Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 3
3 68. blað T K «1 \N, ]iriðjmlagiim 11. sept. 1945 Versti þröskuldurinn í vegi heilbrigðra framfara Þessi greín birtist upphaflega í „Degi“ á Akureyri nú um mán- aðamótin síðustu, en þar sem hér er um að ræða mjög mikil- vægt mál, er tafarlaust verður að fá ráðna bót á af hálfu þeirra, sem ráða innflutningnum, ella grípa til sérstakra ráðstafaana, leyfir Tíminn sér að endurprenta hana. Nærri fjórum mánuðum eftir styrjaldarlok í Evrópu búa lands menn utan Reykjavíkur við sömu ókjörin um siglingar og verzlun og í gildi voru meðan viðureignin um Atlantshafið stóð sem hæst. Farmgjöldin eru þau sömu og Reykjavík heldur þeirri aðstöðu sinni óskertri, að vera eina innflutningshöfn landsins og heimtar ríflegan toll í hafn- argjöldum, vinnulaunum, um- hleðslukostnaði — svo að heild- salaálagningin sé ekki nefnd — af því nær allri innflutnings- verzlún landsins. Áður hefir verið bent á það hér í blaðinu, hvernig Reykjavík .hefir, með aðstoð valdhafanna og Eimskipafélagsins, tekið nær því alla innflutningsverzlun til landsins í sínar hendur. Þetta hefir gerzt á þann hátt, að vörur hafa ekki fengizt fluttar beint frá útlöndum á aðra staði á land- inu og er fyrirtækjum úti um land þar með gert nær því ó- kleift að hafa bein, hagkvæm viðskiptasambönd við útlönd. Allt þarf að ganga í gegnum Reykjavík og síðan er vörunni dreift þaðan til landsmanna, stundum eftir langar tafir. Hagskýrslur bera með sér hver breyting hefir orðið á verzlunar- háttum landsmanna að þessu leyti á stríðsárunum. Samkvæmt verzlunarskýrslum hafði Reykja- vík 90% af innflutningsverzlun- inni í árslok 1943, en allir aðrir staðir á lan^jnu 10%, en aðgæt- . andi er, að í þessum 10% er innifalinn innflutningur allra síldarverksmiðja landsins, svo að innflutningur á almennum neyzluvörum, beint frá útlönd- um, til hafna utan höfuðstaðar ins er nær því enginn. Á þessu sviði hefir orðið gerbylting síð- an 1939. Hlutfallstala Reykjavíkur af heildarinnflutningi landsins hef ir hækkað um 30% á árunum 1940—1943 og nokkurn veginn er augljóst, að þróunin stefnir enn í sömu átt. Þessi breyting hefir vitaskuld dregið dilk á eftir sér. Sextíu heildverzlanir risu úpp í Reykjavík á þessu sama tímabili og sízt mun þeim hafa fækkað nú í seinni tíð. Þegar deilt hefir verið á þetta fyrirkomulag, hefir viðkvæðið jafnan verið það, að þetta á- stand væri óviðráðanlegt, vegna stríðsins. Forráðamenn Eim- skipafélagsins hafa til dæmis haldið því fram, að meginá- herzlu hafi þurft að leggja á það, að losa skipin fljótt hér við land, vegna þess hve ferðirnar tóku langan tíma í skipalestasigling- unum og mikið vörumagn beið flutnings. í þessari röksemd var þó ævinlega gengið fram hjá því að forráðamenn félagsins kusu heldur að láta skipin bíða vikum saman í Reykjavíkurhöfn, með- an mest var um að vera þar, en losa þau t. d. á Akureyri við tómar bryggjur og tóm vöru- geymsluhús og dreifa vörunum þaðan. Nú er skipalestarfyrirkomulag- ið úr sögunni fyrir löngu, en engrar breytingar verður vart í stefnu félagsins gagnvart dreif- býlinu. Til Norður- og Austur- lands eru engar beinar