Tíminn - 12.10.1945, Page 6

Tíminn - 12.10.1945, Page 6
TÍMEVIV, föstndaginp 12. okt. 1945 77. blað Minniiiííarorð: Kristjana Jónatansdéttir rjómabiisstýra. Sý fregn barst mér og öörum morguninn þ. 2. október að hin mæta kona.Kristjana Jónatans- dóttir, hefði lokið sínum hérvist- ardögum eftir fleiri ára stranga vanheilsu. Hefir sú fregn vakið söknuð hjá mörgum, en jafn- framt rifjað upp maígar mætar minningar. Og vil ég segja, að hér skal góðs manns getið um leið og ég skrifa þessar línur. Vil ég taka hugleiðingar mínar í sambandi’ við síðasta bréfið, sem ég fékk frá henni, skrifað 25. síðastl. mánaðaí:, rétt um það leyti er síðustu storm- arnir voru að byrja að dynja yfir. Hefir þá hug hennar grun- að að hverju stefndi. Hún skrif- ar að heilsan sé ekki góð, en hún kvíði engu og að hún sé sátt með allt og við alla, og geti tekið hverju sem fyrir komi. En það er einmitt þetta, sem hin látna gáfukona skrifar, sem ég hefi oft hugsað mér, að allir ættu að reyna að gera upp við sjálfa sig og reyna að öðlas't þegar fer að líða á seinni hluta ævinnar. Það vil ég skilgreina í þrennu lagi, að vera sáttur við Guð sinn, að vera sáttur við aðra menn og að síðustu að vera sáttur við sjálfan sig. Það fyrsta vil ég segja að sé það sama og að vera sáttur við lífið, manns eigið líf, sem af Guði er veitt. Að vera ánægður með það, sem lífið hefir fært manni, erfiðleika og sorgir, er blandazt saman yið óskir er hafa rætzt, hæfileika er hafa blandast saman við óskir er veitt fyllri sýn á lífi manna hér og þeirra reynslu og þroska- brautum. Að mannssálin geti séð uppskeruna, sem lífið hefir veitt og glaðst af því, og þegar fengið er meira víðsýni yfir líf allra manna og traust og kær- leikjur til skaparans hefir náð þeim tökum á mannssálinni, geti hún sagt: „Guði sé lof fyrir eitt og allt.“ Þetta hefir nin góða kona Kristjana Jónatans- dóttir viljað segja. En hún fór samt ekki varhluta af erfiðleik- um lífsins.Fyrstu æskuárin fékk hún ekki aðhlynningu á föstu bernskuheimili, eða naut stöð- ugt umhyggju foreldra og er þar mikils farið á ínis, en gott fósturheimili fékk nún að Fjalli í Aðaldal, er hún var 7 ára að aldri og minntist hún þess alltaf með hlýju og þakklæti. Erfiðleika og sársauka hefir það líka vakið á tímabili, að líkaminn var ekki eins hraustur eins og viljinn, él krafði hana til verka, vildi hafa. En samt var lífsstarfið óvenjulega mikið, viljinn til afkasta og starfsþráin var svo sterk, að sérstakt má heita. Um langan tíma, eða um 28 ára skeið, hafði hún á hendi hið yfirgripsmikla og vandasama starf að vefa rjómabústýra á hinu stóra Hvanneyrarheimili. Var það stalrf margþætt og leysti hún það allt prýðilega af hendi og varð það starf hennar öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni Myndu margir í hennar stað vilja segja, að hér mættu bæði hún og aðrir þakka mikiö og gott ævistarf, blessunarríkt líf sem hún gæti þakkað og verið í sátt fyrir við skaparann, sern henni hefir veitt það, og verndað í svo mörg ár. ' Næsta