Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 7
65. blað TfMITVTV, fökadaglim 31. ágást 1945 7 Á víðavangi (Framhald af 2. aiðu) Eysteinn Jónsson fór með fjár- málastjórnina á einhverjum erfiðustu fjárhagsárum, sem hér hafa verið. Þrátt fyrir það lækk- uðu á þessu tímabili þær skuld- ir, sem ríkissjóður stóð sjálfur straum af. Rekstrarafgangur ríkisins var til jafnaðar 800 þús. kr. á ári á þessu tímabili, en rekstrarhallinn hafði numið til jafnaðar 1,1 millj. kr. næstu fjögur ár á undan. Framlög til verklegra framkvæmda voru stóraukin og ýms gjöld af út- flutningsvörum voru felld niður. Þrátt fyrir þennan árangur voru skattar og tollar á þessum ár- xrm ekki nema 13 kr. hærri á íbúa á ári en á tímabilinu 1925 —34. Það, sem réði mestu um þennan góða árangur, var hag- sýni og sparnaður við bein rekstrarútgjöld ríkisins og ráð- deild um afgreiðslu fjárlaga. Seinustu fimm árin, sem Sjálfstæðismenn hafa haft fjár- málastjórnina, hafa verið mestu veltiár, sem hér hafa nokkurn- tíma komið. Hinir gömlu tekju- stofnar ríkisins hafa gefið marg- falt hærri tekjur en áður. Hefði vel verið á þessum málum hald- ið, hefðu þessar umframtekjur af gömlu tekjustofnunum átt að geta nægt til að halda uppi meiri framkvæmdum en nokk- uru sinni áður, greiða upp skuld- ir ríkisins og safna talsverðum sjóðum til komandi ára. En all- ar þessar tekjur hafa farið í súginn og til viðbótar hafa svo skattar og tollar verið hækkaðir i stórum stíl. Þrátt fyrir það hafa framkvæmdir ekki orðið tiltölulega meiri en áður, eng- um sjóðum hefir verið safnað, sem talizt geta, og skuldirnar hafa lækkað um einar 7 millj. kr. Ríkið hefir nær ekkert bætt hag sinn á þessum miklu velti- árum og er algerlega óundirbú- ið að mæta þeim fjárhagskröf- um, sem framfarir næstu ára krefjast. Það er von að Mbl. beiti blekk- ingum og útúrdúrum til þess að reyna að leyna þjóðina réttum samanburði. Hann er henni betri sönnun þess en flest ann- að, hve dýrt henni er orðið að hafa haft íhaldið við fjármála- stjórnina seinustu árin og þó er enn ekki séð fyrir endann á því, hve dýrt það getur orðið áður en lýkur. „Undanvillingar“, Morgunblaðið þykist vera mjög hneykslað í tilefni af því, að Tíminn lét svo ummælt, þeg- ar hann skýrði fyrst frá hinum nýju verðlagslögum stjórnar- innar, að „landbúnaðarráðherra gæti valið til þessara starfa (þ. e. í búnaðarráð) undanvillinga í stéttinni, sem einskis trausts njóta meðal hennar og geta breytt alveg gagnstætt hags- munum hennar og vilja“. Mbl. leggur út af þessum um- mælum á sina vísu og segir að Tíminn hafi með þvi stimpl- að alla þá, sem i ráðið væru skipaðir, undanvillinga í bænda- stéttinni! Allir aðrir en ritstjórn Mbl. munu þó geta séð, að það er sitthvað að telja alla búnaðar- ráðsmenn undanvillinga eða segja, að ráðherra hafi mögu- leika til að skipa það slíkum mönnum. Sú fullyrðing Tímans, að ráðherrann hafi þann mögu- leika, hefir líka vel sannast með skipun kommúnista þriggja I ráðið. Þótt ráðherrann hafi hins vegar ekki skipað allt ráðið á þann veg að þessu sinni, var honum það fyllilega heimilt samkvæmt lögunum og stendur opið að gera það síðar meir, ef lögin fá að haldast áfram. Skipun hinna þriggja kom- múnista í ráðið, sýnir það bezt, að bændur geta fullkomlega átt það á hættu, ef þetta skipulag verður ekki brotið á bak aftur, að undanvillingar og svika- hrappar 1 stéttinni fái verð- lagsvaldið í sínar hendur og noti það gagnstætt hagsmunum hennar og vilja. Það eitt ætti að vera bændum næg hvatning til að sameinast um að fá þettá skipulag afnumið og að verð- lagsvaldið, sem nú er raunveru- lega hjá landbúnaðarráðherra, verði lagt í hendur stéttasam- taka þeirra sjálfra. Vlnnið ötutlega tyrir Timnnn. Þakka hjartanlega auðsynda velvild og vinarhug á sex- tugsafmœli minu 25. ágúst s. I. Sigurbjörn Þorkelsson. J. CROMi\: LYKLAR Það er óhætt að mæla með þessari skáld- sögu við alla þá, sem góðum bókmenntum unna. Þeir munu ekki verða fyrir vonbrigðum af henni, heldur njóta hennar í sívaxandi mæli, eftir því, sem þeir sökkva sér meira í hana. