Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 3
65. blat? TlMlM, fÖBtndajglim 31. ágúst 1945 3 Hermann Jónasson: LEIÐIN TIL ÖRYGGIS i. Meðan ég var í sximarleyfi austur á landi fyrir nokkru slð- an, birtist í -Tímanum grein, þýdd af Jóni Helgasyni blaða- manni úr enska blaðinu „Tim- es“. Grein þessi var um það að- allega, er við íslendingar neit- uðum Þjóðverjum um flugvelli fyrri hluta árs 1939 — og var fyrirsögn grein^rinnar þess efn- is, að neitunin hefði verið mitt verk. Morgunblaðið skýrði svo les- endum sínum frá því, að ég hefði ritað ofannefnda grein í Tímann til þess að eigna mér einum, að Þjóðverjum hafði ver- ið neitað um flugvelli, en um það hefðu allir verið sámmála í ríkisstjórn, í utanríkisnefnd og á Alþingi. Það er ekki ætlun mín að ræða þetta atriði. Hver mestu um það réði, að Þjóðverjum var neitað um flugvelli hér, skiptir minna máli en hitt, að það var gert. Þessi ákvörðun af íslands hálfu er mikilvægari en flest ef ekki allt annað, sem gert hefir verið af hálfu þjóðarinnar á síðari tímum. En þó að það sé almenn regla að þakka stjóm og sérstaklega stjórnarformanni ýms verk stjórnmálalegs eðlis, sem unnin eru i hans stjórnar- tíð, verður að viðurkenna, að það er oft, en ekki ætið, réttmætt. En með þvi að máli þessu hef- ir verið hreyft hér í blöðum og þannig inn það ritað, tel ég rétt að skýra nánar frá málavöxt- um, vegna þess að ég lit svo á, að meginkjarni þeirrar stjórn- málastefnu í utanríkismálum, er réð ákvörðun af íslands hálfu í þessum málum, megi ekki gleymast. Sú hugsun, sem bak við þá stjórnmálastefnu lá og henni réði, verður að vera okk- ur ljós, ekki síður nú en þá, er við neituðum Þjóðverjum um flugvelli. n. Þýzku sendimennirnir, er komu hingað, töldu sig vera frá flugfélaginu Lufthansa. Þeir komu hingað 20. marz 1939 með „Dronning Alexandrine“. Þeir voru þrír og voru raunverulega sendir af þýzku ríkisstjórninni, eins og siðar kom í ljós. Þeir óskuðu eftir leyfi íslenzku ríkis stjórnarinnar til að mega fljúga hingað og héðan með póst og farþega og fá leyfi hér til þess að gera flughafnir og flug- velli. Mál þetta kom aldrei til úr- skurðar eða atkvæða á Alþingi. Það var rætt í utanríkismála- nefnd. En utanríkismálaráðu- neytið skýrir mér svo frá, að sú fundarbók, þar sem skráð er fundargerð þess fundar, er mál- ið ræddi, finnist ekki i ráðuneyt- inu. Ríkisstjórnin var öll á einu máli um það að neita þessari beiðni alveg afdráttarlaust, en í henni voru Eysteinn Jónsson, Skúli Guðmundsson og Hermann Jónasson. Það féll að sjálfsögðu í minn hlut sem forsætis- og utanríkis málaráðherra að ræða við sendi- mennina. Viðræðum lauk á skömmum tíma, var lokið 23. marz. Málaleitan þeirra var þá svarað skriflega og með algerri neitun* og jafnframt gaf ríkis- stjómin út opinbera tilkynningu um' málið. Var sú tilkynning birt í útvarpi og blöðum. Þó að ekki sé lengra um liðið, kann ýmsum að þykja fróðlegt að sjá, hvað vakti fyrir ríkisstjórninni með þvl að neita Þjóðverjum um leyfi til að hafa hér flug- velli. Tilkynningin endaði þannig: „Um leið var af hálfu ríkis- stjórnarinnar skýrt frá þvi, að eins og sakir standa, sé hún staðráðin i því að veita ekki neinu erlendu flugfélagi réttindi til að halda uppi flugferðum til íslands, og eru þar með niður fallnar umræðurnar við fulltrúa hins þýzka félags. Er það fyrst og fremst hin mikla óvissa og uggur, er nú ríkir í alþjóðamál- um, sem hefir