atriðið, það að geta sagt sig vera í sátt við aðra menn, er litið er yfir manns eigið líf frá sjónarhóli síðustu stunda, var eigi síður hægt fyrir Kristjönu Jónatansdóttur að segja, því hún sagði oftar en einu sinni við mig, að hún væri sæl að geta sagt að hún ætti ekki einn einasta óvin, en vin- irnir voru margir og um allt land. Bróður sínum, hinum vel- metna járnsmið Jóni Jónatans- syni og fjölskyldu hans unni hún mjög og naut fyllsta ást- ríkis þeirra og einnig fjölda vina í Þingeyjarsýslu, þar sem hún dvaldi 30 fyrstu árin, og þá vil ég sízt .gleyma að vinir og ástríki hefir henni hlotnazt á Hvanneyrarheimilinu, þar sem hún dvaldist um 32 ára skeið. Þar sýndi hún bezt sína, órjúfan- legu tryggð, mannkærleika og heilsteyptu skapgerð. Mikið var hún því heimili alla tíð, þess stoð og stytta og heiður í öllu. Þar var líka manneskja sem hægt var að treysta eins vel og manni sjálfum, og ást festi hún á börnum mínum eins og hún ætti þau sjálf, og þá ást og um- hyggju bar hún til þeirra allt til dauðadags. Sumir eru eins og þær jurtir sem sýna sig í skrauti lita og stærða, aðrir eru eins og ilmjurtirnar, er anda frá sér ilmi sínum, til unaðar fyrir Bók um samvinnumál Kristjana Jónatansdóttir alla, sem nærri eru, í kærleika og mannúð. Kristjana hafði einmitt hlotið það í vöggugjöf. Hún fékk tækifæri á skólasetr- inu til að kynnast mörgum upp- vaxandi mönnum lands okkar. Munu þeir allir minnast hennar með hlýju og þakklætii Minnast hinna fróðlegu viðræðna hennar og leiðbeininga, því Kristjana var sérstaklega vel gefin og las mikið til þess að auka þekkingu sína pg þroska anda sinn. Mörg erum við í' þakkarskuld við Kristjönu fyrir líf hennar og starf og vildum ekki hafa verið án þess, að hafa mætt henni á lífsbrautinni, þar ekki sízt ég og mín börn. Þriðja atriðið, sem kemur til greina er það, þegar mannssálin þarf að gera það upp við sig, hvort húh er í sátt við sjálfa eig. Það er að segja, hvernig hún hefir notað líf sitt, þá litið er yfir liðið skeið. Hvað manni hef- ir áunnizt og hvað sálin ber úr býtum eftir reynslutíma sinn hér á jörðinni. Þetta getur stundum verið erfitt og'manns- sálirnar geta oft dæmt sig of hart, því að allt hefir sínar takmarkanir. Ég get jafnvel hugsað mér að minni kæru Kristjönu Jónatans- dóttur hafi ekki ,alltaf verið þetta að öllu létt, að vera í sátt við sjálfa sig. Andi hennar var framsækinn og gaf sér -enga Jivild, en varð oft að finna hina miklu takmörkun hins jarðneska lífs. Alvarleg veikindi mættu henni rúmlega þrítugri og hún var 'þá lengi nær dauða en lífi, en þau yfirvann hún og naut sín að fullu í mörg ár. Slæma hjartabilun fékk hún 1932 og ngði ekki eftir það fullri heilsu. Vað það líka hennar dauðamein. Síðustu árin reyndu á þol henn- ar og þrautseigju, því kvöl henn- ar var meiri en nokkur hugði. Alltaf var hún samt, eitthvað starfandi. Veikindi sín bar hún dásamlega vel og vildi ekki á nokkurn hátt auka á byrði annarra með þeim. Alltaf var bað hinn sterkí vilji hennar, sem