Tíminn - 30.10.1945, Side 5

Tíminn - 30.10.1945, Side 5
82. blað 5 TÍMINIV, þrigjadagiim 30. okt. 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR J. D. Ratcliff: Nýjung á sviði tannlækninga Tannskemmdir eru algengasti sjúkdómur mannkynsins. Sá, er fundið gæti lyf, er kæmi í veg fyrir þær, yrði talinn einn af mestu afreksmönnum á sviði læknavísinda. Líkur benda til, að þessi uppfynding sé ekki langt undan. Orsök tannskemmda hefir um árþúsundir valdið mönnum heilabrota. Kínverskur keisari, sem uppi var um 2700 f. Kr., áleit að þær stöfuðu af ormum í tönnunum. Síðar var bakterí- um, munnvatnssýrum og arf- gengi um þær kennt. En síðustu rannsóknir benda á, að þær séu að mestu leyti matnum að kenna. Læknir nokkur, sem er í þjón- ustu heilbrigðismálanefndar Bandaríkjanna, hefir uppgötvað þýðingu flúorids 1 þessu sam- bandi. En flúorid er eitt af frumefnum jarðskorpunnar. Hann athugaði drykkjarvatn i tveim borgum í Illionis-fylki. í annarri borginni voru tann- skemmdir þrisvar sinnum al- gengari en í hinni. Við rann- sóknir kom í ljós, að í drykkjar- vatni þessarar borgar var afar- lítið af áðurnefndu efni, en í hinni borginni var a£tur á móti mikið af flúorid í vatninu. Sams konar rannsóknir 1 öðrum borgum leiddu það sama í ljós og staðfestu því uppgötvun þessa. Síðastliðið ár var árangur af öðrum rannsóknum gerður heyr- um kunnur. Tannlæknir nokkur i Texas tók eftir því, að tann- skemmdir voru því nær óþekkt fyrirbrigði í héraðinu, sem hann bjó í. Hópur vísindamaiina rannsakaði ástæðuna til þess, og komst að þeirri niðurstöðu, að þetta stafaði af því, að drykkjarvatnið væri auðugt af flúorid, Ennfremur er óvenju mikið af kalk- og brennisteins- efnum í fæðutegundum þeim, sem framleiddar eru í héraðinu. Þessar rannsóknir, sem nú hafa verið nefndar, leiddu til þess, að nú er því nær óhætt að fullyrða, að tannskemmdir stafa af efnaskorti. Skortur á D-vitamini veldur beinkröm, skortur á C-vítamini veldur skyrbjúg. Sennilegt er því, að tannskemmdir éigi rót sína að rekja til vöntunar á vissum efn- um í fæðunni, einkum flúorid- efnum og steinefnum. Þetta var a. m. k. skoðun Harrootians, sem er yfirtannlæknir við ríkis- spítalann í Massaschusettös- fylki. Læknir sá vissi um tilraun, sem stutt gat þessa kenningu hans. Áleit hann, að hægt væri að ráða bót á þessum efnaskorti. Vísindamaður nokkur hafði dregið tennur úr nokkrum hundum og rannsakað flúorid- innihald þeirra. Lét hann þá síðan í nokkra mánuði nærast á fæðu, sem var þrungin flúor- id-efnum. Að þeim tíma liðnum dró hann aftur úr þeim tennur og rannsakaði þær. Kom þá í ljós, að flúorid-magnið hafði aukizt. Nú var eftir að vita, hvort hægt væri að auka flúor- id-magnið í tönnum manna. Dr. Harootian fór nú að leita að fæðutegund, sem væri í senn rík af kalkefnum, brennisteins- efnum og flúorid, þ. e. öllum efnunum, sem gæti komið í veg fyrir tannskemmdir. Að síðustu varð fyrir valinu beinamjöl, malað úr nautabeinum. Hóf hann nú tilraunir sínar. Valdi hann til þeirra 9 sjúklinga á sjúkrahúsinu. Allir þessir sjúklingar höfðu þjáðst af sér- lega illkynjuðum tannskemmd- um. Læknirinn bjó til pillur af venjulegri