Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 4
4 TtMIM, föstndaginn 31. ágúst 1945 • 65. Wað Olafur Jóhannessoci: Um „Fyrra sambandiö" 1895—1898 Hlnn 20. ágúst síðastliðinn voru 50 ár liðin frá því „Pyrra sambandið“ eða „þingmanna- sambandið" svonefnda var stofnað hér í Reykjavík. Þó að samband kaupfélaganna yrði ekki langlíft að því sinni, hafði það samt margvíslega þýðingu. Má því stofnun þess teljast merkur atburður í íslenzkri sam- vinnusögu. í tilefni af þessu af- mæli þykír mér því viðeigandi, að rifjuð séu upp nokkur helztu atriðin um stofnun og starfsemi þessa fyrra sambands kaupfé- laganna hér á landi. Um þetta efni er heimildir að fá í ritgerð eftir -Jónas Jónss«n í tímariti íslenzkra samvinnufélága árið . 1920 og í sögu Sambands ísl. samvinnufélaga eftir Gísla Guð- mundsson. f því, sem hér fer á eftir, verður aðallega stuðst við þessar heimildir. Fyrstu kaupfélögin höfðu ekk- ert samstarf sín á milli til að byrja með. Ekki höfðu þau þó starfað hér mörg ár, er forystu- menn þeirra fóru að hugsa til einhvers konar samstarfs og fóru að vinna að því að koma á sambandi milli þeirra. Er tal- ið, að á því hafi verið byrjað um 1892. Um sumarið 1894 var fundur haldinn í Reykjavík um mál þetta. Var á þeim fundi lagt fram „frumvarp til sam- bandslaga.“ Ekki var þó gengið frá stofnun sambandsins að því sinni, heldur mun afgreiðslu málsins nafa verið frestað til næsta árs. Hefir væntanlega átt að taka lagafrumvarpið til með- ferðar 1 félögunum i millitíð- inni. Hinn 20. ágúst 1895 var svo fundur haldinn í Reykjavík af' 9 fulltrúum frá 6 félögum. Full- trúar þessir voru: Séra Einar Jónsson og Guttormur Vigfús- son frá Pöntunarfélagi Fljóts- dalshéraðs, Pétur Jónsson og Jón Jónsson frá Múla frá Kaup- félagi Þingeyinga, Ólafur Briem og Jón Jakobsson frá Kauþfélagi Skagfirðinga, Skúli Thoroddsen frá Kaupfélagi ísfirðinga, Þórð- ur Guðmundsson frá Kaupfé- lagi Stokkseyrar og Guðjón Guð- laugsson frá Verzlunarfélagi Dalamanna. Fulltrúar þessir voru allir alþingismenn, og mun sambandið þess vegna hafa hlotið áðurgreint nafn. Allt voru þetta mætir ménn og þjóðkunn- ir og urðu sumir þeirra síðar leiðtogar í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Á fundi þess- um var samband kaupfélaganna stofnað. Gengu þegar í það fimm þeirra félaga, er fulltrúa áttu á fundinum, þ. e. öll nema Verzl- unarfélag Dalamanna. En heim- ild var gefin til að veita því og Kaupfélagi Svalbarðseyrar inn- göngu í sambandið fyrir næsta aðalfund þess. Ólafur^Briem Á stofnfund- inum voru samþykkt lög fyrir sam- bandið. Lög- in voru nefnd „Sambands- lög íslenzkra kaupfélaga“ Ætti nafn fé- lagsskaparins samkv. því að hafa verið Samband íslenzkra kaupfélaga, en ekki er nafn sam- bandsins beinlínis ákveðið í lög- unum. Samkvæmt lögunum átti til- gangur Sambandsins að vera sá, „að vinna að útbreiðslu og efl- ingu kaupfélagsskaparins hér á landi, að auka sem mest kunn- ugleika og traust hinna ýmsu kaupfélaga (pöntunarfélaga og verzlunarfélaga) sín á milli og koma á samvinnu á milli félag- anna í hinum ýmsu áhugamál- um þeirra.