Tíminn - 12.10.1945, Qupperneq 2

Tíminn - 12.10.1945, Qupperneq 2
i 2 Föstudaqur 12 .oht. \ Má gleyma morgun- deginum lengur? Um miðjan fyrra mánuð birti þekktasta blað á Norðurlöndum, Göteborgs Sjöfarts och Hand- elstidning, viðtal við sænskan mann, sem oft hafði komið hingað og var seinast hér á ferð fyrir nokkrum vikum síðan., Það sem einkum hafði vakið athygli hans í þessari ferð, var dýrtíð- in hér og meðferð íslendinga á fjármunum yfirleitt. — íslend- ingurinn hagar sér likast því og hver dagur sé hans síðastur, segir hann, og hugsar því lítið um, að erfiðleikar geti orðið í framtíðinni. (Orðrétt: Det verk- ar som om islánningen i stor utstráckning lever som om var dag var den sista — han tánker inte sá mycket om att det kan bli besvárligheter i framtiden). Þéssi dómur er vissulega eng- in undantekning frá því áliti, sem nú er almennt ríkjandi um íslendinga erlendis. í augum at- hugulla útlendinga líkjast ís- lendingar nú helzt snauðum gullgrafara, sem funöið hefir dálitla gullmola og eys því fénu út á báða bóga, án þess að hugsa um morgundaginn. Slíkt er á- litið á fjármálahyggindum ís- lendinga, þegar lýðv,eldið er að hefja göngu $ína og þjóðina varðar meira en nokkuru sinni fyrr að vinna sér álit og tiltrú. íslendinga þarf Vissulega ekki að undra, þótt álit útlendinga sé á þessa leið. Hin sívaxandi dýr- tíð hefir gert það að verkum,að öll framleiðsla er hér tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en í ná- grannalöndunum, þótt hvergi sé þetta mefra áberandi en í iðnaðinum. Til þess að afstýra þeirri fjárhagslegu kollsteypu, sem leiða murí af þessu ástandi, er ekkert gert,' en aðeins reynt að forðast hana um stundarsak- ir með fjáraustri úr ríkissjóði og skertum hlut þeirra, sem lak- ast eru settir, þ. e. bænda og láglaunafólks. Hins vegar er ekkert hróflað við hlut stór- gróðamanna, milliliða og skatt- svikara. Svo langt er þetta kom- ið, að ríkisstjórnin áætlar í fjárlagafrv. sínu 13 milj. kr. greiðsluhalla hjS, ríkissjóði og >er þó fjölmörgum útgjöldum og framlögum til atvinnuveg- anna sleppt úr frv. Greiðslu- hallinn mun því verða miklu meiri en þetta, ef fylgt verður sömu stefnu og hingað til. Þjóðinni mætti nú vissulega verða.ljóst, hve heimskulegt það var að fylgja ekki úrræðum Framsóknarflokksins áður fyrr og stöðva dýrtíðina. Þá myndi hún geta flutt út með góðum hagnaði, eins og Svíar, og álit hennar standa föstum fótum. En um orðinn hlut dugir ekki að sakast, en af honum verður að læra. Fengin reynzla ætti vissulega að sannfæra þjóðina um, að einu úrræðin til lausn- ar þessum málum, eru úrræði Framsóknarflokksins, en þau eru þessi: 1. Fundið verði hlutfall milli afkomu atvinnuveganna, eink- um þó útflutningsins, annars vegar og kaupgjaldsins og af- urðaverðsiins í landfnu hins vegar. Kaupgjaldið og afurða- verðið verði síðan fært niður til samræmis við getu atvinnu- veganna eða þannig, að út- flutningsframleiðslan verði sæmilega arðbær. 2. Hafizt verði handa um að draga úr hvers konar milliliða- kostnaði og að byggja ódýrt húsnæði, en húsaleigan er nú víða einn stærsti þáttúr dýrtíð- arinnar. JVfeð þessu sé að því stefnt, að kaupgetan minnki ekki, þótt krónutalan lækki. 3. Framkvæmt verði nýtt eignaframtal með svipuðum hætti og í Noregi og Danmörku og hæfilegur eignaaukaskattur lagður á stórgróðasöfnun stríðs- áranna. Þannig iverði tryggt f jármagn til nauðsynlegra fram- kvæmda og jafnframt fyrir- byggt, að niðurfærsla á launum bænda og verkafólks verði til að auka efnamuninn í landinu TÓIINIV, föstndaginn 12. okt. 1945 77. blað /t 0 í i a 0 a h g „Og meir myndi hann gapa, ef rúm væri til.