Alþýðublaðið - 10.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALR YÐUBL jALÞÝ^UILIÐEI ] kemur út á hverjum virkum tlegi. ► 3 Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við í | Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. ► 3 til kl. 7 síðd. i \ Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 3 9»/a—10 Va úrd. og kl. 8—9 síðd. i j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). ► \ Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ► | mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ) j hver mm. eindálUa. f 3 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í | (i sama húsi, sömu símar). \ Þýðing pagnarinnar. Stórveldin kvarta undan strandgæzlunni. Pegar Héðinn Valdimarsson í vetur á þingi talaði máli almanna- rómsins um rekstur strandgæzl- unnnar, þá var það, að íhaldið fann upp lögmálið fyrir rekstri opinberra vandræðamála. Og ,:Mgbl.“ birti lögmálið öllum iýði eins og Móses gerði forðum, þó að þrumurnar og eldingarnar vantaði, og svo var reyndar um fieira, sem vant er að hafa við slík tækifæri. Lögmálið var þögn- in, og skilgreiningin, sem fylgdi eins og í Lúthers litlu fræðum, var sú, að annars kynnu útlend- ar þjóðir að - frétta það, og hjá þeim myndu ákærurnar skaða okkur, hvort sem þær varu sann- ar eða lognar. Þetta siðalögmái er harla ófagurt; hvað rétt er og satt skiftir engu; það eitt er alt að komast hjá ölium óþægilegum afleiðingum. Það er ekki verið að hugsa um neina þjóðfélagslega hoilustuhætti eöa þjóðþrifnað; að eins eitt gildir; það er íhaldið, —- að halda dauðahaldi í alt, rangt sem rétt og raska engri ró neins staðar. Það er þetta ódrepandi í- haldsmakræði. En hvernig hugs- ar glæpamaöurinn? Hann myrðir mann af því, að honum er sama um rétt og rangt, óg ráðið við ill- virkinu er — þögnin. En það er kunnugra en fTá þurfi að segja, að húa hylur ekkert til lengdar. En svo er barnaskapurinn, — þetta að-hugsa sér útlendar þjóð- ir —- stórveldin — eins og vold- ugan, sísofandi þursa, s ;m áidrei rankar við sér og eftir engu tek- ur, r.ema hann sé vakinn, og þvl sé ekki vert að hafa hávaða um neitt það, sem aflaga fari og þau geti varðað. Ef þau fái að dorma í friði, þá geri ekkert til, þótt eitthvað sé á þau gengið. Ver- aidarsagan, sem er fult eins á- reiðanleg eins og íhaldið og „Mgbl.“, segir reyndar alt ann- að. Eða hver lætur sér detta í hug,. að stórveldin séu sköpuð í sveíni af geispandi lýð. Þvert á móti. Otlendu ríkin, sem hafa aldalanga þjálfua, heyra miklu betur en við islendingar, sem að því, er til íhaldsmannna tekur, vircast halda, að við lifum enn einhvers staðar uppi á miðöld- um, símalausir og póstlausir, ein- hvern tima um það leyti, sem skipin, er áttu að ganga hingað samkvæmt garnla sáttmála, voru hætt að vera í förum. Það er misskilningur hjá „Mgbl.“ og í- haldinu, þetta; — útlendar þjóðir eru áivakrar. Hefir þá þögnin í „Óðins“-mál- inu þýtt nokkuð? Nei, öðru nær. Þjóðverjum hefir lengi leikið grunur á, að ekki væri alt með feldu um landhelgisgæzluna, og að það, sem aflaga færi, kæmi niður á þýzkum þegnum. Því hafa Þjóðverjar sent hingað ræðismann til þess að rann- saka, livernig strandgæzlan sé rekin, og hvort að þýzkir þegn- ar séu beittir örétti. Og ekki er það af því að Þjóð- verjar hafi verið vaktir með há- vaðanum hér heima, því að