Tíminn - 12.10.1945, Side 4

Tíminn - 12.10.1945, Side 4
4 TÓBIXX. föstMdagÍMM 12. okt. 1945 77. blað> Andsvarlesanda Illa gengur Jóni bónda Pálma- syni á Akri að skilja — jafnvel sín eigin skrif. Hinn 23. ágúst lætur hann ísafold spyrjast fyrir um þrennt: 1. Hvort Páll Zóphóníasson hafi ekki verið upphafsmaður áð innflutningi karakúlfj.ár. 2. Hvort Hannes heitinn Jóns- son dýralæknir hafi ekki ver- ið Framsóknarmaður. 3. Hvort Framsóknarflokkur- inn hafi ekki haft meiri hluta á Alþingi 1931. Verði svörin jákvæð, telur hann sig hreinþveginn af öll- um „klessum“. Vel get ég gef’t það Jóni Pálmasyni til þægðar að svara öllum þessum atriðum játandi. En bletturinn, þ. e. níðrögur- inn, verður samt sem áður ekki af öllu þessu þvaðri skafinn. Svo skilningsgóður ætti a. m. k. sérhver stjórnmálablaðsritstjóri að vera. Þegar ég í Tímanum 14. ágúst, endurprenta orðréttan kafla úr svargrein hans til Bernharðs alþingismanns Stefánssonar, svo hann og aðrir íhugi nánar, hvað þar er skráð í rökræðum um einræðistón og áttavillur, ennfremur til að sýna hvern góðhug ritstjórinn hefir til Framsóknarmanna, og hversu innskotið um karakúlféð kemur þar inn í röksemdafærsluna eins og fjandinn úr sauðarleég — þá segist Jón „ekkert hafa við það að athuga.“ En þegar fara á ,.að spinna lopann“, það er, rekja hugsanaferilinn, sem á bak við orðin felast, virðist honum falla það * miður vel. Hann krefst þess m. ö. o., að lesendurnir „éti þetta alveg eins hrátt“ eins og strákurinn sagð- ist gera, sem vantaði tennurn- ar. Og í því augnamiði er ómetið látið „á þrykk út ganga.“ — . Þegar menn eru dæmdir sek- ir eða sýknir, mun vandlátur dómarisfyrst og ‘fremst gaum- gæfa hverjar hvatir lágu til grundvallar athöfninni eða verk inu, sem drýgt er. Nú er J. P. hér ekki vandari að virðingu sinni en það, að hann hefir Leitis-Gróu-hátt á frásögn sinni. Kostir karakúl- fjár eru einbert „bull,“ segir hann. Afrek þeirra, er að inn- flutningi þess stóðu, er ein- faldlega það, að vera frum- kvöðlar að mæðiyeikinni. Rétt eins og annað hefði ekki fyrir þeim vakað. „Sök þeirra er fyrir löngu sönnuð að fullu.“ Fjárans þokkalegt ritstjórarabb að tarna! Fjöldi lesenda hneykslast á svona hjali. Og þar sem ég er einn af kaupendum ísafoldar og Varðar, varð ég að tjá Jóni, að hann hefði ofboðið umburð- arlyndi mínu — einvörðungu það og ekkert annað. Það mun enginn óhlutdrægur maður trúa því, hversu oft sem Jón Pálma^on endurtekur það, að tilgangur þeirra manna, Framsóknar- og Sjálfstæðis- manna, sem að þessum kynbóta- tilraunum stóðu, hafi verið sá, að flytja inn mæðiveiki. Þetta er þó ótvírætt látið* í veðri vaka. Því. annars gætu Framsóknarmenn ekki borið „ábyrgðina á Öllum þeim afleið- ingum“ né „Sjálfstæðisflokkur- inn afstýrt voðanum,“ nema hvorir tveggja hefðu séð fyrir- fram, þegar lögin voru sett, hvað. af þeim leiddi. Svona er málið reifað. Og svo langt er seilzt um hurð til loku, að heimildabrenglun þarf til að raða Framsóknarflokknum ann- ars vegar, en Sjálfstæðisílokkn- um óskiptum