Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMPny, þrigjodaglim 11. sept, 1945 68. bla» Hundrað ára minning Magnús Gunlaugsson bóndi á Ytri Hofdölum í Skagafirði er fæddur 3. sept. 1845 að Garði í Ólafsfirði. Það eru því nú 100 ár síðan hann fæddist, og því rétt að halda minningu hans á lofti, og það ekki sízt vegna þess, að saga hans opnar sýn yfir búnaðarháttu og kjör bænda fyrir og eftir síðustu aldamót. Poreldrar Magnúsar voru Gunnlaugur Magnússon bóndi að Garði í Ólafsfirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir á Syðra-Hóli, Jónssonar á Sörla- stöðum í Fnjóskadal, Árnasonar þar, Björnssonar Þorkelssonar varðaði sem bónda. Hann var smiður bæði á tré og járn, þótt hann hefði ekki lært það, og hefir það komið sér vel við byggingar hans. Einkum var því viðbrugðið, hve góður járnsmið- ur hann var, var meðal annars fær um að smíða járnverkfæri eftir lýsingu einni, var því opt leitað til hans um smíði og byggingar. Magnús var skepnuvinur og fór vel með skepnur sínar og var ætíð heybirgur. Hestavinur var hann og góður tamningamaður. Oft voru settir til hans folar, sem aðrir réðu ekki við, og urðu Magnús Gunnlaugsson í Ytri-Hofdö lum og síðari kona hans, Guðrún Bergs dóttir. prests á Þönglabakka, fórst : snjóflóði 1693, Þórðarsonar. En föðurætt hans er óljósari, en al- menn sögn — og um það voru vísur kveðnar — var að faðir Gunnlaugs væri presturinn á Kvíabekk, og er það afarmikil dugnaðar- og þrekætt. Magnús ólst upp hjá fólki sí'nu, þar til hann flutti inn í Stíflu og var þar vinnumaður í 4 ár, unz hann kvæntist 23. jan. 1869 ekkjunni Ástu Halldórs- dóttur frá Tungu. Bjuggu þau þar í sveitinni, siðast á Móafelli, og þar dó Ásta 25. maí 1884, (fædd 28. des. 1817). Hinn 25. sept. 1886 kvæntist Magnús aftur Guðrúnu Bergs- dóttur á Þrasastöðum í Stíflu Jónssonar. Er Bergur af Tungu- ætt og eru þar margir dugnað- armenn og skynsamir vel, t. d. Jón háyfirdómari, Pétur biskup, Guðm. Björnson landlæknir, Baldvin Einarsson o. fl. En með þessu kvonfangi má segja að saga Magnúsar hefjist. Þau byrjuðu búskap í Tungu í Stíflu 1887, var hann þá 41 árs en hún aðeins 19 ára, er hún tók við búsforráðum og ekki voru efnin mikil. Við skiptin eftir Ástu, fyrri konu hans, skiptist búið til skyldfólks hennar, svo að þau Magnús og Guðrún byrjuðu bú- skapinn með 1 kú, 2 hross og 6 ær, er hann átti, en sjálf átti hún 2 ær. Það er því ljóst öll- um, að það þurfti hagsýni og dugnað til þess að verða vel- megandi bóndi og jafnframt að koma upp stórum barnahóp, en þetta heppnaðist þeim hjónum mjög vel. Prá Tungu fluttu þau hjónin 1890 að Saurbæ í Kolbeinsdal, þægilegri jörð en ekki stórri, en 1901 flutti hann að Ytri Hofdöl- um í Viðvíkurhreppi í Skaga- firði og bjó þá orðið góðu búi og skepnuríku. En Magnús lét sér ekki nægja að auka bú sitt, hann byggði upp bæinn í Tungu, og 1 Saurbæ flutti hann bæinn og byggði hann allan upp að nýju, og á Hofdölum byggði hann upp öll hús og hlöður. Byggingar þessar voru eins og þá tíðkaðist, úr torfi og grjóti, en allir sjá, að Magnús hefir lagt í þetta mikla vinnu og fé, og mætti það vera mörgum umhugsunarefni, hve miklu viljaþrek hans og orka hefir komið til leiðar. En Magn- ús vann og mikið að jarðabót- um, bæði í Saurbæ, en þó eink- um á Hofdölum. Það er nú svo, að íslenzka moldin endur- greiðir ríkulega alla alúð, sem henni er sýnd. Á uppeldisárum Magnúsar var ekki lögð áherzla á skóla- lærdóminn, og Magnús fór alveg á mis við hann, þó hann væri lesandi, skrifandi og reiknandi, en gáfur