Tíminn - 12.10.1945, Síða 5

Tíminn - 12.10.1945, Síða 5
77. blað TÍMIM, föstndagÍQu 12. okt. 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Ýmsir réttir: Gulrótar „marmelade.“ 1 kg. gulrætur 9 sítrónur 2i/z 1. vatn 1 kg. sykur Gulræturnar eru þvegnar, skornar í lengjur og vegnar síð2- an. Hýðið er tekið af sítrónun- um, þvegið skorið i þunnar lengjur. Gulræturnar og sít- rónuhýðið soðið í vatninu í hálftíma, síðan hellt í sáld. Syk- urinn soðinn með 6 dl. af gul- rótarsoðinu, þar til það er tært orðið, þá er safi af 5 sítrónum látinn saman við ásamt gulrót- unum og sítrónuhýðinu.' Soðið í 10 mín. Síað á nýjan leik. Safinn soðinn með 175 gr. sykri og sítrónusafa í 10 mín. — Gul- rótarmaukið sett saman við, látið malla við hægan eld í 10 mín. enn — maukinu helt í glös, kælt og bundið yfir glös- in á venjul. hátt. Niðursoðinn sítrónubörkur. Í4 kg. sítrónubörkur 1/3 — sykur 1 dcl. vatn Börkurinn er þveginn vand- lega lagður vatn. Látinn liggja í því í 8 daga og skipt um vatn á hverjum degi. Síðan er harjn soðinn þar til hann er orðinn meyr. Sykurinn og 1 dl. af soðinu er soðið saman, börkurinn lát- inn út í aftur og látin koma upp suðan. Síðan er maukið látið standa í 3 daga. Safinn er þá síaður frá, hitaður og honum hellt heitum yfir börkinn. Þetta er endurtekið tvisvar sinnum. — Maukið má-geyma í niður- suðuglösum. Notað í bakstur og með brauði.og kexi. Rabarbarabúðingur. 2 bollar brauðmolar eða tví- bökumylsna. 3 matsk. bráðið smjör. 21/2 bolli brytjaður rabarbari. 1 matsk. sitróndropar. y2 tesk. sitrónusafi. V2 bolli sykur. y3 bolli heitt vatn. Smjörinu og mylsnunni bland að saman og látið á pönnu. Brúnað lítið eitt. V3 af deiginu látið í smurt mót. Helmingur- inn af rabarbarabitunum látinn ofan á og i/2 matskeið af sítrónu dropunum, helmingnum af sykrinum stráð yfir. Því næst er látið annað lag af rabarbara og mylsnu, afganginum af dropunum og sykrinum stráð yfir. Deigið er síðan þakið með mylsnunni, sem eftir er. Vatn- inu hellt út á. Bakað við meðal- hita 1 30 mín.. — Borinn fram heitur með sitrónuábæti. — Nægir 6 manns. VH:! -'! !»J(| !ll r'flllll !!fíH Brauðbúningur. . 2 bollar hveitibrauð, skorið í teninga. 4 bollar heit mjólk. 1 matsk. smjör. 1,4 tesk. salt. % bolli sykur. 4 þeytt egg. 1 tesk. vanilludropar. Látið brauðið liggja í mjólk- inni 1*5 mín. Smjörið, saltið og sykurinn látið út í og þessu síðan hrært saman við eggin smátt og smátt, vanilludrop- unum hrært saman við. Deigið látið í smurt búðingsmót og mótið látið í pott með sjóðandi vatni. Bakað við meðalhita í 50 mín. Búðingurinn borinn fram heitur með sitrónuábæti. Nægir handa 8 manns. Sítrónuábætir. 1/2 bolli sykur. 1 matsk. kartöflumél. y8 tsk. salt. 1 bolli sjóðandi vatn. 2 matsk. smjör(líki). . 11/2 matsk. sítrónusafi. Hrærið saman sykrinum, mélinu og saltinu. Blandið vatninu saman við smátt og smátt. Sjóðið við hægan eld, þar til deigið er orðið þykkt og gagnsætt. ^Smjörið og sítrónu- safinn látinn út í, hrært vand- lega. Fegurðardrottning af íslenzkum ættum I sumar var stúlka af íslenzk- um * ættum kjörin fegurðar- drottning í Kanada. Hún er að- eins 17 ára gömul og heitir Le- nore Jóhannesson, dóttir hjón- anna Frede og Konráðs Jo- Lenore Johannesson hannessonar flugkennara í Winnipeg. Eru þau hjónin ís- len?k í báðar ættir, en fædd í Kanada. Foreldrar Konráðs voru Jónas Jóhannesson og Rósa Ein- aredóttir, Eéttuð úr S.