“ Norðanmaður skrifar: Bænd- um hafa verið settir úrslita- kostir af frumherjum rikis- stjórnarinnar nýlega. Tveir af munnhvötustu stórskotaliðs- mönnum stjórnarinnar rituðu í aðalblöð hennar mjög jafn- snemma. í Morgunblaðinu var það Páll Kolka sem kom ffam og ritaði um hina miklu tangarsókn, sem nú væri gerð að Framsóknar- flokknum. Fyrir leiðtoga þess flokks ættu engin grið að vera til. Og nú ættu bændur að gera það upp við sig, hvort þeir vildu falla með þeim eða yfirgefa þá. Minnir ritháttur Kolka og til- burðir mjög á Fenrisúlf forðum, er hann æddi fram, svo að hinn neðri kjöptur nam við jörðu, en hinn við himininn. „Og meir myndi hann gapa, ef rúm væri til.“ Halldór Kiljan flutti boðskap- inn í Þjóðviljanum. Krafa hans var raunverulegt afnám bænda- stéttarinnar í núverandi mynd. Er þessi boðskapur allur í góðu samræmi við aðrar orðsending- ar friðarhöfðingjans mikla frá Siglufirði, Áka ráðherra. í stuttu máli er boðskapurinn til bænda þessi: Foringjar Fram- sóknarflokksins eru stríðsglæpa- menn, fjandsamlegir þjóðfé- laginu. Fyrir þá eru engin grið til. Þeim verður útrýmt eins og fimmtu herdeildinni í blessuð- um ráðstj órnarríkj unum. Og ef þið fylgið þeim lengur eruð þið glataðir. Þá verðið þið settir á svartan lista stríðsglæpamanna. Þettá eru úrslitakostir. Nú er síðasta tækifæri til að iðrast. Trúlegt væri 'það, eð svona dólgslegur ruddaskapur megnaði mikið í þá átt að hrekja sanna lýðræðismenn frá stjórnarblöð- unum. Það hefir aldrei orðið varanlegur gæfuvegur í valda- baráttu á íslandi að reyna að hræða menn frá hugsjónum sín- unrog lífsskoðun. Enn sem fyrr mun árangur slíkra tilrauna verða sá mestur að sýna leiðin- legt innræti þeirra, sem að þeim standa, og fjarlægja góða menn félagsskap þeirra. Það eru því allar líkur til þess, að þeir vopnabræðurnir í tangarsókninni miklu, Halldór Guðjónsson Kiljan Laxness og Páll Valdimar Guðmundsson Kolka megi bæta svo sem einu miðlungsnafni við sig hvor, áður en þeir hræða bændur frá þeim stjórnmálaflokki, sem þeir vilja fylgja. Er það og fornt orðtak, að þeir lifi lengst, sem með orðum eru vegnir. Mætti nú svo fara, að Framsóknarflokkurinn stæði enn föstum fótum fram yfir næstu nafnaskipti bræðra- flokkanna með tangarkjaptinn. Hvers eiga1 héraðs- gagn- fræða- og húsmæðra- skólarnir að gjalda? Þjóðviljinn hefir oft gumað af því, að aldrei hafi verið hlynnt eins vel að skólunum og síðan Brynjólfur varð kennslumála- ráðherra. Staðreyndirnar gefur nú að líta í hinu nýja fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, því að einu stofnanirnar, sem ekki fá neinar hækkanir til að standa undir auknum launa- útgjöldum, eru héraðsskólarnir, gagnfræðaskólarnir og hús- mæðraskólarn^r. Annað hvort virðist ætlazt til, að kqnnarar "þessara skóla verði einu opin- beru starfsmennimir, sem enga launahækkun fá, ellegar 'að þeim verði fækkað stórlega og þannig dregið úr þéssari mennt- un, sem þó er hvergi nærri nógu mikil völ á. Þetta eru þeir skólar, sem fyrst og freAst eru ætlaðir alþýðu- æskunni. Er Brynjólfur að aug- lýsa með þessu áhuga sinn fyrir alþýðumenntuninni? / En hvað, sem Brynjólfur ætl- azt fyrir, er það skylda þingsins að sjá til þess, að kennarar þessara skóla verði ekki settir skör neðar en aðrir opinberir og gera þá ríku