Tíminn - 16.10.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.10.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem vilja kyruia sér þjoðfélagsmál, innlend og útLei}d, fmrfa að Lesa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka timaritið um þjóðfélagsmál 16. OKT. 1945 78. blað ? MMLL TÍIBIAWS^ 11. október, fimmtudagur: Samkomulag í Kína. Kína: Birt var samkomulag, er náðst hafði milli Chungking- stjórnarinnar og kommúnista.. Stjórnmálaflokkum verður veitt fullt starfsfrelsi. Kommúnistar minnka her sinn um meira en lielming. Japan: Nýja Japansstjórnin birti fyrirmæli um stjórnarhætti landsins, er hún hafði fengið frá Bandamönnum. Komið verður á lýðræðisstjórnarfari eftir því, sem frekast er unnt, almennum kosningum, prentfrelsi o. s. frv. — Tilkynnt, að setulið Banda- ríkjamanna í Japan myndi ekki verða yfir 60 þús. manns innan skamms. # Argentína: Peron fyrrv. vara- forseti og einræðisherra lýsti yf- ir því, að hann myndi verða frambjóðandi í næstu forseta- kosningum. Okinawa: Skýrt var frá, að ægilegur fellibylur hefði gengið yfir eyna og valdið þar gífur- legum skemmdum. 12. október, föstudagur: Róstur í Indó-Kína. Indó-Kína: Þjóðernissinnar efnt til aukinna óeirða, enda hafa samkomulagsumleitanir milli þeirra og Prakka farið út um þúfur. Einn liðsforingi Bandamanna hefir fallið í ó- eirðunum. Bandamenn hóta þjóðernissinnum hörðu, ef þeir hætta ekki óeirðunum. Kína: Tilkynnt að Japanir hefðu mjög breitt út notkun ó- piums í Kína og væru þar nú um 12 milj. ópiumneytenda. Java: Þjóðernissinnar hafa vígbúizt af kappi og ráða nú yfir mestum hluta eyjarinnar. Bretland: Hafnarverkföllin þar breiddust’ út. 13. október, laugardagur: Kvisling dauða- dæmdur. Noregur: Hæstiréttur staðfesti dauðadóminn yfir Kvisling. Verjandi hans hefir sótt um náðun til Hákonar konungs. Java: Þjóðernissinnar þar hafa sagt Hollendingum stríði á hendur. Palestina: Róstur aukast þar stöðugt og ber mest á skemmd- arverkaflokki Gyðinga. Bretar hafa hótað hörðu, ef skemmd- arverkastarfseminni verði hald- ið áfram. Bretland: Hermenn unnu víða að uppskipun vegna hafnar- verkfallsins-." Frakkland: Verjandi La/als sótti um náðun fyrir hann. Sprenging verður að bana Sjómannaskól- inn nýi vígður Síðastl. laugardag fór fram vígsluathöfn hins nýja Sjó- mannaskólahúss, um leið og stýrimanna- og vélstjóra- skólarnir voru settir þar í fyrsta sinn. Kennsla verður hafin í húsinu nú þegar, þó enn sé ekki að fullu lokið við innréttingu á öllu húsinu. ‘ Vígsluathöfnin fór fram í til- raunasal vélstjóraskólans, því smíði hátiðasals skólans er ekki enn að fullu lokið. Viðstaddir voru forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, kennarar og nemendur Stýrimannaskólans og Vélstjóraskólans og ýmsir gestir, er sérstaklega hafði ver- ið boðið í tilefni þessa. Meðal þeirra voru fimm af fyrstu nem- endum Stýrimannaskólans. Fyrstur tók til máls Friðrik Ólafsson skólastjóri Stýri- mannaskólans, þá söng karla- kórinn Fóstbræður undir stjórn Jóns Halldórssonar, „íslands hrafnistumenn“. Þá töluðu Emil Jónsson samgöngumálaráð- herra, Bjarni Benediktsson borgarstjóri, Kjartan Thors út- gerðarmaður, Ásgeir Sigurðsson skipstjórúog Sigurjón Á. Ólafs- son, formaður. Sjómannafélags Reykjavíkur. Því næst söng Karlakórinn Fóstbræður undír stjórn Jóns Halldórsson „ísland ögrum skorið“ og var þar með lokið hinni eiginlegu vígsluat- höfn nýja skólahússins. Þessu næst fór fram setning Stýrimannaskólans og hélt Frið- rik Ólafsson skólastjóri