hins vegar. Út frá þeim forsendum eru svo Fram- sóknarmenn dæmdir landráða- menn, en Sjálfstæðismenn skortir þá ekkert annað en vald- ið! Vægilegt verður það orðbragð að teljast, sem kallar svona hugsanir „klíning." Og óafmáan- lega situr hann fastur á þeim, sem býr haiin til. — Til þess að umrædd viðhorf skýrist, mætti taka mýmörg at- vik úr sögu landsins, sem þessu eru hliðstæð. Hvað skeður t. d. eftir miðja 19. öld? Landsmenn fluttu þá inn hrúta frá Spáni til þess að beé'ta ull á íslenzku sauðfé. Eða jer það líka „bull,“ að Merinófé hafi ullargæði? Fjárkláðinn fylgdi þeirri ráð- stöfun, eins og kunnugt er. Þegar frá þessu er skýrt í kennslubókum í sögu, er megin- áherzla lögð á afrek Jóns forseta Sigurðssonar í því að lækna sauðféð, ráða niðurlögum veik- innar, þrátt fyrir mikinn andbyr og svæsnar árásir. Ef fylgja ætti kenningum Jóns Pálmasonar mætti sleppa þessu eða snúa þvi alveg við, þ. leggja áherzlu á að höndla .„upphafsmanninn“ að innflutn- ingnum og rægja hann, jafnvel þótt allir vissu, að honum hefði gengið gott eitt til, og sá, sem það gerði, hefði sýnt mikið framtak og þvegið hendur sínar af öllu saurugu. Slíkar kennsluaðferðir eru ekki enn löggiltar í ríkisútgáf- um skólabóka, hvað sem síðar kann að ske. Og óneitanlega kennir þarna keims af rann- sóknum á svonefndum stríðs- glæpamönnum nútímans. Nú er það svo, að sama gildir um athafnir aðrar, hugsjónir og stefnur. Sagan geymir þá atburði og leggur dóm sinn á þá, eins og þennan, sem hér er til umræðu. Katólska kirkjan og biskupa- vald hennar leið undir lok hér á landi um .dg eftir miðja 16. öld, en í stað þess hélt hið danska Bessastaðavald, með siðaskipt- unum, innreið sína. Næsta fljótfærnisleg og röng mundi sú ályktun reynast, að saka Gissur Einarsson í Skál- holti, fyrsta biskup í lútherskum sið, um allar þær óheillir, er stuðningur konungsvaldsins við kirkjuna hafði, bæði fyrir land og lýð. Til þess að sjá það fyrir, þurfti Gissur að vera búinn spámanns- hæfileikum, og er þeirra eiginda fremur annars staðar að leita en hjá eldheitum áhuga- og hugsjónamönnum. Það er því öðru nær en sök Gissurar „sé sönnuð að fullu.“ Þegar Flosi Þórðarson reið til Alþingis forðum eftir víg Hösk- ulds Hvítanesgoða og kom við hjá frænku sinni, Hildigunni, á leiðinni, og hún steypti yfir Flosa skikkjunni, sem hann hafði gefið Höskuldi og Hildi- gunnur geymt í kistu sinni síðan Höskuldur var veginn — þegar Hildigunnur lætur sér ekkert minna lynda en mann- hefndir og orsakar það, að frændi hennar sættist ekki á víg Höskulds á þinginu, þá gætu menn freistazt til að álykta, a5 hún sé frumkvöðúll að brennu Njáls og allra sona, hans, og allra mannvíganna, er af brenn- unni leiddi að auki. En hvernig kveður Grímur Thomsen? Og hvað segir Njála sjálf, heil- steyptasta listaverkið, sem við eigum í bókmenntunum? Hvern- ig endar hún? Hún endar svo meistaralega, að Kári Sölmund- arson, aðalmálsvari brennu- manna á vopnaþingum og aðal- hefnandi eftirmálanna, verður seinni maður Hildigunnar Starkaðsdóttur. Mundi