“ Ekki var minnst á sameiginleg innkaup eða sölu íslenzkra afurða, enda mun Sambandinu ekki hafa verið ætlað að fást við slíkt. Sam- bandið átti því eingöngu eða a. m. k. fyrst og fremst að vera fræðslu- og kynningarstofnun. Skipulag sambandsins var ein- falt og óbrotið. Aðalfundur, sem halda átti annað hvort ár, átti að ráða málefnum þess. Hanft átti að koma saman í Reykjavík um þingtímann, nema annað væri sérstaklega ákveðið. Er því sýnilega gert rá'ð fyrir því að fulltrúar séu aðallega alþingis- menn, og því lítill aukakostn- aður við fundarhaldið. Hvert sambandsfélag átti rétt tií að senda einn eða tvo fulltrúa á aðalfundinn og fór það eftir umsetningu útfluttra vara. Að- alfundur kaus formann og vara- formann. Átti formaður að fara með stjórn í málefnum félags- ins á milli funda. Meðstjórn- endur voru engir. Kostnaði við starfsemi sambandsins átti að jafna niður á félögin. Strangar reglur voru um það, að ekki mætti íþyngja félögunum fjár- hagslega nema samþykki þeirra kæmi til. Formaður sambandsins var kosinn Pétur Jónsson frá Gautlöndum, en varafor- maður Ólafur Briem. Báðir áttu þeir síð- ar eftir að verða form. í Sambandi ísl. samvinnu Pétur Jónsson félaga. Stofnfundur sambandsins lýsti „ánægju sinni yfir þeirri byrjun til stofnsjóðs og varasjóðs í fé- lögunum, sem þegar er orðin.“ Tók sambandið þannig afstöðu með því nýmæli, sem þá var í uppsiglingu í rekstri félaganna, þ. e. söfnun veltufjár eftir enskri fyrirmynd. Hafði Torfi Bjarna- son í Ólafsdal einkum beitt sér fyrir sjóðasöfnun í félögunum, en hann hafði nokkuð kynnzt starfsemi hinna ensku sam- vinnufélaga. Tvímælalaust er, að mjög hefir það orðið til að efla gengi íslenzku samvinnufélag- anna, að horfið var að því ráði að safná reksturs- og trygging- arsjóðum. Sambandið ákvað að hefja útgáfu tímarits. Átti það að konia út a. m. k. annað hvort ár. Þar skyldi „prenta ritgerðir um kaupfélagsmál og hagskýrsl- ur kaupfélaganna, svo sem skrár yfir aðfluttar og útfluttar vör- ur með álögðum kostnaði, yfir- lit yfir fjárhag félaganna, eign- ir og skuldir/1, Tímaritið skyldi gefið út í 1000 eintökum. Rit- stjórn þess var falin Pétri Jóns- syni á Gautlöndum. „Tímarit kaupfélaganna" byrj- aði að koma út næsta ár. Kom það út árin 1896 og 1897. f tíma- ritinu voru ritgerðir og skýrslur um starfsemi kaupfélaganna hér á landi, greinar um almenn þjóðfélagsmál og raktar kenn- ingar erlendra manna um þau efni. Auk ritstjórans skrifuðu í tímaritið þeir Sigurður Jónsson í Yztafelli, Benedikt Jónsson á Auðnum, Einar Ásmundsson í Nesi og Guðjón Guðlaugsson á Ljúfustöðum. Ritstjórinn, Pétur Jónsson, skrifaði m. a. grein um samvinnuútgerð, Sigurður Jóns- son ritaði grein, er hann nefndi „Geta kaupfélög komið stað kaupmanna?“ Telur höfundur, að. svo geti verið og telur það sannað með reynslu Kaupfélags Þingeyinga. Benedikt Jónsson skrifar m. a. grein, er hann nefnir „Skipulag" og aðra, er hann nefnir „Félagsfrelsi." Báð- ar eru grein- ar þessar hin ar merkileg- ustu. í fyrri greininni sýn ir hann fram á þýðingu skipulagsins, hvernig yfir- burðir mennt aðra manna Benedikt Jónsson -jg menntaðra þjóða fram yfir villimenn séu nær algerlega að þakka skipu- lagi mannfélagsins, en ekki yf- irburðagáfum. Grein þessi vakti mikla athygli hugsandi manna, 'enda ipun hún hafa verið eitt hið fyrsta, sem ritað hefir verið um félagsfræði hér á landi. Guð- jón Guðlaugsson skrifaði „Hug- leiðingar um verzlunarsamtök og um stofnsjóði kaupfélaga." Rekur hann þar hugmyndina um stofnsjóðsmyndun í