Tíminn - 30.10.1945, Page 4

Tíminn - 30.10.1945, Page 4
4 TÍMIiMV. þriðjndagiim 30. okt. 1945 82. blað Sendibréf til sveitamanns / Reykjavík, 16. okt. 1945. Heill og sæll! Alltaf þokumst við fram til meiri hagsældar og menningar. Nýsköpuninni fleygir fram og umskapar dag frá degi hagrænt umhverfi okkar, undir merki S. Árnason & Co. Jóhann Þ. Jósefs- son flutti eina af fjallræðum hins nýja boðskapar af He'ima- kletti .í gærkveldi. Útvarpstil- kynningin um þennan atburð var kristilega látlaus; aðeins „stjórnmálafundur í Vestmanna eyjum.“ — Myntslátta ríkisins gengur vel, krónuseþlum fjölg- ar. — Grózkan er mikil í atvinnu- málum og fjármálum. Þið þekk- ið það bezt, sveitamennirnir, hve veðurfarið hefir mikil áhrif á gróðurinn. Þið eigið því sjálf- sagt hægt með að skilja áhrif andlegra strauma á grózku at- vinnumála og fjármála, og sér- staklega hina nýju austrænu heiðríkju, sem andar blæ nýs lýðræðis yfir hrímgaða þröng- sýni íslands. Ai^strænán hefir og beinzt til ykkar öllu fremur en flestra annarra. Ég minnist þess,. er útvarpsumræður voru haldnar, nokkru eftir að núverandi ríkis- stjórn var mynduð. Þá kom aðv hljóðnemanum Áki Jakobsson' ' ráðherra, útgerðarmaður, lög- fræðingur, fasteignasali og verk- lýðsleiðtogi. Hann lét~þess getið, að bændur gætu ekkf vænst þess að verða aðnjótandi hinii- ar glæstu „nýsköpunar,“ sem á- formuð væri, ef þeir héldu fast við stífsinni sitt og yrðu á móti stjórninni, eins og útlit væri fyrir. Við þessa athugasemd ráð- herrans varð mér í fyrsta sinni fyllilega Ijóat skin hinnar aust- rænu frelsissólar. Eins gæti ég trúað að farið hafi fyrir ykkur, þarna á „afdalakotunum.“ ,-Dýr og fagur austri í upp er dagur runninn," sagði rímnaskáldið forðum. Mér skildist í síðasta bréfi þínu, að þér væri ekki nægilega ljóst, hve velmegun í landinu fer vaxandi. Mér virtist einnig ástæða til að óttast, að þú værir ekki nógu þakklátur valdhöfun- um. Kom þetta einkum fram þar, sem þú varst að minnast á búnaðarráð og afskipti þess og ríkisstjórnarinnar af kjötverð- inu. Ég vissi að þú hafðir verið Framsóknarmaður og mér komu í hug orð P. V. G. Kolku í Morg- unblaðinu 3. október: „Óbyrjuháttur sveitanna er aff verffa ískyggilegur. Hinn gamli bændastofn stóffst öll hretviffri aldanna, en blöff'hans og greinar vjsnuðu undir veld- issól Framsóknar“. Og þú lézt orð hníga að því, að þér geðjaðist vel að Tíman- um og hafðir við orð að styðja hann. Það var því ekki laust við, að ég skelfdist fyrir þína hönd, því P. V. G. Kolka boðar í sömu grein: „Það eiga ekki aff gilda nein griff fyrir þá menn, sem bera ábyrgff á Tímanum og því eitri, sem hann er látinn dæla inn í æffar þjóðfélagsins". Þín vegna þykir mér mjög leiðinlegt, að þú skulir ekki þekkja þinn vitjunartíma og skilja áhuga búnaðarráðs og ríkisstjórnar fyrir velferð ykkar bænda. Þar ert þú sennilega eftirbátur stéttarbræðra þinna, því Valtýr Stefánsson segir svo í Reykjavíkurbréfi sínu 14. októ- ber í Morgunbl.: „Þaff er almennt viffurkennt um allar sveitir landsins, aff Pétur Magnússon réffi vel, er hann skipaði landbúnaffarráðiff í haust. Bændur líta þannig á máliff, aðs verðlagsnefnd hafi unniff starf sitt mjög samvizku- samlega og meff fullu tiUiti til hagsmuna bænda“. Þú vilt halda því fram, að kjötverð til ykkar bænda, mið- að við I. flokk, lækki um rúm 12% frá í fyrra, eftir því sem þú komist næst. Þetta er vafa- laust rétt hjá þér. En hefir þú aldrei