Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.09.1945, Blaðsíða 5
68. blað mh t: fflf, briðjndaglim 11. scpt. 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR H ollustuhættir Árni Árnason, héraðslæknir á Akranesi, hefir oft skrifað ýms- ar hugvekjur um hollustuhætti og heilbrigða lifnaðarháttu í blaðið „Akranes“. Hafa þessir þs^ttir læknisins verið mikið lesnir, þar sem blaðið hefir komið. Tíminn leyfir sér hér að endur- prenta kafla úr einni af ritgerðum læknisins, er birtist í „Akra- nesi“ í sumar. Þegar rætt er um hreinlæti og sóðaskap, þá eru flestallir sam- mála um það, að hreinlætið sé hið rétta, en að sóðaskapur eigi ekki að eiga sér stað. Þetta mun vera sannfæring allflestra, en þar er aftur misjafnt, hve vel fólk gerir sér ástæðurnar ljósar fyrir gildi hreinlætis og eins hitt, hve hreinlætistilfinningin og smekkurinn eru þroskuð. Það er að sínu leyti líkt og um feg- urðarsmekk, enda er ekki ólíkt á komið. Hreinlætiskrafan er fegurðarkrafa. Sóðaskapur vek- ur óþægindatilfinningu, ógeð og enda viðbjóð, þegar mikið kveð- ur að. En hreinlætiskrafan er líka heilbrigðis- og hollustuat- riði. Það er ekki víst, að öllum sé það jafn ljóst, og þeir eru meira að segja til, eða hafa verið til skamms tíma, sem draga það í efa. Röksemd þeirra er sú, að margir sóðar séu heilsuhraustir og verði langlífir, og svo hafi jafnan verið. Það er satt, en það er ekki röksemd. Það er hættu- legt að ~sigla, þar sem tundurdufl eru í sjónum, en það flýtur á meðan ekki sekkur, og slys verð- ur ekki nema skipið rekist á duflið. Strjálbýlið og einangrun- in í sveitum hér á landi hefir forðað fólki frá ýmsum þeim hættum, sem miklu meir ber á í þéttbýlinu. Þéttbýlið í borgum og bæjum krefst meira hrein- lætis, ekki sízt utan húss, til þess að vernda heilsuna og að ekki verði til verulegra óþæginda og ósóma að öðru leyti. En ann- ars þarf ekki lengi að leita að dæmum því til sönnunar, að sóðaskapur og trassaskapur hef- ir valdið heilsutjóni hér á landi, ekki síður í sveitum en við sjó. Það þarf ekki annað en að nefná sullaveikina og taugaveikina, að ógleymdri berklaveikinni Tauga- veiki og sullaveiki eru óþrifnað- arsjúkdómar að því leyti, að hreinlæti og hirðusemi miðar mjög að því að draga úr þeim. Það var ekki von á góðu um þverrun sullaveikinnar, á meðan hundarnir voru látnir sleikja askana og þeir voru ekki þvegnir á eftir. Sumt fólk lét sér nægja, að blása í þá, — blása í kross, — það var nóg. Það var nú þeirra „sterilvask." Það eru margir sjúkdómar og kvillar, sem óþrifnaður heldur við eða hjálpar til að breiða út. Hér skulu nefnd þessi: Berkla- veiki, taugaveiki, blóðkreppusótt, útbrotataugaveiki eða dílasótt, sullaveiki, barnsfararsótt, bólgur og ígerðir, njálgur, lýs, kláði og geitur. Þetta er stór, en ekki fríður hópur. Berklaveikin er það þjóðarmeinið, sem nú er mest um rætt. Hún er að vísu ekki óþrifnaðarsjúkdómur í þrengri merkingu, en öllum er nú orðið ijóst, hversu áríðandi þrifnaður og varkárni er í þeim sökum, og þó einkum þrifnaður sjúklinganna sjálfra. Taugaveiki og blóðkreppusótt berast með matvælum og vatni. Allur ó- þrifnaður getur því orðið'afleið- ingaríkur 4 þeim efnum, ekki sízt í meðferð á mjólk. Útbrota- taugaveiki er skæð