Tíminn - 23.10.1945, Blaðsíða 2
2
TtMIW. l>riðjndagiim 23. okt. 1945
80. blað
Þriðjudopr 23. okt.
Svika-Smerdisar
í umræðunum um búnaðar-
ráöslögin í neöri deild, sem fóru
fram fyrir nokkru, var þaö játaö
af Pétri Magnússyni og Jóni
Pálmasyni, að stjórnin'hefði orð-
ið að fara þá leið í verðlagsmál-
um landbúnaðarins, því að öðr-
um kosti hefði hún misst taum-
haldið á þeim. Greinilegar verð-
ur það ekki viðurkennt, að
meirihluti Búnaðarráðsins . og
verðlagsnefndin er ekkert ann-
að en verkfæri stjórnarinnar.
Það þarí ekki heldur annað
en að lita á verk verðlagsnefnd-
arinnar til að komast að raun
um, hvort hún hafi frekar talið
sig fulltrúa bænda eða stjórnar-
innar. Á öllum bændafundum,
sem haldnir höfðu verið um
þessi mál, hafði verið einróma
samþykkt, að eftirgjöf Búnað-
arþings gilti ekki nema i eitt
ár, og bændur ættu framvegis
að fá fullt sexmannanefndar-
verðið. Þessar kröfur voru í
‘fyllsta máta sanngjarnar, þar
sem sexmannanefndarverðið var
byggt á því, að bændur fengju
svipaðar meðaltekjur og hlið-
stæðar vinnandi stéttir. Hefði
það verið lagt til grundvallar
við verðlagninguna nú, hefðu
bændur átt að fá kr. 1.47%
fyrir mjólkurlíterinn og kr.
8.62 fyrir kjötkg. Verðlags-
nefndin úrskurðar hins veg-
ar, að bændur skuli fá kr. 1.35
fyrir mjólkurlítrann og innan
við kr. 6.00 fyrir kjötkg. Nefnd-
in hefir þannig ranglega af
þeim, sem svarar 12% eyri á
hvern mjólkurlítra og nálægt
þremur krónum á hvert kjöt-
kíló.
Greinilegar getur það ekki
sannast, p.ð nefndin lítur ekki
á sig sem fulltrúa bænda, sem
krefjast svipaðra tekna og
hliðstæðar stéttir, heldur sem
fulltrúa ríkisstjórnar, sem sér
enga aðra leið í dýrtíðarmálun-
um en að velta hinum auknu
byrðum yfir á bændur.
Þær afsakanir nefndarinnar
duga lítið, að hún hafi ekki
getað ákveðið verðið hærra,
vegna ástandsins í dýrtíðarmál-
unum. Það, sem þurfti að gera,
var að knýja ffam hlutfallslega
jafna lækkun allra. Það hefði
bezt verið gert með því, að
sanngirniskröfum bænda hefði
verið haldið til streitu og verð-
ið ákveðið með tilliti til þess.
Þá hefði valdamönnunum verið
það nauðugur einn kostur að
grípa til allsherjarlækkunar.
Með því að láta undan, opnaði
/nefndin stjórninni leið til að
fresta öllum allsherjarráðstöf-
unum og halda dýrtíðarsukkinu
áfram á kostnað bænda einna.
Það hlutverk, sem meirihluti
Búnaðarráðs og vérðlagsnefnd-
in hefir hér unnið; mætti verða
bændum minnisstætt. Það mætti
sanna þeim, hve farsællegt það
mun vera að treysta því flokks-
broti sveitaíhaldsins, sem nýtur
forustu Jóns Pálmasonar, Sveins
á Egilsstöðum,. Stefáns í Fagra-
skógi og Guðmundar á Hvann-
eyri. Þessir menn hafa deilt á
afurðaverðið, þegar það hefir
verið ákveðið bændum stórum
hagstæðara, en þegar þeir fá
svo verðlagsvaldið sjálfir, reyn-
ast þeir þægustu verkfæri stór-
gróðavaldsins og láta nota sig
til að níðast á bændum, svo að
ekki þurfi að grlpa til þess að
lækka milliliðaokrið og skerða
stórgróðann. Slíku verki geta
bændur vissulega ekki svarað á
aðra leið en þá að svipta
þessa menn öllum stuðningi í‘
pólitískum efnum. Andstæðing-
um bænda myndi verða örðugra
eftir það að finna svika-Smer-
disa í bændastéttinni, sem þeir
geta notað til að vinna óhæfu-
verk gegn bændum í nafni
bænda sjálfra.