heyrt talað um „sam- ræmingu" á kjörum og kaupi? Ég hefi nokkrum sinnum heyrt hana nefnda. Þetta, sem þú í fávísi þinni kallar að „þröngva hag bænda“, það er ekkert ann- að en „samræming“, og skal ég nú reyna að skýra þetta betur fyrir þér. í fyrra var heildsöluverð kjöts greitt niður og smásalinn fékk hvert kíló af I. flokks kjöthfyr- ir kr. 5,65. Honum voru ætluð 13% í álagningu, eða 65 aurar fyrir að selja hvert kíló. Kjöt- kaupmönnum þótti þetta lítil á- lagning, sem von var, að fá ekki nema kr. 750.20 fyrir að selja hverja kjötsmálest. Nú var heildsöluverð ákveðið kr. 9.52 á kíló I. flokks kjöts, eins og þú veizt. Jafnframt var álagning kjötkaupmanna hækkuð úr 13% í 14%. Útkoman verður sú, að kjötkaupmenn fá 133 aura fyrir að selja kílóið af I. flokks kjöti, eða kr. 1330,00 fyrir að selja kjötsmálestina. Það getur vel verið, að kjöt- verðið til ykkar bænda lækki um rúm 12%, en tekjur kjöt- kaupmanna hækka líka um rúm 77%. Þarna sérðu sam- ræminguna svarta á hvítu. Þú ert vís tíl að halda því fram, að þetta hafi verið klaufa- skapur eða mistök, en það er ekki rétt. Þarna var gengið á- kveðið til verks og í fullri al- vöru og eindrægni. Valtýr segir svo í leiðara 2. október í Mbl.: „Þaff, sem svo aff lokum skipt- ir ef til vill mestu máli um þessar dýrtíðarráðstafanir nú, er aff um þær er samkomulag þriggja stjórnmálaflokka, á- byrgffin á þeim og framkvæmd- um þeirra í höndum ríkisstjórn- ar, sem studd er jöfnum hönd- um af atvinnurekendum og verkafólki“. Nei, kunningi, þetta voru eng- in mistök eða klaufaskapur, heldur fyrirfram ákveðin „sam- ræming“, gerð með fullu sam- komulagi ' stjórnarflokkanna, eins og Valtýr segir. Þú mátt ekki tala svona um verðlagningu landbúnaðarvar- anna eins og þú gerir í síðasta bréfi þínu. Þú verður að gera þér ljóst hversu óhollt það er fyrir þjóðfélagið, ef einni stétt væri ívilnað umfram aðrar, eða jafnvel á kostnað annarra. Það er alveg rétt sem Valtýr segir ennfremur í leiðaranum 2. október: „Dýrtíðarmálin eru þess effl- is, að grundvallarskilyrði til nokkurrar úrlausnar á þeim, er það, að takast megi að útrýma hinni þröngsýnu hagsmunabar- áttu milli stéttanna, þar sem hver togar í sinn skekil, en án gagnkvæms skilnings og yfir- vegunar um það, hvað stéttun- um í heild hentar bezt sameig- inlega. Þetta grundvallarskil- yrði skapaðist við myndun nú- verandi ríkisstjórnar og þaff verður áfram forsenda fyrir frekari og varanlegri úrlausn- arefnum þessara vandamála“. Og þá er ekki farandi framhjá hinni viturlegu athugasemd í greininni: „Af sjónarhól sveita- manns" í Morgunblaðinu 12. október, en þar segir: „Verðlagsmál landbúnaffar- ins verða ekki leyst nema með gagnkvæmum skilningi fram- leiðenda og neytenda og sam- eiginlegu átaki landsmanna til að koma framleiðslu landbún- aðarins í betra og tryggara horf. Þeir flokkar, sem standa að nú- verandi ríkisstjórn, eru allra að- ila líklegastir til að fá ein- hverju áorkaff I þessum málum“. Ég heyri nú mikið rætt um stéttarsamtök bænda og þú minnist á þau í bréfi þínu.Fyrir ykkar hönd er ég ánægður með það, sem þegar hefir áunnizt. En blessaður gættu þess nú, að þið farið gætilega með bölvaða pólitíkina. Athugið vel, að klippa úr henni vígtennurnar, svo hún ekki rífi spaka og sak- lausa sauði annarra stétta. Og hafið þið budduna einnig í huga, eins og Valtýr víkur að í Reykjavíkurbréfi slnu á sunnu- daginn var: „En bændur líta svo á, aff þegar