ráðið þessari af- stöðu rikisstjórnarinnar og sá ásetningur hennar að íorðast það, að nokkur aðstöðumunur sé hér á landi um möguleika til reglubundins flugs erlendra þjóða til íslands. Þá er þess og vænzt, að þess muni ekki verða ýkja langt að bíða, að íslend- ingar geti sjálfir átt þátt í þvi að halda uppi sliku flugi og i því haft nokkra forgöngu á sama hátt og nú er orðið um aðrar samgöngur við útlönd. Umræðurnar fóru mjög vin- samlega fram“. HI. Eftir að þessi opinbera til- kynning hafði verið birt, var neitun íslendinga mikið rædd í ýmsum helztu blöðum og tima- ritum bæði austan hafs og vest- an. Þetta var talið eitt hið fyrsta afsvar, sem Hitler hefði hlotið hjá nokkurri ríkisstjórn. Skrif um þetta efni hafa síðar verið endurtekin erlendis við ýms tækifæri. Það er enginn efi á því, að nokkru öðru visi væri nú um- horfs í þessu landi, ef Þjóðverj- ar hefðu komið hingað með flugher þegar styrjöldin hófst. Engilsaxnesku þjóðimar töldu sér nauðsyn að hafa hernaðar- bækistöðvar í landinu og var það. Enginn veit, hvernig sú styrjöld hefði orðið, sem hér mundi hafa verið háð, en ég veit hins vegar frá góðum heim- ildum, að til hennar hefði á- reiðanlega komið, ef Þjóðverjar hefðu verið hér fyrir. Líklegt er, að sú styrjöld hefði ekki aðelns kostað okkur óumræðilegar fórnir, heldur og Bandamenn á erfiðasta tímabili styrjaldarinn- St. Staða íslands meðal þjóðanna hefði orðið önnur en hún nú er, ef íslendingar hefðu goldið sam- þykki sltt til þess að láta Þjóð- verja búa um sig hér á landi, sem raunverulega var ætlun þeirra. Og það mega menn vita, að Þjóðverjum var þetta mál hin fyllsta alvara. Þegar sendi- nefndin kom héðan til Kaup- mannahafnar, ræddi sendiherra Þjóðverja þar við sendiherra okkar, í viðurvist sendinefndar- manna, og lét hann í ljós mikla og bitra gremju yfir neituninni. Var látið í það skína, sem sendi- nefndarmenn höfðu og óspart gert, að við íslendingar gætum átt von á þvi að fá að kenna á afleiðingum þessarar neitunar. En við seldum þá verulegan hluta af vörum okkar til Þýzka- lands og gátum hvergi selt þær vörur annars staðar. Hin fjár- hagslega áhætta, sem þjóðin tók á sig með þessari neitun, var því mjög mikil. Þetta mál var og rækilega undirbúið hjá Þjóðverjum. Þeir höfðu fengið leyfi til þess á al- þjóðafundi veðurfræðinga að hafa hér veðurathuganir um alllangt skeið, og áður en sam- göngur lokuðust við Danmörku, fengum við áreiðanlega vitn- eskju um það, að stjórn þýzku njósnarstarfseminnar í Dan- mörku, hafði einnig yfirstjórn á njósnarstarfsemi hér á ís- landi. Hverjir þessa njósnar- starfsemi ráku hér heima fyrir, var ekki upplýst, en væntanlega er auðvelt að fá það upplýst nú, þegar flett er ofan af öllum þessum málum í Danmörku. Sennilega lætur ríkisstjórnin framkvæma rannsókn i þeim efnum. IV. Það, sem fyrst og fremst réði gerðum okkar íslendinga, er við neituðum Þjóðverjum um flug- velli, var það, eins og í tilkynn- ingunni segir, að við höfðum grun um, að styrjöld væri yfir- vofandi. Við vildum þvi ekki, að nein þjóð, og sízt af öllu Þjóð- verjar, hefði hér neina aðstöðu, sem gæti verið undirbúningur undir hernað. Þetta er sagt í tilkynningu ríkisstjórnarinnar eins ljóst og hægt er að segja það í slíkri til- kynningu. En það var og annað atriði, sem skipti miklu máli um þessa ákvörðun, atriði, sem ég tel rétt að minna á með nokkrum orð- um og að ekki megi falla okkur úr minni. Ýmsir