þess, að samvinna jafnaðarmanna í Nor- egi við kommúnista þar fari al- gerlega út um þúfur vegna sviksemi þeirra síðarnefndu, eins og fram hefir komið í er- lendum fréttum. í Frakklandi hefir Leon Blum, hinn aldni verkamannaforingi, tekið ein- dregna afstöðu gegn kommún- istum og öllu þeirra viðsjála bramli og brauki þar í landi. Þannig mætti lengi rekja þessa sögu. Víðast eru það ein- mitt róttækustu umbótaflokk- arnir, er hafa forustuna um andstöðuna gegn upplausnar- stefnu kommúnista. Þeir sjá, hvað í veði er, bæði í fjármál- um og stjórnmálum, ef þeir ná tökum á þjóðunum. En meðan þessu fer fram í hverju landinu eftir öðru, er stefnt í þveröfuga átt hjá okk- ur. Hér eru kommúnistar lóðsar ríkisstjórnarinnar á *siglingu hennar. Fyrir þetta erum við að verða að viðundrum í augum ábyrgra stjórnmálamanna í við- skiptalöndum okkar, sem von- legt er. Við höfum sjálfir skipað okkur á bekk með Balkanþjóð- um með daðri Sjálfstæðis- flokksins við kommúnista og samfylkingu um hrunstefnuna. En þótt mörg tækifæri til þess að rétta við, hafi ’verið forsmáð undanfarin misseri, má samt miklu bjarga, ef þjóðin horfir ekki aðgerðalaus á það, að öllu sé siglt 1 strand. Og það hiun hún ekki gera. Hér er um hrun eða viðretejn áð velja. Hún mun aldrei leyfa kommúnistum og aftan'íossum þeirra að kalla hrunið og vandræðin yfir land- ið. * Nýja sálmabókin komin út Nú um langt skeið hefir verið von á nýrri sálmabók. Munu vera sex ár síðan skipuð var nefnd manna til þess að hefja undir- búning að þessari nýju sálma- bókarútgáfu. Voru upphafléga þrir menrv í nefndinni— herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, séra Hermann Hjartarson og séra Jakob Jónsson. En síðar voru kvaddir til samstarfs Jón Magnússon skáld og Páll ísólfs- son, er skyldi leiðbeina nefnd- inni um það, er laut að sálma- lögum. Mun meginstarfí nefnd- arinnar hafa verið' lokið og sálmabókin nýja fullmótuð, er Jón Magnússon féll frá fyrri hluta árs 1944. Alls eru 687 sálmar í bókinni, og er því sálmafjöldinn svipaður og I gömlu. sálmabókinni. En talsverðar breytingar hafa verið gerðar á efni hennar — gamlir sálmar, sem þótt hafa miður vel ortir eða falla mönnum nú orð- ið ekki lengur í geð, hafa ver- ið felldir niður og inn teknir í-staðinn nýir sálmar, bæði eftir látin höfuðskáld þjóðarinnar eins og Hallgrím Pétursson og Matthías Jochumsson, og ýms hinna yngri skálda. Eru þessar breytingar yfirleitt til mikilla bóta. Þá hefir líka verið tekin upp sú nýbreytni að prenta nöfn höfundanna undir sjálfa sálm- ana, og er það miklu viðkunn- anlegra heldur en að láta þeirra aðeins getið i skýringum eða efnisyfirliti annars staðar í bók- inni. Séu sálmarnir þýddir, er bæði getið hins erlenda höfund- ar og þýðanda. í þessari nýju sálmabók sjást nöfn skálda eins og Einars Benediktssonar, Bólu- Hjálmars, Einars H. Kvaran, Gríms Thomsens, Jónasar Hall- grímssonar, Bjarna Thoraren- sens, Sveinbjarnar Egilssonar, Davíðs Stefánssonar, Stefáns frá Hvítadal, Guðmundar Guð- mundssonar og margra fleiri hinna ástsælustu ljóðskálda ís- lendinga. Alls munu vera nálægt 150 nýir sálmar í bókinni Hingað til hefir það viljað við brenna við val sálma í sálma- bækur okkar, að hinar fegurstu ljóðperlur, þrungnar tilbeiðslu og kærleika, yrðu að víkja fyrir andlitlu stagli, þar sem meira voru þræddar götur