samtök þeirra eru komin, sé eðlilegt að þau komi til skjal- anna í meðferð verðlagsmál- anna. Og mun því ekki mót- mælt, svo framarlega sem þau samtök hreinsa sig af íhlutun frá hendi pólitískra flokka“. Já, þið skuluð gæta varúðar, því óðum vex heiðríkja hins andlega himins, austræn sól hækkar á lofti, andblær hins austræna lýðræðis er að verða að golu eða stinningsgolu. Senn verður „langt til veggja, heiði hátt“. Mér þykir vænt um þig og þess vegna/vil ég alveg sér- staklega biðja þig að láta það nú alls ekki heyrast, að þú sért Framsóknarmaður. Það gæti orðið þér óhollt, því svo segir postulinn Páll V. G. Kolka í þriðja Morgunblaðsbréfi sínu, sjötta kapítula, síðasta versi: „í 20 ár hefir allmikill hluti bænda staðið í pólitískri ábyrgð fyrir Tímaklíkuna í Reykjavík. Framtíff bændastéttarinnar í ís- lenzku þjóðlífi veltur ekki hvað minnst á þvf, að hún losi sig úr þeirri ábyrgð, áður en það er orffið um seinan, því aff nú dregur að skuldadögum“. Mér er ekki vel Ijóst hvort það er tímanleg velferð þín eða sáluhjálp, sem er í hættu. En einhverjar alvarlegar sýnir hefir postulinn séð. Vertu svo blessaður. Reykvíkingur. Færeyingum heitið sjálfstæði Þær fréttir hafa borizt til % London frá Kaupmannahöfn, að það hafi verið opinberlega staðfest, að Færeyingum verði gefinn kostur á að öðlast sjálf- stæði. í fregninni um þetta segir, að gert verði ráð fyrir því, að látin verði fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla og yrði úrslit hennar | viðurkennd af Dönum. Enn- fremur er sagt, að fari þjð&ar- atkvæði þannig, að meiri hluti óski að vera í sambandi við Danmörku áfram, þá verði vald lögþingsins aukið til muna. Hvers eiga bændur að gjalda? Eftlr OLAF EINARSSON bónda á Þórustöðnni i. Síðan hin nýja ríkisstjóm tók við völdum fyrir tæpu ári síð- an, hefir á mjög greinilegan hátt mátt sjá, hverníg hún og hennar stuðningsmenn líta á hina íslenzku bændastétt og þann atvinnuveg, er við bænd- ur rækjum. 'Svo til hvert ein- asta framfaramál, sem komið hefir inn á Alþingi, hefir ým- ist verið svæft eða fellt. Þó mun óvirðingin og andúðin til bændanna hafa náð há- marki, er ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalögin ium skipun landbúnaðarráðs og verðlags^ nefndar. Að minnsta kosti er framkvæmd þeirra iaga svo ó- svífið hnefahögg í andlit bænda, að þeir munu áreiðan- lega verða þess lengi minnugir. Það er flaggað með því, að nú eigi bændur sjálfir að ákveða verð á sínum vörum, og land- búnaðarráðherra skipar bændur og þeirra starfsmenn í land- búnaðarráðið. En hvernig eru þessir menn valdir? Eru þeir ekki fyrst og fremst valdir með það fyrir augum að vera eftir- látir — góðu börnin ríkisstjórn- arinnar? Óneitanlega bendir margt til þess. Hvers vegna er t. d. eini kommúnistabóndinn, sem til er hér í sýslu, valinn í þessa nefnd? Er hann líklegri en allir aðrir til þess aff sjá hag bændanna borgiff? Stefnan var strax augljós, og verk þessara manna hafa þegar staðfest, til hvers var ætlazt af þeim. í fyrra mun Sveipn á Egilsstöðum hafa greitt atkvæði á móti því á Búnaðarþingi, að bændur gerðu tilraun til að færa niður dýrtíðina og gæfu eftir það ár þá hækkun, sem þeim bar. Hvernig starfar þessi sami mað- ur nú að verðlagsmálum bænd- anna? Ekki hefir heyrzt, að hann hafi neina sérstöðu í verð- lagsnefndinni — og eru þó verð- lagsákvarðanirnar ólíkt óhag- stæðari bændum en þá. Það má að vísu ætla, að nokkrir þeirra