virðast líta svo á, að það séu einhver sérstök hyggindi að ræða ekki um þann þátt þjóðfélagsins, er snertir stöðu okkar meðal arinarra þjóða, eins og hún hefir verið og er. Smáþjóðir verða þó að gera sér það ljóst, að á flestar þeirra er litið sem sérstök hagsmuna- eða áhrlfasvæði ein- hvers stórveldis. Um þetta at- riði er hugsað og ráðgert af stórþjóðunum, einnig að því er snertir þetta land, alveg eins fyrir því, þó að við segjum sjálf- ir ekkert um það, og um flest þessi mál er einnig berlega rætt í viðlesnum blöðum og timarit- um. Reynslan úr þessari styrjöld hefir sýnt það og sannað — sem menn vissu reyndar nokkru ó- ljósara áður — að öryggi ým- issa landa getur stafað af því mjög alvarleg hætta, ef óvin- veitt erlend ríki fá forréttindi í nálægu landi. Þjóð getur og beinlínis stafað hætta af því, að land, sem liggur nálægt her- veldí, sé óvarið, sökum þess, að það getur opnað árásarþjóð, sem er fljótari til, auðsótta leið til þess að ná þeirri aðstöðu hern- aðarlega, sem getur verið ná- lægum þjóðum alvarleg hætta. Þannig er þessu háttað með mörg svæði á yfirborði jarðar, og við þurfum ekki að vera í neinum vafa um það, íslending- ar, að land okkar er eitt þess- ara svæða, meira að segja eitt hinna mikilvægustu. Á landa- Gísli Kristjánsson: Heima eftir fjórtán ár t hópi margra dugandi manna og kvenna, er komu heim með Esju í sumar, eftir margra ára einangrun víðs vegar um Norðurlönd, var Gísli Kristjánsson búfræði- kandídat frá Brautarholti í SvarfaðardaL Skömmu eftir heimkomuna flutti hann erindi í ríkisútvarpið, sem vakti mikla athygli, sökum glöggskyggni höfundar og röggsemi í málflutningi. Hefir Tíminn fengið þetta erindi Gisla til birtingar og fer það hér á eftir. Hugsað heim. „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Þannig hljóðar hið fom- kveðna, sem sigilt er og sannast við og við, þegar einn eða ann- ar, — sem fyrir löngu eða skömmu er að heiman floginn — leitar til æskustöðvanna á ný, annaðhvort um stundarsakir eða til langdvalar. Um undanfarin fjórtán ár hefi ég dvalið utan ættlands- ins og ekki séð það síðan ég fór héðan í ágúst 1931 og þangað til Esja flutti mig heim, ásamt svo mörgum öðrum í sumar. Getur nokkur undrazt yfir því, að sá, sem verið hefir fjarvistum um 14 ára skeið, er fullur eft- irvæntingar eftir því að sjá og sannreyna, hvað gerzt hefir á þessu timabili? Eftirvænting mín var að minnsta kosti svo vængjuð, að hún bar hugann langt á undan Esju. Mér var forvitni á að kynnast því, sem gerzt heíir og nú er á stefnuskrá og starfsskrá fyrir komandi mánuði og ár. Og það get -ég sagt, að forvitni minni er ekki svalað ennþá, því þessi dvöl hér heima hefir að- eins opnað mér útsýn yfir fáein þeirra verksviða þjóðlífsins og athafnalífsins, sem fyrir mér hafa verið lokuð lönd. Búizt til heimferðar. Loksins rann upp sú stund, sem lengi hafði verið þráð. Stríðinu létti, svo að hægt var að hugsa til heimferðar, og vissulega var annríki í tjaldbúð- um íslendinga ytra, allt frá þeim degi og þar til Esja flutti okk- ur frá strönd meginlands Ev- rópu og heim á leið. Við brottförina, og á leiðinni, skyggði það nokkuð á gleði ýmsra, að við gátum tæpast skoðazt sem frjálsir íslendingar, heldur sem eins konar fangar undir eftirliti valdsmanna ann- arra þjóða. Voru það eftirhreytur styrj- aldarinnar — eins konar hagl- él, sem hlaut að ganga yfir höf- uð okkar, áður en heim yrði náð. Það var