Tíminn - 28.09.1945, Page 6

Tíminn - 28.09.1945, Page 6
6 TÍMINIV, föstiitlaginii 28. sept. 1945 73. blað DÁNARMIMINC: Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja að Lágafclli. Hinn 18. september s. 1. and- aðist Guðrún á Lágafelli í Aust- ur-Landeyjum, eftir þunga legu. Guðrún var fædd að Helgu- söndum undir Eyjafjöllum, 14. marz 1873. Foreldrar hennar, hjónin Sveinn Sveinsson og Hólmfriður Stefánsdóttir bjuggu þar þá. Þegar Guðrún var sex ára, tvístraðist heimili foreldr- anna sakir fátæktar, enda jörð- in kostarýr. Var hún þá tekin 1 fóstur af Þóroddi Magnússyni í Dalsseli og Sigríði Ólafsdóttur og dvaldizt hjá þeim, og seinni manni Sigríðar, Ólafi Ólafssyni (síðar í Eyvindarholti), til 25 ára aldurs. Tvö árin næstu var Guð- rún í Vestmannaeyjum. En um aldamótin fluttist hún að Lága- felli í Landeyjum, og 4. október 1901 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sæmundi Ólafs- syni oddvita. Þetta ár tóku ungu hjónin við búi af foreldrum Sæ- mundar, Ólafi og Vilborgu, sem síðan afhentu það dóttur sinni Vilborgu og manni hennar, Finnboga Magnússyni frá Reyn- isdal, eftir 30 ára búskap, árið 1931. En þá eru tengdaforeldrar Guðrúnar enn á lífi, og í heim- ilinu. Dvelja þannig um 8- ár þarna í sama heimilinu þrenn hjónin, þrír ættliðir. Gömlu hjónin, Ólafur og Vilborg, önd- uðust 1939, þá bæði hálfníræð. Mun þetta sjaldgæft fyrir- brigði, og ber þá einnig vott um æskilegan heimilisbrag. En þeir, sem kunnugir eru, vita, að Guð- rún muni þá ekki hvað sízt hafa sett „svip á bæinn,“ með sinni miklu góðvild og hjartahlýju. Móður sína, Hólmfríði, tók Guðrún til sín þegar hún fór að búa, og hjá henni dvaldi hún, þar til hún andaðist árið 1912. Sæmundur, maður Guðrúnar, varð snemma framamaður í byggðarlagi sínu. Hlóðust á hann hvers konar félagsleg störf. Jók þetta að sjálfsögðu umsvif hús- freyjunnar. Búnaðist þeim vel, og hefir jörðin tekið stakka- skiptum á búskaparárum þeirra. Börn þeirra Sæmundar og Guðrúnar eru Sveinn Sæmunds- son yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, Vilborg húsfreyja á Lága- felli og Margrét kona Árna Ein- arssonar símstöðvarstjóra á Hvolsvelli. Guðrúnu Árnadóttur, dóttur- dóttur sína, fóstruðu þau Lága fellshjón, og Þórunn Þorsteins dóttir deildarhjúkrunarkona í Landsspítalanum dvaldi hjá þeim Lágafellshjónum frá 5—14 ára aldurs. Guðrún var af skaftfellsku bergi brotin. Sveinn smiður fað ir hennar var Sveinsson, Pálma- sonar smiðs i Álftagróf, Jónsson- ár prests að Kálfáfelli. Guðrún heitin var farin að heilsu upp á síðkastið og mun hafa legið rúmföst allt þetta ár. Dóttir hennár, Vilborg, annaðist hana af sömu nærfærni og elskusemi, eins og hún hafði séð móður sína annast tengdaföður sinn í 8 ára samfelldri rúmlegu« Er vafasamt, að mörg afrek megi teljast taka fram hlutskipti húsfreyjunnar, og þá ekki sízt á mannmörgu, umsvifamiklu sveitaheimili, þegar langvinn hjúkrunarstörf bætast ofan á alla aðra önn. Slíkt afrek hafði Guðrún unn- ið. En fyrst og fremst var hún góð kona. Og sem slík mun hún geymast í hugum vandamanna, samsveitunga og allra annarra, sem hana þekktu. En góðvild hennar náði víðar fyrir þá sök, hve ástir miklar voru með þeim hjónum, henni og Sæmundi, alla tíð’ G.M. Úr sögu Siglufjjarðar- málsins. (Framhald af 