Kári Sölmundarson nokkurn tíma hafa gleymt því, ef sá dómur hefði með réttu verið kveðinn upp yfir Hildigunni, að hún ætti Mikið skal tiB mikils vinna Landbúnaðarráðherranum hefir þótt liggja mikið við, er hann útilokaði bændastéttina frá því að velja fulltrúa í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða. Hann rýkur til bg setur bráða- birgðalög um búnaðarráð, sem hann kallar, og tilnefnir alla mennina sjálfur — 25 að tölu, sennilega þó með aðstoð Brynj- ólfs -Bjarnasonar og annarra „bændav.ina“ Kommúnista- flokksins. Hvað rak Pétur Magnússon út í þetta dæmalausa einræðis- brölt? Sennilega hefir hann óttast, að þungt yrði undir fæti að koma málinu fram í þinginu þar sem hægt var að koma gagnrökum við og því talið ó- hjákvæmilegt að flaustra mál- inu í gegn með bráðabirgða- lögum í von um að þau fengju frekar að halda sér. Samkomu- dagur þingsins var mjög um- deildur, því allir máttu vita, að fyrir 15. september þurfti eitt- hvað að gera í verðlagsmálum landbúnaðarins. Þess vegna barðist Framsóknarflokkurinn fyrir því, að þing kæmi saman igánuöi fyrr með sérstöku tilliti til verðlagsmálanna. Stjórnarflokkarnir lögðu hins vegar ofurkapp á að kóma þeirri tillögu fyrir kattarnef, til þess að geta sýnt bændum ofbeldis- fulla lítilsvirðingu með því að taka óumdeilanlegan og óskor- aðan rétt þeirra í sínar hendur. Allt átti að líta sakleysislega út og reynt að telja bændum trú um, að rétturinn sé í þeirra höndum. Sá væri aðeins mun- urinn, að stjórnin hefði örlítið betur vit á að velja menn í land- búnaðarráð en bændurnir, sem kannske færu að velja menn pólitískt, en slíkt stæði alls ekki til hjá stjórninnl. Þá hefði stofnun stéttarsam- taka bænda, sem var í undir- búningi, átt að geta firrt Pétur Magnússon afglöpum þessum. Því allir skyni bornir menn hljóta að líta svo á, að sá fé- lagsskapur . sé sjálfkjörinn til þeirra starfa, sem Búnaðarráði eru ætluð. En því var ekki fyrir að fara með Pétur. Það eru engin undur þótt mótmæli bænda drífi að hvað- anæva gegn lögum þessum. Nú ríður okkur bændum á því að vinna saman í eindrægni, þegar fyrstu samtakaviðleitni okkar er tékið á þennan hátt. Við skulum ekki láta taka af okkur skýlausan rétt, að minnsta kosti ekki átakalaust. Það reynir nokkuð á samtakavilja og sam- takamátt bænda. Ég get ekki sök á dauða Njáls og allra mága Kára? Og engar liátreglur brýt- ur höfundurinn, þvert á móti vex hann að virðingu, aðdáun og listræni. Þetta er orðið lengra mál en ég upprunalega ætlaði. Það er mikill misskilningur, að ritstjór- ar eigi allan rétt, en lesendur engan. Enda fer ábyrgðin eftir þfví. En væri'ég nokkurs megn- ugur, mundi ég gefa íslenzkum blaðaritstjórum það ráð að sækja sér fyrirmyn'dir í gull- aldarritin, lesa þau sér til sálu- bótar og siðferðisþroska, í stað þess að hella yfir lesendur út- þynntri stjórnmálavellu feinni, isem þeir sjálfir vita að er „dé- skotans hrafnahrat handa hús- göngurum og flökkukindum,“ eins og Matthías Jochumsson leggur Jóni „svaða“ orð í munn í