Kjötsölumálin
Sá hluti bændastéttarinnar,
sem grálegast hefir verið leik-
inn 'af meirihluta Búnaðarráðs
og verðlagsnefndinni, eru tví-
mælalaust kjötframleiðendurnir.
Margir héldu, þegar þeir
r
A
Mbl. fjandskapast gegn
verkfallsrétti bænda.
Stærsta fyrirsögn, sem nokk-
uru sinni hefir verið á forustu-
grein í Mbl., var í seinasta föstu-
dagsblaði þess. „Tímamenn
heimta sölustöðvun landbúnað-
arafurða“, segir þar. Tilefni
þessarar stóru fyrirsagnar er
sú frásögn Tímans, að Stéttar-
samband bænda hafi í undir-
búningi reglur um sölustöðvun
á landbúnaðarafurðum, er grip-
ið verði til, ef nauðsyn krefur.
Vitanlega verður það, sem
gert verður af bændum í slíkum
efnum, eingöngu ákveðið af
þeim sjálfum, og þvi er alveg
óþarft fyrir Mbl. að ætla að
eigna Framsóknarmönnum það
sérstaklega. Til slíkra stórræða
munu bændur ekki grípa, nema
brýna nauðsyn beri til, og þeir
munu þá gera það sjálfs -síns
vegna, en ekki vegna neins pól-
itísks flokks.
Hitt lýsir svo vel aðstöðu Mbl.-
liðsins til bænda, að það skuli
næstum ganga af göflunum út
af því, að bændur ætla sér jafn-
mikinn rétt í þessum efnum og
verkamenn hafa lengi haft.
Mbl. fárast t. d. ekki yfir því, að
strandferðaskipin hafa nú legið
2—3 vikur í höfn vegna verk-
falls háseta og kyndara. Hvers
vegna skyldu bændur ekki mega
gripa til sömu ráða til að koma
fram kröfum, sem myndu áreið-
anlega verða miklu hóflegri en
gerðar eru í umræddu tilfelli,
ef marka^má frásögn Eimskipa-
félagsins?
Mbl.-liðið ætti að svara því
áður en það fjandskapast meira
á móti verkfallsrétti bænda.
Sagan endurtekur sig.
Þinghúsbruninn í Berlln var
fyrsti atburðurinn, sem opnaði
augu manna fyrir starfsháttum
nazista! Það varð fljótt ljóst, að
þeir voru brennuvargarnir,
þótt þeir reyndu að telja aðra
seka um verknaðinn.
Framferði stjórnarliðsins í
kjötsölumálunum mætti á sama
hátt opna augu manna fyrir
starfsháttum þess. Öllum má
vera ljóst, að ráðstafanir stjórn-
arinnar valda hinum stórfellda
samdrætti kjötsölunnar, en
samt syngja Mbl., Þjóðviljinn og
fleiri stjórnarblöð um það í ein-
um kór, að hann sé stjórnar-
andstæðingum að kenna!
Mbl. lýsir forustunni '
í sjávarútvegsmálum.
í ritstjórnargrein í Mbl. 13. þ.
m., þar sem verið er að ræða
tillögur kommúnista um bæjar-
útgerð, segir svo:
„Til þess að nokkur kjós-
andi greiddi kommúnistum
atkvæði, í þeim tilgangi, að
| kommúnistar tækju við stjórn
útgerðarinnar hér í bæ, þá
þyrfti Sigfús Sigurhjartar-
son að geta nefnt eitt ein-
asta dæmi þess að einhver
kommúnisti hafi einhvers
staðar gert út eitthvert skip,
svo til fyrirmyndar sé. Þar
blasir nú við augum nianna
ekki annað en >allskonar
„Falkurs“-útgerðir, sem ein-
kennt hefir framtak kom-
múnista í útgerðarmálum".