8. síBuJ ingsmaður gjörðarþola hafa réttlætt neitanir formanns um að bera írestunartillöguna upp í heild og valdatakmörkunar- tillöguna á þenna hátt: Síðari hluti frestunartillögunnar hafi verið vitleysa eins og hann var. Aðalfundinn hafi þegar verið búið að auglýsa og hann hafi verið hafinn. Hafi því verið ó- heimilt að auglýsa aðalfund að nýju, en svo hafi orðið að skilja siðari hluta tillögunnar, að til þess væri ætlast, að nýr aðal- fundur yrði auglýstur. Þýðing- arlaust hafi og verið að auglýsa, að tillógur til samþykktabreyt- inga kæmu fram eftir að aðal- fundurinn var hafinn, þar eð þær hefðu ekki verið boðaðar í dagskrá þeirri, sem ákveðin hafi verið í auglýsingunni um aðalfundinn 7. júní, því að eftir að aðalfundur hafi á annað borð verið byrjaður, hefði ekki verið unnt að koma á samþykkta- breytingum, nema eftir 2. mgr. 29. gr. samþykkta K. F. S., -er síðar verður nánar getið, en að fullnægðum skilyrðum þess á- kvæðis hefði verið hægt að sam- þykkja samþykktabreytingar á framhaldsaðalfundinum, er á- kveðinn hafi verið 10. júní, án þess að þær hefðu verið boðað- ar fyrirfram. Neitun sína um að bera upp valdatakmörkunartillöguna skýrir formaður svo: Hann kveðst hafa lesið niðurlag tillögu Jóhanns G. Möller um umræðu- slit upp á þann hátt, að ganga skyldi til atkvæða um frestun- artillöguna og hafi sér ekki kom- ið til hugar, að æt-last væri til, að gengið yrði til atkvæða um aðrar tillögur, þar eð ekki hefði verið búið að taka aðrar tillögur til umræðu. Hafi hann síðan borið frestunartillöguna upp og að henni samþykktri lýst fundi frestað. Þá hafi athygli sín verið vakin á, að eínnig hafi verið ætlast til, að valdatakmörkunar- tillagan yrði borin upp, en hann þá ekki talið rétt að gera það „bæði vegna þess að hún hafi ekki heyrt undir dagskrárliðinn, og vegna þess, að búið var að fresta fundi.“ Rétturinn lítur svo á að orða- lag frestunartillögunnar hafi ekki gefið tilefni til þess að unnt væri að skilja hana á þann veg, að hún fæli i sér að auglýsa nýjan aðalfpnd sbr. upphaf til- lögunnar: „Fundurinn sam- þykkir að fresta aðalfundi ...,“ heldur hafi orðið að skilja hana þannig,' að framhaldsaðalfund- ur yrði sérstaklega auglýstur. Þá verður og að líta svo á, að enda þótt rétt væri hjá ,gjörðarþol- um, að þýðingarlaust hefði ver- ið að boða samþykktabreyting- ar í auglýsingunni um fram- haldsaðalfundinn, þá hafi þó verið fyllilega lögmætt að gera það, en um það, hvort slíkt var þýðingarlaust virðist þó, að ekki hefði verið unnt að segja fyrr en á framhaldsaðalfundinn kom og ekki gat það á neinn hátt spillt, að sérstaklega væri vakin á því athygli, að tillögur til samþykktabreytinga væru vænt- anlegar á framhaldsaðalfundin- um. . Að þessu athuguðu verður að Nýjar úrvals bækur er setja nýjan svip á heimilið: Á ég að segja þér sögu. Úrval beztu smásagna heimsbókmennt- anna. Sögur þessar hafa heillað hugi miljóna manna um víða veröld. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir þá íslendinga er kynn- ast vilja frægustu smásagnahöfundum veraldar. Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari þýddi. Kr. 20.00 ób., kr. 30.00 ib. og kr. 40.00 í skinnbandi. Margrét Smiðsdóttir, skáldsaga eftir Astrid Lind. Sagan ger- ist til sveita í Norður-Svíþjóð á öndverðri 19. öld. Þessi heillandi saga er þýdd af Konráð Vilhjálmssyni, sem vakið hefir á sér mikla athygli fyrir snilldar þýðingar sínar á Degi í Bjarnardal og Glitra Daggir, grær fold. — Þessi örlagaríka saga gleymist seint. — Kr. 30.00 ób., kr. 42.00 ib. Þeir áttu skilið að vera frjálsir, eftir Kelvin Lindemann, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara. Þetta er hrífandi söguleg skáldsaga, er gerist á Borgundarhólmi árið 1658. Sagan er meistaraverk í norrænum bókmenntum, enda sagði Kaj Munk um bókina: „Hún er of góð til þess að mælt sé með henni. Látum hana gera það. sjálfa“. — Kr. 30.00 ób., kr. 40.00 ib. og kr. 50.00 í skinnbandi. Glóðu Ijáir, geirar sungu, eftir Jan Karski í þýðingu Krist- mundar Bjarnasonar. Bók þessi er frásögn um hin ægilegu ör- lög Póllands. Hér eru raktar raunir vestrænnar siðmenningar á bersögulan og átakanlegan hátt. — Kr. 18.00 ób. Töfrar Afríku, eftir Stuart Cloete, í þýðingu Jóns Magnússon- sr, fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Þessi blóðheita og safamikla skáldsaga verður hverjum, sem les hana, umhugsunarefni í langan tíma. Persónur hennar eru sterkar og mikilúðlegar, leik- soppar sterkra kennda og óstýrilátra ásthneigða, enda gerist sagan fyrir utan „siðmenninguna“. Kr. 32.00 ób. og kr. 42.00 ib. Trygg ertu Toppa, eftir Mary O’Hara, í þýð- ingu Friðgeirs Berg. Segir sögu drengs og hests og ástar þeirra hvors til annars á und- ursamlega hrífandi hátt. Þetta er yndisleg saga, hjartnæm og ' heillandi, enda með því fegursta, sem skrifað hefir verið um dýr og drengi. — Kr. 23.00 ób., kr. 32.00 ib. Beverly Gray, II., eftir Clarie Blank, í þýðingu Kristmundar Bjarnasonar. Útkomu þessarar sögu hefir verið beðið með mik- iili eftirvæntingu af hinum mörgu aðdáendum Beverly Gray, ný- liða, er út kom á s. 1. ári. Sögurnar um Beverly Gray og stall- systur hennar, eru nú eftirlætisbækur ungu kynslóðarinnar. — Kr. 20.00 innbundin. Hugrakkir drengir, eftir Esther E. Enock, í þýðingu Bjarna Ólafssonar kennaya. Þetta eru tólf sannar og áhrifaríkar sögur úr lífi tólf ágætismanna, er hlotið hafa heimsfrægð fyrir mann- kosti og göfugmennsku. — Kr. 10.00 ib. Sniðug stelpa, eftir Gunnvor Fossum, í þýðingu Sigrúnar Guð- jónsdóttur. Ságan gerist til sveita í Noregi. — Verulega sniðug saga — skémmtileg og spennandi, en þó hollur og góður lestur iyrir unglinga, því að hún hvetur til dugs og athafna, til þess að leggja ekki árar í bát, þótt blása kunni í móti. Kr. 15.00 ib. Aðalútsala NORÐRA h. f. Pósthólf 101 — Reyhjavík. telja neitun formanns um að bera frestunartillöguna upp í heild óréttmæta. Hafi formaður lesið framan- greinda tillögu Jóhanns G. Möller upp á þann hátt, er hann telur í máli þessu, þá hefir hann farið rangt með hana. Tillöguna var ekki unnt að skýra á þann veg, er formaður kveðst hafa gert. Hún ber ljóslega með sér, að samkvæmt henni skyldi ganga til atkvæða um allar framkomnar tillögur. Þar sem í tillögunni er talað um að slíta umræðum um málið verður að hafa það í huga, að meirihluta- fulltrúarnir, en í þeirra hópi var tillögumaðurinn, virðast hafa talið frestunartillöguna og valdatakmörkunartillöguna ná- tengdar, svo og það, að svo virð- ist sem a. m. k. Halldór Kristins- son hafi rætt tillögurnar að nokkru leyti báðar í einu. Að