Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 6
6
MH
SEXTUGUR:
Vigfús G. Þormar
hreppstjóri að Geitagerði í Fljótsdal
M, föstndaglmi 31. ágást 1945
Leiðin til öryggis
(Framhald af 3. síöuj
það og skilja, hvaða ávinning-
ur það hefði verið fyrir Þjóð-
verja (eða gæti orðið fyrir aðrar
hernaðarþjóðir á meginlandi
Evrópu, sem ættu í styrjöld við
engilsaxnesku þjóðirnar), að
hafa yfirráð yfir þessu landi,
ásamt Norður-Noregi. —
Það er auðsætt mái og hefir
alltaf verið augljóst, að við ís-
lendingar höfum um aldir lifað
undir óbeinni vernd brezka flot-
ans, en þótt þessu hafi verið
þannig háttað, hefir þessi að-
staða ekki skert sjálfstæði okk-
ar að neinu leyti.
En til þess að við gætum lif-
að þannig, var eitt alveg ófrá-
víkjanleg nauðsyn: Við máttum
ekki láta neina þjóð ná hér þeim
yfirráðum, sem gátu orðið þess-
um nágrannanum hættuleg. Ef
Vvið veittum hér einhverri þjóð
réttindi, er mætti nota sem ein-
hvers konar undirbúning að
hernaðarlegri aðstöðu, mátti
jafnan ganga út frá því sem
sennilegu, að Stóra-Bretland
teldi sér það svo hættulegt, að
það neyddist til að gera gagn-
ráðstafanir sér til öryggis. Við-
ureign slíkrar tegundar er senni-
iega byrjuð í ekki fáum löndum
og er engum hulin. En til slíks
má aldrei koma í þessu landi
og á aldrei að þurfa að koma,
ef réttilega er á málunum hald-
ið. En til þess verðum við að
skilja aðstöðu okkar og hern-
aðarlegu þýðingu. Ef við gerum
það og vökum yfir hefðbund-
inni tillitssemi til nábúans, verð-
ur það af sjálfu sér að ófrávíkj-
anlegri stefnu allra ríkisstjórna
á öllum tímum, að veita engri
þjóð forréttindi í þessu landi.
V.
Það er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir því, að ísland er
á hernaðarlegu hagsmunasvæði
Stóra-Bretlands og ef tU vill
engilsaxnesku þjóðanna, svo sem
augljóst má vera eftir þessa styrj
öld. Við erum svo lánsamir, að
þessar þjóðir eru okkur andlega
skyldar og þær búa við lýðræð-
isstjórnarskipulag eins og við.
Reynslair sýnir, að samskipti
okkar við þessar þjóðir eru okk-
ur eðlileg, og þær hafa reynzt
okkur áreiðanlegar og orðheldn-
ar í samningum og viðskiptum.
Við höfum hins vegar sýnt og
sannað í þessari styrjöld og áð-
ur, meðal annars með því að
neita Þjóðverjum um flugvelli,
að við skiljum hver er skylda
okkar við sjálfa okkur og eðlileg
tillitssemi gagnvart nábúanum.
Þegar Bretar fóru fram á að
fá að hernema landið, neituðum
við því að vísu, en bentum þeim
á það, sem nú er hægt segja
opinberlega, að ef yfirvofandi
; hætta væri hér á hernámi Þjóð-
iverja, væru Bretar svo nálægir,
þeir gætu einatt orðið fyrri til,
þar sem herskipafloti þeirra
væri stöðugt hér í námunda. Og
eftir að þeeir höfðu'hernumið
landið, tókum við því máli með
fyllsta skilningi sem og því, er
þeir óskuðu eftir að við gerðum
samning við Bandaríki Norður-
Ameríku um hervernd landsins.
Það, sem ég tel því mestu máli
skipta í framkomu okkar sem
þjóðar frá fyrir þessa styrjöld
og fram á þennan dag, er það,
að við höfum tvímælalaust unn-
ið til þeirrar tiltrúar hjá ná-
grönnum okkar, að við fáum
að lifa í þessu landi, nú fremur
en nokkru sinni fyrr, án þess
að frelsi okkar sé á nokkurn
hátt skert með eftirliti eða í-
hlutun.
Við íslendingar erum ekki
heldur í neinum vafa um það
og höfum aldrei verið, að nábú-
um okkar er ljúft að fullnægja
þessu atriði.