setning- arræðu. í vetur stunda nám í skólanum 120 nemendur og eru 75 þeirra nýjir nemenc|ur. Þegar setningu Stýrimannaskólans var lokið, setti M. E. Jessen skóla- stjóri vélstjóraskólann, en að því loknu dreifðust gestir um hina miklu og veglegu byggingu og skoðuðu hana. Eins og áður er sagt, vantar mikið á að byggingin sé fullgerð og verða nú aðeins teknar til afnota 18 kennslustofur og vinnustofur fyrir Stýrimanna- skólann, vélstjóraskólann og loftskeytamannaskólans. manm Það hörmulega slys vildi til ' aíðastl. laugardag um borð 1 : línuveiðaranum Elsu, að spreng- j ing í vélarrúmi skipsins varð ; Ágústi Sigtryggssyni vélstjóra, Efstasundi 38, Rvík, að bana. I Skipið hafði lagt af stað á veiðar frá Hafnarfirði kl. 11 á laugardagsmorguninn og var statt um 5 sjómílur SA af Garð skaga, er sprengingin varð kl. um 5. Þá voru staddir i vélarrúmi þeir Ágúst Sigtryggsson og Lúð- vík Björnssonv,Við sprenginguna beið Ágúst þegar bana, en Lúð- vík komst upp úr vélarrúminu stórslasaður. Eftir sprenginguna yfirgáfu skipverjar þegar skipið um stund og létu fyrirberast i björgunar bát, en þegar séð varð, að ekki myndu verða fleiri sprengingar, fóru þeir aftur um borð og var skipið svo dregið til Hafnarfjarð ar af botnvörpungnum Júní. Þegar þangað kom var Lúðvík tafarlaust fluttur á sjúkrahús, en hann brendist mikið á andliti og á útlimum. Honum líður nú vel eftir atvikum. Ágúst heitinn Sigtryggsson lætur eftir sig konu og fjögur börn, af þeim eru þrjú innan við fermingaraldur. — Þetta var fyrsta ferð hans á þessu skipi. V erzlunarjöf nuðu r inn Fyrstu níu mánuði ársins, jan.—septy, hefir innflutning- urinn til landsins numið 217.0 milj. kr., en útflntningurinn 216.1 milj. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 183 milj. kr. og útflutningurinn 176.9 milj. Frá stéttasamb. bænda (Framhald af 1. síðu) ásamt lögum Stéttarsambands ins. Þá samdi stjórnin bréf um þessi mál, sem hefir verið sent formönnum allra búnaðarfélaga á landinu. Þá hefir stjórn Stéttarsam- bandsins snúið sér til Búnaðar- félags íslands með tilm^lum um, að eftir að hin fyrirhugaða stækkun Freys hefir farið fram, — væntanlega um næstu ára mót, — fái Stéttarsamband bænda rúm í blaðinu. Er það þá tilætlunin, að þar birtist greinar um áhugamál Stéttar- sambandsins, félagsmál bænda og almenn félagsmál. Ennfrem- ur skýrslur um verðlag á inn- lendum framleiðsluvörum og kaúpgjaldi, svo og tilsvarandi opinbert verðlag og kaupgjald í grannlöndunum. Athyglisverðar npplýsingar Bygging luxushúsa stöðvar nauðsynlegar íbúðabyggingar í Reykjavík eru nú í smíðum rúmar 60 íbúðir, sem eru frá 6— 10 herbergi hver, auk eldhúss. Hefði byggingarefni og vinnuafl fyrst og fremst verið notað til að koma upp nauðsynlegustu íbúð- um, hefði alltaf verið hægt að bæta við 180—200 íbúðum í stað þessara 60. Meðan þannig er unnið í byggingamálunum, með fullu samþykki ríkisvaldsins, er ekki von «að vel gangi að koma fólki úr braggaíbúðunum og bæta úr sárustu húsnæðisvandræð- unum. Þá eru mörg skrifstofu- og verzlunarhús í smíðum og mikið hefir verið byggt af dýrum sum- arbústöðum o. s. frv. Hefði fram- takinu eingöngu verið beint að nauðsynlegustu íbúðabygging- um, er sennilega ekki ofmikið sagt, að 400—500 íbúðir fleiri gætu nú verið í smíðum hér í bænum eða um 1150—1250 í stað 750. Það er ekki furða, þótt flokk- arnir, sem bera ábyrgð á því, að um 400—500 íbúðum færra er nú í smíðum í bænum en gæti verið, keppist nú um það í bæjarstjórninni að lofa sínu bezta til að bæta úr