Þetta er vissulega rétt hjá
Mbl. En hinu’ hefði það mátt
i bæta við, að ekki sé öruggara
lað treysta Sj álfstæðisf lokkn-
i um, því að hann hafi falið
kommúnistum forustuna í sjáv-
| arútvegsmálum og gert aðal-
;mann Falkur-útgerðarinnar að
| fiskimálaráðherra og yfirmanni
„nýsköpunarinnar" á sviði sjáv-
arútvegsins!
heyrðu smásöluverð kjötsins
auglýst fyrst, að hlutur bænda
yrði allríflegur, þar sem verðið
var kr. 10.85 á kg. Menn gættu
þess ekki, að frá þessu drógst í
fyrsta lagi smásöluálagning,
sem var kr. 1.33, og heildsölu-
kostnaður (slátrun, frysting,
flutningur o. fl.), sem mun
varlega áætlaður kr. 2.12, (var
í fyrra kr. 2.04), svo að þá eru
ekki eftir nema kr. 7.40. Af þess-
um kr. 7.40 dregst kr. 1.50 verð-
jöfnunargjald, sem fer til að
verðbæta útflutninginn. Eftir
eru þá kr. 5.90, sem bændur fá.
Verðið til bænda verður þannig
alltaf nær krónu lægra en í
fyrra og kr. 2.80 lægra en það
átti að vera, ef sexmanna-
nefndarLálitinu væri fylgt.
Einn möguleiki var þó til að
gera þetta heldur hagstæðara.
Hann var sá, að útflutningur-
inn hefði orðið svo lítill, að ekki
hefði þurft að nota allt verð-
jöfnunargjaldið. Fyrir þessu
hefir landbúnaðarráðherrann
nú séð með því að gera ráð-
stafanir, sem hafa dregið svo
stórlega úr kjötsölunni, að fyr-
irsjáanlegt er, að verðjöfnunar-
gjaldið hrekkur hvergi nærri til
að uppbæta útflutninginn.
Verðið til þeirra bænda, sem
flytja út, verður því langt inn-
an við kr. 6.00 kg.
Þær ráðstafanir ráðherrans,
sem valda hinum mikla sam-
drætti kjötsölunnar, eru eink-
um þessar:
1. Útsöluverðið á kjöti var
stórhækkað, án þess að neyt-
encjum væri tryggt, að þeir
fengju hækkunina bætta í vísi-
tölunni. Þetta stöðvaði alveg
um tíma kjötkaup neytenda til
vetrarins, sem hafa farið sívax-
andi undanfarin haust.
2. Þegar neytendum var loks
tilkynnt með bráðabirgðalögum,
að ákveðið kjötmagn fengist
uppbætt, var það gert svo óljóst,
að þeir treystu því alls ekki
fyrr en þeir sæju, hvernig
reglugerðinni um framkvæmd
uppbótarinnar yrði háttað. Sú
reglugerð kom ekki fyrr en 13.
okt. Á tímabilinu 20. sept. til 13.
okt., eða meðan aðalkauptíðin
stóð yfir, frestuðu neytendur
því að kaupa kjöt til vetrarins,
enda hefir kjötsalan orðið þris-
var sinnum minni en f fyrra.
3. Stjórnin uppbætir nú að-
eins 40 kjötkg. á mann og reikn-
ar með því, að ekki verði því
uppbætt nema 3200 smál. í
fyrra voru uppbættar 5100
smál., sem íslenzkir neytendur
keyptu. Þessi mikla skerðin^
á kjötstyrknum mun áreiðan-
lega stórminnka kjötkaupin hjá
launalægstu neytendunum.
4. Stjórnin sviptir margt
manna kjötstyrknum, sem hefði
þörf fyrir hánn, og ’dregur það
vitanlega úr kjötsölunni.
5. Menn geta fengið kjöt-
styrkinn, án þess að tryggt sé,
að þeir hafi keypt tilsvarandi
kjötmagn, og getur það í ýms-
um tilfellum orðið til þess, að
honum verður ekki varið til
kjötkaupa.