stærð úr mjölinu. Sjúklingarnir tóku þessar pill- ur inn þrisvar á dag í níu mán- uði. Að öðru leyti neyttu þeir sömu fæðu, og áður. Dr. Haroot- ian athugaði tennur þeirra ná- kvæmiega einu sinni í mánuði. Hann sá þegar að tannskemmd- irhar hættu að breiðast út. í þessa níu mánuði bættist að- eins ein ný skemmd við. Um það leyti, sem tilraunirnar hófust, Harootian verið búinn að nema burt skemmd úr tönn í munni eins mannsins. Hann „fyllti“ ekki tönnina eins og ævinlega er gert, heldur lét hann holuna vera opna. Við máfiaðarrannsóknirnar sá hann að tanrfholan var full af matarögnum, en eins og kunnugt er, hefir því verið haldið fram, að þær valdi tannskemmdum. En ekki bólaði á neinni tann- skemmd, enda þótt tannholan væri opin állan þennan tima. Dr. Harootian hefir skrifað mjög varfærnislega skýrslu um þetta starf í eitt af bandarísku dagblöðunum. Hann segir m. a.: „É;g skýri frá þessu aðallega vegna þess, að ég vona, að það kunni að koma öðrum vísinda- mönnum að notum. Ef hægt er að minnka tannskemmdir með jafn einfaldri aðferð og þessari, sé ég enga ástæðu til þess að halda henni leyndri fyrir al- menningi.“ Þessi blaðagrein hafði til- ætluð áhrif. Hópar vísinda- manna fóru að nota sömu aðferð við rannsóknir á tannskemmd- um. þær tilraunir standa enn yfir. Dr. Harootian hefir hafið víð- tækari rannsóknir. Hann hefir nú 115 tilraunasjúklinga. Hann rannsakaði tennur þeirra með jöfnu millibili í 6 mánuði. Það tímabil er að enda, þegar þessi grein er rituð (febr. 1944). Hann hefir,nú í.hyggju að gefa sjúkl- ingunum beinamjölspillur í jafnlangan tíma. Ef árangurinn af þessum rannsóknum verður jafn góður og af þeim fyrri, er augljóst, að þá er loks fundið lyf við tann- skemmdum, sem frá alda öðli hafa valdið mannkyninu miklum þjáningum. Beinamjöl ættu allir að geta veitt sér. Sláturhúsin ættu að geta malað fínt.mjöl úr beinum til manneldis. Mjölið mætti seljá i lyfjabúðum líkt og vítamín- pillur. Einnig mætti blanda því saman við korn l?a nota það í brauð. Dr. Harootian varar merin þó við því að byrja að neyta þess- arar fæðutegundar, áður en rannsóknunum er lokið. Slíkt gæti verið hættulegt. Flúoridið sem finnst í beinum dýra, er svo sterkt, að það er eitt af að- alefnunum í rottueitri. Vísinda- menn ráða bót á þessu með því að blanda saman mjöli úr bein- um ungviðis, en í því er tiltölu- lega lítið flúorid, og mjöli úr beinum eldri dýra, sem er afar auðugt af flúoridi. Leikmenn kunna að sjálfsögðu ekki skil á þeirri blöndun. Lokaárangurinn af rannsókn- um Dr. Harootians, verður gerð- ur kunnur svo skjótt sem auðið er. (Þýtt og stytt úr Reader’s Digest) Úr gömlu biðilsbréfi. „Þú sagðir mér í þínu bréfi að ég skyldi hætta að elska þig. Það geri ég ekki. Fyrr skulu fjöllin í SilLsiu snjólaus verða, jörðin dýralaus, himnaríki englalaust og heivíti djöflalaust en óg hætti að elska þig og blessuð vertu!