um- kvartanir þeirra birtust i þýzk- um blöðum í fyrra haust. Og það eru ekki Þjóðverjar einir, sem hafa fundið, að eitthvað gæti ver- ið að. Chamberlain, utanríkisráðherra Breta, hefir, eins og símskeyti hingað herma, lýst yfir því í brezka þinginu, að hann ætli að láta rannsaka það, sem komið hefir fram við tiltekinn brezkan togara af hendi strand- gæzlunnar hér. Til hvers var nú þögnin, — því að útlendu ríkin gátu vaknað sæmilega hjálparlaust. En hvað hefði ekki bráðabirgða- stjórnin íslenzka staðið miklu beí- ur að vígi, ef hún hefði ekki þag- að, heldur rannsakað málið. Þá hefði hún nú getað sagt við kvart- endur: „Við erum búnir að rann- saka; það var rangt, sem betur fór; hér eru gögnin“, eða: „Því miður er þetta satt, en við erum búnir að kippa því í Iag.“ Nei, sú stjórn, sem vill þegja sannleik- ann í hel, er ekki hafandi. Það væri nú eftir „Mgbl.“ að lýsa undirstöðunum undir athöfn- am erlendu ríkjanna i þessu máli eitthvað á þessa Ieið: „Einu sinni þegar kona Chamberlains var að stúdera neðanmálssöguna í Al- þýðubiaðinu, varð séra Austin, manni hennar, litíð um öxl hennar, og sá hann þá greinarnar um „Óðins“-málið, þreif óðara rosabullurnar sínar og rauk eins og elding niður í parlament og fór að tala um strandgæzluna." Og eitthvað svipað gæti „Mgbl.“ sennilega fundið upp á að segja um Marx. Það er nefnilega auð- séð á öllu, að „Mgbl.“ heldur, að utanríkismál erlendis séu rek- in í Heljarslóðarorrustustíl. Svona reyndist nú þögnin. Aiþýðuflokkurinn vili, að talað sé af fullri hreinskilni og hisp- ursleysi um öll opinber mál, en íhaldið vill þögn, — dauðaþögn, dauöa og þögn. En lífið heimt- ar sitt og því kemur krafan: Yfirráðin til alþýðunnar! og undaiihald. (Nl.) Einn af hátónum „Varðar“ er sá, að þeim mun meira verði smyglað og heimabruggað af á- fengi, ef áfengisverzlunin verði lögð niður. Ekki hefir það komið heim við reynsluna. Áður en farið var að gera stóru glompurnar á aðflutnirgsbarmlögin, bar minna á þeim aðförum heldur en síðar, og voru þau þó yngri þá og því að vonum erfiðara að framfylgja þeim heldur en orðið hefði, þegar þau höfðu náð meiri hefð og festu, e/ þau hefðu fengið að standa svo lengi óskert. Það ræður að líkindum, að mörgum sinnum erfiðara er að gæta bann- laganna fyrir slíkum brotum, þeg- ar hægt er að dylja þau í skjóli lögverndaðrar áfengissölu. Krist- ján Albertsson ætti að kynna sér álit samvizkusamra iögreglu- manna á því máli, ef horium er ant um að kynnast sannleikanum, þó að hann viti ekki fyrir fram, að hann muni verða í samrænii við kenningar Jóns Þorlákssonar eða Ólafs Thors. I næsta blaði „Varðar" eftir pistil Kr. Alb. kom grein um Góð- templararegluna og bannmálið eftir guðfræðinema, er Knútur heitir Arngrímsson. Hann skrifar eins og hann dreymi, að drykkju- skaparástríðan sé leikur einn, sem hver og einn muni venja sig af, ef ágæti bindindisins sé predikað fyrir honum. Þótt ekki sé efast um, að Knút- ur Arngrímsson meini vel með kenningum sínum, þá kemur það ekki að haldi, því að „góð mein- ing enga gerir stoð“, ef hún brýt- ur alveg bág við veruleikann. Hann segir: „Enginn er neyddur til að kaupa vínin og drekka. Vér getum því hafist handa og látið Spánarvín öhreyfð af fúsum og frjálsum viija. Það getur hver ein- staklingur ásett sér.