hans voru góðar og af- farasælar, svo að hann kunni vel að hagnýta sér það, er hann þeir góðhestar undir hand- leiðslu hans. Magnús var friður maður, frekar stór og þrekinn. Hann var léttlyndur og viðkvæmur, en gersamlega laus við undirferli og baktal. Hann var stórlyndur og lét skoðanir sínar í Ijós, hvort sem þær líkuðu betur eða ver. En alltaf var Magnús vel látinn af öllum er þekktu hann, hið góða var svo sterkt í honum, að allir urðu varir við það, bæði þeir, sem eldri voru, og strák- ar eins og ég var þá, er ég kynntist honum fyrst. Og álit það, er Hofdalaheim- ilið hafði, sést ef til vill bezt á því, að þegar fyrst mátti kjósa konur í hreppsnefnd árið 1907, þá var Guðrún á Ytri-Hofdöl- um, kona Magnúsar, kosin I hreppsnefnd í Viðvíkurhreppi, og það var ekki gert frá pólitísku flokkssjónarmiði eins og nú á Sér stað, heldur af því hrepps- búar viðurkenndu dugnað henn- ar'og skörungsskap. Magnús dó 22. sept. 1912, var hann að ganga til hrossa, en hné niður skammt frá bænum. Læknir var við höndina, en sagði að hann væri örendur. Með Guðrúnu konu sinni átti Magnús 14 börn á 20 árum, af þeim eru 9 lifandi, Hartmann býr á stóru nýbýli, Melstað í Óslandshlíð (f. 9/10. 1888), Guðmundur bílstjóri í Reykjavík (f. 27/12. 1893), Bergur bóndi í Enni (f. 13/10. 1896), Einar skipasmiður á Akureyri (f. 7/9. 1904), Ingimar húsasmíða- meistari í Reykjavlk (f. 9/10. 1907) og húsfreyjurnar Ásta á Siglufirði, Sigríður á Hofdölum, Bergný í Reykjavík og Þóranna á Sauðárkróki, allt myndarfólk. Eftir að Magnús flutti að Hof- dölum keypti hann % af jörð- inni, og alla tíð bjó hann skuld- lausu búi. Hann trúði ekki á mátt skuldanna, en hann trúði á mátt vinnunnar og frjósemi jarðarinnar. Og honum varð að trú sinni. Hann, fátæki maður- inn, er byrjaði með tvær hendur tómar, endaði búskapinn sem jarðeigandi og með gott bú. Og þó kom hann með mesta sóma upp börnum sínum, svo þau eru, til gagns og heilla fyrir þjóðfé- lagið. Slíkir menn eru þarfir landi og þjóð. Minning þeirra er skylt að halda á loft, ef aðrir mættu af því læra og notfærðu sér gæði jarðarinnar, — rækta hana og yrkja. Pétur Zóphóníasson. Asbrlftargjald Tínians utan Rvikur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. . títbreiðið Tímaim! Danir yona, að hiö sjálfstæða island eigi bjarta framtíð Bygging útvarpshúss hafin innan skamms Kaupmannahafnarblaðið „Nat- ionaltidende“ birti 5. ágúst for- ýstugrein undir fyrirsögninni „Danmark og ísland.“ í greininni eru rakin þau atriði úr ávarpi forseta íslands, er hann flutti í tilefni af embætt- istöku sinni 1. ágúst, sem beind- ust að sambúð íslands og Dan- merkur og þeirri óánægju, sem gert hafði vart við sig í Dan- mörku út af'sambandsslitunum. Rekur blaðið síðan þau ummæli forseta ,að í stað þess að gera of mikið úr slikum fréttum ætti ís- lendingum að vera ljúft að minnast hinna hlýju kveðja frá konungi og stjórn Dana og ann- arra vinsemdarvotta af Dana hálfu. Loks er lögð áherzla á þau orð forseta, að íslendingar .skilji það, að hörmungar þær, sem sem undanfarin ár hafa yfir Danmörku gengið, hafi gert til- finningar þjóðarinnar næmari, en það sé ósk íslendinga og von að geta átt vinsamlega samn- inga og framtíðarsamvinnu við hina fyrri sambandsþjóð sína. Blaðið kveður Dönum það mik ið ánægjuefni, að forseti íslands hafi tekið hreinskilnislega til máls um atriði, sem gera verði Ijóst, svo að hægt sé að koma á varanlegri vináttu íslendinga og Dana. Leggur það áherzlu á, að mörgum Dönum hafi gengið illa að skilja,hversu mjögíslending- um