hinum ægi- legu húsnæðisvandræðum! En vitanlega var það hlutverk ríkis- stjórnarinnar að setja reglur £il tryggingar því, að byggingar- framtakinu yrði eingungu beint að því að koma upp nauðsyn- legustu íbúðabyggingum meðan verið væri að bæta úr versta húsnæðisskortinum og aðrar byggiiigar væru látnar mæta af- gangi, unz því marki væri náð. Þetta gerði stjórnin ekki og virð- ast allir stjórnarflokkarnir sam- ábyrgir um það, því að enginn þeirra mun hafa hreyft þessu máli þar. Ofannefndar upplýsingar um tölu stóribúða, sem eru í smíð- um, eru teknar úr skýrslu bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík. Samkvæmt henni eru nú 728 íbúðir með 2592 herbergjum í smíðum og skiptast þær þannig eftir herbergjatölu: Verða bændur sviknir? (Framhald af 1. síðu) Verði hækkun á kaupgjaldi á tímabilinu 15. sept. 1944 til 15. sept. 1945, sem áhrif hefir á vísitölu landbúnaðarafurða eða vinnslu og sölukostnað þeirra samkvæmt útreikningi hagstof- unnar, skal verðlagið hækkað í samræmi við það. Breytingar þessar skal hagstofan reikna út fyrir lok tímabilsins, og skulu þær teknar til greina, þegar verðlagið er gert upp.“ Það er vitað, að á tímabili því, sem um ræðir í tölulið þeim, sem tilfærður er hér að ofan, hefir vísitala landbúnaðarafurða hækkað úr 109,4 í 120, eða 9,7%, og er víst, að töluvert af þeirri hækkun á samkvæmt greininni að koma fram í hækk- uðu verði á landbúnaðarafurð- um, sem seldar voru á umræddu tímabili. Auk þess hefir kostn- aður við vinnslu og dreifing var- anna hækkað, en sá kostnaður kemur ekki fram í landbúnaðar- afurðavísitölunni, og má þar benda á aukinn kostnað við dreifingu mjólkur o. fl. Verð á kindakjöti hefir nú verið gert upp við framleiðendur víðast hvar fyrir nefnt tímabil, og verð mjólkurinnar að nokkru leyti, og hefir hvergi verið tekið tillit til þeirrar verðhækkunar, er leiðir af þessari grein. Eftdr henni áttu uppbætur eða niður- greiðsla ríkisins að hækka sem næmi hinum aukna tilkostnaði, og var hagstofunni falið að reikna út, hve miklu það næmi, en sá útreikningur mun ekki liggja fyrir enn.“ 1 herbergi og eldhús, samtals 10 íbúðir, 2 herbergi og eldhús 226 íbúðir, 3 herbergi og eldhús, 195 ibúðír, 4 herbergi og eldhús, 197 íbúðir, 5 herbergi og eld- hús, 69 íbúðir, 6 herbergi og eld- hús, 33 íbúðir, 7 herbergi og eldhús, 18 íbúðir, 8 herbergi og eldhús, 3 íbúðir, 9 herbergi og eldþús, 3 íbúðir og 10 herbergi og eldhús 4 íbúðir. Af þessum 758 íbúðum eru 618 á hæðum, en 140 í kjöllurum. Auk þessa eru í smíðum 33 ein stök herbergi á hæðum, 76 á þakhæðum og 50 í kjölllurunum, samtals 156 herbergi. Þá eru enn 84 íbúðir, sem ákveðið hefir verið að byggja, en ekki hefir verið hafist fram kvæmda við ennþá. Skiptast þær þannig eftir stærð: 19 með 2 herb.^og eldh., 19 með 3 herb. og eldh., 31 með 4 herb og eldh., 2 með 7 herbergjum og eldhúsi og 1 með 8 herbergjum og eld- húsi. Af þessum íbúðum eru 57 á hæðum, en 27 í kjöllurum. Auk íbúðanna sjálfra eru í þessum húsum 43 einstök her- bergi, 17 á hæðum, 17 í þak- hæðum og 9 í kjöllurum. Þær upplýsingar, sem hér liggja fyrir, ættu vissulega að nægja til þess, að ekki yrði leng- ur dregið að stöðva byggingu stóríbúða, skrifstofuhalla og zTumarbústaða meðan verið væri að koma upp naúðsynlegustu íbúðum til að bæta úr mestu húsnæðisskortinum. Hitt væri aftur að bæta gráu ofan á svart að ætla að minnka byggingar efnisinnflutning til annarra staða en Reykjavíkur, svo að luxusbyggingarnar gætu haldið áfram hér, en þá tillögu gerðu