manna, er landbúnaðarráð- herra skipaði, vilji ‘gjarnan vinna að bættum hagsmunum bænda, en það hefir verið séð fyrir því, að þeir séu ekki of margir. Daginn áður en verðlags- nefndin auglýsti haustverð á kjöti hitti sá,t.er þetta ritar, mætan mann úr Reykjavík að máli. Barst þá í tal hvers vegna svo drægist að auglýsa haustverðið. Því svarar hann þannig: Þeir eru . að láta kúg- ast (það er verðlagsnefndin). Eftir kvöldfréttir daginn eftir sáum við bændur hér, að þessi maður hafði reynzt sannspár — og að hann hafði talað af kunn- ugleika. II. íslenzk landbúnaðarfram- leiðsla, mjólk og kjöt, eru lífs- nauðsynlegar framleiðsluvörur fyrir þjóðina í heild, — og verða það í framtíðinni engu síður en hingað til. Það er skylda hvers einasta íslendings, hvar í flokki sem hann stend- ur og — þá ekki sízt þingmann- anna — að styðja að því, að nógu margir stundi landbún- aðarstörf. En fyrir því er bezt séð með því, að laun þeirra manna, sem þann atvinnuveg stunda, séu sambærileg við laun annarra stétta þjóðfélags- ins — og að bændur verði það frjálsir, að þeir fái að ráða mál- um sínum sjálfir. Með sex mannanefndar-sam- komulaginu var þessi skýlausi réttur bændanna viðurkenndur, og það jafnt af fulltrúum neyt- enda og bændanna sjálfra. Vonir fjölmargra bænda stóðu því til, að þessari reglu yrði fylgt við verðákvarðanjir í framtíðinni. Þær vonir eru nú að bregðast. í þetta sinn er búið að ákveða verðið. Það hefir verið ákveðið þannig, að m|klar líkur eru til, að meðalbónáinn fái, um kr. 4000,00 minna fyrir haustinn- legg sitt en hann á rétt á að fá, sæmanborið við aðra launþega. Þetta þola bændur ekki fjár- hagslega — og þeirra metnaður er of mikill til þess, að þeir þoli það heldui á annan hátt. ÞvL verður ekki gleymt, að þessum ráðstöfunum er skellt á á sama tíma og Stéttarsam- band bænda er að verða til. Alþingi er komið saman. Nú er það sú virðulega stofnun, sem er fær um að afmá þau smánarhögg, sem bændum hafa verið greidd. Það, sem því ber að gera, er fyrst og fremst þetta: 1. Fella úr gildi lögin um land- búnaðarráð í þeirri mynd, sem þau eru, og fela stéttasamtök- um bændanna framkvæmd þeirra mála. 2. Afnema veltuskattinn taf- arlaust. 3. Taka ræktunarmálin þeim tökum, að um vænlega fram- kvæmd á því sviði verði að ræða. 4. Hraða byggingu áburðar- verksmiðju, þar sem nú er feng- in ágæt reynsla á þeim áburði, (Framhald á 6. síðuj gert sér far um að framkvæma þær út í æsar. Hitt er,svo annað mál, að sjálfsagt hefir það ekki stafað af neinni ást á Gyðing- um eða meðaumkun með þeim, heldur því, að þeir hafa séð fram á, að vanöræðin í Danmörku myndu aðeins aukast við þetta glæpatiltæki. Brottflutningurinn. Hinir handteknu Gyðingar voru þegar um nóttina og árla næsta morguns fluttir á skips- fjöl. Voru þeir látnir í þýzk her- flutningaskip, sem komið hafði til Kaupmannahafnar til þess að sækja þá. Sigldu þau brott fyrri hluta dags, og flykktust þá Kaupmannahafnárbúar út á Löngulínu til þess að fylgjast með brottförinni. Var þá mörg- um Dananum þungt í skapi, er skipin brunuðu út sundið. Tilkynning Þjóffverja. Á laugardagsmorguninn birt- ist opinber tilkynning frá Þjóð- verjum um þessa atburði í ýms- um morgunblaganna. Þar var komizt svo að orði: Opinberlega er tilkynnt: Þar eð Gyðingar, sem með fjandsamlegri starfsemi sinni gegn Þjóðverjum og alhliða hvatningu til ofbeldisverka og skemmdarverka, sem mjög hafa stuðlað að því að auka vandræði