lá á að rjúfa konungstengsl- in og lýsa yfir lýðveldi. Hins veg- ar viðurkennir það, að frá sjón- armiði íslendinga hafi sumt get- að mælt með aðferð þeirra. Úr því að það hafi verið yfirlýstur vilji íslenzku þjóðarinnar að segja skilið við Dani og stofna lýðveldi undir eins og fært væri, hafi í því verið fólgin nokkur stjórnvizka að ljúka þessu af áður en stríðið væri á enda kljáð. Eitt atriði kveður blaðið Dani skilja til hlíta: enda þótt tíminn hefði orðið annar, hefði árangurinn orðið hinn sami. ís- lendingar vildu ljúka samband- inu og stofna lýðveldi í samræmi við siiTn sögulega arf. „Loks hef- ir vinsemd og skilningur kon- ungs gagnvart sínum fyrrver- andi þegnum efalaust gert leið- „Framsóknarflokkurinn hefir tekið upp nýja aðferð í baráttu sinni,“ stóð í ísafold fyrir skömmu. Hann er farinn að prenta upp ágœtar ræður eftir Ól. Th. ... Jú, Morgunblaðinu þóttu þær „ágætar ræður“ á sínum tíma, þótt nú sé talað í öðrum tón en gert var í þeim. Hvernig eiga nú ræður að vera til þess að geta með réttu talizt ágætar? Að mínu áliti þurfa þær í fyrsta lagi að vera um markvert efni. f öðru lági þurfa þær að vera sannleikanum sam- kvæmar og í þriðja lagi — til þess að njóta sín vel — þurfa þær að vera vel fluttar. Um þetta síðasta efast víst enginn sem þekkir höfundinn. Höfundur- inn er æfður í þeirri list að brýna röddina og leggja áherzlu á þau atriði, sem hlustendurnir eiga að leggja á minnið, og um orð- gnótt Ól. Th. efast menn heldur ekki. Við* þennan ræðuflutning hefir Ólafur Thors líka kannske einnig fundið innra með sér, að samvizkan var tiltölulega góð. Það hefir ef til vill stöku sinnum komið fyrir, að samvizkan hefir verið mórauðari. Þegar þessar línur eru skrif- aðar, hef ég séð fimm sýnishorn af „ágætum ræðum“ Ól. Th. Ég vil brýna fyrir lesendum Tím- ans að veita þessum sýnishorn- um athygli og einnig, ef fleiri slík skyldu koma. Nokkru eftir að Ól. Th. hafði haldið þessar „,ágætu ræður“ brá hann sér upp í skýin. Þar hafði að undanförnu haldið sig einn íslenzki stjórnmálaflokkur- inn og fitnað af. Ég hygg, að Ólafur hafi tekið með sér sína tryggustu fylgismenn. Þarna uppi eru nú að vísu veður öll válynd, mætast þar tíðum sveip- ina greiðari til varanlegrar vin- áttu milli þjóðanna. Úr því að konungur gat tekið því sem að höndum bar á þann hátt, sem raun ber vitni — og hér var fremur um afstöðu íslands til konungs síns að ræða, en mál milli hins danska og íslenzka ríkis — þá mun danska þjóðin ekki standa konungi sínum að baki að því leyti að sýna íslend- ingum vináttu og skilning.“ ' „Mörg atriði þarf að semja um og skipa á nýjan hátt, þegar samningar milli Dana og fslend- inga Jæfjast. Enda þótt ísland og Danmörk væru tvö sjálfstæð ríki, áttu þau töluverðar sam- eignir, sem nú verður að skipa og skipta. Skipta verður bæði gæðum og skyldum, réttindi má veita og réttindum má svipta. Margt þarf um að ræða,- En ef báðir aðilar setjast að samning- um með góðum vilja — og eng- in ástæða er til að efast um að svo sé — þá er þess að vænta, að samningar takist skjótt og greiðlega. Mestu varðar um anda þann, sem í samningunum mun ríkja, og þess er að vænta að það geri hvorki samningana erf- iðari, hvað viðvíkur skipan sam- bandsatriða eða raunhæfra við- fangsefna, að teningnum er kastað og íslenzka lýðveldið staðreynd orðin. Ef til vill kann sú staðreynd jafnvel að sumu leyti að gera samningsumleitan- ir auðveldari. En um eitt mega íslendingar vera vissir: hvað svo sem álit Dana var um þann tíma og þá aðferð, sem íslendingar völdu, þá datt engum Dana það í hug að koma í veg fyrir, að ísland færi þá leið, sem það hafði valið sér, né reyna að hafa nokkur áhrif í þá átt að telja þeim hug- hvarf. Vér viðurkennum, að ís- lendingum beri sá samj réttur til að lifa að eigin geðþótta og vér krefjumst handa sjálfum oss. Og allir Danir vona að hið sjálf- stæða ísland eigi bjarta framtíð í vændum og að í stað hins fyrra pólitíska sambands íslands og Danmerkur, megi koma varan- leg vinátta, byggð á frjálsum vilja og norrænum samhug.