Allar þessar ráðstafanir miða
svo augljóslega að samdrætti
kjötsölunnar, að»frekari rök eru
óþörf, enda sýna verkin merk-
in. Afleiðingarnar verða þær,
að svo mikið kjöt verður flutt út,
að verðjöfnunargjaldið mun
reynast alltof lítið til þess að
frámleiðendur útflutningskjöts-
•ins fái tæpar 6 krónur fyrir kg.,
sem stjórnin mun hafa ætlað að
skammta þeim.
Þannig er hlutur kjötfram-
leiðenda stórlækkaður frá því,
sem verið hefir, á sama tíma og
stjórnin hefir veitt öðrum stétt-
um méiri og minni launabætur
og kauphækkanir.
Vitanlega mun verða reynt af
fulltrúum bænda á Alþingi að
fá bætt úr þessum rangindum
og axarsköftum. - Bændur eiga
fulla sanngirniskröfu til þess,
að ríkið tryggi þeim fullt sex-
mannanefndarverðið fyrir vör-
ur þeirra, fyrst það hefir af-
skipti af sölu þeirra á annað
borð. En þVí miður er sanngirn-
inni ekki fyrir að fara hjá land-
búnaðarráðherranum og sálufé-
lögum hans. Bændur þurfa því
að vera undir það búnir að
mæta rangindum á öðrum vetf-
vangi og það verður bezt gert
með því að efla stéttasamtökin
og svipta liðsmenn landbúnað-
arráðherrans öllu fylgi í sveit-
um landsins. Þannig geta bænd-
ur bezt sýnt, að þeir láta ekki
beita sig rangindum og kyssa
ekki á vöndinn, eins og stjórn-
arliðið ætlast til. Slík fram-
koma bænda myndi vissulega
verða til þess, að stjórnarliðið
hugsaði sig um tvisvar áður en
það býður bændum upp á svip-
að ranglæti aftur.
Slúðursaga Guðmundar
á Hvanneyri.
Guðmundur á Hvanneyri seg-
ir í Mbl.-grein nýlega, að út-
söluverð á kjötkg. hefði alltaf
orðið 15—18 kr., ef Framsókn-
arflokkurinn hefði ráðið og
fylgt sexmannanefndar-verð-
inu. Slíkt er hreinn heilaspuni
hjá Guðmundi, því að hefði
Framsóknarflokkurinn ráðið,
myndi hafa verið hafizt handa
um allsherjarlækkun og kjöt-
verðið lækkað til samræmis við
það. Hins vegar hefði flokkur-
inn vitanlega tryggt, að sama
hlutfall héldist milli kjötverðs-
ins og kaupgjaldsins, eins og
sexmannanefndar-samkomu-
lagið gerði ráð fyrir.
Guðmundur bætir ekki mál-
stað sinn með slúðri, eins og
þessu.
Ölvun við akstur
fer í vöxt.
Hinar nýju áfengisútsölur,
sem ríkisstjórnin hefir látið
opna í Reykjavík, bera tilætlað-
an árangur. Áfengisgróðinn
eykst með degi hverjum. En sitt
hvað fylgir líka í fótspor hans,
Nýlega var t. d. sagt frá því
hér í blaðinu, að aldrei hefðu
fleiri menn verið „teknir úr um-
ferð“ í Reykjavík í einum mán-
uði en í september síðas.tl. Þá
hefir lögreglan látið einn lög-
reglubíl fást við það nokkur
kvöld að hafa upp á ölvuðum
mönnum við akstur. Þetta bar
þann árarigur, aö á þremur
laugardagskvöldum náðist í níu
bílstjóra, sem voru ölvaðir við
akstur. Má af þessu marka, hve
mikil brögð eru orðin að því,
að menn séu ölvaðir við akstur.
í kjölfar þess fara svo aukin slys
og umferðarhætta. Ríkisstjórnin
þyrfti sannarlega að athuga, að
áfengisgróðinn hefir fleiri en
eina hlið.
1056 króna hækkunin.