kaupfé-1 lögum og skýrir frá reynslu Dalafélagsins í því sambandi. Sýnir höfundur glögglega fram á h^erja þýðingu það hafi fyrir félögin, að þau safni sér veltufé. Síðast í fyrra hefti tímaritsins eru nokkrir bréfkaflar frá Einari Ásmundssyni í Nesi, er ritaðir voru 1891 og 1892. Bréfin eru sennilega til Péturs Jónssonar. Eru bréfkafl- ar þessir hin- ir merkileg- ustu, því að þar bregður Einar upp mynd af því, hvernig fram tíðarskipulag ið í verzlun- armálunum eigi að vera. Meðal annars segir hann: „Það er eðlilegt, að eitt kaupfélag sé á hverju því svæði, sem sækir að einni höfn. Hæsta hugmynd eða ideal í' þessu máli er, að í landinu séu eins mörg kaupfé- ------------------------j------- lög og útskipunarhafnir eru margar; forðabúr (söludeild) við hverja höfn; félögin öll í sambandi, í þeim atriðum, sem til gagns gæti verið, og verzlun landsmanna þannig öll í ein- ingu, innlend og kaupmannslaus í vanalegum skilningi." í öðrum bréfkafla segir Einar: „Kaupfélögin ættu að vera um allt land, eitt umhverfis hverja höfn, eða öll standa í sambandi, líkt og þjóðfélögin í Sviss eða Ameríku. Innanlands- málin snerta sambandið lítið, en hin erlendu því meira. Er- indreka ætti þessi Union að hafa á fáeinum stöðum erlendis, á Englandi, í Hamborg og á Norð- urlöndum. Hún (Unionin) ætti að hafa eitt eða fleiri gufúskip á stöðugum gangi, aftur og fram í 7 eða 8 mánuði árlega, leigt í einu til alls tímans. Segl- skip mætti nota meðfram undir kol, salt og timbur.“ Nokkru síðar bætir hann við: „Hefði af því getað orðið, að kaupfélögin, sem nú eru fædd, eða fæðast- kunna, gengu í sam- band eins og við höfum svo oft minnst á, þá sýnist mér, að eitt af þeirra sameiginlegu verkum hefði átt að vera það, að halda úti blaði, sem ekki þyrfti fyrst um sinn að vera stórt. Ég held, að verzlunarblað væri nærri eins þarft, og þyrfti eins vel að komast inn á hvert heimili eins og Kirkjublaðið." Það þurfti mikla framsýni til að rita þannig fyrir rúmlega 50 árum. Eins og áður segir, féll útgáfa tímaritsins niður að tveimur árum liðnum. Þó að það kæmi ekki út lengur en raun varð á, hefir útgáfa þess vafalaust haft talsverð áhrif, enda var þá prentun blaða og tímarita hér á landi lítil á móti því sem síðar varð. Tímaritið var einnig þannig skrifað, að það hlaut að vekja eftirtekt hugsandi manna, og nægir því til sönnunar að benda á fram- angreindar ritgerðir. Um starfsemi sambandsins að öðru leyti er því miður lítið vit- að, en svo er að sjá, að það sé í rauninni úr sögunni um leið og útgáfa tímaritsins féll niður. Varð því sambandi kaypfélag- anna ekki langlífis auðið að því sinni. Verður nú ekkert fullyrt um, hvað því hefir valdið, að starfsemi þess féll svo skjótt niður. En sennilega hafa þar ýmsar ástæður verið að verki. Að baki þessum samtökum stóðu að nokkru leyti ólíkir menn og ólíkir félagshættir. Samgöngu- erfiðleikar hlutu einnig á þeim tíma að verða hverý slíkri starf semi til tálmunar. Svo virðist einnig, að sambandið hafi ekki náð tökum á hugum kaupfé- lagsmanna almennt, heldur hef- ir það sennilega nokkuð verið þetta, um þann 6. júní 1944, þegar prófessorinn, sem ég þá vann hjá, var sóttur og settur í varðhald Þjóðverja, en við starfsmenn hans lokaðir inni lengi dags, og um 29. ágúst 1943, þegar danska útvarpið var tek- ið, en ég var