Tíminn - 16.10.1945, Blaðsíða 4
/
Kau pmanriahaf narbréf
Á slódum íslendinga við Eyrarsund
TlMIM, þriðjuclajíiim lé. obt. 1945
78. blað
Árið 1936 stofnaði íslenzkur prentari, er þýr við Engtoftsvej í
Kaupmannahöfn, Þorfinnur Kristjánsson að nafni, íslenzka
fréttastofu l»ar í borg og nefndi hana „Presseburauet Island“.
Sendi hann dönskum blöðum, ríkisstjórn Dana og ýmsum
stofnunum, sem skipti hafa við íslendinga, fréttatilkynningar
tvisvar í mánuði. Eftir hemám Þjóðverja 1940 varð hann að
láta þessa starfsemi niður falla og sat við það öll stríðsárin. En
í júlímánuði í sumar hóf hann þetta starf að nýju. Heimildir
þær, sem hann byggir þessar fréttatilkynningar sínar aðallega á,
eru íslenzk blöð og opinberar skýrslur. Væri þess vert, að ís-
lenzkir aðilar styddu hann í sjálfboðastarfi sínu og létu honum
ókeypis í tt^blöff og tímarit og önnur gögn, sem honum mætti að
haldi koma. Það væri sú minnsta uppörvun, er við þeima-íslend-
ingar getum veitt honum. — í eftirfarandi íréttabréfi, sem hann
hefir sent Tímanum, lýsir Þorfinnur ýmis konar félagsstarf-
semi íslendinga i Danmörku á stríðsárunum.
Örðugléikarnir á stríðsárunum.
Ekki verður talið annað en ís-
lendingum hér í landi hafi liðið
vel á stríðsárunum. 'Þeir munu
flestir hafa haft vinnu, og aldrei
hefir okkur vantað mat. En það
komu fljótt í ljós vandkvæði á
því að halda uppi reglubundn
um fundum meðal íslendinga,
einkum vegna hernaðará-
standsins. Hættan á loftárásum,
útgöngubann og seinna
skömmtun á ljósi og afli til
strætisvagnanna olli vandræð-
um og heilabrotum, hvað fundi
snerti. Varð stundum að byrja
fundi á hádegi á sunnudögum,
t. d. nýársfagnað og a,ðrar sam-
komur, en stundum kl. 4, enda
urðu menn að hætta stundum
kl. 4, en oftast; þó ekki fyrr en
kli 8.45 Af þessum ástæðum
urðy fundir oft ekki eins vel
sóttir ög'ella hefði orðið. Myrkr-
ið á götum úti og óvissan um
að komast heill á húfi heim,
olli því oft, aðsfólk sótti fundi
illa. Eftir því sem á leið, uxu
líka örðugleikar á því að fá
húsnæði. Þjóðverjar lögðu höml-
ur á húsnæði, 'tóku samkomu-
húsin, svo nærri var ómögulegt
að lokum að fá húsnæði.
íslendingafélagið.
Elzta félag meðal íslendinga
hér og stærsta er íslendingafé-
lagið Félagatala þess á stríðs-
árunum hefir verið hæst um
500. Af þeirri tölu munu um 60
—70 manns vera búsettir í kahp-
stöðum og sveiíúm í Danmörku.
Það, sem olli því að félagar
fengust utanbæjar, voru aðal-
lega fréttir þær af íslandi, sem
félagið sendi þeim ókeypis, en
sendiráð íslands samdi eftir ís-
lenzkum blöðum eða fékk á
annan hátt. Þótt oft liði langt
á milli, voru þessar fregnir að
heiman íslendingum kærkomn-
ar. Annars vár aðalstarfsemi
félagsins vitanlega skemmti-
samkomur, fyrirlestrar og upp-
lestrar. Það var að vísu ekki
mörgum íslenzkum listamönn-
um á að skipa, og var því oft
níðst meira á þeim, er völ var
á, en skyldi. lyieðal þeirra voru
Stefán íslandi, ffú Anna Borg,
Elsa Sigfúss, Haraldur Sigurðs-
soh, frú Dóra, Sigurðsson, Axel
Arnfjörð og frú Mímí Elías, gift
Knudsen. Meðal fyrirlesara voyu
þessir helztir: Jón prófessor
Helgason, Jakob Benediktsson
bókavörður og frú hans (fyrir-
lestur um Grundarkirkju), dr.