“ ar og sviptivindar. Eftir frekar stutta dvöl þar efra, tóku skýin á mikla rás og missti Ól. Th. takið og fór Tieljar. hringi og kóllsteypur til sinna fornu heim- kynna, jarðarinnar. Hann kvaðst hafa farið þessa svaðilför vegna íslands og íslenzku þjóðarinnar. Ól. Th. kvaðst hafa haft gott af ferðinni, en sérstaklega þó land- ið og þjóðin. Þarna uppi kvaðst hann hafa séð sýn og að allt, sem hann áður hafði sagt um gerðardóm og dýrtíð og annað þess háttar, væru staðlausir stafir. Forsjónin hefði tekið í taumana. Nú skyldi ekki hika við heldur stýra eftir stjörnum — vegna landsins og þjóðarinn- ar. Hvað væri það, sem ekki væri á sig leggjandi fyrir landið og þjóðina? Og þetta var ekki heldur í kot vísað. Einn aðal-grjótpáll Ól. Th., maður að nafni Jón, sem skrifar sig stundum Pá., segist vera viss um, að eina færa leiðin til þess að forðast upplausn og innan- landsstyrjöld hafi verið sú leið, sem Oi. Th. tók. Nú eru að vísu til menn, og þeir /ekki allfáir, sem halda því fram, að þetta hafi ekki verið eina færa leiðin. Stj arnan í austri hafi ekki verið óbrigðull vegvísir, og þessum mönnum flýgur jafnvel í hug, að Ól. Th. hafi jafnvel kunnað að raskast eitthvað lítils háttar við sína miklu kollsteypu. Ekki vil ég spá neinu um það, hvort Ól. Th. kann að ná sér aftur á strik með að halda „ágætar ræður“ að dómi ísafoldar og þeirra manna, sem við hana fást. En ekki finnst mér fall hans fararheill. Úti í Noregi standa um þessar mundir yfir réttarhöld yfir Undirbúningi að byggingu veglegs útvarpshúss, sem lengi hefir verið fyrirhugað, er nú svo langt komið, að horfur eru á, að byggingarframkvæmdir geti hafizt næsta vor. í byggingar- sjóði, sem safnazt hefir á und- anförnum árum, eru nú 1 yz milj. króna, en ætiast er til að út- varpið sjálft standi straum af byggingarkostnaðinum. í tilkynningu, sem blaðinu hefir nýlega borizt frá mennta- málaráðuneytinu, segir svo um þetta mál. Á sameiginlegum fundi menntamálaráðherra og bygg- ingarnefndar útvarpshúss 30. ágúst 1945 var lagt fram uppkast að frumteikningu útvarpshúss (um 38.000 teningsmetrar að stærð), sem William Lescaze, húsameistari í New York hafði teiknað'. Fundurinn ályktaði: a) að fallast í höfuðdráttum á uppkast að frumteikningu út- varpshúss, sem fyrir liggur, enda náist dlamkomulag við stjóirn íþróttavallarins um það, að hún eftirláti sneið af norðvestur- horni vallarins, 25 metra á hvorn veg. b) að fela Wm. Lescaze að fullgera frumteikningu af hús- inu samkv. tölulið 5. í sameigin- legri álitsgerð húsameistarans og sendimanna Ríkisútvarpsins, dags. 10. ágúst 1945. , c) að óska að húsameistarinn geri bráðabirgða útlitsteikningu að fyrirhuguðu framtíðarhúsi á lóðinni, þannig að heildarsvipur fáist á byggingarsaipstæðuna. Ráðuneytið hefir fallist á að slík útvarpsbygging verði reist nú og framkvæmdir hafnar að undirbúningi loknum, væntan- lega snemma á næsta vori. Er þess vænzt að þetta verði ein sérkennilegasta' og vegleg- manni, sem þar var kominn til mikilla valda. Á