siglingar frá útlöndum. Allar vörur, sem þangað koma, eru umhlaðnar í Reykjavík og koma seint og erf- iðlega. Þetta seinlæti vekur óhjá- kvæmilega þann gryn, að Reykjavíkursjónarmiðin innan félagsins verði enn sem fyrr sterkust og áhrifaríkust.Reykja- vík hefir vissulega hagsmuna að gæta, að halda í þau forréttindi, sem henni hafa verið fengin í hendur á sviði verzlunarmál- anna á undangengnum stríðsár- uip. Ætlar Eimskipafélagið að stuðla að viðhaldi þeirra forrétt- inda, eða ætlar það að stuðla að því, að landsmenn hafi sem jafn asta möguleika til viðskipta og framkvæmda? Svar við þessari spurningu er ókomið, en því mun vissulega verða gaumur gefinn hér um slóðir á hvern veg það fellur. Samgönguleysi samfara þeím ókjörum, að heildsölufyrirtæki — sum brotleg — sem öll eiga heima í höfuðstaðnum, fá af- hentan vissan hluta af innflutn- ingi landsins af opinberum aðil- um, — er versti þröskuldurinn á vegi heilbrigðra framfara norð- an lands og austan. Verði engr- ar stefnubreytingar vart hjá for- ráðamönnum Eimskipafélagsins er höfuðnauðsyn fyrir íbúa þess- ara fjórðunga, að efla samtök til skipakaupa og siglinga. Jafn- framt mun Norðlendingum og Austfirðingum leika hugur á að frétta af fyrirhuguðum skipa- kauputn SÍS. Þá mun það vekja nokkra furðu, að landsmenn þurfa að búa við stríðsfarmgjöld hjá Eim- skipafélaginu fjórum mánuðum eftir stríðslok. Hvað veldur því? Engar skýringar hafa komið fram opinberlega á þvj, þótt drepið hafi verið á það í blöðum. Góðir gestir Koma Sunnukórsins til Reykjavíkur í síðustu viku komu til Reykjavíkur góðir gestir. Var það allfjölmennur söngflokkur frá ísafirði, Sunnukórinn undir forustu Jónasar Tómassonar, er sjálfur er tónskáld og hefir um langt skeið verið lífið og sálin í tónlistarlífi ísfirðinga. Hélt hann fyrstu söng- skemmtun sína hér á fimmtu- dagskvöldið var og aðra á föstu- dagskvöldið og hlaut góðar und- irtektir. Sunnukórinn er stofnaður 25. jan. 1934. Þann dag sér fyrst sól í ísafjarðarkaupstað eftir sól- vana skammdegi. Stofnendur voru um 30 söngmenn, konur og karlar, sem flestir höfðu um langt skeið sungið í ísafjarðar- kirkju (sumir allt frá aldamót- um) og flutt bæði kirkjuhljóm- leika og almenna hljómleika á ísafirði undir stjórn Jónasar Tómassonar, en hann hefir ver- ið organleikari við ísafjarðar- kirkju í 35 ár. Það var þessi ó- félagsbundna söngsveit, sem fékk Sig. Birkis til að þjálfa söngmenn sína 1925, og var það fyrsti kórinn, sem Birkis þjálf- aði. Nokkrum mönnum hafði hann áður kennt í einkatímum. Þeir, sem höfðu forgöngu í að hefja þessa söngkennslu og eru því brautryðjendur í þessari merku starfsemi, voru þáverandi sóknarprestur ísfirðinga, Sigur- geir Sigurðsson, nú biskup, og organisti kirkjunnar, Jónas Tómasson. Þessir sömu menn voru einnig aðal hvatamennirn- þar vestra. Hefir hann nýlega stofnað kór í Bolungarvík og annan á Núpi. Frú Jóhanna er ein af fjórum einsöngvurum kórsins í förinni. Hinir eru: frú Margrét Finnbjarnardóttir, Jón 'Hjörtur Finnbjarnarson og Tryggvi Tryggason. Ýmislegt fleira hafa meðlim- ir Sunnukórsins unnið í þágu tónlistarinnar. T. d. hafa þeir um langt skeið unnið að