Tíminn - 28.08.1945, Side 5

Tíminn - 28.08.1945, Side 5
64. blað RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR SVEFNINN Yíirleitt sofa menn 15 ár sam- tals frá aldrinum 25—70 ára. Ónógur svefn hefir valdið ósigri margra hershöfðingja, svipt marga taugaveiklaða sjúklinga vitinu, rænt eiginmönnunum frá konunum. Öllum er því ljóst, hve ijarfur svefninn er. En það eru færri, sem vita hin visinda- legu rök til þessa. Hvernig mynduð þið svara eftirfarandi atriðum? Fólk, sem sefur heilbrigðum svefni, byltir sér aldrei í rúm- inu. Rangt. Allir snúa sér á ýmsa vegu og oft í svefni, vegna þess að vöðvakerfið er þannig lagað, að menn geta ekki hvílt alla vöðvana í einu. Talið. er, að menn skipti um legu 35 sinnum á nóttu. Hollasti svefninn er fyrstu klukkustundirnar. v Rétt. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að svefninn hefir gert sitt gagn fullkomlega eftir fáar klukkustundir. Ef menn sofa í 6 klukkustund- ir í stað 8, verða menn að leggja meira að sér við vinnu næsta dag. * Rétt. Vinnurannsóknir hafa leitt í ljós, að menn verða að eyða 25% meira af hitaeining- um líkamans til þess að bæta upp misstan svefn. Menn verða að sofa nokkrum klukkustundum lengur næstu nætur til þess að bæta upp svefn, er þeir hafa misst nóttina áður. Rangt. Venjulegur svefn (8 klst.) gerir sama gagn. Fáeinar klst. í viðbót gera hvorki til né frá. Verra er fyrir tvo að sofa í sama rúmi. Rétt. Hreyfingar rekkjunaut- árins hindra væran og endur- nærandi svefn. Menn, sem lítið þurfa að sofa, eru oft sérlega afkastamiklir. Rangt. Edison og Napóleori sváfu að vísu fáar klst. að nóttu til, en þeir fengu sér oft blund á daginn. Það e^ því augljóst, að þeir sváfu ekki færri tíma en aðrir á hverjum sólarhring. Svefnleysi getur valdið alvar- legum veikindum. Rétt. Skepnur deyja fyrr af völdum svefnleysis en matar- skorts. Það er óhollt að sofa á vinstri hliðinni, vegna þess að það get- ur haft áhrif á hjartað. Rangt. Það er alveg sama yfir- leitt á hvorri hliðinni menn liggja. Ein bezta tryggingin fyrir góðum svefni er að drekka heit- an sopa áður en farið er að sofa. Rangt. Vökvaþrýstingur á þvagblöðrunni veldur eirðarleysi í svefni. Menn ættu því að drekka sem'‘minnst á kvöldin, ef þeir vilja sofa rólegir. Ofþreyta getur valdið svefn- leysi. Rétt. Því er bezt að fara i sjóð- heitt bað áður en lagzt er til hvíldar eftir erfiðan dag. Dýnur í rúmum mega hvorki vera of mjúkar né of harðar. Rétt. Menn sofa illa á hörðum dýnum og enn verr, séu þær of mjúkar. Hádegisblundur er mesti ó- þarfi. • • Rangt. í skóla einum í Banda- ríkjunum voru gerðar tilraunir, sem nýndu, að nemendur af- kjistuðu meiru með betri árangri ef þeir sváfu eina klst. eftir mat. Andleg áreynsla er versti und- anfari svefnsins. Rétt. Menn sofa bezf að loknu rólegu kvöldi, sem endar með stuttri gönguför. (Þýtt). B LÁ B E R Bláberin eru fullþroskuð og hæf til niðursuðu og sultugerð- ar. „En hvað tjáir að tala m slikt í sykurleysinu,“ segja hús- mæðurnar. 1 — Ráð er þó til við því. Það má geyma berin án sykurs. Verða þau þá að vera vel þurr og fersk. Þau eru látin í hreinar, þurrar flöskur. Siðan er hellt á þau köldu vatni. (Gætið þess að hafa ekkert borð á flöskunum, þegar berin eru látin í þær). Tappi er rekinn í hverja flösku og þær síðan lakkaðar á venju- legan hátt. — Flöskurnar verða að geymast á rakalausum stað. — Ejnnig má þurrka berin. Þá eru þau látin þorna við sólar- hita í 3 daga. Síðan eru þau þurrkuð í bakarofni í 4—6 tíma. Af þurrkuðum bláberjum má t. d. sjóða bláberjaseyði, sem er gott og hollt til drykkjar. Eru þá 30—40 gr. af berjunum soðin i y2 lítra af vatni í hálfa klst. Bláberjapönnukökur. 