drepsótt, sem berst með lús. Hún hefir ekki borizt hingað til landsins enn, sem betur fer. Sullaveikin stend- ur í beinu sambandi við þrifnað og umhirðu. Ef þess væri gætt í öllum sláturhúsum og við allar heimaslátranir, að enginn hund- ur næði í neinn sull, þá myndi sullaveikin hverfa, því að band- ormarnir, sem lifa í þörmum hundanna, myndu hverfa með núlifandi hundakynslóð. Egg bandormanna ganga niður af hundunum, berast í menn og valda sullaveiki. Það er satt að segja ekki geðslegt að vita til þess, að maður hafi étið ofan í sig það, sem gengið hefir niður af hundi. En það er fleira góð- gæti, sem menn éta ofan í sig. Njálgur er þannig til kominn í manni, að egg hans berast ofan í mann, en þau ganga niður af þeim, sem orma þessa hefir. Það er ekki geðslegt að vita til þess, að maður hafi étið ofan í sig það, sem gengið hefir niður af öðrum manni, enda þótt það sé í smáskömmtum. En góður þrifnaður er mikil vörn. Menn eiga að þvo sér um hendurnar í hvert sinn, er þeir hafa gengið örna sinna eða notað salernið. Geitur eru nú orðið sjaldgæfar. Þeim er að mestu útrýmt. Lús og kláði eru svo alkunnir og mikið umræddir óþrifakvillar, að hér þarf ekki að minna á þá. Það er vitanlega engin minnkun að verða fyrir því, að fá þessa kvilla. Allir geta orðið fyrir því, að smitast af þeim. En það er óvirðing og ómennfngarvottur að hýsa þá, að losna'ekki við þá svo fljótt sem unnt er, því að það er hægt. Hreinlæti utan húss er ekki eingöngu menningarvottur, fall- egt og skemmtilegt, heldur líka nauðsynlegt, heilbrigðiskrafa, og það því fremur sem þéttbýli er meira. Um það eru líka gefnar ákveðnar reglur og fyrirskipan- ir. Áfni Árnason. Tónskáldafélag Tónskáldafélag íslands var stofnað i Reykjavik 25. júlí s. 1. til þess að gæta hagsmuna tón- skálda. Félagsmenn eru allir fé- lagsmenn í „Bandalagi íslenzkra listamanna.“ Stjórnina skipa: Páll ísólfsson formaður, Hall- grímur Helgason ritari, Helgi Pálsson gjaldkeri, Jón Leifs var kosinn varaformaður. Stofnendur samþykktu með öllum atkvæðum að senda Menntamálaráði íslands svo- hljóðandi bréf: „Tónskáldafélag íslands leyfir sér hér með að senda „Mennta- málaráði íslands" lög félagsins, ásamt nöfnum félagsmanna, og vill um leið virðingarfyllst vekja eftirtekt ráðsins á kjörum ís- lenzkra tónskálda. Fyrst er þess að geta, að laga- vernd íslenzkra tónverka er, bæði á íslandi og erlendis, ófull- komnari en í flestum, ef ekki öllum öðrum löndum, en mögu- leikar til flutnings tónverka á íslandi minni en annars staðar, en gjöld fyrir flutning tónverka eru aðaltekjur tónskálda. Erfið tónverk færa erlendis jafnvel þarlendum höfundum tiltölulega litlar tekjur og þær venjulega þeim mun minni, sem verkin eru veigameiri. ■ Hæstu árslaun tónskálda á íslandi hrökkva nú tæplega til óhjákvæmilegrar af- ritunar eins meiriháttar tón- verks ásamt raddheftum, en til flútnings þarf oft þegar í fyrsta sinn alls konar fjölritun, þó að ekki sé hugsáð um að prenta verkin. Ef tillit er tekið til sölu- möguleika skáldsagna, virðist sízt viðeigandi, að tónskáldalaun séu lægri en laun rithöfunda. Þar sem laun leikara eru ekki veitt af fé til bókmennta eða rithöfunda, virðist heldur ekki réttmætt að launum túlkandi tónlistarmanna sé úthlutað af