fjár- söfnun fyrir orgelsjóð ísafjarð- arkirkju með kirkjuhljómleik- um. Þann 2. des. 1943 stofnaði Sununkórinn sjóð til minningar um einn stofnfélaga sinn, frú Önnu Ingvarsdóttur. Segir i skipulagsskránni, að tilgangur sjóðsins sé: 1. Að styðja til söng- 1. röð (frá vinstri): Jóhanna Johnsen, Margrét Finnbjarnardóttir. Sigrún Einarsdóttir, Jónas Tómasson söng- stjóri, Sigurður Birkis söngmálastjóri, Elías J. Pálsson form., Marta Björnsdóttir, Kristjana Jðnsdóttir, María Jónsdóttir. — 2. róð: Steinunn Jakobsdóttir, Arnheiður Aspelund, Kristín Magnusdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Martlia Árnadóttir, Ouðrún Geirdal, íslaug Aðalsteinsdóttir, Nilsína Larsen, Elisabet Samúelsdóttir, Sigríður Jónsdóttir. — Aftasta og nœst aftasta róð: Tryggvi Tryggvason, Sigurður Jónsson, Jón Hjörtur Finnbjarnarson, Ólafur Magnússon, Óskar Halldórsson, Jóel Þórðarson, Guðmundur Bjarnason, Tómas Á„ Jónasson, Sigwrðúr Kristjánsson, Ingvar Jónsson, Friðrik Jónsson, Jónas Magnússon, Sigurjón Sigurbjörnsson, Guðmundur Geirdal. Sveinn í Elivogum - Gamlar minningar - Sveinn í Elivoguní er nafn, er flestir landsmenn hafa einhvern tíma heyrt. Nú er Sveinn fallinn frá og hættur að mæla vísur af munni fram. En þótt hann hafi verið lagður í sína hinztu hvílu, reikar hugur ýmsra, er honum kynnt- ust á lífsleiðinni, til gamla mannsins. Einn þeirra, Guðjón Jónsson frá Hermundarfelli, hefir hripað niður hugrenn- ingar sínar og sent þær Tímanum til birtingar. G uðjón J ónsson: Fyrir nokkru flutti útvarpið þá tilkynningu, að Sveinn Hann- esson skáld frá Elivogum, sem svo var ávallt nefndur, væri lát- inn. Þessi helfregn kom yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti, og rifjuðust þá upp í huga mín- um endurminningar um löngu liðna samveru okkar í Grindavík- á þeim árum Sveins, sem flest þáttaskipti eru óráðin í lífi þeirra, sem nokkra framtið eiga. Eftir það sá ég hann aldrei, en hlustaði jafnan eftir hverri hljóðöldu, sem frá honum barst að almennings eyrum, og einnig eftir þeim, sem til hans runnu frá öðrum. Ég mun verða fáorður, því eins og gefur að skilja brestur mig algerlega kunnugleika til þess að rekja æviferil hans, enda ætla ég það mönnum, sem hafa betri aðstöðu. Sveinn mun hafa verið um tuttugu og fjögra ára aldur, þá hann kom til Grindavíkur, vel á sig kominn að vallarsýn, nokkuð þungur á brún, gekk frekar hljóðlega um garð meðal ókunnugra, vakti þó á sér eftir- tekt án yfirlætis, með fulla sál söngva, æskufjör í sinn hóp og framtíðardrauma, sem ég veit ekki, hvort allir náðu að rætast. Þannig kom Sveinn Hannesson mér fyrir sjónir. Á þeim tíma sem fyrr og síðar var mikill fiskibátaútvegur í Grindavík, formenn margir með brennandi aflahug, flestir með valinn mann i hverju rúmi, sem svo var kallað, og þótti Sveinn vel hlutgengur í þeim hóp. Ekki sótti hann sjó i Grindavík, svo heitið gæti, nema eina vertíð, fór þá aö róa í Sandgerði. En ekki var hann með öllu úr kynn- ingarsambandi við Grindavík fyrir þvi, enda oft eitthvað eftir á slóð hans, sem ljóðhneigðir menn höfðu hirðusemi á að taka upp. Ekki var hann búinn að hafa langa viðdvöl syðra, þegar ljóða- skeyta