Sigfús Blöndal, Guðmundur
prófessor Kamban, Steingrímur
Matthíasson læknir, Gísli Krist-
jánsson landbúnaðarkandidat,
Kristján Albertson dósent, dr.
Magnús Z. Sigurðsson, dr.
Matthías Jónasson og Mattliías
Þórðarson ritstjóri. Auk þess-
ara töluðu líka nokkrir Danir á
fundum félagsins.
Það varð íslendingafélaginu
mikill styrkur á þessum árum,
að ríkisstjórn íslands veitti fé-
laginu fé til starfsemi sinnar,
svo ekki þurfti að hækka ár-
gjöldin, þótt fréttabréfin tækju
mikið af tekjum félagsins. Fé-
lagið veitti þá líka öðrum fé-
lagsskap íslendinga styrk, og
varði meðal annars fé til sund-
kennslu, þótt ekki væri mikið,
því aö Jón Helgason heildsali
kenndi um eitt skeið ókeypis.
Söngfélag íslendinga í Kaup-
mannahöfn.
Söngfélagið mun hafa verið
stofnað árið 1942. Hafði verið
rætt um stofnun söngfélágs einu
sinni í stjórn íslendingafélags-
ins, en að það var stofnað, er
mest að þakka Jóni Helgasyni
heildsala. íslendingafélagið bg
Stúdentafélagið lögðu því fé, svo
að það gæti ráðið söngstjóra og
greitt húsaleigu. Réði það þegar
Axel Arnfjörð píanóleikara
söngstjóra, og hefir hann verið
það síðan. Félagið hefir oft
sungið á fundum íslendingafé-
lagsins og hefir því stundum
verið greitt fyrir það, til þess að
styrkja það fjárhagslega, en
meðlimir söngfélagsins greiða
því iðgjöld. Þannig hefir það
komizt yfir mestu byrjunarörð-
ugleikana. Axel Arnfjörð hefý:
reynzt duglegur söngstjóri og
kórinn syngur orðið prýðilega.
Hann söng einu sinni í útvarpið
dánska, svo vel má vera, að ís-
lendingar heima hafi heyrt það.
í fyrra efndi það til happdrætt-
is og aflaðist vel á því, svo að
það' kemst þolanlega af fyrst
um sinn. Fprmaður þess er nú
Hjörtur Þorsteinsson verkfræö-
ingur^.
Róðrarfélagið Hekla.
Róðrarfélagið Hekla var
stofnað 1942. Hugmyndina að
þeim félagsskap átti Jón Helga-
són heildsali. Hann hefir líka
verið formaður þess frá byrjun
og lífið og sálin í þeim félags-
skap. Það á nú tvo báta og er
allfjölmennt og hklega sá fé-
lagsskapur melfal íslendinga
hér, er ber mestan lífsþrótt í
sér, enda hefir Jón áhugasama
menn á þessu sviði í stjórn með
sér, þá Guðna Guðjónsson cand.
mag., Berg Jpnsson járnsmið,
Agnar Tryggvasön forstjóra og
Hjört Þorsteinsson verkfræðJ
ing. Vinnur félagið nú af kappi
að því að koma upp nausti fyrir
báta sína, og mundi ekki hafa
á móti því, að íslendingar
heima, sem áhuga hafa á róðr-
aríþrótt, hugsuðu til félags-
ins, ef þeir hefðu peninga af-
lögum. Þessir menn hafa unnið
svo vel* á þessu sviði, að þeir
ættu skilið, að hugsað væri til
þeirra í peningum frá íslandi.
Að svo hefir náðzt langt, sem
raun er á, er dugnaði félags-
manna að þakka. Hafa verið
haldnar skemmtanir, er gáfu
vel af sér.
Félag íslenzkra stúdenta
í Kaupmannahöfn.
Félag íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn hefir á stríðs-
árunum átt við sömu örðugleika
að etja og íslendingafélagið, en
fundi hefir það þó ávallt haldið,
þó færri en fyrir stríðið, og
Þorrablótið varð það að hætta
við. Það hefir seinustu árin
haldið hér íslendingafundi, er
það nefndi „kvöldvökur“. Var
þar aðallega lesið upp úr ritum,
fornum eða nýjum, einkum sög-
um og tímaritum, er komu að
heiman. Þeir, sem aðallega báru
þgtta starf á herðum sér, voru
þeir Jón prófessor Helgason og
Jakob Benediktsson bókavörður.