Skuggasveini. Hitt atriðið, að ég læt nægja að skrifa öftustu stafina í nafni mínu, skiptir engu máli, Fullnægi ekki forvitni Jóns þar. Læt nægja að taka fram, að hvorki er ég „myrkramaður* á borð við Gáin eða hinn fræga Kengálu-rithðfund. Og hvorki , hefi ég hingað til né ætla mér hér eftir að hasla Jóni Pálma- syni völl til einvígis í ritdeilum. Mun hann því ekki þurfa á nafni mínu að halda. Bar mig aðeins upp undan því að þurfa |að kaupa m'annníð mjög háu verði. Annars virðfst mér með öllu óskiljanleg sú bænda.„leiðsögn“, er Jón Pálmason hefir tekizt á hendur síðan hann gerðist ritstjóri og kemur fram í þeirri siðbót, er hann boðar bændum þessa lands með svona og svip- líkum skrifum. Kenni ég þó meira aðstæðum og umhverfi um en innræti og kveð hann góðfi kveðju. —r —n. trúað þvi, að bændur séu óstétt- vísari en uðrir, þegar á reynír. Og þótt bændúr hafi ekki borið gæfu til að vinna saman sem skyldi, geta þeir ekki látiri gamlar væringar valda því, að hagsmunum þeirra og virðingu sé misboðið jafn hrapallega og búnaðarráðsgerræðið er. Því eigum við bændur að mótmæia allir sem einn. Fyrst ég stakk niður penna, þá er bezt að ég spyrji þá sem allt vita um ráðsmennsku stjórn arinnar, hvernig fjáröflunar- aðferðirnar verða í haust? Okk- ur bændum leikur hugur á ao vita, hvort hinn illræmdi veltu- skattur á að gilda áfram eða hvort aðrar leiðir eru fyrir- hugaðar. "Úm sparnað er varla að ræða hjá þessum herrum. Alltaf þegar ég heyri minnst á fjárlög og ríkisreikninga, þá kemur mér Jón Pálmason í hug, sá mikli sparnaðarmaður — óg ætlaði að segja J. Pá. Ég vil ekki vera með í því að ræna hann þessu fallega nafni. Ég vil lofa karlanganum að halda þessari einu skrautfjöður og vil ekki leggja hönd að því að reita hana af honum og ættu menn ekkj að vera að öfunda hann af henni. Máske vonas*. Jón eftir því að eitthvað uf glæsileik gamla mannsins frá Hjarðarholti fylgi sér og nafn- inu inn í húsið við Austurvöll- — Já, hvar hefir Jón annarr verið á undanförnum þingum. sá mikli sparnaðarmaður. Mig minnir að fjárlögin hafi hækk- að eitthvað lítillega og nefnd - unum hafi heldur fjölgað og þær kosti bara talsvert. Jór> hefir vist talið þær lífsspursmál fyrir þjóðina, þegar til kom, annars hefði verið honum ao mæta. Ég man það núna, að hann Jón varð_ óður og upp- vægur, þegar talað var um að leggja peninga í áburðarverk- smiðju og jarðræktarfram- kvæmdir. Það er nú ekki að spyrja að honum Jóni Pá. Sá vill nú ekki láta henda pening- unum í vafasöm fyrirtæki, þó hann fallist á allar nefndirnar og nýju embættin. Þrátt fyrír |það mun ríkisstjórnin haí'a 1 talsverðan beyg af honum Jóni Pá, sérstaklega í fjármálunum, það megið þið reiða ykkur á. Það er ekki alveg ónýtt að hafa þannig bændur á þingi og ekki spillir það neinu, þótt þeir séu dálítið innundir hjá stjórnmni á meðan hún er að skapai Ólafur bóndi. L VinnUS ötulleqa ft/rir Tímnmn. man sérstaklega eftir tveim myndum í stofunni. Önnur var af Hallormsstaðaskógi og Lagar- fljóti. Á bökkum þess var Magn- ús fæddur og leit því alltaf á sig sem Austfirðing, þótt hann yfir- gæ'fi ættland sitt 7 ára gamall. Hin myndin var af fjallavatni í Sviss eða Noregí og sást lítill bátur á ferð eftir lygnum vatns- fletinum. Einu sinni benti Magnús mér á þá mynd og sagði: „Þannig vona ég, að það verði, þegar ég fæ að sigla.