“ Þessa klausu lærði ég af gam alli konu nú um daginn. Svona var nú ástin nett i pá daga!! LÁRS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóinn fullyrt það, að hann hafi einnig dregið þig útbyrðis. Væri ekki bezt fyrir þig að fá lánaða biblíuna hans Kristófers? Mér stendur rétt á sama um dauða menn, og það var ekki hans vegna, að ég lét þetta af hendi rakna til ekkjunnar, heldur barnanna, og þess vegna skulum við fara. Þegar þeir komu heim til ekkjunnar, sat Kristófer þar meö telpurnar sína á hvoru hné. Það voru ekki til nema tveir stólar í kotinu, svo að þeir urðu að tylla sér á rúmstokkinn. En Kristófer, sem auðvitað grunaði e*indi þeirra, stóð upp og sagði við Þór: — Komdu. Við skulum flýta okkur um borð. Við verðum ekki hér eftir að þessir menn eru komnir. Og svo fóru þeir. En þeim Lúlla og Nikka dval'dist svo hjá ekkjunni, að Kristófer varð að fara að leita þeirra, þegar hann vaknaði eldsnemma á mánudagsmorguninn. Svo leið ein vika — og enn önnur. Það var nóg beita og nógur fiskur, og peningar streymdu í vasa sjómannanna, svo að hann Kristófer gat aftur símsent 225 krónur heim til „Norska ljónsins,“ og í bréfinu, sem hann skrifaði henni, áminnti hann hana ræki- lega um það að fylgjast nú með því, hvort gamla vélin úr „Elliða“ yrði ekki seld, þvi að þá yrði hún að kaupa hana í „Noreg,“ ef verðið væri viðhlítandi. í fjórtán daga hafði verið ágætur afli, en nú virtist áiann fara rénandi. Menn máttu líka búast við því — það leið senn að vori, marzmánuður var að telja út. Þess sáust líká ýms merki, að vorið var í nánd, og hann Kristófer gat ekki annað en fundið það, að kominn var vorhugur í þá Lúlla og Nikka. Síðustu dagana höfðu þeir sem sé ekki talað um annað en íshafið — íshafið. Það var eins og þeir myridu ekki eftir öðru. — Nú fara þeir bráðum að búa sig út á íshafið, var sífellt við- kvæðið. Hann Kristófer furðaði reyndar ekkert á því, þótt þeim|yrði tíðrætt um íshafið, en hitt gat hann ekki skilið, hvernig á því stóð, að þeir höfðu báðir heimsótt ekkjuna hans Jakobs Hansens oftar en einu sinni í síðustú viku og setið þar tímunum saman. Ekki þannig, að það færi bara ánnar í einu — nei, ó-nei, þeir urðu samferða og komu aftur báðir saman. Við Þór sagði hann: — Þetta boðar eitthvað. Þegar hann Kristófer ympraði svo á því einn góðan veðurdag, að fiskurinn væri óðum að þverra, svo að hann vildi helzt fara að hugsa til heimferðar, tók hann eftir því, að þeir Lúlli og Nikki urðu svo skritnir á svipinn. Lúlli fór að hósta og ræskja sig, en Nikki stóð á fætur, mændi á Kristófer gapandi og báðaði út höndunum, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en gæti með engu móti stunið því upp. Kristófer mælti: — Seztu, Nikki minn. Stattu ekki þarna eins og draugur. Lúlli getur alveg sagt það, sem þú ert að reyna að koma út úr þér. Og Nikki lét sér það að kenningu verða. Lúlli tók til máls: — Við höfum verið að tala um það, við Nikki, að það er enginn til þess að hlynna að okkur í Tromsö. Okkur hefir þess vegna dottið í hug að spyrja þig, Kristófer, hvernig þér litist á það, að %ið, ég og Nikki, tækjum ekkjuna og telpurnar með okkur til Troiftsö, því að við erum þó tveir, svo að við höldum, að okkur muni ekki verða skotaskuld úr því að sjá þeim farborða. Blessuð börnin eiga hvort eð er engan föðurinn. Ég gæti verið faðir annarrar telpunnar og hann Nikki hinnar, og þá ættum við alltaf víst athvarf, þegar