Við íslendingar munum hins
vegar af eðlilegum, ófrávíkjan-
legum sökum halda áfram að
vera tryggir þeirri stefnu, er
því réði, að við neituðum Þjóð-
verjum um áhrifaaðstöðu hér
fyrir þessa styrjöld.
íslenzkar bækur
á erlendum vettvangi
Vigfús G. Þormar, bóndi í
Geitagerði og hreppstjóri í
Fljótsdal, verður sextugur 3.
sept. n. k. Hann er fæddur að
Eiðum, en þar var þá faðir hans,
Guttormur Vigfússon, skóla-
stjóri. Annars var Guttormur
oftast kenndur við Geitagerði,
því að þar bjó hann lengst.
Foreldrar Vigfúsar voru bæði
vel kunn á Austurlandi, og faðir
hans raunar um land allt, enda
áttu bæði til merkra ætta að
rekja.
Að afloknu námi við Eiða-
skóla, sigldi Vigfús, 1905, til
Danmerkur og stundaði um
næsta tveggja ára skeið slátur-
iðnaðarnám í Esbjerg. Var hann
hér forgöngumaður og einn af
þeim fyrstu íslendingmn, er það
nám stunduðu (Ingimar Sig-
urðssón og Tómas Tómasson
munu um líkt leyti hafa verið
við sams konar nám). 1908 sigldi
Vigfús aftur og stundaði þá
einkum pylsugerð í Kaupmanna-
höfn. Strax eftir heimkomu sína
varð hann yfirmaður yfir slátr-
un á Reyðarfirði, og hefir stöð-
ugt síðan séð um slátrun fjár
fyrir Kaupfélag Héraðsbúa og
farizt það starf prýðilega úr
hendi.
Samhliða því að stjórna slát-
urhúsinu á Reyðarfirði að
haustinu, stjórnaði Vigfús búi
föður síns í Geitagerði, varð
ráðsmaður hans. 1919 giftist
hann Helgu Þorvaldsdóttur frá
Ánabrekku í Mýrasýslu og byrj-
uðu þau næsta vor búskap móti
Guttormi og síðar tóku þau við
allri jörðinni og hafa búið þar
óslitið síðan. Það má því segja,
að Vigfús hafi meginið af ævi
sinni dvalið í Geitagerði, og
mun báðum hafa vel líkað, hon-
um og jörðinni. Hreppstjóri varð
Vigfús 1927, og hefi ég heyrt
ýmsa sýslumenn hæla honum
fyrir það starf og telja hann í
röð fremri hreppstjóra.
Geitagerði er kristfjárjörð.
Vigfús hefir því allan sinn bú-
skap verið leiguliði. Það mundu
því ýmsir ætla, að hann hefði
ekki setið jörð sína vel, því að
þeir eru þvi miður nokkuð
margir, sem telja sig þurfa að
eiga jörðina til að gera henni
nokkuð til góða. Eigingirnin er
rík í brjóstum margra. En þessu
er ekki til að dreifa með Vigfús
og þau hjón. Þau hafa setið
Geitagerði svo, að þeir gera ekki
betur, sem sitja á eigin jörðum.
Túnið er orðið mikið og slétt og
fer óðum stækkandi. Stórt í-
búðarhús úr steini með nútíma
þægindum. Trjá- og blómagarð-
ur við bæinn, sem bæði er stór
og vel hirtur, enda ber um-
gengni öll úti og inni vott um ó-
venjulegan fegurðarsmekk. Er
óhætt að fullyrða, að húsmóð-
irin á sinn þátt í því, enda hafa
þau hjón verið samhent í hvi-
vetna. Heylaus hefir Vigfús
aldrei orðið í búskap sínum og
ávallt átt góðar og gagnsamar
skepnur.
Vigfús er skynsamur vel og
hugsar mikið um almenn mál.
Hann er ósérhlífinn, hreinskil-
inn og fylginn sér vel við hvern,
sem er að eiga.
Þó Vigfús fylli nú sjötta ára-
tuginn, þá mundi engínn, sem
sæi hann síspriklandi af fjöri,
Vigfús G. Þormar
bæði andlega og líkamlega,
trúa því að svo væri. Gamla
kerlingin, hún „Elli,“ hefir ekki
megnað að koma á hann nein-
um af merkjum sínum ennþá,
og er hún þó alltaf að reyna að
brennimerkja okkur undir sitt
mark.