enn ríkari. Með þessu mun einnig hafast upp á skattsvikum. Þessar ráðstafanir eru eina heiðarlega leiðin til lausnar þessum málum. Með þeim verður atvinnuvegunum aftur komið á traustan grundvöll. Með þeim verður nýsköpun þeirra tryggð. Með þeim verður álit íslendinga erlendis endurreist. Með þeim nær niðurfærslan hlutfallslega jafnt og réttilega til allra. Allir þeir, sem vilja viðreisn og fram- farir, verða að fylkja sér um Framsóknarflokkinn, svo að hann verði fær um að koma þessari stefnu fram. V aldagirni Stjórnarsinnar hafa hingað til reynt að breiða yfir óstjórn- ina i fjárhags- og dýrtíðarmál- unum með „stagli“ um nýsköp- un atvinnuveganna. Þessa iðju stunda þeir líka enn, en margt bendir til, að þeir séu farnir að sjá fram á, að árangur hennar verði minni, en þeir hafa gert sér vonir um. Seinasta úrræði þeirra er því það,að láta Bjarna Benediktsson skrifa nafn- lausa pistla í Mbl., þar sem reynt er að ómerkja gagnrýni stjórn- arandstöðunnar, sem sjúklega valdagirni einstakra manna. Sérstaklega virðist þó þessum ásökunum beint að Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyni. Bjarni mun hafa verið valinn til þessa starfs, vegna þess, að hann hefir verið brautryðjandi ýmissa óvenjulegra „hernaðar- kúnsta“. Það ‘var Bjarni sem fann það upp, að Sjálfstæðis- flokkurinn ætti að hjálpa kom- múnistum til valda í verkalýðs- félögunum og eyðileggja þannig Alþýðuflokkinn. Sjálfstæðis- flokkurinn fær nú að reyna af- leiðingarnar af þeirri „hernaÖ- arlist“. Það var líka Bj'arni, sem átti, næst Ólafí Thors, drýgsta þáttinn í „kollsteypunni" og stórbætti þannig aðstöðu kom- múnista til áróðurs og áhrifa. Hann mun upps.kera eins og hann hefir sáð, í næstu bæjar- stj órnarkosningum. Bjarni er. líka sannarlega trúr þessari hernaðarlist sinni, þegar hann hyggst að kveða stjórnarandstæðinga í kútinn með því að bera þeim valda- girni á brýn og upphefja sjálf- an sig og sinn flokk með því, að þeir hugsi ekki um völdin. Það er ,sérstaklega kunnugt um þá Hermann Jónasson og Eystein Jónsson, sein þessar á- rásir beinast mest að, að þeir hafa þrívegis skorazt undan því að vera ráðherrar, vegna þess, að þeir fengu ekki fram þá mál- efnastefnu, sem þeir töldu heppilega. Þeir sögðu af sér haustið 1941 og tóku ekki við völdum aftur fyrr en eftir þrá+ béiðni bæði flokksmanna og ýmissa andstæðinga. Þeir lögðu ríiður völdin vorið 1942, þótt þeir ættu þess kost að setja á- fram, ef þeir vildu fylgja ann- ari stefnu. Þeir gátu báðir orð- ið ráðherrar á síðastl. hausti, ef þeir hefðu viljað sætta sig við stefnu núverandi ríkis- stjórnar. Um forsvarsmenn Framsókn- arflokksins verður því vissulega ekki sagt, að þeír stjórnist af valdagirni. Staðreyndir sýna, eins og bezt verður á kosið, að þeir láta málefnin ráða. En hvað verður svo upp á teningnum, ef ljósi staðreynd- anna er á sama hátt varpað á forkólfa Sjálfstæðisflokksins? Þéir tóku við völdum vorið 1942 gegn því að hverfa frá þeirri stefnu, sem þeir höfðu fylgt í dýrtíðarmálunum. Þeir tóku aft- ur við völdunum haustið 1944 gegn því að gera fullkomna málefnalega „kollsteypu“ og strika yfir öll fyrirheit sín í dýrtíðarmálunum. Vegna þess, að forkólfar Sj álfstæðisflokks- ins hafa þannig látið stjórnast af valdagirni, en ekki málefn- um, er nú komið sem komið er. Bjarni Ben. gat því ekki valið sér neitt til að skrifa um, sem kom Framsóknarmönnum bet- ur en flokki hans ver, en valda- girni. starfsmenn og hæfir menn