við kómum heim af sjónum. Hann þagnaði til þess að sjá, hvernig hann Kristófer snerist við þessu. En hann þagði — steinþagði — og þegar Nikulási fannst þögnin vera orðin lengri en nauðsyn bar til, stóð hann upp aftur og byrjaði að berja hægri vængnum 1 kringum sig. En Lúlli hélt áfram og lét eins og ekkert væri: — Við höfum talað um þetta við hana Mörtu, ekkjuna, en þegar hann Nikki sagði henni, að við værum vanir að drekka út allt, sem við innvinnum okkur, sagði hún, ^ð hún vissi ekki, hvort hún þyrði að leggja út í þetta. En þá sögðum við, að við vildum ekki heldur taka hana til okkar, nema þú, Kristófer, segðir, að okkur væri það óhætt. Og þá sagði hún líka, að hún myndi kannske reyna þetta, ef þú værir því meðmæltur, og þess vefna berum við þetta undir þig. Kristófer mælti ekki orð frá vörum. Ha-nn smeygði sér stein- þegjandi í jakkann og skundaði upp á þilfar. Síðan settist hann fremst í stafninn á „Noregi" og hugsaði. Það leip heil klukkustílnd áður en hann kom aftur niður í káetuna. Hann var bókstaflega orðinn blár af kulda. En þegar hann hafði svelgt í sig brennheitt kaffi, sagði hann: — Þið getið fengið hana Mörtu og báðar telpurnar líka — við getum tekið þær hérna á skútuna, þegar við leggjum af stað heim. Þær geta farið til konunnar minnar, þegar þær koma til Tromsö, og búið þar — eins og þið vitið, er þar stofa og kamers og eld- hús, svo að nóg er rúmið. Þegar haustar og við komum heim, getið þið tekið á leigu hús handa ykkur og þeim. Marta getur verið hjá okkur Karen með krakkana,í sumar. En nú fer ég í land til þess að tala við hana. Þegar hann kom aftur, sagði Nikki, án þess að þurfa neitt að beita vængjunum fyrst: — Þú — þú hérna, Kristófer — hvað heldurðu, að kerlingin þín segi, þegar þú kemur heim frá Lofót með ekkju og tvo króa í eftir dragi? — Jú, það skal ég segja þér, sagði Kristófer. Hún segir bara það, sem hún er vön að segja: Þetta var rétt, Kristófer — það segir hún — og þannig á kerlingin manns líka að vera. Það var uppi fótur og fit í Ljósuvík, því að sú fregn flaug um alla byggðina, að Tromsökarlinn ætlaði að taka bæði ekkjuna og börnin eftir hann Jakob Hansen heim með sér, og það bjó eitthvað undir þvL ClCýPCl (SKOZK ÞJÓÐSAGA) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. i Orkneyjum. í Vesturnesi. Einu sinni í fyrndinni bjó ríkur bóndi iVar hann jaínan nelnd.ur Guömundur Hann var bumaöur góöur og þar á oían maöur vinsæll og vel látinn. vegna ans þessa höfðu margar stúlkur hug á að gift- ast honum, en allar urðu þær fyrir vonbrigðum. Guð- munuur í vescurnesi leit eui emu sinm a pær. Stúlk- urnar horfðu þvi á hann surar á svip og leynau hryggó smm meo þvi aö haia hann að háöi og spotti. En Guömundur í Vesturnesi hristi hið fagra höfuð siu, nio og sagoi: „Konur eru oiium til ópægmua. Hvers vegna skyiui eg pa auka á mm opægmdi meo pvi aö taka • mer konu? Ef hún Eva hefði ekki gert hann Adam gamia ruglaöan i koiiinum, væri hann senrniega ham- mgjusamur maður enn þann dag í dag!“ ,cræctu þin, gættu þm,“ sagoi kerhngin hans Ólafs ianga, þegar hun heyröi orð Guðmundar. „Hver veit nema þu verðir sjálfur töfrum trylitur einn góðan veð- rdag!