“ Ég skildi, hvað hann átti við. Nú er hann sigldur. II. J. Magnús Bjarnason fæddist að Meðalnesi í Norður-Múlasýslu 24. maí 1867. Faðir hans var Bjarni bóndi að Meðalnesi og Fljótsbakka, Andrésson bónda í! Hnefilsdal. Móðir Magnúsar var Kristbjörg Magnúsdóttir frá Birnufelli, er einnig var af aust- firzkum bændaættum. Fluttu þau til Ameríku árið 1875 með tvö börn sín og settust að í Marklands-nýlendunni í Nova- Skotia. jEins og kunnugt er, var sú nýlenda allbrátt úr sögunni. Landkostir reyndust þar rýrári en búizt var við. En þarna á „Elgsheiðunum" __ lifði Magnús unglingsár sín. f manntali, sem gert var í nýlendunni árið 1878, eru þau Bjarni og Kristbj. talin búandi í Hlíðarhúsum. Eru þau hjónin 46 ára, Magnús 12 ára, en Anna Málfríður systir hans 4 ára. Ekki veit ég með vissu, hvert þau fluttu síðar, er þau yfirgáfu Nova-Skotia, né heldur, hve lengi Magnús naut samvista við foreldra sína. Þó hygg ég, að hann hafi meira hlotið frá móður sinni en föður. Var Krist- björg móðir haifc talin sérstök gáfukona. Kunni hún fingrarím og skrifaði almanök fyrir sveit- unga sína. í bæjavísum Höllu Jónsdóttur er þessi vísa kveðin upi hjónin í Hlíðarhúsum: Bjarni Hlíðarhúsum á hlýtur störfin reyna; en Kristbjörg gáfuð, greinast má, grundin eðalsteina. Var henni lýst þannig, að hún hafi verið „ljúf i viðmóti, fá- skiptin um annarra hag, við- kvæm í lund, djúpt hugsandi, listhneigð og fróðleiksgjörn.“ Einu sinni man ég, að Magnús minntist mildi móður sinnar. Barn hellti kaffi ofan í dúk að honum ásjáandi. En hann bað þá, sem við voru, að snupra ekki barnið. Slíkt hefði móðir sín várast, því að hún vildi ekki bæta á sársauka barnsins, er það fyndi sjálft, að því hefði orðið á. Magnús var barnakenn- ari mestan hluta ævinnar, með7 an heilsan leyfði, og fannst mér í öllu, að uppeldiskenningar hans hefðu mótazt meira af bernskuheimilinu en þeim barnaskóla, sem haldið var uppi í Marklandsnýlendunni. Þó var Magnús ávallt þakklátur fyrir þá uppfræðslu, sem hann fékk í þeim skóla. Kennarinn var skozkur, harður og refsingasam- ur, en góður lærdómsmaður. Ungur mun Magnús hafa far- ið að fást við skáldskap. Fyrsta bókin hans kemur út, þegar hann er 25 ára. Voru það „Sög- ur og kvæði“ CWinnipeg 1892). Fjórum árum seinna komu „Ljóðmæli" (útg. á ísaf. 1898). Eftir það virðist hann snúa að mestu baki við ljóðagerð, enda mun honum á efri árum hafa fundizt sá þáttur skáldskapar síns veigalítill. Þó urðu stim kvæði hans landfleyg og lærð utarr að af fjölda manna, svo sem kvæðið um litlu stúlkuna ljúfu. Og í ljóðum sínum um Grím frá Grund og ísl. sögunar- karl í Vesturheimi hefir hann túlkað tilfinningar þeirra vest- urfara, sem brugðust vonir sín- ar og varð einstæðingsskapur- inn