-Þingeyj- arsýslu. Foreldrar Frede voru Á- gúst og Margrét Jóhannsson, bæði ættufr úr Reykjavík. Af þeim 175 ljósmyndum, af stúlkum, sem valið var um, fékk Lenore langflest atkvæði og auk þess var hún samkvæmt úr- skurði aðaldómaranna í sam- keppninni, er voru þrír, listmál- ari, myndhöggvari og ljós- myndasmiður, taliri hafa alla beztu kosti kanadiskra kvenna, hvað útlit snerti. En það, að hún líkist báðum kvikmynda- leikkonunum Lauren Bacall og Ingrid Bergman, er talið hafa átt þátt í hinum glæsilega sigri hennar við atkvæðagreiðsluna. Ungfrúin hefir ákveðið að láta þennan frama ekki hafa nein áhrif á framtíðarfyrirætlanir sínar og mun hún því halda á- fram skólanámi sínu. Það var blaðið „Canadian Home Journal“, sem gekkst fyr- ir þessari fegurðarsamkeppni og birtist mynd af'þessari ungu ís- lenzku fegurðardrottningu í Kanada á forsíðu september- heftis ritsins. Svo kváðu konur Önnur fékk þann, er ég unna, oft fellur sjór yfir hlunna. (Úr gömlu. ísl. œvintýri). Einum unni é'g manninum, meöan þaS var. (Gamalt stef.) Vildi ég fegin vera hjá vininum bezta, sem ég á, meðan ölduaugun blá aftanroða kossinn fá. (Margrét Jónsdóttir). Man ég okkar fyrri fund, forn þó ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. (Skáld-Rósa). Eitt sinn fór ég yfir Rín á laufblaði einnar lilju, lítil var ferjan mln. (Þura í Garði). LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn FRAMHALD því, að ég les endrum og sinnum í biblíunni. En hlustið nú á. Hann seildist eftir bókinni, opnaði hana af handahófi og kom niður á Jobsbók, 28. kapítula, 20 versi. — Já, spekin, hvaðan kemur hún, og hvar á vizkan heima? Hún er falin augum allra þeirra, er lifa, og fuglum loftsins er hún hulin. Þá er hann ákvað þunga vindarins og ákvarðaði takmörk vatnsins, þá er hann setti regninu lög og veg elding- unum, þá sá hann hana og kunngerði hana, fékk henni stað og rannsakaði hana einnig. Og við manninn sagði hann: Sjá, að óttast drottin — það er speki, og að forðast illt — það er vizka. Þetta voru undarleg orð og undarlegar setningar, og Kristófer las hvert versið af öðru. Út úr hverju orði mátti ótvírætt lesa það, að allt, sem þeir höfðu gert, væri vilji Herrans. Sama máli gegndi um lóðastuldinn og líkfundinn — allt var það verk Hans. Qg þegar Kristófer lauk lestrinum með orðunum: — Ég er huggari ekknanna og faðir munaðarleysingjanna, spenntu þeir báðir greipar, Lúlli og Nik-ki. En hann Kristófer tók segldúkspjötluna og vafði utan um biblíui>a sína og lét hana undir koddann. Hann var mjög hátíðlegur á svipinn. Þeir Lúlli og Nikki mæltu hvorugur orð frá vörum — það var eins og þeir hefðu lækkað um marga þumlunga í sætum sínum. Um stijfid var líkt og hinn óskýranlegi áhrifamáttur Guðs heilaga orðs héldi þeim rígföstum. Það var hér um bil eins og Kristófer væri enn að lesa í ritningunni, er hann sagði loks: — Að því ég bezt veit, eruð þið báðir, Lúðvík og