kommúnistar í sumar og undir hana virðist nú hafa verið tekið af íhaldsmönnum í bæjarstjórn Reykjavíkur. Crtvegið sem flesttr ykk&r einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. BúnaðarLögin (Framhald af 1. síðu) upphafleg rök Péturs og Jóns höfðu þannig verið gerð að engu, komu fram þau atriði í ræðum beggja, sem skýrðu til fullnustu tildrög og tilgang lag anna. Þeir játuðu báðir, að verðlagsmálin væru ^vo mikil- væg og skiptu svo m’iklu máli fyrir stjórnina, að hún hefði orðið að hafa taumhald á þeim, en það hefði stjórnin misst, ef verðlagsvaldið hefði verið falið bændasamtökunum, þvf að stjórnarandstæðingar héfðu þá vel getað náð þeim í hendur sínar. Jafnframt héldu þeir því fram, að vegna fjárhagsafkomu ríkissjóðs hefði ekki mátt á- kveða afurðaverðið hærra en gert hefði verið. Andmælendur laganna sýndu fram á, að þessar játningar Pét urs og Jóns væri kjarni máls- ins. Með þeim væri það bezt viðurkennt, að valdið væri ekki í höndum bænda, heldur nefnd ar, sem stjórnin réði yfir. Stjórn- in hafi talið sig þurfa að ráða sjá'lf þessum málum og þess vegna hefði hún farið þessa leið. Það væri aðeins notað til yfirskyns að hafa bændur í Búnaðarráðinu, enda væri það þannig skipað, að menn, sem stjórnin réði yfir, væru þar í meirihluta, þótt í því væru líka nokkrir öruggustu fulltrúar bændastéttarinnar. Þess vegna hefðu menn eins og Jón Árna- son og Helgi Bergs ekki fengið (jatnla Síó KVEMA- GILLIÐ (Girl Crazy). Amerísk söngvamynd. Músik: George Gerswin. Mickey Rooney, Jude Gariand. Tommy Dorsey og hljómsveitt. Sýning kl. 5—7—9. Aðeins iilviljuii (En lille tilfæidighed) Dönsk gamanmynd. Ib Schönberg Chr. Arhoff Sýnd kl. 5 og 7 thjja Bít MR SKEFFING- TON. Aðalhlutverk: Bette Davis, Claude Rains. Sýningar kl. 6 og 9. Víkiiigasvettm „Gung' Ho“ Spermandi mynd um hreysti og hetjudáðir. Aðalhlutverk: Randolph Scott Noah Beery Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 5 og 7 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sýnir gamanleikiim GIFT EÐA ÓGIFT' eftir J. B. Priestley annaff kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag frá kl. 4—7 og á morgun frá kl. 2. Sími 3191. Ú R B Æ N U Söfnunin til bágstaddra íslendinga á meginlandi Evrópu gengur illa og er skömm til þess að vita. Alls hefir ekki 'safnazt nema kr. 4962,55 og eru gefendurnir þessir: Harald Wendel 20ÖJI0. N. N. 100,00. S.G.B. Gosi 1000,00. N.N. 5500,00. P.E. 100,00. Gísli Guð- mundsson 300,00. Th. Siemsen 1000,00. Hannibal Sigurðsson 300,00. Þórarinn Stefánsson 150,00. Tómas Tómasson 200,00. N.N. 150,00. S. Þ. 50,00. J. G. 25,00. Tekjur af íslendingamóti 517,55. Skóari 50,00. — Afgreiðsla Tímans tek- ur á móti fjárgjöfum til bágstaddra íslendinga. fþróttakvikmynd. í kvöld og annað kvöld verða sýndar. nýstárlegar íþróttamyndir í Gamla Bíó. Það eru þeir bræðurnir Valur og Sigurður Norðdal, sejp. halda þessar kvikmyndasýningar, Sigurður sýnir myndirnar, en Valur skemmtir á milli þeirra. Myndirnar eru aðallega hnefa- leikamyndir og eru þar sýndir margir frægustu hnefaleikar, sem fariö hafa fram 1 Bandaríkjunum. Þarna eru t. d. sýndir leikir milli tveggja frægustu hnefaleikmanna heimsins, þeirra Joe Louis og Schmeling. Auk hnefaleika- myndanna verða sýndar skemmtileg- ar sund- og dýfingamyndir og myndir af frjálsíþróttum. Á næstunni verða þessar myndir sýndar úti um land m. a. í Hafnarfiröi, Akranesi, Seifossi og Keflavík. Síðar veröa myndirnar sýndar víðar um landið. Grænmetis- og síldarsýning var haldin á vegum