hjálpaði henni yfir hindranirn- ar og einlæg trú og andleg leit veitti hugahennar frið og fróun. Ósérhlífni Kristjönu heitinnar og staðfesta var alveg sérstök, að vinna sama verk á sama stað með sömu elju og trúfesti í áratugi er ekki allra meðfæri. Þó andi hennar hafi einhvern- tíma getað leitað út fyrir starf- ið og hún hafi fundið, eins og líka mátti, að hún ætti hæfi- leika til víðtækari verkahrings og meira áberandi starfs og virðingarmeira, þá breytti það ekki hennar lífsferli. Hún hefir gert það allt upp við sjálfa sig. Þar sem hún festi rætur, þegar hún byrjaði aðallífsstarf sitt, vildi hún breiða úr greinum sínum og veita skjól og stoð, þar sém þess þurfti með. Hinn að mörgu leyti stórbrotni andi hennar hefir fundið ró- semd í því að verða að „þjón- Nýlega kom út á vegum bóka- útgáfu S. í. S. bókín „Samvinrí^ an á íslandi og íslenzkir sam- vinnumenn", eftir þá Thorsten Odhe ritstjóra í Stokkhólmi og Jónas Jónsson alþingismann. Þykir rétt að benda lesendum lítillega á efni hennar, fróðleik og það gildi, sem hún hefir að geyma. Nokkru fyrir styrjöldina bauðst forstjóri sænska sam- bandsins til að senda hingað mann í þeim tilgangi að kýnna sér íslenzka þjóðhætti og þróun þeirra, einkum með tilliti til samvinnunnar og áhrifa henn- ar. Var í upphafi ætlazt til, að sá sendimaður ritaði bók um för sína er heim kæmi og lýsti þar öllu, sem fyrir augn hans hefði borið, frá sjónarmiði framandi manns í ókunnu landi. Odhe varð fyrir valinu og kom hingað snemma sumars árið 1936. Ferðaðist hann víðs- vegar milli hinna fjölmörgu kaupfélaga, kynntist starfsemi þeirra, talaði við félagsmenn, stjórnendur og framkvæmda- stjóra og skapaði sér skoðanir um daglega starfsemi og þýð- ingu hennar fyrir þjóðarbúskap- inn, eins og hann sjálfur kemst að orði í formála bókar sinn- ar. Er ekki að orðlengja það, að eftir sex vikna lærdómsríkt ferðalag hvarf þessi sænski samvinnuhöfundur heim á leið til sinna fyrri verka, en íslands- bók hans kom út hjá bókaút- gáfu samvinnusambandsins . í Stokkhólmi ári síðal-. Hér gefst ekki rúm til að rekja ýtarlega efni bókarinnar. Á hinn bóginn skal bent á nokkur atriði, ef sú upptalning yrði til að leiða meiri athygli að bók- inni og auka persóhuleg kynni við hana. Lýsing Odhes er ákaf- lega snjöll. Hún er svo látlaus en þó um leið stórbrotin, að engum dylst kyngikraftur máls- ins, og samhygðin með verkefn- unum, sem maðurinn er að glíma við. Hún er í öllu ná- kvæm og vandvirknisleg, en brátt fyrir það alls ekki þurr eða leiðinleg. Þvert á móti. Byggingin er í rauninni mjög listræn og með afbrigðum smekkleg. Höfundurinn byrjar með að skýra aðstöðu eyríkisins á bláum Atlantsbárunum eftir þúsund ára harðrétti, innræti íbúanna og viðnám þeirra gegn erfiðleikunum, sem skópust bæði fyrir aðgerðir mannanna sjálfra og máttarvaldanna. Næstu kaflar fjalla um hina andlegu vakningu og verzlun- arfjötrana en síðan sigurbraut- ina undir forustu þjóðhetjunn- I ar, sem hafði þessi ódauðlegu orð að kjörorði sínu „aldrei að