enn sárari. sökum þess, að þeir voru útlagar. Fyrsta skáldsagan, Eiríkur Hansson, kemur út kringum alda mótin (Kh. og Ak. 1899—1903), Brazilíufararnir 1905 og 1908 i Winnipeg og Rvík (og nú aftur 1944). í Rauðárdalnum kom í tímaritinu „Syrpu“ og nú sér- stök á Akureyri 1942. Eru þá taldar hinar lengri sögur Magn- úsar, nema barnabókin „Karl litli“ (Rvík 1935), en sú bók er fyrir ýmsra hluta sakir ein af beztu bókum hans. Hún er tákn- ræn lýsing mannlífsins og sýnir mikið hugmyndaflug, hnittni og gamansemi, og loks þennan ein- faldleik hjartans, sem Magnús átti í svo ríkum mæli. — Ann- ars er það eitt af einkennum Magnúsar, að hann hefir ríkt ímyndunarafl og hefir gaman af að láta lesendur sína glíma við gátur, líkt og í leynilögreglu- sögum. í sögunni um Eirík Hans son er brugðið upp merkum og glöggum nryndum úr lífi frum> byggjanna á Mooselandsháls- um. Eitt er það þó sérstak- lega, sem Magnúsi er einkar hugleikið, og að því efni kemur hann aftur og aftur. Það er hinn nýkomni íslgndingur, andspænis margbrotnu og dul- arfullum mannheimi nýrrar heimsálfu. f nýju og ókunnu þjóðlífi er landinn settur í mikl- ar mannraunir. Hann er þar fát^ekur að fé og ankannalegur í útliti. En hann á í æðum sín- um víkingablóð, arf frá konung- legum forfeðrum; seigla og þol- gæði hefir áunnizt honum í bar- áttu við eld og ísa. íslendingur- inn þarf ekki að fyrirverða sig. Og enginn þarf a.ö fyrirverða sig fyrir íslending. Þó kom ©ft fyrir, að lantiinn fór í felur. Ég man, með hve innilegri gremju og fyrirlitningu Jóh. Magnús Bjarnason talaði um íslenzka spjátrunga í Winnipeg, fyrr á árum, sem aldrei ‘vildu fara annað en hliðargötur með frændur sína utan af lands- byggðinni. Móti slíkum hugsun- arhætti sagðist hann hafa viljað vinna. Ef Íslendingar hefðu ekki trú á gildi sjálfs sín, hefðu þeir verið dauðadæmdir menn. Þess vegna ber mikið á því í sögum Magnúsar, að landinn heyi bar- áttu við aðrar þjóðir, komizt til jafns við þær og hafi betur. Þó sagði Magnús einu sinni við mig — og hló um leið —- að hann léti Skotann aldrei bíða lægra hlut fyrir íslendingi. Það. stafaði af éamalli vináttu ýið .Skotana, frá nábýlisárunum í Nova-Skotia. En — íslendingarnir urðu ekki allir nafnkunnir afreksmenn fyrir vestan haf. Það var ekki alveg út í bláinn, að menn ótt- uðust þjóðahafið margumtal- aða, sem sogaði þá i sig, Sumir týndust, hurfu. Örlög þeirra urðu dularfull. Hvað skildu þessir menn eftir? Með sínu venjulega hugarflugi getur J. Magnús Bjarnason í eyðurnar. Er það aðallega í smásögunum, sem hann tekur þetta efni til meðferðapí Ekki hygg ég þó, að hann styðjist yfirleitt við sann- ar frásagnir. Þó eru sögurnar skrifaðar með þeim blæ, að les- andinn lítur álveg ósjálfrátt á þær sem sannar sqgúr. Tvö smá- sagnasöfn komu út eftir Magn- ús, „Vornætur & Elgsheiðum” (Rvik 1910) og „Haustkvöld við hafið“ (Rvík 1928). En mikið af smásögúnum hefir birzt í „Tímariti Þjóðræknisfélagsins“ og í Winnipegblöðunum. Ekki hafa nein leikrit eftir J. Magnús Bjarnason verið