í Danmörku, hafa. með nýjum ráðstöfunum af hálfu Þjóðverja verið fjÆirlægðir úr opinberu lífi og komið í veg fyrir, að þeir haldi áfram að eitra andrúms- loftið, mun nú verða uppfyllt sú ósk, sem danska þjóðin hefir almennt alið í brjósti, og næstu daga byrjað að láta lausa danska hermenn, er verið hafa í haldi. Mun lausn þeirra hraðað eftir því sem atvikin leyfa. Gremja Dana. „Það vakti hina mestu gremju meðal danskra manna, ekki sízt þeirra, sem nákomnir voru hernum, að ofsóknunum á hend- ur Gyðingum skyldi vera bland- að saman við lausn hinna dönsku hermanna. Görtz yfir- foringi sendi von Hanneken hershöfðingja þegar í stað mjög snörp andmæli, þar sem harð- lega var mótmælt þeim skiln- ingi, að ekki hefði verið unnt að láta hermennina lausa, fyrr en gerðar hefðu verið sérstakar ráðstafanir viðvíkj andi dönsk- um Gyðingum. — Sem æðsti maður hins danska hers, sagði yfirforing- inn, lýsi ég mig eindregið ancT- vígan þeirri skoðun, enda á hún ekkert skylt við veruleikann, og ég bæti því við, ao hermennirnir kæra sig ekkert um rýmkun á kjörum sínum, geti það aðeins gerzt á kostnað annarra danskra ríkisborgara. Vedel sjóliðsforingi tók í sama streng. Hann tilkynnti dr. Best, að liðsforingjar í sjóliðinu myndu telja. það ærumeiðandi, ef þeir yrðu látnir lausir upp á þessi býti. Þar að auki streymdu að mót- mælin úr öllum áttum, meðal annars frá ríkisdeginum, undir- rituð af formönnum þeirra fimm stjórnmálaflokka, er saman annu, biskupúnum, sem létu lesa mótmæli sín í öllum kirkj- um landsins, öllum helztu kenn- arasamböndunum, fjölda æsku- lýðssamtaka, yfirvöldum Kaup- mannahafnar, bæjarstjórnum, öllum hinum stóru stéttasam- böndum og mörgum öðrum. Svíar létu málið einnig til sin taka opinberlega. Sænski sendi- herrann í Berlín gaf þýzku stjórninni til kynna, að Svíar væru fúsir til þess að veita öll- um dönskum Gyðingum í Dan- mörlÆ griðland í Svíþjóð. Þessu boði var tafarlaust hafnað. Örvænting og sjálfsmorff. Hins vegar kom það ekki fram í dagsljósið, hversu margir átak- anlegir og hræðilegir atburðir höfðu gerzt í sambandi við þess- ar fjöldahandtökur, bæði í Kaupmannahöfn og úti um landið. — Heilar fjölskyldur frömdu sjálfsmorð af ótta við það að lenda í höndum hinna þýzku böðla. Sunnudaginn 3. október sást maður hlaupandi á strandveginum norðan við Helsingör. Hann æpti há- stöfum og blóðboginn stóð úr mörgum svöðusárum á hálsi hans. Þetta reyndist vera ungur vísindamaður frá Hellerup, af Gyðingaættum. í baðskýli þarna skammt frá fannst kona hans og tvær telpur, allar skornar á háls. Maðurinn var fluttur 1 sjúkrahúsið í Helsingör, og tókst læknum þar að bjarga lífi hans. Hann sagði nú frá því, að hann hefði verið í marga daga á flæk- ingi á Norður-Sjálandi með fólk sitt og árangurslaust reynt að fá far yfir til Svíþjóðar. Örvænt- ingin greip hjónin, og í neyð sinni ákváðu þau að svipta börnin lífi og fyrirfara sér síðan á eftir. Síðan svæfðu þau telp- urnar með svefnlyfjum, konan tók þær í fangið, en hann skar þær á hálsæðarnar. Síðan fyrir- fór hann konu sinni á sama hátt. En þegar hann ætlaði að fara að gera út af við sjálfan sig, var þrek hans þorrið, svo að honum mistókst það. Þessi vesalings maður var fluttur til Svíþjóðar,*' er hann hafði verið græddur. Einn daginn hlupu tvær syst- ur, Gyðingar, fyrir sporvagn við Kalvebod-bryggju. Þær héldust í hendur og biðu báðar bana. í læstum íbúðum fundust næstu daga eftir