víkja“. Þá víkur hann að sam- vinnunni til-sjávar og sveita, en rekur síðan núverandi heildar- slppulag og sögu íslenzkra samvinnusambanda. Mjólkur- framleiðsla og síldveiðar þykir honum einkennandi þættir at- vinnuháttanna, enda ^fjalla tveir heilir kaflar um þau at- riði. Enn er einn bókarkaflinn ónefndur, eða sá, sem ber heitið Á þjóðvegum. Nafnið er stutt og laggott og nærri því of lát- laust til að blærinn gangi í augu lesandans. • En samræmið á milli þess og kaflans, milli hans og bókarinnar í heild, er svo meistaralegt, að einstakt má kalla. Þarna leiðir höfundurinn ferðamanninn eftir helztu þjóð- leiðum landsins, sýnir honum náttúrudýrðina og kynnir jafn- framt hina fornu sögustaði. Og þetta gerist allt á svo einfaldan hátt, að lesandinn veit ekki aí fyrr en hinir fornu haugar opnast og út ganga Gunuar, Héðinn og NjS.ll. Feðgarnir verjast aðför brennumanna, en Gunnar horfir hlíðarbrekku móti. Sænska útgáfan kom fyrst á sjónarsviðið í Stokkhólmi árið 1937, eins og áður segir. Var hún svo góð, að samvinnumönn- um þótti sjálfsagt að þýða hana og gefa íslenzkum lesendum kost á að kynnast þessari á- gætu ferðalýsingu. Þá var og tækifærið' notað til að fá urp leið heildarsögu íslenzkra for- ustumanna í samvinnumálun- um, allt frá fyrstu tímum fram á vora daga, eins konar „ei- lífðarbók", sem alltaf þarf að bæta við eftir því sem stundir líða. Jónas Jónsson alþingis- maður ritaði þessa framhalds- kafla og bera þeir eindreginn svip. hinnar alkunnu rithæfni hans. Aftan við þá birtist skrá yfir helztu æviatriði fjöl- margra samvinnumanna, en hún mun í framtíðinni verða ómet- anleg heimild íslenzkrar starfs- sögu. Að lokum skulu menn svo eindregpð hvattir til að eignast þessa bók og lesa hana. Hún á ekki aðeins erindi til allra sam- vinnumanna, heldur einnig annarra, sem unna fögrum svip- lýsingum á landi sínu og kynn- ast vilja merkum þætti sjálf- stæðisbaráttunnar. - h. ustubundnum anda,“ er að lok- um gat sagt, að hann væri sáttur viö sjálfan sig og við allt og alla. Nú fylgjum við anda þínum, ástkæra Kristjaná mín, inn i ómælisheima, sþar sem hann frjáls af jarðarböndum leitar að nýjum brautum, nýjum verk- efnum, vígðum anda friðsemd- ar, kærleika og mannúðar. Helztu æviatriði. Kristjana Jónatansdóttir var fædd 17. marz 1871 að Laugar- hóli í Reykjadal S.-Þingeyjar- sýslu. Sá bær er mj löngu í eyði. Foreldrar hennar voru Jón- atan Hjálmarsson og Guðrún Jónatansdóttir af þingeyskum ættum. Voru þeir Jónatan faðir Kristjönu og Kristján Jónsson skáld bræðrasynir. Foreldrar Kristjönu dvöldu á ýmsum stöð- um í Reykjadal, oft í hús- mennsku. Sjö ára gömul fór Kristjana a.