4 egg, 1 1. mjólk, 300 gr. hveiti, 1 tsk. salt, 1 1. bláber. Búið til venjulegt pönnuköku- deig úr hveitinu, mjólkinni, eggjunum og saltinu. Eggjin eru þeytt áður. — Bláberin eru hreinsuð og stráð á þau díálítlum sykri og látin standa í y2 tíma, sðan hituð. — Degið látið á pönnuna, bláberjr um stráð út á, annað lag af deigi látið yfir. Kakan sðan bökuð eins og venjuleg pönnukaka. — Kökurnar eru síðan lagðar hver ofan á aðra og sykri eða sírópi stráð á þær. Bláberjabúðingur. y2 bolli smjörlíki 1 bolli sykur 2 egg, þeytt VB tsk. salt 2y2 bolli sigtað bökunarhveiti 3y2 tsk. lyftiduft 1 bolli mjólk 2 bollar bláber 3 matsk. hveiti. Smjörlíki og sykri hrært saman. Eggjunum hrært saman við. Hveitinu {2y2 bolla), lyfti- duftinu og saltinu blandað sam- an við, bleytt í með mjólkinni. Bláberjunum er hrært saman við 3 matsk. af hveiti og síðan saman við deigið. Deigið er síð- an látið í smurt búðingsmót. Mótið er þakið, síðan látið í pott með sjóðandi vanti. Soðið í 1 klst. — Framreitt með ídýfu eða þeyttum rjóma. Utanför biskups Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, fór héðan með flugvél til Stokkhólms fyrra laugardag. Á sunnudaginn mun hann hafa haldiö áfram, til Kaup- mannahafpar, en þar situr hann nú fund norrænna biskupa, sem hófst síðastl. þriðjudag. Biskupinn gerir ráð fyrir að koma aftur í fyrri hluta sept- embermánaðar. ÚR BÆNUM Forstöðukona ráðin. Bæjarráð hefir samþykkt þá ráð- stöfun barnaverndarnefndar að ráða Kristbjörgu Jónatansdóttur forstöðu- konu barnaheimilisins að Kumbara- vogi um eins árs bil. Hjónaefnl. Nýlega opinberuðu trúlofun sina Jónasína Jónsdóttir, Sólvallagötu 21 og Geir Sigurðsson iðnnemi, Hallveigar- stíg 4. , trtbreiðlff Tímann! NN, þrlðjndaginn 28. ágúst 1945 LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn FRAMHALD líka nógu vel að sinu. Og þess vegna sat hann þungbúinn á stampinum og starði í leiðslu á skemmuvegginn. Ef hann Kristófer hafði nú stolið þessum lóðum, sem þeir voru búnir að láta í stampana, þá var hann þjófsnautur, ef hann þáði gjöfina. Hann stóð upp og fór að ganga um gólf. Hann sá það glöggt, að hann myndi ekki geta úfvegað sér veiðarfæri, ef hann hafnaði hjálp Kristófers, og það þýddi aftur það, að hann komst ekki til Lófót á vertíðinni. Hann yrði að hírast heima og rangla hér um plássið aðgerðalaus. Þá yxi skuldin honum yfir höfuð, og svo færi hann á sveitina, þegar lögtaks- mennirnir kæmu að innhehrita skattana og útsvarið. Karen kallaði til þeirra og sagði, að kaffið væri komið á borðið. Það var reglulega hlýtt og bjart og notalegt inni hjá Karenu. Krakkarnir voru nýþvegnir og prúðbúnir. Allt var snyrtilegt og viðkunnanlegt, þó að ekki væri beinlínis ríkmannlegt hjá hon- um Kristófer. Þegar þeir voru setztir við kaffiborðið, sagði Karen: — Geturðu sagt mér, hvað þú ætlar sjálfur að nota við Ló- fót, úr þvi þú gefur Hans allar lóðirnar þínar. Hvorugur mannanna svaraði. Það var einmitt þessi spurning, sem hafði leitað svo þrálátlega á Hans. — Þegar ég stóð þarna bak við skemmuna, heyrði ég, að þú, Hans, ættir að fá veiðarfærin. Hann Kristófer sagði það rétt svona, að þú skyldir hirða þau, svo að þú gætir komizt til Lófót. — Hann Kristófer var svo artarlegur að bjóða mér þau — jú, jú, það gerði hann, það er satt. — Hvað ætlar þú þá að nota sjálfur? sagði Karen. Ætlarðu veiðarfæralaus á vertíðina? Nú langgeispaði Kristófer.og um leið tuldraði hann í barm sér: — O, sei-sei, sei-sei, ég sé mér farborða. Settu það ekki fyrir þig — ég bjarga mér. Það var eins og henni Karen gremdust geispamir og hirðuleys- istónninn, því að nú hvessti hún augun á hann Kristófer sinn og sagði höstum rómi: — Ég effi það hreint ekki, Kristófer, að þú getur orðið þér úti um línu