Nikulás, aldir upp í munaðarleysi, og þess vegna þarf ég ekki að minna ykkur á uppvaxtarár ykkar til þess að þið getið sett ykkur í spor ekkj- unnar og litlu telpnanna, sem hann Jakob Hansen lætur eftir sig í sárri fátækt. Það er eðli guðs orðs, að menn geta gkki hagrætt þvi eftir geðþótta sínurh. Högum við okkur samkvæmt guðs boði í eitt skipti, verðum við einnig að gera það næst, ef samvizkan á að veita manni frið. Það hefir tvennt borið til tíðinda hjá okkur. Annað, var það, að við kræktum í þessi veiðarfæri, sem við notum allir með góðri samvizku, því að við vitum, að það var sjálfur himna- faðirinn, sem rétti okkur þau upp í hendurnar. Án hans hjálpar hefðum við aldrei náð einum einasta öngli. Hitt var þegar líkið af Jakob kom á lóðina. Eins og þið og aðrir vita, þá er þetta allt svo undarlegt, að það hefir komizt á hvers manns varir. Það var iíka sannarlegt guðs kraftaverk, að líkið skyldi reka þannig móti stormi og straumi, þangað til það var komið á ákvörðunar- stað. Það liggur því í augum uppi og hvert barn ætti að geta skilið það: Drottinn hjálpar okkur til að eignast veiðarfæri, og þess vegna verðum við að liðsinna ekkjunni og börnunum í hans nafni í staðinn, því að auðvitað hafið þið sk*ilið það, sem skrifað stendur: Ég er huggari ekknanna og faðir munaðarleysingj - anna .... og guð getur ekki hjálpað þeim nema með tilstyrk okkar, sem hann gaf veiðarfæri. Snemma morguninn eftir steig líkfylgdin frá Ljósuvík á land við Digraháls. Hér eins og annars staðar í verstöðvunum var ekki siður að kasta á rekunum fyrr en á sumrin, að presturinn kom til að embætta. Það var gott að grafa í Digrahálsi, því að jarðvegurinn var sendinn, svo að þ^ir Þór, Lúlli og Nikki voru ekki lengi að taka gröfina, þegar umsjónarmaður kirkjugarðsins hafði vísað þeim á staðinn og snjónum verið sópað burt. Þeir voru rétta klukku- stund að þessu. Það urðu ýmsir til að bjóða gröfurunum hjálp, en Nikki sagði undir eins, að þeir hefðu bjargað honum Jakob og það færi þá bezt á þv^, að þeir kæmu honum líka í jörðina — hann liti hvort eð væri á sig sem huggara ekkjunnar og föður munaðarleysingjanna, og það vissi hann, að hinir gerðu líka. Fólkið tíndist burt. Búið var þegar að fylla gröfina og skera nafn hins látna á staur, sem látinn var standa á kistunni. Þegar sumra tók, kom presturinn og lét draga staurana upp úr leiðunum og kastaði rekunum niður um gatið. Það var hin eiginlega jarðarför allra þeirra, sem settir höfðu verið niður, frá því presturinn var síð- ast á ferðinni. Svo var lagt af stað til Ljósuvíkur. En þegar þangað kom, spurðust tíðindin, sem hleyptu lífi í tuskurnar á „Noregi“. Það var komin beita. Klukkan sex um kvöldið voru þeir allir farnir að beita lóðirnar. í þrjá daga var blíðskaparveður. Það leyndi sér ekki, að það var einstök heppni, sem fylgdi „Noregi.