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og út- för Slgnrðar Isleifssonar, Syðri - Gegnishólnm. FJÖLSKYLDAN. En slíkt er aðaleinkenni allra hinna beztu bóka. Nýlokið er að kvikmynda þessa viðburðaríku skáldsögu. Lesið bókina áður en kvikmyndin kemur. ÚRVAL BÓKA HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM Stúlku vantar strax á Landspítalann Upplýsingar hjá yfirhjnkrunarkonunni. Höfum fyrirliggjandi: Malarskóflur, — Þakpappa, — Gluggajárn A. Jóhannsson & Smith h.f. Njálsgötu 112. Sínii 4616. Melvarnarefnið „0 L E V“ EINU SINNI VAR I.—II. Safn valinna ævintýra frá mörgum löndum, prýtt fjölda mörgum heil- síðumyndum. Það er leitun á jafn fjölskrúðugu og skemmtilegu lestrarefni handa börnum. STIKILBERJA-FINNUR OG ÆVINTÝRI HANS eftir Mark Twain, manninn, sem var sú list lagin í ríkara mæli en nokkrum öðrum að vinna hug allra drengja með bókum sínum. — Stikil- berja-Finnur er hliðstæður sögunin af Tuma litla, sem hver einasti drengur þekkir, og ekki síður skemmtileg en hún. — Stikilberja-Finnur á áreiðanlega eftir að verða aldavinur allra tápmikilla drengja á íslandi. YNGISMEYJAR, er bók handa ungum stúlkum eftir hina víðkunnu og vinsælu skáldkonu Lou- ise Alcott. Nafn hennar er svo þekkt, að það er nægileg meðmæli bóka af þessu tagi. Um ger- vallan heim eru bækur hennar lesnar og dáðar af ungu stúlkunum. Þær eru jafn ferskar nú og þegar þær komu fyrst út. Lousie Alcott þekkti ungar stúlkur betur en allir aðrir höfundar, sem fyrir þær hafa ritað. Það er skýringin á þeim ótrúlegu vinsældum, sem bækur hennar njóta hvar sem er í heiminum, því að ungar stúlkur eru allar sjálfum sér líkar, hvar á hnettinum, sem þær svo hafa slitið barnsskónum. TILHUGALÍF eftir sama höfund er áframhald Yngismeyja. — Ef þér viljið gleðja unga stúlku verulega vel, skulið þér gefa henni þessar bækur, aðra hvora eða báðar. SKÁLHOLTSPRENTSMIÐJA H. F. hefir reynst óbrigðult. Hefir ekki hinn óþægilega þef annarra meleyðingarefna. llcildsölubirgðir: Njáll Þórarinss^n FreyjugöÉu 11, Reykjavík. Sími 2448. Erlent yfirlit. (Framhald af 2. síðu) fór út um þúfur fyrir sviksemi kommúnista. í Danmörku hefir landsfundur jafnaðarmanna- flokksins einnig hafnað sam- einingunni. í Noregi hefir sam- einingin einnig farið út um þúfur, en talið var þó um skeið, að orðið væri fullt samkomulag um hana. En kommúnistar brugðust því á þann hátt að láta blað sitt ráðast, á ýmsa forustu- menn Verkamannaflokksins. Stjórn Verkamannaflokksins sá þá, að sameiningin myndi ekki byggð á neinum heilindum og lýsti samkomulag það úr sög- unni, sem búið var að gera. Talið er víst, að þessi verði yfirleitt endalok sameiningartil- raunanna í öllum þeim löndum Evrópu, þar sem lýðfrelsi er ríkjandi. Öðru máli gegnir í þfeim löndum, sem hernumin eru af Rússum. Þar er sameiningin sögð í fullum gangi, enda hafa flestir af eldri forsprökkum jafn aðarmanna horfið þar með ein- um eða öðrum hætti, en nýir menn hafist til valda í þeirra stað, sem margir hverjir eru taldir eiga þessa forustu sína Rússum að þakka. Vakti það t. d. athygli á sínum tíma, þegar Rússar leyfðu jafnaðarmönnum að gefa út blað í Berlín, að stjórnmálaritstjóri þess var þýzkur blaðamaður, sem lengi hvafði dvalist í Moskvu. Hafði það eigi verið kunnugt áður, að Moskva væri griðastaður fyrir forustumenn jafnaðarmanna! Eins og nú horfir, virðast á- hrifin af kosningasigri brezkra jafnaðarmanna bersýnilega ætla að verða þau, að jafnaðar- mannaflokkarnir á meginland- inu taki upp skýrari