neyddir til að yfirgefa kennsl- una þar og leita sér annarrar atvinnu, Skortur á sjómönnum. Haraldur Böðvarsson útgerð- armaður á Akranesi birtir grein í Mbl. 27. f. m., þar sem hanp gerir mannekluna á bátaflotan- um að umtalsefni. Haraldur segir: „Nú er svo ástatt hér á Akranesi, að heimamenn, mjög margir hafa stundað landvinnu (byggingavinnu) hér í sumar, og höfum við því orðið að fá mikið af aðkomu- sjómönnum á bátana og þeir hafa reynst yfirleitt mjög illa þó ýmsar góðar undan- tekningar hafi verið. Þeir hafa á sumum bátum einn eða fleiri sagt upp skiprúmi næstum daglega og þá hefir oft verið erfitt að fá menn í staðinn. Þessu verður að breyta aftur-í fyrra horf áður en meiri yandræði hljótast af. Sumir bátanna hafa orðið að hætta af þessuin ástæðum, en aðrir hafa ekki getað byrj- að vegna skorts á sjómönn- um .... Stefnubreyting verður að koma fljótlega ef útgerðin á ekki að yeslast upp og það færi betur að við þyrftum ekki á því að halda að flytja inn í landið sjómenn frá hin- um Norðurlöndunum til þess að geta haldið útgerðinni í horfi.“ Það sést bezt á hvers konar grundvelli „nýsköpun" stjórnar- innar er byggð, að á sama tíma og húrí vinnur að mikilli aukn- ingu skipaflotans, fer þeim óð- um fækkahdi, sem vilja stunda sjóinn. Orsök þess er vitanlega dýrtíðarstefna stjórnarinnar, sem gerir fasta launavinnu arð- vænlegri en framleiðslustörfin. Meðan slíkri stjórnmálastefnu er fylgt, er „nýsköpunin“ á sandi byggð. Orsökin til utanfarar Jakobs Möllers. \ Bjarni Ben. er mjög reiður yfir (Framhald á 7. síðuj Erlent yfirlit Bandalag Vestur-Evrópuríkja Síðan fundi utanríkismála- ráðherranna lauk, hefir verið rætt mun me^ra en áður um aukna samvinnu ríkjanna í Vestur-Evrópu. Bendir margt til þess, að slík samvinna muni komast á og verða bæði við- skiptalegs og hernaðarlegs eðlis, ef ekki tekst að hafa skaplega sambúð við Rússa. Með slíku bandalagi Vestur-Evrópurikj- anna myndi skapazt viðnám gegn frekari yfirgangi Rússa og þannig komast á meira jafn- vægi í álfunni. Á undanförnum árum hefir talsvert verið rætt um bandalag Vestur-Evrópuríkja, er næði til Rretlands, Frakklands, Niður- landa og Norðurlanda. Meðal annar* hafa Smuts forsætis- ráðherra Suður-Afríku og Spaak utanríkismálaráðherra Belgíu haldið fram nauðsyn slíks banda lags. Bandalagshugmynd þessari var lengi vel heldur fálega tekið, en fylgi hennar virðist mjög hafa vaxið eftir stríðslokin og þó einkum eftir kosningarnar í Bretlandi. Áðúr var það talinn einn helzti ókostur slíks banda- lags, að litið yrði á það sem samtök gegn Rússum, er væru i undir forustu enska auðvaldsins. [Eftir að jafnaðarmenn komust ! til valda í Bretlandi, var hins ! vegar ekki hægt að halda slíku fram. Sá, sem ákveðnast hefir hreyft þessari hugmynd nýlega, er de Gaulle. í viðtali, sem hann átti við enska blaðið „The Times“ í byrjun fyrra mánaðar,- lýsti I hann þeirri skoðun sinni, að Ruhr og Rínarhéruðin í Þýzka- jlandi yrði að leggja undir sam- eiginlega stjórn ríkjanna í Vestur-Evrópu. Héruðin vestan Rínar ættu að leggjast undir jstjórn Frakklands, Belgíu Hollands og Bretlands á þann veg, að héruðin, er væru sunnan Kölnar, legðust undir Frakk- land, en héruðin norðan Kölnar skiptust milli hinna landanna þriggja. Héruðin skyldu í fram- tíðinni njóta sjálfstjórnar. Ruhrhérað skyldi vera undir sameiginlegri stjórn þessara þriggja ríkja, auk Ítalíu og jafn- vel Spánar og Portúgals. Tillög- ur sínar rökstuddi de Gaulle