Hin mikla » verðhækkun á
mánaðarfæði hjá matsöluhús-
unum í Reykjavík vekur mikla
óánægju. Á flestum matsölu-
húsunum, sem eru í öðrum verð-
(FramhalcL á 7. síðu)
Erlent yfirlit
Stjórnarfariö í Jugoslavíu
Flestum fregnum virðist nú
bera saman um, að stjórnmála-
öngþveiti fari óðum vaxandi í
Jugoslaviu. Að sama skapi vex
andúðin gegn stjórn Titos.
Eins og kunnugt er, flutti
stjórn Jugoslaviu til Bretlands,
þegar Þjóðverjar hernámu land-
ið. Þjóðverjum tókst þó aldrei
að fullsigra jugoslavneska her-
inn, heldur hélt hann yfirráðum
í ýmsum héruðum Serbíu undir
forustu Mihailovitch hershöfð-
ingja. Fyrst eftir hernámið voru
kommúnistar í Jugoslaviu Þjóð-
verjum hliðhollir, en afstaða
þeirra breyttist, er stríðið hófst
milli Rússa og Þjóðverja. Þeir
hófu þá skæruhernað og tókst
að ná samvinnu við ýmsa smá-
flokka, einkum í Króatiu. For-
ustumaður þeirra var Josep Tito.
Mihailovitch reyndi í fyrstu að
hafa samvinnu við Tito, en hún
strandaði á hinum síðarnefnda.
Störfuðu þannig tvær andstöðu-
hreyfingar gegn Þjóðverjum í
landinu. Lengi vel fór þó miklu
minna fyrir hreyfingu Titos, unz
Rússar tóku að styðja hana og
fengu Bandamenn til að senda
henni vopn. Hins vegar fékk
Mihailovitch ekkert af vopnum
og jafnframt var sá orðrómur
breiddur út, að hann væri geng-
inn Þjóðverjum á hönd. Sann-
anir þykja nú fengnar fyrir því,
að það hafi verið með öllu rangt.
Það hefir aldrei verið opin-
berað til fullnustu, hvers vegna
Bandamenn tóku þá stefnu, að
snúa baki við Mihailovitch og
veita Tito stuðning. Trúlegast
þykir, að Churchill hafi átt
meginþáttinn í þessu til að
treysta samvinnuna við Rússa,
enda hafi Tito villt á sér heim-
ildir og talið markmið sitt að
koma á lýðræði, en ekki komm-
únisma, í Jugoslaviu. í stríðs-
lokiri var því svo komið, að Tito
var viðurkenndur æðsti maður
Jugoslaviu, og jugoslavneska
stjórnin í London hafði verið
lögð niður eftir að forsætisráð-
herra hennar, Ivan Subasic, og
nokkrir. ráðherrar aðrir höfðu
gengið í stjórn Titos. Pétur kon-
ungur hafði einnig orðið að
ganga að þeim skilyrðum, að
leggja hin formlegu völd sín í
hendur þriggja manna ríkisráðs,
unz þjóðaratkvæðagreiðsla hefði
' farið fram um það, hvort Jugo-
slavia skyldi vera konungdæmi
eða lýðveldi.
Sú reynsla, sem er fengin af
stjórn Titos síðan stríðinu lauk,
sýnir glögglega, að fyrir honum
| vakir að koma á kommúnistisku
stjórnarfari í landinu. Öll blöð-
in eru háð strangri ritskoðun og
engum flokki, sem er andvígur
stjórninni, er leyft að starfa.
Pólitískir andstæðingar hennar
hafa verið teknir höndum hóp-
um saman.
| Flestir þeir menn, sem gegndu
trúnaðarstörfum hjá Tito á
1 stríðsárunum og ekki voru
kommúnistar, hafa nú verið
! sviptir þeim o,g kommúnistar
settir í þeirra stað. Þannig hefir
nú Ivan Subasic orðið að segja
! af sér, en áður hafði hann verið
Ihafður í stofufangelsi og lög-
! reglan vísaði enska sendiherr-
! anum burtu, þegar hann kom
til að tala við hann, enda þótt
hann væri utanríkismálaráð-
! herra.
Að sama skapi og Tito hefir
þannig gengið rösklega fram í
því að berja niður alla andstöðu,
hefir öngþveiti í fjárhagsmálum
og atvinnumálum farið vaxandi.