Varð þetta vinsæl kvöldskemmt-
un, og oft var þar um og yfir 100
manns 4 kvöldi. Upp á síðkastið
var sameiginleg kaffidrykkja á
undan eða eftir uþplestrinum
eða fyrirlestrinum. Kvöldvökur
þessar voru oft bæði skemmti-
legar og fróðlegar. Hér komu
bæði ungir og gamlir og stund-
um fólk, sem maður hvergi hafði
séð annars staðar. Oft stafaði
birta af þeim í öllu hversdags-
myrkrinu.
Minningartaflan á bústað'
Jóns Sigurðssonar.
Loksins er komin minningar-
tafla á hús það hér í Höfn, er
Jón Sigurðsson forseti bjóílengst
veru sinnar #hér. Fyrir 10—15
árum kom fram tillaga um það,
að Alþingi léti setja minning-
artöflu á húsið, svo að íslend-
ingar, sem hingað kæmu, gætu
séð hvar „sómi íslands, sverð
þess og skjöldur" bjó. Nú gaf
Jón Helgason heildsaii Félagi
íslen^kra stúdenta minningar-
töfluna. Skyldi það svo láta
setja hana á húsið. Þetta gerðist
17. júní í ár, að viðstöddum 70
til 80 íslendingum. Nú geta ís-
lendingar, sem hingað koma,
fundið húsið, sem merkast er í
sögu íslendinga í Danmörku.
Bók um íslendinga
í Danmörku.
Árið 1939 var Georg heitinn
Ólafsson bankastjóri hér á ferð.
Fór hann þess á leit við höfund
þessa bréfs, að hann geríft til-
raun til þess að safna æviatrið-
um íslendinga hér^ í DanmÖrku,
eins konar áframhaldi af bók
Jóns biskups. Lofaði ég að at-
Réttleysi
atvinnurékenda
Ríkisútvarpið flutti nýlega þær
fréttir, að vérkamannafélag í
Hafnarfirði hafi gert samþykkt
um hið nýja fyrirkomulag eða
tilhögun á kjötsölunni, og telur
það „eftir .atvikum viðunandi
sem bráðabirgðalausn.“
Ekki virðist fögnuðurinn mik-
ill og samþykktin hál og afslepp,
en greinilegur vilji til synda-
kvittunar. Enda munu laun-
þegarnir þeir einu, sem hugsan-
legt er að fáist til að rétta upp
fingurna til þannig lofgjörðar.
Ekki gera framleiðendur það.
Og enn sí^ður sjálfstæðir at-
vinnurekendur, hvort sem þeir
búa í höfuðborginni, eða úti á
landsbyggðinni.
Þetta eru einstök lög og rauna-
leg. Og þau eru líkleg til þess
að verða óvinsælli en öll önnur
lög, sem«hér hafa verið sett í
seinni tíð. Og það ber til, að þau
skapa mönnum m^sjafnan rétt
eftir því, hvað þear starfa. Ef
menn hafa sjálfstæöan rekstur
■mecS þrem eða fleiri í sinni þjón-
„Drottnirigin” kemur
í næsta. mánuði
/1 /
Erlendi Péturssyni, umboðs-
manni Sameinaða .gufuskipa-
félagsins barst .nýlega skeyti
um að Dronning Alexándrine
muni geta hafið ferðir hingað
í byrjun næsta mánaðar. Áður
hafði verið búizt við að viðgerð
skipsins yrði ekki lokið fyrr en
um áramót. Skipið fer frá Höfn
7. nóv.
ustu, skal hvert kíló af kjöti,
sem þeir eða þeirra. fjölskylda
borðar, vera kr. 4,35 dýrara en
þess, sem tekur laun ,sín hjá
öðrum. Alveg sama þótt sjálf-
stæði atvinnurekandinn hafi
miklu minni tekjur en launþeg-
inn. * v
Það er ótrúlegt, að nokkur
^íkisstjórn skuli gefa út þann-
ig lög. Og þó er þetta staðreynd.