árásina á Gyð- ingana lík manna, er höfðu hleypt á sig gasi eða tekið inn eitur og látið síðan fyrirberast í rúmum sínum. Allir vilðu hjálpa Gyffing- unum. Haustið 1943 áttu sér stað miklir mannflutningar yfir sundið til Svíþjóðar. Það voru Gyðingar á flótta. Sá kafli í sögu Gyðingaofsóknanna í Dan- mörku er bæði athyglisverður og hrífandi. í margar vikur voru alls konar fleytur á ferð milli hinna dönsku og sænsku stranda. Nótt eftir nótt héldu þessar kænur frá myrkri og kúgaðri strönd Sjálands yfir til hinnar björtu og uppljómuðu strandar Svíþjóðar, þar sem ótal hendur voru á lofti til þess að hjálpa fólki í nauðum. Aðeins örsjaldan féllu þessar fleytur í hendur Þjóðverjum, og var það pkki sízt Svíum að þakka, hve þetta gekk klakk- laust. Stjórnarvöldin lögðu sitt að mörkum, ekki síður en fólkið. Meðfram allri ströndinni var grúi sænskra herskipa. Ætlun- arverk þeirra var í senp að hjálpa nauðstöddum og bægja þýzku njósnarbátunum brott. Hvort tveggja var dyggilega gert. En samt sem áður áttu sér því miður stað slys, sem kostuðu allmarga danska Gyð- inga lífið, svo að þeir fengu al- drei að stíga fæti sínum á hið fyrirheitna sænska land, þar sem frelsið beið þeirra. Langflestir lögðu af stað úr höfn í Norður-Sjálandi, og þar tókst Þjóðverjum líka að hafa hendur í hári allmargra flótta- manna. Stærsta óhappið af þvi tagi gerðist í Gilleleje. Þýzki lögregluforinginn Juhl frá Hels- ingör hafði með aðstoð svikara komizt að því, að til stæði að flytja Gyðinga frá Gilleleje hinn 4. október. Kvöldið áður komu þýzkir lögreglumenn til bæjarins og gengu rakleitt að kirkjunni, þar sem eitt hundrað Gyðingar höfðu leitað athvarfs. Þeir voru allir teknir nema/ þrír. Tveir höfðu falið sig i orgelinu, en sá þriðji klifraði upp í kirkjuturn- inn, en þar láðist Þjóðverjunum að leita. Það kom seinna í ljós, að stofuþerna í gistihúsinu í Gilleleje hafði sagt Juhl til flóttafólksins i kirkjunni. Hafði hún unnið þetta til þess að fá þýzkan hermann, sem hún var ástfangin af, kallaðan heim frá vígstöðvunum. Hún hefir nú játað afbrot sitt og situr í fang- elsi. Frá Stevns fóru einnig margir Gyðingar yfir sundið. Alls stað- ar reyndi fólkið að hjálpa flótta mönnunum eftir megni, og var lögreglan ekki sízt. Má fullyrða, án þess að lítið sé gert úr hlut- deild annarra, að aðstoð lög- reglunnar og læknanna verður ekki metin til fulls. Hundruð Gyðinga voru fluttir í lögreglu- bifreiðum Kaupmannahafnar til smáhafna utan borgarinnar, og læknarnir notuðu sjúkrabifreið- ir til hins sama. í sjúkrahús- unum dvaldi fjöldi Gyðinga undir géfrvinöfnum, unz tókst að koma þeim brott, og ótaldar voru þær ferðir, sem slökkvilið- ið og hjálparsveitirnar fóru með slíka „sjúklinga“ til og frá sjúkrahúsunum. Jafnvel óbreytt ir bifreiðastjórar inntu ótrúlegt verk af hendi í bifreiðum sín- um þessa myrku októberdaga. Því miður verður þó ekki á móti því borið, að innan um allt þetta fórnfúsa og kjarkmikla fólk voru ómenni, sem ekki hik- uðu við að hagnast á þeirri neyð, sem að Gyðingum steðj- aði. Stöku fiskimenn og aðrir sjómenn áttu það til að krefjast óheyrilegra fjárhæða fyrir það að flytja flóttafólk yfir sundið. Eru þess jafnvel dæmi, að heimt aðar hafi verið tíu að jafnvel tólf þúsundir króna fyrir hvern mann, sem flýtja skyldi. En hins er þá gott að minnast, að aðrir skildu betur skyldur sínar. Oft og iðulega voru fá- (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.