fór að verða vart frá honum. Sjaldan misstu þau marks. Hitt var frekar um deilt, hvort hann miðaði alltaf á verð- ugan stað, enda ekki laust við, að sumir vildu færa honum það til saka, og má vera, að það hafi átt sinn þátt í því, að Sveinn hafi ekki orðið það óskabarn allra, sem gáfur hans stóðu til að hefði getað verið. En þess ber að gæta, að jafn hraðkvæður maður og hann var, hefir oft svo að segja óafvitándi verið búinn á sömu mínútu að hugsa vísuna og hann fékk tilefni hennar. Þar með var vísan orðin til, þá gat áðeins komið til greina að bindast þagnarheiti um hana, en á það brestur hjá mörgum, þótt hjá hnoðurum sé, sem sækja bæði orð og efni í andans skaut annarra. Sú eðlishneigð að yrkja var Sveini í blóð borin, enda mun hann hafa byrjað á því ungur og hélt þar merki sínu hátt, samanborið við mörg alþýðu- skáld. Það, sem einkenndi ljóða- list hans, var það hvað skáld- skapurinn var þróttmikill og fór stígandi, í hvaðg. tilefni sem vís- an var kveðin, auk þess sem rímleikni hans mun hafa átt sér lítil takmörk. Þess vegna heyrðust ljóðin beturen hj á|flest- um öðruni, sem við slíkt fást. Ekki hefi ég heyrt þess getið, að Sveinn nyti neinnar sérstakr- ar skólamenntunar nema þeirrar er ávallt var áskilin börnum undir fermingu, og má ætla að honum jrafi þar ekki verið skor- inn of víður stakkur. Þó hafa komið út eftir hann að minnsta kosti tvær* ljóðabækur. Önnur' mun hafa verið gefin út.af Hag- yrðingafélaginu „Andstæður“ -hina, „Nýjar andstæður,“ gaf hann út á eigin ábyrgð. Ekki lyftu skáldalaunin undir hann að yrkja. Ég hefi einhvers staðar séð, að honum hafi verið áskildar- 600 krónur árlega frá því opinbera í eitt skipti. Nefni ég ekki rétta upphæð, bið ég afsökunar, en hafi hún ekki verið hærri en ég til nefndi, held ég, að Sveini hefði borið að fá hærri upþhæð, samanborið við suma aðra, úr því það er einu sinni hefð að greiða mismunandi pen- ingalega viðurkenningu fyrir það sem vel og bezt er gert 1 þessu efni. Mest af þeim ljóðum, sem eftir hann liggja, eru visur. En einhvers staðar minnist Guð- muAdur Finnbogason þess, að Páll Ólafsson skáld hefði sýnt sérstaka skáldskaparlist í vís- unni: „Rangá fannst mér þlykkju þung“ o. s. frv. Því skyldi ekki geta verið; að eitthvað líkt hefði átt sér stað hjá Sveini? Mest af vísum Sveins eru hringhendur. Þær er öllum nema mjög vel skáldmæltupi mönnum erfitt að kveða svo vel sé. En þótt mér meiri menn dæmi þennan vísnaflokk hans, grunar mig, að honum sé lítils ábóta- vant að smíði til. Annars ætla ég enga ljóðlínu eftir hann að tilfæra hér, það getur hver les- andi, sem hefur bækur hans, lit- ið yfir þær í næði. Ég álít að það hefði ekki blett- að blað íslenzkra bókmennta, þótt Sveini hefði með eitthvað frekari launum verið gefin hvatning til að skila fleiri stök- um. Þá er Ijóst, að hann hefir get- að brugðið fyrir sig að yrkja kvæði. Það sýnir kvæðið „Vor- koma“ í hinum síðar útgefnu ;„Andstæðum.