Það.er enn ótrúlegra, að full-
trúar þess flokks, sem sérstak-
lega telur sig málsvara einka-
framtaks og frjálsrar starfsemi,
sjculi bera aðalábyrgðina á þann
ig lögum. Samt gerist þetta.
, Aldrei f-yrr hefir frjálsu fram-
taki hér á landi verið sýnd slík
óýirðing.
Og ena-er eitt: HvaÖan kemur
stjórninni vald til þess að gera
svo upp á milli þegna þjóðfé-
lagsins? Er það samkyæmt
stjórnarskránni, að granninn
verði að greiða 67^> meira fyrir
hvert kíló af kjöti en launþeg-
inn í næsta húsi? Ef þetta er
sæihilegt samkvæmt þeim lög-
um, sem nú gilda, er fullkomin
ástæða til þess að hafa ströng
ákVæði í nýju 'stjórnskipunar-
lögunum, sem fyrirbyggja svona
vitleysu.
Einu sinni þótti viturlegt á-
kvæði, að allir skyldu vera jafn-
ir fyrir lögunum. Nú er þetta
úrelt þing.
Vér höfum orðið þátttakendur
í nýrri „nýsköpun.“
x x
huga málið. Svo kom ófriðurinn,
og engum skeytum varð komið
til íslands. Barst svo fregnin
um andlát Georgs, og þótti þá
líklegt, að þessu máli væri lok-
ið. En í fyrra vetur fóru nokkrir
íslendingar héí: í Höfn þess á
leit við mig, að ég gerði þessa
tilraun. Sendi ég þá bréf til ís-
lendinga hér á landi, þar sem
ég bað um naúðsynlega'r upp-
lýsingar og mynd af viðkom-
anda. Hefir mér gengið seint að
fá svörin. Munu vera komin um
100, en ættu að minnsta kosti að
vera 500. Þetta á því enn langt
í land. , i
Þorfinnur Kristjánsson. ✓ >
Nýr bæjarfógeti
A ríkisráðsfundi 8. þ. m. veitti
forseti íslands Gunnari Axel
Pálssyni, bæjarf'ógetaembættið
í Neskaupstað ~frá 1. nóv.' að
tplja®— Guímar A. Pálsson hefir '
verið fulltrúi borgarfógeta.
Auk Gunnars sóttu um em-
bættið þeir Bárður Jakobsson
lögfræðingur, Friðjón Sigurðs-
son 'lögfr. Reykjavík, Kristján
Jónsson fulltrúi bæjarfógeta á
ísafirði, Sigurður J. Guðjónsson
hdl. Reykjavík, Þórhallur Páls-
son fulltrúi borgarfógeta og
Þorvarður K. Þorsteinsson lögfr.
Reykjavík.
og Möllerup kafiteinn. í öðrum
Carl Wedelsborg barón, flokks-
stjóri í lífverðinum, og Bruun
kaupmaður. í þriðja klefanum
var yfirmaðúr úr hernum, sem
við vissum ekki hvað hét, því
miður var hann settur í klefa
með Schalburgmanni, sem var
settur okkur til höfuðs.
Við hræddumsí hvorki
spifengjur né pyndingar, en við
kviðum því, að einhver léti und-
an og segði Þjóðverjum allan
sannleikann.
Einn vina minna sagði mér
hvað á dagana hefði drifið. Ef
við gáfum þýzka varðmanninum
sígarettu, heyrði hann ekki það,
sem við sögðum. 33 Gestapo-
menn þöfðu komið á heimili
hans. Konuna lokuðu þeir inni
í sérherbergi, en yfirheyrðu
manninn í stofunni. Einkábarn
þeirra hjóna 6 mánaða gamalt
létu þeir liggja í vöggu við hlið
mannsins og sveifluðu viðstöðu-
laust hundasvipu yfir (íöfði þess.