svo óheppinn að eiga að hefja dagskrá með er- indi þann dag, og vissi ekki um neitt, fyrr en ég kom að útvarps- húsinu, sem þá var umkringt vopnuðum Þjóðverjum. í þessum samræðum varð Knudsen hinn danski þátttak- andi og þiðnaði lund hans svo, að hann baðst afsökunar á fram- komu sinni vijð fyr% yfirheyrslu, en kvaðst hafa verið skyldur til að beita valdi í Gautaborg. Ég get bætt því við þessa stuttorðu frásögn, að vegur hins sama Knudsens mun hafa lækkað að mun, er til Reykjavíkur kom, því að mér er sagt, að hann hafi fengið ofanígjöf hjá yfirmönn- um ameríska hersins hér fyrir misrétti það, er hann beitti á leiðinni. Þessi fregn mun tæp- lega hryggja-úiokkurn þann, er varð að hlíta valdi hans og úr- ^skurði á leiðinni til íslands. Og heim til íslands komst ég eftir 14 ára útivist. Landkenning og landtaka. /Út yfir hafið hafði mér bor- izt fregnir um örfok og eyði- leggingu, um athafnir og upp- byggingu heima á Fróni, en nú skyldi allt skoðað með eigin augum — gegnum gleraugum, sem ég hefi eignazt í útlegðinni. Þegar íslenzku fjöllin risu úr hafi, var glatií á hjalla á Esju. Sumarið 1941 dvaldi ég í Sviþjóð og gerði mér alllanga ferð til þess að sjá fjöll, en fjöll hafði ég þá ekki séð um tíu ára skeið. En sænsku fjöllin voru tilkomu- lítil í mínum augum. Nú sá ég ísland — íslenzk fjöll — og hið stórfenglega útsýni af hafi utan hrærði strengi og kallaði á kenndir í hugum okkar farþega, svo að söngvarnir um friðsæla dali, laðandi fjöll og sæla sól- skinsströnd voru sungnir, og endurteknir, eftir að landsýn gaf. Það var þá líka sannkallað sunnudagsveður, sem heilsaði okkur. Ekkert unáarlegt að út- sýnið til fannkrýndra fjalla, til sólroðinna jökla og græn- skrýddra • gróðurlenda laðaði fram úr hugarfylgsnum tilfinn- ingar, sem ætla má náskyldar þeim, er gagntóku Gunnar forð- um, þegar hann — seiddur af fegurð Hlíðarinnar — ásetti sér að fara hvergi, en halda kyrru fyrir á ættjörðinni, hvernig sem allt kynni að ganga. Við náðum Reykj avikurhöfn, lögðumst að bryggju og fengum viðtökur, sem aldrei munu gleymast. Okkar hjartanlegustu þakkir er ekkert endurgjald fyr- ir þær viðtökur og þau vina- hót, sem okkur voru sýjad, en mætti okkur auðnast að sýna það í verkinu, að land okkar og þjóð hafi við þetta tækifæri heimt vaska drengi og vænar konur heim, heil á húfi eftir langa útivist og hættuför, þá er gleðin fullkomin, og þá er frá okkar hálfu — ef til vill ekki fullgoldin sú skuld, er greiða ber — en greitt þó það, sem við megnum að láta af mörkum, ef okkur auðnast að rækja með sóma þau störf, sem okkur kunna að verða falin, landi og þjóð til gagns og vegsauka. Svipast um á landi. Ég sté á land í landnámi Ing- ólfs. Éfg var fyrir löngu búinn að frétta, að höfuðstaður ís- lands væri orðinn voldugur bær, búinn ýmsum þægindum, og fegurð hans var rómuð, því að þar gæti að líta glitrandi hús- veggi, vegleg minnismerki og skrautlega skrúðgarða, og eng- inn kolareykur hvíldi yfir bæn- um lengur. Satt "reynist það, að ýms þau þægindi, sem íbúar höfuðborgar íslands fá frá auðlindum þeim, er nytjaðar eru við skaut ís- lenzkrar náttúru, eru svo ósegj- anlega mikils virði, að þjóð, sem nýtur þess konar gæða, er á- reiðanlega öfundsverð fyrir hina sem hljóta að flytja orkulind- irnar heim til sín á skipum eða vögnum. Hvað snertir