“ Guomundur hló enn hærra og gekk út 1 haga sína. Þár voru svartar og gráar, rauöar og skjöldóttar kýr a beit. En svo var það einhverju sinni að Guðmundur í Vest- urnesi gekk niður í flæðarmál um fjöruna. Þegar hann gekk þarna eftir votum fjörusandinum, kom hann skyndiiega auga á hóp sævarbúa á stórum kletti, er stóð hálíur upp úr sjónum. Þeir voru að baða sig í sól- skininu, skvömpuðu og busluðu í grunnu vatninu. Nú hljótið þið að vita, börnin góð, að sævarbúarnir eru í seislíki á meðan þeir dvelja í sjónum, en þegar þeir koma á þurrt land, varpa þeir af sér selahömun- um og taka á sig mannsmynd. Sjaldgæft er að mennskir menn sjái þá að leikum. Guðmund fýsti því að komast rxær þeim. Hann skreið með mestu leyijd upp á klettinn, tók síðan undir sig stökk og lenti mitt á meðal sævar- búanna. Þeir ráku upp skelfingaróp, þrifu hami sína og stungu sér í sjóinn. En ungi maðurinn hafði verið næst- um þvveips handfljótur og þeir, því að í flaustrinu hafði honum heppnazt að ná í einn selshaminn. Hann vöðlaði honum saman og stakk honum undir handlegg sér. Þá sá hann hvar sævarbúarnir stungu höfðunum upp úr sjónum og horfði á hann ásökunar- augum. Ekkert er átakanlegra en hið dapurlega en iagra augnaráð selsins. Guðmundi sýndist hann sjá mannshöfði bregða fyrir í selaþvögunni, en það hvarf samstundis. Hann hélt því, að sér hefði skjátlazt. Hann herti upp hugann, sneri baki við þögulu augnaráði selanna, hagræddi skinninu oetur undir hendinni og hélt heimleiðis, harðánægður með .sjálfan sig. ' En hann hafði varla gengið tíu skref, þegar hann heyrði ekkasog. Hann sneri sér við og sá þá fegurstu konu, er hann hafði nokkru sinni augum litið. Hún hafði veitt honum eftirför á votum sandinum og rétti nú hvíta armana biðjandi í áttina til hans. Tárin runnu niður kinnar hennar. „Ó, góði maður!“ sagði hún með grátstafinn í kverk- unum. „Fáðu mér haminn minn aftur, svo framarlega sem þú áttx nokkra vitund af miskifhnsemi í hjarta þínu! Ég get'ekki dvalið í sjónum án hans, ég get ekki búið meðal ættmenna minna án hans. Vertu miskunn- samur og breyttu við mig eins og þú vildir láta breyta við sjálfan þig! “ Guðmundur í Vesturnesi varð nú hrærður í fyrsta skipti á ævinni. Hann kenndi í brjósti um sækonuna fögru. En önnur tilfinning þróaðist jafnhliða meðaumk- uninni. Hin framandi fegurð sækonunnar vakti ást hans aí ævilöngum blundi. Meðaumkun hans sökk því í öld- ur ástarinnar eins og leikfangabátur í byjgjur úthafs- ins. Hann hugsaði nú aðeins um, hvernig hann gæti eignazt stúlkuna fyrir eiginkonu og hélt því enn fastar um selshaminn. Hann biðlaði til hennar, enda þótt hann hefði aldrei áður beðið sér stúlku, og hann var svo falleg- ur og sannfærandi í ástarjátningum sínum að hún hét honum að lokum eiginorði. Þegar þau voru komin heim á bæinn, faldi hann sels- haminn undir sperru í dimmu þakherbergi, því að hann var viss um, að konan myndi aldrei finna hann þar. Þannig varð sækonan fagra húsmóðir í Vesturnesi. Hún var góð kona og búkona hin mesta, ól manni sínum sjö mannvænleg börn, sem hún annaðist með prýði. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.