og margt annað, éf í harðbakkann slær. En það geturðu reitt þig á, að hér í bænum verður sagt, að þú hafir stolið veiðar- færvun við Lófót, ef þú ferð héðan allslaus. Það var eins og hnifur hefði verið rekinn í hann Kristófer. Hann spratt á fætur og leit ásökunaraugum á konu sína um leið og hann hreytti út úr sér: — Ég hafði riú litið þannig til, Karen, að þú teldir það ekki sóma þínum samboðið aó hlusta á þess háttar kjaftasögur. En Karenu fannst hún ekki þurfa að þegja yfir því, sem svo margir höfðu núið henni um nasir: að Kristófer stæli hreint og beint lóðum. Nú ^etlaðí hún einu sinni að segja það, sem henni bjó í brjósti. Og hún stóð líka upp og horfði óhrædd framan í karlinn sinn um leið og hún sagði: — Kjaftasögur eða kjaftasögur ekki — hér í Tromsö er fólk, sem staðhæfir, að þú hafir aldrei á þinni syndugu ævi keypt svo sem einn öngul eða sett upp einn einasta línustubb. Og satt að segja !er það dálítið grunsamlégt, þegar þú gefur honum Hans öll veiðarfæri, sem þú ætlaðir með á Lófótvertíðina. Þú værir vænn, ef þú vildir segja mér,, hvar þú hefir hugsað þér að fá ný veiðarfæri í staðinn fyrir það, sem þú gefur honum Hans. En þá var eins og hann Kristófer tækist á loft. Hann sló svo fast í borðíð, að kaffibollarnir skopruðu niður á gólf og öskraði framan í kerlinguna sína: — Ég ætla bara að segja þér og öllum öðrum kjaftakerlingum i Tromsö, að hann Hans Mikjálsson, sem þú sérð, að þarna situr, hann getur ekki bjargað sér veiðarfæralaus við Lófót. En það get ég, Kristófer Kalvaag, og annað kemur engum við nema honum, sem þú sérð standa hérna fyrir framan þig. Og ég skal aö mér heilum og lifandi kenna þér og öðrum að vera ekki með nefið niðri í því, sem varðar mig einan, löglegan eiginmann þinn og húsbónda, ef ég þarf endilega að minna þig á það. Og aftur sló hann krepptum hnefanum í borðið, svo að glumdi við. Þegar honum var ekki andæft, sagði hann: — Mig undrar það, ef þú ert búin að gleyma þvi, er þú fórst að skipta þér af mínum einkamálum síðast. Hann snaraðist út. Þegar þau Hans og Karen voru orðin tvö' ein, barst talið að því, hvílík fásinna það hefði verið af henni að fara nú að segja honum Kristófer þ^ð svona upp úr þurru, hvað illmálgt fólk leyfði sér að segja um hann, því að væru þeir til, sem báru honum illa söguria, þá voru þeir miklu fleiri, bæði í bærium og inn um alla firði, sem báðu honum Kristófer allra heilla. Og að lokum voru þau Jpmin að þeirri niðurstöðu, að hann. Kristófer væri vænsti maðurinn á guðs grænni jörðinni, og þá stóð Karen upp og fór út. Hann Kristófer stóð úti við^kemmuhornið og góndi upp í loftið. Karen gekk þegjandi til hans, tók báðum höndum um hálsinn á honum og sagði: — Þú skalt aldrei framar þurfa að ávíta mig fyrir það, Kristó- fer minn, að ég sé að blanda mér í það, sem þér einum kemur við. Vertu nú góður, og komdu inn til okkar Hans. Seinna um kvöldið rogaðist Hans með einn línustampinn heim til sín og á eftir honum komu Kristófer og Karen með annan á milli sín. Öll fóru þau eins hljóðlega og unnt var, til þess að nábúarnir kæmust ekkí að þessu. En það var svo skrítið, að tveim dögum síðar þurfti hann Óli Súss endilega að rekast heim til Hans og biðja hann að lána sér öxi. Og Hans var ekki fyrr búinn að opna skemmudyrnar en Óli ruddist inn og gekk beint að stömpunum og fór að skoða veiðarfærin. Svo sneri hann sér að Hans og sagði: — Eru þetta ekki flækjurnar hans Kristófers, sem þú hefir þarna? Um kvöldið gat Hans ekki tára bundizt. Það var honum að kenna, að það komst nú á allra vitorð, að hann Kristófer ætlaði ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. VI. NÝIR ÞJÁNINGABRÆÐUR. Upp frá þessari stundu hugsaði Georg stöðugt um