valdatakmörkunartillagan hafi ekki „heyrt undir dagskrárlið- inn“ er ekki afsökun fyrir því að bera hana ekki upp, því að svo verður að líta á, sem báðar tillögurnar hafi verið ræddar utan dagskrár. Ef formaður, sökum form- festu, ekki treyst sér til að bera upp valdatakmörkunartillöguna, enda þótt hann hefði lýst fundi frestað, virðiSt hann þó hafa getað, a. m. k. með samþykki fulltrúanna, sett fundinn að nýju til þess að bera tillöguna undir atkvæði, eftir að honum var orðið ljóst, að til þess var ætlast og eftir að honum átti að vera ljóst að hin samþykkta tillaga Jóhanns G. Möller fól það í sér. Verð'ur samkvæmt því, er nú hefir verið greint, að líta svo á, að neitun formanns um að bera valdatakmörkunartillöguna undir atkvæði hafi verið ólög- mæt. fslendmgakórinn í Kaupmannahöfn. (FramlioM af 3. siðu) komum íslendinga. Einnig mun hann hafa sungið fyrir Færey- inga. Gat hann sér góðan orð- stír. Lög þau, sem kórinn söng, voru langflest íslenzk, þar á meðal eftir söngstjórann sjálf- an, Axel Arnfjörð, en einnig söng kórin.n nokkur dönsk og færeysk lög. Síðast söng hann kveðju- kvöldið 29. júní í sumar, rétt 'áður en Esja lagði af stað heimleiðis frá Kaupmannahöfn með sinn (flýra farm — hundruð íslendinga., er þá áttu loks kost á að komast heim. Meðal þeirra voru mairgir úr kórnum, er heita máítti, að þá sundraðist algerlega. Þó var talað um að reyna að endurreisa hann, hvernig sem það fer, þótt von- andi takist hinum fórnfúsa og ötula forustumanni hans og söngstjóra það. BRÉFASKÓLI S.Í.S. ATH. kennir eftirtaldar námsgreinar: Nýr bréfa- flokkur hefst Skipulag og starfshættir í októbermán- samvinnufélaga. uði. Fjallar hann um Fundarstjórn og fundarreglur. reikning. Kenn- Bókfærslu I og II. ari Þorleifur Þórðarson. íslenzka réttritun. Nýkomnar SÓLI R 6 ljósa, afar hentugar við skipa- og byggingavinnu. Einnig nýkomið mikið úrval af borðlömpum og borð- lampaskermum. Raftækjaverzlimm LJÓS og IIITI. Laugaveg 79. — Sími 5184. Laus til íbúðar Húseignin Hverfisgata 30 1 Hafnarfirði, er til sölu. Húsið er allt laust til íbúðar. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að kaupa eignina, geta fengið nánari upplýsing- ar hjá Guðmundi Sigurjónssyni skipstjóra, Hafnar- firði, sem einnig tekur á móti tilboðum í eignina, en þau skulu vera komin til hans fyrir 4. október næstk. Ræjarfógetinn í Hafnarfirði SLÁTURTÍÐ þessa árs er byrjuð. Hér eftir seljum við því ,kjöt í heilum kroppum, slátur, svið, lifur og hjörtu og mör. — Slátrin send heim, ef tekin eru 5 eða fleiri í senn. Sláturtíðinni lýkur fyrir miðjan næsta mánuð og heiðraðir viðskiptamesnn því vinsamlega beðnir að senda oss pantanir síhar sem allra fyrst. — Því fyr sem þær berast, því meiri von er um að þeim geti orðið fullnægt. Suðurlands i Skúlagötu Sími 1249, 3 línur og 2349 Tómar flöskur kaupum við fyrst um sinn. — Innan tíðar verður hag- kvæmara að kaupa nýjar flöskur frá útlöndum. Móttaka í Nýborg. ÁfengLsverzlun ríkisLns mmm mmm Skipasmiði, trésmiði, bifvélavirkja, rafsuðu- og log- suðumenn, vélvirkja,’ málmsteypumenn, og renni- smiði vantar okkur strax. Óskum eftlr nemendum i skipasmíði. Landssmiðjan Sími 1680. Úibi'ciðið Tímaim! TÍMINN er viðlesnasta anílýsinKablaðið! *»

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.