Geitagerði stendur við Löginn.
Beint á móti, og þó nokkru utar,
stendur Hallormsstaður. Skóg-
urinn blasir því við. Það þykir
öllum, sem í Fljótsdal koma, að
þar sé einna mest náttúrufeg-
urð hér á landi. Ekki tel ég fall-
egast í Geitagerði, en fagurt er
þar. Ég hefi haldið, að hin ó-
venjumikla náttúrufegurð í
Fljótsdalnum ætti sinn þátt í
því, hve fólkið, sem í dalnum
býr, er óvenjulega þrifið og hve
heimilin eru vistleg. Stórir
skrúðgarðar við bæina, prýðilega
hirtir, og umgengni öll úti sem
inni talandi vottur um fegurð-
arsmekk og þrifnað. Hér er
Geitagerði þó í fremstu röð.
Um allt land á ég vini meðal
bænda. Einn af þeim er Vigfús.
Ég vildi óska þess, að aðrir
bændur gætu af honum lært að
skilja það, að jörðin er eign
okkar allra, og að henni þarf að
hlúa og hana þarf að bæta, þótt
sá, sem það gerir, geti ekki gert
sér von um að geta selt verkin
sín og grætt sjálfur á fram-
kvæmdinni. Verk Vigfúsar sýna,
að hann skilur þetta.
Ég vildi líka, að ég sspi hjá
sem allra flestum bændum aðra
eins umgengni og í Geitagerði.
Og ég vildi, að allir væru eins
samvizkusamir og hann Vigfús.
Þá væri vel.
Og Vigfúsi vil ég óska þess á
afmælisdaginn hans, að hann
megi enn um mörg ár glima
þannig við Elli gömlu, að hún
komi engu af mörkum sínum á
hann. Þá veit ég, að Vigfús held-
ur áfram að gleðja gesti, sem að
garði bera, heldur áfram að
vinna sveitarfélagi sínu gagn og
heldur áfram að skapa Geita-
gerði, — fagra býlið í fagra
dalnum. i P. Z.
í Reykjavík er hafin fjársöfn-
un í hlutafélag, sem gengst fyr-
ir stofnun forlags erlendis til
útbreiðslu íslenzkra bókmennta
og lista. Upptök að þessu áttu
landar í Stokkhólmi saman-
komnir á lýðveldishátíðinni og
sendu þeir Menntamálaráði og
Bandalagi listamanna áskorun
og rækilega greinargerð um
málið. Síðan útveguðu þeir til-
boð um fjárhagslega þátttöku
frá prentsmiðjum og útgefend-
um í Stokkhólmi. Áhugamenn
og útgefendur í Reykjavk hafa
nú látið til skarar skríða, und-
irskrifað stofnsamning hlutafé-
lags hér og falið lögfræðingi að
ganga frá skilmálum. Hlutafé er
ákveðið minnst 200 þúsund kr.
Mikil áherzla er lögð á verzl-
unarlegt öryggi fyrirtækisins,
enda þaulreyndir erlendir hlut-
hafa fengnir, sem þó fallast á
að meirihluti fjármagnsins sé í
höndum íslendinga. Gert er ráð
fyrir að gefa út þýðingar is-
lenzkra bókmennta, gamalla og
nýrra, á ýmsum málum, bækur
útlendinga um íslenzk efni,
bækur um forna og nýja ís-
lenzka myndlist ásamt endurf
prentun myndlistarverka, tón-
list allskonar eftir íslendinga og
erlend klassisk tónverk í útgáf-
um Islendinga, íslenzk leikrit
og kvikmyndaverk með umboði
til útbreiðslu í ýmsum löndum,
en í sambandi við firmað á auk
þess að starfa sérstök blaða-
deild til útbreiðslu Islenzkra
mynda og greina eða greina út-
lendinga um ísland til blaða og
tímarita úti um heim. Verður
farið varlega af stað og að eins
þær útgáfur kostaðar af firm-
anu, sem telja má ótvírætt arð-
bærar, en önnur verk að eins
tekin til umboðs óprentuð eða
með þeim hætti að prentun sé
kostuð úr öðrum áttum. Um
þetta verður farið að ráðum
þeirra manna, sem sjálfir leggja
fram fé til firmans og eru þaul-
kunnir erlendum markaðsskil-
yrðum í hverri grein.