sömu upphæð og til tónskálda. „Tónskáldafélag íslands" leyf- ir sér því að fara þess á leit, að Menntamálaráðið ákveði við næstu úthlutun sérstaka upp- hæð til tónskálda eingöngu, og aðra upphæð til afritunar, fjöl- ritunar eða prentunar tónverka. LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóirm FRAMHALD úr vasa sínum, tók úr henni tappann, setti hana á munn sér og slokaði úr henni í löngum teygum, þar til hún var hér um bil tóm. Þegar hann hafði náð andanum, hrópaði hann svo hátt, að heyrðist lengst niður á Prestsbætur: — Ég — ég drekk skál Kristófers Kalvaags. Hann er sá versti sjóhundur og mesti sjógarpur, sem nokkurn tíma hefir stigið á skipsfjöl. Ég drekk skál Kristófers Kalvaags og skútunnar hans. Svo sötraði hann það, sem eftir var í þeirri svörtu. „Noregur“ var búinn að liggja heila viku á Símavogi. Hann Kristófer hafði gengið á fund kaupmannanna og spurzt fyrir um kaup á veiðarfærum gegn skilvísri greiðslu síðar. En hann var ekki fyrr búin nað nefna slíkt en spurningar dundu yfir hann: tyvar hann ætti heima, hvers vegna hann hefði ekki kéypt veiðarfæri i Tromsö og þar fram eftir götunuin. Og alltaf end- aði þetta á einn og sama veg: Hann Kristófer sagði þeim öllum að fara beinustu leið til fjandans með allt sitt hyski og hafur- task. Hann var i versta skapi, þegar hann kom til íélaga sinna, og þeir Lúlli og Nikki forðuðust báðir að yrða á hann. Þess þurfti ekki heldur við — hann Kristófer bar það utan á sér, hvað gerzt hafði. Og þegar hann kom um borð eitt kvöldið, gekk hann beint að borðstokknum i stað þess að fara niður í káetuna, losaði fyrst klófalinn og síðan pikkfalinn og byrjaði loks að draga upp stórseglið. Hásetarnir hímdu niður i káetunni, er hann Kristófer kom, og þeir vissu ekki fyrr til en byrjað var að vinda upp segl. — Sjáið þið bara til, piltar, sagði þá Nikki á Bakkanum. Nú á að létta. Mér þætti gaman að vita, hvert karlinn hugsar sér nú að fara. Þeir stóðu upp, allir þrír, og um leið og Lúlli steig á neðstu stigarimina, sagði hann: — Við sjáum auðvitað í hvaða átt hann stefnir, en það er sennilega bezt að spyrja hann ekki í þaula, því að þið getið í- myndað ykkur, hvernig skapi hann muni vera í. Öll segl voru undin að húni og akkerið dregið upp, en eng- inn mælti orð frá vörum. Svo rann „Noregur" hægt og tígulega út víkina. Það var dimmt yfir, en bezta veður að öðru leyti, og áður en birta tók af degi, var „Noregur" kominn langt út á Vestfjörð. En meðan á þessu ferðalagi stóð hafði hann Kristófer jafnað sig. og var nú orðinn eins og hver annar dugandi skipstjóri, sem kemst á sjó eftir leiðinlega landlegu. Það höfðu borizt fréttir um fiskigöngu, og það var sú frétt, er hafði ært Kristófer. Það var ekkert tilhlökkunarefni að liggja línulaus í höfn og horfa á hverja skútuna af annarri koma með afla utan af miðunum og heyra alla tala um vaxandi fiski- gengd og mokafla. Og ekki nóg með það: Til þess að gera smán Kristófers og þeirra á „Noregi“ ennþá meiri, hafði fiskverðið hsekkað, jafn- framt því sem veiði glæddist, þvert ofan i öll líkindi og öll lög- mál, sem sögðu, að því betri sam aflabrögðin væru, þeim mun lægra yrði fiskverðið. Þór stóð við stýrið. Kristófer, Lúlli og Nikki sátu niðri i ká- etunni, en jafnvel