m. a. með því, að fyrstnefndu ríkin varöaði miklu, hverjir hefðu völd á Rínarfljóti, en öll þéssi ríki ættu mikið undir því að fá kol frá Ruhr. Aðalrök hans voru samt þau, að þar sem búið væri að mestu að ákveða landamæri Þýzkalands að aust- an og öflugt herveldi væri þar til varnar,1 mætti búast við því að Þjóðverjar beindu landvinn- ingaáformum sinum í vesturátt, þegar þeir risu á legg aftur. Oruggasta vörnin gegn því I væri að taka umrædd héruð af þeim og láta þau. vera undir sámeiginlegri stjórn Vestur- Evrópuríkjanna og skapa þann- ig sameiginlegt bandalag þeirra gegn væntanlegri hernaðar- stefnu Þjóðverja. Þessar tillögur de Gaulle hafa mikið verið ræddar í Frakklandi undanfarið og virðast njóta þar stuðnings allra, nema kom- múnista. Einkum hafa jafn- aðarmenn undir forustu Leon Blunas gengið þar í fylkingar- brjósti. I Bretlandi var í fyrstu ekki mikið rætt um tillögurnar, enda mun það ekki hafa þótt heppilegt, þar sem utanrkisráð- herrafundurinn var þá að koma saman. En síðan honum lauk, hefir tillögum de Gaulle verið þar mun betur tekið, en auðséð er þó, aö Bretar ætla að fara !sér hóflega í þessu meðan ekki er séð, hvernig samningunum við Rússa lyktar. Tillögur de Gaulle hafa verið harðlega gagnrýndar í rúss- neskum blöðum og sögð lævís tilraun til að skapa bandalag Vestur-Evrópuþjóðanna gegn ' Rússlandi. Þó hafa rússnesku blöðin sérstaklega lagt Leon Blum og franska jafnaðarmenn í einelti fyrir stuðning þeirra við þessar tillögur. En sá áróður hefif ekki borið tilætlaðan ár- angur í Frakklandi, þar sem jafnaðarmenn unnu allra flokka mest á í héraðsstjórnarkosning- | unum, er fóru þar fram fyrir skemmstu. Um það verður eigi spáð með neinni vissu, hver verður hin endanlega niðurstaða í þesum efnum. En hiklaust virðist þó mega segja það, að þessari (Framháld á 7. síöuj fflDDfR mmHNAHNA í Reykjavíkurtaréíi Skutuls 19. f. m. segir svo undir kaflafyrirsögninni: Hrunadans gróðabrallsins: ,.Ég var nýlega að lesa lýsingu á fjármálum Danmerkur eftir fyrri heimsstyrjöldina 1914—1918. Hún minnir að mörgu leyti ákaflega mikið á ástandið hjá okkur núna ’í þessari heimsstyrjöld og eftir hana. Allt er þó í hlutfallslega stærri stíl hjá okkur nú en þá hjá Dönum. Dönum tókst að vera utan við heimsstyrjöldina fyrri, þeir græddu á tá og fingri á viðskiptun- um við stríðsþjóðirnar,' þeir létu verðbólguna flæða yfir landið* fjöldi miljónera .spratt upp eins og gorkúlur á haug. í stríöslokin tókst íhaldsflokkum landsins að ná ó- skoruðum völdum, með því að berja á þjóðrembingsbumburnar. Þeir heimtuðu að fá aftur Flens- borg og allt það land, sem Þjóð- verjar höfðu tekiö af Dönum í styrjöldum 19. aldarinnar. Síðan var allt látið reka á reið- anum í fjármálum landsins. Hinir ráðandi banka- og fjármálamenn virtust halda, að gróðinn ætti sér engin takmörk, ný og ný verzlun- arfyrirtæki voru stofnuð og fengin ótakmörkuð lán hjá bönkunum. — Almenningur hreifst með af gróða- brallshugarfarinu og tók að kaupa hlutabréf fyrir sparifé sitt eða setti það í áhættu á annan hátt — og svo kom hrunið. Landmands- bankinn fór á höfuðiö, hvert stór- fyrirtækið af öðru hrundi, stríðs- gróðamennirnir töpuðu aftur millj- ónunum, nema þeir slungnustu, sem gátu látið skellina lenda á al- menningi, og þeir voru margir. Margir áf fjármálaleiðtogum Dana á þessum árum, Gluckstadt, Plum og Ballin og hvað þeir nú hétu, enduðu líf sitt með skamm- byssuskoti, en aðrir sátu eftir rúnir fé og völdum. Og