Tíminn - 12.10.1945, Síða 7

Tíminn - 12.10.1945, Síða 7
77. blað TÓ1IT\:V. föstmlagiim 13. okt. 1945 A VIÐAVANGI (Framhald af 2. siOu) því, að Tíminn skyldi ljóstra upp, að Jakob Möller varð sendi- herra í Kaupmannahöfn fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að hann vildi yfirgefa hið sökkv- andi skip Sjálfstæðisflokksins og ekki verða neitt kenndur við ósigur hans í næstu bæjar- stjórnarkosningum í Reykjavík. Skrifar Bjarni um þetta langt mál í „Fjær og nær“-pistlum sínum í seinasta miðvikudags- blað Mbl og telur það ganga landráðum næst, að gagnrýna skipun manns í sendiherraem- bætti. Eftir þessu að dæma, mætti ráðherra skipa hvaða mann í sendiherraembætti, sem væri, án þess að þjóðin mætti nokkuð við því segja, þótt þetta sé ein veigamestu embætti hennar. Geta allir séð, hvílík firra það er, enda tiðkast það í öllum lýðræðislöndum, að sendi- herratilnefningar séu gagn- rýndar. Seinast í sumar gagn- rýndu t. d. mörg frönsk blöð veitingu stjórnarinnar á sendi- herraembættinu í Stokkhólmi. Þá er slik gagnrýni algeng í Bandaríkjunum, þar sem póli- tískir menn eru skipaðir í sendi- herrastöðurnar, og á sínum tíma var það mjög gagnrýnt í Bret- landi, er Samuel Hoare var lát- inn vera sendiherra Breta á Spáni. Bjarni ætti hvorki i þessm eða öðrum efnum að troða upp sem kennari í lýðræðisreglum. Fortið hans er ekki slík og hann getur ekki heldur með þessu þaggaö niður gagnrýnina á því, að gamall og starfslítill maður var gerður að sendiherra í Kaupmannahöfn, þegar mikið reið á að senda þangað röskan mann. Slík viðleitni Bjarna verður aðeins til að auglýsa það enn betur, að Jakob fór til Danmerkur vegna þess, að hann vildi hafa yfirgefið skip Sjálf- stæðisflokksins áður en flokkur- inn tekur að sökkva undan af- leiðingum sviksemi sinnar á undanförnum árum. Lélegur málstaður. Það sést bezt á forustugrein Mbl. síðastl. þriðjudag, hversu litlar afsakanir forkólfar Sjálf stæðisflokksins geta fært fyrir framkomu sinni í verðlagsmál- um landbúnaðarins. Þar er því gripið til þess ráðs að snúa út úr ummælum Dags. Dagur sagði um ákvörðun kjötverðsins 27. f. m., að með því væri gengið á hlut neytenda og verðið til bænda væri mun lægra 'en það ætti að vera. Mbl. spyr síðan, hvernig Dagur ætli að samrýma það, að kvarta bæði yfir ofháu verði til neytenda og oflágu verði til bænda. Þessa niðurstöðu fær Mbl. með því að leyna þeirri forsendu Dags, að hlutur neyt- enda væri ekki fyrst og fremst skertur með því, að verðið væri ofhátt, heldur með hinu, að þeir fengju ekki, nema nQkkurn hluta af verðinu tekinn inn í vísitöluna. Með því að byggja aðalvörn sína á slíkum útúrsnúningum, sýnir Mbl. bezt, hve aumur er málsstaður stjórnarinnar í þessum efnum. Vantrúin á stjórnina. í umræðum í neðri deild á mánudaginn, taldi Jóhann Þ. Jósefsson það helztu ástæðuna til þess, að menn þyrðu ekki enn að kaupa bátana, sem stjórnin hefði í smíðum innan- lands, að verð þeirra væri háð dýrtðarvísitölunni. Það myndi hækka, ef vísitalan hækkaði meðan þeir væru í smíðum. Sýnir það bezt, að menn treysta stjórninni illa til að halda dýr- tíðinni í skefjum, ef þeir setja þetta fyrir sig. Jafnframt er þetta gott dæmi um þá óvissu og öryggisleysi, sem núv. stjórnarstefna skapar. Það er á fleiri sviðum en þessum, sem vantrúin á stjórn- ina er áberandi. Fjölmargir neytendur í stjórnarflokktium fara^ekki dult með þá skoðun, að þeir muni verða með einum eða öðrum hætti sviknir um kjötstyrkinn og þess vegna þori þeir ekki annað en að draga úr kjötkaupunum. Vantrúin á rikisstjórnina gerir vissulega mikið til að skapa það öng- þveiti, sem nú er ríkjandi í dýr- tíðarmálunum. Ýmsar fréttir í stuttu máli Fyrir skömmu voru opnuð í skrifstofu flugmálastjóra tilboð í flugvallargerð í Vestmanna- eyjum. Tilboðin voru þessi: Helgi Benónýsson kr. 738.600,- 00, Höjgaard & Schultz A/S. kr. 1.197.960.00, Ingólfur B. Guð- mundsson h.f. kr. 1.351.520.00, H/F. Virki kr. 1.437.300.00. — Ákveðið