„Ég get skilið“ sagði vinur minn,
„að maður geti beitt hörku við
mann, en þessa aðferð §kil ég
ekki.“ Maðurinn, sem sveiflað
hafði hundasvipunni -yfir höfði
barnsins var á verði á gangin-
um qkkar. Þegar Bandamenn
komu til átthaga hans, fékk
hann taugaáfall, honum hafði
orðið á að hugsa til konu og
barna. Svona fór fyrir þeim öll-
um; þegar stríðið nálgaðist
heimili þeirra varð ekkert úr
þeim. Við gátum mútað þeim
með sígarettum, ég kom buff-
bita inn til Hammerich. Það
kostaði eina sígarettu. Með ýms-
um ráðum hresstum við þá, sem
höfðu verið pyndaðir. Fyrir fá-
um dögum heimsótti einn vina
minna mig, honum hafði verið
misþyrmt svo hann gat varla
setið enn.
1------------------------------
Atburðirnir hinn 21. marz.
Ég man hvert smáatriði. Við
höfðpm búizt viö árásinni 'síðan
við fréttum um árásina á aðal-
bækistöðvar Gestapó í Árósum.
Við vissum, að nú var um líf eða
dauða aÚ’ tefla. Fyrstu sprengj-
urnar hittu okkar álmu og við
rönkuðum við okkur niðri á 6.
hæð, bæði þakið og loftið yfir 6.
hæð var horfið. Við lágum á
gólfinu með múrsteinabrot og
fleira ofan á- okkur. Til allrar
hamingju gátum við rótað frá
okkur. Það ’blæddi úr okkur hér
og þar, annars vorum við al-
heilir. Rétt hjá sáum við
sprengjugötin niðri 4 djúpinu.
Þar voru félagar okkar horfnir.
Möllerup kapteinn og‘Hamme-
rich aðmíráll voru horfnir,
sömuleiðis hermaðurinn og
Scalburgdelinn. Við vorum fjórir
eftir: Wedellsborg, Kornerup
Prior, Brun og ég. Það var stund
sem ég Áleymi aldrei, þegar óg
lá þakjtnn múrsteinabrotum og
horfði upp í himininn. í stað
þaksins sá ég bláan marzhimin-
inn og brot úr sekúndu sá 'ég
flugvél flugforingjans baðaða í
sólargeislum. Mér fannst hún
vera búin til úr perlumóður; svo
hvarf hún með miklum hraða.
Það var farið að brenna í
kringum okkur og þegar við lit-
um niður á götuna sáum við
menn hlaupa þar fram og aftur,
þeir kölluðu til okkar á þýzku
að við skyldum flýta okkur, ef
við vildum komast lífs af. Þeir
höfðu ekki hugmynd um að við
værum daíiskir, héldu augsýni-
lega 1 að við værum þýzkir lög-
regluþjónar.
í einu horninu fundum við
skáp með tveimur þýzkum belt-
um. Wedellsborg bkrón fór að
öllu rólega. Hahn festi beltin í
stálgluggann og sveiflaði sér
svo ofan á 5. hæð, þar stóð hanri
og tók.á móti okkur hinum, eftir
því sem við lásum okkur niður
eftir beltunum. Á 5. hæð vorum
við þrír saman, hvernig Bruun
slapp lifandi til jarðar ef mér
ekki fullkomlega ljó'st.
Glæfrastökk 'út úr brennandi
byggingu.
Þegar við vorum komnir ofan
á 5. hæð, læstu logarnir sig
kringum okkur meðan við héng-
um utan á veggnum. Við feng-
um' brunasár á hælana. Við urð-
um að velja á milli að brenna
inni eða stökkva út frá 5. hæð.
Niðri á götunni var komið fyrir
furugreinum, þar sem búizt var
við, að við.riiyndum lenda. Allt
þetta tók aðeins fáar mínútur.
Okkur koin saman' um að
stökkva. Wedellsborg sagði, að
við skyldum spyrna okkur vel
frá veggnum og reyna að koma
niður á hælana.