prent- uð. Hann skrifaði fáein leikrit, en þau voru víst aldrei gerð í þeim tilgangi að láta þau fara út fyrir byggðarlagiö. Þegar Magnús var ungpr barnakenn- ari í einni af nýlendum íslend- inga skrifaði hann nokkur leik- rit fyrir sveitunga sína. Konan hans var þó sú eina, sem vissi, að þau voru eftir hann. En þau létu sem leikirnir væru eftir rússneskan mapn, og Magntós væri aðeins þýðandi. Ekki man ég höfundarnafnið r^lssneska. Leikirnir voru síðan "eéfðir og leiknir við hin frumstæðustu skilyrði, og Guðrún Hjörleifs- dóttir mun hafa gengið rösklega fram í því, 'ásamt fleiri, að útbúa gervi og búninga. Eitt leikrit eftir Magnús mun hafa verið sýnt vestur á Kyrrahafs- strönd, jneð réttu höfundarnafni Sennilega er lítið" eða ekkert til nú af þessum gömlu léikritum. Tel ég líklegást, að höfundurinn hafi gefið þau eldinum. J. Magnús Bjarnason er hér á landi kunnastur fyrir sögur sínar. En mér kæmi engan veg- inn á óvart, þótt seinni tímar teldu honum mest til gildis tvær tegundir bókmenntastarfa, sem ég hefi enn ekki minnzt á. Á ég þar annars vegar við ævin- týrin (fabulae) og hins vegar sögúritun. Ævintýrin eru stutt, falleg og skáldlega samin. Mörg þeirra hafa komið í tímaritum vestan hafs, en allálitlegt safn er til óprentaö. Væri gaman að sjá þessi ævintýri gefin út með fallegum myndum. — Um sögu- ritun Magnúsar hefir yfirleitt ekki annað verið kunnugt al- menningi, en nokkrar minning- argreinar um menn, er hann þekkti.vel. Eru þær fjörlega rit- aðar og með persónulegri blæ, en slíkar greinar eru oftast nær. En um margra ára skeið ritaði Magnús dagbók. Úr dagbókinri vann hann ýafnframt mikið rit um menn og málefni samtíðar sinnar, með það fyrir auguni, að það yrði gefið út eftir sinn dag. í þann leyndardóm fengu engir að skyggnast, nema ef vera kynni, að einri eða tveir af allra nánustu vinum hans hafi fengið að sjá eitthvað brot af handritinu. En tvær megin- reglur sagðist Magnús hafa við samningu ritsins. Önnur er sú, að segja aðeins það, sem hann væri alveg viss um, að væri satt. Hin sú, að segja aðeins gott eitt urmalla. „Ef ég get ekki saet eitthvað gott um einhvern mann, þá þegi ég um hann,“ sagði Magnús, en bætti svo við með sína góðlátlegu kýmni i augunum: „En það er hægt að segja eitthvað gott um alla.“ Dagbók Magnúsar verður því sönnun þess, að mönnunum hafi ekki verið alls varnað á þessum glæfratímum tveggja heims- styrjalda.'Þess er ég fullviss, að þar fáum við glöggar og skýrar myndir af mönnum og atburð- um, er mikið koma við sögu Vestur-íslendinga. Fyrir því tel ég rit þetta til söguritunar. III. Jóh. Magnús Bjarnason var vinsæll maður með afbrigðum. Vissi ég til þess, að börn, sem hann hafði kennt, sýndu honum ævilanga tryggð. Nágranna og vini áttu þau hjón, er létu sér annt um þau, eins og um heim - ilisfólk og vandamenn væri að ræða. Magnús var líka einn þeirra, sem óvenjulegu létt var að sýna vináttu. Hugurinn var ávallt opinn og tilfinningalífið (Framhald á 7. síðuj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.