Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er hczta islenzha tímaritiS um þjóðfélagsmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem vilja hgnna sér þjóðfélagsmtíl, tnn- lcnd og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 11. SEPT. 1945 68. blað V AI¥1¥ÁIJL TÍJWAJVS 6. september, fimmtudapur: Ný láns- og leigulög. Bandaríkin: Truman forseti birti yfirlýsingu, þar sem hann boðaði, að hann myndi leggja til að sett yrði ný láns- og leigu- lög, er gerðu Bandaríkjunum kleift að aðstoða þær þjóðir, sem ættu erfiðast í endurreisn- arstarfinu. Japan: MacArthur tilkynnti, að Bandaríkjamenn myndu hafa 400 þús. manna setulið í Japan. B:ann tilkynnti einnig, að af- vopnun japanska hersins ætti að vera lokið fyrir 10. október næstkomandi. Bretland: Damaskinos, ríkis- stjóri Grikkja, kom til London til viðræðna við brezlju stjórn- ina. 7. september, föstudagur: Þýzk liráðablrgða- stjóru. Þýzkaland: Rússar tilkynntu, að sett hefði verið á fót þýzk bráðabirgða-ríkisstjórn í þeim héruðurq Þýzkalands, sem þeir •hernema. Bretar og Bandaríkja- menn voru ekki látnir vita um þessa ráðstöfun fyrirfram. Noregur: Réttarhöldunum 1 máli Kvislings lauk. Búist við dóminum í næstu viku. % 8. september, laugardagur: Hernám Koreu. Korea: Fyrstu amerísku her- sveitirnar komu til höfuðborgar Koreu og var mikið fagnað. Mac Arthur tilkynnti, að Banda- ríkjamenn pg Rússar myndu skiptaKoreu á milli sín í jöfn hernámssvæði. Japan: MacArthur tók sér bækistöðvar i Tokio, ásamt fyrstu brezku líersveitunum er þangað komu. Frakkland: Kommúnistar hafa boðið jafnaðarmönnum og radi- kala flokknum samfylkingu gegn stjórnarskrártillögum De Gaulle. Noregur: Byrjað var á því að skipta á öllum norskum banka- seðlum, sem nú eru í umferð, og nýjum. Talið er að þetta verði búið á þrem eða fjórum dögum. Þetta er gert til að hafa uppi á ólöglegum stríðsgróða og skáttsvikum. 9. september, sunnudagur: Uppgjöf Japana I Kína. Kína: Japanir gáfust form- lega upp fyrir Shiang Kai shek í Mið-Kína og hefir þá allur jap anski herinn í Uína gefizt upp. Búlgaría: Stjórnarandstæð- ingar hafa hafnað nýjum til- lögum frá stjórninni um kosn- ingatilhögunina. Samkvæmt þessum tillögum fá aðeins þeir flokkar, sem eru í Föðurlands- fylkingunni, þ. e. flokkasam- steypunni, sem styður stjórnina, að taka þátt í kosningunum. Verður mjólk skömmt uð í Reykjavík í vetur Á bæjarstjórnarfundi síðastl. fimmtudag lögðu fulltrúar Al- þýðuflokksins fram svohljóð- andi tilíögu um skömmtun á mjólk: „Bæjarstjórn samþykkir að skora á bæjarráð, að beita sér fyrir því við ríkisstjórnina, að upp verði tekin skömmtun á mjólk nægilega snemma í haust, svo að barnafjölskyldum og öðrum, sem sérstaklega þurfa hennar, verði tryggðúr hæfileg- ur skammtur.“ Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða atkv. bæjarfull- trúanna. Samband gistihússeig- enda og veitinga- manna Samband gistihúsaeigenda og veitingamanna var stofnað hér í bænum á fimmtudaginn, Sóttu stofnfundinn menn víða af landinu og sátu hann alls 56 menn. Sumir þeirra sátu fund- inn aðeins sem áheyrendafull- trúar, en 40 gerðust stofnendur. Alls munu vera á landinu á ann- að hundrað manns, sem rétt hafa til að vera í félaginu. Á fundinum voru kosnir í stjórn sambandsins: Friðsteinn Jónsson, formaður, Pétur Daní- elsson, Ragnar Guðlaugsson, Brynjólfur Gíslason, Snorri Arnfinnsson, Elisabet Guð- mundsdóttir og Egill Benedyrts- son. Framkvæmdastjóri sam- bandsins er ráðinn Ragnar Þórðarson cand juris, — og hefir hann skrifstofu í Aðal- stræti 9. Tilgangur sambandsins er í fáum orðum að vinna að hags- munamálum stéttarinnar og að því að auka gistihúsamenningu. Telja forgöngumennirnir að brýn nauðsyn beri til að fá meiri lipurð í verðlagseftirlitið og að fá rýmkun á veitinga- skattinum, sem kemur mjög illa niður á veitingamönnum ox að koma upp fullkomnum gistihús- um og greiðasölustöðum og þar á meðal gistihúsi, sem jafn- framt er skóli, þar sem hægt sé að ala upp starfsfólk, stúlkur og pilta til þjónustustarfa. Nýr veitingastaður í gær var opnaður veitinga- staður á Hverfisgötu 116 í Reykjavík . (efri hæð í húsi Sveins Egilssonar bílasala). Eig- endur þessa fyrirtækis eru Ragnar Jónsson, sem áður rak veiting'ar í Golfskálanum, og Baldvin Guðmundsson, er lengi var bryti á Gullfoss og síðar á Esjunni. Ráðgera þeir að reka þarna mat- og kaffisölu á dag- inn, en leigja húsakynnin út til veizluhalda á kvöldin. Aðalsalurinn er 156 fermetrar og tekur um 150 manns.^Auk þess eru þar minni herbergi, sem verða leigð fyrir smærri fundi, auk snyrtiherbergja og fata- geymsla. Húsakynni eru mjög vistleg og snyrtibragur á öllum hlutum. 10—12 manna þjón- ustulið starfar þarna. Mótmæli bænda gegn búnaðarlögunum' Er Pétur Ottesen orðinn „útsendari Tímaklíkunnar”? Tímanum hafa undanfarið borizt tillögur frá mörgum bænda- fundum víða um landið, þar sem mótmælt hefir verið því ger- ræði, er bændur hafa verið beittir með skipun búnaðarráðs. Nokkrar slíkar tillögur hafa áður verið birtar hér í blaðinu. Hér á eftir fara ályktanir frá þremur bændafundum um þetta mál. (jamla Síc Á fulltrúafundi búnaðarfélag- anna í Suður-Múlasýslu, sem haldinn var 2. þ. m., var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Fundurinn telur það illa far- ið, að ríkisstjórnin skyldi grípa til þess óheilla úrræðis, að skipa verðlagsmálum landbúnaðarins með bráðabirgðalögum, svo sem hún hefir gert, í stað þess, að bændum gefist þess kostur fyrir eigin samtök að velja sjálfir þá menn, er þeir vildu til þess kveðja að ráða verðlagi á land- búnaðarvörum. Fundurinn er því andvígur bráðabirgðalögum um Búnaðarráð, mótinælir þeim ákveðið og skorar á næsta Al- þingi að nema þau úr gildi.“ Tillagan var samþykkt með 21:1 atkv. Þessi eini, sem greiddi atkv. á móti, var varamaður Sveins Jónssonar í búnaðar- ráði. Á fulltrúafundi búnaðarfé- laga í Mýrasýslu, sem haldinn var í Borgarnesi 31. ágúst s. 1. og þar sem mættir voru 2 full- trúar úr öllum hreppum sýsl- unnar, nema Borgarnesi, var samþykkt eftirfarandi ályktun: X, „Fundurinn telur að enda þótt skipun landbúnaðarráðs miði að því, leyti í rétta átt, að fela framlfeiðendum umráð verðlags á afurðum sínum, þá átelur hann hins vegar þá leið, sem valin hefir verið í þetta sinn, en gerir þá kröfu að ákvörðun verðlags landbúnaðarafurða verði í höndum fulltrúa bænda, kosnum af þeim sjálfum.“ Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Á fulltrúafundi búnaðarfé- laganna í Borgarfjarðarsýslu, Stéttarsamband bænda (Framhald af 1. síðu) sem skipa framkvæmda^tjórn- ina, mun það fljótt vekja at- hygli, hversu laus fundurinn hefir verið við öll pólitísk sjón- armið og eingöngu hugsað um að skipuleggja stéttarsamtökin á sem öruggustum grundvelli og gcðu samkomulagi. Framsókn- armenn eru í miklum meirihluta á fundinum, en samt eru fleiri Sjálfstæðismenn en Framsókn- armenn kosnir í stjórnina, en þótt Sjálfstæðismenn séu í meirihluta í stjórninni, er Framsóknarmaður kosinn for- maður. Gleggri merki er ekki hægt að fá um einingu og gott samkomulag á fundinum, þótt hins vegar hafi orðið þar minni- háttar ágreiningur um fórms- atriði. í Þá einingu, sem þannig hefir verið sköpuð, þarf að treysta og efla. Fyrir hinum nýju samtök- um getur legið hörð barátta og hún verður því aðeins -sigur- vænlega leidd til lykta, að kapp- kostað sé að hafa sem bezt sam- komulag og einingu innan þeirra. Sú eining, sem hefir einkennt þenna fund, gefur vissulega góðar vonir um fram- tíð samtakanna. sem haldinn var 1. þ. m. lagði Pétur Ottesen fram svohljóð- andi tillögu til fundarályktunar: „Fulltrúafundur bænda hald- inn að Hvanneyri 1. sept. 1945 telur, að útgáfa bráðabirgða- laga um skipun búnaðarráðs gangi að því leyti í rétta átt, að þar er viðurkenndur réttur framleiðenda sjálfra til ákvörð- unar á verði framleiðsluvöru sinnar, en mótmælir hins vegar þeirri aðferð, sem þar er við- höfð, að ríkisstjórnin skipi menn í ráðið, þar sem fundur- inn lítur svo á, að bændur hafi skýlausan rétt til þess sjálfir að velja menn til þessa starfa. V Með skírskotun til þessa bein- ir fundurinn þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að nema fyr- nefnd bráðabirgðalög úr gildi, ef samtök bænda hafa fyrir 15. sept. n. k. kosið verðlagsráð í þessu skyni, og fela því verð- ákvörðunina." Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum. Mbl. heldur því fram í Reykja- víkurbréfi sínu síðastl. sunnu- dag, að almennt „láti bændur vel yfir skipun búnaðarráðs, nema þar sem útsendarar Tíma- klíkunnar hafa reynt að æsa til mótmæla". Eftir þessum um mælum að dæma, er Pétur Otte sen orðinn einn af þessum „út- sendurum Tímaklíkunnar“, þar sem hann var flutningsmaður mótmælatillögunnar á Hvann eyrarfundinum.Og sennilega eru þeir sjálfstæðisbændur ekki margir, sem ekki verðskulda á sama hátt þessa nafngift Morg- unblaðsins, því að yfirleitt verð- ur þess ekki vart, að þeir séu neitt minna mótfallnir ofbeldis- verki stjórnarinnar en aðrit bændur. Skólastjóri Austurbæjarskólans. Á fundi skólanefndar Austurbæjar- skólans þ. 4. sept. gerði nefndin það að tillögu sinni, að Gísli Jónsson yfir- kennari verði settur skólastjóri