Húsmæðrakenn- araskóla íslands í húsakynnum Há- . skólans um seinustu helgi. A sýning- ; unni var margt athyglisvert að sjá um i meðferð og geymslu grænmetisrétta. Á sýningunni var t. d. kartöflusmjör, gervirjómi, heimatilbúið kartöflumjöl, fjallagrasakökur. Tilgangurinn með sýningunni er að kynna almenningi starf Húsmæð'rakennaraskóla íslands. Skólinn starfaði á Laugarvatni s. 1. sumar og fengust námsmeyjar þar all- mikið við garðrækt og hafa þær því ræktað sjálfar grænmetið á sýning- j Ný fiskbúff | va^ opnuð síðastl. fö^tudag á Lauga- j vegi 27. Verzlunin mún hafa á boð- i stólum alls konar fiskmeti og bráðlega j verða þar á boðstólum heitir fiskrétt- ir. Þessi nýja verzlun gengur undir nafninu Sæbjörg og er hin snyrti- legasta og ber vott um hreinlæti. Eig- endur eru þeir Björgvin Jónsson og Óskar Jóhannsson, sem báðir hafa unnið hjá Jóni og Steingrimi í um , 10 ár. I ' Eldur I Laugavegs Apoteki. | Síðastl. sunnudagskvöld kviknaði í Laugavegs Apóteki. Hafði komið upp eldur 1 vinnuborðum í miðjum af- greiðslusal Apóteksins. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu allmiklar á innréttingu í afgreiðslusalnum. Valdimar Björnsson, sjóliffsforingi er kominn aftur til íslands. Mun hann dvelja hér þangað til hann tek- ur við störfum sínum í Noregi og gegna sömu störfum og áður, þ. e. vera blaðafulltrúi Bandaríkjahersins. nema örfá atkvæði, þegar kosið var í verðlagsnefndina, en menn eins og Stefán í Fagraskógi og Sveinn á Egilsstöðum náð kosn- ingu. Andmælendur laganna sögð- ust vel geta viðurkennt, að stjórninni hefði verið mikill vandi á höndum, vegna vaxandi dýrtíðar, sem hlotizt hefði af fjármálastefnu hennar. En það væri ólög og ójafnaður af verstu tegund að ætla að leysa þennan vanda með því að taka bænda- stéttina eina út úr, svipta hana öllu valdi til að ráða nokkuru um launakjör sín og gera hlut hennar miklu lakari en ann- arra sambærilegra stétta. Dýr- tðarmálið ætti að leysa með hlutfallslega jöfnu framlagi allra. Bændastéttin myndi stétta fúsust að taka þátt í slíkri lausn. Hitt væri níðingsskapur að ætla að leysa þessi mál, enda þótt til bráðabirgða sé, á kostn- að einnar stéttar. Slíkt títng- læti mætti ekki viðgangast og bændastéttin yrði að sýna, að hún þyldi það ekki. Andmælendur laganna sýndu ennfremur fram á, að bændurn- ir hefðu sízt allra unnið til þess að vera beittir slíkum þrælatök- um." Þeir hefðu jafnan verið hófsamastir í kröfum sínum og þeir einir hefðu reynt að ganga á undan með gott ford^mi, er þeir veittu eftirgjöfina í fyrra. Vitanlegt hefði líka verið aí á- kvörðunum fjölmargra bænda- funda í vor og sumar, að bænd- ur ætluðu enn að stilla kröfum sínum í hóf eða æskja sex- mannanefndarverðsins, en það gerði ekki meira en að tryggja þeim sambærileg launakjör og öðrum hliðstæðum stéttum. Sú vitneskja hefði átt að gera rík- isstjórnina enn fúsari til að veita bændasamtökunum verð- lagsvaldið, ef hún hefði viljað unna þeim jafnréttis og ekki ætlað að leysa dýrtíðarmálið á kostnað þeirra. Þessum röksemdum færðust þeir Pétur og Jón undan að svara, en héldu sér við ýms önnur aukaatriði og vífilengjur. Þá skýrðu andmælendur frv. frá því, að þeir myndu beita sér fyrir því í þinginu, að lögin yrðu felld í sinni núv. mynd og Al- þingi viðurkenndi nýja Stéttar- sambandið sem handhafa verð- lagsvaldsins. Að lokinni umræðunni var lögunum vísað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar gegn at- kvæðum Framsóknarmanna. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.