hann eru born- ar miklar og margar sakir. Stundum verður manni þessum ógreitt um svör, eins og Ól. Th. Stundum verður hánn hávær og brýnir röddina eins og Ól. Th., og allt, sem hann er sakaður um, kveðst hann hafa gert fyrir land sitt og þjóð — eins og Ól. Th. Norski Jón Pá. þessa ójgæfusama manns hefir látið lítið á sér bera enn sem komið er. Hann er ef til vill ekki eins óskeikull og Jón Pá. hinn íslepzki — eða ekki eins mikill málœðismaður. Finnst ykkur þessum mönnum svipa saman, þeim íslenzka og norska? Það eru ekki nærri allir sem vilja vinna svona verk fyrir land sitt — og þjóð —. En þeirra verk bíða nú dóms, hvort á sinn h£tt. Dómurinn yfir Norðmann- inum fellur án efa fljótlega. Hinn á einnig sinn dóm í vænd- um — það dómsatkvæði verður greitt við kjörborðið. Sá dómur verður vægari en dómurinn yfir Norðmanninum, en þó án efa sá dómur, er skýjaglópur í stjórnmálum á skilið. asta bygging landsins, og að öllu leyti gerð samkvæmt nýj- ustu tækni. Með byggingunni verður séð fyrir húsnæðisþörf Ríkisútvarpsins um langa fram- tíð, en stofnunin á nú við mestu þrengsli að búa, sem staðið hafa henni mjög fyrir þrifum að und- anförnu. Útvarpsbyggingunni hefir ver- ið ætluð lóð sunnan Hringbraut- ar vestan íþróttavallarins og á norðvesturhluta hans. Frum- teikning byggingarinnar hefir þó verið miðuð við það að skerða ekki notagildi íþróttavallarins. Gerir hún ráð fyrir að sú út- varpsbygging, sem nú á að reisa, feli eiginlega í sér tvö hús með brú á milli. í því húsinu, sem nær er Hringbraut, verða almennar skrifstofur útvafpsins, frétta- stofu viðtækj averzlun, viðgerð- arstofa, viðgerðarsmiðja og ým- islegt fleira. Þetta hús verður 5 hæðir. í hinu húsinu, sem er mun æfingasalir og éinn sjónvarps-' salur, ennfremur tæknileg starf- semi útvarpsins, skrifstofur út- varpsráðs, tónlistardeild og annað tilheyrandi framkvæmd dagskrár. Einn útvarpssalurinn er langstærstur og tekur 600 áheyrendur, hefir svið fyrir stóra hljómsveit og fjölmennan kór, og á salurinn að vera búinn tækjum til kvikmyndasýninga. Gert er ráð fyrir að einhvern- tíma í framtíðinni verði reist þriðja húsið . fyrir víðtækari sjónvarpsstarfsemi og annað, er ekki verður séð fyrir nú. Er þvi húsi ætlaður staður á norðvest- urhluta íþróttóvallarins. Búist er við að Ríkisútvarpið sjálft geti borið kostnaðinn við bygginguna, bæði með byggg- ingarsjóði sínum, sem er 1V2 miljón kr., og með lántöku, svo og með árlegum tekjuafgangi og tekjuöflun á annan hátt. Islendingar á megin- landi Evrópu Nánari fregnir hafa nú borizt frá Lúðvíg Guðmundssyni, skóla stjóra, sem fór utan í sumar á vegum Rauða Krossins til þess að reyna að hafa upp á og að- stoða, íslendinga er kynnu að vera hjálparþurfi á meginlandi álfunnar. Hefir Lúðvíg lokið ferð sinni um Vestur- og Norður- Þýzkaland og sent hingað upp- lýsingar um 26 íslenzka einstak- linga og fjölskyldur, er dvöldust á þessu svæði. Hefir hann að- stoðað sumt af þessu f ólki á ýms- an hátt. Er skeyti barst var Lúð- víg staddur i Kaupmannahöfn. Var hann þá á förum þaðan til Vínarborgar í því skyni að ná sambandi við þá íslendinga, er þar hafa dvalizt undanfarin ár. Meðal farþega með Lagarfossi, er hann kemur næst frá Dan- mörku, verða 18 konur og börn, sem Lúðvíg Guðmundsson hefir leitað uppi í Þýzkalandi á veg- um Rauða kross íslands og hjálþað til Kaupmannahafnar. Konurnar voru giftar þýzkum mönnum. Ólafur bóndí. Tvö með pelann sinn ' i Pélitískt glamur — pólitískt getuleysi v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.