Aust- urbæjarskólans fyrir yfirstandandi skólaár. , „GerfifulltrúarnLr" á búnaðarþingi (Framhald af 1. slðu) aðarráðs er það helzt að nefna, að það samþykkti að verðlags- svæðin skyldu haldast óbreytt og heimilt væri að leggja kr. 1.50 verðjöfnunargjald á kjöt í inn- anlandssölu. Undauhald „ger£i“- fulltriiaima. Með áðurgreindri dagskrár- tillögu sinni hefir meirihluti búnaðarráðs raunverulega veitt samþykki sitt til þess, að verð- lagsnefndin víki frá sexmanna- nefndarverðinu, því að öðru vísi verða þau ummæli ekki skilin, að því sé treyst „að nefndin geri það, er hún telur fært til þess að það (þ. e. sexmannanefndar- verðið) fáist“. í þessum ummælum felst ó- bein játning á því, að meirihlut- inn telur ekki fært að fá þetta verð og því sé eðlilegt, að nefnd- in slaki eitthvað til. Þarna er því vikið, eins greinilega og verða má, frá þeirri sanngirnis- kröfu, að bændur fái svipaðar tekjur, þ. e. sexmannanefndar- verðið, og • aðrar hliðstæðam stéttir. Slík eftirgjöf á rétti bænda eftir það, hvernig mætt var tilslökunum þeirra í fyrra, hefði vissulega ekki verið sam- þykkt af neinum bændafulltrú- um, sem kjörnir hefðu verið af bændum sjálfum. Þetta undan- hald búnaðarráðs, er næsta greinileg sönnun þess, hvílík gerfifulltrúasamkunda það hef- ir verið og fjarlægt því að vera umbjóðandi bændanna. Aðalmálgagn stjórnarinnar, Morgunblaðið, sem áður var bú ið að lýsa yfir því, að kraf an um sexmannanefndar-verð- ið „stefndi of rátt“, tekur þess^ ari ályktun búnaðarráðs líka tveim höndum. Það telur hana tfera vott um, að búnaðarráð hafi ekki stjórnazt af neinum „annarlegum sjónarmiðum“. Hin „annarlegu sjónarmið“, sem blaðið talar um, er bersýnilega jafnréttiskrafa bændanna *um sexmannanefndar-verðið. Það er nú bændanna og sam taka þeirra að sýna ríkisstjórn inni og verðlagsnefndinni, að þeir líta ekki á kröfuna um sex- mannanefndar-verðið, sem neitt „annarlegt sjónarmið“, heldur heldur sjálfsagt réttlætismál, er þeir munu berjast fyrir með öllum þeim meðulum, er þeir ráða yfir, ef reynt verður að skerða þennan rétt. þeirra Bændasamtökin geta, ef þau hafa manndóm og vilja, vissu lega engu síður bfeitt áhrifa- miklu vopnj en verkalýðssam tökin. Þetta vopn verða þau að vera viðbúin að nota, ef ganga á á réttindi og lífskjör bænda- stéttarinnar. Jafnhliða því, sem bændur þurfa þannig að berjast fyrir þessu réttlætismáli sínu, verða þeir að halda fast fram þeim rétti ^ínum að fá verðlagsvald- ið í sínar hendur. Þeir verða einniÁað vera viðbúnir að heyja harða baráttu fyrir þeirri rétt- a'rkröfu sinni, §f hún næst ekki fram á annan hátt. FYRIR FÖÐUR- LMDIÐ (Flight for Freedom) Rosalind Russell, Fred MacMurray. Fréttamynd: Atomsprengjan o. fl. Sýnd kl. 9. Gög og Gokke í loftvarnaliðinu. (Air Raid Wardens) Sýnd kl. 5 og 7. ttijja Síc SÖMGHALLAR- UIVDREV („Phantom of the Opera“) Stórfeng/eg og íburðarmikil músik-mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutvérk: Nelson Eddy, Susanna Foster, Claude Rains. Bönnuð yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bezt&tœkifœrisgjöfin