Óánægjan gegn stjórn hans hef-
ir því farið sívaxandi og það ekki
síst meðal smábænda, sem eru
fjölmenpasta stéttin, og höfðu
vænst sér mikils af honum. í
flestum þeim héruðum, þar sem
Tito getur ekki haft öflugan
her, eru boð hans og bönn að
litlu eða engu höfð og völdin
eru þar í höndum andstöðu-
hreyfinga. Víða veita liðsmenn
Mihailovitch slíkum hreyfingum
mótstöðu og sjálfur er Mihailo-
<vitch enn í Jugoslaviu, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir leynilög-
reglu kommúnista til að hafa
uppi á honum.
Af hálfu konungssinna og
kirkjunnar, en hún er mjög
áhrifamikil í Jugoslaviu, virðist
nú hafin hörð barátta gegn Tito.
Pétur konungur tilkynnti ný-
lega, að samningarnir við sig
(Framhald á 7. síðu)
TtADDIR MbRAHNMNA
í Vísi 17. þ. m. birtist grein eftir
Einar Einarseon verkamann, þar sem
hann svarar smjörkistugrein Kiljans.
Segir þar m. a.: , s
„H. K. L. hneykslast mjög á þeirri
ákvörðun sex manna nefndarinnar,
að ákveða bændum kaup allt árið.
Rökstyður hann þetta með því að
segja, að vinnubrögð sveitafólksins
séu áþekk því, að það væri „mest-
allt árið í rúminu". Ég veit nú
ekki betur en að sveitafólk verði
að vinna allt árið og hafa þar að
áuki oft mjög takmarkaðan svefn-
tíma. Og eftir því sem ég þekki
suma kommúnistana hérna í
, Reykjavík, þá hygg ég, að ef þeir
ættu að vinna störf bændanna, þá
þyrftu þeir að fá, ekki aðeins kaup
fyrir hvern da^ ársins, heldur einn-
ig eftirvinnu, næturvinnu, helgi-
dagakaup, sumarfrí í hálfan mánuð
og frí eftir hádegi hvern laugardag
allt á fullum launum. En ekki
mundi kjötið lækka við það. Og þó
væri þetta sanngjarnt, borið saman
við kjör reykvískrár aiþýðu.
Jafnréttishugmynd H. K. L. virð-
ist næsta furðuleg, ef hann vill
láta það fólk, sem vinnur að fram-
leiðslustörfum, hafa verri kjör en
aðrar stéttir þjóðfélagsins. Nei,
sveitafólkið hefir fyllilega siðferði-
legan rétt til að krefjast sömu að-
búðar hjá þjóðfélaginu og aðrar
stéttir, og það því fremur sem það
framleiðir vörur, sem ekki verður
komizt af án, og vinnur þar áð
auki verk, sem H. K. L. og flestir
aðrir vilja vera lausir við.
islenzkir bændur hafa jafnan
unnið hlutverk sitt í kyrrð og
gengið að sínum erfiðu störfum
' möglunarlaust, meðan aðrar stéttir
hafa brotizt um á hæl og hnakka
fyrir bættum kjörum. Þeir hafa
stuðzt við hina fornu, íslenzku
menningu, sem hefir reynzt hald-
betri og þjóðhollari en óheillastefn-
ur þær, sem hingað hafa borizt frá
öðrum þjóðum og of margir tekið
til fyrirmyndar. Og ég get fullviss-
að H.K.L. um það, að mennirnir,
sem „berja utan þúfur með orfi,“
hafa lagt meiri og þjóðhollari skerf
í þjóðarbúið heldur en hann. Og
sé það örlæti af þjóðfélaginu, að
leyfa. þessum mönnum að stunda
atvinnu sína, að eigin hætti, þá er
það ekki minna örlæti, að greiða
H.K.L. þúsundir króna árlega fyrir
það að skrifa klúryrtar níðsögur
um íslenzka sveitaalþýðu.
H.K.L. telur það mein hið mesta,
hve margt fólk vinnur að landbún-
aðarstörfum. Prá kommúnistisku
sjónarmiði getur þetta verið rétt.