það, hvernig hann gæti sloppið úr greipum ræningjanna. En það var allt annað en auðvelt. Stóra eik^rhurðin var rammlæst á hverju kvöldi, og tveir úr hópnum skipt- ust á um að halda vörð við hellismunnann. v Þetta síðast nefnda hafði hann ekki séð með eigin augum, en hann hafði heyrt það á orðum hinna. Þessir verðir við hellismunnann myndu án efa grípa hann, þegar hann kæmi upp í dagsljosið, enda þótt honum kynni að heppnast að opna hurðina svo hægt, að þinir vöknuðu ekki. Ræningjarnir fóru heldur aldrei út allir saman. Þeir skildu jafnan eftir þrjá eða fjóra menn í hellinum auk Georgs. Georg hleraði, að þessi smásmuglega varkárni ætti rót sína að rekja til árásar, er höfðinginn hafði eitt sinn orðið fyrir, þegar hann hafði bækistöð sína í öðrum helli. Hann slapp í það skiptið, vegna þess að tveir útgangar voru á hellinum, en á þessum var aðeins einn. Því erfiðari sem flóttinn virtist þgjm mun ákafari varð Georg. Samt lézt hann vera mjög ánægður með hlutskipti sitt til þess að vekja ekki grunsemdir. Hann söng og trallaði allan liðlangan daginn og vann eins mikið gagn og hann mátti. En þegar nóttin kom, og hánn var lagstur á laufbyng- inn, sem hann svaf á, grúfði hann andlitið djúpt niður til þess að kæfa grátinn og þá bað hann guð þess af öllu hjarta að hjálpa sér í neyð sinni. „Ó,“ hugsaði hann „ef þetta hefði ekki komið fyrir, væri ég í Dijon eða máske á leið þaðan. Veslings hús- bóndinn! Og aumingja ísabella! Hvað skyldi hún halda, þegar ég kem ekki aftur á réttum tíma. Hann grét látlaust, vesalings pilturinn, en enginn hinna harðbrjósta manna heyrði til hans. Dagarnir snigluðust áfram. Georg kom aldrei undir bert loft, sá aldrei blessaða sólina eða hvanngræn trén. Kinnar hans urðu fölar, augun daufleg. Sorgin og inni- veran lömuðu hinn djarfa dreng. Eitt kvöldið voru ræningjamir kátari en ella, og sam-' kvæmt skipun höfðingjans varð Georg að matbúa sér- lega íburðarmikla máltíð handa þeim. Þegar þeir höfðu því nær lokið við að matast, var Georg kallaður að borðinu, og höfðinginn hrópaði: „Nú, ungi eiturbrasari, í kvöld skulu allir gleðjast, þess vegna átt þú að drekka með okkur. Sjáðu, hér er bikar minn. Tæmdu hann í botn og mégi þér verða gott af!“ Hann rétti Georg bikarinn, en hellti þó í hann fyrst úr lítilli skál. Georg grunaði ekkert, og hann tæmdi bikarinn í einum teig. Þegar hann setti hann frá sér fannst honum þó, að vínið hefði verið kynlegt á bragðið. Honum varð órótt innanbrjósts, þegar hann tók eftir því að ræningjarnir störðu allir á hann og hvísluðust á. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þeir eru orðnir leiðir á mér og búnir að gera út af við mig,“ hugsaði hann. “Guð hjálpi húsbónda mínum, vesalingn- um. Hann lét þó ekki uppi þennan grun sinn, greip lútinn og fór að syngja fyrir ræningjana,eins og hann var vanur. Hann furðaði sig á því, að hann fann ekki til nokkurs sársauka, og vonin lifnaði á ný í brjósti hans. Tíminn léið. Þá stóðu ræningjarnir á fætur og bjuggust til að leggja af stað í næturránsferð eins og venjulega, en gagnstætt venju virtust nú allir ætla að fara og af tali þeirra skildi Georg, að það átti heldur enginn vörður að vera við hellis- munnann. „Þorirðu að vera einn heima, kokksi litli ,“ spurði einn stigamannanna, og hinir skellihlógu. Georg tók varla eftir háðsyrðum þeirra. Hann fann til svefndrunga, sem stöðugt ágerðist. Höfðiiiginn, sem var nýbúinn að biðja hann að færa sér sverð sitt og skikkju, tók nú í öxl hans og sagði, að auðséð væri, að strákgreyið væri aðframkominn af þreytu. „Það er bezt að þú leggir þig,“ sagði hann. „Farðu bara út í skotið þitt. Ég get hjálpað mér sjálfur.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.