hefðbund- ins orðalags. Og enn getur verið vafamál, livort nógu djarfmann- lega hefir verið breytt til í þessu efni við sálmavalið, þótt lofs- verð breyting hafi átt sér stað. Framvegis verður að gera þær kröfur, að ekki þyki sæma, að í sálmabókum okkar séu aðrir sálmar en þeir, sem eiga lífs- mátt skáldlegrar fegurðar. Þá má geta þess, hmni nýju sálmabók til hróss, að þar er á höfð sú sjálfsagða skipan, að sálmarnir eru prentaðir eins og önnur ljóð, hver hending fyrir sig, en ekki í belg og byðu, eins og löngum hefir verið gert í sálmabókum, en er hvimleitt. Þessi nýja sálmabók verður vafalaust fljótt tekin í notkun í kirkjum landsins, en hins veg- ar er ekki ráðgert að hún verði lögtekin til fulls fyrr en eftir fimm ár. Eiga þau að vera eins konar reynslutími, svo að mönn- (Framhald á 6. síðu) Max Eastman og J. B, Powell; Örlög heimsins munu ráðast í Kína Hér birtist síðari hluti greinar þeirra Powells og East- manns um Kína og fyrirætlanir og valdadrauma kommún- ista þar. Vara þeir alvarlega við þeirri hættu, sem af því gæti stafað, ef Bandaríkjamenn ofuxseidu Kínverja í blindni yfirgangi kommúnista eða neyddu þá til þess að leita athvarfs hjá Rússum með óbilgjörnum afskiptum af vandamálum þeirra eða takmörkuðum skiiningi á þörfum þeirra. Kommúnistískur byltingar- fiokkur. Kommúnistaflokkurinn kín- verski er óskabarn kommúnist- anna í Moskvu og allra ann- arra kommúnista, hvar í heim- inum sem er. Hinir mikilvæg- ustu fundir hans hafa raun- verulega verið haldnir í Moskvu. Allar hans ákvarðanir hafa ver- ið gerðar samkvæmt fyrirmæl- um frá Moskvu, jafnvel þær allra tækifærissinnuðustu. Það þarf ekki annað en líta í komm- únistablöðin þar til þess að sannfærast um, að sambandið við kínversku kommúnistana hefir aldrei rofnað. Til þess að reyna að slá ryki í augu manna hefir Earl Browder fellt ýms orð og setningar niður úr bók Maos við þýðinguna, svo að hann gæti haldið áfram að leika lýðræðissinnaðan ættjarð- arvin, þótt hann berðist með oddl og egg fyrir því, að Banda- ríkjamenn styddu hina kín- versku skoðanabræður hans til valda. Á frummálinu er Maó alls ósmeykur við 'einræði öreiganna og lýsa „auáívaldseinræðinu", sem hann segir að ríki í Banda- ríkjunum og Englandi og sé orðið eða að verða „blóði drifin hervaldskúgun auðstéttanna." í dauðateygjunum láti það sig dreyma um heimsyfirráð, en í þess stað muni það verða að þoka fyrir „nýjasta ráðstjórnar- fyrirkomulagi sósíaListisks lýð- ræðis — einræði öreiganna." Hann útskýrir í þessu sambandi, að það sé enginn munur á aust- rænni heimsveldisstefnu, eins og til dæmis að hún kemur fram í Japan, og „hinni vestrænu heimsyfirráðastefnu.“ Allt, sem sagt er af þessu tagi í hók Maos, hefir hinn góðviljaði Banda- rikjakommúnisti, sem þýddi hana á ensku, fellt hana vand- lega niður. Kommúnistaflokkurinn kín- verski er heiðarlegri og hrein- skilnari. Þegar hann síðla árs 1944 féllst á það, að Bandaríkja- mönnum væru leyfðar her- bækistöðvar í Norðvestur-Kína, bætti hann við samþykkt sína: „Við erum arftakar Marx og Engels og krefjumst stéttarbylt- ingar verkamanna og bænda ... Samvinna kínverskra kommún- ista við Bandaríkjaherinn er aðeins stundarfyrirtæki, sprottið af hernaðarlegri nauðsyn.