rjúkandi kaffið gat ekki losað um málbandið á þeim í þetta skipti. Loks rauf Kristófer þögnina og sa^gði ein- mitt það, sem hinum bjó í brjósti: — Nú er svo góður afli, að við hefðum getað borgað öll veiðar- færin eftir þrjá róðra, ef bölvaðir kaupmennirnir hefðu ekki allir neitað mér um lán. — Ja, þvílík eymd, Drottinn minn, sagði þá Lúlli: Að vera komnir i verstöðina og verða svo að liggja við akkeri og geta ekk- ert fiskað .... geta ekki krækt i einn einasta eyri, þegar allir aðrir moka peningum á land. Þannig rausaði hann lengi, og því lengur sem hann hélt áfram, þeim mun háværari og stórorðari varð hann, og þegar hann hafði loks hreytt út úr sér síðustu setningunni, var hann orðinn svo reiiAr yfir þessu ranglæti, að hann þreif skinnhúfuna sína og leit hatursfullu augnaráði á hann Kristófer, rétt eins og hon- um hefði dottið í hug að reka hnefann I andlitið á honum um leið og hann strunsaði framhjá og upp á þilfarið. Þegar hann kom upp, gekk hann beint að stýrinu og sagði við Þór: _ — Ég skal sjá um stýrið og skútufjandann, ef þú vilt fara niður í káetuna og spyrja þennan frænda þinn, hvort hann hafi ætlað sér að útvega okkur veiðarfæri í bráð. „Noregur" hjakkaðist áfram i útsunnangjólunni og nálgaðist Moldeyri. Ljós lagði úr gluggunum á verbúðunum í Skjald- veri. Þau blöstu rétt við honum Kristófer, þegar hann kom upp úr káetunni og gekk aftur þilfarið til Lúlla, sem nú var að enda sinn varðtíma. Það var eitthvað í aðsigi, það fann bæði Kristófer, er hafði fengið óþvegna kveðju með Þór, og Lúlli, sem hafði sent þá kveðju. Þess vegna tók hann Kristófer þegjandi við stýrinu, sem þó var ekki siður. Og hann Lúlli stóð kyrr, sem ekki var heldur siður, og horfði framan í Kristófer. Hann var magur og fölur og togin- leitur, augun blá og skær og horfðu án afláts út yfir Vestfjörð- inn. Það var byrjað að gefa dálítið á og aldan vaxandi. Menn- irnir horfðust í augu í fáeinar sekúndur. Svo' tosaði hann Lúlli af sér gaddfreðinn sjóvettlinginn, rétti honum Kristófer höndina og sagði: — Gleymdu þvi, Kristófer, sem ég sagði 1 bræði minni, þegar ég fór upp úr káetunni, og gleymdu líka kveðjunni, sem ég lét hann Þór bera þér. Kristófer tók í höndina á Lúlla og svaraði: — O-o, ekkert mas, Lúlli. Farðu nú niður i káetuna og fáðu þér heitan kaffisopa, því að það getur svo farið, að hann kuli bráðum, ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðviks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. Síðan skildu þeir og lögðust til hvíldar á ný, en Georg var svo ofsa glaður, að hann gat ekki sofnað nærri strax. Hann var ekki lengur einn! Hann hafði eignazt tvo vini, tvo þjáningabræður. Nú yrði biðin ekki eins leið og löng. Flóttavonin styrkt- ist, því að nú voru þeir orðnir þrír, sem hjálpuðust að. VH. FLÓTTINN. Nokkrir langir dagar liðu. Þá gerði Georg óvænta upp- götvun. Hann var lengi búinn að tala um að taka ærlega til í eldhúsi sínu, þ. e. hann ætlaði að þrífa potta og pönnur og hreinsa til í ruslahrúgunni í horninu. í þessu augnamiði hafði hann látið ræningjana færa sér sand. Dag einn, þegar höf ðinginn var úti með helming liðsmanna sinna, hóf hann starfið. Báðir piltarnir hjálpuðu honum. Hinrik hafði í fyrstu álitið sig hafinn yfir hússtörf, en