“ Eins og til dæmis á föstudagsmorguninn. Þá hafði hann Kristófer siglt beint af augum, miklu lengra en allir aðrir, og þar sem þeir lögðu lóð- irnar, sást ekki svo mikið sem einn einasti máfur. ‘ En þegar þeir fóru að draga, kom í ljós, að þær voru svo stokkseilaðar, að þær flátu uppi og lágu eins og strengur í sjávarskorpunni. Sjórinn rann út og inn á gamla „Noregi," þegar allur aflinn vár kominn á þiljur. Þegar þeir sigldu fram hjá Brettingsnesi, jSigr^ii Brúneyingurinn sig og sagði við þá, sem horfðu á eftir skútunni: -— Litið þið bara á sjóhundana frá Tromsö — þetta eru þeir, sem drógu hann Jakob Hansen upp. Þeir fá þá fleira en lík á krókana. Síðdegis á sunnudaginn gerði hann Kristófer upp reikning- ana, og þá varð sú harðasta rimma, sem orðið hafði á „Noregi“ allan þann tíma, er skútan hafði verið í eign Kristófers. Þannig stóð á því, að hann Kristófer skipti í sex staði. Venj- an var, að skútueigandanum væri ætlaðir tveir hlutir með til- liti til veiðarfæranna, en nú áttu þeir í rauninni allir veiðar- færin, og þess vegna fannst sumum réttlátt að skipta í fimm staði: einn hlut handa hverjum martni og einn á skútuna. En hann Kristófer reiknaði nú samt með sex, og Lúlli, sem stóð fyrir aftan hann og gægðist yfir öxlina á honum, gat ekki íengur stillt sig. Hann ræskti sig hre/ssilega og .sagði: ANNA ERSLEV: Fangi konungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. IX. HVOR ER SÁ RÉTTI? „Sömu söguna!“ át Georg eftir, og nú varð hann for- viða. „Já. Hér er staddur ungur maður, sem hefir tjáð sig vera sendiboða bróður míns.“ Að svo mæltu benti hann á ungan mann, sem hafði hörfað í kyrrþey inn í glugga- skot, þegar Georg kom inn, en gekk nú djarflega fram. Sólin skein beint í andlit honum og Georg var meira en nissá, þegar hann sá, að þessi gervisendiboði meistara fíúbertusar var enginn annarr en Berthold, hinn horfni samferðamaður hans. Georg bliknaði og roðnaði á víxl og kom ekki upp nokkru orð/, en Berthold sagði feimnislaust: „Sá, sem seinna kom, hlýtur að vera svikari. Það er ég, sem kem frá jómfrú ísabellu, bróðurdóttur yðar, til þess að biðja yður að gefa henni hanzka heilags Bernharðs, því að nann einn getur gefið húsbónda mínum frelsið.“ Georg stóð sem þrumu lostinn, og Berthold bætti því við: „Sjáið bara, æruverðugi fað’ir! Hann kemur ekki upp nokkru orði sér til varnar, þorparinn sá arna! Má eg biðjá um aðstoð til þess að kasta honum á dyr?“ En ábótinn var greindur maður og hánn heyrði þegar í stað, að Berthold var grunsamlega mikið í mun að losna við mótstöðumann sinn. „Bíddu við, sonur minn! Þegar ókunni maðurinn kom, varst þú að segja mér frá bréfi, sem þú hefðir meðferðis. fíá ykkar, sem fær mér þetta*bréf, hlýtur að vera hinn rétti sendimaður bróð- urbarna minna.“ Þessi orð veittu Georg nýjan styrk. Hann þreifaði í barm sér eftir bréfinu — en greip í tómt. Bréfið var horfið. Hann rak ósjálfrátt upp óp. í 3ama bili sá hann Berthold taka bréf úr vasa sínum, stórt bréf, með rauðu innsigli. Hann þekkti það glöggt. Það var bréfið, sem hann haföi verndað svo vel dögum og vikum saman — allt þangað til síðastliðnu nótt. Mynd þessi var tekin á Times Square í New York rétt eftir að Truman forseti hafði tilkynnt, að Japanir hefðu fallist á öll uppgjafarskilyrði Bandamanna. ÞeSsi mynd var tekin í Manila 20. ágúst síðastliðinn, er sendimenn 'Jap- j ana tóku á móti hinum endanlegu uppgjafarskilyrðum Mac Arthurs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.