ýms átriði* feg- urðar og smekkvísi í höfuðstaðn- um, varð ég hér og þar fyrir vonbrigðum, því að náttúrlega sér maður eitt og annað, sem betur má fara. Mér finnst feg- urðartilfinningunni og reglu- seminni ekki skipað til hásætis nú fremur en gerðist, er ég hvarf héðan fyrir fjórtán árum. Gömlu húsin, grá fyrir járnum — sum ryðguð — standa eins og þáu stóðu þá, meira eða minna úr lagi gengin ytra, og umhverfi þeirra ekki hirt þannig, að kall- azt geti til fyrirmyndar. í húsnæðisvandræðunum er náttúrlega ekki hægt að krefjast þess, að nothæf hús séu rifin eða lögð í eyði; en þetta með skort á smekkvísi um ytri frá- gang bygginga, er ekki einkenni Reykvíkinga sérstakléga, ég held það sé landlægt fyrirbrigði. í Glerárþorpi við Akureyri og víðar á ferð minni norðan lands hér á dögunum, sá ég hús — sum margra ára — sem aldrei hafði verið snert hendi við til að prýða ytra, og því síður að laga umhverfið. Ég sá þó á ferð minni heilar sveitir, þar sem íbúðar- húsin — ytra sem innra — voru yfirleitt vel og smekkvíslega út- búin. Að göturnar í Reykjavík eru víða miður vel úr garði gerðar, er skiljanlegt, eftir sundurgröft- inn vegna hitaveitunnar, þessa einstaka og ágæta framastigs á sviði íslenzkrar tækni. En Róm var ekki byggð á ein- um degi. — Reykjavík auðvit- að ekki heldur. Óhirðan í görffunum. Eitt er það, sem höfuðstaðinn skortir tilfinnanlega, en það er gróður og gróandi í góðri hirð- ingu. Veit ég vel, að allur gróður á örðugt uppdráttar á þessu hrjóstruga hraunj, sem heitir Seltjarnarnes, en af breytingum þeim, sem orðnar eru á Austur- velli og einstaka trjálundum í bænum á fjarvistarárum mín- um, má þó sjá, að miklu lengra má komast á þessu sviði en al- mennt er orðið. Frá hægri og vinstri hefi ég heyrt, að Hljómskálagarðurinn eigi að vera lystigarður höfuð- staðarins. Má vera, að hann geti orðið það, en í ástandi því, sem ég hefi litið hann, þakinn biðu- kollum og öðru illgresi, finnst mér, að lystigarðsnefnið sé ó- viðeigandi og miklu meira sannV nefni áð kalla hann „raunagarð Reykjavíkur“. Flogiff yfir landiff. Þetta var nú það fyrsta, sem vakti eftirtekt mína, eftir að ég sté hér á land. En höfuðstaður- inn er lítill hluti af flatarmáli landsins, þótt þar dvelji þriðj- ungur þjóðarinnar. Því lék mér hugur á að sjá meira, og ég fann mig seiddan af æskustöðvunum norðan lands. Þéss vegna fékk ég far með flugvél norður og sveif um geim- inn í gíaðasólskini yfir haf og land. Leiðin lá yfir Hvalfjörð, Borg- arfjörð og beina leið til Akur- eyrar. Á hægri hönd voru jöklar og fannkrýndir fjallstindar, þessir útverðir öræfanna, er senda tár sín í stríðum straum- um niður á láglendið, en þar taka íbúar landsins þeim tveim höndum og nota sem aflgjafa til þess að lýsa og hita híbýlin sín, eða sem orkulind í þágu dag- legu starfanna. Náttúra landsins er sú sama og ætíð hefir verið, hrikalej?, en um leið hagkvæm þeim sonum og dætrum þjóðarinnar, sem hafa manndáð til þess að leysa orkulindirnar úr viðjum nátt- úrubarmsins. Ég sá ísköld vötn falla í kvísl- um frá hálendinu og sameinast í innstu .daladrþgum, en utar víkka sveitir með gróandi tún og sléttar grundir og búpening- . Færeyingar koma heim Færeyingurinn, Sámal David- sen hefir skýrt blaðinu svo frá heimflutningi færeysks fólks, sem dvalið hefir í Danmörku á