á ýmsra vitorði áð- ur en af stað var farið, að seint gekk að afgreiða vegabréfin, enda þótt sendiráð íslands sendi þau til erlendu yfirvaldanna með umsókn um fararleyíi með tíu daga fyrirvara. Á síðustu stundu, eða sunnu- daginn þann 1. júlí, tveim tím- um áður en leysa skyldi land- festar, voru þau loksins af- greidd, eftir langt og strangt málastapp, sem sendifulltrúi ís- lands í Kaupmannahöfn, Jón Krabbe, vissulega á margfaldar þakkir skilið fyrir að hafa af- greitt á þann hátt, er raun varð á. Mætti bæði þetta afrek hans og mörg, mörg önnur, íslending- um til gagns og góðs, gefa til- efni til að við vottuðum honum þakklæti okkar, helzt með því að bjóða honum hingað út yfir hafið til stundardvalar, er hann senn lætur af öllum opinberum störfum. Senðifulltrúi fslands skerst f mállð. Hið umrædda mál, er Jón Krabbe greiddi fram úr, var vaxið sem nú greinir: Kvöldið áður en Esja skyldi fara, var sendiráðinu tilkynnt, að 25 manns úr hópi farþega væru grunaðir um mök við setuliðs- menn, njósnara og nazista, ut- an Þýzkalands og innan, svo að ástæða væri til að rannsaka þau Ekki alls fyrir löngu komu á bókamarkaðinn skáldsögurnar Ástir landnemanna, eftir amer- íska höfundinn Gwen Bristow, Nótt við Norðurpól eftir norska höfundinn Övre Richter og Fyr- irheitna landið eftir Stuart Cloete. Ástir landnemanna er amerísk landnemasaga, eins og nafnið bendir til, og fjallar um land- nám Louisanafylkis i Bandaríkj- unum. Það er margþætt saga og litauðug, þar sem fjöldi persóna kemur fram á sjónarsviðið. Les- andinn kemur að þessu landi lítt numdu, eins og söguhetj- urnar sjálfar, en I 'ísögulokin er landið fullnumið og nýr ættlið- ur tekinn að móta rás viðburð- anna. Bjálkakofar landnemanna hafa fyrir löngu vikið fyrir reisulegum höfuðbólum og við fljótið hafa risið upp stórir bæir með margþættu og iðandi lífi. Lesandinn lifir alla þessa þróun með söguhetjunum sjálf- um, en nánust og ógleymanleg- ust verða kynni hans af Philip Lorne, ævintýramanninum og elskhuganum glæsilega, sem nam ástmey sína brott fyrstu nótt hennar í nýja landinu, og Judit, unnustu hans og eigin- konu. Yfir ástum þeirra og sam- lífi hvílir heiði heitra tilfinn- inga og sterkra ástríðna, þótt eitt sinn beri þár yfir dökkan skugga.,— Saga þessi er spenn- andi og skemmtileg aflestrar og vel til þess fallin að veita hvild og tilbreytingu frá daglegum bréfi, sem Bandamenn hafa gefið út og dreift um víða veröld, er ísland merkt sem eitt af hinum allra þýðingarmestu löndum í, hernaði. Við þurfum ekki heldur að vera neinir hern- aðarsérfræðingar til þess að sjá (Framhald á 6. síðuj önnum og erli. Hún er hálft fjórða hundrað blaðsíður í stóru broti, prentuð á góðan pappír og snotur að öllum frágangi. Þýðandi er Þórunn Hafstein, en útgefandi Draupnisútgáfan. Nótt við Norðurpól gerist á nyrztu slóðum. Stórt skemmti- ferðaskip strandar við Svalbarða og aðeins fjórir menn komast lífs af, þrír karlmenn og ein kona. Tveir karlmannanna bera þarna þó beinin, en ævintýra- maðurinn og fullhuginn Jörgen Bratt og ung og fögur liðsfor- ingjadóttir lifa af.hinn langa og stranga heimskautavetur og eiga afturkvæmt til heimkynna sinna. Margvíslegar eru þó þær þrautir, sem þau vérða að þola, og mjóu munar, að barátta þeirra og þrautseigja hafi ver- ið til einskis. En þessum ungu elskendum auðnast að yfirstíga allar torfærur og verða aðnjót- andi þeirrar hamingju, sem þeim var