og ákveðn- ari afstöðu til kommúnista. Áð- ur var mjög óttast, að flokka- skiptingin á meginlandinu yrðu aðallega verkamannaflokkar, er væru undir sterkum rússnesk- um áhrifum, og svo íhaldssa^m- ari flokkar, er leituðu sér trausts hjá Bretum. Þetta hefir breytzt verulega með kosningasigri brezkra'jafnaðarmanna, því að lýðveldisjafnaðarmenn og aðr- ir umbótamenn hafa styrkst við hann í þeim ásetningi, að halda Færeyingar koma heim (Framhald af 4. síðu) börn. Síðan hefir Aarhus farið aðra ferð. Þegar Aarhus kom i fyrra sinnið, gekkst Lögþingið fyrir hátíðlegri móttöku. Farþegar sungu þjóðsöng Færeyinga, „Tú alfagra land mitt“, er skipið lagði að bryggju og veifuðu mörgum færeyskum fánum, en fólkið á bryggjunni söng „Prúða land mitt“ og hornaflokkur lék lög. Síðan bauð Jóannes Paturs- son, aldursforseti þingsins, fólk- ið velkomið heim með ræðu og kom víða við. Eftir ræðuna var hrópað þrefalt húrra og síðan var þjóðsöngurinn sunginn aft- ur, en að lokum söng Havnar Sangfelag þjóðsöng Dana, til heiðurs landi því, sem útlag- arnir komu frá. Færeyingar þeir, sem heim komu, voru mjög fegnir að komast til Færeyja og hafa þeir þegar fengið vinnu við ým- is konar störf. Þegar Aarhus fór aftur til Danmerkur, fóru allmargir far- þegar með skipinu, til að heim- sækja ættingja og vini og ann- ara erinda. Fyrir tilstilli amts- stjórnarinnar fengu þeir, sem heim komu, ferðina við mjög vægu verði og sumir þurftu ekki að greiða neitt fargjald. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. Crtvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda aö Timanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. fast við fyrri stefnu sína og ganga hvorki til liðs við komm- únista eða íhaldsmenn. Kosn- ingaúrslitin í Bretlandi hafa stórlega styrkt aðstöðu umbóta- flokkanna á meginlandinu og þau hafa líka styrkt aðstöðu Breta þar. Margt bendir líka til þess, að Rússar hafi talið sér heppilegra, að íhaldsmenn bæru hærra hlut í brezku kosning- unum. SÆNSKAR VÖRUR Erum umboðsmenn yfir 50 þekktra verk- smiðja í Svíþjóð í öllum iðngreinum. Vér getum því boðið yður hinar vönduðustu vörur beint frá framleiðendunum. Við kaup á vélum og uppsetningu þeirra veitir vélfræðilegur ráðunautur vor alla aðstoð. I Sölumiöstöð sænskra framleiðenda h. f. ! Austurstræti 1 - Sími 4277 - Reykjavík Leiðrétting i í afmælisgrein, sem ég ritaði í Tímann um Þorstein M. Jóns- son, er ein prentvilla, sem ég tel rétt að leiðrétta, ekki af því að hún sé nein vitleysa út af fyrir sig, heldur af því, að einhverjum kann að þykja ankannalega til orða tekið. Þar segir, að Þor- steinn muni líta svo á, að bóka- útgáfa sé menningarstarf, sem inna eigi af hendi skammlaust og án allrar fordildar. í handrit- inu stóð skrumlaust. KAUPFELAG HALLGEIRSEYJAR vantar eftirtalið starfsfólk: 1 afgrelðslustúlku í sölubúð. 2 skrifstofustúlkur. Góð rithönd og lipur framkoma ásUilin. En úr því að ég er farinn að leiðrétta á’annað borð, er líklega bezt, að ég haldi því áfram. Þor- steinn frændi hefir sem sé trúað mér fyrir því, að það sé mis- skilningur frá minni hendi, að hann hafi langað til að læra til prests. Stærðfræði hafi verið miklu ofar í huga sínum. Hins vegar hafi hann nú'orðið miklu meira álit á prestsstöðunni en hann hafði í æsku. Ég leiðrétti þetta auðvitað ekki vegna þess, að ég telji hitt ólíklega til getið af minni hálfu, né heldur, að frænda mínum hafi verið nokk- Upplýsing'ar í síma 5228 Rcykjavík og' í skrifstofu félagsins, Hvolsvelli, sími 3. Raftækjavinnustofan Selfossi framkvæmir nllskonar rafvirkjastörf. \ ur vansi gerrr, heldur af því, að Áskriftargjald Tímans í þessu, sem öðru, mun vera rétt að hafa það, er sannara reynist. Jakob Jónsson. utan Rvíkur og Haínarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.