hefir verið að taka til- boði Höjgaard & Schultz. \ Fyrir nokkru var stofnað i Skagafirði Samband nautgripa- ræktarfélaga, sem nær yfir 7' hreppa. Þegar hefir verið ákveð-1 ið að sambandið ráði til sín sérstakan ráðunaut, er annist leiðbeiningar á sambandssvæð- inu. Tveimur prestskosningum er nýlokið. í Flateyj arprestakalli fékk Lárus Halldórsson, sem var eini umsæicjandinn, öll greidd atkvæði, 82, en 168 manns voru á kjörskrá. í Mælifellspresta- kalli fékk Ragnar Benediktsson, sem var eini umsækjandinn, 31 atkv. af 47 sem voru greidd, en 199 manns voru á kjörskrá. Báð- ar kosningarnar voru ólög- mætar. Forseti íslands hefir sam- kvæmt tillögu Orðunefndar sæmt eftirtalda menn hinni ís- lenzku fálkaorðu: Erik Joseph Philip, ritara konunglega tekniska háskólans í Stokkhólmi, stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Harald Sigmar forseta evang- elisk-lútherska kirkjufélagsins í Vesturheimi, riddarakrossi hinn- ar íslenzku fálkaorðu. Síðastl. föstudagskvöld brann sumarbústaðurinn Urðarbraut 4, í Smálöndum við Grafarholt, til kaldra kola á um það bil hálftíma. Litlu sem engu var bjargað. Ekki tókst að ná sambandi við slökkviliðið, fyrr en húsið var brunnið. Er eldurinn kom upp var enginn í húsinu. Eig- andinn, Bóas Emilsson, var að vinna skammt frá. Kona hans og barn voru ekki heima. J. Magnús Bjarnason (Framhald af 4. síðu) barnslegt. Ýmis konar viður- kenningu hlaut hann fyrir verk sín. Þjóðræknisfélagið veitti honum árlega fé úr rithöfunda- sjóði, Á sjötugsafmælinu, 1937, gáfu Vestur-íslendingar honum stórgjafir, en samsætisboð þáði hann ekki. -Bæði var heilsan orðin tæp og manninum óljúft, að koma opinberlega fram. — Alþingi íslands veitti honum nokkurn skáldastyrk um skeið. Einhver ritlaun hefir hann að sjálfsögðu fengið síðustu árin, sem h'ann lifði, en mestan hluta ævinnar voru þau^annað hvort lág eða engin. En Magnús gekkst ekki fyrir peningunum. Hann var einn þeirra, sem af innri þörf og af áhuga á íslenzkri menningu vann störf sín. Senni- lega eigum við eftir að sjá ýmis- legt nýtt frá hans hendi, því að ósleitilega vann hann til hinztu stundar. Magnús. vildi ekki láta neitt frá sér fara, sem ekki væri fágað og prýtt, svo sem bezt mátti vera. Rithönd hans var t. d. ein hin fegursta, sem ég hefi séð. Ég geri það stundum mér til gámans, að aka í huganum fram og aftur um Vatnabyggðirnar, virða fyrir mér sérkennilega eða hlýlega staði og líta heim til gamalla vina. Þessar ferðir mín- ar eru ekki bundnar við það, hvernig þar er umhorfs nú, heldur það, sem var. Þess vegna held ég áfram að heimsækja þau Magnús og Guðrúnu í Elfros. En um langan aldur munu ís- lendingar vestan og austan hafsins njóta góðs af verkum þeim, sem unnin voru á heimil inu þeirra. Bdkamenn! Bókamenn! f Ennþá gefst yður kostur á að eignast eftirtaldar úrvalsbækur: Skemti- ogfræöibækur: Sjómannasaga, Vilhj. Þ. Gíslason, skinnb.. 125.00 Minningar, Sig. Briem, skinnb............. 85.00 Byggð og Saga, prófv Ólafur Lárusson, skinnb. 65.00 Byron, André Maurois, skinnb.............. 85.00 Friðþjófssaga Nansens, Jón Sörensen, skinnb.. 76.00 Endurminningar um Einar Benediktsson ..... 50.00 Kristín Svíadrottning, Frederick L. Dumbar, heft. .. 32.00 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1891—1941, heft . . 15.00 Úr byggðum Borgarfjarðar, Kristl. Þorsteinsson, skb. 70.00 Saga Eiríks Magnússonar, dr. Stefán Einarsson .... 8.00 Sindbað vorra tíma ......,................. 28.00 Frekjan, Gísli Jþnsson ................... 15.00 Huganir, dr. Guðm. Finnbogason ........... 50.00 Samtíð og saga I, heft ...................... 12.00 Samtíð og saga II, heft ..................... 16.00 Endurminningar Jóns frá Hlíðarenda, heft.../.. 4.00 Frá ystu nesjum II., Gils Guðmundsson, heft... 18.00 ísl. sagnaþættir og þjóðsögur III, IV, V, Guðni Jónss. 12.00 Rauðskinna II, Jón Thoroddsen, ................ 6.00 ---- IV, —— ................... 6.00 ---- V, ...................... 