Stofnendur firmans leggja
höfuðáherzlu á gildi starfsem-
innar fyrir álitsauka landsins
og alla tryggingu sjálfstæðis
þess út á við. Þeim dylst þó ekki,
að þessi djúptæka kynning muni
um leið verða mjög veigamikil
verzlunarauglýsing fyrir allar
íslenzkar afurðir, en íslenzkir
höfundar, sem engrar réttar-
verndar njóta í öðrum lönd-
um, mundu fyrir milligöngu ís-
lenzka firmans erlendis njóta
þeirrar lagaverndar um allan
heim, sem aðsetursland fyrir-
tækisins veitir. Telst þvi tryggt,
að öllum aðilum muni mikill á-
vinningur af starfsemi firmans.
Menn eru hvattir til að skrifa
sig fyrir hlútafé í tæka tíð í
skrifstofu Ragnars Ólafssonar,
hæstaréttarlögmanns, Vonar-
stræti 12, Reykjavík, sem lætur
í té allar upplýsingar.
Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla
Leonardo da Vinci
eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, i þýðingu
Björgúlfs læknis Ólafssonar
er komin í bókaverzlanir
Leonardo da Vinct var furðulegur maður ffvar tem hann er nefndur i bókmh. er
ems og menp skorti orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðutn, i ,Jincyciopœdia
Britanmca'* (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem si hans jafningi á si'iði
visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði enzt tíl að afkasta hundtaAtistð
parti af öllu pvi, sep* hann féfrkst við
Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur málari. En hann var Uka uppfinningamaður
d við Edison, eðlisfraðingur, starðfraðingur, stjömufraðingur og heruélafraðingur.
Hann fékkst við rannsóknir í Ijósfraði, liffarafraði og stfómfraði, andUtsfaU manna og
fellingar i klaðum athugaði hann vondlega.
Söngmaður vttf Leonardcy góður og lék tjdlfur á htjóðfan. Enn fremur 'ritáOS hann
kynstrin öll af dagbókum, en -
list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr.
Þesst bók um Leonaráo da Vinci er saga um marmtun, tr fjölhafastur og afkasto-
mésiur er taiinn aUra oumna. er sðgur fara «/. og etnn af mestu listomónnum veraldor,
I bókinni eru um 30 myndir af Ustaverbum.
", * HJF. LEIFTUB, Reykjavík.
-.-....*..... ' .. --
, j
Raftækjavinnustofan Selfossi
framkvœmljr allskonar rafvirk jastörf.
_______________________________ 65. blað
Sambund ísL samvinnufélaffa,
SAMVINNUMENN!
Látið aðeins vandaðar framleiðsluvörur frá
yður fara. Munið að vöruvöndun borgar sig.
Ullarverksmiðjan
G E F J U N
framlelðir fvrsta flokks vörnr.
Spyrjið því Jafuan fyrst eftlr
Gefj nnarfðrnm
þegar yður vantar nllarvörur.
Tilkynnmg
frá Viðskiptamálaráðuneytinu
um aukaskammt af sykri
/
Ráðuneytið hefir ákveðið, að frá og með 28. ágúst til 1.
október n. k., sé heimilt að afhenda gegn stofnauka nr. 6
af núgildandi matvælaseðli 5 pakka af molasykri á y2 enskt
pund hvern, eða 1133 gr. og auk þess 1 kg. af strásykri.
Er því stofnauki nr. 6 af núgildandi matvælaseðli lögleg
innkaupsheimild fyrir áðurgreindu sykurmagni á fyrr-
nefndu tímabili.
Jafnframt skal það tekið fram, að óheimilt er að afgreiða
molasykur gegn öðrum sykurseðlum en framangreindum
stofnauka nr. 6.
Viðskiptamálaráðuneytið
27. ágúst 1945.
Fyrirliggjandi
Loft-hurðarhemlar,
Skrár, margar tegundlr,
Skáplokur. HengOásar,
Smekklásar, Lamlr,
Draglokur o. m. fl.
A. JOHANNSSON & Co.
JVjálsgötu 112. Síml 4616.
Selskinn, hrosshár, ullartuskur,
húðir, kálfskinn, gærur
og garnir
kaupir ætíð hæsta verðl
Heildverzlun
Þórodds Jónssonar
Hafnarstræti 15. — Sími 1747.