Við tókum eins stórar sveifl-
ur á okkur eins og við gátum
Poul Sörensen bjóðþingsmaöur í skrifstofu flokks síns,’eftir að hann var far-
inn að hressast. — Neðan undir: Sheilhúsið skömmu eftir árásina, þegar
eldurinn hafði eytt því að nokkru leyti. — Til vínstri: Hús danska verka-
mannasambandsins f björtu báli. — Milli húsanna sést kolsvartur gígur eftir
sprengju. — Fangarnir voru hafðir í þakhæð Shellhússins, sem tættist að
miklu Ieyti sundur í árásinni.
og létum okkur svo detta. Þegar
ég kom til jarðar varð mér óg-
urlega illa við, það var eins og
líkaminn tæmdist að lofti; ég
var örlitla stund dofinn, en ekki
meðvitundarlaus. Við, höfðum
allir ráð og rænu, en yið stund-
um af kvölum, ekki sízt þegar
þrír Hipomenn komu, tóku un£-
ir hendur okkar og ’fætur og
báru okkur á brott. Það er- ekki
notalegt að láta toga í brotna
limi, en okkur var borgið frá
eldinum.
Stallbræð.ur mínir tóku þessu
eins og hetjur, þeir kveinkuöu
sé rekki hið minnsta. Við Bruun,
sem komumst lífs af,‘ minnumst
Kornerup Prior og Wedellsborg
með aðdáun og virðingu. Þeir
voru sannir menn, þegar um líf
ega dauða var að tefla.
Dæmafá harffýðgi.
Við Wedellsborg vorum fyrst
látnir í samverjaskúr í Kamp-
mannsgötu, þar var aðeins einn
samverji og hann gaf okkur
sprautu. , Það1 lagaði úr okkur
-blóðið sökum innvortis sára.
Lengi lágum við á gólfinu, svo
kom þýzkur sjúkrabíll og sótti
okkur, hann fór með okkur út’ í
hermannasjúkrahúsið á Ný-
landsvegi. Við vorum lagðir á
börur úti í g^ngi, en ekkert var
gert fyrir okkur. Þar vorum við
til klukkan 19 (árásin var gerð
fyrir hádegi), þá var okkur ekið
inn í stóra stofu, þar voru 20
Hipomenn fyrir, þeir höfðu
særst í orrustu við danska frels-
isliða. Aldrei hefi ég fyrirhitt
aðrar eins bullur. Við lágum
þrjá metra frá vatnskrana, og
báðum einn þeirra, sem var á
fótum, að gefa okkur vatn, hann
neitaði því og við fengum ekkert
að drekka fyrr en klukkan 21,
þegar vökukonan kom.
Við reyndum að tala við Þjóð- #
verjana, það var erfitt, sótthit-
inn ætlaði að gera út af við
okkur. Þjóðverjar íofuðu að
senda eftir ættingjum okkar, en
þeir efndu aldrei það loforð. Við
fengum enga kvalasefandi-
sprautu og þýzku læknarnir litu
ekki á sár okkar.
'Eins og ég sagði áðan, gaf
vökukonan okkur eitt vatnsglas'
annað fengum við ekki. Klukk-
an 23,30 komu þýzkir hermenn
og skipuðu okkur að rísa á fæt-
ur og standa beinir. Hipomenn-
irnir komu þeim í. skilning um,
að viö gæturri ekki staðið. Þjóð-
verjarnir tóku þá uridir hendur
ofkar og drógu okkur út í bíl.
Við fundum ógurlega til, en
misstum þó ekki meðvitundina.
Okkur var ekið í Vestur-fangels-
ið og lagðir á tvo trébekki í sama
klefa. Við gátum auðvitað ekki
sofið fyrir kvölum, og báðir voru
með háan hita. Síðari hluta
næsta dag kom ungur þýzkur
læknir, Neubert að nafni, og
skoðaði okkur í tvær mínútur.
Hann þrýsti á brjóstið á mér,
sfo að blóðið mnn upp úr mér.
Hann dró ekki .dulur á, að á-
stæðulaust væri að gera nokkuð
fyrir okkur. Vörði\rinn spurði,
hvort viðVildum gera arfleiðslu-
skrá og j átuðum Við íþví í von
um, að fá að sjá ástvini okkar.
Engiþn kom, enda var aldrei
gert boð eftir skyldmennum
okkar. Dr. Neubert hélt, að við
_ jrærum búnir að vera. Tveir
dapskir fangar, sem dæmdir
höfðu Verið til dauða eri náð-
aðir síðar, grirðu það, sem þeir
gátu til þess að halda í okkur
lífinu. Þeir gáfu okkur mjólk
að drekka. Við gátum ekki borö-'
að. Við þoldum ekki að láta þvo
okkur, við fundum afskaplega
til/ef snert var við okkur. Svona