“ Þetta ætti að nægja til þess að hrekja þá firru, sem amerísk- ir kommúnistar eru að reyna að berja inn í fólk, að kínversku kommúnistarnir séu ekki raun- verulegir kommúnistar. Algert vopnahlé. í þriðja lagi er því haldið fram, að kommúnistarnir í Kína hafi verið miklu skeleggari en þjóðherinn kínverski í barátt- unni gegn Japönum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að kommúnistar í Kína hafa því aðeins tekið sér vopn í hönd gegn Japönum, að þeirra eigin landamæri væru í hættu, en á- vallt gætt þess að gera ekki svo mikið að, að Japönum þætti ó- maks vert að láta skríða til skar- ar gegn þeim og kveða þá í kút- inn í eitt skipti fyrir öll. Það þarf ekki annað en líta á landa- bréfið. Á vígstöðvunum austur af Jenan, þar sem kommúnistar lýstu yfir, að þeir hefðu 450 þús- und manna her, er berðist við Japani af mikilli hreysti og hug- prýði, var alltaf algerleg kyrr- staða. Herirnir héldu sömu stöðu í sjö ár — allt frá því er Japanir brutust að Gulafljóti árið 1938. Þótt öðru hverju kunni að hafa verið gerðar smávægilegar árás- ir á Japani á takmörkuðum svæðum, var þar ekki um neina raunverulega bardaga að ræða. Bandarískir herstjórnendur hafa líka látið í ljós það álit, að í raun og veru hafi algert vopna- hlé ríkt á mörgum framstöðv- um, alveg sérstaklega þó í ná- munda við þær járnbrautir, sem voru aðflutningaleiðir japönsku herjanna, sem börðust við Banda ríkjamenn og her Chungking- stjórnarinnar, suður í landi. Barátta Chiangs Kai-sheks. En hin hetjulega barátta þjóð- hers Chang Kai-sheks hefir aft- ur á móti um margra ára skeið verið stórfelldasta frásagnarefni heimsblaðanna. Við minnumst enn hinnar hrikalegu viðureign- ar árin 1937 og 1938, þegar Chiang Kai-shek fórnaði beztu hersveitum sínum og nær öllum þeim nýtízku vopnum, sem Kín- verjar áttu ráð á. Kínverjar hafa aðeins fengið mjög lítil- væga aðstoð frá Bandaríkjunum í samjöfnuði við það flóð af her- gögnum, sem sent var til Rúss- lands samkvæmt láns- og leigu- lögunum, en samt berst þjóð- herinn látlaust og haldið áfram viðnámi sínu öll þesSi ár. Eigi færri en 100 þúsund hermenn úr kinverska stjórnarhernum féllu á síðasta ári, og að minnsta kosti 85 þúsund í Burma, þar sem hinar hörðustu orrustur stóðu um svonefnda Stilwell- braut, er að lokum tókst að opna. Mannfallið í her Chiang Kai- sheks er orðið fjórum sinnum meira en nemur öllu því liði, sem kommún^star segjast hafa undir vopnum. Það, sem bak við býr. En hið sorglegasta í þessum skrípaleik, sem kommúnistar hafa leikið í Kína undahfarin ár, er sú staðreynd, að þeir eru að undirbúa byltingu og styrjöld við þjóðherinn, og af því stafar það meðal annars, að þeir hafa hvorki kært sig um að fórna of miklu í viðureigninni við Japani né létta á hersveitum Chiang Kai-sheks. Þegar styrjöldin við Japani hófst, gaf kommúnistaflakkur- iinn út svolátandi áskorun: „Hervaldið hlýtur ávallt að ráða úrslitum I kinverskum stjórnmálum. Þess vegna verð- um við að efla hérnaðarlegan mátt flokksins meðan á þessum andstöðuhernaði stendur, svo sem frekast er unnt, og mynda þannig grundvöll fyrir byltingar sinnaða forustu okkar í fram- tíðinni.“ Síðan árásin á Pearl Harbour var gerð hefir Mao auðvitað ekkert haft á móti því, þótt „hið vestræna auðvaldseinræði“ kvæði Japana í kútinn meðan hann sjálfur einbeitti sér að þvi að taka í sínar hendur hina „byltingarsinnuðu forustu“ í landinu. •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.