“ Það er prýðisvel ort og kveðið af djúpum lotn- ingaranda. , Að lokum vil ég segja þetta: Vegna vöntunar á menntun og ef til vill uppeldisleiðsögn varð Sveinn aldrei skoðaður af þorra manna nema í smækkaðri mynd þess sem hann var, samanborið við þær gáfur og þá hæfileika, sem honum hafa verið með- fæddir. Hefðu þeir hæfileikar náð að þroskast eins ogxyið átti samtið hans, er alveg víst, að auk þess sem hann hefði tekið hærra flug sem skáld, hefði borið hátt á honum meðal fjöldans að öðru leyti, hvaða stétt þjóðfélagsins, sem hann hefði helgað krafta (Framhald á 6. síðu) ir að stofnun Sunnukórsins. Sig- urgeir Sigurðsson var formaður kórsins frá stofnun, þar til hann fluti til Reykjavíkur 1939 og tók við biskupsembættinu. Síðan Sunnukórinn var stofn- aður hefir hann æft um 20 verk- efni og haldið rúmlega 40 opin- bera hljómleika. Auk þess hefir hann sungið við fjölmörg tæki- færi, svo sem á afmælisfagnaði ýmsra félaga, við útisamkomur (17. júní), á íþróttamótum o. fl. í fyrra söng hann á lýðveldishá- tíð ísfirðinga 17. júní og á lýð- veldishátíð Norður-ísfirðinga í Reykjanesi 18. júní. Einnig söng hann við komu forsetans til ísa- fjarðar í fyrra. Nokkrar söng- ferðir hefir hann farið í ná- grenni ísafjarðar, en þetta er fyrsta söngferðin til fjarlægari staða. Hefir verið reynt að vanda allan undirbúning og vildu þó forráðamenn kórsins, að betur hefði gengið að sumu leyti. T. d. þykir þeim leitt, að af 47 söngmeðlimum, sem æfðu geta nú aðeins 32 tekið þátt í þessari ferð. Kórinn hefir átt því láni að fagna síðustu árin að hafa inn- an sinna vébanda lærða söng- konu, sem Reykvíkingar kann- ast við, frú Jóhönnu Johnsen. Hefir hún tekið einstaka kórfé- laga í tíma undanfarna vetur. Hafa allar söngkonur kórsins notið kennslu hennar og nokkr- ir-af karlmönnunum. Auk þess var Sigurður Birkis hálfsmán- aðartíma hjá kórnum, áður en hann lagði af stað í þessa för. Birkis ferðast nú um Vestfirði og stofnar 'og þjálfar kirkjukóra og tónlistarnáms, með ^styrk- veitingum, eða lánum, efnilega nemendur í þeim greinum. 2. Að styrkja til starfs í bænum söngstjóra, kirkjuorganista, söngkennara, eða aðra þá, er starfa að söng eða tónlist bæjar- búum til uppbyggingar. Allt eftir nánari ákvörðun stjórnar sjóðs- ins. Sjóðurinn er nú orðinn um 16 þús. krónur. Kirkjuhljómleikar kórsins byrja á lagi eftir hinn aldna söngfræðing præp. hon. Sigtrygg Guðlaugsson að Núpi. Er það lag við sálminn Heilagur, heilagur, eftir Vald. Briem og er lagið til- einkað Sunnukórnum. Tvö önn- ur íslenzk lög eru á þessari söngskrá, annað er Barnabæn eftir söngstjórann og hitt er Frelsisbæn eftir Grím ' heitinn Jónsson, sem lengi dvaldi á ísa- firði. Er lagið samið við sálm- inn: Sjá himins opnast hlið, og hefir verið sungið í ísafjarð- arkirkju á hverri jólanóttu síð- an um aldamót. Af öðrum verk- efnum á kirkjuhljómleikunum má nefna hinn fagra Morgun- söng („Elverskud") eftir N. W. Gade og Ave María eftir César Éranck með raddsetningu söng- stjórans. Þá verður flutt á þess- um hljómleikum orgelverk eftir Pál organleikara frá Hnífsdal. Er það Pratíta yfir sálmalagið Hin mæta morgunstund. Verður það flutt af dr. Urbantschitsch, en hann annast allan undirleik fyrir kórinn, bæði við kirkju- hljómleikana og við almennu hljómleikana, sem munu verða í Gamla Bíó. (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.