ekki allfáir stjórn- málamenn höfðu látið flækja sig inn í fjármálabraskið og fóru,somu Jeiðina." Þá segir enn í bréfinu undir kafla- fyrirsögninni: Auðgið ykkur: „Þetta var kjörorð fransks stjórn- málamanns á stuttu endurblómg- unartímabili fr^tnskra auðmanna og aðalsmanna á milli frönsku stjórn- arbyltingarinnar 1789 og byltingar- innar 1848. — Þetta virðist og vera kjörorð íslenzka íhaldsins og ríkis- stjórnarinnar í dag. íslenzku þjóð- inni féll virkilega mikill stríðsgróði í skaut á stírðsárunum. Um þenn- an stríðsgróða hefir kapphlaupið staðið og sténdur enn í dag. Við eigum enn á sjötta hundrað milljón ir króna í erlendum innstæðum og nú stendur kapphlaupið fyrst og fremst um það, hverjir geti náð i vörur erlendis til að selja íslenzkum neytendum — sparifjáreigendum — fyrir sem hæst verð. Sumt af þessari verzlun á að verða grund- völlurinn að nýsköpun atvinnu- veganna — er nýsköpun — en allt er það kallað nýsköpun. Það er þetta sambland af ný- sköpun og einkagróðabraski, sem er hættulegasta og jafnframt ó- geðslegasta fyrirbrigðið í íslenzk- um fjármálum og stjórnmálum sem stendur. ''Formaður Nýbyggingar- ráðsins og starfsemi hans og félaga hans — bæði í Sjálfstæðis- og kommúnistaflokknum — er tákn- rænasta dæmið um þessa svindil- stefnu stjórnarflokkanna. Og síö- ustu dæmin virðast sýna, að hann sé sameiginleg eign ýmsra helztu mannanna í öllum þessum stjórn- málaflokkum. Trú þeirra virðist sams konar eðlis og dönsku fjármálamannanna eftir síðustu heimsstyrjöld og franska stjórnmálamannsins, sem * lýst var hér að framan, að um það sé'að gera, að allir aúðgi sig í þessu blessaða góðæri, allir geti orðið ríkir og sjálfsagt sé, að hvgr og einn noti aðstöðuna til að krafsa sem mest af auðnum heim til sín. Og þetta skeður á timum, þegar meir en helmingur mannkynsins sveltur. Hlýtur ekki svona lífsskoð- un, svona framferði, að hefna sín? Sagan'hefir sýnt þess mörg áþreif- anleg dæmi og ef til vill á hún eft- ir að endurtaka sig hér á íslandi fyrr en flesta órar fyrir. Það má nú þegar sjá nokkur teikn á veggnum, þótt flestir virðist enn blindir fyrir þeim.“ Þá segir að lokum undir kaflafyrir- sögninni: Þeir vita betur: „En nú mun það ekki einu sinni svo, að allir þessir stjórnmála- menn og leiðtogar þjóðarinnar, sem hrópa til hennar að auðga sig og standa sjálfir upp að eyrunum í auðgunarkapphlaupinu, trúi á kenningar sínar, sem þeir básúna á strætum og gatnamótum. Þeim er það vel ljóst, að það kemur að skuldadögunum, en þeir yona. að þeir komist sjálfir heilir á land — og sem stendur vona þeir, að þeir komist hjá skuldadögunum — fram yfir kosningar. Er þeim ekki farin; að detta gengislækkun í hug, þótt enginn almennilegur maður láti sér það verða á að minnast á hana, fyrr en eftir kosningar?" Þótt ótrúlegt sé, er það samt satt, að það hefir hlerazt úr stjórnarher- búðunum eftir fleiri en eiimi leið, að eiginlega sé engin önnur lausn til á þessum vandamálum en gengislækkun. Þessu er vitanlega enn neitað opin- berlega og verður vafalaust neitað fram yfir kosningar, en það er byrjað að undirbúa jarðveginn með baktjalda áróðri og hvíslingum. Fyrir almenning er því vissulega bezt að vera /vel á verði og undirbúa þegar baráttu gegn því að dýrtðarmálin verði þannig ein- hliða leyst á kostnað hans, en milljóna mæringarnir, sem hafa komið fé sínu undan í fasteignir eða á annan hátt, látnir sleppa alveg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.