ð Fjalli í Aðaldal og ólst þar upp hjá þeim hjón- um, Þorkeli Guðmundssyni og Ólöfu Indriðadóttur, er hún taldi fósturforeldra sína. Á Fjalli var hún samfellt í 23 ár, eða til ársins 1901, er hún flutti til Seyðisfjarðar. Bróðir Kristjönu var Jón •Jónatansson járnsmiður á Ak- ureyri. Hann var kvæntur Þór- unni Friðjónsdóttur frá Sandi, ágætri konu. Eftiríandlát sinn- ar kæru mágkonu dvaldi Krist- iana á heimili bróður síns og veitti því forstöðu. í för sinni til 'Austurlandsins dvaldi hún á prestssetrinu Dvergasteini og vann sér þar vináttu og álit góðs fólks. Þaðan fór hún til náms að mjólkur- skólanum á Hvítárvöllum og að bví loknu til frekara náms í mjólkurfræði í Danmörku, og dvaldi þar 2 ár. Þegar hún kom heim varð hún rjómabústýra í Þingeyj arsýslu og Skagafiuði og var þá öðru hvoru hjá bróður sínum á Akureyri. Að Hvanneyri kom Kristjana ■Jónatansdóttir árið 1907 og tók bar við rjómabússtörfúna, sem hún annaðist um 28 ára skeið, en alls dvaldi hún á heimilinu 32 ár, þar með talin 4 ár, sem hún var hjá Valgerði dóttur minni og manni hennar, Runólfi Sveinssyni, skólastjóra. yKristjana þeitin dvaldi eins og áður er sagt á vissum tíma- bilum ævi sinnar hjá venzla- fólki sínu á Akureyri, þar sem hún varð aðnjótandi stöðugrar í bókiimi ..Sainvinnnii á íslandi íslenzkir samviimumenní( gefst yður tækifæri til að kynnast mörgum ötujum leiðtogum hinnar efnalegu sjálfstæðisbaráttu með frásagnarblæ og stíl tveggja alkunnra rithöfunda. Fæst hjá ^9. t^euLjai/íL Kaupfelagsstjórastaðan við Kaupfélag Skagfirðinga er laus 14. maí n. k. — Umsóknir sendist til formanns félagsins, Tobíasar Sigurjónssonar, Geld- ingaholti, fyrir 1. desember. 2. september 1945. Stjórn Kauiifélags Skagfirðinga. Tiikynnin frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða I. Vei;ð á söltuðu dilka- og geldfjárkjöti I. og II. gæðaflokks, hefir verið ákveðið sem hér segir: 1 * A. Heildsöluverð til smásala: kr. 825.00 hver 100 kg. tunna. B. Heildsöluverð til annarra en smásala: i kr. 850.00 hver 100 kg. tunna. C. Smásöluverð kr. 9.85 hvert kíló. II. Verð á söltuðu ærkjöti, Æ I, hefir verið ákveðið: A. Heildsöluverð til smásala: kr. 500.00 hver 100 kg, tunna. B. Heildsöluverð til annarra en smásala: kr. 525.00 hver 100 kg. tunna. Verðjöfnunarsjöður greiðir sláturleyfishöfum kr. 1.27 á hvert kíló saltaðs dilka- og geldfjárkjöts og kr. 1.20 á hvert kíló saltaðs ærkjöts, sem selt er innanlands. J Reykjavík, 8. október 1945. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða BAÐVÖRÐUR Karlmann vantar til baðvörslu í Austurbæjarskólan- um nú þegar. Nánari upplýsingar hjá skólastjóranum. Umsóknir sendist til skrifstofu minnar fyrir laugar- dag 13.vþ). m. Borgarstjórinn í Reykjavík Sjálfblekungar á kr. 17.50, ágætir fyrir skólafólk. K. Einarsson & Bjönisson h. f. umhyggju og ástúðar, og nú að lokum frá vorinu 1944 á heim- ili. Hlínar, bróðurdóttur sinnar og manns hennar, Gústafs Jónassonar rafvirkja. Kristjönu var sérstaklega hUgljúf dvölin á heimili þeirra hjóna, sem veittu henni kærleiksríka um- önnun og að síðustu nákvæma hjúkrun. Hún hlaut hægt andlát að kvöldi hins 1. október. Svava Þórhallsdóttir. Hestur í óskilum á Skálpastöðúm í Lundarreykja dal, brúnn að lit, taminn. Mark: Blaðstýft aftan vinstra. Vitjist gegn áföllnum kostn- aði. Ilreppstjórfim. (

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.