styr j aldarárunum: Um 800 Færeyingar hafa ver- ið fluttir heim frá Danmörku, en þar munu hafa verið um 3000 Færeyingar á stríðsárun- um. Hinir fyrstu, sem heim komu, komu með skipunum Björgvin, Mjóvanes, Fagranes og City of Norwich, sem áður höfðu flutt farþega og flutning til Dan- merkur. Hinn 4. ágúst kom svo farþegaskipið Aarhus, sem er eign Sameinaða gufuskipafé- lagsins, og var það með 365 far- þega, meðal annars konur og (Framhald á 7. síSu) bundið við þá alþingismenn, er fyrir stofnun þess höfðu geng- izt. En þó að aðeins tvö hefti af Tímariti kaupfélaganna séu hinn eini sýnilegi ávöxtur eldra sambandsins, má óefað full- yrða, að það hafi orðið sam- vinnustefnunni til verulegs framdráttar. Tímaritið sýnir, að samvinnustefnan átti hér ó- verijuvel gefnum mönnum á að skipa. Þeir gerðust brautryðj- endur allsherjar samtaka sam- vinnumanna. Enginn vafi er p, því, að starfsem^ þeirra og rit- gerðir hafa vakið áhuga margra á þessum allsherjar samtökum og á samvinnumálunujn yfir- leitt. Enginn vafi er heldur á því, að með stofnun „Fyrra sam- bandsins,“ hefir brautin að nokkru verið rudd fyrir stofnun Sambands ísl. samvinnufélaga. Þeir menn, sem stóðu að stofn- un beggja þessara samtaka, t. d. formaðurinn, Pétur Jónsson, hafa áreiðanlega öðlast dýrmæta reynslu í fyrra skiptið. Þess vegna mega íslenzkir samvinnu- menn vissulega minnast þessa 50 ára gamla atburðar. Hanii er einn áfangi á framsóknarbraut þeirra. Þess vegna má ekki at- burður þessi falla í gleymsku hjá núlifandi eða komandi sam- vinnumönnum. íslenzkir sam- vinnumenn standa í þakkarskuld við brautryðjendur „Fyrra sam- bandsins." Nöfn þeirra eiga því að geymast í íslenzkri samvinnu- sögu. Þeir voru allir hinir mæt- ustu menn, sem unnu mörg þjóðnytjastörf. Væri af þessu tilefni full ástæða til að rekja starf þeirra og ævisögu. Af því getur þó ekki orðið að þessu sinni. En áreiðanlega geta ungir samvinnumenn margt lært af þessum brautryðjendum. in á beit. Ég lít fiskivötn og silungsár, en undir fjallahlíðum og ásum standa bændabýlin, og þar er verið að heyvinnu með vélar af nýtízku gerð. í þessum dölum hafa foreldrar, afar og ömmur og aðrir fyrirrennarar i núlifantii kynslóðar unnið störf sín án véla. Hér lifðu þau og undu hag sínum við þá sveita- sælu, sem svo margir hafa hyllt í ræðu og riti. Starf bóndans er landnám. íslenzkar sveitir eru eins blómlegar til búskapar og þær voru fyrir fjórtán árum síðan, og það finnast fjölda mörg dæmi þess, að eftirtekja sú, sem íslenzkur sveitabóndi safnar á ári hverju, er eins mikil — stundum mun meiri — en hjá stéttarbróður hans á suðrænu breiddarstigi. Landið okkar er bara of lítt numið ennþá, það sannfærumst við um, er litið er yfir sveitirnar úr loftinu. Land verður að nema, en til landnámsins þarf fjátmuni, sem öll þjóðin verður að láta af mörkum. Landnámið — mann- virkin — er sá arfur, sem núlif- andi kynslóð skilar þeim, sem á eftir koma. Ég hefi séð um það rætt í blöðum og hitt einstaklinga, sem töldu, að búnaður á íslandi hlyti að leggjast niður, því að hann sé öarðbær. Á ferð minni norðan lands kom ég í síldarverstöðvar, þar sem tugir og hundruð manna gengu aðgerðalausir og sköpuðu engin verðmæti. Ég finn enga ástæðu til að dauða- (Framhald á 5. síðu) /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.