brátt komst hann að raun um, að vinnan er bezta lyf við leiðindum Þeir Berthold stóðu því með sinn skaftpottinn hvor og nudduðu þá í gríð og erg ,en Georg stóð á hausnum, eins og sagt er, í ruslabyngnum í hominu. Skyndilega hrökk hann við. Hann fann djúpa, lokaða krukku falda imdir litlum þvottabaia, sem lá þar á hvolfi. Þessa krukku þekkti hann á augabragði. Höfðinginn hafði hellt úr henni í bikarinn kvöldið góða. En gat verið, að hann hefði ekki tæmt hana? Var það hugs- anlegt, að hann hefði aðeins hellt dáhtlu úr henni í vín- ið. Georg tók lokið af fullur eftirvæntingar, Jú, mikið rétt. Krukkan var ennþá hálf. Hann þekkti krukkuna vel, þó að hann hefði ekki«vitað þá um kvöldið^að í henni væri svefnlyf. Hann bragðaði á því og fann þá aftur ramma bragðið, sem verið hafði af víninu. í þetta skipti var það aðeins .tíu sinnum rammara. Augljóst var, að i krukkunni var geymt ópíum eða eitthvert svæfandi lyf. Hann brann í skinninu af löngun eftir að segja vinum sínum frá þessu, en þeir gátu aldrei hvíslast á nema seinni hluta nætur, þegar fangaverðirnir sváfu. Hann varð því að vinna upp á eigin spýtur. Hann leit í kringum sig. Ræningjarnir, sem ekki voru í fylgd með höfðingjanum, sátu við borðið og spiluðu teningaspil. Þeir voru svo niðursokknir í spilið, að þeir gáfu Georg engan gaum. Hann benti því Berthold að koma til sín og hvíslaði: „Stattu fyrir, svo að enginn sjái, hvað ég aðhefst.“ Berthold leit undrandi á hann, en hlýddi þó og stóð þannig, að hann skyggði alveg á Georg. Hann greip í skyndi tóma smáflösku og hellti svefn- lyfinu á hana. Lét hann síðan í hana tappa og stakk henni í barm sinn. Síðan fyllti hann krukkuna af víni og lét mold út í til þess að það sýndist dekkra. Lét hann síðan krukkuna á sinn stað. Þetta gekk eins og í sögu og piltarnir horfðu forviða á Georg. „Hvað ertu að gera?“ hvíslaði Hinrik, en Georg lagði fingurinn á munninn og hvíslaði „Uss! Þið fáið að vita það í kvöld.“ Litlu síðar kom höfðinginn og menn hans aftur. Þeir voru ekki óvanir að koma heim um miðjan dag, og Georg gat sér þess til, að þeir myndu hafa eitt- iivað sérstakt í hyggju. Höfðinginn skipaði Georg að byrja að steikja kjötið tímanlega, svo að þeir gætu étið það áður en þeir færu í næturleiðangur sinn: Ennfremur skipaði hann þeim að baka nokkrar stórar eggjakökur, svo áð þeir gætu riú einu sinni étið sig sadda.. Þá vissi Georg, hvers vænta mátti. Nú urðu þeir að vera vel á verði, en hvernig átti hann að framkvæma það, sem hann hafði hugsað sér? Hann reyndi hvað eftir annað að nálgast hina fang- ana en það var eins og höfðingjann grunaði, að hann ætlaði að aðvara þá. Hann kallaði í sífellu á Georg, og dagurinn leið án þess að hann gæti gert Hinriki og Berthold aðvart um fyrirætlun sína. Einu sinni skipaði höfðinginn Georg að fara út í eitt horn hellisins og inna þar verk af hendi, en gekk sjálfur að eldstæðinu og tók að róta þar í ruslinu. Georg brosti í kampinn og tautaði með sjálfum sér: „Já, já, minn góði herra! Ertu nú að leita að svefnlyf- inu? Ég vona, að þú finnir það á sínum stað!“ Hann k faði hamingjuna fyrir það, að honum hafði hugkvæmst að hella skaðlausu víni í krukkuna. — Litlu síðar sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.