til allra Ijóðavina er SóLbráð nýja IjóðabóJcin eftir Guð- mund Inga Kristjánsson. Bólusetninga- sprautur **> sem stilla má, sérstaklega vándaðar kr. 15,00 hólnálar, ryðfi^r — 1,00 varagler < ™ — 2,50 Sendum um land allt. Seyðisf jarðar Apótek. Systir mín Guðrún Björnsdóttir læknisekkja andaðist í da.g. Útförin verður frá dómkirkj- unni mánudaginn 17. september kl. 13,30. Bessastöðum, 9. september 1945. Sveinn Björnsson. Tilkynnmg frá Vérðlagsnefnd landbúnaðarafurða Frá og með mánudeginum 10. sept. lækkar heildsöluverð á dilkakjöti í sumarslátrun í kr. 11,06 pr. kg. og smásöluverð í kr. 12,50, pr. kg. Verðlagsnefnd U R B Æ N U Myndasýning. Síðastl. sunnudag var opnuð hér i bænum, í húsi Útvegsbanka íslands Sovét-sýning og verður hún opin til 16. þ. m. í einni deild sýningarinnar verða ljósmyndir af fegurstu verkum rússneskrar byggingarlistar, en í ann- ari deild Ijósmyndir af hinni frægu vörn. í Sevastopol. Eggert Steinþórsson, læknir, ásamt konu sinni og syni, er nýkom- inn til íslands eftir að hafa stundað framhaldsnám og læknisstörf í Kan- ada í nokkur ár. Fyrsti umsækjandi um dóm- kirkjuprestsembættið. Séra Jón Auðuns varð fyrsti um- sækjandinn um dómkirkjuprestsem- bættið í Reykjavík. Hann lagði fram umsókn sína fyrir helgina. Eins og áður hefir vérið getið er umsóknar- frestur um embættið til 2. október, en sr. Friðrik Hallgríms^ini er veitt lausn frá 1. desember næstkomandi. Önnur Danmerkurför Catalínubátsins. Catalínuflugbátur Flugfélags íslands fór frá Reykjavík áleiðis til Largs í Skotlandi á föstudagsmorguninn og gekk ferðin þangað vel. Á laugardags- morgun fór flugbáturinn áfram áleiðis til Kaupmannahafnar. Farþegar sem fóru héðan með 'flugbátnum til Largs í Skotlandi voru: Gunnar Guðmunds- son, Gunnar Ásgeirsson. Guðrún Wat- son og þrjú börn hnnar, Friðrik Magn- ússon, Ólafur R. Ólafs, og Valgerður Bjarnadóttir. Til Kaupmannahafnar fór aðeins einn farþegi Jóhannes Mort- ensen. Flugbáturinn lagði aftur af stað frá Kaupmannahöfn áleiðis til íslands í gær. « Timburfarmur frá Svíþjóð. Es. Reykjafoss kom hingað í fyrrl- nótt frá Svíþjóð. Skipið flutti mest- megnis timbur, 300 „standarda." Þá var nokkuð af landbúnaðarvélum og ýmsum öðrum vélum með skipinu. Farþegar til Svíþjóðar. Um helgina fóru þessir menn loft- leiðis til Svíþjóðar: Sveinbjörn Jóns- son, Magnús Sigurðsson, Sigurður Þór- arinsson, Brynhyldur P. Jóhannesson, Jóhann Gunnar Benediktsson, Gunnar Hjálmar Mellström, Kristjana Stein- unn Mellström. Þorbjörg Margrét Mell- ström, Guðfinna Þórarinsdóttir, Erla Thorarinsen, Ruth Guðmundsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Þorgerð- ur Jónsdóttir, Jón úr Vör, Hannes S. Sigfússon, Björn Pétursson, Erik Lundgaaard, Elsa E. Lundgaard, Anne B. Lundgaard, Bente M. Lundgaard, Geir Borg, Unnur Bahnsen, Axel Bahn- •feen, Björn Bahnsen og Inga Laxness. Farþegar frá Ameríku. Nýlega eru komnir loftleiðis frá Am- eríku: Gunnar Árnason, Ól. Ág. Ólafs- son, Ragnar Jósefsson og Sigmundur Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.