“ — Ó-nei- Þetta er draumur, fagur draumur að vísu, en draumur engu að síð- ur, sem kemur alveg í bága við reynsluna. ‘Hvaðá vit væri í þvi að fá smábarni rakhníf og pre- dika svo að eíns fyrir því, að það mætti með engu móti meiða sig á honum? Reynsían hefir sýnt það þrásinnis, að fjölmargir drekka frá sér vit sitt og lífs- björg hvað eftir annað, á meðan þeir ná í áfengi, þrátt fyrir allar tilraunir til að bjarga þeim, þó að bindindisstarfsemin sé nauðsyn- leg og bjargi mörgum. Sjálfstæð- iskraftur margra rnanna er því miður ekki meiri eh svo, að þó að þeir sjái, að áfengið er þeim tii ills eins, þá leiöast þeir samt tii að drekka það æ- ofan í æ, á meðan það er á boðstólum, ‘hversu innilega sem þeir sjá eftir því á eítir. Þess vegna er mikill vafi á, hvort áfengissala tikhvers,, sem fæst til að kaupa það, er nokkuð minni glæpur en bein inanndráp. Kristjáu Albartsson getur gjarna kallað þau ummæli „þvergirðingslegt ofstæki í her- búðum bannmanna". Sannleikur- inn verður ekki kæfður méð á- mátlegum lýsingarorðum. Knútur Arngrímsson kemst svo að orði, að „vér höfum neyðst til að slaka á klónni,. svo allmikifl innfiutningur áfengra drykkja hef- ir orðið þrátt fyrir bannlögin." Notum réttu orðin, þótt þau kunni að vera óþjálli: Það var vegna ræfilsháttar flestra alþingismann- anna og tveggja landsstjórna, að vínflóðinu var aftur veitt inn í landið, og síðari stjórnir hafa lagt blessun sína yfir þær að- gerðir. Knútur Arngrímsson vill leggja svo mikla áherzlu á, að Góð- templarareglan eigi að vera hlut- laus í stjórnmálum, að fyrir því eigi hún að „hætta aigerlega að hlutast til um löggjöfina". Hanri álítur þó sjálfsagt ekki, að hún eigi að leggja svo mikla áherzlu á hlutleysi í trúmálum, að þess vegna eigi hún að láta strika alt, sem að þeim lýtur, úr úr sið- bókum sínum og sleppa játningu sinni á tilveru og mátt alls valdanda guðs. Það væri þó hinu hliðstætt. Kn. Arngr. óttast, að án hlutleysis í stjórnmálum og þar með í bannmálinu og jafn- vel öðrum smærri löggjafaratriö- um, sem miða að minkun á- fengisnautnarinnar, hljóti bræðra- lagsandi regiunnar að vera „hljómandi málmur og hvellandi bjalla“. Heldur 'hann þá að bræöralagsandi Krists hafi slokkn- að, þó að hann héldi hina hvössu þrumuræðiu sína yfir Faríseun- um? Eða ætlar hann, að Kristur hafi haft ávíturnar sjálfar að markmiði, úr því að Kn. Arngr. kemst svo að orði (í „Vísi“), að ef reglan berjist fyrst og fremst fyrir öflugu banni, þá sé hún fé- lagsskapur, „sem hefir stjórn- málastapp að markmiði"? Spurn- ingarnar eru að eins settar fram til að sýna Kn. Arngr. og fleirum, hve þessar ályktannir hans eru fjarri sanni, auk þess sem leiðin; og markið, sem að er stefnt,. hefir ruglast saman í svargrein hans til Friðriks Björnssonar. — Það er prófsteinn á gildi Góð- templarareglunnar, hversu trú hún. reynist hannmálinu, og á þá menn, og ekki sízt alþingismenn, sem segjast vera andsíæðir á- fengisnautninni, hve fast þeir( standa með hreinni bannstefnu,. en á móti erlendri og innlendri: kúgun til að kvika frá henni* þegar á hólminn er komið. Gudm. R. Ólafsson úr Grindavík. Framhalds-aðalfund heíir Féíag víðvarpsnotenda í Bárunni í kvöld kl. 8Va. iw verð- ur ipeða.l ánnars skýrt frá und- irtektum þingsins undir erindi fé- lagsins o. fl. Félagar ættu því. að sækja fundinn vel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.