12.00 Sagnir og þjóðhættir Odds Oddssonar frá Eyrarb, .. 12.00 Skrítnir náungar, Hulda, innb................. 10.00 Ljóðabækur: Ég ýti úr vör, Bjarni M. Gíslason, ib......... 8.00 Úrvalsljóð, Kristján Jónsson, skinnb.......... 25.00 — Jón Thoroddsen, skinnb............. 25.00 — Stephan G. Stephansson, ................. 25.00 Kertaljós, Jakobína Johnsson, skinnb.......... 10.00 Kvæði II, Halla frá Laugabóli, heft .......... '5.00 Ljóðmæli, dr. Björg C. Þorláksson, innb....... 8.00 Ljóð, Guðfinna frá Hömrum sk. b............... 10.00 Ljóðasafn I—III Guðm. Guðmundsson shirt....... 75.00 Ljóð og lausavísur, Þórður Einarsson, heft.... 10.00 Mánaskin, Hugrún, sk.b........................ 10.00 Sólheimar, Ijóð, Einar Páll Jónsson, ib. ..... 25.00 Stjörnublik; Hugrún, ib....................... 10.00 Söngvar dalastúlkunnar, Guðrún Guðmundsd...... 15.00 Blessuð sértu sveitin mín, Sig. Jónss. frá Arnarvatni,. 20.00 Utan af víðavangi, Guðm. Friðjónsson, ib...... 16.00 Sendum gegn póstkröfu um land allt. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík Sími 3048 Erlent yfirlit (Framhald af 2. slOu) \ bandalagshugmynd hefir mjög aúkizt fylgi eftir utanríkisráð- herrafundinn. Það getur því hæglega farið svo, ef Rússar verða áfram eins ósamvinnu- þýðir og nú, að Bandaraenn leysi málin í VesturEvrópu án samráðs við Rússa, eins og Rúss- ar hirða ekki um samráð við þá í Austur-Evrópu, og upp úr því rísi bandalag ríkjahna í Vest.ur-Evrópu. Slaki Rússar hins vegar til, munu Banda- menn vilja heldur leysa þessi mál á grundvelli alþjóðasam- vinnu. Rússar ráða þannig mestu um það, hvort úr al- þjóðlegri samvinnu verður, eða ríkin skiptist í meira og minna óvinveitt bandalög, er heims- friðnum getur stafað hætta af. Frumsamið: Á förnum vegi, Stefán Jónsson, ib............ 10.50 Arfur, Ragnheiífur Jónsdóttir, ib.......... 12.50 Evudætur, Þórunn Magnúsdóttir, ib.......... 32.00 Fólkið í Svöluhlið, Ingunn Pálsdóttir frá Akri, ib. ... 12.00 Frá liðnum kvöldum, Jón H. Guðmundsson, ib... 4.50 Hafið bláa, Sig. Helgason, ib............... 25.00 Heldri menn á húsgangi, Guðm. Daníelsson, ib. 25.00 Nýjar sögur, Þórir Bergsson, ib.............. 55.00 Samferðamenn, Jón H. Guðmundsson, heft....... 12.00 Við sólarupprás, Hugrún, heft............... 15.00 Svart vesti við kjólinn, Sig. B. Gröndal, ib. 22.00 Barnabækur: Bókin um litlabróðir, Gustaf af Geijerstam, ib. 12.00 Leikir og leikföng, Símon Jóh. Ágústsson, ... 3.50 Mýsnar og Mylluhjólið ........................ 5.00 Sigríður Eyjafjarðarsól ....................... 5.00 Skóladagar, Stefán Jónsson ................... 12.00 Skeljar II, Sigurbjörn Sveinsson ............. 1.25 Svarti Pétur og Sara, Hugo Fosberg .......... 10.00 Töfraheimur mauranna, Wilfrid S. Bronsson.... 15.00 Tvö ævintýri ................................. 2.50 Duglegur drengur, Bengt Nylund, .............. 12.OO Hjartarfótur, Edward S. Ellis ................ 14.00 Meðal Indíána, Falk Ytter..................... 10.00 Strokudrengurinn, Paul Askag ................. 12.50 Hve glöð er vor æska, Frímann Jónsson, ib.... 20.00 Þýddar sögur: Anna Farley, Guy Fletcher ................... 8.00 í leyniþjónustu Japana A. Vespa.............. 16.00 Noregur undir oki Nazismans ................. 25.00 Spítalalíf, James Harpole .................... 25.00 Þögul vitni, John Stephen Strange............ 10.00 Tamea, Peter B. Kyne......................... 12.50 í leit að lífshamingju, W. Somerset Maugham .... 10.00 Lífsgleði njóttu, Sigrid Boo ................. 23.00 Horfin sjónarmið, James Hilton ............... 30.00 Shanghai, Vicki Baum ......................... 25.00 Dragonwyck, Anya Seton ....................... 15.00 Vélgæzlumannsstaða hjá rafmagnsveitunni er laus til umsóknar. — Um- sóknum sé skilað fyrir 1. nóvember n. k. . Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Rafmagusvelta Reykjavlkur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.