Hagsmunamál þeirra er að fá sem
flest fólk saman á einn stað og
láta sem flesta hætta sjálfstæðum
atvinnurekstri. Með því er hægt að
fjölga verulega í launastéttunum,
og skapast þá möguleiki til víð-
tækra múgæsinga, sem síðan má
nota til þess að kollvarpa þjóð-
skipulaginu, en það hefir jafnan
verið áhugamál kommúnista, að
grafa undan hornsteinum þjóð-
skipulagsins, svo þjóðfélagsbygg-
ingin gæti hrunið og þeir síðan
breitt rauðu duluna ofán á rúst-
irnar.“ ,
Að lokum segir Einar:
„Það er rétt, að islenzkur land-
búnaður er hvergi nærri kominn í
það horf, sem hann á að vera og
verður. Við þurfúm meiri tækni,
sniðna við hæfi íslenzkra staðhátta.
Og við þurfum að fjölga fóikinu
í sveitunum, en ekki f œkka^ því,
Því fleiri, sem stunda sjálfstæða
atvinnu, því sjálfstæðari er þjóðin
öll og því hæfari til að skapa heil-
brigt og þróttmikið þjóðlíf. Til þess
að þetta megi takast, þarf óeigin-
gjarnt starf duglegra framfara-
manna, sem hafa að markmiði
uppbyggingu, en ekki niðurrif. Á
starfi þeirra verður þjóðin að
byggja frámtið sína,, en ekki á
slagorðagjálfri pólitískra ævintýra-
manna og ábyrgðalausra kjafta-
skúma.“
Vissulega stafar barátta kominún-
ista gegn bændum ekki sízt af því,
að þeir vilja fækka sjálfstæðum at-
vinnurekendum. Þessi barátta er veiga
mikill þáttur í því starfi þeirra, að
kollvarpa núverandi þjóðskipulagi og
koma á hinu kommúnistiska einræði.
Mikill kosningaundirbúningur er nú
hafinn hjá kommúnistum. Þeir eru
búnir að opna kosningaskrifstofu og
sprengja nú hverja kosningabombuna
á fætur annarri í bæjarstjórn Reykja-
víkur. Alþýðublaðið minnist á þetta í
forustugrein 17. þ. m. og segir:
„Porsprakkar kommúnista vita
sem er, — og það veit verkfæri
þeirra, „séra“ Sigfús, einnig, — að
flokkur þeirra hefir ekki af miklu
að státa, þegar hann kemur fram
fyrir kjósendur næst. Hann talaði
að vísu margt og lofaði mörgu við
síðustu kosningar, bæði til bæjar-
stjórna og Alþingis: Hann lofaði
að beita sér fyrir vinstri stjórn," en
hélt á eftir í ístaðið fyrir íhalds-
sama utanþingsstjórn. Hann lofaði
að beita sér fyrir þjóðareiningu um
Stofnun lýðveldisins, en rauf hana
á fyrsta þingfundi þess og skilaði
auðum seðlum við fyrsta forseta-
kjörið. Hann talaði míkið um bitl-
inga annarra flokka, en aðrar eins
bitlingatíkur og kommúnistar, síð-
an þeir urðu stjórnarflokkur, hafa
aldrei þekkzt á landi hér. Og hann
talaði allra mest um brask og spiil-
ingu auðvaldsins, en hverjir hafa
orðið uppvísir að annarri eins ó-
reiðu og endemum í opinberu lífi
og forystumenn kommúnista — til
dæmis í Kaupfélagi Siglfirðinga,
sem þeir höfðu að féþúfu fyrir sig
og fjölskyldur sínar, eða í stjórn
síldarverksmiðjunnar Rauðku, sem
Siglufjarðarbær á, en þeir létu í
fullu heimildarleysi ábyrgjast stór-
lán fyrir útgerðarbrask félaga
þeirra á staðnum?"
Þessi og önnur verk kommúnista eru
vissulega með þeim hætti, að almenn-
ingur ætti ekki að láta glepjast til
fylgis við þá, hversu margar kosninga-
skrifstofur, sem þeir opna, og mörg
stórmál þeir flytja rétt fyrir kosning-
arnar.