fyrirbúin. — Þetta er lipur og skemmtileg saga. Þýð- andi er Sigurður Róbertsson, en útgefandi Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri. Fyrirheitna landið hermir frá landnámi Búanna í Suður-Af- ríku og hinum blóðugu átökum milli þeirra og frumbyggja landsins, Kaffanna. Landnem- arnir geta ekki eitt augnablik verið óhultir um sig, og grimmd og blóðþor^ta Kaffanna eru eng- in takmörk sett. Þetta fámenna, hvíta samfélag lifir í stöðugri ógn og öryggisleysi, og það mót- ar mjög innbyrðislíf landnem- anna, sem setja eigin vilja og ástríður ofar öllu öðru. Saga þessi er að öðrum þræði þrungin mikilli óhugnan, án að hinum fjöri og töfrum ungrar ástar. Hún er vel skrifuð og mjög spennandi. — Útgefandi er Draupnisútgáfan. mál nánar. Var svo fyrir mælt, að Esja skyldi liggja með alla farþega úti á höfn í átta daga meðan rannsókn færi fram. Við fregn þessari brást Jón Krabbe þannig, að hann fór sjálfur tafarlaust upp til Dewing hershöfðingja og tjáði honum, að þessi ráðstöfun væri óhæfa, einkum vegna þess, að nær sjö- tíu börn væru með skipinu og fleiri barna væri von um borð, ef það tefðist. Komst Jón Krabbe svo langt með málaleitan sína í því efni að afstýra þessum vanda, að samn- ingur náðist um, að í stað átta daga biðar yrðu sendir menn með til þess að rannsaka mál- stað hinna grunuðu á leiðinni. Þetta er í fáum orðum sagt innihald þeirrar skýrslu, sem Krabbe gaf'á sunnudagsmorg- uninn, klukkustund áður en Esja átti að fara, er hann kall- aði okkur tvo farþega, ásamt Emil Nielsen framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins í Höfn, á fund til þess að greina frá ástæð- unum eins og þær lágu fyrir. Óheppilegur valðsmaður. Áframhald þessarar sögu er víst flestum kunnugt, um hana hefir verið rætt í blöðunum og manna á milli. Fimm menn úr hópi farþega voru sendir í land aftur í Kaupmannahöfn, en tuttugu voru yfirheyrðir á leið- inni af Dana, sem þóttist vera Ameríkumaður og æðsti valds- njaður á skipinu, en farþegum fannst vera strákur fremur en valdsmaður, og var sá af ýms- um kallaður „Klein Himler“. Ég var einn í hópi þeirra, er gera skyldu grein fyrir afstöðu sinni, en undir samræðunum varð okkur sundurorða, svo að Knudsen — en svo hét sá danski — lofaði að taka mig með aftur til Englands og þaðan til Dan- merkur, til þess að standa fyrir máli mínu þar. Þegar hann ákærði mig fyrir samvinnu við njósnara og naz- .ista, ásakaði ég hann fyrir of- beldi í garð farþega, einkum þeirra, er komu frá Noregi, og ó- virðulega framkomu við ritara sendiráðsins í Stokkhólmi, en hann var ^pautaborg til þess að veita íslendingum aðstoð, og þar að auki gat ég sannað á valdsmanninn misbeitingu valds þess, er hann þóttist hafa um borð í Esju. Ég var berorður, það játa ég, og svo hreinskilinn, að ég sagði skýrum orðum, að frá mínu sjónarmiði væri hann verðugur þess viðurnefnis, sem einhver hafði gefið honum — „litli Himler“. Tekið í taumana. Við skildum í styttingi, og ég bjóst tæpast við að fá að koma í land í Reykjavík, enda þótt ég væri saklaus í þeim efnum, sem hann ákærði mig fyrir. En allt fór á annan veg. Englendingurinn, Thomas Buck, sem var í hópi þessara fimm eftirlitsmanna og túlkur þeirra, mun hafa lækkað gor- geirinn í manninum. Ég var kallaður til yfirheyrslu í anrmð sinn. Þá yfirheyrði Buch. Fyllsta kurteisi var við- höfð og spjallað um hitt og 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.